Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1916 Auction Sale Everij Second and Fourth Saturday monthly will be hetd at Clarkleigh this year from 2 to 6 p. m. B. RAFNKELSSON. Ef eitthvað gengur að úrinu l)ínu, t>á er l>ér lang-bezt að senda l>að til hans G. Thomas. Hann er í Bardals byggingunni og ])ú mátt trúa bví, að úrin kasta ellibelgnum í hönd- unum á honum. Fréttir úr Bænum. Síra Rögnvaldur Pétursson fór vestur í Saskatchewan og flutti íe- lendingadagsræðu í Wynyard 2. ág. Hann var í W'ynyard þegar haglhríð in byrjaði þar hinn 3. ágúst. Sagði hann haglið meira og stórkostlegra, en vér höfum áður frétt um. Bylur- inn fór yfir alla nýlenduna íslenzku frá vestri til austurs, og var slóðin 100 mílur á lengd og 6—12 mílur á breidd. Fór yfir Kandahar, Wyn- yard, Mozart, Elfros, Leslie og Foam Lake. en lagði þá mikið norðan við Foam Lake. Braut og þeytti iangar leiðar smáhúsum öllum og korn- hlöðum; braut og lagði saman fé- lagshúsið í Leslie; fcykti burtu og braut stór fjós hjá Helga Helgasyni og Bjarna Jasonssyni í Foam Lake; jnölvaði glugga á hverju húsi, drap fugla, tamda og vilta, og svín, en fældi hesta, svo þeir lilupu á víra og sköðuðust. Aldrei fyrri hafa landar hér orðið fyrir jafn mikilli eyðilegg- ingu og þessari. Mr. Ásgreir Fjeldsted, Lieutenant f 223. herdeildinni, var fluttur fár- veikur á aukalest hingað frú Árborg á sunnudaginn, og var botnlanginn sprunginn, er Dr. Brandson skoð- aði hann. Dr. Brandson skar hann upp og væntu fáir honum lífs. En nú í morgun (miðvikudag) segir Dr. Brandson að honum farnist vel og er vongóður með hann, þó að hann sé enn í hættu. Það gleður alla þá( er Ásgeir þekkja, ef hann kemst úr hættu þessari. Gjafir til félagsins “Jón Sigurðs- son” 2. ágúst: 10 gal. rjómi frá Maple Leaf Cream- ery, Lundar. Skyr frá Mrs. Paul Reykdal, Lundar Skyr frá Mrs. Halldórsson, Lundar. Skyr frá Mrs. J. Líndal, Lundar. Skyr frá Mrs. H. H. Sveinsson, Brú. Skyr frá Mrs. Kr. Sigurðsson, Glen- Smjör frá Mrs. Casselman, Lundar. $10.00 gjöf frá kvenfélaginu “Fræ- korn”, Lundar. $5.00 gjöf frá Mrs. Halldóru Olson, Duluth, Minn. Þetta var margt af þessu ófáanlegt fyrir peninga, og eru félagskonurnar því hjartanlega þakklátar gefend- unum, fyrir alt saman: skyrið, smjörið og peningana. Eins votta þær þakklæti sitt til allra þeirra, sem unnu að veitingunum eða lögðu til hjálparhönd með eitt eða annað á íslendingadaginn. í íslandsblöðum er þess getið, að stjórn íslands hafi leigt skip til vöruflutninga milli ísiands og Ame- rfku. Það er um 1500 smálestir að stærð og leigan um 65,000 kr. á mán- uði; er það ekki mikið verð eftir því sem nú er um að gjöra. Fyrst á skipið að koma með kolafarm frá Engiandi, en fara síðan til Ameríku og sækja þangað ýmsar matvörur og ef til vill steinolíu. Nýjar félagskonur í “Jón Sigurðs- son” I.O.D.E.: Mrs. Christiana Albert. Mrs. Tngibjörg Clemens. Miss María Anderson, B.A. Mis Efemía Thorvaldsson. Mrs. Inga Gillis. Miss Herdís Ingjaldsson. Miss Gabríelle S. Thordarson. Mr. Halldór Kristjánsson Mýr- mann, frá Milleton, Sask., kom hér við hjá oss á heimleið frá Nýja Is- landi. Fór hann þar um suðurbygð- irnar til að sjá gamla kunningja og frændur sína. Sendir hann þeim öil- um nú beztu kveðju og þakklæti fyrir risnu þá og skemtun, sem þeir sýndu honum. Dýzt hann við að fara bráðlega heim héðan. Mr. E. S. Jónasson, frá Gjimli, var hér efra á mánudaginn og sagði, að íslendingadagurinn þar hefði farið ágætlega fram og aldrei verið jafn- mikið fjölmenni Jjarsaman komið á þeim degi. — Fyrir hönd Islendinga- dagsnefndarinnar á Gimli bað hann oss að birta þakklæti sitt og nefnd- armanna þar neðra til alira þeirra, sem þar hefðu fram komið á pró- grammi þann dag. Á síðasta furidi stúkunnar Skuld- ar Nr. 34 setti stúkuumboðsmaður, herra Ó. S. Thorgeirsson, eftirfylgj- andi meðlimi f embætti: Æ.T.—Gunnlaugur Jóhannsson. V.T.—Miss Aslaug Mack. F.Æ.T.—Einar Páll Jónsson. Kap.—Miss Siguriaug M. Sigurðs- son. Ritari—Soffonfas Þorkelsson A.R.—Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. F. M.R—Sigurður Oddleifsson. G. K.—Magnús Jónsson. D.S.—Miss Helga Ólafsson. A.D.S.—Miss Lára Bjarnason. I.V.—Benedikt ólafsson. Ú.V.—Aðalsteinn Jóhannsson. Ritstj. stúkubl. — Mrs. Karólína Dalmann. Organisti—Miss P. Pétursson. TIL VINA OG AÐSTANDENDA HERMANNANNA. JÓN SIGURÐSSON, I.O.D.E., fé- lagið óskar þess, að vinir og að- standendur hermanna þeirra hinna íslenzku, sem riú eru farnir, sendi utanáskrift hvers eins hermanns til | forstöðukonu- félagsins Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winni- peg.— Félaginu ríður á að vita rétta utanáskrift þeirra og breytingar, undir eins og þær verða, svo. að þær beðnir að láta þetta ekki undan- falla. Málverk. Allskonar litmyndir (“Pastel” og olíu- málverk) fást keyptar hjá Þor- Mtclni I*. Por.steliiMsyni, 732 McGee St., —'I'alMfnti G. 4ÍM»7.— Ljósmyndum, bréf- spjaldamyndum o. s. frv. breytt í stór- ar litmyndir fyrir mjög sanngjarnt verö. Efalaust eiga ailir einhverja mynd svo kæra, aö þeir vilja geyma hana meö lífi því, sem höndin og litirnir skapa, til minja í stofunni sinni. GJAFIR TIL 223. BATTALION. Safnað af G. Stefánsson: Frá Vestfold P. O., Man.— G. Stefánsson............. $2.00 E. H. Einarsson .......... 2.00 Halldór Jónsson........... 0.50 Jón S. Árnason ........... 1.00 Leonard H. Olson ....... 1.00 Einar J. B. Johnson ...... 1.00 Björn Jónsson ............ 0.50 A. M. Freeman ............ 1.00 F. Thorgilsson ........... 1.00 Sigurður Mýrdal .......... 1.00 L.,Kristjánsson......... 0.50 K. Stefánsson............. 0.50 Frá Hove P.O., Man.— Vigfús Thordarson......... 1.00 Safnað af Th. Thorkelson : Frá Oak Point, Man.— Th. Thorkelson............ 5.00 Mrs. G. Thorkelson........ 2.00 Miss Hekla Thorkelson .... 0.25 Fred Thorkclsoh .......... 0.25 V. J. Guttormsson ........ 1.00 Frá Vestfold P.O., Man,— S. T. Byron .............. 1.00 Björn Björnsson .......... 0.50 Guðbjörn Guðmundsson....... 0.50 Frá Clarkleigh P.O., Man.— A. G. Breiðfjörð.......... 1.00 Frá Winnipeg: S. Sveinsson, Simcoe St.... 5.00 Frá Lundar, Man.— Home Economics Society..... 25.00 Samtals................ð54.50 Ofsaveður. Það var eitthvað um kl. 6 e. m. á þriðjudaginn, að hér (í Foam Lake, Sask.) kom hinn versti stormur, er hér hefir koinið síðan sveitir þess- ar bygðust. Skýjin hlóðust saman þykk og svört í vestri, og svo kom ofviðrið og slengdi þeiin yfir með feikna hraða. Einn flókinn stefndi á bæjinn og virtist vera fellibylur, en gjörði þó ekki annan skaða en sprengja inn rúður f flestum glugg- um, sem áveðurs voru og bylta um smáliýsum nokkrum sem létt voru fyrir. Leslie bærinn, næstur fyrir vestan, slapp þó ekki eins vel. Farþegalest- in kom þetta kveld til Wynyard ineð 58 glugga brotna af haglinu, og í kringum Wynyard hafði haglið gjörsamlega eyðilagt uppskeruuna. Haglið kom að vestan en beygði norður á við áður en það kæmi til Foam Lake og fór því fyrir norðan bæjinn. En slóðin eftir það var nær 7 inílna breið og stefndi til norð- austurs. Á þessu 7 mílna svæði voru akrar bænda meira og minna eyði- lagðir af haglinu og veðrinu. "Víða hefir ofveðrið fært stórar hlöður úr stað, og af mörgum hlöð- um svifti vindurinn þökunum gjör- samlega af og setti þau niður ann- arsstaðar eða molaði í sundur. — Einn bóndi átti hlöðu á hól einum og ætiaði að færa hana burtu það- an; en sá ekki ráð til þess, nema að höggva breiða braut gegnum skóginn til að flytja hlöðuna eftir, að öðrum kosti hefði hann orðið að slá alla hlöðuna í sundur. En of- verið tók af honum ómakið og lyfti hlöðunni af hólnum, yfir skógar- toppana, og setti hana niður á sléttri grund utan við skóginn. Var þá hlaðan lítt skemd, en ómakið tekið af bónda að höggva skóginn. — (Úr “Foam Lake Chronicle”). Tilkynning Verzlunarskóla Námsskeið Byrjar Haust-námsskeiSiS byrjar mánudaginn 28. ágúst. En margir hafa þegar gjört ráS- stafanir til aS byrja nám sitt hjá oss næsta mánudag, 21. ágúst. — ByrjiS nám ykkar snemma. KomiS á mánudags morguninn. THE DOMINION BUSINESS COLLEGE er aS eins fimm ára gamalt í þessum mánuSi, en þó hafa fleiri nemendur frá DOMINION Verzlunarskólanum staSist “Chartered Ac- countant’s” prófin (Manitoba), heldur en frá öllum hinum verzlunarskólum borgarinn- ar til samans, á síSastliSnum tuttugu árum. Engir útibús skólar Aðeins einn góðr skóli Ekki sá bezti í heimi, heldur sniSinn eftir þeim bezta í heimi Einn yfirkennari í verzlunarfræSi á verzl- unarskóla hér í bænum útskrifaSist frá D.B.C. — Ef þú óskar eftir sömu tilsögn og hann fékk, þá getur þú fengiS hana á DOM- INION Verzlunarskólanum hjá sömu kenn- urum og hann hafSi. Dagskóli Kveldskóli $12.50 $5.00 á mánuði á mánuði Innritið yður á DOMINION Business College, Ltd. CARLTON BUILDING, PORTAGE AVE. (sama megin og Eaton’s) WINNIPEG. KalliS upp: Main 2529, eftir skólaskrá vorri Fjárhagur Breta. Það var rétt nýlega ráðist á fjár- málaráðgjafa Breta, Reginald Mc- Kenna, á þinginu fyrir það, að svo mikið væri útistandandi af óborg- uðum skuldabréfum upp á fjár- hirzlu ríkisins. Kváðu menn það vera hættu mikla og sögðu, að ríkið ætti heidur að fá sér meira lán. M.r McKenna svaraði þessu og sagði, að Bretar gætu fengið iánaða peninga með miklu betri kjörum, en nokkur önnur þjóð, sem nú væri í stríðinu, og mundi svo verða síðar. Gat hann þess, að skuldir ríkisins j væru nú 3,440,000,000 pund sterling | (nærri hálf fjórða bilíón). i En frá þessari upphæð gætu menn dregið 800,000,000 punda sterl- ing (átta hundruð milíónir punda), sem Bretar hefðu lánað Banda- mönnum og hinum ýmsu ríkjum Bretaveldis. Sú upphæð, sem þá væri eftir, þegar þetta væri dregið frá þjóðskuldinni, væri ekki meiri en svo, að Bretar gætu léttilega bor. ið hana, því að hún væri ekki meiri en árlegar tekjur þjóðarinnar. Og ástand Breta væri hið sama og þess manns, sem hefði 5,000 punda skuld- ir á herðum sér, en á móti því kæmu árstekjur hans, sem allar til samans væru 5,000 punda sterlings, og væru það sannarlega ekki hættulegar á- stæður. Víðtækar breytingar. London, 11. ág. — Þaðan koma b*r fréttir, eftir Pall Mall Gazette, að fyrir Trades Union þingið í næst- komandi mánuði, verði lagðar víð- tækar og þýðingarmiklar breýting- ar. Ein er sú, að skylda menn til að vera í verkamannaféiagi; önnur að skylda menn til að vinna að ein’s 48 klukkustundir á viku, við hvaða starf sem þeir vinna; þriðja er sú, að borga hveBjum fullvöxnum karl- manni 30 shillings á viku. En til þess að borga strfðskostn- aðinn stinga verkamenn upp á þessu: Vaxandi skattar á stórum inntektum; landskattur; toilhækk. un; vaxandi skattur á höfuðstól; að stjórnin taki að sér járnbrautir, námur, siglingar, banka, og að síð- ustu “conscription of wealth”, —■ láta auðmenn borga. Vinnukona óskast. Hátt kaup borgað. Finnið Mrs. Árni Eggertsson, 766 Yictor St. Phone Garry 3139. Tímaritið <iðunn,,. Það er nú liðinn svo langur tími síðan eg pantaði meira af 1. árgangi “Iðunnar” að heiman, að hún ætti að vera komin í mínar hendur. En svo er þó ekki, og heldur ekki 1. hefti annars árgangs, sem átti að koma út í Reykjavík í júlíbyrjun. En eg vonast nú eftir því á hverjum degi. — Þá, sem hafa sent mér borg- un fyrir 1. árgang og ekki fengið hann, bið eg að hafa þolinmæði enn um stund; þeim verður sent ritið strax og það kemur, eða peningarn- ir aftur, ef 1. árg. er ófáanlegur, — nema þeir tilkynni mér að pening- arnir megi skoðast sem borgun fyrir 2. árgang. — Sökum dýrtíðarinnar heima hefir verð árgangsins verið hækkað og kostar eftirleiðis $1.25. — Þeim, sem hafa keypt 1. árgang, verður sent 1. hefti 2. árgang undir eins og það kemur f mínar hendur, nema þeir láti mig vita áður, að þeir ekki óski ritsins framvegis. — Fá- einir skulda enn fyrir 1. árg. og bið eg þá svo vel gjöra og borga sem fyrst. — Nýjir kaupendur beðnir að gefa sig fram sem fyrst, en senda ekki peninga fyrri en eg auglýsi að 1. hefti 2. árg. sé komið vestur. Stefán Pétursson, 696 Banning St., Winnipeg. Verzlunarskóli byrjar Nýjir stúdentar koma daglega, — fleiri bætast við næsta mánudag. Miss Marie Bessitt lærði hina maka- lausu Paragon hraðritun; líka vél- ritun og verzlunaraðferðir, — alt á þremur mánuðum, og hefir síðan haft ágæta stöðu hjá einu stærsta lögmannafélagi bæjarins. Ef þig langar til að spara þér tveggja eða þriggja mánaða tíma — og kostnað — á verzlunarskóla, þá semdu við WINNIPEG BUSINESS COLLEGE, að byrja lærdóm þar sem fyrst. — Dagskóli og kveldskóli alt af opinn. Talsími: Main 45. GEO. S. HOUSTON, ráðsmaður. Vér kennum Vér kennum PITM AN Hraðritun. Success GREGG Hraðritun. BUSINESS COLLEGE Horninu á Portage og Edmonton Winnipeg - - Man. DEILDIR AF SKÓLANUM FRÁ HAFI TIL HAFS, I Tækifæri Það er stöðug eftirspurn eftir fólki, sem útskrifast hefir frá SUCCESS skólan- um. Hundruð af bókhöldur- um, Hraðriturum, Skrif- stofustjórum og Skrifurum geta nú fengið stöður. - — Byrjið i dag að undirbúa yður. Takið tækifærin, sem berast upp i hendur yðar. Leggið fé i mentun, — ef þér gjörið það, þá borgar það svo margfalda rentu, og vandamenn yðar og vinir verða stoltir af yður. — SUCCESS skólinn er tilbú- inn að undirbúa yður fyrir tækifærin. SKRIFIÐ YÐUR STRAX í DAGI INN Yfirburðir Beztu meðmælin eru til- trú fólksins. Það skrifa sig árlega fleiri stúdentar inn i SUCCESS, en í alla aðra verzlunar skóla Winnipeg borgar samantalda. Skóli vor er æfinlega á undan öll- uin öðrum í nýjustu hug- myndum og tækjum, sem kenslunni við keniur. “Bil- legir” og “Privat” skólar eru “dýrir” á livaða “prís” sern er. Allar vorar kenslu- greinar eru kendar af sér- fræðingum. Húspláss og á- höld öll er margfalt betra en á öðrum skólum. Stund- aðu nám á SUCCESS skól- anum. Hann hefir gjört — success í starfi sinu frá byrjun. — SUCCESS vinnur. SUCCESS skólinn heldur hæstu verSlaunum fyrir vélritun í öllu Canada. SKRIFIÐ YÐUR INN HVENÆR SEM ER. Skrifiö eftir skólaskrá vorri. Success Business College,Ltd. F. G. GARBUTT, Pres. D. F. FERGUSON, Prin. :: $20.00 grœðir sá, er hjól þetta fœr Alveg nýr hjólhestur (Perfect Bicycle) til sölu. Hefir “Coaster Brake” og allar aðrar nýjustu umbætur. Vanalegt verð $65.00, en verður seldur fyrir $45.00 gegn peningum út í hönd, eða á $50.00 með niðurborgun og mánaðarborgun á afganginum eftir samningi. Þetta er einhver bezta tegund hjólhesta á markaðn- um. — Skoðið hjólið á skrifstofu Heimskringlu og semjið við ráðsmanninn. BRÉF Á HEIMSKRINGLU: Mrs. Jóna Ágústsson. G. J. Guðmundsson. Björgvin Stefánsson. Jón Reykjalín. KENNARA VANTAR fyrir Frey-skóla, No. 890, í Argyle- bygð, sem hefir lögmætt kennara- leyfi. Kenslan byrjar fyrsta septem- ber næstkomandi, og heldur áfram til 21. desember 1916. Umsækjandi sendi tiiboð sín til: Árna Sveinsson- ar, Glenboro P. O.- við fyrsta tæki- færi. Arni Sveinsson, Sec’y-Treas. KENNARA VANTAR við Árnes skóla nr. 586 (í Manitoba) frá 1. september næstkomandi til 1. desember. Umsækjandi verður að hafa “3rd Class Professional Certifi cate”.. Hver, sem sinna vill þessu, greini undirrituðum frá æfingu sem kennari, einnig kvaða kaupi óskað er eftir. Til 31. ágúst verður umsóknum veitt móttaka. Árnes, Man., 4. ágúst 1916. S. Sigurbjörnsson, 48 Sec’y-Treas. MARKET HOTEL 146 Prlncewii Street á móti markatiinum Bestu vínföngr. vindlar og atJ- hlynlng góö. islenkur veitinga- maöur N. Halldórsson, leiöbein- ir íslendingum. P. O’CONNEL, Eigandl Wlnnipeg Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum.--> Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670—4474 ™ DOMINION BANK Horal Notre Dome »( Sherbrooke Btreet. Hflfntlatðll nppb. $0,000,000 Vnrnejflflnr..........$7.000,000 Allar elsrnlr. --..«„$78,000,000 V<r ðskum eftlr vlflsklftum ver*- lunarmanna og ábyrgjumst afl $efa þelm fullnœgju. Sparlsjðflsdalld vor er sú stœrsta sem nokkur bankl hef- lr I borglnnl. fbúendur þessa hluta borgartnnar ðska afl sklfta vlfl stofnum sem þelr vlta afl er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng ðhlutlelka. Byrjlfl sparl lnnlegg fyrlr ejálfa yflur, konu og bðrn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONB GARRY S4SO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.