Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 7
V WINNIPEG, 17. AGÚST 1916 HEIMSKRINGLA. 7. Hver veldur? Hvaða þjóð eða stjórn er sérstak- lega rétt að ásaka fyrir Ev- rópu stríðið? Yið því er að eins eitt fullnægj- andi svar: Það er'sú þjóð og stjórn sem hefði getað afstýrt því. Af því að þýzka þjóðin hafði búið sig undir þetta stríð í inörg ár á öll- um upphugsanlegum hliðum, og hafði þar af leiðandi yfirburði á flestum sviðum herskaparins, mið- að við aðrar þjóðir, sem taka þátt í þvf, og af því að hún hefir alið upp ungmenni sín , í langa undanfar- andi tíð, í herskaparhugsun, kent þeim verklega hermensku og inn- rætt hjá þeim virðingu fyrir her- mannsstöðunni, þjóðarstolt og blinda föðurlandsást. En þar á móti virðingarieysi og tortrygni til ann- ara þjóða. Og af því að þekking liennar er viðurkend á hæsta stigi, og þar með að hún notar alt sitt vit til að framleiða þau öfl og efni, sem vaidið geta mestri eyðilegging. Og af því ennfremur, að hún byrj- aði ásókninat og hefir verið ásækj- andinn í stríðinu að þessu. — I>á sýnist að öilu þessu yfirveguðu full- komlega ljóst, að hún hafði öll ráð í hendi til að afstýra því. Á henni, eða réttara hinum stjórnandi hluta hennar, hvílir því öll ábyrgðin, og að alt stríðið með afleiðingum þess verður að reiknast henni til syndar. Jafnvel þó að þýzku þjóðinni væri reiknað það til afsökunar, að hana hafi vantað vit til að stjórna rétt sinni miklu þekkingu, — því þekk- ing án þess að kunna að nota liana rétt getur orðið að skaðlegustu heimsku, og þó að heimska hafi valdið striðinu, — þá rýrir það ei ábyrgð þess, sem valdur var að því. Bæði beinlínis og óbeinlínis hafa þýzkir rithöfundar látið það f ljós, að þjóðin áliti -sig réttkjörna leiðtoga og stjórnara mannkynsins, vegna andiegra og líkamlegra yfir- burða sinna. En menningar sam- ræmið sézt í því, að í staðinn fyrir að leiða og kenna á friðsamlegan hátt, þá leggur hún sjálfa sig ó höggstokkinn og lætur drepa allan kjarnann úr sjálfri sér. . ^ Getur ósamræmið og fávizkan komist öllu lægra, í stjórn og fram- kvæmdum mannkynsins ó sjálfu sér? Framtíðin mun saka þýzku þjóð- ina fyrir þetta stríð, og dæma hana fyrir allar hennar lymskulegu dráps og eyðileggingar aðferðir. Og það er vissulega sorglegt, að þjóð méð jafn- mikilli þekkingu, jafn fjölhæf og hraust, skuli hafa lent í þessum ó- sköpum; skuli hafa áunnið sér að verða að þoia hinn voðalega fram- tíðardóm, — jafnvel hvojt hún sigr- ar í þessu stríði eða ekki. En það er ekki of seint enn þá fyr- ir þýzku þjóðina, að bjarga sjálfri sér og bjarga virðing sinni; En til þess er að eins einn vegur og hann er: Að bjóða heiminum að leggja niður vopn og hætta öllum herskap með þvf skilyrði, að allur lieimur- inn gjöri það sama. Jafn athugul þjóð hlýtur nú að vera búin að iæra af reynslunni, og sjá nú hina óútmálanlegu heimsku, sem í her- skapnum er fólgin. Hún hlýtur nú að vera búin að sjá sína eigin'villu. Og þar af leiðandi væri það henni stór sæmd, að fara nú að kenna frið, í staðinn fyrir stríð. Og liún ætti að gjöra sína friðarskilmála eins aðgengilega og unt er, fyrir all- ar þjóðir, jafnt smóar og stórár. — Hún ætti að gjöra þá til að tryggja framtíðar frið og eining mannkyns- ins. Þessi skilyrði virðast æskileg: 1. Að allir menn og konur í her- skapar löndunum fái hin sömu mannréttindi. 2. Að allar þær þjóðir, sem her- numdu löndin byggja, kjósi sjálfar sína stjórn og stjórn- endur, 3. Að allar herkostnaðar skuldir falli niður. 4. Að allur hefmurinn verði eitt stjórnmálafélag, sem hafi sam- eiginlegt heimsþing og sameigin- legan löggæzluflota, til að gæta • og vernda réttlæti og heilbrigða þroskwn mannkynsins. Með því að þýzka þjóðin bjóði fram þessu Jika friðarkosti, og ef það yrði byrjun að heimsfriði, sem það hlyti að verða, myndu glæpir herskaparins gleym^t og þjóðin ávinna sér ódauðlega sæmd, sem framtíðarsagan mundi halda á lofti um ókomnar aldir. Þýzka þjóðin ætti að vita mjög vel aö menningar framþróun heimsins er á hraðri leið að heimsfriðar tak- markinu, og að hún getur ekki á móti því staðið til lengdar, þó hún vildi. Því notar hún nú ekki gefið tækifæri til að verða fyrsta þjóð heimsins til að leggja niður vopnin og leggja fram öfl sín og vit og vilja til að hjáépa þessari heimsfriðar- lireyfingu áfram og hjálpa sinni eig- in sæmd? Hún ætti að vita, að sið- leysi og dýrsleg grimd verður að eins upprætt úr manneðlinu með vinsamlegum óhrifum og heilbrigðri þekking, en aldrei með líkamlegu ofbeldi. Það er ótrúlegt, að nokkur vald- hafi á Þýzkalandi sé svo andlega ó- þroskaður eða fávís og grimmur, að hann viiji fórna ódauðlegum heiðri þjóðar sinnar, og velferð mann- kynsheildarinnar íyrir ímyndaða persónulega hagsmuni handa sjálf- um sér og fyrir persónulegt vald yf- ir öðrum mönnum, sem hann veit að hann verður að yfirgefa ínpan lítils tfma, og sem að eins skilur honum eftir persónulega smánai- endurminningu. Ritað í janúar 1916. Þorgnýr. Það gleður oss að vera í flestum at- riðum samþykkir góðum og göml- um vini vorum, sem vér um langa tíð höfum metið meira en flesta aðra.—Ritstj. Svar til J. Frímanns. Herra ritstjóri Heimskringlu! Eg vildi mælast til þess, að þú léðir eftirfylgjandi fáum línum rúm í blaðinu, því að það eru að eins fáar athugasemdir við síðustu grein J. Frímanns um þaö “Hvert stefnir?’’ Ef ]>að væri ekki fyrir það ólit greinarhöf. að staðhæfing mfn ]>annig framsett: “Að það þyrfti sama siðferðislögmálið að ráða gjörðum heilla þjóða gagnvart hver annari, sem nú ræður gjöröum ein- staklinganna” o. s. frv., — væri bull út í blóinn, l>á væri eg ekki að hafa fyrir því, að senda þessar línur til birtingar í blaðinu. En eins og er vildi eg benda J. Frímann á, að at- huga sögu einhverrar l)eirrar ])jóð- ar sem nú er talin á háu menning- arstigi og myndi hann óhjákvæmi- lega komast að þeirri niðurstöðu, að þeirrar þjóðar menning á bernskusekeiði var ekki fullkomn- ari en svo, að hnefarétturinn var hæstiréttur; en nú — jafnvel þó ,1. Frímann staðhæfi, að stórgáfaðir menn og beztu vipir beiti þeim rétti enn —, þó er það ekki í raun og veru lagalega ieyfilegt fyrir tvo eða fleii'i einstaklinga, að útkljá missátt sína með því aö berja hver ó öðrum. Nú skilst mér að stríð með blóðs- nthellingum milli tveggja eða fleiri þjóðfélaga, sé að eins leifar þeirrar villimannlegu aðferðar, að ióta hnefaréttinn gilda sem hæstarétt; að stríð sé í fáum orðum sagt lög-1 heigað morð og löghelgaður þjófn- aður. En fyrst menningin er þó komin svo langt, að einstaklingur- inn innan vébanda síns éigin þjóð-i félags eða borgari hvers þjóðfélags, I sem hann kann að vera, hefir ekki lagaleyfi til að myrða né stela, þvíj mætti þá ekki koma á þannig mill- um þjóða samningum um, að engin þjóð eða stjórn hennar væri, eins og nú ó sér stað, réttlætt í þvf, að fremja þannig glæp gagnvart ann- ari þjóð sér minni máttar? Eg þykist lesa ])að á milli línanna hjá þér, herra Frímannt að þú álítir að Englendingar séu “alveldisins útvalin” ]>jóð til að útbreiða og við- halda menningu alls heimsins og að útbreiðsla enskrar tungu sýni það bezt, hvert stefnir. En þú gleymir því, að eitthvað svipað hefir verið á stefnuskrá stjórnmálamanna ýmsra þjóða á öllum tímum; en sagan sýnir, að sú von þelrra hefir iátið sér til skammar verða; því engin sú þjóð hefir stofnað eitt heimsveldi eða sameinað allar þjóðir undir eina stjórn; en svo er það nú kanske fyr- ir þaðt að engin þjóð hefir ótt J. Frímann til að vinna í þá átt, að gjöra ])á von að virkileika. Eng- lendingar aftur á móti með þig í fararbroddi, láta ekki fyr staðar numið, en þeir eru búnir að koma Þjóðverjum svo á kné, að þeir, Þjóð- verjarnir, verði fegnir að sæta hvaða kjörum, sem bjóðast, og það jafnvel, ]>ó að þau neyði þá til að breyta um móðurmálið. Og svo er að byrja á Rússanum, því hann er mannmargur og viðsjárverður, og myndi margur segja, að þar væri meiri þörf á brezkri menningut en á meðal Þjóðverja. Þessi útbreiðsla menningarinnar er nú ■samt ekki nema hugsjón enn ]>á, og hefir ekki verið lesin á “tím- ans spjaldi” nema af J. Frímann, og fáumjiðrum, sem framar standa samtfð sinni í þeirri gáfu að sjó ofsjónir. En sízt er að neita því, að vitur maður ert þú, Frímann; því að þrátt fyrir þaðt þó sálarfræðin sé enn í bernsku sinni og engin mannssál hafi enn komist í beint samband við aiheimssálina,'— það er raunar ekki einu sinni vísinda- lega sannað, að alheimssál sé virki- legleiki —, þá virðist þú og Guð vera allgóðir kunningjar; og stafar þó sá kunningskapur varla af því, að Alfaðirinn vilji bæta þér upp fyrir það, sem þjóðernið hefir svift ]>igt að eigin sögn, nefnilega and- legri uppfræðslu, — heldur er hitt mér skiljanlegra, að þessi ofsjóna- gáfa þín ó loftfari hafi leitt þig í all- án skilning um ráðstafanir alveld- isins okkur jarðarbúum viðvíkj- andi. Eg vil annars alvarlega vara þig við loftsiglingunum fyrirheitnu, — svona út í bláinn; því eg óttast af-1 leiðingarnar, ef þú tækir þér túr inn! fyrir landamæri þeirra þjóða, sem ekki hafa gjört nám enskrar tungu að menningar spursmáli hjá sért — og jafnvel þó að ferðinni væri heit- ið á meðal þeirra þjóða, þar sem þú gætir gjört þig skiljanlegan. — Eg hugsa mér þig til dæmis kominn til íslands, því næst sem þakinn “app- elsínu berki og banana hýði”, sem héngi í flyksum utan á þér, og mér er næst að halda, að þú kynnir að verða fyrir þeim óþægindum tað verða að athlægi, einkanlega á með- al þeirra smómenna, sem ekki sjá heiður sinn í því, að veita frægð og stórfé slíkum stórmennum, sem þú ert. Jóhanna Ingimundardóttir. Æfiminning. Hinn 21. maí síðastl. andaðist að heimili sínu, Hjallalandi í Húna- vatnssýslu, bændaöldungurinn Jó- SEF EINARSSON. Hann var fædd- ur á Svínavatni í Svínavatnshreppi árið 1838 og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum til 8 ára aldurs; ]>á fluttist hann að Hnausum til föð- grímsdóttur, og átti hún, er þau byrjuðu búskap, nokkurn part í jörðinni, en þar fyrir utan voru efn- in lítil. Þann hluta jarðarinnar, sem Jósef ekki fékk með Guðrúnu, keypti hann bráðlega og eftir þvf sem þá gjörðist fyrir mjiTg hátt verð. Hann vildi, eftir þvf sem liann sjálf- ur sagði, heldur hafa ráð á öllu kot- inu. Næstu árin þar á eftir byrjaði Jósef á stórfeldum jarða- og húsa- bótum. Bygði stórt og mjög traust- bygt íbúðarhús úr timbri, og var sjaldgæf svo góð og vönduð bygging á bændabýlum á þeim árum. öll peningshús bygði hann upp og hey- ( hlöðu við hvert. Túnið bætti hann j og jók mjög og gjörði grjótgarð í kringum það. Meðan Jósef sól. stóð í öllum þess-' um framkvæindum hugðu margir| hinir gætnari menn, að hann aldrei | mundi geta lokið við kostnað þann, sem af þessu leiddi; en svo var þó eigi; en það hafði hann einu sinni sagt góðvini sfnum, að sér hefði stundum fundist “þungt fyrir fæti” m,eðan á þessum byggingum stóð og fyrst þar á eftir. 8 árum áður Jósef lézt, fékk hann einkadóttur sinni, [ JórUnni, búið i hendur, en þó munj gamli maðurinn liafa ráðið aðaliega [ áfram á heimilinu. Gestrisinn maður var Jósef og hjálpsamur, og þeim, sem þessar [ linur skrifar, er kunnugt um, að oft [ hjálpaði hann mönnum, þegar þeim lá mikið á, án þess almenningurj vissi um. Jósef sál. var stór og þrekinn mað-[ ur og karlmenni að burðum og sér- j iega heilsuiiraustur fram á efri ár. [ Kappsamur var hann og viljafastur, og þótti mörgum sem honum í sjón og reynd mundi svipa mikið til forn-[ kappa vorra. Ef landið um 1870 hefði ótt í liverri sveit nokkra jafn ötula og á-1 hugasama unga bændur og Jósef sál. var, þá væri lengra komið fram- förum í búnaði vorum. (“Húnvetningur”, í Lögréttu). Tilkynning. Hér með gjörist öllum kunnugt, að sveitarstjórnin í Coldwell sveit hefir með aukalögum No. 69 ákveðið að aukalög No. 1, sem viðtekin voru af skólanefnd Consolidated School Distriet of Norðurstjarna No. 1216 — komi til atkvæðagreiðslu gjaldenda i skólahéraðinu hinn 11. dag sept- embermánaðar árið 1916, og skulu atkvæðin greiðast frá því kl. 9 fyrir hádegi þangað til kl. 5 eftir hódegi á Norðurstjörnu skólahúsi. •Þessi aukalög skólanefndar- manna ætlast til þess, að lán sé tek- ið, sem nemi fimm þúsundum doll- ara — $5,000.00 —, þannig að gefin séu út skuldabréf er borgist árlega á tuttugu órum og séu rentuber- andi ...... á ári frá dagsetningu bréfanna. Rentan greiðist árlega hinn .... dag ..... á hverju óri. Lánið er tekið til þess að byggja skólahús fyrir skólahéraðið. Oddviti sveitarinnar verður á skrifstofu sinni að Lundar hinn 1. dag september mánaðar, til þess að skipa eða tiltaka menn með og móti aukalögum þessum eins og lög á- kveða. Skrifari og féhirðir sveitarinnar verður ó skrifstofu sinni að Lundar hinn 12. dag septembermánaðar ár- ið 1916, klukkan 2 e. m., til þess að telja saman atkvæðin, sem greidd hafa verið með og móti ofangreind- um aukalöguip. Dagsett að Lundar P.O. hinn 7. dag ógústmánaðar 1916. A. MAGNUSSON, Sec’y-Treas. BORÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. GISLI GOODMAN TIXSMIÐIIL Verkstœ?51:—Hornl Toronto St. og Notre Dame Ave. Phont* ll'-imllln Garry Uiiss (iarry HOO J. J BILDFELL PASTEIGX \ S A Ll. IJnlon Rnnk .*itli. Ploor Xo. Selur hús og lót5ir, og annað þar aTI lútandi. Útvegar peningalán o.fl. l*hone Mnln 2085. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgTJ og útvegar peningalán. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. Q. Hinrikpson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG penlnga mlblar. Talsiml Maln 2597 Cor. Portage and Garry, Winnlo«g Graham, Hannesson & McTavish LðGFRÆÐINGAR. 215—216—217 CURRIE BUILDING Phone Main 3142 WINSIPEG Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON L0GFR.EÐIN GAR. Phone Main 1661 101 Electric Railway Chambera. Talsími: Main 6302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. urbróður síns, héraðslæknis Jósefs Skaptasonar, og hjá honum var liann í 23 ór. Síðustu árin sem bú- stjóri hjá þessum föðurbróður sín- um, sem hann kallaði jafnan fóstra sinn og hafði sérlega miklar mætur á. Árið 1869 reisti hann bú á Hjalla- landi með konunni Guðrúnu Þor- ViS höfum fullkomnar byrgSir al öllum tegundum. VerSskrá verSur send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason PhyMÍeitin nnd Surgeon Athygli veitt Augna, tíyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum og upp- skurbi. 18 South 3rd St., Grnnd Fori's, N.D. | H N N N M N N M N N N N N N N N N N ----- KAUPIÐ--- Heimskringlu NÝTT K0STAB0Ð Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : oylvia Lara “Hin leyndardómsfullu skjöi” “Ljósvörðurinn ’ “Dolores” “Hver var hún?” “Jón og Lára” “Forlagaleikurinn” “Ættareinkennið” “Kynjagull “Bróðurdóttir amtmannsins ’ -----BORGIÐ--- Heimskringlu SÉRSTAKT K0STAB0Ð Hver áskrifandi blaðsins er sendir oss borgun upp í skuld sína má velja um EINA SÖGUEÓK í kaup- bætir fyrir hverja $2.00 er hann sendir, TVÆR SÖGUBÆKUR fyrir hverja $4.00, þRJÁR SÖGU- BÆKUR fyrir hverja $6.00, og svo framvegis. Allar borganir sendist oss affallalaust. Notið tækifœrið. Eignist sögurnar ókeypis M N N N N ■M Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BIJILDING Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er ab hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Phone: Main 3088. Heimiii: 105 Olivia St. Tals. G. 2315 M H H N N N N H H N N N N N ^ ^ • Vér höfum fullar birgöir hrein- í ustu lyfja og meTSala. KomltS á með lyfsebla yfiar hingatS, vér * gerum meöulin nákvæmlega eftir ávisan læknisins. Vér stnnum utansveita pöntunum og seljum giftingaleyfi. COLCLEUGH & Cí>. * Xotr«* Diimc Shcrhrooke 8t». Phone Qarry 2690—2691 SKOHaBEaKaBBI A. S. BARDAL selur líkkiátur og annast um út- farir. Allur útbúnabur sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarba og legsteina. : : 813 SHERBROOKE ST. Föone O. 21."2 WI.NXIPEG N N| N N N N N N ■N N N N N N N N N N M N N N ÁGRIP AF RFGLUGJöRÐ um heimilisréttariönd í Canada og NorSvesturiandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu ab Já'ebur karlmaóur eldri en 18 ára, get- ur tekib heimilisrétt á fjórbung úr •jection af ótéknu stjórnarlandi í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi erbur sjálfur ab koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eba und- Irskrifstofu hennar í þvi hérabi. í um- boói annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meö vissum skil- yröum. 8KYLDIH:—Sex mánaía ábúÖ og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landneml má búa meö vissum skilyröum innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús veröur aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægÖ á ööru landi, eins og fyr er frá greint. Búpening má hafa á landinu 1 staö ræktunar undir vissum skilyróuui. í vissum héruöum getur góöur og efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt, á fjóröungi sectionar meöfram ’andi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDURi—Sex mánat5a ábúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir at5 hann hefir unnitS sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og auk þess ræktat5 50 ekrur á hinu seinna iandi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengit5 um leiö og hann tekur heimilisréttarbréfitS, en þó met5 vissum skilyrt5um. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengit5 heimilisrétt- arland keypt í Tissum hérut5um. VertJ $3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDUR:— VertSur at5 sitja á landinu 6 mánut5i af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virt5i. W. W. CORYi Deputy Minister of the Interior. | Blöti, sem flytja þessa auglýsingu I leyfislaust fá enga borgun fyrlr. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.