Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 2
BLS. 2. HEIMSKP.INGLA. WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1916 :xx HERBERT QUICK MORAUÐA MÚSIN. SVEITA-SAGA. OOC Næsta dag kom símamatSur á skólann og varði tveimur klukkustundum til að fræða krakkana í 8Ímfræði og aðgjörðum símanna. Ungfrú Woodruff var auðvitað þar til staðar; en hvort hún hafði komið þangað til að fræðast af símamanninnum, eða til að sjá með eigin augum, hvernig sambandinu milli kennarans og uppáhalds nemandans Bettínu væri varið — látum vér ósagt. En hvorttveggja heyrði undir embættisskyldur hennar að sjálfsögðu. Jenný veitti því fljótlega eftirtekt, að augu Bettínu fylgdu kennaranum hvert sem hann fór og, og að úr þeim skein bæði aðdáun og ást. En svo var og með Klöru Simms og hinar aðrar stálpuðu skóla- meyjar. Og það var auðvitað ágætt, að samband- ið milli nemendanna og kennarans skyldi vera svona gott. Jenný Woodruff lét sér því lynda þessa rann- sókn sína. Samt sem áður hittust þau Jim og hún miklu oftar en áður, eftir þessa síðustu viðburði, og hann fékk meiri og meiri ítök í huga Jennýar en áður. Fyrir ári síðan hafði hún gjört gys að því, að hon- um skyldi (íetta í hug að kvænast. Nú skoðaði hún Jim sem álitlegasta mannsefni. Þannig breytist margt á einu ári. Nú var komið fram undir haust og farið að líða að þeim tíma, að Jim skyldi fara til Ames að halda fyrirlestur sinn. Ekki vissi Jenný annað, en að hann ætlaði sér að vera í gömlu óásjálegu sunnudaga- fötunum, sem nú voru hálfu verri en þau höfðu ver- ið á þjóðminningardeginum. Henni var það um og ó, að fara eftir tilmælum eða bendingu föður síns og gjörast ráðunautur Jims í klæðaburði. Fyrir ári síðan hefði henni ekki orðið mikið fyrir því, að segja við hann; ‘‘Jim, þú getur ómögulega farið í þessum fötum til Ames!” En nú fanst henni, sem hún gæti það ómögulega. Þó varð eitthvað að gjöra; það var vansi fyrir Woodruff héraðið, ef skólakennarinn þaðan kæmi á mannamót í öðru héraði sem flökkumaður. Næst þegar þau hittust hafði Jenný tekið sam- an ráð sín, og nú átti svo sem að opna augun á Jim fyrir því, hvað kennara sómdi, — en auðvitað upp á hárfínan máta. “Eg ætla að fara til Ames til að hlusta á fyrir- lestur þinn”, byrjaði hún, er þau höfðu heilsast. “Það gleður mig", sagði Jim. “Fleiri af ná- grönnunum ætla að koma en nokkru sinni áður. Þú getur naumast getið þér til, hversu það gleður mig, að sjá þar svo marga kunningja. Það eykur mér þor og mér mun finnast sem eg væri heima”. ‘‘Hverjir ætla?” spurði Jenný. “Hákon Pétursson, Bronsons fólkið, Kornelíus Bonnar, Hansen og Bettína", svaraði Jim; alt inn- anhéraðs fólk. Og svo Kolúmbus Brown og líklega nokrir aðrir úr nágrannabygðunum”. “Eg verð að fá mér eitthvað sæmilegt til að vera í”, sagði Jenný. Jim gaf þeim orðum hennar engan gaum, eins og klæðaburður hennar væri honum alveg óvið- komandi, sem líka var. Fór í þess stað að tala um búfjársýningu, sem hann hafði nýlega verið á. Þeg- ar hann hafði lokið máli sínu, tók Jenný upp þráð- inn að nýju. “Og pabbi ætlar að fá sér ný föt líka fyrir Ames förina. Hér eru nokkur sýnishorn af fataefnum, sem eg fékk frá Atkins klæðskera. Hvað mundi þér líka bezt?” Jim skoðaði sýnishornin, en fátt hafði hann um þau að segja annað, en að hann bæri lítið skyn- bragð á svoleiðis sakir. Jenný lagði áherslu á, að tvö fataefni væru sér í lagi smekkleg og mundu fara honum—Jim—vel: sagði honum, hvað fötin ættu að kosta, og að fá mætti þau með vildarkjörum. En Jim virtist ekki skilja, hvert hún stefndi. Og Jenný gjörði því nýja tilraun, sem átti að duga. “Það hlýtur að vera erfitt fyrir þig, að fá þér föt í búðunum, svona háan tnann, sem þú ert?” “Eg býst við því, ef eg léti mér nokkuru varða, hvernig þau færu. En svo við snúum okkur aftur að búfjársýningunni, þá virtist mér að hún hefði getað verið betri. Það, sem á vantaði, var —”. En Jenný beið ekki boðanna, kvaddi í flýti og fór heim. “Eg get það ekki, pabbi”, sagði hún við föður sinn um kveldið. “Getur hvað ekki?" “Komið vitinu. fyrir Jim. Eg á við, komið hon- um í skilning um, að hann þurfi nauðsynlega að fá sér föt”. “Svo þú hefir þá ekki heyrt tíðindin. Jim hef- ir þega'r gjört ráðstafanir til að fá ný fö t saumuð eftir máíi, fyrir Ames förina". “Hver saumar þau?” spurði Jenný. “Gústaf Paulsen, danski klæðskerinn, sem er nýbyrjaður í kaupstaðnum”. “Dani? Er hann ekki í ætt við einhvern af ná- grönnunum?" spurði Jenný. “Bróðir frú Hansen”, svaraði offurstinn. “Frændi Bettínu?” ‘Líklega, úr því Bettína er dóttir frú Hansen”, sagði offurstinn og glotti einkennilega. Föt geta verið þýðiagarmikil; en hvort þau eru saumuð af Atkins eða Paulsen virðist skifta minstu, að minsta kosti ætti það ekki að hafa verið orsök- in, sem sendi Jenný með hraða til herbergis síns, þar sem hún fleygði sér ofan á rúmið og grét. Vit- anlega var Jim kunningi hennar — naumast meir. Hvers vegna þá að gráta yfir fötunum. Og svo var ekki séð, nema að Paulsen myndi leysa verk sitt eins ve! af hendi og þó Atkins hefði saumað fötin. Nei, það var eitthvað annað, sem tárunum var oll- andi. Hvers vegna sagði hún við sjálfa sig, að Han- sens fólkið væri sómafólk og vel stætt, og það væri lán fyrir Jim og móðir hans, að hann fengi Bettínu? Og svo grét hún aftur og mikið ákafar en áður. Offurstinn virtist ekki taka eftir hinu skyndilega hvarfi dóttur sinnar úr stofunni, eða að hún hélt sig á herbergi sínu það sem eftir var kveldsins. Ef hann hefði séð hana liggja ofan á rúminu sínu með augun fljótandi í tárum, hefði hann farið að gruna, að einhver þremillinn mundi baga stúlkunni. Sama gruninn höfum vér. XVIII. KAFLI. Jim fer til Ames. Og Jim fór til Ames og flutti þar fyrirlestui; sinn, eins og umsamið hafði verið. Hann var í nýju fötunum sínum, með hvítt um hálsinn og linan flókahatt á höfði, og Jenný fanst hann nærri því fallegur, þar sem hann stóð á ræðupallinum, þó að auðséð væri, að honum liði illa í skrúðanum. Og fyrirlesturinn? Hvernig var hann? Jim hafði lært fyrirlesturinn heima og hafði hann þess utan með sér á blöðum, svo ekki skyldi verða vandræði, ef minnið bilaði. Hann áleit sig því færan í flestan sjó. Hann kom því öruggur fram á ræðupallinn. En hvað var þetta? Hann varð alt í einu fölur sem nár; Jenn veitti því eftirtekt og skildi, hvað um var að vera. Hann hafði gleymt því, sem hann ætlaði að segja. Hún sá hann taka blöðin upp úr vasa sínum, og heyrði hann byrja Orðin komu hægt og hikandi, og Jim leit út sem maður sem lá við druknun. Og Jenný leið litlu bet ur. Hversu heitt óskaði hún ekki eftir því, að hún gæti orðið honum að liði! Hún bjóst við, að hann mundi tapa sér algjörlega — farast. En, hvað var nú? Hann fleygði frá sér blöuunum og byrjaði að tala upp úr sér, og röddin varð stöðugri og stöðugri og orðin féllu af vörum hans sem árstraumur! — Jenný sá, að hann hafði náð sér að nýju og var nú hólpinn; en hún var sér þess fyllilega meðvitandi, að fyrirlesturinn, sem hann nú flutti, var ekki sá, sem hann hafði undirbúið sig með heiman að, held- ur talaði hann hér eins og honum lá á hjarta og efst var íhuga han. ^ Enginn nema Jenný virtit hafa tekið eftir því hversu nærri lá, að hann yrði að strandi. Bettípa Hansen hafði ekki séð það, og ekki heldur Kornel- íus Bonnar. . Bæði voru þau hrifin af fyrirlestrii: um og svo voru allir aðrir, að því er virtist, og máttí svo vera, því að fyrirlesturinn var “fram úr máía góður”, eins og-offurstinn komst að orði. Jim var nú samt sem áður sannfærður um, að hann hefði orðið sér til ævarandi hneysu. Eina hugsvölunin var hið hýra augnatillit, sem Jenný sendi honum. “Ungi maður”, sagði gamall bóndi með stS spangagleraugu, og sem Iíktist meir hollenzkum borgarstjóra frá fyri öldum en nútíma ameriskum bónda, — “ungi maður, mér þætti vænt um, að fá að tala við yður nokkur orð”. “Þetta er hr. Hofmeyer frá Pottawatomie”, sagði skólastjórinn við Jim. "Gleður mig að kynnast yður”, sagði Jim. “Eg get talað við yður núna”. “Nei”, sagði Jenný; “Mr. Hofmeyer verður að bíða þangað til eftir dögurð. Við höfum dálítið samsæti fyrir Mr. Irvin, sem bíður eftir honum, og vona eg því, Mr. Hofmeyer, að þér afsakið hann í bráð”. Auðvitað”, sagði Mr. Hofmeýer. “En hvar get eg séð yður í kveld?” Þeir komu sér saman um það. Það var Jenný sjálf, sem hélt samsætið fyrir Jim. Voru þar auk hennar og hans: faðir hennar, prófessor Withers, búnaðarskólastjórinn og einir tveir eða þrír aðrir. Veitingar voru góðar, og Jim fanst sem hann væri í óvenjulega fínum félagsskap og það að óverðugu. Þegar tækifæri gafst, sagði Jenný við Jim: “Þú stóðst þig ágætlega; fyrirlesturinn var prýðisgóð- ur. um það eru allir sammála”. Eg tapaði mér gjörsamlega”', sagði Jim; eg gleymdi því, sem eg hafði ætlað mér að segja og varð mer til skammar. Eg get ekki setið hér að veizlu; eg vil fara út í myrkrið og snjóinn". Þú fluttir bezta fyrirlesturinn, sem haldinn var, og það einmitt af því, að þú gleymdir tilbúnu ræð- unni”, sagði Jenný. Er nokkur annar á þinni skoðun?” “Auðvitað. Jafnvel Bonnar fullyrðir, að þú hafir haldið bezta fyrirlesturinn, og þegar hann seg- ir það, þá hefir þú að minsta kosti gjört vel”. “Hvað segir prófessor Withers?” spurði Jim. “Hann er mjög ánægður og svo er pabbi”. "Eg hefði ekki gleymt ræðunni hefði eg ekki haft þetta rækals hálslín, — það ætlar mig lifandi að drepa”, sagði Jim. “Þú hefðir átt að venja þig við að brúka það vikutíma áður eða svo. Eða því Ieitaðirðu ekki ráða hjá mér?” Eg skal gjöra það næst, Jeoný mín góð; eg sé að þess þarf með”. Jenný brosti og var nú auðsjáanlega hin ánægð- asta; og er hún sá Bettínu tilsýndar, hljóp hún til hennar og bað hana með blíðu-atlotum að koma yfir til þeirra og fá sér bita, og það þáði Bettína; fékk húrt sæti hjá skólastóranum, því við hlið ung- frú Woodruff sat auðvitað heiðursgesturinn sjálfur — hann Jim. XIX. KAFLI. Heimur Jims víkkar. Mr. Hofmeyer beið eftir Jim að veizlunni lok- inni til að færa honum heim fullnaðar-sönnunina fyrir því, að fyrirlestur hans hefði verið nytsamur og góður. “Kennið þér í skólanum það sem þér boðuðuð í fyrirlestrinum?”, sagði Hofmeyer. “Já, eftir því sem eg get bezt”, svaraði Jim. — “Þannig löguð uppfræðsla er eftir mínu geði”, sagði Hofmeyer. “Eg var skólakennari fyrir fimtíu árum síðan í Pennsylvaníu, og eg reyndi að koma þar að verklegri fræðslu eftir því sem bezt eg gat”. “Allir góðir kennarar hafa gjört það á öllum tímum að heita má”, sagði Jim. “Skoðun flestra þeirra hefir verið hin sama og eg byggi kenslu mína á: ‘Lærðu verkið með því að vinna það og haltu skólann í sambandi við lífið’.” “Ekki hefi eg nú getað séð, hvernig latínan get- ur tengt stúdentinn við nútíðarlífið. Nema ef að hann gæti fundið latneska bygð einhversstaðar og orðið þar búðarpiltiír”, sagði Hofmeyer. “En þeir voru þó tímarnir, að latína stóð í sam- bandi við mannlífið; latína og gríska voru heims- málin, og bókmenta fjársjóður þeirra er esnn þann dag í dag ótæmandi. En þó er nú svo komið, að fjársjóður sá, sem liggur samanhrúgaður í vísinda- og fræðslu-ritum vorrar eigin tungu yfir þriggja alda skeið, er ennþá dýrmætari, ef hann væ-i not- aður sem skyldi”. “Kunnið þér latínu?” spurði Hofmeyer. Jim setti dreyrrauðan, eins og þann sem er að fordæma það, sem hann ber ekkert skynbragð á. “tg hefi lært málfræðina og lesið Cæsar; en það er líka alt og sumt. Eg hafði engan kennara, og átti því örðugt með námið, þó eg legði all-hart að mér". “Eg hefi lært alla þá latínu, sem kend var í mentaskólunum á mínum skólaárum, og mér er hún ennþá kær; en eg verð samt að vera yður sam- dóma, að það hefði verið glæpur af mér, að van- rækja hennar vegna efnafræði, eðlisfræði, gerla- fræði, vélafræði og aðrar fræðslugreinar, sem að búnaði lúta, hefðu þessar greinar verið kendar á mínum skólaárum”. “Og samt er það nú þannig”, sagði Jim, “ að margir vilja, að við högum allri kenslu eftir gömlu venjunum, sem í gildi voru sður en þessar fræðslu- greinar voru þektar”. “Ekki eg”, sagði Mr. Hofmeyer. “Þér hafið gjör- samlega rétt fyrir yður. Eg hefði ekki sagt það áð- ur en eg hlustaði á fyrirlestur yðar, en eg segi það nú”. Andlitið á Jim ljómaði af ánægju við þessi orð gamla mannsins. Honum mátti trúa. “Eg er þess fullviss, að sveitungum mínum mun geðjast að kensluaðferð þinni og skoðunum. Mér hefir verið falið, að útvega fyrsta kennara fyrir skól- ann okkar, og býð eg yður hér með þann starfa; launin eru raunar ekki há, því við erum ekki ríkir, þau eru 75 dalir um mánuðinn. Hvernig geðjast yður að því tilboði?” Líítaug íslenzks þjóðernis. Minni íslands flutt á íslendingadag-inn í Winnipeg, 2. ág. 1916. AF GOÐMUNDI KAMBAN. Háttvirtú vestrænu landar! Á skarlatsrauðuin grunni þess hernaðarhroðs, sein öll Evrópa að heita má hefir goldið nú uin tveggjá ára skeið, og hefir afmáð mismun þess að ríkja og merja og liaft nafnavíxl á valdi lýðsins og bolmagni ^krottans, — á þessu blóðuga tjaldi í aftursýn sjámn vér skýfara nú en nokkru sinni fyr, livert markmið vorrar litlu þjóðar er, og hvað það markmið er hvítt og flekklaust. Það er hvítt og flekklaust af því, að ekkert ofbeldi þarf til að ná því. Hvert er þá þetta markmið? Það liggur, eins og inarkmið ailra þjóða, við endann á þvf svæði, þar sem við geturn^ bezt jafnast á við aðrar Jijóðir, eða skarað frain úr þeim. Hugsið um þetta með mér eina litla stund, og í krystallshnetti framtíðarinnar munum vér sjá marka fyrir forlögum íslands í blá- um og rauðum æðum. Það ætti að vera liverjum inanni Ijóst, að þar scm framförin er bund- in skilyrðum liöfðatölunnar, þar getum vér ekki staðið öðrum þjóð- um á sporði. Vér getum átt efni í hraustustu hermenn heimsins, en vér getum aldrei ætlast til að verða hernaðarjijóð. Vér getuin reist eins margar verksmiðjur og vill; stór- iðnaðurinn getur aldrei gjört oss fræga. Vér getum smfðað eins stór- an verzlunarflota og þörf er á, og hann getur.fært oss alla þá blessun, sein því fyigir að sigla sinn eigin sjó, en vér getum aldrei hamlað því, að stærri og fegri skeiðum verði siglt annarsstaðar. Alt þetta getur miðað að því, að auka þjóðmetnað vorn, getur miðað a því, að hefja oss.sjálfa í augum var sjálfra og í augum annara; en það getur ekki iniðað að því að þeir, sem skipa öndvegi, þoki fyrir oss úr öndveginu og þoki mcð lotningu. Vér gætum haidið áfram í ailan dag, að telja upp þau svæði, þar sem os er varnað þess að gjörast forvfgisþjóð, vegna þess, hve vér er- um fámennir. Vér getum sparað oss það ómak og tekið strax'stökk- ið yfir á það svið, og fyrst um sinn hið eina svið, þar sem VOR fáni getur blaktað eins hár og hreinn yfir veðhlaupapaili menningarinn- ar, eins og fáni nnkkurrar annarar þjóðar. Eg skai flýta mér að segja, hvað eg á hér við. Eg á við li«tir vorar og bókmentir. Og til þess er eg kominn hingað í dag, að ef ein- hver á ineðal yðar skyidi efast uin þennann sannleika, þá vildi eg slíta vantrú hans upp með rótum og græða sár hans með trú. Eyrir list sina er það þá, fyrir list sína og bókmentir er það, að þjóð vor á að verða að stórþjóð. Því að það er um þjóðlífið eins og um ljstina, að það, sem ríður bagga- muninn, er tápið, ekki flæmið, er sen innþenslan, ekki útþenslan, — svo eg leyfi mér að marka þessum orð- um í ísienzku nýjan og ákveðinn bás. Þetta á að verða krafa hinnar íslenzku þjóðar, og þessari kröfu skal verða sint Því að meðan heims- menningin er að gróa sára sinna, þá verður það söngur næturgalans, og ekki öskur nautsins, sem dillar henni í eyrum og færir henni fró. Saga íslenzkrar listar á engan sinn líka. Meðal annara þjóða hefir það verið svo, að velmegun, iðnaður, verzlun, vfsindi og list hefir alt komist tiltölulega á jafnhátt stig, og þegar veldi þessara þjóða hefir skrælnað niður í sand og listin var hið eina af öllu, sem liföi, l>á er það ekki af því, að hún hafi komist á svo miklu hærra stig en alt annað, heldur af því, að hún ein af öllu er ódauðlegs eðlis. En íslenzk list stóð einn góðan veðurdag eins og eld- stólpi á miðri eyðimörk, með nakið hjaunið alt í kring um sig, og hún stendur þar enn í dag og varpar bjarma yfir löndin. Ef þetta er ekki að hafa svo að segja frumburðar- rétt listarinnar, hvar er hann þá? Ef þetta er ekki að vera hin útvalda þjóð listarinnar, hvar er hún þá? Ef þetta er ekki hið dásamlega leyndarmál, sem öðinn hvíslaði í eyra Baidri áður hanrT var á bál borinn, hvað var það þá? Það er vel, að vér íslendingar höf- um hugfast, að engin þjóð hefir skapað fegri né þróttmeiri bók- mentalega gullaldarlist heidur en vér. Það er ekki Hómer, heldur höfundur Njálu, sem hefir mótað, í Skarphéðni, eitt skifti fyrir öll, frumtákn hinnar óbugandi karl- mannslundar, sem alt af “glottir við tönn”. Það er ekki Sófókles, heldur höfundur Laxdælu, sem hef- ir mótað, í Guðrúnu ósvífursdótt- ur, eitt skifti fyrir öll, frumtákn hins margbrotna kvenlega ástríðu- rðiis, sem “spinnur tólf álna garn” meðan hún lætur mann sinn fara til vígs móti elskhuga sínum. I að sameina um að hugsa um það”, segir hann, “að það muni ekki vera nema á- kveðinn kafli af eilífðinni, sem vorri þjóð er ætlaður fyrir vanþakk- læti hennar”. Það er ekki hégóma- skapur, sem kemur hinu norska skáidi til að vera svo napur í garð landa sinna, Það er hættan, sem hann sér á því, að með þessu fari þjóð hans á mis við það, sem hún hér átti að framleiða og ein gat framleitt. Það er sú óhaggaða rcgla, sem gildir um listina, að það sem kemur ekki á réttum tíma, kemur aldrei. En ef það var nauðsynlegt fyrir Norðmenn að gjöra sér ljóst, að þeir ÆTTU listamenn, ef þeir áttu að geta hlotnast verk þeirra, þá er þetta enn nauðsynlegra fyrir oss íslendinga, sem eigum hvorki þjóðfélag nógu stórt né tungu nógu útbreidda til þess að það sé ein- hlítt nútíðar listamönnum vorum. Þetta er sorgarhliðin á því, að vera íslenzkur rithöfundur. Og enginn finnur tii þéss betur en eg. Því ekki var eg einungis fæddur lofð- ungur málsins, lieldur hafði tign íslenzkrar tungu gefið mér hinn ástralska boga, svo að hvenær sem eg snaraði honum frá mér, hrökk liann aftur til míns sjáns og hæfði mig í lijartað. Munið þér eftir, hvernig það at- vikaðist, að Brynjólfur biskup rakst á Hallgrím Pétursson í Kaup- mannahöfn og fékk hann til að hætta við járnsmíðina og fara að læra til prests? Biskup var á gangi eftir fátæjíiegri götu í borginni, og hafði ekki hitt íslending í langa hríð. Alt í einu gengur hann fyrir smiðju, heyrir hamarshöggin dynja á steðjanum og þrumað yfir: “Bölv- aður andskotans hamarinn!” Bisk- up víkur sér að manninum og seg- ir við hann: “ósköp er að vita, hvernig þú bölvar, maður!” — það var Hallgrímur Pétursson sem bölv- aði — “en fallega talarðu”. Það var Hallgrfmur Pétursson, sem talaði. Það er þetta mál, sem gjörði jafnvel samtviiinaða formæling hljómfagra í eyruni hins stranga og siðavanda biskups; það er þetta mál, sem safnar oss hér saman í dag. En þó að það sé tungan, sem hingað til liefir varðveitt alt, sem vér getum verið hróðugir af, þá getum vér verið enn hróðugri, of að tungan er ekki iengur EIN um það að skapa íslenzka list. Því að LISTIN er | það, listin á öllum svæðum, sem á allar greinar íslenzks Það er vel að vér munum þetta alt. lijóðernis, hvar um iönd sem þrer En betra væri oss að vér gieymd-1 iiggja. Og sanna'loga segi eg yður, um því öllu, heldur en að vér loK-j landar mínir, að íslenzk iist er það, uðum NÚ augunum fyrir vorum eigin tíma og köllun vors eigin eigin tíma. Betra væri oss, að vér gleymdum vorri eigin fortfð, lieid- ur en að vér stæðum blindir fyrir hinni íslenzku iist, sem NÚ er að renna upp af rótum þessarar for- tíðar. Þvf hún er það, sem á næstu áratugum á að skijia krystalshljóm- inn í nafni ísiands. Það er að skilja. Ef þjóðin þekkir sinn vitj- unartíma. Þegar eg renni huganum í dag yfir kjör þeirra íslenzku listamanna, sem það er að þakka, að listdóm- arar í ýmsum löndum eru farnir að benda norður til fslands og segja: Þaðan væntum vér þess!—þá minn- ist eg kafla úr bréfi frá Henrik Ib- sem lengst mun halda við þjóðerni voru á moðal yðar og yðar niðja. Þetta liggur í augum uppi. Þér sjálfir hafið svo föst tök á þjóð- erni voru, af því að endurminning- ar yðar sjálfra hafa liamrað íslenzkt þjóðerni eins og gullið inn í sál yðar. En trúið mér til þess, að börn yðar og barnabörn finni hjá sér hvöt til þess að lialda við þjóð'- erni feðra sinna í landi, sem er orð- iS þeirra ættjörð, þurfa þau að hafa eitthvað fyrir augum, sem getur gjört þá hróðuga af þessu þjóðerni, Þeir þurfa að heyra aðrar þjóðir taia með lotningu og aðdáun um slenzk afrek í einhverjum greinum, Og ekki á fornum tímum, því þeir vita, að það hefir gagnað lítið, t. d. til vinar hans: “Eg er stund- Egyptum nútímans, heldur á þeirra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.