Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1916 HEIMSKRINGLA <Stofnu« 1HS6) Kemur út á hverjum Fimtudegri. tttgrefendur og eigendur: THK VIKING PRESS, LTD. Vert5 bla?5sins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um áriT5 (fyrirfram borgaT5). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borga?5). Allar borganir sendist ráTSsmanni bla?5- sins. Póst e?5a banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, ráósmaóur. Skrifstofa: 729 SHBRBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 Talslml Garry 4110 |ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. Föðurlandsástin. Inngangsorð. Vanhygginn er hver sá, sem ekki elskar heimili sitt, hlúir að því og prýðir það eftir föngum; — ódrengur er hver sá, sem ekki elskar sveit sína og sveitunga og styður þá og styrkir í málum þeim, sem sveitarfélaginu eru til þrifa og framfara; — ennþá meiri ó- drengur er hver sá, sem ekki elskar landið, sem hann dregur líf sitt af og þjóðina eða mannfélagið, sem hann lifir í; — en mestur ódrengur er þó maðurinn, þegar hann reynist þessu föðurlandi illa, þegar það er í nauðum statt og voða. Föðurlandsást. Það væri synd að segja, að við Islending- ar hér vestra hefðum enga föðurlandsást eft- ir þenna mikla íslendingadag, sem nú er ný- afstaðinn. Hver ræðuskörungurinn eftir ann- an hefir notað tækifærið til þess, að úthella hjarta sínu til gamla landsins, sem bar hann, en sem hann flúði frá, af óánægju yfir tíð- inni og harðindunum og Iögunum, eða ólög- unum, sem menn þá kölluðu, og tækifæra- leysinu að bjarga sér; — í stuttu máli: fyrir sultinn og vandræðin, sem störðu burtfarend- um í móti af hverri þúfu og mel og rinda, hverri snoðinni grund og gráum móabörðum, sem engin mannshönd hafði snert til umbóta, í þau þúsund ár, sem landið hafði bygt verið. Fyrsta greinin, sem oss barst, var frá al- þingismanni Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót; vel samin grein að orðfæri og máli, en andstæð skoðun vorri. Vér tókum hana samt og ætl- uðum að svara henni, enda snörist hann móti oss lítið eitt; en vér gátum ekki komið svari í blaðið í það skifti, og þá kom Iíka íslend- ingadagurinn, og með honum svo mikil flóð- alda af lofgjörðum um gamla landið, að lík- ast var Jökulflóði, sem steypist úr hájöklum niður og veltir öllu með sér. Vér vildum sjá, hvað flóðið færi hátt, og hvort það kæfði hvern logandi neista annan en ástina til gamla landsins. Og síðan höfum vér fengið fregnir um það, að hvar sem íslendingadagur hafi haldinn verið, hafi hið sama verið uppi. Ástin til íslands er eftir því orðin svo sterk, að hún kæfir alt annað. — Af öllum þeim, sem ræður hafa flutt á Islendingadag- inn seinasta, höfum vér heyrt getið um eina tvo ræðumenn, sem verulega hafi hvatt menn til að elska landið, sem vér lifum í og mannfélagið, sem vér búum saman við og frelsið, sem vér njótum, Menn þessir eru: Dr. B. J. Brandson, sem flutti einhverja feg- urstu ræðu, sem flutt hefir verið hér vestan hafs, og hinn er prófessor Thorbergur Thor- valdsson, er flutti aðra ræðu núna í Wyn- yard, Sask. — (Síðan þetta var ritað höfum vér einnig frétt um sams konar ræðu, er Iög- fræðingur Hjálmar A. Bergmann flutti í Wyn- yard). — Það bar ekki alveg eins mikið á þess- ari föðurlandsást, þegar vér vorum heima. Það bar ekki eins á henni hjá hinum fornu forfeðrum vorum. Þeir flúðu föðurland sitt, Noreg. Löngu þar áður voru þeir komnir austan úr hálendum Asíu, og fóru hægt og bítandi yfir löndin og stefndu vestur. Hafa óefað einlægt barist á þeirri leið, og margar, mjög margar aldir hefir ferð sú staðið yfir; og föðurland þeirra var hvar sem þeir voru í þann og þann svipinn. I Noregi staðnæmdust þeir, því að þá stöðvaði úthafið mikla för þeirra um stund. Þar ruddu þeir frá sér og drápu mður íbúana, sem fyrir voru. Þeim hefir náttúrlega þétt væn* um bústaði sína, og þeir börðust fyrir þeim, þegar útlendir ó- vinir sóttu þá heim, bæði Víkingar, Danir og Svfar. En svo komu þeir til Islandö, og af því Sá eini íslendmgur, að hafi lífið látið fyrir höfum vér sögur glöggvar. En þó að þeir hafi að líkindum elskað hina fyrri bústaði sína í Noregi, þá heyrum vér ekki um það í sögum eða ljóðum þeirra. Þeir möttu bú- staðinn í hinu nýja iandi sínu meira. Þegar Gunnar varð að flýja land, þá leit hann upp til hlíðarinnar og þótti hún fögur og vildi aftur snúa. Vígaglúmi þótti akurinn Vitaz gjafi góður og fagur. sem vér munum til, land sitt, er Jón biskup Arason. Þótti honum það verst, “að vera dæmdur af danskri slegt j og deyja svo fyrir kongsins mekt”. En að ísiendmgar hafi látið lífið beint j fyrir föðurland sitt, munum vér ekki eftir í j sögunum. Þeir börðust í víkingu og um öll | Norðurlönd til forna og voru óhræddir við sverðaleikinn; en það var ekki fyrir ísland. j Þeir börðust nokkrir seinast með Dönum til að verja Kaupmannahöfn árið 1801, og voru það helzt stúdentar. — En þegar Jörgensen kom með fáeina menn og tók ísland, þá hreyfði enginn sig. Hugmyndin, að elska fósturjörð sína svo heitt, að menn vildu láta lífið fyrir hana, hefir ekki verið til hjá þeim. Oteljandi kvæði hafa verið ort um lesland; en sú hugmynd er framandi í þeim, að elska landið af því að það fæði menn og klæði, — af því, að mað- ur njóti allra gæði úr sjóði landsins. Skáldin hafa kveðið um fegurðina, fjöllin og jöklana og fossana og blómin, hið brimsollna haf; um ísana, hríðarnar, kveldsólina og alt sem hugsast getur annað en það, sem menn frem- ur öllu öðru áttu að vera þakklátir fyrir. Af hverju? Af hverju öðru en því, að þó að þessar hugmyndir hafi kanske legið djúpt í vitund þeirra, þá hafa þær verið óljósar, ekki verið nógu handbærar.. Vér vitum vel, að nú fara menn að moka yfir oss kvæðum sem “Gunnarshólma” og “Fjallkonunni”, og hver veit hverju. En segið mér: Hvenær hefir nokkur tslendingur elsk- að svo föðurland sitt, að hann hafi lagt lífið í sölurnar fyrir það? En nú þegar hingað kemur, í margfalt betra og auðugra land en gamla ísland, þá . vaknar föðurlandsástin hjá mönnum þeim, sem flúðu það. Þeir elska ekki landið, sem tók þeim tveim höndum, og sem er búið að gjöra þúsundir af félausum frumbyggjum að efnuðum eða ríkum mönnum; — landið, sem býður afkomendum þeirra hina glæsileg- ustu framtíð í óteljandi liðu fram; heldur landið, sem þeir flúðu frá og yfirgáfu! Hin fyrri árin, sem vér vorum hér, bar ekkert á þessari-' föðurlandsást. Menn elskuðu þá sveitirnar, sem þeir bygðu, — jafnvel Nýja Island, þó að fátækt væri. Argyle búar elsk- uðu Argyle, Norður Dakota búar elskuðu dalinn sinn breiða og bygðir sínar þar. Og Minnesota búar elskuðu Minnesota og munu elska það enn. í þúsund ár og meira eru Islendingar búnir að búa á íslandi. Vér vitum, hvernig það er; vitum, hvaða mannfjölda það hefir borið og höfum nokkurn veginn hugmynd um það, við hvaða kjör menn hafa búið þar öld fram af öld. Vér tökum það fram, að vér erum ekki að niðra landinu, þó að það sé ó- frjótt og kalt, eða í neinu að niðra lands- mönnum. En hvernig haldið þér, vinir mínir, að land þetta, sem vér nú byggjum, verði eftir 200 ár, 500 ár, eða eftir 1000 ár? Hvort ætlið þér, að það muni standa nokkru fram- ar, að fólksfjölda eða auðæfum eða tækifær- um fyrir landsins börn til að bjarga sér, að mentast, að lifa farsælu og gleðiríku lífi — heldur en Island? Þegar hér búa eins margar milíónir og nú eru í öllum Bandaríkjum; þeg- ar Canada verður eitt af stórveldum heimsins, — svo framarlega sem þessi þjóðabrot, sem hér eru nú, af flónsku sinni stykkja það ekki sundur í smáparta, sem hver lifir og starfar öðrum til bölvunar. hálsi. Á íslendingadagskvæðin viljum vér ekki minnast þar getur hver séð fyrir sjálfan sig. En þar er þó margt gott hjá þeim, sem yrkja fyrir minni Bretaveldis, svo sem síra Hirti Leó, og eflaust fleirum. Loftungur. Vér höfum lengi verið Ioftungur eða lof- gjörðarmenn, íslendingar. Áður fyrri var það siður skáldanna, að fara frá einum kon- ungi til annars, og flytja þeim drápu eða kvæði, og voru þau jafnan rekin saman af lofi, sönnu og Iognu, um höfðingja þann, er kvæðið var ort um. Þeim þótti lofið gott, og því betra, sem meira var af því. Var þó skáldunum ekki æfinlega alvara, svo sem þeg- ar Egill flutti kvæðið “Höfuðlausn” fyrir Ei- ríki Blóðöx á Norðimbralandi, — manni, sem hann hataði meira en nokkurn annan mann. Er það eitt af því leiðinlega í sögu Egils, að hugsa sér víkin_ an mikla og hinn óviðjafn- anlega bardagamann krjúpa berhöfðaðan frammi fyrir óvin sínum og flytja honum lof- kvæði. Hitt er annað, að kvæðið er fyrir- tak. — > Þ«tta loftungu-eðli hefir fylgt oss einlægt og þó skáldunum mest. Um það eru vitni erfiljóðin og ljóðin, sem flutt eru lifandi mönnum, og sem skáldin, einkum hin Iakari, gjöra svo mikið af. Ræða alþingismannsins jjlóir af þessu; það stirair í lofið og dýrðina í annari hvorri h'nu eins og demanta á meyjar- Dæmin annara þ'jóð?.. í sögu þjóðanna um allan aldur heims get- ur hver maður, sem nokkuð þekkir til henn- ar, séð dæmin skýr og fögur, hvernig þjóð- irnar hafa elskað föðurland sitt og fúslega látið lífið fyrir það. Vér sjáum það í sögu Inda, Egypta, Persa, Hittíta, þó að vér þekkj- um þá lítið, Gyðinga, Grikkja, Rómverja Galla, Breta, Svisslendinga, Skota, Ira, Ung- verja. Vér sjáum það á Mexicó mönnum hin um fyrri, Perú búum og Indverjum hér Norður-Ameríku. Þessar frumþjóðir féllu og urðu upprættar, ein þjóðin eftir aðra, til að verja landið, sem fæddi þá og klæddi. Það er eins og allar þjóðir, hversu fáfróðar, htlar og viltar, sem þær hafa verið, hafi elskað landið sitt, og Iagt lífið í sölurnar fyrir það — nema Islendingar. En þegar hingað er komið, þegar kyn flokkurinn, sem tók við þeim tveim höndum er í nauðum, þegar landið, sem þeir búa í, er komið í stríð, — þá gýs upp föðurlandselsk- an til gamla landsins margföld við það, sem nokkru sinni hefir verið áður. Er það til þess, að sleppa við að sýna elskuna til landsins, sem vér búum í? Allir vita, að menn geta ekki elskað tvær konur með jöfnum kærleika, og þau blíðuatlot, sem annari eru sýnd eru tekin frá hinni. Eins er það með föðurland- ið: menn geta ekki haft tvö föðurlönd, frem- ur en menn geta haft tvær konur. Menn hljóta að vanrækja annaðhvort, ef ekki í verkinu, þá í huga og tilfinningum. Það sézt ekki, að alþingismaðurinn frá Sleðbrjót hafi nokkra heita og vermandi til finningu fyrir landinu, sem hann lifir í, sem hefir veitt honum og öllum hans frændum og vinum Iífsuppeldi og nýja og blómlega bú- staði. Er það einskisvirði alt saman? Er ein- staklingsfrelsið hér einskisvirði? Er fram- tíðin hér einskisvirði? Er það einskisvirði, að vaxa upp með nýrri þjóð, njóta allra þeirra mentanastofnana, sem hún veitir mönnum og sem telja má með hinum beztu í heimi? Er það einskisvirði, að koma þreyttur og lúinn og uppgefinn úr framandi álfu og að segja má leggjast upp í dúnsæng, sem himr semni frumbyggjar hafa gjört, í samanburði við hina fyrri? Leggjast upp í dúnsæng og setj ast síðan að borðinu, þar sem móðirin nýja leggur fram óteljandi rétti og gjafir til hins nýja landnema? Er það sanngjarnt, er það sómasamlegt og heiðarlegt, að sparka í þessa móður sína, og segja að hún sé ambátt ein, að vér eigum aðra eldri móður, sem vér eig- um og ætlum að virða og elska eína til dauða- dags? En svo er annað, sem oss íelsndingum hættir til fremur en mörgum öðrum, þó að það eigi all-víða heima. En það er: að stæra sig af verkum annara, vanalega for- feðra vorra. Þetta blasir við manni í bókum og blöðum, menn heyra það á strætum og á gatnamótum. Ef að einhver forfaðir eins eða annars, í 10. eða 50. lið, hefir verið hagyrð- ingur eða bardagamaður eða góður bóndi, — þá þykir afkomendum hans það hefja sig langt upp yfir alla aðra, og þeir, sem mest hæla sér af þessu, eru vanalega mestu ræfl- arnir, því þeir geta þá ekki stært sig af neinu öðru. Vér heyrum menn svo iðulega stæra sig til dæmis af Agli Skallagrímssyni eða Snorra Sturlusyni eða Njáli og Bergþóru eða einum eða öðrum hinna fyrri manna, og geta þó hvorki hnoðað saman skammlausu erindi eða fært í þolanlegan stíl sögukorn lít- ið. Þetta er gömul höfðingja-dýrkun, alveg sömu tegundar og þegar konungarnir stæra sig af forfeðrum sínum, eða segjast halda völdum og ríki yfir þjóðunum “af guðs náð”, og svo gengur tignin og náðin og fullkomn- unin og ríkið í ættir til afkomenda þeirra, alveg eins og því er varið með frægðina, framann og hæfileikana, sem menn þykjast sækja til forfeðra sinna. Þetta getur komið fyrir; menn sækja margt í ættir, en vanalega er gjört tífalt og hundraðfalt úr því, og æfin- lega er það betra, að maðurinn sýni sjálfur, hvað hann er, en að hann fari að sækja eina i eður aðra kosti eður hæfileika til forfeðra sinna, — það verða oft misgrip úr því. — Allar þessar greinir, allar þessar ræð- ur eru sem enskurinn segir: “slap in the face of the soldiers”. Þær eru kjaftshögg eða sví- virðing til hermannanna ungu og allra manna, sem þá styðja, til hinna fyrstu íslendinga, sem í hundraðatali leggja lífið í sölurnar fyr- ir móður þessa: Canada, — móðurina, sem breiddi móti þeim opinn faðminn og bauð þeim að verða móðir þeirra og allra þeirra afkomenda um ókomnar tíðir. Aldrei fyrri hefir nokkur IsJendingur lagt fram líf sitt fyr- ir föðurland sitt. Nú, þegar þeir gjöra það í hundraðatali, og ganga út í margfalt voða- legri styrjöld, en hinir hraustustu forfeður þeirra nokk-ru sinni litp, — þá gelkir við af íverjum ræðupalli, að þessi Can- ada sé ambátt ein, eða púta, en ekki móðir þeirra; því að ísland sé þeirra móðir, — og alla þeirra blíðu og trygð og alt þeirra ástríki eigi þeir Islandi að sýna. — Ef að nokkur meining er í öllum þessum ræðuhöldum, öllu þessu dýrðarlofi, allri þessari fyrirlitningu, sem þess- ar heimasætur láta glymja á hverj- um fundi yfir landið, sem þeir lifa í, yfir Bretaveldi, sem er viður- kendur vörður og verndari frelsis- ins, lítilmagnanna og hinna smærri þjóða,— þá hlýtur hann að vera á þessa leið. Alþingismaðurinn segir, að vér sökum menn um landráð. Vér segj- um ekki, að lagalega séu þetta og annað eins landráð, — en andlega og siðferðislega eru þeir landráða- menn, sem hver ærlegur borgari ætti að hafa augun á og halda niðri að mmsta kosti, svo að vér ekki segjum of mikið, því að hugsumn er nokkuð sterkari. Minni Manitoba. (Ræ?a flutt í Winnipeg 2. ág. 1916). Eftir STEINU J. STEFÁNSSON. 1 tuttugu og sjö ár hafa íslending- ar í Winnipeg haldið þjóðhátíðar- dag, en þetta er í fyrsta skifti við slíkt tækifæri, að mælt er fyrir minni Manitoba fylkis. Aðallega liggur ein ástæða til grundvallar fyrir þessari nýbreytni. Hún er sú, að í ár hefir stjórn þessa fylkis veitt konum full pólitísk réttindi. Mani- toba er fyrsta fylkið í Canada til að stíga þetta framfaraspor.. íslendingurinn, sem alinn er upp á fornsögunum, hefir sjálfsagt átt bágt með að bíða þess með stillingu, að móðir hans og systir yrðu leystar af þeim ógöfuga bekk, sem lög brezka veldisins hafa bundið þær á, — þann bekk, sem hér í landi er skipaður að eins vitfirringum, “treaty” Indíánum, stjórnar ölmusu- mönnum og sakadólgum! Njáll frá Bergþórshvoli hefði varla sjálfur þegið sæti i öndvegi, éf Bergþóru hefði verið skipaður slíkur sess. Þrjár aðrar ástæður má til færa til þess að sýna, að íslendingum sem þjóðflokk er sérstaklega skylt að minnast Manitoba í sambandi við fengið jafnrétti, á aðal þjóðhátíð sinni. f fyrsta lagi af því, að íslenzk kona, Margrét J. Benedictsson, átti upptökin að jafnréttis hreyfingunni í Maaitoba, — hún hafði gefið út jafnréttis-tímarit, myndað jafnrétt- is-félög og lagt jafnréttis-bænaskrár fyrir fylkisþing löngu áður en nokk- urhérlend rödd heyrðist hreyfa máli þessu í riti eða ræðu. y í öðru lagi: íslendingur skipar nú í fyrsta sinni ráðgjafasæti á fylk- isþingi, — og það ábyrgðarmesta sætið, og að fyrir hans orðheldni og samverkamanna hans var jafnrétti veitt. Þriðja ástæðan er sú, að frum- byggja konurnar, sem meö óbiiandi kjarki, sjálfsafneitun og starfsþreki upnu langt og erfitt dagsverk, eru nú óðum að hverfa. Að eins örfáar em eftir, hvítar fyrir aldur fram. Áður en þær verða bornar til mold- ar, mætti ekki minna vera, en að verk þeirra væri viðurkent, og þeim vottað þakklæti ])jóðarbrotsins ís- lenzka, sem nýtur ágóðans af æfi- starfi þeirra.. Sjálfar báru þær ekk- ert úr býtum, nema hnýttar hendur og hæruskotna lokka. Lífið fór ait fram hjá meðan þær stóðu á verði yfir vöggu íslenzks þjóðlífs 1 þessu fylki. Þjóðlífið hefir blómgast, en þær hafa gefið sína æfi því til nær- ingar! — “Gömul kona dáin”, segir fólkið, þegar ein slík fellur frá; — “hún átti enga að”, fylgir líka oft með. “Gömul kona!” — það er alt, sem heimurinn sér, — hárið hvítt og hrukkurnar rnargar og djúpar. Það er þessum gömlu frumbyggj- enda konum að þakka, að jafnrétti er fengið. Alt þeirra æfistarf er lif- andi vottur þess, að konum má treysta jafnt sem körlum til þess að vinna af dygð, möglunarlaust, end- urgjaldslaust, fyrir velferðarmáluin mannfélágsins. Þær voru aldrei ]>ektar að sérhlífni né ómensku. Aldrei vegnar og léttar fundnar. — Yæri það ekki fyrir þetta afar sterka lifandi dæmi, sem æfiferill fr.umbyggjara konanna hefir veit.t, væri jafnrétti enl>á ófengið. Það eina endurgjald, sem hægt er að veita þeim fáu, sem enn lifa, eftir 41 árs erfiði hér í fylki, er viður- kenning fyrir vel unnið og mikið verk! Manitoba hefir verið vagga Vestur- íslcndinga. Hingað komu flestir allslausir. Fyrst var sezt að í skóg- unum kringum Gimli, þar sem hvít- ir menn höfðu aldrei áður sett bygð. Vatnið veitti björg fyrstu árin. Harðindi, vegieysur og drepsótt rak marga brott á aðrar slóðir. — Hvar sem að var sezt, voru heimilin hreysi, klæðnaðurinn úr striga og leðurskór á fótum, — skinnsokkar þar sem blautt var. Fæðan var oft ónóg og æfinlega léleg. — samt gátu þessi Manitoba heimili ait af tekið með risnu á móti lönchim sínum, sem varu að koma að heiman; spf- ið bæði klæðnað og mat, faýst heil- ar fjölskyldur vetraalangt og stund- um gefið skepnur til að byrja me5 búskapinn. Svona var byrjunin: efnalegt alls- leysi, þekkingarskortur á atvinnu- greinum, — og allir nokkurn veginn jafnir. Hingað komnir þurftu “grantar- ir” að hrista af sér fjalladrungann, bölsýnið og tortrygnina, sem var eðlileg afleiðing danskrar kúgunar; þeir þurftu að venjast loftslagi, tungu og háttum þessa lands. Til þess að gjöra samanburð á Is- iendingum þegar þeir komu fyrst til þessa fylkis og nú, þyrfti að yfir- lita hagi manna frá tvennu sjónar- miði: — frá efnalegu sjónarmiði, og afstöðu þeirra hér í þjóðlífinu. Vötnin stóðu full af fiski; en ný- byggjarinn kunni ekki að nota sér ])á auðlegð. Á sumrum, þcgar eng- ar enginn var ís, fékk hann nógan fisk, en afiinn skemdist í hitunúm; á vetrum, þegar þurfti að veiða upp um ís, brast landnemann kunnáttu og aflinn varð lítill. Enginn var heldur markaðurinn fyrir hann. En þetta var ekki Manitoba að kenna! Auðlegðin fólst í vatninu fyrir þá, sem kunnu að handsama hana. íslendingar, sem byrjuðu á jarð- rækt, fundu hér ágætis jarðveg; en þeir kunnii ekki i fyrstu með hann að fara. Þeir ruddu skóga og brutu jarðveginn og sáðu í, alt á sama ár- inu, — þeir sáðu sömu korntegúnd í sama blettinn ár eftir ár, — þeir hvíldu aldrei sáðland sitt; — þeir brutu fyrir þekkingarleysi öll jarð- ræktarlög, og uppskeran varð oft á fyrstu árunum meira illgresi en korn! En þetta var ekki Manitoba öað kenna! .Tarðvegurinn er auðsupp- spretta, en við kunnum ekkert að því að nota okkur han. Landnem- arnir byrjuðu á griparækt því nóg voru heylöndin, og hagaganga öll- um heimil á sumrum. Eyrir ]>ekk- ingarleysi og íslenzkan skilning á orðinu “sparsemi”, keyptu þeir sér búpening til stofns þar sem þeir fengu hann lægstu verði. Afleiðing- in varð: Lélagar skepnur , mikið erfiði og lítið endurgjald! En þetta var ekki Manitoba að kenna! Því Manitoba nautgripir hafa hlotið hæstu verðlaun á al- heimssýningunni í Chieago. Landinn réðist á risavaxin furu- tré og feldi þau til jarðar, þegar hann ætlaði að sá í landið. Ef hann þurfti þau ekki til húsabyggingar, lét hann þau fúna eða hlóð þeim í kesti til brenslu. Hann kunni ekki að gjöra sér peninga úr þeim. En ekki var þetta landinu að kenna! fslendingar eru manna hagsýnast- ir; — samt unnu þeir í mörg ár ein- göngu fyrir aðra, — oft iön^ illa borguð dagsverk fyrir harða hús- bændur, sem urðu ríkir á þeirra sveita. En þetta var ekki Manitoba að kenna! Hvergi segir í lögum fylk- isinst hver skuli vera húsbóndi og hver þjónn, — það fer eftir hagsýni, þekkingu, dugnaði og áræðni. Hér á fyrri árum byrjuðu nolckrir á verzlun. íslenzk alþýða skoðaði alla verzlunarmenn, scm kúgara og blóðsugur, sem sjálfsagt var að r>retta, ef tækifæri gafst. Þar sýndi sig afstaða íslenzkrar alþýðu heima gagnvart dönsku einokunar verzl- aninni. íslendingar eru ekki verzl- unarþjóð og skortir viðskiftaslægð liérlendra, — og þessir kaupmenn fóru oftast á höfuðið. En þetta var ekki Manitoba að kenna! Verzlun er frjáls. Svona mætti telja fram alla at- vinnuvegi fylkisins. Allstaðar var byrjað með tvær hendur tómar og kunnáttulaust. Þrátt fyrir alla vanþekkingu og öll klaufastrik eru íslendingar nú að líkindum sjálfstæðasta þjóðar- bretið, efnalega, sem byggir hér bú. Og það er awðlegð Manitoba að þakka! Allir iandar hér komast af, — meiri hlutanum líður vql og all> margir eru við ágat efei.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.