Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. SEPTEMBER 1916 HEIMSKRINGLA BLB. 1 ir því bæði grunsemd og óþeit og ef til vill hatur. Þetta er hin þriðja ástæða til þess, að eg hefði óskað, að þér hefð- uð verið með málstað vorum, til heiðurs og sóma hinum frönsku Canadamönnum, en til eflingar ein- ingar og bróðurlegs huga franskra og enskra manna. Eg hefi enn eftir að eins tvær á- stæður að bera fyrir mig, og þarf ekki annað en að minnast á þær að ætlan minni, því að allir hljóta að fallast á þær. Hér í þessum litla, franska hæ heyri eg alt í kring um mig tungu- málið, sem eg elska svo innilega og vekur hjá mér gleðiríkar endur- minningar frá bernskuárunum í Montehello, og svipir og andlit mannanna eru alt gamlir vinir. Eg sé bændabýlin svo lík þeim, sem eg sá heima. Eg sé, að frönsku kanad- isku hermennirnir eru fljótir að afla vina, hvar sem þeir fara. Getið þér nú komið mér til að trúa því, að það yerði ekki æfinlegt frændsemisband á milli hins gamla Frakklands og hins nýja? Og Erakkkland sjálft, — fegurra og dýrðlegra en nokkru sinni áður í sögu þess, — Frakkland er nú í heljar-stríði og dauðans angist; en óttalaust og tignarlegt leggur það alla sína ítrustu krafta fram í þess- ari voðalegu baráttu upp á lif og dauða. Eyrir hið gamla Frakkland og fyrir franska menningu — hefði eg svo gjarnan kosið hjálp yðar og fyigi. , Og að síðustu, þó að við sleppum öllu öðru, — og þó að Canada hefði verið hlutlaust iand og í engu riðið við stríð þetta, — þá hefði eg óskað, að þér hefðuð gengið í baráttuna með oss, — fyrir þá einu ástæðu, að þetta er barátta fyrir frelsi heimsins — barátta, sem snertir Canada eins mikið og hvert annað land! Eg vil ekki tala frekar um orsakir stríðs- ins, «en mér hefði verið kært að vita það, að Canada hefði verið hlutlaus þjóð og að engu riðin við þetta stríð, og að hún hefði þá af eigin vilja kosið hlutinn þann, að ganga sama sæmdar- og frægðar-stiginn, sem hún nú er að ganga. Máske eg, frændi góður! hafi ver- ið of langorður og óskemtilegur, er eg hefi sett fram þessar ástæður mínar; en eg skal verða stuttorð- ari, er eg tek fram aðvaranir mínar. — Og þetta er þá það, sem eg vil segja yður: Reiknings-dagurinn kemur. Þeir af oss í þessum mikla her, sem verða svo hepnir, að sjá Can- ada aftur, hafa orðið að mæta öll- um hinum stórkostiegustu og al- vörumestu málura lífs og dauða; hinu trylta og dýrslega æði aflsins; þeir 'hafa séð félaga og vini blæða til dauða, eða tætast i sundur, eða deyja hægt og seint með kvölum og harmkvælum. — Gætið yðar, að vér komum ekki heim aftur með hefnd í huga, því að eg segi yður það ský- iaust, hvað þá snertir, sem sátu hér í næði og makindum, meðan vér börðumst og tókum út þrautir ó- teljandi, — að þessir menn, sem ekki vildu hendi til rétta, að leggja oss hjálparhönd, eða hressandi orð, og menn þeir allir, sem feitir urðu hér í Canada af auði, sem þeir öfluðu sér með óheiðarlegu móti, með póli- tiskum svikabrellum og óheiðarleg- um fjárdrætti á einn eða annan hátt, upp á okkar kostnað, — —- þessir menn allir mega gæta sín, því að vér munum heimta af þeim strangan reikning. — Vér skulum þá leggja á þá refsingu þá, sem þeir verðskulda — ekki líkamlega, því að vér verðum þá orðnir saddir af því; ekki lögum andstæða eða á nokkurn ólöglegan hátt, þvf að vér berjumst til að vai'ðveita réttlætið og frelsið, en ekki til að umturna því, — — en vér skulum hegna þeim með hinu ómótstæðilega afli vorra siðferðislegu áhrifa! En það skuluð þér muna og aldrei gleyma, að Canada búar eru að verða að mikilli þjóð, virtir af öðr- um og með virðingu fyrir sjálfum sér, — og það eiga þeir alt að þakka borgurum landsins, sem barist hafa og fallið í þessu framandi landi, en alls ekki Nationalistum, eða þjóð- ernis-postulum þeim, sem heima liafa setið. — Ef að eg mætti vona það, að oittlivað ad )>vi, sem eg hefi sagt gæti komið yður til að skoða mál þessi frá nýrri hlið, þá væri það enn ekki of seint fyrir mig, að vera stoltur af frændsemi vorri. Á þeim augnablikum, sem eg rita þetta, eru franskii' enskir Can- ada-menn að berjast og falla hlið við hlið. Eiga þeir að láta lífið fyr- ir ekki neitt? Eða ætti það ekki miklu fremur að leggja grunninn að einni sannri Canada-þjóð, að kan- adiskri þjóð, sem væri sjálfstæð og óháð og frjáls í hugsunum; frjáls í fi'amkvæmdunr; frjáls í stjórnmál- um öllum og fyrirkomulagi, —• en þó með einum huga, einum og sama anda með inóðurlöndunum báðum, Engiandi og Frakklandi, hvað snertir framkvæmdir allar út á við i málum öllum, er allan alheiminn snerta og velferðarmálum alls mann- kynsins. Það er skoðun og hjartans sann- færing mín, að þessar hugsjónir ættum vér allir að hafa sameigin- legar. Getum vér nú ekki allir ver- ið eins hugar um þetta? Svo lengi, sem mögulegt er, verð eg yðar einlægur vinur. TALBOT M. PAPINEAU. “Hagalagðar.” Nýkomin eru út kvæði eftir Júlí- önu skáldkonu Jónsdóttur, búin undir prentun af Sig. Júl. Jóhann- esSyni, prentuð í prentsmiðju Olafs S. Thorgeirssonar. Júlíana er os hefir verið talin ein- hver fremsta skáldkona Islendinga og hefir kveðið marga vísuna hnytti lega. Hún hefir átt í baráttu alla sína æfi, og má víða sjá það á vís- um hepnar, að hún hefir fundið sár- in sviða. Hugsunarháttur hennar er fagur. Vill hún draga fram alt hið bezta hjá mönnum, en gleyma þvf, sem lakara er, sem sjá má af þessum vísum, bls. 21 08 22: Umburðarlyndi, ljúfmenska og yndi ljósgeisli sálar kaldlyndi hrindi, broshýrt blíð- vindi bjartsýni strjálar. Veikum að lijúkra, viðkvæmni að brúka er viðsmjör í sárin; höndina mjúka af hvarmi lát strjúka heit sorgar tárin. Reisum hinn fallna, gleymum þeim galla, gætum vors eigin; mjikt ieiðir alla, konur og karla á kærleikans veginn. Hin viðkvæma 08 fagra tilfinning, sem iýsir sér í þessum erindum, myndi breyta högum og æfikjörum margra, manna, ef eftir þeim væri farið, og er aldrei vanþörf á, að brýna slíkt fyrir mönnum. “1 barns minni”, bls. 32, er mjög lipurt og laglegt kvæði: Á fögrum hóli fossi hjá fyrstu ól e8 tiðir, tíndi fjólu, baldursbrá, blágras, sóley, víðir. 1 helli bak við háan foss hljóp eg vakin gleði. Hann mér saklaust sætum koss seiddi klaka úr geði. Stundi af móði harpan hans, hrundi ljóðakliður, kvað hann óðinn elskhugans unga fljóðið viður. Þar eg undi létt i lund, löðrið hrundi f straumum, varla mundi værri stund vöku bundin draumum. í svari til rógberans kemur hugs- un hennar ljómandi vel fram, oe þó að vísan sé stutt, er hún á við heilt kvæði, bls. 23: Veiztu ei granni eg hefi’ annað um að hirða, en náunganna mannorð myrða, merja, tanna, lítilsvirða? ‘‘Dauf Jól” sýna hinar heitu og mæðufullu tilfinningar hennar, — bls. 10: Eg var þreytt um þessi Jól, það væri gott að fá að deyja, einmana eg byg8i ból, bilar mig nú kjark að þreyja; engin vinarhönd mér hlynnir, herrann veit nær þessu linnir. Hljótt um vanga hrynja tár, hjartað varla bærist lengur, innra blæða bólgin sár, brostinn nærri titrar strengur, vinarlaus og vonar þrotin verð es senn af elli lotin. Hún er 77 ára gömul, gamla kon- an, og er að reyna að berjast og j hjálpast áfrain. Ein og að þrotum j komin fyrir elli sakir sendir hún út þetta kvæðakver, 85 bls., og ættu landar sannarlega að kaupa það,—■ ekki eiginlega i sustukaskyni, ])ó að það sé skylda rétthugsandi manna, að rétta ellinni hjáipar- J hönd, heldur af þvi, að í kverinu eru viða fagrar hugsanir og hnitti- legur skáldskapur. Hospital Pharmacy Lyfjabuðin seirt ber af öllum öðrum.- Komið og skoðið okkar tim- ferðar bókasafn; mjög ódgrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frimerki og gegr.um öðrinn pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670—4474 Stríðs =f réttir Framhald frá 1. bls. Seinustu stríðsfréttir. — Morgunblöðin á þriðjudaginn sögðu, að Zaimis stjórnarformaður Grikkja hefði tekið öll völd í hend- ur sínar á Grikklandi og hefði áður heimtað ótakmarkað fylgi beggja flokkanna, þeirra, er með Venizelos voru og á móti honum. Eitt af því fyrsta, sem liann gjörði, var að sam- þykkja allar kröfur Bandamanna. Þótti mönnum þá nýstárleg sjón í Aþenuborg, að sjá hermenn af skip- um Bandamanna vera að elta þýzka flugumenn og spæjara um stræti borgarinnar. Hlógu Grikkir mikið að þcssu og þótti hin bezta skemt- un. En á meðan gjörðist breytingin á stjórninni og allri stefnu hennar. Eitt af því var það, að fresta kosn- ingum til óákveðins tfma og upp- leysing þingsins, svo að það gæti ekki komið af stað innbyrðis óeirð- um við breytingar þær, sem þessi nýja stjórn myndi gjöra á allri af- stöðu stjórnarinnar. Þess má geta, að Zaimis er vinur Vénizelosar, og hefir Venizelos hvað eftir annað lýst yfir trausti sínu á honum og beðið fylgdarmenn sfna að standa með honum. í Austur-Afríku gafst höfuðborg Þjóðvcrja Dares-Salaam upp fyrir Bretum eða Búum og Portúgals- mönnum hinn 4. september kl. 9 að morgni dags. — í Aþenuborg hefir aðal-spæjari og flugumaður Þjóðverja, Barún von Shenck, verið tekinn fastur og fluttur út á herskip þeirra. Allir stjórnmálamenn Bandamanna þar heimtuðu, að hann væri rekinn burtu af Grikklandi. En hann víg- girti sig f húsi sínu í borginni og ætlaði að verjast með 60 öðrum flugumönnum og vinum sínum. En hvort sem þar hefir orðið nokkur snerra eða ekki, þá er hann nú burtu þaðan og í haldi á skipum úti. Er það landhreinsun fyrir Rússar fara syngjandi til bardaganna. Nú er ekki orðinn einn einasti hermaðifr í hinum mikla Rússaher, sem ekki skilji og finni til þess, að hann sé að berjast við óvini lands og þjóðar sem hann verði að sigra eða verða troðinn undir fótum. Fregnriti stórblaðsins “London Times” skrifar frá Rovno á Rúss- landi og segir, að þýzkar sprengi- kúlur eða þýzkir byssustingir geti nú ekki lengur hrakið Rússa af stöðvum þeim, sem þeir hafi tekið, því að nú hafi þeir kúlur og púður í byssurnar, og nú geti þeir hlustað á sönginn sinna eigin sprengikúlna, er springa yfir höfðum Þjóverja. En það er lfka annað atriði, sem Brussiloff hershöfðingi hefir bent á, og sem gjörir stórmikla breytingu á öllu ástandi á vígvöllunum. Hug- móður (morale) Rússa er nú hundr- að sinum sterkari og á sér dýpri ræt ur en fyrir tveimur árum síðan þeg- ar þeir fyrst voru að leggja undir sig Galizfu. Rússar börðust þá að vísu en óreglulega og áhugalítið, og vissu varla um hvað verið var að berjast. N úerþ að alt annað. 1 fyrstu álitu þcir stríðið vera milli þýszku stjórnarinnar og hinnar rússnesku stjórnar; en það er stríð milli þjóðanna, og nú er enginn sá Bandamenn að hafa Shenek barún og sveina hans burtu úr Grikk- landi; því hann hefir þeim óþarfur verið. — Það lítur út sem Brussiloff her- foringi Rússa hafi verið að hvíla sig eða liersveitir sínar þvf að nú byrj- ar liann aftur og tekur fyrsta dag- inn fuliar fimtán þúsundir af Þýzk- um og Austurríkismönnum fangn- ar, alt ósærða menn, og legst liann nú l>ungt á Þýzkarann. Á öllu svæðinu suður af Pripet, er hann þungur og þó þyngstur í grend við Lemberg og Halics og í Karpatha- fjöllum. Á 5 dögum hinum seinustu hefir han tekið 19,405 fanga og sækir svo fast fram í Karpatha-fjöllunum, að Þjóðverjar hrökkva frá suður- skörðunum, og er sagt að fullkomið samband sé nú komið milli Rússa og Rúmena. En Rúmenar sunann við skörðin frá Búkóvínu, eru Ý komnir 48 mílur inn í Ungarn og + taka hvern dalinn eftir annan. Samt má búast við að þeim fari nú að verða erfiðara um framsóknina, þeg- ar lengra kemur inn í landið, því að nú eru Þjóðverjar á öllum stöð- um búnir að koma mönnum fyrir sig, og sagt er að þeir taki nú í her- inn hvern karlmann, sem gengið getur og á byssu haldið. Á Frakklandi gengur Bretum og Frökkum einlægt áfram og sækja þeir þó á svo ramgjör vígi og svo vel út búin, sem Þjóðverjar gátu bezt gjört, með allri þeirra herkunnáttu og vísinduin og á þriggja eða fjögra milna svæði, sem Bandamenn sóttu á, höfðu þeir dregið saman 80—100 þúsundir af sínum allra beztu her- mönnum, og öll þau skothylki, sem þeir gátu nálgast; en þó dugði ekki, því að Þjóðverjar urðu undan að hrökkva og einar 5,000 gáfust upp. Kostaboð Heimskringlu Þeir, sem vildu nota sér kostaboð Heimskringlu til nýrra kaupenda, ættu ekki að draga of lengi að senda pantanir sínar, því daglega minkar upplagið af sögunum, og beztu sögurnar verða auðvitað upp- seldar fyrst. hermaður í liði Rússa, sem ekki skilji og finni það, að hann er að berjast móti hatursfullum fjand- mönnum, og er því fús til að deyja, ef þörf gjörist til þess, að lirinda Þjóðverjum af hinni heilögu grund Rússanna. Það er þessi hugmynd, sem ríkir hjá öllum Rússum nú, og það er hún, sem veldur því, að nú ganga Rússar léttum og fúsum fót- um syngjandi til bardaganna og vilja dauðfegnir komast sem næst Þjóðverjum til þess, að láta þá finna -stálið í höndum sínum. Og svo er nú alt fullkomnara, sein að stríðinu lýtur. Skotgrafir Rússa eru nú eins góðar eða betri en skot- grafir Þjóðverja. — Flutningsfæri Rússa eru miklu betri nú en áður og greiðari. Tíminn er margfalt bet- ur notaður, svo að það munar óefað 60 prósent. Skotfærin eru æfinlega við hendina. Rauðakross-liðinu er mikið betur fyrir komið. Og það, sem mestu varðar: nú höfum við nógar byssur og nógar sprengi- kúlur. | TIL LEIGU. | Herbergi til ieigu með öllum þæg- indum í Bloek í Ft. Rouge, lijá ís- lenzkum hjónum. Herbergið er stórt gott fyrir eina eða tvær stúlkur; sangjörn leiga. Stutt frá strætis- vögnum. — Hkr. vísar á. KENNARA VANTAR fyrir Frey-skóla, No. 890, í Argyie- bygð, sem hefir lögmætt kennara- leyfi. Kenslan byrjar fyrsta septem- ber næstkomandi, og heldur áfram til 21. desember 1916. Umsækjandi sendi tilboð sín til: Árna Sveinsson- ar, Glenboro P. O.- við fyrsta tæki- færi. Árni Sveinsson, Sec’y-Treas. KENNARA VANTAR fyrir Mary Hill skóla No. 987, byrjar 1. október til 1. desember 1916. Ef einhver vill sinna því, tilgreini kaup og æfingu sem kennari og sendi til- boð sín hið bráðasta til undirrit- aðs. S. Sigurðsson, Sec’y-Treas. Mary Hill P.O., Man. 52 Þúert ekki of gamall til að lœra ÍSLENDINGAR í CANADA OG VESTURFYLKJUM BANDARIKJAN NA, Yður stendur nú til boða aö mentast á PACIFIC LUTHERAN ACADEMY OG BUSINESS COLLEGE 1 PARKLAND, WASHINGTON, U.S.A. Þessi liáskóli býður nú körlum sem konum, hvort heldur ungum eða gömlum, að koma og njóta iræðslu ’skólans þenna vctur. Skólinn er rétt lijá borginni Taeoma, og er kristinn skóli. Hann er elzti og stærsti lúterski skólinn á Kyrrahafsströndinni og að öllu leyti betur útbúinn en nokkur annar. Hann var stofnaður fyrir 21 ári sföan og hefir einlægt haldið áfram og farnast ágætiega. Á skólanum er mikill hópur hinna lærðustu og reyndustu kennara. Hann er bygður með hinu nýjasta sniði, á yndisfögrum stað; hefir nýtt “gymnasium”, stórt og fjölbreytt bókasafn og verkstofu (Laboratory) ágæta og svo það, sem bezt er af öllu: góðan hug og hlýjan aílra nem- enda, sem þar hafa komið. Fræðslugreinar í skólanum eru: Language, Science, Norman, Commercial and Stenographic Education. Gjöld nemenda lítil, og verður ódýrara að sækja skólann en að kaupa fæði á hótelum. SENDIÐ EFTIR “CATALOGUE”, þér fáið hann ókeypis. N. J. H0NG, Principal, Parkland, Wash. Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping BiIIs’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskifti X -f -f -f -f ! t t t t t ♦ Bloodstone Torquise Moonstone. Ruby Doublet 391 392 HRINGIR FYRIR STULKUR. d»0 or Steinar settir í 10-K gull. Kosta að eins, póstfrítt .Jp^.öD Valmor Úr Hið velþekt VALMOR ÚR —Beztu úrkaup í Canada. 15 steinar. “Lever Movement”. Ábyrgst að ganga rétt. 1 “Gun- metal” kassa, með gyltu skrauti. Kostar aðeins $4.75. Þetta úr er eins gott og mörg önnur, sem kosta tvöfalt meira. KARLMANNA GULLHRINGIR. Goverment Stamp 10 K. - v 374 612 404 Hringur með dem- Sléttur hringur með “Buekel” hringur með ant...........$6.60 3 Rubies .... $9.25 2 opals.útskorinn $7.25 KARLMANAA HRINGIR með skorn- um upphafsstöfum . 369 371 10-K Gull......... 14-Iv Gull ....... ............8.50 ........ $11.50 Vér ábyrgjumst vöruna og skilum peningunum til baka. ef ekki ér alt eins og vér segjum. Öfangreint verð innibindur póstgjald og umbúðir. GOLD FILLED LOCKET liúið tú eins og úr og Ijómandi vel úcskorið. Vanaverð $5.50. Kú aö eins.........$3.85 AINSWORTH SALES CO. WINNIPEG, MANIT0BA. rEPT H. Canadian Northern Railway System NÝ BRAUT TIL KYRRAHAFS OG AUSTUR CANADA Gegnum Jasper og Mount Robson Parks og Jellowhead Pass. Gegnum lægsta skarðið. Framhjá hæstu fjöllunuin! Bein- asta línan, sléttasta brautin, nýjasti lesta-útbúnaður og beztu útsjónar-vagnar. Kurteisir vagnstjórar og lestaþjónar, — allir samtaka að gjöra yður ferðalagið sem ánægjulegast. Skemtiferðir til Kyrrahafsins FARBRÉF til sölu daglega til 30. september- Gilda til 31. október, og iná standa við hvar sem er á leiðinni. BRAUTIR—Fnrbréfin gilda á Canadian Northern báðar leiðir, eða Canadian Northern aðra leið og öðrum línum til baka, eða á öðrum línum vestur og Cauadian Northern til baka Skemtiferðir tii Austur Canada Á járnbraut alla leið eða yfir stórvötnin. FARBRÉF til sölu daglega til 30. september. Góð í 00 daga. Má standa við á leiðinni hvar sem er. BRAUTIR—Má fara báöar leiðir yfir stórvðtnin, ef vill. JÁRNBRAUT—Yfir nýju Canadian Northern brautina til Toronto og Austur-Canada, framhjá Ncpigon vatni og gegnum mílu eftir mílu af fögru vatna-landi. Alveg eins svalt »g hress- andi og að fara yfir stórvötnin, — og fargjaldið lægra Nýjir herbergis útsjónar-vagnar. Spyrjið agentinn eftir öllum upplýsingum og myndabókum vorum, eða skrifið R. Creelman, Gen. Pass. Agent, Canadian Northern Railway, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.