Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 2
iJUS. z HtiMSKKlNGLA. S WINNIPEG, 21. SEPTEMBER 1916 Nokkrar frœðandi leksíur um nœringu og heilsu Eftir DR. EUGENE CHRISTIAN, New York. FORMÁLI. VJER höfum þýtt þenna litla bækling, sem á ensku kallast: “Little Lessons in Scientific Eating”, eftir merkan læknir í Bandaríkjun- um, Eugene Christian. Þessar leksíur eru 24 alls og höfum vér þýtt I 2 af þeim. Þessi bæklingur er óð- um aS útbreicSast um Bandaríkin. Menn gleypa viö honum. Hann segir mönnum þaS, sem þeir ekki vita áSur: hvernig menn geti og eigi aS lifa samkvæmt vísindum nútímans/ Enginn maSur má taka þetta svo, sem vér sé- um aS skipa mönnum, hvaS þeir skuli eta og drekka; þeir eru og verSa æfinlega sjálfráSir um þaS. En hitt er þaS, aS hér geta þeir séS, hvers vís- indamennirnir hafa orSiS vísari um fæSu mannsins, eSa um þetta, sem veriS hefir leyndardómur fyrir alþýSu manna um þúsundir ára: hvernig maSurinn fari aS lifa og hvernig líkami hans haldi sér viS og bæti upp eSa endurskapi þa parta hkamans, sem eySast og slitna. 1 stuttu máli geta menn nú lært þaS, hvaSa efni menn þurfa aS leggja líkamanum til, hverju hann slítur og hvaS þurfi aS koma í staS þess, sem slitnar. Menn eru farnir aS fræSast um þaS, hvernig menn skuli fæSa korniS á akri sínum, lömbin og svínin og kálfana í fjósum, — og hví skyldu menn þá ekki þurfa aS fræSast eins um manninn, sem er óendanlega langt fyrir ofan þetta? Af þessum fáu leksíum geta menn séS, aS menn þurfa ekki aS týna lífinu, þó aS menn breyti eitthvaS út frá gömlum vana. Menn geta einnig séS, aS menn geta spilt heilsu sinni meS röngu matarhæfi; stytt aldur sinn og bakaS sér kvalir og margra ára þján- ingar af fávizku einni. Einnig geta menn séS, ef aS menn vilja taka eftir því, aS menn geta lifaS meS miklu meiri sparsemi á einn hátt en annan, og haft samt kröftugri fæSu og aS öllu leyti eins góSa og ljúffenga, eins og þegar menn voru aS leggja grund- völlinn til gigtarinnar og hinna þúsund kvilla, sem manninn þjá frá vöggunni til grafarinnar og loks ríSa honum aS fullu. ÞaS er tilgangur höfundarins, sem er víSkunnur læknir, aS fræSa men um þetta; lengja lífiS, létta kvalirnar, auka farsæld og vellíSan og um leiS gjöra manninn sem þróttbeztan og fullkomnastan. En eitt viljum vér taka fram og vara menn viS: Menn skyldu ekki ætla, aS þeir séu orSnir færir um aS lækna sjúkdóma sína og annara, þó aS þeir lesi ritling þenna. LæknisfræSin er svo vandasöm, aS hún útheimtir margra ára lærdóm og æfingu. Ætli menn ólærSir eSa hálf-lærSir, aS fara aS lækna eft- ir bókum, þá getur ein einasta prentvilla drepiS bæSi sjálfa þá og aSra, og væri þá ver fariS en heima setiS. En hitt ætti ritlingur þessi aS sýna mönnum, hvaS nauSsynlegt er aS leita læknis í tíma og fylgja öllum ráSum hans. En þaS er einnig sannfæring vor, aS ef aS menn fræSast alment um þessi efni, þá verSur mannkyniS sparsamara, heilsubetra, hraustara og fullkomnara, bæSi til sálar og líkama. Því aS sálar-hæfileikarnir fara svo ákaflega mikiS eftir heilsu mannsins og á- standi líkamans.—Ritstj. FYRSTA LEKSIA. Hið þrefalda Iögmál, sem stjórnar öilu lífi á jörS- unni. — Næringin. — Rétt matarhæfi. ALLAR myndir lífsins stjórnast af þreföldu grund- vallarlögmáli. En það er: — 1. Næring. 2. Hreyfing. 3. Sýring (oxidation). Þessi þrjú lögmál náttúrunnar kallast vanalega að nærast, að hreyfast og að draga andann. Alt, sem anda dregur, hlýðir lögum þessum. Sýring. Þegar vér drögum andann, þá drögum vér að oss súrefni, en hrindum frá oss kolasýru loftinu (car- bon dioxide), sem deyðandi eiturefm. Þessi loftteg- und myndast einnig, þegar dýra- eða jurta-efni rotna eða brenna. Jurtir allar anda öfugt við dýrin; þær hrinda frá sér súrefninu, sem vér þörfnumst, en draga til sín kolasýru-gasið úr loftinu. Þannig er þessari hringferð kolasýrunnar lokið. Og það er eitt hið dásamlegasta lögmál náttúrunnar. Hreyfinguna tölum vér um síðar. Næring manna. Af því, að vér ætlum að fara með málefni þetta á vísindalegan hátt, þá verðum vér í þessari fyrstu leksíu eingöngu, að tala um næringuna, sem hið fyrsta þessara þriggja grundvallarlaga. Næringin er meira áríðandi en nokkuð annað í lífi mannsins. Mest-alla sjúkdóma má rekja til rangr- ar, óhæfilegrar næringar. Aftur á móti gjörir rétt matarhæfi manninn svo hraustan, að sárfáir sjúk- dómar hafa nokkur áhrif á hann. En af öllum lögum náttúrunnar er það lögmál næringarinnar, sem menn þekkja miður, en nokkurt lögmál annað og sem menn oftast brjóta á móti. Rétt og tiihlýðileg fæða í réttum hlutföllum bygg- ir upp líkamann, svo að hann verður hæfilega stór og þungur og hraustur. Og vaxi lífsaflið, þá þarf lík- aminn meiri hreyfingu. En þetta hvorttveggja veldur því, að andardrátturinn verður fyllri og sterkari og styðja og efla þessi þrjú lögmál þannig hvort annað. Næringin í þremur greinum. 1. Úrval (Selection). 2. Samblöndun (Combination). 3. Hlutfall (Proportion). I fyrsta lagi verðum vér að velja þær fæðuteg- undir, sem í sér hafa öll þau efni, sem líkaminn þarf til að nærast af. Þetta er hið fyrsta grundvallar lög- mál næringarinnar. I öðru lagi verðum vér að nærast á þeim fæðu- tegundum, sem efnafræðislega geta blandast saman. Þetta er hið annað grundvallar-lögmál næringarinn- ar, og því betur, sem því er fylgt, því fullkomnari verður meltingin og því minni úrgangur fæðunnar. I þriðja lagi ættum vér æfinlega að hafa jafn- vægi á næringu vorri. Með öðrum orðum: Vér ætt- um að haga svo hverri máltíð vorri, að vér neytum ekki of mikils af sumum fæðutegundum, en of lítils af öðrum. Þetta er hið þriðja grundvallar-lögmál fæð- unnar. Og því betur, sem því er fylgt, því meira samræmi verður milli þeirra og því meiri verður þroski lífsins og sálarinnar. Önnur atriði. Til þess að hafa hin fylstu not fæðunnar, sem vér neytum, þurfum vér að miða hana við: — 1. Aldur vorn. 2. Loftslagið. 3. Starfið sem vér vinnum. Þegar vér erum búnir að festa í huga og minni hin sex fyrgreindu lögmál, það er: höfum lært að velja og blanda saman fæðunni, — þá verðum vér að neyta hennar eftir aldri. Hið vaxandi barn eða ungmenni þarf meira af efnum þeim, sem byggja lík- amann upp, t. d. kolaefnin (Sulphate of lime), sem eru í korntegundum öllum og línsterkjufæðu, — til þess að mynda beinin, tennurnar og brjóskið í lík- amanum. Aftur þurfa miðddra menn og konur lítið af þessu, að eins til viðgjörða, og gamalt fólk lítið sem ekkert. Svo skyldum vér haga fæðunni eftir hita lofts- ins, Ioftslaginu og árstíðunum, því að hiti og starfs- þrek (energy) eru eitt og hið sama. Þegar veðrið er kalt, þá þurfum vér fæðu þá, sem náttúran hefir fólgið í hita nógan En þegar heitt er, þá ættum vér ekki að neyta þeirrar fæðu, sem hita veldur. Vér ættum því, að neyta hitandi fæðu sparlega, þegar sólin vefur oss hitageislum sínum. Vér þurfum ekki að kynda stóna í líkama vorum, þegar sólin kyndir að utan. — Sé brotið á móti þessu lögmáli, verða menn sjúkir af hitanum, og af því koma sólslög öll eða flest. Þá verðum vér og að velja og haga fæðunni eft- ir starfi því, sem vér vinnum. Vér borðum til þess, að fá fjör og krafta til að vinna, en með vinnunni eyðum vér þessum hlutum. Og því nær sem þar fara tekjur og útgjöld, því styrkari verðum vér andlega og líkamlega. Hið eðlilega ástand mannsins. Heilsan er hið eðlilega ástand mannsins, og því betur, sem vér hlýðum lögmáli næringarinnar, því betri verður heilsa vor, og því betur starfa öll líf- færin, æðar vöðvar og taugar í líkama mannsins. Þegar bygt er á þessum grundvallarlögum, þá geta þeir allir, sem fræðast vilja um efni þessi, séð og skilið, hve einfalt og auðskilið málefni þetta er. Menn sjá þá, hvernig alt verður eðlilegt, og hver ein- asta máltíð verður þá mentandi leksía, og þá fyrst getur máltíðin orðið bæði skemtileg og uppbyggileg, bæði fyrir unga og gamla. Vísindalegt borðhald. Ef að menn með fullri heilsu gæta þessara lög- mála : að velja, blanda og neyta fæðunnar í réttum hlutföllum, þá nær líkanmi þeirra hámarki sínu, hvað þrek og úthald snertir. En sé eitthvað úr lagi gengið, sem vér köllum sjúkdóm, þá þarf maðurinn undir eins að breyta til, til þess að nema burtu orsökina til sjúkdómsins. Rétt næring. w Meðan mentaðir menn eta og drekka ranglega og brjóta eitt eða öll lögmál náttúrunnar, þá verða þeir einlægt að berjast við sársaukann, sjúkdóma og kvalir, og þegar menn gæta þess, að mikill meiri hluti allra sjúkdóma koma af röngu og vitlausu matar- hæfi, þá ættu merm fljótlega að sjá, að alt er undir því komið, að vita, hvað maður á að eta og hvað ekki. I þúsundir ára hefir því verið troðið og barið inn í hina mentuðu og hálfmentuðu menn, að sjúk- dómur einn eða annar sé einskonar óvinur mannsins, sem lækna megi með einhverjum lyfjum eða ein- hverju leyndardómsfullu töfralyfi, sem drepi sjúk- dóminn sem annan draug eða fjanda; og einmitt fyrir hið leyndardómsfulla við þessar hugmyndir, hafa þær náð svo ríku haldi á mönnum. Menn halda oft fastast við það, sem menn skilja ekkert í. En þó svo hafi áður verið, þá eru allir hinir yngri læknar horfnir frá þessu og viðurkenna það ekki. Náttúran sjálf hefir aldrei neitt að gjöra við þessar töfralækningar eða ‘patent -meðala lækningar. Hin vísindalega eðlisfræði kennir mönnum, að nema burtu orsakir sjúkdómanna. svo að náttúran sjálf geti læknað manninn. Hún vill ekki standa í vegi fyrir náttúrunni til að hindra hana, heldur gefa henni tækifæri til þess, að byggja upp aftur hina sjúku parta mannsins og koma hinum sjúku líffærum í sitt eðlilega ástand. Það, sem vér getum gjört, er það, að koma í veg fyrir ranga og skaðlega nautn matar og drykkjar og fá náttúrunni í hendur efnin eða verkfærin til að lækna manninn. Allir sjúkdómar eru afleiðing af því, að brjóta lög náttúrunnar. Og heilsan er afleiðing af því að hlýða þeim. Suður-Ameríka situr á púðurtunnu. Venezuela, Peru, Columbia og Ecu- ador geta farið í hár saman á hverri stundu. Charles Stewart skrifar um þetta frá Buenos Ayres, og segir aö ríki þessi sitji á púðurhylki, eins og Ev- rópa sat á fyrir tveimur árum síðan. Og menn verða að játat að ástandið þar er að mörgu leyti líkt því, sem var í Evrópu áður en stríðið mikla byrjaði. Það er skamt siðan, að menn bjuggust við, að ríki þessi færu saman, og menn eru mjög svo hræddir um, að ilt sé að afstýra ó- frið þessum. J?að er þar sama undir- aidan og var í Evrópu, sömu drun- urnar og dynkirnir, sami undirbún- ingurinn og sama kveinið þeirra, sem þurfa að bera allar þessar afar- þungu byrðar, og allstaðar er lika fjandskapurinn, undirferlin og ill- kynjað ráðabrugg. En fari þessi kviða á stað, þá ætlar Mr. Stewart að róstan byrji fyrst milli Chili og Argentínu. En öll ríkin eiga í landamerkjaþrætum eitt við annað. Chili og Argentina voru í hörðum deilum út af landamerkjum árið 1898. Það gekk svo langt, að bæði fóru þau að kalla saman her og búa sig til ófriðar. En Bretar gengu á miin og gjörðu um málin og iekk Argentína landspildu all-mikia í Suður-Patagóníu, sem Chili þóttist eiga tilkall til. Út af þessu hefir urg- ur mikill verið milli ríkjanna síðan. Chili er fátækt land. Og ef að Chili gæti tekið spildu þessa með herskildi og haidið henni, þá ætti ríkið meginið af Suður-Ameríku sunnan við Argentínu og suður að Chubuk ánni. En Chubuk er þús- und mílur norður af suðurodda Ameríku, og þaðan frá Chubuk átti þá Chili ailan suðuroddann; því að eins og menn vita, tekur Chili yfir aila vesturströndina suður frá Perú, en hún er ákafiega mjó og ófrjó þegar suður dregur. En fengi Chili þenna viðauka, þá batnaði þar hagur manna, því að Suður-Patagónía er gripaland og gott tii beitar og sögur fara af því, að þar muni mikið vera af steinolíu. En til þess að fá landið, þarf Chili að berjást við Argentínu. . En ]>á myndi Perú skerast í leik- inn, þvf að árið 1879 og áður áttu ríki þessi í ófriði og bardögum, og tók þá Chili tvö syðstu héruðin af Perú og hefir Perú-mönnum einlægt sviðið það sáran og viija ná þeim aftur. Þá er Boiivia innilokuð milli ann- ara ríkja og nær hvergi að sjó fram, en vilja gjarnan hafa tækifæri til að horfa út á sjóinn. Og nú liggja þessi tvö héruð, sem Chili tók af Perú milli Bolivia og sjávarins, og þar er það, sem Boli- via vildi helzt hafa gluggann. En svo kynni Chili að fá þau Boliviu, heidur en að láta Perú fá þau aftur. Þá yrði Perú að snúast móti Boli- viu og yrði það ójafn leikur, því að Perú yrði sterkari. En þá kæmu til ríkin Ecuador og Colombia, og vildu þau gjarnan hjálpa Boliviu að berja á Perú, þvf að þau eru ein- lægt hrædd um, að Perú muni gjöra kröfu til “rubber” landsins, sem Casement sálugi ritaði frásögu um fyrir nokkru. Og svo þykist Columbia eiga iand- skika í Perú norðan tii, og myndi nota fyrsta tækifæri til að taka hann. En þá kæmi til vinur Perú — jVenezueia og myndi óðara ráðast á Colombiu til að ná í landskika handa sér. Norður af Argentínu er ríkið Paraguay. Það hefir orðið að láta aí höndum land til Argentínu og aftur. Og margir Suður-Ameríku vilja Paraquay menn óvægir fá það búar trúa því fastlega, að Brazilía myndi fús til að hjálpa Paraguay- mönnum. Svona er nú ástandið þarna, og ætla menn að ekki þurfi nama lít- inn neista til þess, að alt fari í log- andi bál. íslenzkir hestar til sölu Árni Eggertsson hefir til sölu nokkra íslenzka reiðhesta. Þeir, sem óska eftir að eignast einn eða fleiri, ættu að snúa sér til hans sem fyrst. Hestarnir allir fallegir og á- byrgstir að vera bæði hraustir og góðir. Finnið eða skrifið tfl: A. EGGERTSSON, 302 Trust & Loan Bldg., Winnipeg. Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðnim.--- Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum frímerki og gegp.um öðrum pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENTJE Phone G. 5670—4474 Wonder Oii DRÝGIR GASOLIN STÓRKOSTLEGA. I>ú leggur ekki í neina hættu með at5 kaupa WONDER OILi. Hún er ábyrgst at5 gefa þér 25 til 50 prósent meiri vegalengd og meira afl úr sjálfhreyfivagni þínum, ef hún er brúkutS samkvæmt fyrirsogn. Þat5 er ekkert í þessari olíu, sem getur skemt hinar fínustu vélar SpyrjiÖ Mr. Yule, Manager Northern Crown Bank, um áreiðanleik félags-ins. Spyrjiö Mr. Mundill, frá Ogilvie Flour Mills Co., Winnipeg, Mr. Pope frá Tri- bune og Mr. Lincoln, frá Tejegram, hvat5 þeir viti af reynslunni um WONDEIl OIL. KomiÖ á skrifstofu vora og lesit5 hundrut5 met5mæla frá fólki, sem brúkar olíuna, — og veit, hvat5 þat5 segir. Reyniti $3.00 dunk. í>at5 borgar sig ekki at5 vera án olíunnar. WONDER OIL COMPANY. 1101 McArthur Building, Winnipeg. Þúertekki of gamall til að lœra ÍSLENDINGAR í CANADA OG VESTURFYLKJITM BANDARÍKJANNA, , Yður stendur nú til boða að mentast á PACIFIC LUTHERAN ACADEMY OG BUSINESS C0LLEGE f PARKLAND, WASHINGTON, U.S.A. Þessi háskóli býður nú körlum sem konum. hvort heldur ungum eða gömlum, að koma og njóta fræðslu 'skólans þenna vetur. Skólinn er rétt hjá borginni Tacoma, og er kristinn skóli. Hann er elzti og stærsti lúterski skólinn á Kyrrahafsströndinni og að öllu leyti betur útbúinn en nokkur annar. Hann var stofnaður fyrir 21 ári síðan og hefir einlægt haldið áfram og farnast ágætlega. Á skólanum er mikill hópur hinna lærðustu og reyndustu kennara. Hann er bygður með hinu nýjasta sniði, á yndisfögrum stað; hefir nýtt “gymnasium”, stórt og fjölbreytt bókasafn og verkstofu (Laboratory) ágæta og svo bað. sem bezt er af öllu: góðan hug og hlýjan aílra nem- enda, sem þar hafa komið. Fræðslugreinar í skólanum eru: Language, Science, Norman, Commercial and Stenographic Education. Gjöld nemenda lítil, og verður ódýrara að sækja skólann en að kaupa fæði á hótelum. SENDIÐ EFTIR “CATALOGUE”, þér fáiS hann ókeypis. N. J. H0NG, Principal, Parkland, Wash. B0RÐVIÐUR M0ULDINGS. Við höfium fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH <& DOOR CO., LTD. Henry Ave. Ea*t, Winnipeg, Man., Tel.ephone: Main 2511

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.