Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. SEPTEMBER 1916
HEIMSKRINGLA
BLS. 3
100 ára afmæli Bókmentafélagsins
Hátíðlega haldið í Reykjavík 15. Ágúst 1916.
Kvæðaflokkur.
íluttur á 100 ára afmœli hinsíslenzka
Bókmentafélags 15. ágúst 1916.
Eftir Þorsteiin Gíslason.
I. KÓR.
1
Erá upphafi vega
um aldanna svið
ýmsir strengir óma
með eilífum nið.
"ímsir strengir óma
enn hið sama lag,
sem leikið var frá fyrstu
við lífsins stóra brag.
Sem leikið var frá fyrstu
við lífsins gleði og stríð
og aldrei mun breytast
um eilífa tíð.
Aldrei mun breytast
alvizkunnar ráð,
né lögmálsorð lífsins
í lýða hjörtu skráð.
Lögmálsorð lífsins
þótt leyfi enga töf,
þau verða sem þau voru,
hjá vöggu og gröf
3>eir verða sem þeir voru
um veröld íjær og nær
hljómar þeirrar hörpu,
sem höndin drottins slær.
Hljómar þeirrar hörpu,
sem hjarta hvert á,
er straumbylgjur eilífðar
strengina slá.
Vöggugjöf lífsins
er ijósheimaþrá.
En vængir hugans skamt
yfir víddirnar ná.
Að sækja lengra’ og lengra
ei iátið verður af,
því óskin bendir útyfir
eilífðar haf.
Ljá osst drottinn, ljós þitt
í leitina þá,
sannleikans leitina,
sálnanna þrá.
Sú, er þrá í sál
eftir sannleika ól,
Ijái hún oss ljós sitt
iifgjafans sól.
II. SÓLÓ,
Það orðtak stenst í raun, að ment
er máttur,
og menning, frelsi, þekking æðri’ en
völd.
Oss reyndist félag þetta sterkur
þáttur
í þjóðar vorrar framsókn liðna öld.
Sé þökk og heiður þeim, sem reistu
merkið!
þeir þáðu aldrei fyrir störf sfn gjöld,
en unnu af því, þeir vissu þarflegt
verkið.
L>ví verður þökkin líka hundrað-
föld.
Að sækja þrek í sögu lands og þjóð-
ar
til sóknar nýrri menning fram á
leið,
og trúaryl í gneista þeirrar glóðar,
sem guði vígð á þjóðar arni beið;
að leggja veg úr fortíð yfir í framtíð,
í feðra reit að hlynna’ að gömlum
meið,
en leita’ að hæsta sjónarhóli’ í sam-
tíð: •
að sjá hið farna’ og marka’ hið nýja
skeið.
Þeir vildu þetta; settu markið
svona,
er sögu helgað minna skyldi lýð
á forna dáð, en líka vígt til vona
á viðreisn þjóðar, nýja mentatíð.
Við geymum feðra okkar óð og sög-
ur
sem orkugjafa’ í þjóðarlífsins stríð.
En sífelt opnast útsýn ný og fögur
um andans starfasvæði himinvíð.
III. RECITATIV.
Af vopnaburði
er ei vaxinn upp
orðstír Islendinga.
En frægð þeirra
er. af fræðimönnum
og af skáldum sköpuð.
f
Frá fornu hefir *r
við fræði alist
íslenzk alþýða,
og niðjum víkinga
Norðurlanda
kent þeirra mæðra mál.
L>etta er heiður,
sem hefja skal
Island í áliti heimsins.
L>etta er arfur
sem ávaxta skal
og gæta en aldrei glata.
Jafnframt skal upplýsing
alþýðunnar
glæða með gagnlegum ritum.
Finnur leiðir
sá er fræði nam.
En “blindur er bóklaus maður”.
Þannig byrjaði
hinn þjóðkunni
faðir þessa félags
ungur, einförull
útlendingur,
ávarp til íslendinga.
Landsmönnum þótti,
er þeir litu á málið,
vel og af viti mælt.
— Með þökk er nú geymt
þjóðar-ávarp
Rasks, frá Reynivöllum.
Aldrei fyrri
hafði okkar land
oetri gestur gist.
Alt viidi’ liann skilja,
öllu kynnast,
hið bezta úr rústum reisa.
Leit hann á þjóðar
iíf og sögu
glöggu gests auga,
mælti mál vort
og minningum kyntist
eins og innborinn væri.
L>ví mun þjóð vor
þennan mann
ætíð í heiðri hafa,
og í efstu röð
meðal íslands vina
rita nafnið: Rask.
Árni Heigason!
þér ber einnig lof
og þjóðar þökk að færa.
Minst.verður ekki
þessa mentafélags
án þess að nafn þitt sé nefnt.
Glöggur, gætinn
og giftudrjúgur
og ötull í öllum ráðum
varst þú stoð
og stytta hins unga
félags þess fyrstu spor.
lýst sé nú
yfir legstöðum ykkar
þjóðar lofi og þökkum,
beggja fyrstu
brautryðjenda
og forseta félags vors!
V. KÓR.
Lifi lærdómsins ment!
L>að sé lýðunum kent:
hún sé lyftistöng menning og hag!
Fyrir fræðanna ijós
hljóti frægðir og hrós
þeir, sem félag vort minnist í dag!
Hverfur öld eftir öld
bak við tímanna tjöld,
en hún týnist ei samt fyrir því.
Sólin öld eftir öld
hnígur kvöld eftir kvöld,
en hún kemur fram aftur sem ný.
V. RECITATIV.
L>að er hróður
og höfuðstyrkur
máls vorrar þjóðar
og menningar,
að óslitnir þræðir
um örlaga vef
ná frá fornöld
til nútíma.
L>ví að málið
frá morgni iandsbygðar
er óbreytt að mestu
enn 1 dag,
svo þjóðleg bókvísi
þúsund ára
liggur opin
fyrir lesendum.
Standa til minnis
sem steinvarðar,
um félags vors starfsemi
á fyrsta skeiði:
Sagnarit Sturlu
og Árbækur hins fróða
Espólíns.
Lengi mun og
með lofi verða
getið Björns verka
Gunnlaugssonar,
félagsins starfsmanns,
er fyrstur gerði
uppdrátt íslands
f einni héild.
Og hans, sem hjá Óðni
og á Ólymp nam
orðlist, — Sveinbjarnar
Egilssonar,
er setti á Háva mál
Hómers ljóð,
og Völuspá
á Vergils tungu.
En fremur öðrum
skyldi forsetans
minst, er var allra
mestur í starfi,
leiðtogi lýða
í löngu stríði
og fremstur starfsmaður
félags vors.
Menjar um starf hans
það margar ber,
er vék aldrei
frá verki hálfu.
Seint mun orðstír
hjá íslendingum
réna Jóns
frá Rafnseyri.
Lifi lof þeirra,
er undir leiðum hvíla,
og þökkum sé lýst
fyrir þeirra starf.
En minnumst og hins,
að menn eru á lífi,
sem sæti hinna dánu
með sæmdum skipa.
L>ví enn sem fyrri
á félag vort
andans áhuga
og ástsæld þjóðar,
og nýta starfsinenn
og nafnfræga,
sem eftirkomandi
aldir minnast.
Síung rís
sól úr hafi,
alt til að upplýsa
og endurfæða.
Lof sé þér, drottins
ljósgjafi
og yngjandi aflgjafi,
eilífa sól!
VI. KÓR.
Guð! Hið liðna þakkar þér
þessi minnisdagur
félags vors. — L>ér falin er
framtíð þess og hagur.
Leng þú, drottinn, líf þess enn
lands til heilla’ og þarfa;
gef því ætfð góða menn
gagnleg verk að starfa.
Foldin kæra. fylgi þér
frægra drengja saga!
Framtíð nýja færi þér
farsæld alla daga,
auð úr sæ og auð úr mold,
afl til starfa’ úr fljóti!
Horfðu örugg, áa-fold,
æsku nýrri móti!
AfmælissjóSur Bókmentafélagsins.
Skipulagsskrá sjóðsins er svo-
hljóðandi:
1. gr. Nafn sjóðsins er Afmælis-
sjóður hins íslenzka Bókmentafé-
lags, og er hann stofnaður af for-
seta Bókmentafélagsins, Birni M.
Ólsen, á aldarafnjæli félagsins 15.
ágúst 1916, með stofnfé 1000 kr. (eitt
þúsund krónum), er h'ann leggur til
sjóðsins. Stofnféð má aldrei skerða.
2. gr. Sjóðinn skal ávaxta í út-
borgunardeil Söfnunarsjóðs íslands.
Að fimtíu árum liðnum frá þessu
aldarafmæli, eða árið 1966, fellur öll
upphæðin með vöxtum og vaxta-
vöxtum til útborgunar í hendur
stjórn Bókmentafélagsins, sem þá
samstundis skal leggja aftur inn í
útborgunardeild Söfnunarsjóðsins
hið upphaflega stofnfé, 1000 kr., með
samskonar skilmálum, þannig, að
stofnféð ávaxtist næstu 50 árin, út-
borgist síðan með vöxtum og vaxta-
vöxtum árið 2016, þó svo, að 1000 kr.
séu þá jafnframt lagðar inn aftur
með samskonar skilmálum til næstu
50 ára, og svo skal fara á hverjum
50 ára fresti, þannig að stofnféð
rýrni aldrei, en vextir og vaxtavext-
ir fyrir hver 50 ár komi til afnota
Bókmentafélaginu.
3. gr. Sjóðurinn er eign hins ís-
Ienzka Bókmentafélags og stendur
undir stjórn þess. Hún annast um,
að fá konunglega staðfesting á
skipulagsskrá þessari. Reikning
sjóðsins skal auglýsa árlega í tíma-
riti því, er félagið gofur út, og í
Stjórnartíðindunum.
4. gr. Fé því, sem til afnota kemur
úr sjóðnum á hverjum 50 ára fresti
skal stjórn Bókmentafélagsins verja
til einhvers þess fyrirtækis, sem lík-
legt er til að efla tilgang félagsiss
samkvæmt 1. gr. félagslaganna, svo
sem til einhvers bókmentafyrirtæk-
is, til útgáfu ritverks, eins eða fieiri,
j til verðlauna fyrir rit, eða einhvers
| þvílíks, alt eftir því, sem stjórninni
þykir bezt henta i hver-t skifti.
Reykjavík, á aldarafmæli Bók-
mentafélagsins 15. ágúst 1916.
Björn M. Ölsen. ..
Ávarp Fræðafélagsins.
Hið íslenzka Fræðafélag í Kaup-
mannahöfn sendir Hinu íslenzka
bókmentafélagi hjartanlegar heilla-
óskir á hundrað ára afmæli þess. —
1 hundrað ár hefir hið íslenzka Bók-
mentafélag verið meginþátturinn í
íslenzkum bókmentum, stoð þeirra
og styrkur. — Það var stofnað á
þeim árum, er bókmentir vorar
stóðu með litlum blóma, tunga vor
var vanhirt og þjóðin sjálf í ör-
birgð og niðurlægingu. — Rasmus
Rask biés því anda i brjóst, og hið
bezta mannval þjóðarinnar tók til
starfa. Síðan hefir félagið, kynslóð
eftir kynslóð, frætt landsmenn um
sögu þeirra, land og tungu, og hald-
ið uppi þjóðlegum vísindum, sæmd
og virðingu íslands utan lands og
innan, jafnframt því, sem það hefir
frætt þjóðina um það, sem gjörst
hefir og áriega gjörist í öðrum lönd-
um. — Yér ætlum okkur ekki að
telja upp verk þau, sem hið íslenzka
Bókmentafélag hefir unnið, heldur
að eins að minna á, að það hefir gef-
ið út flestöll hin stærstu og merki-
legustu vísindaleg rit, sem út hafa
komið á íslenzkri tungu síðan það
var stofnað, auk margra alþýðlegra
rita.
Fyrir alt þetta á Bókmentafélagið
miklar þakkir skilið af öllum ís-
lendingum og ekki sízt metur Fræða
félagið og þeir Islendingar sem er-
lendis búa hin miklu störf Bók-
mentafélagsins að verðleikum og
þakkar þau hjartanlega. — 1 fyrstu
átti Bókmentafélagið við erfiðleika
að búa en það sigraði allar þrautir
og hefir jafnan vaxið að þrótt og
framkvæmdum ekki sízt undir for-
ustu hins ágæta og ógleymanlega
forseta Jóns Sigurðssonar. Nú er hið
íslenzka Bókmcntafélag bæði öflugt
og megandi eftir íslenzkum ástæð-
uui. ,
Fræðafélagið óskar og vonar að
Hið íslenzka Bókmentafélag megi
jafnan á komandi öldum eflast og
blómgast því meira og betur sem ár.
in líða og ávalt vera meginstöð ís-
lenzkra bókinenta, tungu og menn-
ingar.
Yirðingarfylst
Hið ísl. Fræðafélag í Kaupm.höfn.
Bogi Th. Melsteð, forseti.
Finnur Jónsson, féhirðir.
Sigfús Blöndal, skrifari.
Heillaéskaskeyti til Bókmenta-
félagsins.
Stjórn félagsins sendi konungi
kveðjusfmskeyti á aldarafmælinu og
fékk aftur um kveldið svohljóðandi
svarskeyti, dagsett í Sorgenfrí:
“Færið félaginu hjartanlega þökk
frá mér t>g endurkveðju.
Christian R.”
Frá prófessor Þorvaldi Thórodd-
sen í Khöfn kom og heillaóska-
skeyti.
Frá prentarafélaginu hér kom og
svohljóðandi skeyti:
“Hið ísl. Prentarafélag minnist
Hins ísl. Bókmentafélags á aldaraf-
mæli þess, þakkar vel unnið starf í
þarfir íslenzkra bókmenta og óskar
því alls góðs gengis í framtíðinni.
1 stjórn hins fsl. Prentarafélags.
Einar Hermannsson.
Einar Sigurðsson.
Jón Sigurjónsson.
— Ávarp kom frá ísfirðingum,
undirskrifað af mörgum.
— (Lögrétta).
Persaland nú á dögum.
Aldrei hefir mentuðum Persum
verið borin betri fregn, en þegar þeir
fréttu, að Rússar væru komnir
þangað til þess að taka við stjórn-
artaumunum^ritar Youel B. Mirza í
“American Review of Reviews”.
Um uppskerutímann fer meiri-
hlutinn af verkamönnum Persa til
Rússlands, til þess að leita sér að
atvinnu. Og á þriggja mánaða tíma
getur góður verkamaður unnið þar
fyrir $75—$100. En á sama tíma
mundi hann ekki fá meira kaup í
Persíu, en $15.00 f hæsta lagi. Þegar
liaustar koma verkamennirnir heim
til konu og barna og segja þeim
sögur af ferðum sínum allan vetur-
inn, og reykja þá vatnspfpur sínar,
sem þeir hafa svo mikið yndi af.
Þessar stöðugu ferðir þeirra til
Persalands eru því fjarri þvf, að
vekja hjá þeim þjóðernistilfinning-
una eða bæta fjarhag eða efla iðn-
að þeirra.
Og eftir þvf öllu (segir Mirza), er
eg hefi tekið eftir í Persíu og á
Rússlandi, þá get eg fullvissað
menn um það, að yfirhöfuð eru
Persarnir með Rússum í þessu stríði
og hneigjast eindregið að rússneskri
stjórn. Að vfsu hafa Pcrsar barist á
móti Rússum í stríðinu. En allir
þeir Persar, sem nú hafa snúist á
móti Rússum og barist við þá, eru
ekki sannir Persar, í bezta skiln-
ingi orðsins. Heldur eru það á-
byrgðariausir smáflokkar, sem
Persastjórn aldrei hefir getað náð
valdi yfir, og þeir munu einlægt
berjast á móti hvaða stjórn, sem
ekki vill þola villimanna-frelsi
þeirra.
TIL VINA OG AÐSTANDENDA
HERMANNANNA.
JÓN SIGURBSSON, I.O.D.E., fé-
lagið óskar þess, að vinir og að-
standendur hermanna þeirra hinna
íslenzku, sem nú eru farnir, sendi
utanáskrift hvers eins hermanns til
forstöðukonu félagsins Mrs. J. B.
Skaptason, 378 Maryland St„ Winni-
peg.— Félaginu ríður á að vita rétta
utanáskrift þeirra og breytingar,
undir eins og þær verða, svo að þær
beðnir að láta þetta ekki undan-
falla.
KAUPIÐ
Heimskringlu
Nýtt Kost Nýir kaupendur að blaðinu aboð sem senda oss
fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að
kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af
af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir ;
««o 1 ' ** oylvia “Lára”
“Hin leyndardómsfullu skjöl” “Ljósvörðurinn”
“Dolores” “Hver var hún?”
«« T r I / ** Jon og Lara “Forlagaleikurinn”
“Ættareinkennið” “Kynjagull”
“Bróðurdóttir amtmannsins”
BORGIÐ
Heimskringlu
Sérstakt Kostaboð
Hver áskrifandi blaðsins er sendir oss borgun upp
í skuld sína má velja um EINA SÖGUBÓK í kaup-
bætir fyrir hverja $2.00 er hann sendir, TVÆR
SÖGUBÆKUR fyrir hverja $4.00, þRJÁR SÖGU-
BÆKUR fyrir hverja $6.00, og svo framvegis.
Allar borganir sendist oss affallalaust.
Notið tædifœrið. Eignist sögurnar ókeypis