Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 4
BJLfí. 4.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. SEPTEMBER 1916
HEIMSKRINGLA
(Stofnufi 1SS6)
Kemur út á hverjum Fimtudegi.
tttgefendur og eigendur:
THE VIKIlfG PRESS, LTD.
Ver?5 bla9sins í Canada og Bandaríkjun-
um $2.00 um árib (fyrirfram borgaí). Sent
til Islands $3.00 (fyrirfram borgab).
Allar borganir sendist rábsmanni bla?5-
sins. Póst e?5a banka ávísanir stýlist til The
Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri
S. D. B. STEPHANSON, rá?5sma?5ur.
Skrifstofa:
72» SHEItnilOOIvE STREET., WINNIPEG.
p.O. Uox 3171 Talsfml Garry 4110
ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA
SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum
mæli er búin að fá alt, sem hún
hefir í sölur lagt og meira; ekki
fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á-
rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt-
indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið-
anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa
er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH.
------o------
Alvarlegar spurningar.*
Hvaða spurningar bíða vor á komandi tíma?
Hvaða stefnu eða stefnur eigum vér
að taka í velferðarmálum landsins ?
I. Getum við búist við þungum straumi
innflytjenda, til að reisa hér bú og rækta hér
land, á hinum frjósömu, víðlendu sléttum
Vestur-Canada ? Eða verður straum þessum
snúið við, til að byggja upp aftur hinar eyði-
lögðu og brendu bygðir í Evrópu ? Eða verða
hér skorður reistar við innflutningi óvina-
þjóðanna, sem nú eru?
2. Eða verða vörurnar dýrari, sem vér
þurfum að kaupa og peningarnir færri, sem
vér höfum að kaupa fyrir og skattarnir hærri
og kaupgjaldið hærra? Og komi þetta fyrir,
hvað Iengi verður það, og hvernig má ráða
bót á því?
Þetta eru alt spurningar, sem vér þurfum
að fara að hugsa um og svara.
1 skotgröfunum eru synir vorir, bræður
og vinir, eða á Ieiðinni til þeirra, til þess að
hætta lífi sínu, leggja sína dýrmætustu eign
í sölurnar. Og fyrir hvað? Til að verja og
vernda frelsi mannkynsins,— vort eigið frelsi,
hvers einasta manns, sem heima sitjum. Þeir
gjöra alt, sem þeir geta, leggja í sölurnar alt,
sem þeim er kært og dýrmætt — fyrir okkur.
En hvað leggjum vér í sölurnar? Gjörum vér
alt, sem vér getum, til varnar frelsinu, varn-
ar landinu, sem vér lifum í, varnar mannfé-
laginu, sem vér búum saman við, Alt, sem
vér getum, til sannrar velferðar þessarar og
eftirkomandi kynslóða?
1 samanburði við það, sem þeir leggja í
sölurnar, sem fara, er alt svo fátæklegt og
lítilsvirði, sem vér getum gjört, hversu fegnir
sem vér vildum. Þó að vér gæfum allar eig-
ur vorar og reittum af oss skyrtuna, þá væri
það lítilsvirði á móti því, sem hinn minsti
þeirra leggur í sölurnar, sem í stríðið fer. —
Þeir eru mennirnir göfugu með hjörtun og
samvizkuna hreinu. Vér getum ekki verið
jafningjar þeirra. En það er skylda, hin
helgasta skylda vor, að gjöra það, sem vér
getum. Vér verðum að leggja fram alt það
bezta, sem vér eigum til, alla vora þekkingu
og reynslu og vitsmuni, til þess að landið og
þjóðin hafi gott af því. Ef að vér gjörum
það, þá getur ylur komið í hin hörðu og
köldu hjörtu og Iífgað ástina til lands og þjóð-
ar og eytt sjálfselskunni og hégómadýrðinni
í hjörtum vorum, — svo að vér förum að fá
ljósa hugmynd um skylduna við mannfélagið
og þjóðfélagið, og réttlaetið og menninguna;
skylduna, sem hermennirnir sýna svo skýlaust
og hreint, að vakandi hefir verið í huga
þeirra og hrifið hjörtu þeirra með óstöðvandi
afli. — Þá fyrst,* þegar vér beitum til þessa
öllum vorum kröftum til sálar og líkama, þá
fyrst getur samvizka vor verið hrein og til-
gangur vor og augnamið háleitt og fagurt.
»
------o------
Þegar friður kemur.
—o—
Canada stendur nú í stríði því, sem Iangt,
ósegjanlega langt yfirgengur öll undanfarin
stríð í heiminum; en einhverntíma tekur
það enda og þá verður breytingin eins mikil
eða meiri en þegar stríðið skall á. Margt,
ákaflega margt verður þá alt öðruvísi en áð-
urvar; gildi hlutanna verða alt önnur; sam-
kepnin verður miklu meiri og harðari en áð-
ur var. Það verða gjörðar miklu meiri kröf-
ur til vitsins og vísindalegs fyrirkomulags en
áður. Við þessu verður Canada veldi að vera
búið.
Canada stendur mörgum öðrum löndum
framar að auðmagni náttúrunnar, frjósemi
landsins, legu landsins á hnettinum, þrótt og
frelsi fólksins, sem landið byggir, hæfileikum
íbúanna, þrautseigju og siðgæði, og svo
þessu, sem æfinlega yfirgnæfir í nýju landi:
en það er vonin um glæsilega framtíð, sem
knýr áfram alla menn, sem til nokkurs eru
nýtir,'— vekur þá'til nýrra og aukinna fram-
kvæmda.
Um þenna komandi tíma segir Sir George
Foster í ræðu sinni: “Call to the Nation”:
“Eg er óviss um það, hvort vér fyllilega j
skiljum og höfum hugmynd um hið óvenju-
lega ástand vort á þessum tímum, eða erfið-
leikana, sem mæta oss, þegar aftur skiftir
um, og vér förum að taka upp aftur hin fyrri
störf vor”.
“Spurningin, sem hver og einn ætti að
reyna að fá ljósa hugmynd um, er þessi: —
Hvernig verður ástand iðnaðarins hér í Can-
ada, þegar stríðinu Iýkur? Og hvernig eig-
um vér að snúa oss í þeim efnum?”
— Þetta væri gott að menn vildu athuga.
------o------
Svar til þingmannsins
frá Sleðbrjót.
Það hefir margan furðað á því, að vér
skyldum taka grein þingmannsins frá Sleð-
brjót, sem prentuð var í seinasta blaði. En
vér gjörðum það til þess, að láta hann hafa
það, sem Enskir kalla: “fair play”. — Vér
ósköpumst ekkert um það, þó að hann moki
yfir oss brígzlum, og láti dynja yfir oss hverja
ásökunina eftir aðra. Vér höfum oft átt því
að mæta, og Magnús Skaptason lifir enn fram
á þenna dag; og vér sjáum ekki ástæðu til
að afturkalla neitt, sem vér sögðum. Það eru
málefni, sem hér þurfa að ræðast, en ekki
menn, — málefni, sem eru andvíg hvort
öðru. Það eru málefnin um það, hvort vér
eigum meira að meta Island gamla, sem vér
komum frá, eða landið, sem vér lifum í, og
mennina, sem vér búum saman við, eða hið
kanadiska þjóðfélag. Vér förum engum orð-
um um það, hvaða hug vér berum til Islands.
Allir vinir vorir vita, hver hann er; en um ó-
vini vora hirðum vér ekki.
En málið, sem aðallega er um að ræða, er
þetta: Eigum vér, menn og konur, sem frá
íslandi komum, eða af íslenzku bergi erum
brotnir, að elska landið, sem vér lifum í, og
gefa því alt vort hjarta, allan vorn hug og alla
vora krafta, svo að vér metum það meira en
alt annað, — svo að vér viljum jafnvel leggja
lífið í sölurnar fyrir það, — svo að sómi þess
og virðing og heiður sé vor sómi og heiður,
— svo að það stingi oss í hjartastað, ef að
nokkur maður, beinlínis eða óbeinlínis, fer
að sýna því óvirðingu; beinlínis eða óbein-
línis fer að draga hugi annara frá kostum
þess; beilínis eða óbeinlínis fer að halda
fram einhverju öðru landi eða föðurlandi —
því að hvenær sem það er gjört, þá er gildi
þessa lands rýrt í augum þeirra, sem á þetta
fallast eða ljá því eyra.
En Canada er í vorum augum hið bezta
og elskulegasta land í heimi, sem íslenzkir
innflytjendur gátu fyrir hitt, og á heimtingu
á óskiftum hjörtum þeirra; á allri þeirra
virðingu og allri þeirra ást, og þar má ekkert
á milli koma, hvorki Island eða nokkuð ann-
að, til þess að draga úr ástinni eða rýra virð-
ingúna; því að þessu landi eiga þeir að !
helga ástina og hugsunina og framkvæmdirn-
ar og alt þeirra líf; og ekki einungis það,
heldur barna sinna og barnabarna. Og þetta
er landið, sem ER föðurland þeirra. Þetta
er landið, sem á að vera þeim helgast allra
landa. Þetta er landið, þar sem þau lifa ald-
ur sinn og halla að höfði sínu, þegar skeið
þeirra er útrunnið. Þetta er landið, sem skap-
arinn hefir gefið þeim til að lifa á og njóta
ununar og farsældar, þakklát en ekki van-
þakklát fyrir öll þess gæði.
Hvergi annarsstaðar í heimi getum vér
fengið annað eins land. Þar sem Iöndin hafa
verið eins góð, hafa þau verið bygð og tekin
fyrir þúsundum ára. Þeir, sem lítið eða ekki
fara út fyrir sveit sína, vita lítið um þetta og
sjá það ekki í huga sér, nema eins og í þoku,
og vita ekki af því öðruvísi en í einhverjum
draumi, — sízt, ef þeir hafa verið skamma
stund í landi þessu og kanske haft sömu eða
líka búskaparaðferð og á Islandi, — Qg þeim
er vorkunn.
En þeim, sem hér hafa verið 30—40 ár,
og komu hér þegar landið var autt og veg-
laust og óræktað; þeir hafa séð skóginn
verða að rjóðrum og slétturnar að ökrum, og
borgirnar vaxa upp, eins og Aladdins hallir,
ekki smákot með fáeinum hræðum, heidur
með tugum og hundruðum þúsunda farsælla
íbúa, sem allir lifa á landinu, því að væri það
ekki svona frjósamt og svo mikið af þessu
frjósama og auðuga landi, þá væru hér eng-
ar þessar mörgu og stóru borgir.
Og hver, sem fer yfir slétturnar, þegar
akrarnir eru í blóma, hann verður höggdofa
af undrun yfir öllum þessum feikna auð. Vér
getum farið frá norðri til suðurs, frá austri til
vesturs og keyrt mílu eftir mílu dag eftir dag
og hundrað mílur eftir hundrað innan um
akra, þar sem kornstangirnar hneigja í stór-
um öldum hina gullnu íokka sína fyrir vind-
blænum, og víða er ekki nema vegarstæðið
óplægt. Vér höfum séð þetta sjálfir, vér höf-
um unnið á þessum ökrum og hjálpað til að
rækta þá, bæði fyrir sjálfa oss og aðra, og
skemtiiegri vinnu getum vér tæplega hugsað
oss. — Þannig er landið þetta, sem guð hef-
ir gefið oss, og vér getum sagt: leitt oss
hingað til. Það er annaðhvort ómensku eða
vanhygni eða klaufaskap sjálfra vor að
kenna, ef að oss blessast það ekki.
Þannig eru slétturnar hérna í Vesturfylkj-
unum. Manitoba og Saskatchewan fylkin eru
og verða enn meira með tímanum kornforða-
búr heimsins. Héðan ksmur lang-bezta hveit-
ið. Albera og British Columbia fylkin verða
aldingarðar hinir inndælustu í heimi, því að
landið gefur gróðann, en loftið hæfilegan
og þó ekki of mikinn hita. Og svo eru fiski-
veiðarnar og námurnar, gull og silfur, járn og
kopar, kol og olía og margir málmar aðrir,
sem nú eru sem óðast að finnast, bæði í On-
tario, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og
British Columbia. Þetta er arfurinn, sem eft-
irkomendur vorir taka við. Vér erum byrj-
aðir, að eins byrjaðir, að ryðja skóginn,
renna neti í fiskivötnin, bregða plógi á slétt-
urnar, merkja út vegastæðin, reisa smáhýsi
þar sem síðar verða stórborgir.
Og ef að vér í huganunj fylgjumst með
framförum lands þessa, þá sjáum vér milíón-
ir manna vaxa hér upp, sjáum þær margfald-
ast óðfluga, þangað til hér verða fleiri milí-
ónir manna í Canada, en á Englandi, Skot-
landi og Irlandi, -— fleiri en í hinum auðugu
og farsælu Bandaríkjum eru nú.
Að þessu borði hefir drottinn leitt oss;
hlutdeild í þessu landi hefir hann gefið oss, í
staðinn fyrir gamla landið, sem vér fórum frá,
og sem vér minnumst með virðingu, þó að
vér tökum þetta land langt fram yfir það,
og elskum margfalt meira. Og vér getum
ekki dulið það og hirðum ekkert um að dylja
það, að vér fyllumst gremju, hvenær sem vér
heyrum menn meta annað land meira en
þetta, — landið barnanna og eftirkomenda
vorra, og vér getum gjarnan ítrekað það, að
vér höfum á þeim öllum skömm og óþokka.
Að þessi hin heilaga grund verði troðin
þýzkum harðstjórafótum, það þolum vér
ekki; að hún sé bygð af mönnum, sem ekki
kunna að meta hana, það svíður oss sáran og
svellur við hugur. — Og nú, þegar landar á
þessum alvörumiklu og þungu tímum eru í
hundraðatali að leggja fram líf sitt í barátt-
unni við hið taumlausa harðstjórnarvald Þjóð-
verja, — valdið, sem vill kyrkja allar frelsis-
hreyfingar og drepa alla sanna lýðstjórn í
heiminum, — leggja fram líf sitt fyrir frels-
ið og réttlætið og menninguna; — þeir og
vinir þeirra hafa skilið þetta, í hjörtum
þeirra hefir vakað ástin til landsinS, viðbjóð-
ur við framkomu morðvarganna í Belgíu, í
Serbíu, á Kúrlandi, á Póllandi, á Frakklandi,
og þó ennþá voðalegri og sóðalegri í hinum
ýmsu nýlendum þeirra, þó að Islendingar
hafi lítið eða svo sem ekkert heyrt um það
getið, því að þeir fylgjast of lítið með al-
heimstíðindum.
Og nú fara þeir að falla hver af öðrum
beztu og drengilegustu mennirnir, og feður
og mæður og eiginkonur og systur sitja
grátþrungnir heima, og vinir þeirra allir bera
sorg í hjörtum, og þungur verður dómur
þeirra og þungur hugur til þeirra, sem hafa
baráttu þeirra fyrir landinu og frelsinu í
flimtingi, — til útlendinganna í landinu, sem
ætla, að þeir uppfylli skyldur sínar við landið
með því að gjalda gjöld sín, en vilji undan-
skilja aliar sínar heitustu hjartans tilfinning-
ar. Þeir eru ekki með þeim. Og einhverju
sinni sagði konungurinn ókrýndi á Gyðinga-
landi: “Hver sem ekki er með mér, hann er
á móti mér”. Hér dugar ekkert hálfverk; hér
verða menn að vera annaðhvort hráir eða
soðnir.
Þetta mál alt er svo feykilega þýðingar-
mikið. Framfarir landsins blasa við manni
svo stórkostlegar og tækifærin verða svo ó-
endanleg fyrir eftirkomendurna, að það skift-
ir litlu, hvort Magnús Skaptason eða Jón
Jónsson verður fótum troðinn í málum þess.
Við erum sem maðkar í veisu; málefnið er
svo yfirgnæfandi, að við hverfum. Við
hverfum brátt í jörðina, en landið vex og
blómgast og verður fríðara og fríðara, dýrð-
legra og farsælla, ef að þeir, sem það byggja
nú, spilla ekki öllu með innbyrðis fjandskap
og flónsku sinni.
Vér höfðum mikið meira um þetta að
segja, en höfum hvorki tíma né rúm að sinni.
100 ára afmœli hins íslenzka Bókmentafélags.
1816 — 15. ágúst — 1916.
Ræða forseta Björns M. Ólsen, prófessor.
(Niðurlag).
Á þessu tímabili (1816—1851) hlóðust næstum því allar fram-
kvæmdir félagsins, bæði um bókaútgáfu, útsending bóka og innheimtu
á Hafnardeildina af þeim ástæðum, sem eg áður tók fram. Það varð
smám saman að venju, að Hafnardeildin innheimti eigi að eins öll til-
lög erlendra manna, heldur og mest af tillögum manna hér á landi, en
Reykjavíkurdeildin innheimti að eins tillögin úr Reykjavík og þar í
grend, og sendi þó mest af þeim til Hafnardeildar til útgjalda félagsins
þar. Hún varð því í reyndinni nokkurskonar innheimtustofnun fyrir
Hafnardeildina í Reykjavík og þar í grendinni. Við þetta drógust mest
allar árstekjur félagsins til Hd. og þeim fylgdu framkvæmdirnar. Samt
safnaði Rvd. smátt og smátt nokkrum sjóði af sínum árstekjum, og oft
sendi hún Hd. góðar tillögur til framkvæmda, sem Hd. tók til greina.
T. d. átti Rvd. frumkvæðið að landmælingarfyrirtækinu. En það er
ekki fyr en seint á þessu tímabili, árið 1846, að Rvd. fer að gefa út
nokkuð hér heima. Stendur þetta eflaust í sambandi við það, að lands-
prentsmiðjan var flutt til Reykjavíkur 1844, svo að þá fyrst var unt,
að fá hér bækur prentaðar en meðfram stafar þessi röggsemi deildar-
arinnar af því, að Reykjavík var þá vaxinn nokkur fiskur um hrygg og;
meiri kostur þar á ritfærum mönnum, en áður hafði verið. Fyrsta bók-
in, sem Rvd. gefur út, eru Skýringar yfir fornyrði Lögbókar eftir Pál
Vídalín, og sá Þórður Sveinbjörnsson um útgáfuna (1846—1854).
Það, sem gjörði að félagið gat afkastað svo miklu á þessum fyrstu
árum sínum og þó safnað miklum sjóði (1837: 12,800 kr.), var að-
allega tvent: það greiddi framan af engin ritlaun og Iét félagsmenn
ekki fá neinar bækur fyrir tillög sín. Hvorugt gat gengið til Iengdar,
og seint á þessu tímabili kemst breyting á þetta. Frá 1840 fer félagið
að greiða ritlaun og 1845 er samþykt, að láta félagsmenn fá bækur fé-
lagsins ókeypis. Það hafði sannast á‘félaginu, að “leiðir verða lang-
þurfamenn”. Af því að menn fengu ekkert fyrir tillög sín, gengu marg-
ir úr félaginu, einkum á Islandi. Á hinum fyrstu árum hafði félögum
fjölgað óðum og komst félagatalan á Islandi brátt upp í 600, en um
1837 voru félagsmenn á Islandi komnir niður í 28, og var það mjög
ískyggilegt. Menn vonuðu, að þetta mundi lagast og félögum fjölga, ef
félagið tæki upp þann sið, að láta félaga fá bækur fyrir tillag sitt, og sú
varð líka raunin á, þegar fram liðu stundir.
Annað tímabil í sögu félagsins tel eg stjórnarár Jóns Sigurðssonar,
sem forseta í Hafnardeildinni 1851 —1879. Þessi ár marka djúpt spor
í sögu félagsins. Jón Þorkelsson rektor, sem þó hafði átt í töluverðri
deilu við Jón Sigurðsson út af félagsmálum, ann honum þess sannmælis,
að “enginn af forsetum Bókmentafélagsins hafi verið jafn duglegur og
Jón Sigurðsson, og að undir einskis forseta stjórn hafi félagið gefið út
svo margar og merkilegar bækur”. Eg hefi áður ritað all-greinilega
um starf Jóns Sigurðssonar fyrir Bókmentafélagið, í Skírni 1911, og
get því vísað til þess og til Minningarrits þessa afmælis Hér skal að
eins drepið á hið merkilegasta.
Jón Sigurðsson sá fram á það, að b?zta ráðið til að fjölga félags-
mönnum og halda þeim í félaginu, var að láta þá fá á ári hverju svo
mikið í bókum, sem svaraði árstillagi þeirra, eða ríflega það. Þetta
markmið setur hann sér frá upphafi og kemur því í framkvæmd frá ár-
inu 1853 og síðan. Bókaútgáfuna, sem hafði næstu ár á undan legið
mikið til í dái, eykur hann stórum. Skömmu eftir að Jón tekur við
stjórn Hd.ar, fer sú deild að snúa sér að útgáfu stórra safnrita um sögu
íslands og bókmentir, landshagi og stjórnarmálefni. Þessi rit eru: Safn
til sögu Islands og ísl. bókmenta, Islenzkt fornbréfasafn, Biskupasögur,
Skýrslur um landshagi á Islandi og Tíðindi um stjórnarmálefni Islands.
Jón Sigurðsson átti ekki frumkvæðið að öllum þessum framkvæmdum
sjálfur, — það var Gísli -Brynjólfsson, sem átti fyrstu hugmynd að
Safni t. s. ísl., og Jón Pétursson að Fornbrs., en hann kom öllu þessu í
verk og átti sjálfur drýgstan þáttinn í flestum þessum safnritum. Það
þarf ekki að taka það fram, hve mikla þýðingu Safn, Biskupasögur og
Fornbréfasafnið hafa fyrir sögu vora og bókmentir. Að Safni vann Jón
mikið sjálfur, og hefir félagið haldið því riti áfram jafnan síðan; 1
Biskupasögum, 1. bindi, á hann útg. Kristnisögu, en Guðbr. Vigfússon
hitt, og í síðara bindinu á Jón ýmsa merkilega söguþætti um siðaskift-
in; um hið fyrsta bindi Fornbréfasafnsins annaðist hann eingöngu
sjálfur og lét eftir sig stórmikið safn til framhaldsins, og var það ómet-
anlegur stuðningur fyrir þann mann, sem hélt verkinu áfram eftir Jón
látinn, dr. Jón Þorkelsson yngra. Til Skýrslna um landshagi og Tíð-
inda um stjórnarmálefni, útvegaði hann rífjegan styrk hjá stjórninni,
svo að þau rit urðu félaginu ekki þungbær. Þessi rit voru nauðsynleg
skilyrði fyrir því, að bæði Jón Sigurðsson og aðrir, sem við landsmál
fengust, gæti haft eftirlit með gjörðum stjórnarinnar, og varla mun
Jóni á öllum sínum langa stjórnmálaferli hafa komið til hugar meira
snjallræði en þetta, að knýja stjórnina til að birta gjörðir sínar og nota
til þess Bókmentafélagið, án þess þó að bendla það við deilumál dags-
ins. Félag vort veitti Jóni þannig óbeinlínis góðan styrk í stjórnmála-
baráttu hans.
Auk þessara Safnrita komu margar merkilegar bækur frá Hd. f
stjórnartíð Jóns Sigurðssonar. Nefni eg af þeim að eins Sálmasöngbók
Péturs Guðjohnsens, sem varð til að gjörbreyta sálmasöngnum hér á
landi; Fiskibók Jóns Sigurðssonar og Varnmgsbók; Minningarrit fé-
lagsins 1867; Skýrslu um Forngripasafn Islands I—II; Prestatal og
Prófasta eftir Svein Níelsson; Kvæði Jóns Thoroddsens, og skáldsögu
hans Mann og konu. Alls gaf Hd. út í stjórnartíð Jóns rúmar 1410
prentaðar arkir, sem svarar rúmlega 22,560 bls. í 8 bl. br.
Jafnframt hélt heimadeildin áfram bókaútgáfu þeirri, sem hún
hafði byrjað í lok næsta tímabils á undan; en alt var það í smærri
stíl, því að tekjurnar voru smáar. Telst svo til, að bókaútgáfa heima-
deildarinnar hafi á þessum árum verið hér um bil sjöttungur móts við
bókaútgáfu Hd. Deildin undi því illa, að tekjurnar leyfðu ekki að gefa
meira út, og eitt sinn (1872) var gjörð tilraun til þess af deildarinnar
hálfu, að ná undir sig meiru af árstekjum hér á landi, en sú tilraun mis-
tókst. Af bókum þeim, sem heimadeildin gaf út á þessum árum, má
nefna hina alþýðlegu Mannkynssögu Páls Melsteð, íslenzkar réttritun-
arreglur, Isl. málmyndalýsing og Skýring hinna almennu málfræðislegu
hugmynda eftir H. Kr. Friðriksson, Úr Hauksbók og Guðmundarsögu
útg. Jón Þorkelsson, Um siðabótina á Islandi eftir Þorkel Bjarnason,
Um eðli og heilbrigði mannlegs líkama eftir J. Jónassen o. fl. og Frétt-
ir frá ísl., sem deildin byrjaði að gefa út 1873. Forsetar Reykjavíkur-
deildarinnar á þessum árum voru þeir Pétur Pétursson, Jón Þorkelsson
og Magnús Stephensen.
Jafnframt bókaútgáfunni lagði Jón Sigurðsson mjög mikki stund
á að safna handritum til Handritasafns Hafnardeildarinnar. Þegar Jón
tók við, átti deildin að eins 37 handrit, en 121 7 sex árum eftir dauða
hans, og var flestum þeim handritum safnað af honum. Rvd. hafði
líka eignast sokkuð’ af hdr. og voru söfn beggja deilda síðan seld