Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 21. SEPTEMBER 1916 HEIMSKRINGLA BLS. I. } Landsbókasafninu, og eru þar nú vel geymd; en líklega væri nú mikið af þessu merka safni týnt og tröllum gefið, ef Jón Sigurðsson og félag- ið hefði ekki haldið handritunum saman. Meðan Jón Sigurðsson var forseti Hd., datt engum í hug að leggja hana niður. En skömmu eftir dauða hans kom upp sterk hreyfing í heimadeildmni í þá átt, að flytja Hd. heim. Og það er einmitt þessi stefna, sem setur mót sitt á hið næsta (þriðja) tímabil í sögu félagsins, sem nær frá dauða Jóns Sigurðssonar (1879) til vorra daga. Þær á- stæður, sem höfðu lagt mest-allar framkvæmdir félagsins í hendur Hd., voru ekki framar fyrir hendi. Reykjavík var orðin reisulegur bær og þar var komin miðstöð hins andlega lífs hér á landi. Prent og ann- að, sem til bókaútg. þarf, var yfirleitt ódýrara hér en í Höfn, og hægt að fá félagsbækur prentaðar hér. Samgöngur innanlands höfðu stórum batnað, svo að nú var bókaútsending frá Reykjavík fult svo auðveld og ódýr eins og frá Khöfn. Svo vakti það og fyrir mönnum, að það mundi efla mentlíf þjóðarinnar, ef Bókmentafélagið yrði algjörlega innlent. Af þessum og fleiri ástæðum stafar barátta sú, sem nú hefst og miðar að því, að flytja Hafnardeildina heim. Hin fyrri heimflutn- ingsbarátta hefst árið 1883 með því, að Reykjavíkurdeildin samþykk- ir, eftir tillögu, sem upphaflega var runnin frá Gesti Pálssyni, breyting- ar á lögum félagsins, sem fóru í þá átt, að afnema Hd. Deila þessi milli deildanna stóð í 6 ár, og endaði með ósigri fyrir Reykjavíkurdeildina, að því er snerti aðalmálið. Hd. tókst að verja tilveru sína með því, að neita að bera upp til atkvæða lagabreytingartillögur, sem hin deildin hafði samþykt á löglegan hátt. En hins vegar vann Rvd. þó það á, að hún hafði fram jafnari skifting á félagstekjunum milli deildanna og fékk aukið starfsvið sitt að nokkru. Hin síðari heimflutningsbarátta hófst árið 1906 og stóð til 1911. Hún var að því leyti ólík hinni fyrri, að í fyrri baráttunni áttu deildir félagsins hvor við aðra, en síðari baráttan hélt sér lengst af innan vé- banda Hd. og stóð þar milli tveggja andstæðra flokka innan deildar; harðnaði deilan milli flokkanna ár frá ári, þangað til að alt í einu dett- ur alt í dúnalogn árið 1911 og báðir flokkarnir koma sér saman um frumvarp til nýrra laga, sem fela í sér tvent í einu, bæði sameining deildanna í eitt félag með heimili í Reykjavík og gagngjörða breyting á fyrirkomulagi félagsins, sem fer í þá átt, að takmarka fundarhaldið en auka vald stjórnarinnar og gjöra hana fastari í sessi. Samningarnir, sem gengu á undan þessu samkomulagi, og leiddu til þess, gjörðust að mestu bak við tjöldin, og er öll sú saga nú sögð í fyrsta sinn í Minn- ingarritinu, sem félagsmönnum verður sent, áður langt um líður. — Reykjavíkurdeildin tók auðvitað fegins hendi tilboði Hd.-flokkanna um lagabreytinguna, og voru hin nýju lög samþykt fyrst á aðalfundi Reykjavíkurdeildar 8. júlí 1911 og síðan á aðalfundi Hd. 31. okt. s. á. Síðan er félag vort ein heild með heimili í Reykjavík. .... Forsetar félagsins hafa verið á þessu síðasta tímabili: I Rvd. Magnús Stephensen, Björn Jónsson, Björn M. Ölsen (tvisvar), Eiríkur Briem og Kristján Jónsson. 1 Hd.: Sigurður L. Jónasson, Ólafur Hall- dórsson, Valtýr Guðmundsson og Þorvaldur Thoroddsen. Framkvæmd- ir félagsins í bókaútgáfu hafa verið mjög miklar, og skal eg ekki þreyta félagsmenn á því, að telja upp bækurnar, nema hinar allra helztu. — Frá Hafnard. komu: Auðfræði Arnljóts Ólafssonar, ísl. fornsögur I. —III., frh. af Safni t. s. ísl.„ Kvæði Stef. Ólafssonar 2. útg., Isl. gát- ur, þulur og skemtanir I—IV., frh. af Fornbréfasafni, sem byrjar fyrst í Hd., en síðar tekur Rvd. það að sér, Landfræðissaga Islands, sem byrjar í Rvd., en kemur síðan út hjá Hd., Isl. ártíðaskrár útg. af J. Þ., Landskjálftar á íslandi eftir Þ. Th. 1899 og 1906, Flóra íslands, Isls. Boga Melsteðs I.—II., Bygging og líf plantna eftir H. Jónsson, Lýsing íslands eftir Þ. Th., Æfisaga Jóns Indíafara útg. af Sigf. Blöndal. — Frá Rvd.: Tímarit Bókm.f. 1.—23. árg., 1880—1904, Sýslum.æfir eftir Boga Benediktsson I—IV. Þegar Tímaritið hætti, var Skírnir aukinn og endurbættur, og hefir hann komið út í þeirri nýju mynd síð- an 1905. Við þessa breyting á Skírni brá svo, að félagatalan hér á landi, sem hafði lækkað mjög mikið á árunum 1888— til 1905, fer nú að fjölga hröðum fetum og eru nú í félaginu 1200 manns, sem er fleira en nokkru sinni áður. Annars skal eg ekki fjölyrða um stjórn félagsins og framkvæmdir síðan deildirnar sameinuðust, málið er mér of skylt til þess. Að eins skal eg geta þess, að fjárhagur félagsins er í all-góðu lagi. Þegar vér nú að Iokum lítum yfir framkvæmdir félagsins á hinni liðnu öld, verður varla annað með sanngirni sagt, en að það hafi yfir- leitt starfað vel og gjört bókmentum vorum mikið gagn. Ef stofnendur félagsins, þeir Rask og Árni Helgason, mættu líta upp úr gröf sinni, þá er eg sannfærður um, að þeir mundu gleðjast yfir þeim þroska, sem fósturbarn þeirra hefir tekið, og ekki kvarta undan því, að það hafi brugðist þeim vonum, sem þeir gjörðu sér um það, meðan það var í reifunum. 1 þessu stutta yfirliti yfir sögu félagsins hefi eg af embættismönn- um félagsins að eins minst á forsetana, af því að það eru þeir, sem að- allega hafa markað þá stefnu, sem framkvæmdir íélagsins hafa tekið. Þetta er ekki réttlátt. Aðrir embættismenn félagsins hafa engu síður borið hita og þunga dagsins, og eiga engu síður þakkir skilið. Lengst af hafa skrifararnir, og á síðari tímum sérstaklega bókaverðirnir, ver- ið önnur hönd forseta í öllum störfum. Og gjaldkerum félagsins eða fé- hirðum, sem þeir hétu áður, má segja það til lofs, að félagið hefir ald- rei á þessum 100 árum, svo eg viti, tapað einum eyri á ráðsmensku þeirra. En þær mörgu þúsundir, sem hafa stutt félagið á þessum ár- um, með því að ganga í það og leggja því árstillög, eiga líka skilið okkar beztu þakkir, ekki sízt hinir mörgu alþýðumenn. Það er ein- kennilegt fyrir Bókmentafélagið, og á sér ekki stað um samskopar fe- lög í öðrum löndum, að það á engu síður félaga og styrktarmenn með- al óbreyttra alþýðumanna, en meðal mentamanna. Þetta sýnir, hve djúpar rætur félagið hefir fest í akri þjóðlífsins, og er oss dýrmætur vottur þess, að það hefir, að minsta kosti að nokkru leyti, náð þeim tilgangi sínum, að “efla mentun hinnar íslenzku þjóðar . Guð gefi, að félag vort aldrei missi sjónar á þessu háa markmiði sínu, og að því auðnist að halda vinsældum sínum meðal alþýðu manna. Félag vort er að vísu ekki auðugt í samanburði við samkonar fé- lög í öðrum löndum, en eftir íslenzkum mælikvarða hefir það góðan grundvöll til að halda áfram þeim störfum, sem félagið á ólokið við, og til að hefja ný störf á eþirri öld, sem nú er að byrja. En skilyrðið fyrir þroska þess og þrifum er það, að allir góðir Islendingar leggist á eitt að styðja það og styrkja og hefja það á hærra stig og hærra og sérstaklega að menn vandi vel stjórnarkosningar, svo að ekki verði kosnir aðrir en þeir sem líklegir eru til að hafa fult vit á, hvernig fé- lagið getur bezt náð tilgangi sínum, að “styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi og mentu» og heiður hinnar íslenzku þjóðar”, lík- legir til að stjórna félaginu með atorku og dugnaði, gætni og hag- sýni. Ef vér leggjumst á eitt um þetta, þá er eg sannfærður um, að félagið á sér fagra og góða frdmtíð fyrir höndum á öldinni sem kemur. Að lokum er það mín innileg ósk og bæn, bæn sem eg vona að þið allir, háttvirtu félagsbræður, geið tekið undir af hug og hjarta, að guð, sem ávöxtinn gefur, blessi starf félags vors á ókomnum árum, svo að þeir, sem lifa næsta aldarafmæíi, geti litið yfir öldina, sem þá er liðin, með ekki minni, heldur margfalt meiri ánægju, en vér yfir þá öld, sem ■ú er að hverfa í tímans skaut. —(Lögrétta). Spádómur um stríðið. Í>e9si undarlegi en inerki spádóm- ur, sem nú birtist hér var gjörður af múnki nokkrum, er hét Jóhann- es, árið 1600; er hann skrifaður á latínu ens og þá var siður lærðra manna. — Nú í sumar birti blaðið I’igaro í París á Frakklandi þenna spádóm, sem sagður er þó að eins útdráttur úr hinum latneska frum- texta: Spádómurinn. Þá er iíður að árinu 2000 eða þar um bil, verður uppi falsspámaður, sem mikið lætur tii sín taka. Her- inenn lians verða fleiri að tölu, en nokkur getur ímyndað sér. í hans hersveitum verða margir kristnir menn, og í liði því, sem ver landið, en berst á móti iiði falsspámanns- ins, verða margir Múhametstrúar- menn og heiðingjar. Þetta verður í fyrsta skifti, sem lambið verður alblóðugt. Það verð- ur enginn díll á hinum kristna heimi öðruvsi litur en rauður, og rautt verður himinhvolfið, jörðin og vötnin og blóðið rennur í iönd- um þeim, er vita í hinar fjórar höf- uðáttir. Ernir kijást. Úr iandi Lúters kemur hinn svarti örn og fer mikinn. Ræðst hann á móti liananum, sem missir í fyrstu margar fjaðrir því örninn kemur að honum óvörum. Þó verst hann af mikilli hreysti og særir örn- inn með sporum sínum. En örninn er sterkari og tekur því sem næst hálft land það, er haninn á, og al- gjörlega yrði haninn undir í þess- um áflogum, ef ekki kæmi Ljónið með klær sínar og veitti honum lið. En sjá! Úr norðrinu kemur hvít- ur örn. Er sá mikill vexti og ægileg- ur. Beinir hann flugi sínu að hin- um svarta erni og hinum erninum, sem með honuin er; þeir fara hall- oka og hvíti örninn fer yfir iönd falsspámannsins frá enda til enaa. Nú verður hinn svarti örn knúður til þess, að sleppa tökum á hanan- um, svo lninn betur geti varið sig fyrir hvíta erninum. En þá er han- inn verður laus, eltir hann svarta örninn inn í land falsspámannsins og veitir hvítaerinum lið. Allar þær orustur, sem til þessa hafa háðar verið, eru ekkert í sam- anburði við þau skelfing^ sem gjör- ast í landi Lúters; því hinir sjö engl ar hella eldi yfir hina syndumspiltu jörð, eftir fyrirskipun liins æðsta valds, því lambið hefir svo fyrir- sagt, að upp skyldi rættur kyn- stofn falsspámannsins Nú þegar örninn sér, að hann er öllu að tapa, verður grimd lians hræðileg; og í marga mánuði verst hann hvíta erninum, sem heggur með nefi sfnu; ljóninu, sem rífur með klóm sínum, og hananum, er óspart beitir sporum sínum; því allir sækja þeir að honum með hinni mestu heipt. Yfir vatnsföll verður þá gengið þurrum fótum á búkum hinna föllnu, sem stýfla ár og læki, svo að nýjir farvegir myndast. Ekki verða jarðaðir aðrir en prinsar og prins- essur, aðalsmenn og helztu foringj- ar, því mannfalið verður svo afskap- legt, þar sem alt hjálpast að: Her- menn, hungur og drepsóttir Palsspámaðurinn biður oft um frið og vægð; en þeir sjö englar er ganga fyrir hinum þremur dýrurn, er lambið verja, hafa ákveðið, að falsspámaðurinn skuli barinn sem kornstöng á hlöðugólfi og þeir'scm framkvæina skulu dóm réttlætisns, leggja ekki niður vopnin, svo lengi sem hermenn falsspámannsins sýna mótspyrnu. Hað, sem gjörir refsidóm lambsins svo fullkominn og strangann, er undirferli og hræsni falsspámanns- ins, sem þykist vera málsvari Krists' — fetandi í hans fótspor og gjörandi alt í hans nafni Ef þessi hinn vondi spámaður ekki væri eyðilagður yrðu ávextir af starfi Erelsarans að engu, en hliðum helvítis slegið opnum. Hin síðasta orusta verður liáð, þar sem falsspámaðurinn lætur smíða vopn sín. En sá bardagi verður ekkert líkur viðureign menskra manna. En hér drepa dýr- in, sem lambið verja, hina síðustu hermenn falsspámannsins. Og hér verða valkestir svo háir að lands lagið breytist, því líkamir mynda öldur og hóla. En falsspámaðurinn missir sína kórónu og vitið, og deyr í útlegð, einmana og yfirgefinn af öllutn; en landi hans verður skift í 22 fylki. Þó verður engu þeirra leyft að hafa hermenn eða hervarnir, og ekki heldur skip. Eftir boði hins heilaga Mikaels sezt hvíti örninn að í Miklagarði, en rekur þaðan á brott hina illu Tyrkja og öll lians yfirráð. Þá byrjar hið mikla friðar og far- sældar tímabil hér á jörðunni. Eft- það verða engin stríð; því hinum ýmsu löndum verður stjórnað eftú; ákvæðum fólksins, sem bygð verða á kærleika og réttvfsi. Eftir það verða ekki neinir Lúterstrúarmenn eða aðrir ofstækismenn, því rétt- lætið hefir fengið öll yfirráð, —og friður og blessun mannkynsins hef- ir nú verið gróðursett hér á vorri jörð. Og sælir eru þeir, sem komast hjá hörmungum þciin er hið mikla stríð hefir í för með sér; því þeir verða aðnjótandi þeirrar blessunar og þess hreinleika, er hvervetna rík- ir, sem ekki hefði getað fengist nema með dauða falsspámannsins. göngur Þjóðverja og Tyrkja. Hann vildi því, að Þjóðverjar gæfu upp Lesaranum til skýringar má geta þess, að haninn inerkir Frakkland; ljónið Bretland, hvíti örninn Rúss- land; svarti örninn Þýzkaland; en “hinn örninn” Austurríki og Ung- verjaland. En lainbið þýðir: Misk- unn sannleika og réttvísi. Það kynlegasta við spádóm þenna er það, að nú þann dag í dag eru fylki Þýzkaiands 22, eins og spá- tiómurinn nefnir fyrir meira en 300 árum. í verksmiðjum Krúpps eru vopn Þýzkalands smíðuð og ætti þar þvf að verða síðasti slagurinn, eftir þessum undarlega spádómi. S. J. Austmann. Unga konan gjörði þetta og bóndi hennar elskaði hana til dauðadags; allan Balkanskagann, — að þeir honum þótti slátrið gott. En stöku styttu línuna að austan og færu al- j menn hefðu hlaupið frá sneiðinni. veg burt úr Frakklandi. Hann hélt þvf fram, að héðan af-------------------------------------- yrðu þeir að eins að hugsa um að verja sig á miklu styttra svæði, og þá yrðu þeir hálfu torsóttari. Þetta j vildi . ..iijálmur ekKi heyra og rak I Falkenhayn, en setti Hindenburg í staðinn. Hafði hann nlegið að þess- J um tillögum Falkenhayns og kallað þær ^arnaskap. 10 FYRIRLESTRAR í EINNI BÓK að eins 50 cents Útskúfaðir öllum frá. Auðmenn, sem engin þjóð vill kann- ast við og ekkert föður- land eiga. Frá Lundúnum kemur sú fregn hinn 24. ágúst, að stjórnin í Wash- ington hafi neitað um passa meira en 200 mönnum, sem fæddir eru í Ameríku og voru búnir að vera þeta frá 10—35 ár á Englandi. Þeir vildu nú komast til Bandaríkjanna, en Bandaríkin vildu ekki taka það gilt, að þeir færu að skrifa sig sem Bandaríkjaþegnar. Þessir 200 menn og ótfað heimingi fieiri, eru hvorki Bandaríkjamenn né Bretar. Bandaríkin virðast álíta, að þeir hafi fyrirgjört borgararétti sínum, konur sem karlar. Eru marg- ir þeirra vellríkir. Eftir stranga um- leitan og harðan atgang frá ]>eirra hálfu, var loks sendur maður frá Bandaríkjunum til að rannsaka þetta. Þeir höfðu lifað við glaum og gieði á Bretlandi meðan friðurinn var; en þegar til mannskaparins kom og átti að fara að stinga þeim inn í hinar brezku hersveitir, þá dróg af gleðinni, og þá varð Ame- ríka nógu góð handa þeim, þó að >eir hefðu spornað fæti við henni í 10 til 35 árin. Hvort sein þeir fá að skríða undir fána Bandaríkjanna eða ekki, þá hefir álit þeirra ekki vaxið við þess- ar tilraunir. Hvers vegna hann var rekinn. Eftir fréttum frá Bern á Svissara- landi, var ástæða Vilhjálms keisara að reka Falkenhayn frá herstjórn- inni sú, að hann viidi gjörsamlega breyta öllum stríðsáformum Þjóð- verja; en það var Vilhjálmi þvert um geð. Falkenhayn sagði, að Búlgaría hlyti að falla, þegar ráðist væri á landið bæði að sunnan og norðan og um leið væru slitnar allar sam- Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrja haustnám sitt á WINNIPEGr BUSINESS COLLEGE,— Skrifiö eftir skólaskrá vorri með öllum upplýsingum. Munið, aö þaö eru einungis TVEIR skólar í Canada, sem kenna hina ágætu einföldu Paragon hraöritun, nfl. Regina Federal Business College. og Winnipeg Business College. Það er og veröur mikil eftirspurn eftir skrifstofu-fólki. Byrjið því nám yðar sem fyrst á öðrum hvorum af þessum velþektu verzlunarskólum. GEO. S. HOUSTON, ráSsmaíur. Hœnsni Smjor og Egg Vér hormim eftlrfyisd«ndl l>r!»a ok Memluvn nndvlröif! I Mim- ey Orders »tr«v «k var- nn kemue f*l vors GAMLAR HÆNUIl ......15c GAMLIR HANAR .......14e TURKEYS ...........iílc ANDIR ..............15c UNGAR ..............lSc ANDAR ITNGAR ......lrtc NÝSTROKKAÐ SMJÖR ...2«c Flutningsgjald til W’peg dregiB frá nema á smjöri og eggjum. Eggjakassar, smjörílát og hænsnakassar sendir eftir bei'ðni. Sendið oss afurðir yðar; vér mun um gjöra yður ánæg'ða. REYNIll OSS! Vantar Kartöflur í “Car Lots” STEVENS PRODUCE CO. 3Í>2 TVotre Dnme Avé. WINNIPEtr ’ MANITOBA Phone: Garry 3981. Ástarsneiðin hennar. Bókin heitir EVOLUTION OF SPIRIT (eða Frainþróun andans). Fyrirlestrar þessir voru fluttir í millibilsástandi af Mr.William Man- ton, Winipeg, sem er töluvert nafn- kunnur fyrir sina miðilshæfileika. Bók þessi er til sölu fyrir 50e, bæði f ----- | andarannsóknar-kyrkjunni, Corner Kona ein ung varð hrædd um, að ; Lipton og Sargent, Winnipeg, eða hún væri að tapa ástum mannsins! hjá S. J. Sigurdson, 738 Lipton St., síns,' og fór nú á fund margvísrar Winnipeg, Man. Pantanir með póstí konuj, sem var sjöunda dóttir sjö- j afgreiddar samdægurs. undu systur ömmu hennar. Hin margvfsa kona lagði henni i ————-------------------------------- skjótlega ráðin og voru þau þessi: Fáðu þér væna, hráa sneið af þuml- KENNARA VANTAR ungsþykku nautakjöti og stóran fyrir Mary Hill skóla No. 987, byrjar lauk, sem þú skiftir í ti-ent og nýrð j 1. október til 1. desember 1916. Ef um sneiðina beggja megin. Láttu einhver vill sinna þvf, tilgreini kaui> svo á hana salt og pipar og steiktu hana vel beggja megin á rauðum, glóandi kolaeldi. Siettu svo á hana þremur smjörkleppum og ögn af Parsley og fáðu bónda þínum til að eta þetta. og æfingu sem kennari og sendi til- boð sín hið bráðasta til undirrit- aðs. S. Sigurðsson, Sec’y-Treas. Mary Hill P.O., Man. 52 l Fljót afgreiðsla á Plógskerum. ; t 12 inch $2.15 ^ _ _ .„JX 15 inch $2.65 T 14 “ 2.40 ® 18 “ 290 l 13 SKRIFIFI EFTIU NíHKI VRRDSKH A. Miklnr byr>íðlr nf Yiðar-vOrom, Pumpum, Herfum, I’nckers, Stfti Yn^nhjdlum, o. w. frv. THE JOHN F. McGEE CO. - - - AVIBfNIPEG, MAN. 74 Henry Avenue E. t I i b TIRE EXCHANGE — TIRE EXCHASGE — TIRE EXCHAXGE — Tire Exchange TOGLEÐUR HRINGIR Nýir og brúkaðir af öllum tegudum. VULCANIZING VIÐGJÖRÐ. ... . ... Bara fónitS Main 3602, viti sendura ÖMAKIÐ YÐUR EKKI eftlr hringunum og skilum þeim aft- ur, þegar vit5g;jört5in er búin. Bændur sendit5 okkur gömlu toglet5urshringina yt5ar; vér gjorum vit5 þá, ef þeir eru þess virði, eða kaupum þá hæsta verði, ef þeir eru of slitnir til viðgjörðar. Thompson Commission Co. £ 318—320 Hargrave St. Phone: Main 3G02 TIRE EXCHAXGE — TlRE EXCHAXGE — TIRE EYCHANGE _ P3 V. o a > * B Vér kennum P I T M A N Hraðritun. Success Vér kennum GREGG Hraðritun. I BUSINESS COLLEG Horninu á Portage og Edmonton Winnijseg DEILDIR AF SKÓLANUM Man. FRÁ HAFI TIL HAFS. Tækifæri Það er stöðug eftirspurn eftir fólki, sem útskrifast hefir frá SUCCESS skólan- um. Hundruð af bókhöldur- um, Hraðriturum', Skrif- stofustjórum og Skrifurum geta nú fengið stöður. — Byrjið í dag að undirbúa yður. Takið tækifærin, sem berast upp í hendur yðar. Leggið fé í mentun, — ef þér gjörið það, þá borgar það svo margfaida rentu, og vandamenn yðar og vinir verða stoltir af yður. — SUCCESS skólinn er tilbú- inn að undirbúa yður fyrir tækifærin. SKRIFIÐ YÐUR STRAX í DAG! INN YfirburSir Beztu meðmælin enu til- trú fólksins. Það skrifa sig árlega fleiri stúdentar inn í SIÍCCESS, en i alla ;>ðra verzlunar skóla Winnipeg borgar samantalda. Sxóli vor er æfinlega á undan öll- um öðrum í nýjustu hug- myndum og tækjum, sem kenslunni við kemur. “Bil- Jegir” 0g “Prívat” skólar eru “dýrir” á livaða “pris” sem er. Allar vorar kenslu- greinar eru kendar af sér- fræðingum. Ilúspláss og á- höld öll er margfait betra en á öðrum skólum. Stund- aðu nám á SUCCESS skól- anum. Ilann hefir gjört — succcss í starfi sínu frá byrjun. — SUCCESS vinnur. SUCCESS skólinn heldur hæstu verðlaunum fyrir vélritun ♦£ í öllu Canada. ♦ £ SKRIFIÐ YÐUR INN HVENÆR SEM ER. tt Skrifið eftir skólaskrá vorri. —- --------— F Success Business Gollege,] td. F. G. GARBUTT, Pres. D. F. FERGUSON, Prin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.