Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 21.09.1916, Blaðsíða 8
' BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. SEPTEMBER 1916 Gleymið ekki þessu. Eg hefi fast ákveði'5, að hætta allri verzlun, um 20. okt. næstk. — Nánari auglýsing í næstu blöðum. CIiARKLEIGH B. RAFNKELSSON. MANITOBA Ef eitthvað gengur að úrinu þínu, þá er þér lang-bezt að senda það til hans G. Thomas. Hann er í Bardals byggingUAni og þú mátt trúa því, að úrin kasta ellibelgirum í hönd- unum á hon«m. Fréttir úr Bænum. Senda má bréf til Islands með mæstu ferð “Gullfoss”; en auk vana- legrar áritunar verður að skrifa á «mslögin þannig: Care of Bennett & Hvosles Co., 30 Broadway, New York City. Hr. Jón J. Sveinbjörnsson, frá Elf- tos, Sask., var á ferð í borginni um síðustu helgi. Hann sagði enn mik- ið af ökrum óslegnum þar vestra og töluverðar skemdir af frosti. Private Samúel Anderson, bróðir Árna Andersons lögmanns í Winni- peg, er fallinn á Erakklandi, eftir fréttum þaðan. —---------- Mr. Guðm. O. Thorsteinsson, kenn ari og fimleikamaður, hefir nýlega lokið prófi sem lieutenant. Hann er •við 223. herdeildina. 108. herdeildin fór héðan austur á þriðjudaginn 12. sept. og með henni um 70 landar. — Fylgi henni gæfan og sigurinn. tinítara söfnuðurinn hefir ákveð- ið að halda skemtisamkomu þann 28. þ. m. Verður þar margt til skemt- ana haft svo sem ræður, söngvar, hljóðfæraspil, kaffiveitingar o. fl. I>ar verður líka dregið um happa- drátt, og veitir hver aðgöngumiði tækifæri til að ná f hann. Auglýs- ing í næsta blaði. Síra Bjarni Thorarinsson og fleiri eru að fara heim til íslands. Fara þeir héðan til New York og þaðan beina leið með ‘Gullfossi’ til Islands. Á sunnudaginn kemur verður Triessað í Únítarakyrkjunni kl. 3 e. h., í stað hins vanalega tíma að kveldinu. Við það tækifæri prédik- ar Rev. Frederich Robertson Griffin, prestur fyrstu og elztu Únítara- kyrkjunnar í Canada (Únítara- kyrkjunnar í Montreaii. Eru safn- aðarmenn sérstaklega mintir á að sækja. Að kveldinu prédikar hann i ensku Únítara kyrkjunni á horn- inu á Westminster og Furby Sts., klukkan 7. Goðmundur Kamban hefir Framsögn á Herðubreið Hall Langruth, Man., Mánudaginn 25. Sept. Byrjar kl. 7.30 e. h. Inngangur 35c. Gulifoss. Mr. Jóhannes Magnússon, ungur maður, iiðlega 27 ára, til heimilis Selkirk, dó hinn 1. sept. þ. á. ur tæringu. Hafði verið í Ninette, en kom þaðan sem ólæknanlegur. — Hann var jarðsunginn í Selkirk af síra Carl Olson, frá lútersku kyrkj- unni þar. Hann var maður hinn efnilegasti, vandaður og ráðdeildar- samur, og er hann syrgður af ætt- ingjum og vinum. En íslenzki hóp- urinn hefir beðið mannskaða, að missa hann úr félagi sínu. Hinn bróðirinn yngri nokkuð (3 árum) liggur sjúkur þar í sömu veiki og er það sorgarefni fyrir móðurina, að hinir elskulegu og efnilegu synir henanr skyldu sýkjast af þessari veiki. En til hamingju vona menn að yngra bróðurnum kunni að batna. Kvenfélag Skjaldborgar safnaðar er að undirbúa samkomu, sem hald- ast á Thanksgiving Day. Aðgangur 2öc. Nákvæmar auglýst síðar. SÍMSKEYTI FRÁ REYKJAVIK. Dagsett 10. sept. Arni Eggertsson, W’innipeg. Guli- íoss fór á stað sunnudag; býst við að fara frá New York 2. október. — Börn undir 12 ára hálft far”. — — Farþegar fara frá Winnipeg um 25. þ. m. Fóik er beðið að kaupa far- bréf sín sem fyrst, svo hægt sé að fastsetja káetur strax við komu skipsins. ÁRNI EGGERTSSON, 304 Loan and Trust Bldg„ Winnipeg t 25 prósent afsláttur á Ijósmyndum ♦ -------------- 4- Tilkynning. ♦ ♦ IIINIR VELÞEKTU IC. B.W. UÓSMYNDA-SMIÐIR hafa opnað nýja, fullkomna myndastofu að 290 P0RTAGE AVE. Okkar sjö áia æfing í, að biia til fínustu ljósmyndir, að 576 Main St., sannar, að fólk er og verður fullkomlega ánægt með myndir vorar. Myndastofa vor er undir persónulegri umsjá hins vel- þekta ijósmynda listamanns S. Walter, 290 Portage Ave., og er í næstu dyrum við Lyceeum leikhúsið. Munið eftir vorum sérstaka afslætti nú við opnun nýju myndastofunnar. 25 prósenfc afsláttur á öllum ljósmyndum frá okkar vanalegu mjög svo rýmilegu prfsum. Þetta tilboð stendur um stuttan tíma. Lítið inn til vor. FERÐ TIL PEMBINA. Á miðvikudaginn í síðastliðinni viku brá eg mér suður til Pembina, sem eins og kunnugt er liggur í há- suður um 60 mílur frá Winnipeg. — Var mér sagt af íslendingi, sem þar á heima, að í Pembina væru 30 ís- lenzk heimiii. Þeir íslendingar, sem eg heim sótti, tóku mér ágætjega. Þægilegt viðmót, kaffi og matur var á reiðum höndum, o. s. frv. Bið eg því Heimskringlu að bera íslendingum í Pembina mína kæru kveðju, með beztu óskum til þeirra um glæsilega framtfð. Wlnnipcg, 17. sept. 1916. S. J. Austmann. KOLBEINN THORDARSON. Vér biðjum afsökunar á því, að úí töiu íslenzkra blaðamanna, sem eru ritstjórar enskra blaða, hefir fallið Mr. K. S. Thordarson (Kolbeinn Thordarson). Hann er ritstjóri og útgefandi blaðsins “Touchwood Journal” í bænum Kelliher, Sask. — Hann er ungur maður og þektur af fjölda Islendinga; enda hefir hann verið ritstjóri blaðsins “Edinburg Tribune” í Norður Dakota, og fleiri blaða á enskri tungu og er alvanur ritstörfum. Hann er einn af hinni yngri kynstloo Islendinga, sem bú- inn er að sýna pao, að hann sekk- ur ekki, þó hann fari í sjóinn, og með hverju ~rinu, sem nú líður verða þeir einlægt fleiri og fleiri, sem þannig er vario, „ finst oss að vér megum vera þakkiátir fyrir. Bréf á Heimskringlu : — Mrs. Elis Magnússon (frá Isl.). Jón Runólfsson. Jón Reykjalín. Takið eftir uppboðinu hjá hon- uin Benedikt Rafnkelssyni, að heim ili hans á Ciarkleigh, Man. Hann ætlar að liætta verzlun og selur alt, hvert tangur og tetur: vörurnar í búðinni, 3 lönd og búslóð sína alla. Þar fer margur hlutur óefað með góðu verði, og ínargur getur matað króknn og mun telja sig ósælan mann, ef hann verður )>ar fjarri staddur )>enna dag. Svona tækifæri fá menn ekki á hverjum degi; ]>etta verður ifkast stranduppboði á ís- landi. Uppboðið er auglýst á öðr- um stað í blaðinu. Frá Jón Sigurðsson félaginu. Á síðasta fundi Jón Sigurðsson, I.O.D.FI., innrituðust þessar konur í félagið: Miss Guðný Peterson. Miss IdaD. Swainson. Miss Vietoria Dalman. Mrs. Valgerður Magnússon. Mrs. Guðrún Rúaólfsson. Félagið hefir áformað, að senda öllum þeim íslenzku hermönnum, sem yfir liafið eru farnir, kassa fyrir Jólin, sem það óskar að geti orðið þeim til glaðningar, þó ekki væri nema til þess, að þeir sjái að þeim er ekki aiveg gleymt. Félagskonurn ar biðja allar þær konur, sem hafa verið að prjóna sokka, að senda þá til einhverra í stjórnarnefnd félags- ins fyrir miðjan október, því strax eftir þann tfma verður farið að út- búa kassatta. Sömuleiðis biðja þær vini og vandamenn hermannanna íslenzku, sem farnir eru yfir hafið, að senda utanáskrift þeirra nú þeg ar tii Mrs. J. B. Skaptason, 378 Mary- land St., því þær vilja ekkí að neinn þeirra gleymist. Ákveðið var, að setja eftirfylgj- andi muni í hvern kassa: Sokka, Jólaköku, 1 kassa af heima tilbúnu ‘Candy Skriffæri. Vasaklút. Cigarettes Kerti og smávegis. Samliykt var að hafa böggla sam- komu (Shower) fyrir miðjan októ- ber, og gefa vinum félagsins tæki- færi til að koma með ‘Candy’, kerti, Cigarettes eða Khaki vasaklúta til að láta í kassana. Félagið biður fólk að hafa það hugfast, að jafnframt og það vill starfa að velferð íslenzku hermann- anna, þá vill það einnig hjálpa kon- um eða nánustu skyldmennum þeirra, ef nauðsyn krefur eftir beztu kröftum. Fólk er því beðið að til- kynna stjórnarnefnd félagsins siík- ar þarfir. Fyrir eftirfyigjandi gjafir vottar félagið gefendum innilegt þakklæti: 13 Pajama Suites; 14 Spítalaskyrt- ur og 9 vasaklúta, frá “Baldursbrá”, kvenfélaginu á Baldur. 6 pör af sokkum, frá Mrs. E. Thor- steinsson, Winnipegosis, Man.; Mrs. Guðrúnu Freeman, Winnipeg, og Mrs. Árni Sveinsson, Glenboro, Man. sýslu. Hún giftist um tvítugsaldur Árna Kristjánssyni frá Ytra-Hrauni í Reykjadal, og bjuggu þau all-lengi l>ar í dalnum. Eiguuðust ]>au 12 börn, þrjár stúlkur og níu pilta. Sjö þeirra barna eru á lífi, þrjú heima og fjögur hér í Vesturheimi. Þau eru þessi: Rósa, gift Jóni bónda á Einarsstöðum í Reykja- hverfi; Á. Júlíus og Trausti, fiski- matsmenn á Akureyri, báðir kvænt. ir; Mrs. Stefán Baldvinsson, sem hin látna átti heima hjá; Stefán, Kristján og Jónas; tveir hinir síð- astnefndu eru í 223. herdeildinni. Þeir eru allir kvæntir. Árið 1890 misti Guðbjörg sál. mann sinn og var hún eftir það hjá Júlíusi syni sínum þangað til liún fór til þeirra Baldvinsons hjóiia. Hún fluttist hingað vestur rneð þeim árið 1903 og var hjá þeim jafan síðan hér í bænum. Systkyni hennar eru þau Jótias Dalmann á Gimli, er um 20 ára skeið stundaði mjólkursölu hár í bæ; Rósa, kona Benedikts pósts, sem flestir kannast við, og Guðrún kona Björns Byrons í Blaine í Washington. Fieiri systkyni átti hún heima á Islandi. Guðbjörg sál. var engin hávaða kona og sannaðist á henni það sem sálmaskáldið segir: “Mörg látiaus æfin lífsglaum fjær sér leynir einatt góð og fögur; en guði er hún alt eins kær, þótt engar fari af henni sögur”. Fátækt og heilsuleysi um fjölda- mörg ár bar hún með sérstöku jaín- aðargeði og þolinmæði. Var liún rúmföst á annað ár, en heilsuiítil yfir 20 ár. Hún var góð móðir og legst hún því til hvíldar með þakklæti og blessun barna sinna. Málverk. Allskonar litmyndir (“Pastel" og olíu- málverk) fást keyptar hjá Por- ntelnl 1». ÞorMteliiMNynl, 732 McGee St., —TalHfmi (i. 4!M)7.— Ljósmyndum, bréf- spjaldamyndum o. s. frv. breytt í stór- ar litmyndir fyrir mjög sanngjarnt ver?5. Efalaust eiga allir einhverja mynd svo kæra, að þeir vilja geyma hana met5 lífi því, sem höndin og litirnir skapa, til minja í stofunnl sinni. 25 prósent afsláttur á öllum Ljósmyndum. Síðastliðinn laugardag voru eftir- fylgjandi börn sett í embætti í barnastúkunni Æskan Nr. 4: Æ.T.—Olgeir Skaftfeld. V.T.—Grettir Jóhannsson. Rit.—Eiia Olson. A.R.—Salome Thorbergsson. / F.R.—JÚ1ÍU8 Skaftfeld. Gjaldk.—Edward Oddleifsson. Kap.—Laura Johnson. Dr—Emily Oddleifsson. A.D.—Anna Helgason. V.—Axel Oddleifsson. U.V.—Emil Lúðvíksson. F.Æ.T.—Fríða Ixmg. Á þessum fundi var byrjað að vcita börnunum tilsögn í að lesa ís- ienzku; sömuleiðis var stærri stúlk- unum veitt tilsögn í ýmsum hann- yrðum. Þessu verður haldið áfram á hverjum fundi, ef aðstandendur óka og senda börn sín reglulega, svo að þau geti haft not af tilsögninni. Dr. Sig. Júl. Jóh. og fieiri voru á fundi barnast. fyrra laugardag og “trakteruðu” börnin á ísrjóma. Slík. ir gestir koma sjaldan, en þeir eru sannarlegá'velkomnir. 50 bushel af hveiti af ekrunni. Það var í Lakeland í Manitoba, að þetta fékst af ekrunni og hveitið náði No. 1 og No. 3 Northern. Þetta er reyndar óvfða, en svona hveiti er þó til í Manitoba og þykir það býsna gott í öðru eins ári og þessu. Þetta er haft eftir Hon. .T. E. Arm strong. Hann hefir ferðast um land- ið vestan við Manitoba vatn frá Lakelafid norður til Kinosota og segir að uppskeran sé þetta frá 20 til 50 bushel. “Hagalagðar.” ljóð eftir Júlíönu Jónsdóttur, kosta 50 cents. Hafa íslenzku blöðin bæði hér í borg getið hennar rækilega. Eg hefi á hendi aðal-útsölu bókar- innar, en hún sjálf er útgefandinn, og gengur því það, er afgangs verð- ur prentkostnaði, til hennar. Allir góðir menn, og konur eru beðnir að styðja að útbreiðslu bókar þessarar, því með því rétta þeir hjálparhönd háaldraðri konu, sem er einstæðing ur, fyrír utan að bókin borgar vel verð sitt. ÓLAFUR S. THORGEIRSSON, 678 Sherbrooke St., Winnipeg. UNGLINGSSTÚLKA ÓSKAST. Mrs. E. Sigtr. Jónasson á Gimli er viljug að gefa konu eða stálpaðri skólastúlku heimili yfir veturinn fyrir dálitla hjálp. Vantar svar sem fyrst. TIL LEIGU Á GIMLI gott hús í miðparti bæjarins, fyrir $8.00 um mánuðinn yfir vetur- inn. Stó fylgir. Hkr. gefur frekari upplýsingar. Brúkaðar falskar tennur Keyptar í hvaða ástaridi, sem þær eru. Komið með þær eða sendið með pósti til D0MINI0N TOOTH CO. Karlmanna “Cameo” Set, Gold Plated, ljómandi fallegt og endist vel. Póstrítt að eins settið.........$1.25 Lofið okkur að senda yður prísa á Úrum og öðru Gull- stássi, sem þér þarfnist fyrir. Tho Ainsworth Sa/es Co, 617 Mclntyre Blk. WINNIPEG - MANITOBA. FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVERKUR HORFINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandf. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan «f landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. RF)n j OPTOMETRIST • • r ClllOll^ AND OPTICIAX Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG um, 258% Portage Ave., Roorn 501. McGreevy Building, Winnipeg JAPANSKAR ROSIR. UNDUR HEIMSINS. — Japanskir rósarunnar blómgast allan ársins tíma. Hugsið um það. Sex vikum eftir að fræinu er sáð, er plantan i full- um blóma. Það sýnist ó- mögulegt. en vér ábyrgj- umst að svo sé. — Þær blóma á hverjum 10 vik- surnar og vetur, og þegar brúskinn er þriggja ára gamall, er hann orðinn alþakinn rósum, 500 til 1000 rósir á hverjum. Blómin eru með þremur litum—Hvít, Ljósgul og Dökkrauð. Plantan vex úti eða inni. Vjr ábyrgjumst að minsta kosti þrjá Rósabrúska úr hverjum pakka af fræi. Verðið, að meðtöld- um vorum 64-blaðsíðu Príslista af allskonar smávörum og fágætum hlutum, á að eins lOc pakkinn, — 3 fyrir 25c. Shoo Flugna Plantan, er önnur furðuleg jurtategund, sem þér ætt- uð að eignast. Þótt hún sé alveg lyktarlaus, þá fælir hún allar flugur burtu úr því herbergi, sem hún er í. Faileg smá blóm vetur og sumar. Vex fijótt upp af fræi. Nógur tími enn að planta henni og fæla flug- urnar þetta haust. Verð 15c pakk- inn; 3 fyrir 40c. Póstfrítt. Veður-Plantan, áreiðaniegur veð- urspámaður. Undarlegar breytingar á þessari undra-jurt segja fyrir um veðurbreytingu mörgum klukku- tímum fyrirfram. Vex allstaðar, alt árið. Mjög skemtileg húsplanta, með stór, lyktargóð, ljósleit blóm, líkust fiðrildi Fræið kostar 15c pakkinn; 3 fyrir 40c. Póstfrítt. Undarlega Pixie Plantan er sjald- séðasta furðuverk í jurtaríkinu, — allir undrast, sem sjá hana. Ábyrgst að vaxa upp af fræi á 48 kl.stund- um, eftir að vatn er iátið á fræið.— Vér sendum yður með pósti fyrir 15c lítinn blómapott fulian af fræi með sérstaklega frjófgaðri mold og full- komnum upplýsingum, — eða 6 mis- munandi tegundir, pakkaðar á sama hátt, fyrir 75c. Póstfrítt. Alvin Sales Co., Dept.H. PO.Box 56 Winnipeg, Man. RAYMOND Saumnvélnr o» Xntlonnl SkilviiMlu imrtnr til sölu hjá Doinoinion Sewlng Mnehlne Compnny Dept. S. WINNIPEG. The Good-CIear j t Dandruff Remedy ; Bezta efnasamsetning brúk- J uð í þet4a meðal. Það læknar t væringu, en litar ekki hárið. f Ágætt til þess að mýkja hárið X og hreinsa og styrkja hársræt- £ urnar. t Kostar......25 og 50 cts. 4 GOGD-CLEAR DANDRUFF l REMEDY. I Til sölu hjá t The Sterling Cutlery Company ; 449 Portage Avenue. ; Nálægt Colony St. í WINNIPEG - MANITOBA. 1 Notið Kostaboð Heimskringlu til Nýrra Kaupenda. Lesið Kostaboð Heimskringlu til nýrra kaupenda. Sumar sögurnar eru óðum að ganga upp, og ættu þeir því, sem er hugleikið að fá ein- hverja vissa sögu, að panta í tíma. Þurfið þið á prentun að halda? Þér, sem þurfið að láta prenta eitthvað. skrifið til Jóns Hannes- sonar, 660 Home St„ Winnipeg, og þá gengur saman. Prenta alla bækl inga, sem yður langar svo mikið til að gefa út; — þér þorgið við hent ugleika. Guðbjörg Guðmundsdóttir Anderson. Hún andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Stefáns Baidvinssonar, að 951 Inger- soll stræti í Winnipeg, 30. ágúst síð- astliðinn. Guðbjörg sál. var fædd 7. sept. 1845 og var því 71 árs að aidri. Hún var dóttir Guðmundar bónda Jóns- sonar og Ingibjargar Jónsdóttur konu hans, er lengi bjuggju í Vallna koti í Reykjadal 1 Suður-Þingeyjar- Standard Bænda Vagnar QALLOWAY’S Búnir til sérstaklega fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Smfðaðir úr bezta efni af þaul-vönum mönnum gjörir Gailoway vagnana þá beztu í landinu. Ekkert nema það bezta er brúkað og vagnasmiðirnir þaulæfðir í sinni iðn, og eru þess vegna betur færir um, að búa til þá beztu vagna, sem fáanlegir eru. Svona vagnar endast betur óg líta betur út, en aðrir vagnar, sem ekki eru eins ráðvand- lega smíðaðir. Hjólpælar, hjólumgjörð og allur undirvið- ur úr beztu eik; hjólin járnvarin og hjólgjörðin úr hálf- tommu þykku stáli, svo traustlega fest að hún getur ekki losnað. Skrifið eftir fullkominni lýsingu. Galloway’s hveiti-heldur vagn- kassi. Búinn til úr beztu tegund af trjáviö vel samanfeldum og varinn gegn því aö geta gliBnaö sundur. “Southern Pine” botn, tvofaldur þar sem hann kemur á undirbita vagnsins. Efni- viöur allur er skraufþur, er hann er notaöur og getur þvl ekki verpst. Mál í bezta lagl. Comstock Patent endagafl, mjög svo þægilegur. Galloway vagn-ábyrgÓ. Vép AhyrjcjuntNt “íinllowny” vngminn aö vera bygröa úr svo góöu efni og svo sterklega, at5 þeir þoli alla þá brúkun, sem þeir eru ætlaöir til. Ef einhverjir partar vapnsins brotna innan eins árs frá þvT vagninn var keyptur og slíkt brot stafat5i af ga.Ua> á efni et5a smít5i. þá munum vér skaffa nýtt stykkí et5a part í statS þess skemda, — met5 því móti þó, at5 brotni parturinn sé sendur oss til Winnipegr til skot5unar. Príslisti, F.O.B. Winnipeg. Cat. Arm or Gear No. Skein in. Tire in. Only 4P911 3%xll 2 $40.75 41*1)12 3V4xll 2ii 51.75 41*013 314x11 3 54.50 11*014 Vagrn-kassi met5 sæti ... Wagon Com- plete »73.0« 77JÍO 79.0« 4IM)I3 Vagn-kassi án sætis ....... 20Í73 41*010 “Tip-top" kassi, 10 in .... 4.30 41*017 Aukreitis fvrir “Neckyoke irfletrees" ...................... og Whif 2.00 Galloway’s Stóra Nýja verðskrá nú til reiðu Gallonay Vörur eru aelilar fl ðvenjnleKa Iflgum prlnum. — Hundruö bænda vita þaö allareiöu. Stóri veröllstlnn _meS síijum kjörprísum er nauösynlegur hverju helmili í Vestur- landinu. Vér höfum eintak fyrir yöur. Sendiö nafn yöar og áritun. Auk þess aö spara peninga, þá munu vörurnar líka reynast fullkomlega Vel. Wm. Galloway Co. 0f Canada, Limited Dept. 25. WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.