Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 1
| Royal Optical Co. j Elztu Oplicians i Winnipeg. ViO höfum reynst vinuin þinum vel, — gefðu okkur lækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. Ii. Fowler, Opt. XXXI. AR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1916 NR. 1 I Kristinn Steíánsson dáinn Skáldið KRISTINN STEFÁNSSON andaðist að heimili hr. Gísla Jónssonar, 942 Bannmg St. hér í bænum, á þriðjudaginn var eftir hádegi (þ. 26. þ. m.). Jarðarför hans fer fram á föstudagmn kemur þann 29. þ. m. Verður komið saman fyrst þar heima kl. 1 e. h. og svo þaðan farið yfir í Únítarakyrkjuna. Stríðs =f réttír Canadamennirnir við Somme. Gibbf* tréttaritari segir, að Canada mennirnir hafi unnið sér frægð og heiður í seinustu bardögunum við Somme. Áhlaupið þeirra á föstudag- inn hefir í alla staði verið fyrirtaks fallega af hendi leyst. 1 Canada- sveitunum sagði liann að hefði verið hópur eða sveit ein af frönskum Canada mönnum, sem hann hefði oft áður séð í smábæjunum þarna á Frakklandi, og höfðu þeir verið óða- mála við sveitafólkið og töluðu auð- vitað sömu tungu og það. Þessir frönsku Canadamenn segir hann að hafi stokkið sem úlfar svangir á Þjóðverjana og höfðu sérstaklega óskað eftir að fá að taka grafir og virki þessi. Þeir hlupi A.ram í sprettinum, en Þ..zkir sendu kúlna- strauma úr maskínubyssum sínum á þá, svo að þeir stöðvuoust, og liefði þá illa farið, ef þeim hefði ekki hjálp komið. En það voru bryn- drekar tveir hinir nýju, sem komu labbandi eða skríðandi að hjálpa þeim, og hétu: ‘Creme de Menthe’ og ‘Cordon Rouge’. Þeir ruddust um fram að víggröfum Þjóðverja og etönsuðu þar innan um maskínu- byssurnar og herinn í skotgröfun- urn, og sendu þeim svo harðar send- ingar, að á fáum augnablikum var alt búið, enda voru Canadamenn- irnir ekk’i langt á eftir þeim. Hindenburg vií Somme. Hindenburg gamli kom nú sjálfur ti] Erakklands og ætlaði nú að láta ganga undan sér, og hrekja aftur þessa snáða, sem vorú að stjaka við Þjóðverjum við ána Somme. Hann hafði á annað þúsund fallbyssur að baki sér til að skjóta á Banda- menn. Og sjálfur st..rði hann 90 þús- undum manna til álilaups á Frakka við Bouchavesnes, rétt norður af Peronne, og ætlaði að ná aftur skot- gröfuxn þeim, sem Frakkar voru ný- búnir að taka. Hann mokaði þang- að lestum löngum af skotfærum og fallbyssum. Þetta var 20. septcmber. Áhlaupið eða áhlaupin voru ákaf- lega grimm, bæði í þéttuxn, löngum röðum, og svo hver röðin á eftir annari. Þéttust og hörðust voru þau í kringum Bouchavesnes og Bo- is 1’ Abbe og Combles og Priez bú- garðinn við Rancourt. Allan dag- inn gekk þctta: en hvergi nokkurs staðar gátu þeir rótað Frökkum. En þegar Rússum safnaðist lið, þá girtu þeir þvert yfir landið, rúmar 10 mílur sunnan við Constanza, frá Tuzla til Rasova við Dóná, og jxar og sunnar byrjaði svo slaguiánn hinn 15. september og stóð látlaust í 5 daga og fram á 6. daginn, eða hinn 20. sept. Vildi hvorugur undan láta. Þenna dag sögðu fregnir það- an hinn 21. að Maekensen hefði orð- ið að hörfa undan með allan sinn her og brendu þeir landið og borg- ir allai', og er það merki um það, að þeir hafa verið vonlausir um að ná því aftur og mjög höfðu þeir verið illa útleiknir. En tilgangur Mackensens hefir fyrst og fremst verið, að hrinda Rússum burtu þaðan og taka járn- brautina austur þaðan til Tcherna- voda við Dóná og brúna yfir ána. Var hann þá kominn inn í miðja Rúmeníu ofe leiðin greið til Buchar- est, höfuðborgar Rúmena, en her Rúmena allur norðanfjalla 1 Trans- sylvaníu. Herði Mackensén gjört þar usla mikinn og ekki verið mjúk- hentur á landsbúum. Hinn 23. sept (síðasta laugardag) komu fregnir um, að rigningar mikl- ar hefðu verið þarna í Dobrudja; en land er iágt og blautt og urðu vegir allir ófærir. Berlínar-fregnir töluðu einlægt um sigra Macken- sens; en nú varð minna um þá, og reyndst það svo, að Mackensen var farinn að hörfa undan; en þá kom rigningin og gjörði allar leiðir ófær- ar, og þar við bættist, að hann náði litlu eða svo sem engu að sér af skot- færum, og ennþá minna af matvæl- um, því að Rússar og Rúmenar höfðu sökt ferjum og flutningsbát- um hans hlö,ðnum af þessum her- nauðsynjum í Dóná. Eina vonin fyr- ir hann var þá að komast burtu, og urðu þeir að gefa upp Silistríu við Dóná. En Rússar lágu þungt á báð- um fylkingarörmum hans, öðrum við Dóná,-en hinum við Svartahaf, og mátti heita að þeir umkringdu hann á þrjá vegu. Fregnir þaðan eru mjög óljósar, en flestum kemur saman um, að hann sé þarna í liættu ínikilli. Enda fylgja nú Rússar og Rúmenar eftir sem kostur er á. Að baki honum er floti Rússa far- inn í gríð að skjóta á sjókastálann Varna. Canadamenn í Courcelette Fregnriti einn á Frakklandi rit- ar liinn 21. sept. um það, er hann kom til Canadamanna í Courcelette daginn eftir að þeir í áhlaupi tóku Heilar raðirnar af Þjóðverjum féllu bæinn þann. En Courcelette er að þarna á sköminum tíma. Hinar afar lieita má nyrzt í geilinni, er Banda- þéttu fyikingar hjöðnuðu og lögð-1 menn brutu f hergarð Þjóðverja ust út af fyrir hríðum Frakka. Og skamt frá Thiepval og rúmar 4 infl- varð mannfalið feiknamikið. Fimm! ur suðvestur af Bapaume. Þeir voru þýzkar Battalions voru þvínær eyði- j búnir að hvíla sig og sofa nærri sól- lagðar. Tröllið þýzka komst ekki i- j arhring eftir áhlaupið og voru þeir iram og varð við svobúið frá að kátir vel og^hlæjandi. Þeir höfðu tekið fleiri fanga þarna en tala sjálfra þeirra var. Áhlaupið var snögt og hart og röggsamlegt. Þýzkir höfðu ekki búist við þeim og höfðu skriðið í holur sfnar og kjallara, til að hlífa sér við hinni hverfa. Slagurinn í Dobrudja eía sunnan Dónárósa. litlar Blöðin hafa fært mönnum fréttir þaðan og þær sem komið I grimmu og mannskæðu stórskota hafa, hafa vcrið svo óljósar og rugl- j hríð, enda voru fél. þeirra að baki ingslegar, að þar hefir lítið verið á; þeim sístarfandi og létu rigningar að græða. En þarna var Mackensen stórskotanna drífa yfir höfuð þeim bezti hcrforingi Þjóðverja með Búlg- 4 Bretana. En herdeildin, sem tók ara, Tyrki og Þjóðverja og hafði lið j austurpart bæjarins Courcelette, mikið, sumir segja 400 þús. manna, I þUrfti að hlaupa yfir bersvæði á og vildi áfram og hrekja Rússa út 1 móti stórskotadrífu (curtain of Svartaliaf eða Dóná. Á móti honum voru Rúmenar, Rússar og eitthvað af Serbum. í fyrstu hafa þeir verið mikið liðfærri og liröktu Búlgarar þá norður og tóku mikið af ósalandinu sunnan til. En Rússar fengu lið til Con- •stanza, hafnborgar sinnar, sem er fyrir miðju landi við Svartahafið. Meðan þeír voru liðfærri, létu þeir síga undan norður; enda höfðu Búlgarar í fyrstu hrakið landvarn fire) Þjóðverja. Og áhlaupið bar svo bráðan að, að herforingjarnir höfðu ekki tíma til að skipa fyrir um at- löguna, nema að hlaupa á þessari mínútu og taka bæjinn. Það þurfti ekki heldur því að hver maður var sem forlngi og vissi hvað liann átti að gjöra. Þeir hlupu allir í einu og tóku bæjinn og hreinsuðu Þjóðverja af strætunum og settu menn við holu hverja, þar sem Þjóðverjar voru 1 armenn Rúmena af landainærunum1 hópum niðri í jörðupni í kjöllurum og töldu Þjóðverjar það stórsigra. og gröfum. Einn 19 vetra drengur frá Canada tók gröf eina með 40 Þjóðverjum og rak þá á undan sér, sem sauðahóp, þangað til liann kom með þá til fé- iaga sinna og voru þeir sendir með öðrum föngum vestur lengra á bak við skotgrafirnar. Einn af heldri foringjunum, sem teknir voru, var barún einn þýzkur, og var drembinn nokkuð f fyrstu; en ofursti Canadamanna tók hann afsíðis og sagði honum, að honum væri bezt, að hafa sig hægan; þeir væru í annríki, og myndu gefa hon- um skjótar skriftir, ef að hann væri ekki auðmjúkur. Hvarf j)á gorgeir- inn skjótlega, og varð liann hinn þægasti. Einn Canada foringinn, smávax-1 inn maður, rakst þar á risavaxinn Þjóðverja, er hann kom fyrir götu- horn eitt í Courcelette; en hann var fljótur að miða á Þjóðverjann byss- unni og sagði honum að gefast upp. En nú þurfti Bretinn að komast á-! fram í gegnum bæjinn og rak því Þjóðverjann á undan sér með upp- réttar hendur. Og var það skringi- leg sjón, að sjá tröllið þýzka labba fangið á undan smámenninu, ein- lægt með hendurnar yfir höfði sér; en sprengikúlurnar að fljúga og rifna alt í kringum þá og húsin að brenna. — Margt var þar skringilegt að sjá daginn eftir, segir fregnritinn. Þar sá eg Canadamann sitja hjá þýzkum fanga og höftíu þeir verið í grimmasta slag rétt áður; en nú sátu þeir og skeggræddu um það, hvenær stríðið yrði biiið.. Þjóðverj- inn sagði, að því mundi lokið und- ir eins og Bandamenn gæfust upp, og sagði að vinir sínir myndu koma fljótlega og taka Courcelette aftur, og Bretar myndu verða fegnir að gefast upp. Cana^amaðurinn stökk æfur á fætur, og sagði að þeir aldrei myndu geta það á þúsund árum. Það væru ekki nógu margir Þjóð- verjar til í heiminum að gjöra það. — Þegar Canadamennirnir sáu moldarhrúgu þar rétt hjá fara að hreyfast, hlupu þeir til og fóru að róta henni. Var þar þá einn dauð- ur Þjóðverji og annar lifandi, sæi'ð- ur litlu sári á handleggnum. Þeir losuðu moldina niður að mitti á hinum lifandi, bundu um sár hans og létu hann svo losa sig sjálfan. — Svo létu þeir hann hjálpa sér að grafa skotgrafirnar, og var hann að því alla nóttina. En um morgun- inn sendu þeir hann til fanganpa á bak við vígvöllnn. Fór hann það einn eftir tilsögn þeirra og skilaði sjálfum sér, og hefir líklega hrósað happi yfir fangavistinni. Framan við, eða norðan og aust- an við bæjinn, voru fremstu skot- grafirnar. Herdeild þessi hélt þeim með sárfáum mönnum fy/stu nótt- ina og urðu þó að mæta og reka af höndum sér 7 áhlaup. Foringinn, sem stýrði þeim, hafði tapað sendi- sveinum sinum; þeir féllu og fót hann svo sjálfur úr einum enda grafanna til annars. Þá sprakk ná- lægt honum sprengikúla og gróf hann aur og leðju, en hann komst þó upp sjálfkrafa og var ósærður.— Og hélt hann þúsund yards af gröf- unum fremstu með 150 mönnum fyr- ir öllum þessum áhlaupum Þjóð- verja, og er það sem næst einn mað- ur á hvert hálft sjöunda yard. — Þótti öilum það liraustlega gjört, að halda jafn löngum gröfum með svo fáum mönnum fyrir áhlaupum ^jóðverjanna og jók þetta við frægð Canada drengjanna, ef hægt var við að auka, þvl að þeir hafa einlægt reynst hinir sömu hugprúðu menn og fyrst við Ypres, þegar l>eir stóðu einir og fámennir fyrir ofurmagni Þjóðverja. — Litlu seinna féll foringi þessi, er hann var að draga maskínubyssu frá vígstöðvum Þjóðverja; náði fyrst einni og dróg hana til manna, sinna og fór síðan á stað eftir ann- ari, en var þá særður banasári. Á Rússlandi hafa Þýzkir nóg aó gjöra. Á Rússlandi sækir Brussiloff fram og lætur Þjóðverja hafa nóg að gjöra. Þeir hafa verið að stæra sig af sigrum við Stokhod, norður und- ir flóunum og suðaustur af Lem- berg i' Galizíu. En þeir geta ekki verið mikils virði, sigrarnir þeir, þegar Brussiloff herðir sóknina að Kovel norður frá og Halics suður af Lemberg og enn sunnar, uppi í Kar- patha fjöllunum. Þjóðverjar hafa orðið að taka sína eigin menn til að verja bæði Ivovel og Halics, þvi að Austurríkismenn duga ekki, og samt eru Rússar koinnir fast að Kovel, og Halies er að mestu rústir einar og Rússar á þrjá vegu og bún- ir að taka þar aljar járnbrautir - nema eina, og hún í skotfæri. Hvor- uga af þessum borgum mega Þjóð- verjar missa, því að fari Halics, eru Rússar bráðlega komnir að borgar- hliðunum á Lemberg og mikill hluti Galizíu farinn, og þá tapa Þjóðverj- ar aftur olíubrunnunum, sem þeim eru svo mikils virði, síðan þeir töp- uðu olíunni frá Rúmeníu. Brussiloff hefir sömu aðferðina við Þjóðverja; hann sækir á þarna á hér um bil sama klukkutíma á kanske 300 mílum. Þar, sem Rússar finna að fast er fyrir, lina þeir sókn- ina, og láta sér nægja grimmar stór- skotahríðir; en finni þeir að lint er fyrir, þá brjótast þeir í gegn. Af þessu leiðir, að*Þjóðverjar geta ald- rei verið ólniltir; þeir geta aldrei tekið herflokka frá einum stað til þess að senda þá eitthvað annað til að lijálpa til að brjóta hergarð Rússa, því þeir vita aldrei, hvar Rússar kunna að koma með svo miklu afli, að þeir velti öllu frá sér og brjótí lilið á garðinn. í Karpatha fjöllunum hafa Rúss- ar verið að taka einn hólinn og einn fjallatindinn eftir annan, einkum kringum Jablonitza skarðið. Fjöll- in eru há (5—9000 fet) og er þar ákaf- lega ilt og seinlegt til sóknar.< En um syðri skörðin, einkum syðst við DornaWatra eru þeir dagalega í sam bandi við Rúmena. Er þar járn- braut í gegnum fjöllin. — 1 Transsylvaníu eða vestan Kar- patha fjallanna í Ungarn, hafa margir verð hræddir um Rúmena, því að þeir eru nýkomnir í hildar- leik þenna, þó að þeir þættu ágæt- ir hermenn áður. En það sýnist sem þeir haldi sínu, og hafa tekið alt suðausturhornið á Transsylvaníu, eða Aleuta dalinn, með aukadölum, og efri hluta Maros dalsins. En Maros er aðaláin í Transsylvaníu og renr.ur frá austri og vestur í Theiss. Alla leið með fjallgarðinum að norð- an, á 300 mílna svæði eða meira, hafa Rúmenar tekið meira eða minna af landi. Og að eins á einum stað, á norðvesturhörninu, hafa ]>eir eitthvað látið undan Ungverj- um. Það er rétt norður af Vulkan- skarði; þar voru olfulindir nokkrar og verksmiðjur, í Petroseny. Þar hafa þeir eitthvað orðið að láta und an, en ómögulegt að vita, hvað mik- ið. Þeir tóku skarðið og verksmiðj- urnar og olíulindirnar snemma og héldu þeim til skamms tíma. — En vandræðin með fréttir frá Ungarn eru þau, að hver bær og hæð og hóll Qg skarð hefir oft 3 eða 4 nöfn og sitt á hverri tungu og öll ólík á pappírnum. — Seinustu blöðin segja eftir frétt- um frá Wien, að Austurríkismenn iiafi tekið Petroseny og Vulkan- skarðið, og sé svo, ])á er það á þeim eiíia stað, sem þeir hafa komist nærri landamærum Rúmena að norðan og austan og albúið að hliði þvl verði lokað fljótlega. Enn í sama þófi á Grikldandi. Af Grikklandi er iítið að segja. — Það hefir litið svo út, sem Salonichi herinn treystist ekki að fara og halda norður og liafa Grikki að baki sér. Alt til þessa hefir enginn trúað þeim. Einlægt eru stjórnar- skifti og nú seinast urðu í stjórn- inni Þjóðverja-sinnar allflestir. En óánægjan hefir einlægt vaxið, og eru allar eyjarnar í rauninni búnar að gjöra uppreist*)g komnar með Bandamönnum. Blöðin telja Salon- ichi sem aðalstöðvar uppreistarinn- ar og nefna auk þess: Thasos, Lem- nos, Chios, Samos, Mitylene sem gengnar séu allar undan stjórnnni í Aþenu og eyjan Krít á lciðinni til þess; þar er Venizelos fæddur. öll Makedónía, Epirus og Thessalía og eiginlega alt Norður-Grikkland er farið, nema Aþenuborg og svo Mór- eu-skaginn. Og í Aþenuborg er fólk- ið svo fráhverft konungi, að á stræti hverju stendur uppmálað stórum stöfum: “Dragðu brand úr sliðrum, konungur, eða segðu af þéri”. Víða eru hús full af vopnum handa bylt- ingamönnum og einlægt eru ræður haldnar á móti konungi á strætum og gatnamótum. Stjórnin ræður ekk ert við þetta, og reynir ekki að gjöra neitt, því að þá væri hún fall- in um leið. Og sízt af öllu dirfist hún að þagga nokkuð niður í Ven- izelos. En vinir Venizelos liafa verið að,biðja hann að fara til Salonichi og mynda stjórn þar og steypa kon- ungi. Var Ventzelos á tveim áttum fyrir helgina. * SIGFÚS J. SIGFÚSSON, B.S.A.f * -------------------------* Herra S. J. Sigfússon, búfræðing- ur frá Lundar sem oft hefir skrifað í Heimskringlu grcinar uin búskap, og er einn af þeim þremur búfræð- ingum, öllum útskrifuðum af Búfræðisskóla Manitoba, sem sklif- að hafa búnaðardéika Heimskrnglu — er nú genginn í herinn. Hann var fyrsti maðuririn, -em gekk í Good- fellGWu-dcildina, sem Lieut.-Goionel Nicholson, eigandi Clarendon Hotei,1 er að stofna. Sigfús er orðinn kunn- ur bændum hér á milli vatnanna, sem hann hefir starfað hjá, og eftir skamman tíma hefir hann áunnið sér hylli þeirra og virðingu, fyrir hin góðu ráð, sem hann hefir lagt þeim og hina'lipru og geðþekku fram- komu sína. Sigfús er sérstaklega praktiskur maður, og einmitt þess vegna hafa ráð hans komið sér svo vel. Þeir, sem lesið l'.afa búnaðargrein- ar eftir hann, sakna lians frá blað- inu, og vér sem ritum það og gefum út, söknum lians mjög, um leið og vér vottum honum þakklæti vort fyrir það sem hann hefir unnið fyrir blaðið, sem einnig var vinna til vel- ferðar og heilla löndum hans. Og nú, þegar hann fer að vinna fyrir land og lýð, frelsi og menning, þá fylgir hugur vor honum, hvar sem hann fer; vér óskum honum gæfu og heillar heimkomu. Fylgi honum hamingjan sem öllum öðrum eríiéðan fara til vlgelda þessara. JGHN ÞORVALDUR SUM- ARLIÐASON. Hann cr sonur Eiriks Sumarliða- sonar, að 487 Arlington St. hór í borginni, og konu hans Þorbjargar sál. Jónsdóttur, sem yar bóndi á Draghálsi í Borgarfjarðarsýslu á ís: landi, og konu hans Guðnýjar And- résdóttur Fjeldsted frá Hvítárvöll- um. — John cr fæddur 5. apríl 1897, er því að eins rúmra 19 ára gamall. Hann kláraði alþýðuskólainentun sína og gekk eitt ár á Central Col- legiate hér i borginni. Eftir ])að vann hann aðallega við búðarstörf í Kandahar, Sask., þar hann innrit- aðist í 108. herdeildina í síðastliðn- um marzmánuði. Lagðj hann af stað með deildinni áleiðis til Eng- lands 12. ]).m. — John er í maskinu- byssu-cleild liersvcitar sinnar. Faðir hans Eiríkur Sumarliðason var um eitt skeið kennari á búnaðar skólanum i ölafsdal, fyrsti aðstoð- arkennari Torfa. Hefir hann nú ver- ið ein 10 ár i Winnipeg, en áður á landi úti. Er hann velþektur œeðal íslendinga. 10 ára framkvœmdir. Að eins 10 ár eru liðin síðan Grain Growers Vesturlandsins sáu að þeir þurftu að hafa sitt eigið félag til þess að líta eftir hveitisölu sinni, ef þeir ættu að fá nokkuð verð fyr- ir vörur sínar á mörkuðum heimsins Þeir byrjuðu í september 1906 og fyrsta árið seldu þeir 2t4 milíón bushela. Síðan hefir félagið vaxið með ári hverju, bæði selt meira, safn ast fé og starfað að svo mörgu öðru fyrir bændurna og þar á ofan fengið mikið orð á sig fyrir heiðarlega verzlun og góð viðskifti. Á þeim 12 mánuðum, sem enduðu 31. ágúst þ. á. seldi Grain Growers félagið yfir 48 millíónir bushela af liveiti og öðrum korntegundum frá 11,000 viðskiftamönnum, og um- sjónarmaður ])eirra gat hækkað hveitistigið, svo' að viðskiftamenn ]>eirra fengu þúsundum dollara meira fyrir hveitið, en þeir annars hefðu fengið. Þessi umsjónarmaður heimtar endurskoðun á hveitinu, ef að hann hyggur, að bændur hafi halla liðið; en lögmaður félagsins heimtir inn fyrir tap og skaðabætur í meðferðinni. Og sýnir þetta ljós- lega, hvernig félagið lítur eftir hags. munum bændanna. Fyrir fáum árum fengu bændur félagið til að verzla með aðrar nauð- synjavörur og vélar, sem bændur nota. Fyrst tóku þeir fyrir að verzla með kol, mjöl, trjávið; bindara- tvinna og ýmislegt fleira. Svo tóku þeir að sér að selja allar vélar. Og einlægt höfðu þeir fleiri og fleiri hlutl, sem þeir útveguðu bændum með innkaupsverði frá verkstæðun- um eða því nær. Og æfinlega var það látið mestu varða, að vörurnar væru góðar og áreiðanlegar. Seinasta marz tók bændafélag ])etta að sér, að selja lifandi gripi upp á ‘commission’. Og settu þeir upp skrifstofu í gripaaörðunum í St. Bonifaee og taka ®)ar á móti gripasendingum bæði frá félöguin og einstaklingum. Þeir hafa fengið sér viðskiftamenn á helztu gripa- mörkuðum Bandaríkjanna. Og svo hafa bændur slegið saman að senda þeim gripi, og gengur það ágætlega. Vafasamt er það, hvort nokkur jafn sterk bændafélags samtök eru annarsstaðar til i heimi. Hluthafar í þvi eru nú 1800, og hlutir, sem bænd- ur hafa skrifað sig fyrir, nema nú $1,400,000.00 eða nær 1M> milíón Af því eru innborgaðir $1,100,000.00. Seinustu 12 mánuðina hafa 11,0000 bændur sent félaginu hveiti eða aðrar korntegundir, og fleiri þús- undir bænda að auki selt í gegnum kornhlöður þeirra, eða keypt vörur í gegnum félagið. Félagið hefir aðal- skrifstofu sína í Winnipeg, en úti- bú í Regina og Calgary, og er í öllu fært um að sjá bændum fyrir öllu sem þeir þarfnast. Lesið um samkomur Kambans. Fólk ætti ekki að láta hjá lífa, að sækja samkomu G. Kambans í Skjaldborg á mánudagskveldið kemur.— Þetta verður seinasta sam- Roman, sem hann heldur hér í borg f þessari ferð sinni, — og allir, sem hafa lieyrt hann áður, vita, livílík unun er að lieyra framsögn hans. — Nú breytir liann efnisskránni svo ekki ]>arf það að halda neinum lfeima, að þeir hafi heyrt hann lesa hið sama áður. 1 þetta slnn verður inngangur ekki seldur, en samskot tekin fyrir stofnun, sem mörgum er kær, — Gamalmennahælið á Gimli. Fundarboð. Taflfélagið Friðþjófur heldur árs- fund sinn næsta Þriðjudagskveld kl. 8 í samkomusal Unítara kyrkj- unnar. Áríðandi að allir félags- menn mæti. Seinasta tækifæri. Nú get eg meðan uppl. endist afgr. pantanir fyrir 1. árg., og verður þetta seinasta tækifæri fyrir menn að fá “Iðunni” frá byrjun, þvf 1. ár- gangur er sem næst uppseldur á í«- landi. Kostar $1.25. — Pantið sem fyrst. / Winnipeg, 20. sept. 1916. Stefán Pétursson, 696 Banning St., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.