Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 4
» I BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. SEPTEMBER 1916 HEIMSKRINGLA (Stoínuð 18S6) Kemur út á hverjum Fimtudegl. tJtgefendur og eigendur: THE VIKING PKESS, LTD. Verti blatisins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmannl blab- sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, rábsmabur. Skrifstofa: 729 9HERBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 Tnlslml Gnrry 4110 um, a5 ráðið er að eins eitt: nefnilega, að berja Þjóðverjana heim í land sitt. Þá munu þeirra eigin menn gjöra uppreist og steypa þeim, sem að þessu eru valdir, og mynda nýtt þjoðfélag, — konungslaust og riddaralaust. Og þann sama dag er stríðið búið. Það er ómögulegt, að launa þeim til fulls, sem fara, eða ástvinum þeirra, sem eftir sitja, en enginn heiður ætti þeim að vera of góður, er þeir kcma heim, eða svo var það syðra, er Þrælastríðinu linti; — en mestan heiðurinn taka þeir hjá sjálfum sér: meðvitundina um, a.ð hafa gjört skyldu sína. |ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri.en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. Liðsöfnuður. Mr. Jóhann St. Thorarensen, hermaður í 223. herdeildinni, er nú að fara að safna liði til þeirrar deildar. Fer hann þessa dagana út um bygðir íslendinga og Skandinava norð- ur með Manitoba vatni. Er hann vel til þess kjörinn, því að fyrst og fremst er maðurinn gjörvulegur, einarður og býður af sér góðan þokka, og svo getur hann talað við hvern Skandinava á hans móðurmáli, hvort heldur það er Islendingur, Dani eða Svíi. Herdeildin þessi, sem hann er að safna liði fyrir, er nú rúm 700 manna að tölu, en þarf að vera 1 100 manna í hennni svo að full- skipað sé. I henni eru eitthvað á annað hundrað íslenzkra manna. Segja aliir, að það sé fríð sveit. En ókostur er einn á þessu en hann er sá, að nái deildin ekki að hafa upp fulla tölu hermannanna, þá verður henni skift upp og einn hópurinn eftir annan send- ur í einhverja aðra herdeild á vígvöllunum, í skörðin þeirra, sem falla, og skiftist því her- deildin upp á milli margra annara deilda. — Þetta þykir flestum eða öllum leiðinlegt, sem í herdeildinni eru. Hermennirnir eru farnir að kynnast hver öðrum. Deildin er heimili þeirra og þegar í háskann kemur vilja þeir standa saman hver með öðrum. Þeim er því stór- kostlega ant um, að fylla deildina, svo að þeir geti verið allir saman. Islenzki hermaðurinn vill fá sem flesta landa sína með sér, eða þá Skandinava, menn af sama frændastofni og þeir eru sjálfir. Til þess að fá þessu fram- gengt, eru menn nú sendir út um allar ný- lendur Skandinava. Það væri mjög leiðin- legt til afspurnar, ef að íslendingar með Dön- um og Svíum og Norðmönnum, gætu ekki fylt upp eina deild. Það er fjarri oss að ásaka landa um það, að þeir hafi ekki lagt fram sinn skerf í stríð þetta. Vér erum einmitt glaðir yfir því, að þeir hafa reynst mörgum betur. Og það er því meira virði, sem þeir í mörg hundruð ár hafa ekki við herskap feng- ist. En nú er oss sagt, að. herskyldan mum koma á hér í öllu Canada í haust, og er þá ljúfara að fara af frjálsum vilja en til neydd- ur. Ef að nógu margir menn fást í deildina, er oss sagt, að hún muni ekki Iengi sitja hér heima, heldur fara skjótlega yfir hafið. — Stríðið er nú snúið á einn veg, því að lengi hafa Þýzkir nú hvergi unnið á, og sjálfir eru þeir orðnir úrkula vonar um að sigra, og er þess vegna einmitt núna um allan heim verið að herða á að safna mönnum og vopnum, sem mögulegt er, til að gjöra út um það, — reka Þjóðverja heim, klippa af þeim halann til Miklagarðs; taka fyrir flutninga m^nna, mat- væla og vopna að sunnan, því að þegar það er gjört, þá er skamt eftir. Þetta verður seinasta tilraunin til þess, að fá menn til að ganga í herinn sem sjálfboða- liðar. Á eftir kemur kallið og þá verður hver tekinn eftir aldri. Mönnum verður skift í vissa flokka og hver flokkur kallaður, þegar að honum kemur. — Margir ætla, að það hefði verið betra, að gjöra það þegar í fyrstu og ódýrara fyrir landið. Vér viljum ekkert um það segja; það má mæla með því og móti. En af reynslunni verðum vér jafnan fróðari, og nú eru málin þessi, sem hér hefir verið frá skýrt. Það verður náttúrlega hver að gjöra eftir því, sem honum finst réttast. En drengskap og dug sýnir það og hlýjan hug til landa sinna, að fara af frjálsum vilja; — þó að vér aldeilis ekki viljum ámæla hinum, sem heima vilja sitja meðan sætt er. Það geta komið svo mörg atriði til greina. Oss er illa við þetta stríð og oss blæðir hugur við hvern vin vorn, sem fer; en vér hötum mennina, sem að þessu eru valdir, sem eru orsök til allra þessara strauma blóðs og tára. En það er sannfæring vor, bygð á meira en 40 ára reynslu og þekkingu á málavöxt- Vakandi áhugi ómissandi —o 1. Hvað veldur því, að Þjóðverjum hepn- ast svo vel verzlun þeirra í öllum löndum heimsins? 2. Er það ekki samvinna verksmiðjueig- enda og íðnaðarmanna á Þýzkalandi við' þýzka bankamenn erlendis, stofnun þýzkra banka víðsvegar um heim og peningalán afar greið og til langs tíma? 3. Getið þér gjört yður grein fyrir hagn- aði þeim, sem þér hefðuð af því, að geta ráðgast við canadiska bankamenn í öðrum löndum, í stað þess, að verða að treysta út- lendum bankamönnum, sem fulltrúum yðar? Ætiið þér að útlendum sé mjög ant um, að selja vöj-ur úr Canada með háu verði? Eða ætlið þér að treysta útlendum mönnum í öðr- um löndum til þess, að segja Canadamönnum, útlendingunum, rétt til um fjárhag og ástæð- ur landa sinna, þar sem þér eruð allir útlend- ingar í þeirra augum? Sir George Foster hefir kallað til fundar verzlunar-, peninga- og iðnaðarmenn í Can- ada. Tilgangur fundar þess er sá, að þeir láti í Ijósi skoðanir sínar um það, hvernig bezt sé að efla verzlun og iðnað landsins. Það er ætlast til, að menn þurfi ekki síðar að segja, að Canada hafi verið sofandi. Og Canada getur ekki verið í svefni og doða, ef að þeir, sem mikilfengleg störf hafa á hendi grípa nú tækifærin, sem að höndum berast. En þeir þurfa allir alvarlega að hugsa um þessa hluti og búa sig undir áður, en þeir mæta á þessum þýðingarmikla verzlunarfundi þjóðarinnar.— Menn þurfa að hafa áhuga fyrir þessu; menn þurfa að afla sér upplýsinga í ótal greinum, sem þetta snerta, svo að þeir komi ekki með tómar hendur á fund þenna. Aldrei hafa jafn Þýðingarmiklir tímar farið í hönd, sem þeir, er nú liggja fyrir. Aldrei hafa menn eins þurft á góðum félags- skap að halda, eða eins mikið verið í aðra hönd eins og nú, ef að menn verulega stæðu nú saman og legðust á eitt og legðu sig í líma að vinna allir að eíhu og sama marki. — Nú meira en nokkru sinni áður, er þörfin brýn að standa saman og kasta fordómum öllum og persónulegum deilum, og vinna að velferð þjóðarinnar í heild sinni. Sem dæmi þess, að aðrir menn sjá þetta, setjum vér hér stutta grein, eftir Colonel George Pope, forseta Na- tional Association of Manufacturers í Banda- ríkjunum. Honum farast orð á þessa leið: “Iðnaðarmennirnir geta ekki kastað frá sér ábyrgðinni og skyldunni, að kynna sér all- ar ástæður, sem að þessum málum lúta, út í yztu æsar. Sannarlega er það skylda iðnaðar- manna í Bandaríkjunum, sem með hverjum deginum verður ákveðnari og ákveðnari, að sinna og starfa að málum þessum opinber- lega, en ekki Iáta sér nægja, að bauka hver fyrir sig með launung út í horpi. Vér höfum fylsta rétt til þess, að láta til vor heyra. En vér verðum að vera vissir um, að það sé alt áreiðanlegt og víst, sem vér höldum fram og þess virði, að því sé gaumur gefinn. Ef að iðnaðarfræðingarnir, félagsfræðingarnir og þeir, er stunda pólitisk vísindi, leggja sig fram til að kýnna iér þessi mál og bæta úr þeim, en vér sitjum hjá og gjörum ekkert, þá höfum vér engan rétt til að finna að, eða setja út á tillögur eða endurbætur þeirra, nema vér get- um sýnt, hvar þeir hafa rangt gjört og villir farið. Með öðrum orðum: Vér verðurn að kynna oss alt það, sem mögulegt er að geti orðið þjóðinni til þrifa og velferðar, og þar koma til iðnaðarmál, verzlunarmál og banka- mál. -----o------ Ðómari Galt þunghentur á ritstjórunum. Það var á fimtudaginn 21. sept., að Mr. Rogers, ráðgjafi opinberá’verka í Dominion stjórmnni, kom fyrir rannsóknardómarann Mr. Galt til þess að svara spurningum ýmsum, er snertu embætti hans, sem ráðgjafa ppin- berra verka þegar skóllnn var bygður. Þegar yfirheyrslan er langt á leið komin eða nær búin,. dregur Hon. Robert Rogers upp skjal eitt og eru það lagaboð um stöðu dómaranna (Judges’ Act), og segist vilja benda dómaranum á, að samkvæmt lögum þessum sé hann og ailir aðrir dómarar, sem sitji í rahnsóknarnefndum líkri þessari og taki borgun fyrir, — sekir um “graft”, því að lögin hafi ætlast til að dómararnir fengju svo há árslaun, að þeir hefðu nægilegt til lífsupp- eldis fyrir sig og sína. Og þegar dómannn fór svo að spyrja Hon. Robert Rogers, hvað hann meinti með “graft”, þá segir hann, að eftir orðabókum tákni það : “payment for unlaw- ful prposes”. Áttu þeir svo nokkurt orðakast um þetta, Mr. Rogers og Judge Galt. Sagði dómarinn, að Rogers væri flæktur inní Búnaðarskóla- málin (invo'ived; eða eftir Free Press “heavi- ly involved”). Svo fara biöðin að koma út með ítarlegar frásagnir af öllu þessu og verður blaðið Tele- gram harðort í garð dómaranna og beimst að Judge Galt, og segir að hann taki þarna 100 dollara á dag og brenni það vasa hans, og fer um hann mörgum fleiri óvirðulegum orð- um, sbr. Telegram 22. sept. — Knox Magee, ! útgefandi blaðsins Saturday Post, skrifaði | einnig um þetta í blaði sínu og segja margir, að hann hafi verið harðorðastur allra. Fregnin um þetta flaug sem eldur í sinu um alla borgina, og var ekki um annað talað á strætum og gatnamótum, og ekki minkaði það daginn eftir, þegar 4 blaðamenn voru teknir fastir og leiddir fram fyrir Judge Galt og sakaðir um óvirðuleg ummæli sín í blöð- unum, er lýstu fyrirlitningu fyrir hinni kon- unglegu rannsóknarnefnd í akuryrkjuskóla- málunum. Mennirnir, sem teknir voru og leiddir fyr- ir dómara Galt, voru þessir: Managing Editor Edward Beck, News Editor Benjamin R. W. Deacon, Reporter Stanley Beck, allir við Tele- gram, og svo Knox Magee, útgefandi Winni- peg Saturday Post. Sektir urðu þessar: Edward Beck fékk eins mánaðar fengels- isvist og $300 fjársekt. Benjamín R. W. Deacon fékk tveggja vikna fangelsi og $100 dollara sekt. Stanley Beck fékk eins mánaðar fangelsi. Knox Magee fékk eins mánaðar fangelsi og $500 fjársekt. Þegar dómur var upplesinn, voru þeir all- ir teknir og fluttir í fangelsi. Reynt hafði verið, að ná ráðgjafa opin- berra verka, Hon. Robert Rogers, en hann var þá kominn á Iestina á leið austur til Ot- tawa. En áður en hann fór setti hann yfir- lýsingu í Telegram og afsakaði, — ekki að hafa borið sakir á dómarann, heldur hitt, að hann hafði mælt fram með honum til að verða skipuðum sem dómara. Og var sú grein einna þyngst af ummælum Rogers. Mr. Beck neitaði að bera vitni fyrir nefnd- inni, eða að svara nokkru við próf þetta, af þeirri ástæðu, að nefndin væri ólögleg og gæti ekki haft neitt réttarhald og sæti þvert 1 á móti lands lögum og væri notuð í pólitisk- | um tilgangi, til að hefna sín á manni einum. Knox Magee hélt því fram við dómarann, að hann hefði ekki rétt til að hegna sér af þeirri ástæðu, að dómnefnd þessi hefði enga myndugleika, samkvæmt lögum, til að hegna sér eða öðrum fyrir óvirðingu sýnda téðum ‘ dómstól. Mr. Deacon áleit gerinina í Telegram sanngjarna. " Mr. Stanley Beck viðurkendi, að hann hefði borið blaðinu fregnina, en tajdi grein- ina ekki sanngjarna og sagðist ekki hafa lesið i hana fyrri en hún var komin út á prent. • Blöðin, sem fjalla um þetta eru: Free Press 22., 23. og 25. sept.; Telegram, gefið út sömu dagana, og svo Saturdey Post fyrir umliðna viku. Fjórum klukkustundum að bl.menn- irnir voru settir í fangelsið, náðu vinir þeirra þeim út, skutu málunum til Haggart dómara og voru þeir lausir látnir án veðs, — eftir “Habeas Corpus ’ lögunum, og við það situr. Hvað frásögu þessa snertir, þá er hún mjög ófullkomin og viljum vér vísa mönnum til dagblaðanna í Winnipeg, sem áður er á minst. • Málið er kanske eitthvert hið mikilsverð- asta, sem fram hefir komið í fylki þessu, ef ekki í öllu Canada, og blöðin, t. d. Free Press, segja, að úr þessu verði stórmikill mála- rekstur. Síðari fregnir segja, að mál blaðamann- anna komi fyrir rétt hér á laugardaginn. , Margar fregnir hafa verið að koma síðan hið ofangreinda var ritað um álit dómara í öðrum fylkjum á málinu, bæði frá Ontario og Saskatchewan, og eru á móti dómara Galt. Haultain dómari í Saskatchewan segir að dómarinn hafi ekkert vald til að dæma blaða- mennifia fyrir “contempt of court”, og Wet- more dómari segir hið sama. Á laugardaginn verður frekar farið út í þetta, og fá menn þá meira að heyra. VÍSUR 0G VIÐLÖG Til rafmagnfrœðings Eiríks Hjartarsonar Frá Þorsteini Þ. Þorsteinssyni. I. Austan blaktar laufið á þann linda. Líður hann hægan austanað andvarinn frá þeim helga stað unz hann snertir augað það, sem eygði þá bláu tinda. Síðan það þekkir eina átt: árnæturdagsins sólarmátt, himinn síns lands og hafið blátt, sem heiðríkju lífsins mynda. Alt er óhægra að leysa en binda. Austan blaktar Iaufið á þann linda. II. Grænt og fagurt aldin undir hlíða. Heim vill þangað hugurinn, sem hreyfðist vængur fyrsta sinn, þótt máske það væri frá mosabing, er myndin söm, hin fríða. Svo verður þeim Svarfdæling, sem sér sig um kring: ein verður perlan í öllum þeim hring. Muntu seint úr mínum huganum líða. III. Fuglarnir syngja fagurt á aldinkvist. Ef hjartað eignast þá hreinu raust, heilbígt og einfalt lífsins traust, þá eiga sumur hlýrri haust og hugfró ei er mist. Lukkan ber mann langt í burt frá angist. IV. Orð og starf þitt ætíð lá eftir beinni línu. Drengskapur aldrei lá á liði sínu. Hvergi fann eg hrufu á hreinlyndinu þínu. / Þygðu fyrir það þökk í hjarta mínu. Láttu mannskaps afl þitt alt út í verk þín streyma — eldinn, vitið, — alla sálarheima. Leiddu rafmagn regin-falt rökkurs inn í geima. Það er líka í ljósi hægt að dreyma. Verklegt afl, ef andleg list æðstu ráðin hlýtur, ófærurnar að eins niðurbrýtur. Þörfin bæði inst og yzt eftir vogun lítur. I Forsælugili fossipn ennþá hrýtur. Hjörtur letrar ljóssins rún á Leifturskinnu sína. Á hana lærðirðu’ undirstöðu þína. Hinar geyma in grónu tún, en galdrar aldrei dvína. — Bráðum fer eg að bera mig til við mína. V. Loftkastali er hornsteinn allra halla. Þú hefir byrjað þína bók, þrítugur sigrað gildan hrók. • Framtíð lands vors kallar alla, alla. Næðir þú í Hjartar hönd eg held þið gætuð sprengt þau bönd, sem loka Sesam Islands undra fjalla. — Framför leitt úr frumkraft þeim, sem falinn enn er reyndarheim. Drottinn lát ei deginum bjarta halla. Forngöfgin tengd við framsókn þá, er fegrar það land, sem þjóðin á, er guðspjall þess dags, sem draumurinn sá í dýrðinm skýjahalla. Dagur fagur prýðir veröld alla. VI. Hugurinn á sér hreiður; hjartað samastað, en fæturnir finna eigi friðarins veg í hlað. Heiðar sem haustsins nætur, heitar sem júlísól, eru þær þöglu þakkir, sem þekkja ei varahól. Heilsan til ykkar frá okkur. — Endahnútinn þú sér. — Sem sól sícín á sumartíðum sæmdin fylgi þér. KENNARA VANTAR fyrir Mary Hill skóla No. 987, byrjaT 1. október til 1. desember 1916. Ef einhver vill sinna því, tilgreini kaup og æfingu sem kennari og sendi til- boð sín hið bráðasta til undirrit- aðs. íft' S. SigurSsson, Sec’y-Treas. Mary Hill P.O., Maa. Þurfið þið á prentun að halda? I>ér, sem þurfið að láta prenta eitthvað, skrifið til Jóns Hannes- sonar, 660 Home St., Winnipeg, og þá gengur saman. Prenta alla bækl- inga, sem yður langar svo mikið til að gefa út; — þér borgið við hent- ugleika. » J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.