Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 28. SEPTEMBER 1916 HEIMSKRINGLA. 31*. 7, PURITV FLOUR More Bread and Better Bread Bókarfregn. FriSrik J. Bergmann : Trú og þekking. Gömul og ný guðfræði. Reykjavík rdití. 355 bls. í stóru 8vo, með 6 myndum. “Trú og þekking”. Það er gamalt vandamál, sem hér er hreyft í þess- ari nýju hók síra Friðriks Berg- manns. í rauninni hafa menn alt af við og við verið að fást við ]iað öðru hvoru, síðan kristni hófst, ýmist með tiistyrk kyrkjnnnar krifitnu eða í andmælum við liana. Gnóstíkarnir gömlu v'oru rækir gjörðir af því einu, að þeir fóru of geyst í því, og hugðust mundu gjöra á svipstundu það sem kyrkj- unni þóknaðist að gjöra á lengri tíma; að samrýma kristindóminn grfskri þekkingu (gnósis). Háspeki miðaldanna sýnir aftur á móti þetta starf innan véhanda heilagrar kyrkju, þó að litlu mætti oft halla til þess að komast út úr húsi. Það er fyrir löngu búið að sýna sig, að þekkingarþrá mannanna og rannsóknarlöngun verður ekki hald ið burtu frá trúarbrögðunum, nema því að eins, að trúin sofi sjálf, og öllum sé saina um hana. Sé hún vakandi, þá verður henni ekki hald ið utan við andlega strauma mann- kynsins á öðrum sviðum. Það er t. d. ómögulegt, að menn viður- kenni það satt í trúarbrögðunum, som þeir vita samkvæmt vísindun- um að er rangt. En þá kemur þetta vandamál undir eins á dagskrána: Trú og þekking. Getur það farið saman? Kemst það hvorttveggja fyrir á þessari sömu jprð. Og þeim, sem ant er um trúna, verður eðli- lega mikið áhugamál, að geta sam- rýmt þetta, þvi að annars er trúin í voða. Þekkingin staðnæmist ekki. Menn fara t. d. aldrei að viðurkenna framar, að sól, tungl og stjörnur snúist kring um jörðina. Geti ekki trúin samrýmst þekkingunni, þá er hún dauðadæmd. Sira Priðrik tekur nú tilefni af trúmáladeilunum miklu vestan hafs til þess að ræða þetta vandamál all- ítarlega og gjöra upp milli gamallar guðfræði, sem vill halda sínu striki, hvað sem þekkingin segir, og nú- tima-guðfræði, sem vill sýna fram á, að trúin samrýmist þekkingunni æ því betur, sem hún (þ. e. þekkingin) er fulikomnari. Skal eg nú lauslega geta um inni- hald bókarinnar. I. Gömul guöfræöi. — Gjörð stutt en mjög ljós grein fyrir rétttrúnað- arhugtakinu og afleiðingum þess í sögunni og mannlífinu. Rómvcrsk kaþólskir hafa kyrkjuna og páfann að styðja rétttrúnaðinn við, en mót. mælendur óskeikula biblíu, þar sem þeir hafa út í rétttrúnaðaröfgarnar komist. Sýnir höf. fram á, að af þessu tvennu sé þó skárra að lúta úrskurðarvaldi páfans, því að hann sé þó maður, tilheyrandi sömu kyn- slóð og þá byggir jörðina, en bók- stafurinn hins vegar æfaforn og úr- eltur, tilheyrandi löngu liðnu stigi í mannkynsæfinni. II. Nútíma-guöfræðin. Hún hefir verið til á öllum öldum. Páll i>ost- uli var nýguðfræðingur gagnvart Eariseunum. Nómínalistarnir voru nýguðfræðingar gagnvart gömlu há- spekinni o. s. frv. — Nafnið sjálft hvorki lof né last. Alt nýtt getur hvorttveggja verið: gott og iit. Lýst afstöðu guðfræðinnar til ýmsra at- riða, §vo sem trúgreinanna (dog- manna) biblíunnar og kraftaverk- anna, og sýnt fram á hvernig hún leysir ])á gömlu Gordiums-hnúta. III. Biblíurannsókn að fornu og nýju. — Hér ber höf. upp þá spurn- ingu, hvort hin frjálslynda guð- fræði sé “einskonar undur — njóli, sem þotið hefir upp alt 1 einu og muni visna upp og verða a$ engu á tíma jafnskömmum” (bls. 25), eins og andstæðingarnir bera henni á brýn. Hrekur hann þá skoðun með því, að segja skýrt og stutt sögu rannsóknanna á biblíunni og sýna með því fram á, hversu óhugsandi og ómögulegt er, að spyrna móti broddunum fyrir þá, sem kyrrir vilja standa. — “Enginn sá, er eign- ast vill guðfræðilegar og ábyggileg- ar heimildir, hvort heldur kenslu- bækur eða almennar fræðibækur á ]>ví sviði (biblíulegum fræðum), getur nú fengið annað en nýja guð- fræði sér til stuðnings og þekking- arauka. Annað selst ekki; annað er ekki til neins að gefa út. Svo al- gjöriega hefir ný guðfræði lagt uúd- ir sig landið með mentaþjóðunum” (bls. 50). IV. Skoðanir Lúthers um biblí- una. — Hér kemur fyrirtaks góð og ítarleg ritgjörð um þetta efni, studd hvervetna með tilvitnunum í rit Lúthers sjálfs. Er verulegur fengur að því fyrir alla þá, er kynnast vilja skoðunum hins mikla kyrkjuföðurs í þessu efni. V. Trúarskoðanir þjóðar vorrar. — Stuttur útdráttur úr trúarsögu þjóðarinnar íslenzku. Ofurlítill smekkur er hér gefinn, sem sýnir, hve afar-mikið hér er óskrifað enn í sögu þjóðarinnar. Sýnir höf. fram á það, hvílíkt djúp var staðfest milli 17. aldar rétttrúnaðarins og 19. ald- ar rétttrúnaðarins, sem síðast hafði og skólast í eldraun píetismans og einkum rationaliSmans. “Það var dálítil vorkunn, þó að þeir eigi bágt með, að þekkja hvor annan, nafnarnir, rétttrúnaður 17. aldar og rétttrúnaðaur 19. aldar, þegar fund- um þeirra ber saman” (bls. 89). VI. Sýnóduguðfræðin og kyrkju- félagið. — Hér víkur sögunni vestur um haf, og er það hér rakið, hvern- ig kyrkjufélagið íslenzka smáþrosk- ast í áttina til hinnar afar ófrjáis- lyndu amerísku sýnódu, vegna ]iess, að prestarnir mentuðust á skóiun- um þar. VII. Deilan um biblíuna. Höf- undur segir hér nokkuð af sinni eigin þroskasögu. Skýrir hann síð- ar frá deilunum hér heima og vest- an hafs, milli ‘gömlu’ og ‘nýju’ stefnunnar þar til alt sprakk þar vestra. Segir hann sögu þessa moð eldlegu fjöri, eins og ekki er kyn um þann mann, sem allan tímann stóð í svæsnustu hringiðunni, svo að á honum skullu hörðustu boðaföllin. VIII. Kenningin um innblástur biblíunnar. Hér snýr höf. sér aftur frá hinu sögulega. Ræðir hann gömlu innblásturskenninguna, og færir fjölda röksemda íyrir því, hve ósönnt óverjandi og auk þess bein- línis siðspiilandi hún er og hlýtur að verða. Bendir hann á ýms óynd- isúrræði, sem gripið er til, til þess að verja hana. Minnist eg ekki að hafa séð ítarlegar um þetta mál rit- að á íslenzku. Það er nokkurskon- ar stórhreingjörning. IX. Trúarvitundin. “í deilunni um biblíuna vestan hafs, var orðið trúarvitund, og hugtakið, sem það táknar eitt höfuðatriðið” (bls. 213). 1 þessum kafla skýrir liöf. þvf þetta hugtak. Trúarvitundin er sem sé fyrir sanna mótmælendur sá sanni hæstiréttur, sem kyrkja, páfi og biblía er fyrir þá, sem skemmra eru á leið komnir, trúarvitundin upp- lýst af guðs orði. Við hana studd- ist Lúther. Hún er það testimoni- um spiritus sancti, sem þeir gömlu svo kölluðu, vitnisburður Krists anda, samkvæmt fyrirheitum. Dreg- ur höf. svo fratn ýmsar afleiðingar þess, að trúarvitundinni er beitt sem æðsta úrskurðarvaldi. Gengur hann sérstaklega ítarlega inn á lær- dóminn um “meyjarsonernið”. Hins vegar er trúarmeðvitundin einhver hin skæðasta grýla alls rétttrúnað- ar, ])vi að hún sprengir hans fjötra, og knýr mann, ekki að eins til að velja fyrir sjálfan sig, heldur líka til þess að prédika hinn fundna sann- leika af þökunum. X. Trúarjátningar og kenningar- frelsi. Um þetta efni hefir áður verið ritað all-vendilega á íslenzku, af prófessorunum Jóni Helgasyni og Haraldi Níelssyni. Kemst höf. að beirri niðurstöðu, að það sé óvit, að gjöra játningarnar að bindandi lög- um. Þær séu ekkert annað en vitn- isburður um trú liðinna tíma, síð- ari tímum til leiðbeiningar. Játn- ingarnar eru meira og minna gall- aðar, eins og eðlilegt er þegar þess er gætt, að þær eru stílaðar með á- kveðnar kringumstæður fyrir aug- um og gegn villulærdómum, sem nú eru horfnir fyrir óralöngu. — Auk þess má toga þær á alla vegu. í þeim er liins vegar engin innblást- urs kenning. — Talar hann síðan um kenningarfrelsið og það, hve ókristilegt og hrottalegt það sé hjá rétttrúnaðinum, að vilja reka burtu í andlega útlegð, alia þá, sem eitt- hvað hugsa og kenna í einstökum atriðum öðruvísi en venja hefir verið. XI. Trúvillukæran. — Hér snýr höfundur sér að ástandinu vestan hafs. Nefnir hæstaréttardóminn í kyrkjumálinu vestra og dregur fram nokkur grunvaliaratriði í honum, sem ekki muni haggast. XII. Avinningurinn. Niðurlagið. Ávinningurinn er þessi: 1. Kristn- in en ekki biblían er grundvöllur trúar vorrar. 2 . Trúarvitundin leidd í öndvegi, en ekki rekin í út- legð. 3. Kærleiksvilji guðs einn ó- skeikull, bókstafurinn ekki. 4. Fagnaðarerindið frjálst, ekki í bönd um óg lagafjötrum. 5. Kærleikur og umburðarlyndi, ekki kúgun og of- ríki. Með þessu lýkur sjálfri bókinni. Síðan eru prentuð nokkur fylgi- skjöl. 1. Æfisögur lögmannanna, er málið fluttu fyrir rétti af hálfu sak- borninga, Hjálmars A. Bergmanns og Barða G. Skúlasonar. 2. Fram- burður presta í málinu. 3. Hæsta- réttardómararnir 3, er dóminn feidu, og loks 4. Hæstaréttardómur- inn. Hvað sem kann að verða um hina frjálslyndu stefnu í trúmálunum með þjóð vorri, þá má þó óhætt segja að hún reisir sér ýmsa göfuga minnisvarða. Og einn af þeim er þessi nýja bók Friðriks Bergmanns. Höfuðkostur hennar er sá, að hún er öll rituð af yfirburða þekkingu og ber alstaðar vitni um þau fá- dæmi, sem höfundurinn hefir lesið og tileinkað sér, af hinu merkasta, sem út hefir komið með stórþjóðun. um 1 guðfræði seinustu órint eink- um þó í enska heiminum. — Auð- vitað dregur það töluvert úr gildi einstakra kafla og að nokkru' leyti allrar bókarinnar fyrir oss hér heima, hve mjög hún er spunnin utan um kyrkjumálið vestur-ísl., og framburði prestanna virðist helzti mikill sómi sýndur með því að prenta hann enn upp. Og þó kynni hann að geta orðið þörf hræða á hættulegri leið, veginum út í bókstafsþrældóminn, ef nokkur líkindi væru til þess, að þangað ætti að teyma þjóðina. Bókin er alls yfir stórmikill feng- ur íslenzkum guðfræði-bókmentum og ómögulegt fyrir nokkurn þann, sem fylgjast vill með í andlegum straumum þjóðarinnar að láta hana ólesna. Frágangur bókarinnar hið ytra er myndarlegur. Yerð hennar kr. 4.50. Magnús Jónsson. —(ísafold). Sannleikur er sagna beztur. Herra ritstjóri M. J. Skaptason! Yiltu gjöra svo vel, að ljá eftir- fylgjandi línum rúm í þínu heiðraða blaði. í Lögbergi frá 13. júlí sl. er frétta- grcin úr Reykjavíkur-bygð. Niður- iag nefndrar greinar gefur skyld- mennum og kunningjum okkar hjónanna ástæðu tii að ætla, að við séum orðin hér þurfamcnn. Greinar- höf. getur þess, að Mrs. Björnsson hafi tekið af mér barn eitt skóla- tímabil, gengist fyrir samskotum fyrir mig og tekið konuna mína á heimili sitt í fyrra vor. Að síðustu hakkar greinarhöf. í Lögbergi Mr. og Mrs. Björnsson fyrir viðtökurnar, sem hann hafi haft á heimili þeirra hjónat líkiega til að sýna, hversu ó- líkur hann sé mér, sem aldrei hafi þakkað fyrir mig í blöðunum. Mér dettur í hug flækingur, sem hélt ræðu á alþektu gestrisnis- heimili og gat þess þá, að hann hefði oft fengið að borða þar þegar hann hefði verið svangur og kan- ske iíka að drekka, og þakkaði þá hátt og í heyránda hljóði' matinn, sem hann hafði etið ]>ar fyrir 5 ár- um. Eg álít réttast, að segja hverja sögu eins og hún gengur. í hitteðfyrra vetur léði eg Mr. Björnssyni elzta drenginn minn til snúninga um tíma og bauð liann þá, að hann yrði, þar að vorinu eftir að skóli byrjaði og notaði skólann; en mér fanst hann ekki mega vera að heiman, vegna þess eg fór til Winnipeg í vinnu, og bauð Mr. Björnsson þá næst-elzta drengnum mínum til sín og var hann þar í 4 mánuði. 1 fyrra vetur fyrir Jól safnaði Mrs. Björnsson $16.00 hér í bygðinni og keypti fyrir þá fatnað á börnin mín. Fjársöfnun þessi fór fram án minnar vitundar og á móti mínum vilja, svo það er orðum aukið hjá greinarhöf. að það hafi verið gjört fyrir mig. Eg varð um þetta leyti fyrir $200 skaða, en eg seldi á sama tíma flsk fyrir $58t átti líka fáeina gripi og verzl- unarstjórinn á Nrrrows hjálpaði mér þá um nauðsynjar mínar, þeg- ar eg þurfti, eins og hann gjörir enn. Eg veit, að konan gjörði þetta í góðum tilgangi og til þess að gleðja börnin mín; en ekki til þess að óviðkomandi maður notaði það sem auglýsingu um hjálpsemi henn- ar og afkomuleysi mitt. í fyrra vor flutti eg af landi því, er eg var á; en húsin, er eg flutti í, þurftu viðgjörðar, og vildi eg ekki að kona mín færi þangað fyrri en húsin yrðu endurbætt. Kona mín ætlaði þá að biðja kunningjakonu sína, sem búsett er austan vatnsins, að lofa sér að vera um tíma; en er við vorum að leggja af stað frá ná- granna okkar, kom Mrs. Björnsson þar og bauð konu minni til sín og þáði hún það. — Það eru fleiri en áminst hjón, sem greitt hafa fyrir mér hér. Guðjón sál. Erlendsson (sem var vinur minn frá því eg var 11 ára; kennari minn um tíma og oft sem leiðtogi og leik- bróðir, maður, sem eg sakna sem bezta bróður); hann og kona hans tóku á móti mér, er eg kom fyrst í þessa bygð með konu og 6 börn, og vorum við hjá þeim í 1 mánuð; þau gáfu mér eina kú og greiddu fyrir mér á ýmsan hátt, sem hér er of langt upp að telja. Synir þeirra hjónat Gústav og Guðlaugur, hafa líka gjört mér mikinn greiða. Vinur minn og félagi frá gamla landinu, Ágúst Johnson og kona hans, gáfu mér eina kú og hafa gjört mér marg. an greiða. Vináttu og drengskap hessa fólks þykir mér ])ó mest vert um. Enn vil eg telja bændurna: Guðm. Kjartansson og Sigfús Borg- fjörð og konur þeirra til þeirra, er greitt hafa fyrir mér hér. Allir bygðarmenn, og þeir, sem eg hefi kynst úr nærliggjandi bygðum, hafa virzt mér vel. Eg kom hingað fyrir 3 árum; þá átti eg $460, er var afgangs ferða- kostnaði mínum og fjölskyldu minnar frá íslandi, og $100 virði af búsáhöldum. — Eg keypti fyrsta haustið 7 kýr. Á þessum 3 árum hefi eg mist 1 hross, er kostaði mig 8200, eina kú og 10 kindur. Eg á nú einn hest og vonast til að eignast annan í haust, 15 kindur og 23 naut- gripi. Eg á skilvindu og nauðsynleg áhöld til heyskapar og heýflutnings og dálitla netaútgjörð. Eg bý hér á vatnsbakkanum og get haft nægan fisk mér að kostnaðarlitlu. Eg á vinnusama og duglega konu og átta efnileg börn, og vona eg, ef þeim endist líf og heilsa, að þau geti orð- ið nýtir borgarar; liefi eg þá flutt til þessa lands meira en margur ann- ar, og tel mig efnaðri en suma, er telja fleiri kýr. Yinsamlfega Ingvar Gíslason. Reykjavík, Man., lO.sept. 1916.. Aths. — Grein þessi er ekki skrif- uð til þess, að vekja ágreining, og vona eg að hafa ekki meitt neinn af )eim, er eg hefi nafngreint. Eg hefi að eins skrifað þetta til þess, að skyldmenni og kunningjar mínir bæru engar áhyggjur um líðan mína hér og færu ekki að efna til sam- skota mín vegna að óþörfu. Enginn vekur eftirtekt á öðrum (í opin- beru blaði) sem þurfamgnni, nema til þess, að honum sé veitt lijálp eða til þess að reyna að óvirða hann. I. G. Háhyrningurinn. orea gladiator) telst til tannhval- anna. Fullorðinn (r hann um 20 feta langur en getur orðið alt að 30 fet. Hann er auðþektur á hvítum bletti, sinn hvoru megin, ofan og aftan við augun, og á því, hve bakugginn er hár (á karldýrunum um 3 fet). Ugg- inn eða hornið er til að sjá eins og prik eða staur beint upp í loftið, iegar horft er framan á háhyrn- inga, og stafar af því hið norska nafn hans ‘staurhynningen’ (líka spækhugger’). Háhyrningar eru fé- lagslyndir, og halda sig í hópum. Aðalfæða þeirra er síld, en þeir eta einnig lax og aðra fiska, er halda sig ofarlega í sjónum. Ennfremur drepa þeir seli og eta, og skíðis- hvali, og hafa því verið kallaðir “úlfar hafsins”. Það kvað vera stór- fengileg sjón, að sjá háhyrninga- vöðu ráðast á reyðarhval, eða ann- an stórhval, og rífa af honum spik- ið og drepa hann. Rósinkrans lvarssont nótabassi á s.s. ‘Islending’, hefir sagt þeim, sem þetta ritar, að hánn hafi þrjú sum- ur í röð (1912—13—14) séð sama há- hyrninginn á Axarfirði (1915 kom hr. R. ív. ekki á þann fjörð). Há- hyrnipgur þessi var auðþektur á þvf, að nornið a lionuin var brotið, stóð lárert til vinstri hliðar. Vafa- laust hefjr það verið sama háhyrn- ingavaðan, sem komið hefir þarna á Axarfjörð ár eftir ár. Gaman væri, ef einhver hefir séð þenna horn- brotna háhyrning í fyrra, að hann léti Dagsbrún vita. Sömuleiðis ef hann sézt 1 ár, og þá líka, hvað margir háhyrningar eru í vöðunni með honum—(Dagsbrún Lofthernaðurinn og hundarnir. Upp til sveita á Englandi geta menn heyrt og séð það á atferli hundanna, hvort óvinaloftför eru þar á sveimi, jafnvel þótt að þau séu svo langt í burtu, að menn hvorki heyri né sjái til þeirra. — 1 ensku blaði segir sveitamaður einn svo frá: Síðustu 12 mánuðin hafa þýzk loftför kastað niður sprengikúlum við og við 1 50 til 150 mílna fjarlægð frá húsi mínu. Bændurnir 1 kring hafa sagt mér, að þeir geti alt af vit- að, hvenær óvinaloftför eru í nánd, af gelti hundanna. — Hundarnir skeyta ekkert um vanalega skothríð þó þeir séu á næstu grösum, en þeg- ar sprengikúlu er kastað af loftfari, þó í fjarlægð sé, og enginn maður verði þess var, eru þeir árvakrir ó- rólegir og gelta ákaft. Er þetta nú af þvít að hundarnir geti greint óvenjuleg hljóð í meiri fjarlægð en menn, eða flýgur “fiski- sagan” milli þeirra bæ frá bæ það- an sem aúlan nemur? Margir bændur, sem eg hefi talað við, staðfesta það, að þær nætur, sem skýrslurnar síðar sýnat að loft- árásir hafi verið gjörðar, gelti hund- arnir látlaust tímum sarnan, þó að engin lifandi vera önnur verði nokk urs vör og hafi enga hugmynd um loftárásina fyr en skýrslurnar birt- ast — nema af hundgánni. —(Vísir). ™_e D0MINI0N BANK Hornl Notre Domr o*c Sherhrookr Street. Hnfntlntöll nppb....... Varaajflnur ............... $7,(MMMMM» Allar efxnlr...............$7M.(MMMMM> Vér ðskum eftir viðskiftum verz- lundrmanna og ábyrgjumst aT> gefa þeim fullnægju. Sparisjóðsdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. Ibúendur þessa hluta borgarlnDar óska ab skifta vió stofnum sem þelr vita aó er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrjiÓ spari innlegg fyrir sj&lfa ybur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáSsmaSur PHONK GAKHY S4Ó« [Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — me£- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía ......................... $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ........ 0.30 Dolores ............,*.......... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl....... 0.40 Jón og Lára ..................... 0.40 Ættareinkennið................... 0.30 Lára........................-... 0.30 Ljósvörðurinn ................... 0.43 Hver var hún? ................... 0.50 Forlagaleikurinn................. 0.55 Kynjagull ....................... 0.35 Sérstök Kjörkaup Ef pantaS er fyrir $1.00 ecSa meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pant- aðar í einu, seljum vér þær á — aS eins þrjá dollara tuttugu og fimm cents ($3.25). Borgun fylgi pöntunum, BlöB, sera flytja þe >» «ug!ýaln)’B leyfislaust fá. enga borgun fyrlr. GISLI GOODMAN TINSMIÐUR. VerkstæT5Í:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone Garry 2DS8 Helmills Garry 899 J. J. B/LDFELL FASTEIGNASALI. Unlon Bnnk r*(h. Floor No. 520 Selur hús og lóTJir, og annab þar aU lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Mnln 2685. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífa, og slysaábyrgö o* útvegar penlngalán. WYNYARD, SASK. J. J. Swanson H. G. Hinriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG penlnaa mittlar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnloeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFHÆÐIKGAR. 215—216—217 CURRIE BUILDING Phone Maln 3142 WINNIPEG Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÖGFRÆÐINGAR. Phone Maln 1661 101 Klectric Railway Chambera Talsíml: Maln 5302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR, 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gis/ason PhyMlelnn nnd SurKeon Athygli veitt Augna, tíyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skuröi. 18 8outh 3rd St., Grund Forts, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BCILDING Hornl Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aö hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h. Phone: Main 3088. Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2316 f Vér höfum fullar birgbir hrein- 9 Á ustu lyfja og meðala. KomitJ A. f með lyfseöla ybar hingaö, vér T A gerum meöulin nákvæmlega eftir A “ ávísan Iæknisins. Vér sinnum r A utansveita pöntunum og seljum Á f giftingaleyfi. : : : r ' CGLCLEUGH & CO. * ^ \otre Dnme A >herlironke St«. ^ ^ Phone Garry 2690—2691 5E»SIIHE2^^ A. S. BARDAL | selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnabur sá bestl. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvarða og legsteina. : : 813 SHKRBROOKE ST. Puone ti. 2152 WINMPEG ÁGRIP AF REGLl GJÖRD um heimilisréttarlönd Canada og Norðvesturi c Jinu. Hver, sem hefir fyrii jói wyldu a9 Já eöur karlmaöur eldr n 18 ára, ge’- ur tekiö heimilisrétt jóröung úr section af óteknu stjórr landi í Mani- toba, Saskatchewan og a Un - sækjandi eröur sjálfu koma á landskrifstofu stjórnari ?Sa urn - irskrifstofu hennar í þv t uu - bot5Í annars má taka i öllu a landskrifstofum stjórna <en ekkl á undir skrifstofum) m um ski - yröum. SKYIaDUH:—Sex má ibúb og ræktun landsins á hvenu if þremur árum- Landnemi má b 5 vissuui skilyi”ðum innan 9 mílnu 'r heimiii — réttarlandi sínu, á lan« ekki r minna en 80 ekrur. S .'t íveru- hús verður að byggja, n.iantekntt þegar ábúðarskyldurnai r u 'ullnægð- ar innan 9 mílna fjarlæ^ '*5ru landl, eins og fyr er frá grein Búpening má h& . andfnu f 8tat5 ræktunar undir vis ir~ -kilyróu u 1 vissum héruóum g efnilegur landnemi fei rétt, á fjórtSungi secti landi sínu. VerÖ $3.00 fy SKYLDURi—Sex má hverju hinna næstu þr að hann hefir unniö s bréf fyrir heimilisréttar auk þess ræktaö 50 ekru landi. Forkaupsréttarb neini fengib um leitt < heimilisréttarbréfiö, en skilyrtSum. Landnemi sem eytt 1 rétti sínum, getur fengi arland keypt í vissum h $3.00 fyrir hverja ekru. Verbur atS sitja á landii u i hverju af þremur næstu ár-. 60 ekrur og reisa hús á J »n«n- $300.00 viröi. W. W. « «>K\ Deputy Minister of th oóur « g >rkaup - netSfram ru hveria ibútS k ra eft r eigna - -ínu, ‘ gr u seinx a t ur lan - - n tek r * VÍSSU'tt neimlli 4- nilisrét t- im. Ve tl liDLR - lánutSi >m, ræk’ a 'U. sem mf e Interior.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.