Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 28. SEPTEMBER 1916 heimskringla BLS. L ' Æfiminning. Eins og þegar hefir verið getið um í blöðunum, andaðist að heimili sínu í Hensel-bœ í Norður Dakota, húsfreyja Halldóra Sigríður Egg- ertsdóttir Austfjörð, að kveldi þess 31. ágúst sl. Banamein hennar var krabbamein. Halldóra sál. var fædd að Fossá á Hjarðarnesi í Barðastrandarsýslu þann 29. sept. árið 1866. Voru for- eldrar hennar Eggert skipstjóri Jlagnússon Vatnsdal (nýdáinn) og Sophía Friðriksdóttir prófasts Jóns- sonar á Stað á Reykjanesi. Foreldr- ar Eggerts föður Halldóru sálugu, voru þau Magnús Einarssón bóndi í Skáleyjum, bróðir Eyjólfs al])ingis- manns. Einarssonar í Svefneyjum, af hinni alkunnu Svefneyja-ætt, og Sig- ríður Einarsdóttir hreppstj. Ólafs- sonar, systir Þóru móður síra Matt- híasar Jochumssonar. Halldóra sál. ólzt upp hjá foreldr- um sínum og fluttist með þeim vest ur sumarið 1885. Settust þau ])á að f Halldóra Sigríður Eggertsdóttir Austfjörð. íslenzku bygðinni í Dakota og bjuggu skamt austur af Mountain. Sumariíf 1888 giftist hún Birni Jóns- syni Austfjörð, frá Ekkjhfellsséli í Felfum í N.-Múlasýslu, er hingað fluttist vestur árið 1887. Byrjuðu þau búskap fyrst í Winnipcg, en fluttust þaðan árið 1889 til hinnar svokölluðu Lögbergs nýlendu, er þá var í inyndun.t Dvöldu þau þar í tvö ár, en þaðan fóru þau aftur til Norður Dakota, og settust að á landi, er þau keyptu, vestur áf Cava- lier. Þar voru þau f sjö ár. Um þetta leyti byrjaði mikill út- flutningur úr Dakota bygðinni og fóru þá margir austur til Minnesota, í nýbygð er þar myndaðist um þetta leyti, í Roseau County. Flutt- ust þau nú þangað vorið 1899. Voru þau þar þangað til um sumarið 1904, að þau seldu bú sitt og fluttu til baka aftur til Dakota og reistu verzlun í bænum Hensel, þar sem þau hafa átt heima siðan. Fimm börn hafa þau eignast og eru öll á lífi: Eygarð, Sophía, Jón- ína, María og Haraldur. Eru þau tvö elztu útskrifuð af kennara há- skólanum í Valley City, en hið þriðja á þar nú að eins ólokið fulln- «ðarprófi. Fjóra bræður á Halldóra heitin á lífi; eru þrír búandi hér vestur í Saskatchewan, Elías bóndi að Wyn- yard; Friðrik og Þórður, verzlunar- menn í Wadena. Veikinnar, er dró hana til dauða, kendi hún fyrst snemma í marz í vor. En hversu sem læknishjálpar var leitað, stoðaði það ekki, og að kveldi þess 31. ágúst var friðurinn fundinn. Jarðarför hennar fór fram frá heimilinu og kyrkju Vidalíns safn- aðar sunnudaginn 3. sept. Flutti síra Rögnv. Pétursson, frá Winni- peg, ræðu bæði heima og í kyrkj- unni. Var hún jarðsett í grafreit Vídalíns safnaðar. Halldóra heitin var mesta mynd- arkona i sjón, þrekmikd gáfuð og trygg og föst í lund, eins og frænd- ur liennar fleiri. Hún var mjög frjáls f skoðunum, tryggur vinur vina og hin umhyggjsamasta móðir. Er hennar sárt saknað af börnum og eiginmanni, ættingjum og vanda- mönnum, bæði nær og fjær. Var út- för hennar ein með þeim fjölmenn- ari, er haldin hefir verið í Dakota. Bretar og Svíar Fremur óblíðar kveðjur hafa farið á milli Breta og Svía upp á síðkast- ið, út af pósti og sjórétti á stríðs- tímum. Hafa Sviar kvartað yfir því, að Bretar rannsökuðu póst til landa, er stæðu utan ófriðarins og gjörðu hann upptækan, og verið all-harðorðir til Breta út af þessu. Þetta gæti nú í sjálfu sér verið skiljanlegt, ef þeir hefðu farið líkt að við Þjóðverja, fyrir tjón það á skipum og mönnum, sem Svíar h#fa beðið af þeirra völdum; en engin umkvörtun hefir komið frá sænsku stjórninni í þá átt; en í garð Breta er hún þungorð. Þó hafa Bretar hvorki gmndað mönnum eða skip- um fyrir Svium. Má hér af ráða, á hvora hliðina sænska stjórnin hall- ast í ófriðnum. Utanríkisráðgjafi Breta, Edward Vér kennum PITMAN Hraðritun. Success Vér kennum G R E G G Hraðritun. i BUSINESS COLLEGE % Horninu á Portage og Edmonton Winnipeg - - Man. DEILDIR AF SKÓLANUM FRÁ HAFI TIL HAFS. Tækifæri Það er stöðug eftirspurn eftir fólki, sem útskrifast hefir frá SUCCESS skólan- um. Hundruð af bókhöldur- um, Hraðriturum, Skrif- stofustjórum og Skrififrum gefa nú fengið stöður. — Byrjið i dag að undirbúa yður. Takií tækifærin, sem berast upp í hendur yðar. Leggið fé í mentun, — ef þér gjörið það, þá borgar það svo margfalda rentu, og vandamenn yðar og vinir verða stoltir af yður. —- SUCCESS skólinn er tilbú- inn að undirbúa yður fyrir tækifærin. SKRIFIÐ YÐUR STRAX í DAGI INN Yfirburðir Beztu meðmælin eru til- trú fólksins. Það skrifa sig árlega fleiri stúdentar inn i SUCCESS, en i’ alla aðra verzlunar skóla Winnipeg borgar samantalda. Skóli vor er æfinlega á undan öll- um öðrum í nýjustu hug- myndum og tækjum, sem kenslunni við kemur. “Bil- legir’’ og “Prívat” skólar eru “dýrir’’ á hvaða “pris” sein er. Allar vorar kenslu- greinar eru kendar af sér- fræðingum. Húspláss og á- höld öll er margfalt betra en á öðrum skólum. Stund- artSu nám á SUCCESS skól- anum. Hann hefir gjört — succ-ess í starfi sínu frá byrjun. — SUCCESS vinnur. u I I SUCCESS skólinn heldur hæstu verðlaunum fyrir vélritun "C í öllu Canada. SKRIFIÐ YÐUR INN HVENÆR SEM ER. SkrifiS eftir skólaskrá vorrit Success Business Gollege,Ltd. F. G. GARBUTT, Pres. D. F. FERGUSON, Prin. FYRIR TÍU ÁRUM SÍÐAN TÓKUAI VÉR A MÓTI FYRSTA KARINU AF HYEITI * Og fyrsta árið höndluðum vér 2,340,000 Bushels fyrir bændur. — Seinustu 12 mánuðina, sem enduðu 31. ágúst síðast- Iiðinn, höndluðum vér 48,000,000 Bushels af kornvöru fyrir yfir 11,000 bændur. — Þessi mikh vöxtur á kornvöru verzl- un vorri, er bein afleiðing af hreinum viðskiftum og óaflátanlegri viðleitni vorri, að gjöra alla ánægða, sem treysta okkur til að selja korn sitt. — Látið oss senda yður upplag af Shipping Bills og Leiðbeiningar. Brúkið formið, sem hér fylgir, til þess að láta oss vita, hve mörg vagnhlöss jjér búist við að hafa tilsölu og hvaða járnbraut þér sendið það með. Með naesta pósti sendupi vér yður svo öll eyðublöð, sem þér þarfnist. Með þessu móti þurfið þér ekki að fá eyðublöð og upplýsingar hjá brautar-agentinum eða neinum öðrum. Leiðbeiningar-formin, sem vér sendum yður, gjöra yður ákaflega auðvelt, að senda kornið. Upplýsingarnar eru svo ljósar, að ómögulegt er að misskilja þær. Látið oss vita, ef þér hefðuð not af að fá HIÐ DAGLEGA BRÉF VORT UM VERÐ Á KORNI. — Það er velkomið, að senda yður þær upplýsingar á hverjum {Jegi, eða tvisvar—þrisvar í viku, — alveg eins og þér viljið. HÆSTU PRÍSAR. — HÁ FYRIRFRAM BORGUN. — FUÓT AFGREIÐSLA. ALGJÖRÐ TRYGGING. p- O. Hvort heldur þú hefir korn eða gripi til sölu, eða vantar að kaupa akur- Prov. uryrkju verkfæri til búsins, — þá er hagur yðar vor hagur. KLIPPIÐ ÞETTA ÚT OG SENDIÐ OSS THE GRAIN GRÖWERS GRAIN CO. Winnipejí, Man. Eg býst við a<5 hafa .... Cars af korni til sölu. Gjörið svo vel, að senda mér frítt allar upplýsihgar og Shipping Bills fyrir (...................járnbraut). Undirskrift: The /rain /rowers /raíh (o., Branches at REGINA.SASK. CALGARY, A LTA FORT WILLIAM.ONT. Winnipe^ 'Manitoba A^ency NEWWESTMINSTER British Columbiít Grey, segir 1 svari sinu til sænsku stjórnarinnar meðal annars; Þegar þess er gætt, að engin mót- mæli hafa verið gjörð gegn bardaga- aðferð óvina vorra, sem þó hefir verið orsök til þess, að mörg sænsk skip og mannslíf hafa farist, er ó- samræmið bersýnilegt og hlutleysi Svíþjóðar viihalt. Ujtphaf þcssarar þrætu var það, að Bretar fóru að rannsaka jióst, sem fór á milli Bandaríkjanna og Svíþjóðar; sérstaklega urðu Svíar vondir, þegar Bretar tóku böggla- póstinn úr Ólafi Helga ,sem átti að fara til Gautaborgar og kom frá New York. Þriðji hluti þess póstsins var ‘rubber’, sem átti að fara til fé- lags eins í Gautaborg. Lögðu Bret- ar, sem vænta mátti löghald á þann varning, því þeim var auðsætt, hverjum hann mundi ætlaður. Her- fangs réttinum var falinn úrskurður málsins, en hann varð só, að Bretar skyldu. halda herfanginu, en greiða andvirði þess þeim sem sendu. Að nauðsyn bar til þess fyrir Breta að rannsaka j>óstinn frá Bandaríkj- unum til hlutlausu landanna 1 Ev- rópu, hefir sýnt sig þrófaldlega. — Til dæmis má geta þcss, að ólafur Helgi liafði í þetta sinn meðferðis til.kaupmanns eins í Kaupmanna- höfn 300 pakka af vélapörtum, sem reyndust vera þegar þeir voru settir saman skotgryfju gröfunarvél. Bréf til sama kaupmanns sem var mcð, sagði að Þjóðverjum væri ætluð vél- in, eins og geta mátti nærri; en herfangs rétturinn iirskurðaði hana réttmætt herfang, og að sjálfsögðu hefir hún nú orðið að góðum not- um á vígvellinum, þó lijá öðrum sé, »en ætlað var. / Sænska stjórnin heldur því fram, líkt og stjórn Bandaríkjanna, að Bretar hafi engan rétt til, að liafa vakandi auga á pósti milli hlut- lausra landa, þó það'liggi í hlutar- ins eðli, að væri svo ekki, myndu ógrynnin öll af forboðnum varn- ingi flytjast á milli. — En til þess nvl að ná sér íuðri aftur á Bretum, gjörðu Sviar upptækan pakkapóst frá Bretlandi til Prússlands, þvert ofan f fyrri póstsamnjnga milli Sví- þjóðar og Bretlands. Bretar heimt- uðu, að Svíar létu póstihn lausan, og lofuðu, að allir úrskurðir brezka herfangs réttarins skyldu látnir í alþjóða gjörðardóm eftir stríðið. En Svíar kröfðust þess að þrætumálin yrðu þegar sett í gjörð, og að Bretar hættu að rannsaka póstinn þar til gjörð væri fallin í málunum. Að þessu vild'u Bretar ekki. ganga, og lauk l>rætunni í þetta sinnið með því, að Svíar létu i>óstinn lausan; en gáfu engin loforð um, að ]>eir gjörðu ekki póst upptækan fram- vegis; nema því sé lofað, hóta Bret- ar að taka aftur tilboð sitt, að skjóta herfangs réttar úrskurðun- um til alþjóða gjörðardóms. í þessari þrætu hefir það sýnt sig, á hvora hliðina sænska stjórnin hallast í ófriÖnum; raunar vissu flestir það áðux-, en nú er það öllum deginum ljósara. Hirðin, hei’inn og stjórnin eru öll hlynt Þjóðverjum. Og liefði það ekki verið fyrir mót- spyrnu frjálslynda flokksins og Jafnaðarmanna, mundi Hiegri- manna stjórnin, sem þar ríkir nú, | hafa teygt l>jóðina inn á ófriðar- brautina Þjóðverja megin. En frá Svíum hafa þó Þjóðverjar fengið flestar nauðsynjar slnar, — annað- hvort varning þar framleiddan eða ]>angað innfluttan og beinlínis ætl- aðan Þjóðvérjum. í Danmörku, Noi'egi og Hollandi hafa veríð stofnuð verzlunarfélög, sem stjórnir þessara landa standa á bak við, og sem hafa gefið tryggingu fyrir því, að aðfluttar vörur til þeirra verði ekki aftur fluttar það- an til Þýzklands; en sænska stjórn in hefir neitað, a'ð vera aðili að sllk- um félögum, telur þjóðarheiðrinum misboðið með því. En þó kalt blási frá Svíum í garð Breta og Bandamanna þeirra, má þó telja vissu fyrir þvl fengna, að ekki fari Svíar í stríðið. 1 upphafi ófrið- arins mun þá hafa langað til þess, bæði vegna vinsemda við Þjóðverja, og eins hins, að þýzka stjórnin lof- aði þeim Finnlandi að launum. Auð vitað héldu Rússar því og halda; en í upphafi stríðsins þóttust Þjóð- vei’jar geta alt, og það að gefa Sví- um Finnland, sem Rússinn hafði áður fyrri frá þeim tekið, átti auð- vitað að vera innanhandar fyrir Þjóðvei-jann ef Svíinn væri honunx við hlið. Nú þykja Svíum liorfurnar dauf- ari og því sitja þeir hjá; sem vina- land Þjóðverjans verður Sviþjóð skráð, er saga stríðsins er rituð, en lengra inn á þá braut var ekki ráð- legt að fai’a. Nýir bryudrekar Breta Feriíki þessi hin miklu, sem eng- inn fyllilega hefir getað lýst, eru lík--- astir þvi, sem ýæri það tilbúningur einn í sögum H. G. Wells eða rithöf- undarins franska Jules Verne. 1 allri' sögu striðanna hafa menn ald- rei heyrt annað eins. Trölla fallbyss- urnar, sem þeir höfðu til ]>ess að brjóta stálgirta kastala Belga og F'rakka, eða hinar gasspúandi, eitri og logandi eldi blásandi vélar Þjóð- verja, eru sem barnaglingur á rfióti trölldómi og fítóns-anda kunnáttu skriðkvikiíida' þessara, sem eru brynjaðir kastalar á hjólum, og skríða þó sem ormar yfir jörðina, jafnt upp á móti sem ofan 1 mðti. Og allir ætla nú, að bryndrekar þess ir séu ckki einu sinni jafngildi tuga cða hundrað þúsunda hermanna, ■— heldur muni stórum stytta stríðið, sé eins mikið til af þeim og í smíð- um, sem sumir fullyrða. Aldrei fyrri hafa neinar hreyfivél-1 ar .verið útbúnar öðru eins afli og þessar. Hin stærstu autós, sem smíð-! uð hafa verið, lxafa verið með 12 ‘cylinders’ og Í00 hesta afli, og draga; þetta um tvö ton. En bryndrekar þessir liinir nýju vigta að minsta kosti 400 ton, og til þess að draga ]>á upp úr gröfum og skurðum þyrfti að minsta kosti 20,000 hestöfl. Túrbínar í stórum skipum geta knúð ]>au áfram með 70,000 til 80 þúsund hestöflum; en stærð og ]>yngd þessara véla, myndi gjöra ]>ær ómögulegar á landi, jafnvel þó j að olía væri notuð sem eldsneyti.! Skipin með hinum nýju Diesel vél- um, geta lagt til 4000 hestöfl. En alt fram að þessu, hefir engin hreyfivél vei'ið búin til, sem hafi nægilegt afl til, að lireyfa 400 ton á hjólum upp og ofan djúpar gryfjur eftir sprengivélar, eða skui'ði djúpa, eða þvert í gegnum húsin og múrvegg- ina, yfir girðingar, gaddavíra, trjá- boli (stompa) eða í gegnum þétta skóga. En það er eins og þessi nýju bryntröll fari þetta alt saman. Það er nú sagt, að það hafi verið farið að smíð’a þau undir herstjórn Ivitchen- ers, þó ekki hafi þeir verið notaðir fyrri en þetta. Hvort það eru þessar ‘caterpillar’ dráttarvélai', sem Bandaríkjamenn smíðuðu og seldu Bretum þúsund af til þess að draga hinar afar- þungu fallbyssur Frakka og Breta, vita menn ekki. En þeim fylgdi engin brynja og engar byssur. En þessir nýju dráttarvagnar leggja brautina fyrir sig sjálfir, þar sepx þess þarf, og sagt er þeir fari yfir flóa og mýrlendi sem. harða grund. Yélarnar eru stundum tvær sam- an í þessum álilaxiþum; stundum fóru þær einfara. Þegar ein kom fyrst að skotgröfum Þjóðverja og sópaði grafirnar kemur háttstand- andi foringi (oberst) þýzkur með uppréttar hendur og beiðist griða. Bretar liætta snöggvast að skjóta og segja honuin að koma nær. Hann gjörir það, og þegar hann kemur að vélinni, þá kemur þar hönd út og kippir honum inn og þar er hann m*eð þeim meðan þeir halda áfram að brjóta víggarða Þjóðverja og reka félaga lians á flótta. í þessuxfi bardaga þarna hafði hópur véla þessara verið, stundum í hvirfing eða hólfhring, stundum tvær saman og stundum ein og ein. Hermennirnir fyigdu þeim hlæjandi og spaugandi, þær voru' svo skringi- legar; og svo þegar þær komu að óvinunum óðu þær í gegnuxn fylk- ingar þeirra, fóru beint á maskínu- byssurnar Nog aðrar fallbyssur og óðu bæði í gegnum höpa þeirra, svo að þær veltu þeim frá sér eða skriðu yfir ]iær. í sináþorpi einu óð ein áundan inn í þorpið — í gegnum múrvegginn ó verksmiðju einni, er Þjóðverjar höfðu gjört að kastala. Og einlægt stóðu eldblossarnir og straumur kúlnanna út úr ferlíki þessu. Var því ekki að undra, þó að Þjóðverjum yrði felmt við, að sjá þær koma og héldu að þarna væri sjálfur djöfullinn kominn, að berj- ast á móti sér. Fregnin um þær flaug víst sem hvalsaga um þýzka herinn. alténd á Frakklandi. Enginn veit, hve mikið Bretar liafa af undra-báknum þessum. — Nagt er, að ein hafi biiað ]>arna við Somme og hafi stungið niður nös- um milli skotgrafa Bandamanan og Þjóðverja og höfðu hvorugir. Eng- inn velt, hvernig hún bilaði'; — ert ]>að er að eins ein af mörgum, senv til eru. Það er raunar of snemt að segja. hvers virði undravélar þessar eru til herskapar; en það er ljóst, að þær breyta allri hernaðaraðferð þessara nýjustu tíma. Skotgrafirnar, virkin og gaddavírsflækjurnar faiia stórum í gildi; og í seinni tíma stríðum verða véiar þessar að líkindum oins nauðsynlegur eins og hverannar ó- missandi herbúnaður. Nú hafa þær mestmegnis maskfnubyssur og inni í iðrum þeirra er sagt að mennirnir- séu allsberir, því að hitinn er víst mikiil þar inni. Svo verða þær út- búnar kastvélum, sem þeytast með vélum af sjálfu sér á óvinina, og vel má vera/að þær verði látnar iiafa stórar fallbyssur líka. Sumir halda, að Þjóðverjar verði" fljótir að búa þær til og nota á móti Bandamönnum. En það hljóta að líða margir mánuðir, þafigað til Þjóðverjar geta farið a húa þær tiþ og ]>ó að l>eir hefðu uppdrætti af þeim, myndu l>eir tæplega geta búið til brúkandi vélar fyrri en að óri liðnu. En þó eru líkur til, að Banda menn verði farnir að berjast á þýzkri grundu og strfðið í verunni unnið, ]>ó að ]>að verði ekki alveg búið. Albúið er, að farið verði, eða sé þegar farið að smíðá þær á Rússlandi. Og það lítur svo út fyr- ir augum manna, að þær liafi leyst spursmálið, hvernig Bretar ' og Frakkar eigi að bjijótast í gegn um hergarð Þjóðverja á Frakklandi og í Belgíu. NotiS KostaboS Heimskringlu til Nýrra Kaupenda. Lesið Kostaboð Heimskringlu til' nýrra kaupenda. Sumar sögurnar eru óðum að ganga upp, og ættu. þeir því, sem er hugleikið að fá ein- hverja vissa sögu, að panta í tíma. TIHE EXCHANCE — TIIIE EXCHAXOE — TIKE EXCHAXCIE Tire Exchange TOGLEÐUR HRINGIR Nýir og brúka’ðir af öllum tegudum. VULCANIZING VIÐGJÖRÐ. i a a u a -a u a Bara fóniB Main 3602, viti sendum OMAKIÐ YÐUR EKKI eftir hringunum og skiium þeim aft ur, þegar viógjöróin er búin. Bændur — sendiö okkur gömlu togleöurshringina yöar; vér gjörum vlö þá, ef þeir eru þess viröi, e®a kaupum þá hæsta ■ ' ■ of slitnir til v ~ ~ 1S M o B > a H - veröi, ef þeir eru of slitnir vit5gjört5ar. Thompson Commission Co. ? 318—320 Hargrave St. Phone: Main 3602 I H H * o a ► 'A n H TIRE EXCHAXGE — TIRE EXCHANGE — TIRE EXCHAXGE —

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.