Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 3
"WINNIPEG, 2. NÓVEMBER 1916 HFIMSRRINGLA BLS. S Loforð og aðgjörðir í aiheimsmálum. Thedore Roosevelt, fyrv. forseti Bsndaríkjanna. skrifar fyrir stuttu f Metropolitan tímaritið injög svo Þungorða grein út af aðgjörðum Washington stjórnarinnar, bæði í hervarnarmálum og utanríkismál- dm. Ásakar hann stjórnina um margt og misjafnt, oins og búast má við af jafn stækum andstæðing;; en að hann hafi mikið til síns máls, munu fáir efast um, sem til þekkja. 1 utanríkismálum kveður hann stjórnina hafa gefið hvert markleys- is-loforðið á fætur öðru til bess að gleðja sentimentalistana; en þegar leið að þeirri stundu, að fram- kværna skyldi þessi loforð, varð lít- ið úr efndum, því það kom í bága við hagsmuni lausa þjóð, líkt og hér á sér stað með Belgfu, að gjöra ekki annað en belja sein ákafast gegn stríði og æpa eins að þeim, sem eru að verja hend- ur sínar, lif og frelsi kvenna og barna, — má með réttu telja þá verri en gagnslau^a meðlimi þjóð- félagsins. Og einmitt þetta hafa friðarpostular þessarar þjóðar látið sér sæma. Það skal tekið fram skilmerkilega, að vér mótmælum þessari stefnu friðarpostulanna, ekki einasta sök- um þess, að hún er heimskuleg fram úr hófi, heldur vegna þess, að hún er siðferðislega skaðleg. Menn þessir hafa ekki dáð til að standa við það, sem þeir kenna, þegar á herðir. Þeir eru bleyður, sem hlaupa frá Skoðunum sínumm af hugleysi og setjast þannig á bekk með mat eríalistum. Ekkert getur verið svívirðilegra en að senda friðarskip til Evrópu og skoðanir hinna ^‘gingjörnu og kaldlyndu materíal-1 og að vinna að friði hér, þegar lát- ista. ið er hjá líða, að mótmæla óhæfunni Mr. Roosevelt farast meðal annai s | gegn Belgíu og ekkert er gjört fyrir þannig orð: í málstað hennar. Slíkt var þó í lófa Hugsýslumennirnir, sem hér ræð- lagið. ir um, eru ekki framkvæmda-menn; i>eir eru orða-menn. Materíalistarnir iesera sig lítt um orðaskvaldur, en þess minna um, að orð og gjörðir falli saman í framkvæmdum. Þeim stendur svo hjartanlega á sama, Þetta hafa þessir hugsjóna og draumsjóna menn og friðarins boð- berar látið sér sæma, og kinnroða- laust gjörst bandamenn materíal- ista þessa lands; þeirra manna, er sagt hafa, að sú eina skylda, sem á hverju hugsýslumennirnir (senti-j okkur hvíli í utanríkismálum, væri inentalists) lofa og hverju að stjórn-1 gú, að sjá eigin hagsmunum sem in lofar sentimentalistunum, svo! bezt borgið. framarlega, að ekkcrt verði úr þeimj jyióti þessari samsteypu verða góð- og réttsýnir menn að hefjast efndum, þegar til kastanna kemur, nerna þá f þeim sökum, sem eru niateríalistunum sjálfum til hagn- aðar. Orðiti eru stundum innifalin í samningum — sem eru ioforð. En stundum eru þau í ræðum og cm- kættisskrifum æðstu embættishafa þjóðarinnar og helztu ráðunauta hans. Sentimentalistarnir verða frá- muna af gleði í hvert sinn og slíkir samningar eru gjörðir eða ræða flutt, og materíalistarnir hafa engin mótmæli fram að bera, síður en svo, alt sem þeir hafa á móti er að samningunum sé framfylgt eða að læðunni fylgi framkværrdir. — Það eina, sem materíalistarnir fara fram á, er; að orð og gjörðir séu sundur- skilin, og sentimentalistuuum virð- ;st falla það vel í geð. — En afleið- ‘ngarnar af þessari utanríkisstefnu stjórnarinnar hefir orðið megn fyrir- itning bæði utan lands og innan. ^entimentalistarnir heirnta frið undir öllum kringumstæðum og kiefjast ]>ess, að samningar séu gjörðir, sem að því miða. Materíal- ístarnir eru ánægðir með þær ráð- stafanir; því þeirra vilji er, að þjóð- m gjöri aldrei neitt l>að, sem komi í ^ága viö hóglífi, vsörð, öryggi. En alt er ekki þar með búið: Eerillinn ófagri er orðinn æði langur. Núver- andi stjórn hefir meðal annara af- reksverka samþykt kringum 30 samninga, þar sem að Bandaríkin samþykkja, að rökræða í lieilt ár hvern þann ójöfnuð, sem þeim yrði sýndur, án ]>ess að grípa til fram- kvæmda. Ef þessum samningum yrði nú framfylgt, iivað yrði uppi á teningunum? Ef Japan t. d. tæki Neðri-Californíu með hervaldi, þá yi'ðum vér að spjalla um ]>að við Japan í heilt ár, áður en vér gjörð- um riokkuð í framkvæmdinni. Eins fæn, ef Þýzkaland tæki St. Thomas. ^ a® báðar þessar þjóðir tækju Panamaskurðinn, þá yrðum vér að verja heilu ári í-að rökræða það við þær. Ef að Bretar og Frakkar tækju upp á því, að láta tundursendla siua eða kafbáta drepa á rúmsjó úti menn, konur og börn þessarar þjóð- ar, þá yrðum vér að tala um það í eilt ár, áður en vér gjörðum nokk- uð til að stoppa slíkt. En þar sem ■stjórnin hefir nú í meira en ár verið að tala um sökkvun Lúsitaníu, án hess að hafa komist að nokkrum máialokum, og í þrjú ár liefir hún átiö Mexico óhæfuna viðgangast, áa þess að gjöra nokkuð, svo telj- andi sé til að grípa í taumana og skakka leikinn, — þá má eins búast y>ð því, að hún léti sér hitt f léttu rúmi liggja. — En sá dagur kemur, við fáum stjórit í Washington, s^In trúir ekki á bleyðiskap og að- gjörðaleysi, en sem skoðar karl- mensku dygð, og þá verða þessir samningar, sem aldrei geta komið að liði, hið mesta hættuspil fyrir þjóðina. Á rósemda-tímunum tala menn þessir digurbarkalega um blessun þá, sem af lögmáli þeirra og loforða- stefnu leiði. En hvað skeður svo, þegar í harðbakkana slæst? — Þá þegja þeir sem steinar og halda að sér höndum; — bera alls ekki við, að ljá þeirri stefnu lið, sem þeir hafa barist fyrir. Þar í liggur há- raark óhæfunnar. Aumingjalegri frammistaða hefir naumast sézt, en sú, sein þessir friðarpostular hafa sýnt á þessum ófriðartímum. Þeir hreyfðu ekki mótmælum, þegar frið- helgi Belgíu var fótum troðin, og hana enn þann dag í dag horft þegj- andi á yfirgang og frumhláup Þjóð- verja við belgisku þjóðina, í stuttu raáli látið sig það engu skifta. Sé 0r “Bikar-iímu.” (Frá síra Matthíasi Jochumssyni til EINARS BENEDIKTSSONAR kve'ðið 16. ágúst). ír handa. Hún er óverðug þessu landi og þessari þjóð. Eg er eindregið þeirrar skoðunar, að oss beri að gegna skyldum vor- um gagnvart öðrum. Yér ættum að meta ininna hóglífi, öryggi, sjálfs- elsku, peninga eða eigin hagsmuni í einu orði — heldur en skyldur vor- ar gagnvart sjálfum oss og öðrum. En þeim er því að eins hægt að gegna, að vér séum viðbúnir og víg- búnir. Nema því að eins, að vér sé- um sjálfum oss trúir, verðum vér svikarar við alla aðra og getum því að eins verið trúir gagnvart sjálfum oss, að vér séum við því búnir, að geta varið og verndað sjálfa oss. Nýlega átti eg tal við mikilsmet- inn liðsforingja í Stórskotaliðinu, og fullyrti hann, að ef 100,000 stríðs- æfðra hermanna frá einhverju Ev- rópu-landinu, sem nú ætti í ófriði, kæmu hingað til New York, sigruðu þeir ekki einasta alla þó herkrafta, sem vér gætum sent á móti þeirn, heldur óður en 40 dagar væru liðn- ir, væru þeir komnir til Chicago og liefðu lagt undir sig land alt frá Atlantshafi til Missouri. Liðsforingjanum var full alvara, og eg álít, að hann hafi rétt að mæla — Mín skoðun er, að þjóðin hafi enga hugmynd um, hversu veik hún er í raun og veru, ef öflugum her væri að mæta. Það eitt, liversu bág- borlega tókst ineð Mexieo leiðangur- inn, ætti að vera góð sönnun þess, hverjar ófarir vér myndum fara, ef vér ættum voldugri hernaðar]>jóð að mæta. En það er oss sjálfum að kenna, að vér skulum ekki vera viðbúnir, eða þá í önnum að búa oss undir Það er glæpsamleg heimska, aö vér í 22 mánuði höfum ekkert gjört, sem vert er um að tala, til viðbúnaðar, þó að liver blindur maður liefði get- að séð á þessu tímabili, að það eina, sem bjargað gæti heiminum eins og hann nú er frá botnlausu volæði, er styrkur þjóðanna. Eg efast mik- illega um, að nokkru sinni í verald- arsögunni hafi blindari stjótnarar setið a ðvöldum en hér hjá oss þessa hina síðustu 22 mánuði. Aðeins ör- fáar undantekningar meðal allra embættismannanna í Washington, sem sýnt hafa vilja og vit ó, að gegna vskyldum sínum við þjóðina. — Það er óréttlátt og glæpsamlegt gagnvart börnum vorum og b una- börnum jafnt og oss sjálfum, ef vér ekki nú þegar gjörum alvarlegar umbætur. I utanríkismálum vil cg að fram- kvæmdir fylgi orðunum. Eg skoða það beinlínis skaðlegt, að gefa lof- orð eða að gjöra sámninga í utan- ríkismálum, sem ekki eru efndir, ekki er hægt að efna eða á ekki áð efna. Vér verðum að íhuga giand- gæfilega, hverju vér lofum og að hverju vér göngum, og hafa það hug fast, að þessi þjóð verður að gæta bróður síns, og vér verðum að játa það syldu vora, ekki einasta, að gjöra ekki á hluta annara, hnldur og jafnframt, að leggja þeim ]>jóðum lið, sem veikar eru, en sem verða fyrir yfirgangi af voldugri þjóðum. En ein *r þó skyldan öllum öðr- um frerari; Þar til að vér erum þcss megnugir að verja oss sjálfa, verðum vér að athlægi, þegar við tölum um að vernda aðra. Höfuð-sky'da vor er því sú, að búa oss sem bezt vér megura til hervarna, svo að vér get- um verið óhultir, getum varðveitt oss sjálfa og aðra. Þjóðarheiður vo er undir því kominn. En slíku” ’.ið búnaður er ekki einasta fyrir þjóð arlíkamann, heldur og fyrir sálina “— Hvar um þvera foldu’ þú fer foss og hver og þarasker fagna þér, því fólkið sér fólgið hér hvar gullið er. Víst er tál vort tíðarfar, tildursbrjálið allstaðar, en upp úr báli byltingar benda sálir framtíðar. I því safni auðkendur áttu nafnið Völsungur — sem Regins tafni reifaður rændi Fáfni Sigurður. Niðjar Ragnars sóttu seim, sæmd og gagn, er fóru á sveim; en þú hefir magnað hörpuhreim og hjartans fagnað sungið heim. Sparkar hani hauginn sinn, heimskum vana síbundinn; undrast svana óðinn þinn, Argusbani, vinur minn. Ótal strandhögg (andans seim) oss til handa kvaðstu heim, stiklar gandi storðargeim; stórra anda berðu keim. Nýja fossa fjörs og blóðs flyturðu oss með töfrum óðs; nýja blossa lífs og ljóðs: Lifi hnoss þíns guðamóðs. Land og mál er lífs þíns sál, lægir bál og mýkir stál, bugar tál og brýtur prjál, brúar sjálfan dauðans ál. Víst þín færri fylltu spor, fáir stærra sýndu þor; mori smærra er gróðans gor en gulli stærra landsins v o r ! Þú hefir setrin þrjú eða tvenn, þolir hretin mörg í senn, en fár sig getur áttað enn, eða metið nýja menn. — “Sjáum gallað sónarvín”, sumir spjalla milli sín. En síðla falla fyrir svín fræningsvalla blóinin þín. Allar gættir opnist þér, allar vættir dugi þér! Hörpuslætti úr höndum mér hrumum mætti eg fel svo þér!” -(Þjóðstefnan). Ný Bók. það tiigangur lmssara friðarpostula,| því ef að þjóðarsálin er sjúk, getur aó 1 hvert smn, sem ráðist er á sak- heilsa líkamans «kki verið varanle mörgu leyti; hún er rituð á þýðu máli og er sérlega skemtileg. Eg veit með vissu, að henni verður vel tekið af Vestur-íslendingum yfirleitt, og þó sérstaklega af þeim, sem eitt sinn áttu hcima í nýiendunni í Nýja Skotlandi. Fyrir þá er bókin aðal- lega rituð, þetta er landnáms-saga þeirra, og ]>eim er borin vel sagan, eins og þeir líka áttu skilið, og þeir verða höfundinum innilega þakk- látir fyrir að skýra frá þessum at- vikum, sem annars, að öllum iíkind- um, hefðu algjörlega gleymst. Guðbrandur Erlendsson er einn með þeim mætustu íslendingum, sem komið hafa vestur um haf, gáf- aður maður, vel að sér til munns og handa, yfirlætislaus og hreinhjart- aður. — Eg man það, að eg vann hjá hönum nokkra daga, þegar eg var drengur, og sagði hann mér þá marga fallega sögu, sem hann hafði heyrt í æsku. Sagði hann sérlega vel frá, og fundust mér dagarnir ekki langir. Sérstaklega man eg eftir ein- um björtum góðviðris-degi það haust. Þann dag var Sigurður skáld Jóhannesson (frá Manaskál) með okkur. Þótti mér sönn unun, að hlýða á tal þeirra, Guðbrandar og hans, því þeir sögðu marga skemtilega smá-sögu, og fóru með marga vel orkta vfsu. Eftir það þótti mér vænt um kvæði Sigurðar, og eftir það þráði eg að heyra Guð- brand segja sögu. — Og nú á eg kvæðabók eftir Sigurð, og sögu Marklands-bygðar eftir Guðbrand; og eg er þeim báðum af hjarta þakk- látur, bæði fyrir ritverkin þeirra, og eins fyrir hitt: hvað þeir hafa á- valt verið mér góðir og vinveittir. Otto, Man., 14. okt. 1916 J. Magnús Bjarnason. sig Og Tvœr spurningar. Tlr Canadian Gazette. — England þarf að leggja fyrir tvær spurningar og svara þeim breyta eftir því, sem svarið verður. En spurningarnar eru þessar: 1. Er Bretaveldi eintómt peninga- veldi, eða er það veldi bundíð sainan traustum böndum til- finninga og bróðurlegs hugar- fars? 2. spurningin er þessi: Eiga þeir Bandainenn, sem barist hafa við hiið vora í baráttu þessari, að vera oss nokkuð krerari, en þeir, sem staðið liafa hjá og horft þurrum augum og með kulda- svip á alla vora barátcu, á alt, sem vér höfum lagt í sölurnar, og hugsað fyrst og sfðast um ]>að, að græða fé á ölium vorum þrautum og hörmungum? Sé hin fyrri spurningin lögð fyrir gamla England eða Canada eða Ástralíu eða Nýja Sjáland, þá verð- ur svarið hiklaust og ákveðið: já, með sárfáum undantekningum. Vér erum allir Bretaveldjs-menn og vilj- um hafa sem innilegast og traust- ast s nband og félagsskap nrilli allra rarta Bretaveldis. Canada og Ástrah'a vildu hafa félagsskap þenn an, áöur en stríðið byrjaði, og nú miklu fremur. Ráðgjafar Breta vilja l>að líþa, þó að þeir séu hálfragir og hikandi og bíði eftir að lyft sé und- ir þá og þeim ýtt af stað. Og það verður áreiðanlega gjört, þegar sti . inu ev lokið. Hvnð hina spurninguna snertir, þá liggur það í hlutarins eðli, að allir svari henni játandi. Vissulega viljum vér gefa bandaipönnum vor- um og fóstbræðrum á þessum neyð- arinnar tímum bctri kjör í öllum viðskiftum, cn þeim, sem kaldir stóðu hjá og horfðu á syni vora og bræður höggna og skotna í hundr- uð þúsunda og milíónatali. ligguv í mannlegu eðli, að halla sér að þeim, sem vel gjöra til manns. — Að gjöra það ekki, væri gagnstætt lögum náttúrunnar og siðgæðisins. Máttur hins Þögla. Bremen skipin þrjú Það er nokkuð einkennilegt, að I þau koma nú upp úr kafinu 3 neð- ansjávarskipin Þjóðverja, sem heita öll sama nafninu: Bremen. Alt eru þetta kafbátarnir miklu, sem áttu að koma með vörur á eftir þýzka skipinu Deutchland, sem kom til Ameríku og var um tíma að bfða eftir, að Bremen No. 1 kæmi, en það kom aldrei. Og nú segir blaðið New York World, að hið fyrsta Bremen, eða Bremen No. 1, hafi Bretar tekið f Dofrasundi. Það hafði tekið upp á hinu sama og kafbáturinn Deutch- land, að fylgja ensku skipi djúpt á liafsbotni, skríða einlægt undir því eða í kjölfarinu, til þess að sleppa þar sem liættan var mest, því að engan mundi gruna, að það væri nokkuð óhreint niðri undir botni á stóru brezku skipi. En þó að kaf- báturinn Deutchland slyppi þann- ig, þá átti Bremen ekki því láni að fagna, og Bretar höfðu tekið eftir kuggnum eða vissu af honum þarna niðri og voru búnir að búa honum móttöku og gjörðu boð á undan sér, ]>eir sem á skipinu brezka voru. En Bretar aðrir urðu fljótir til og lögðu net sterkt fyrir kugginn, sem með botni skreið. Þeir þurftu held- ur ekki lengi að bíða, því aö Brem- en(rann á netið og flækti sig sv» Það ffreinilega í það, að þegar Bretar drógu það upp með fiski ]>essum, þá tók það tvo daga, að greiða það úr netinu og ná sk>I>shöfninni úr bátnum. Voru þá 5 dauðir af Sidp- verjum, en hinir allir að dauða komnir. Og hið bezta við feng þenna var það, að á skipi þessu fundu Bretar póstbréf mörg og skjöl af mörgu tagi og voru sum þeirra mjög áríð- andi fyrir Þjóðverja. Var svo skip þetta flutt til Chatham. En síðan vita menn ekki um það. Aftur náðu Bretar öðru stóru neðansjávarskipi, Bremen No. 2, er átti að flytja vörur til Ameríku; en ekkert hefir orðið opinbert um það og er þvf leyndu lialdið. — Þriðja skipið, Bremen No. 3, er nú á lcið- inni og var fyrir helgi búist við bví til New London á degi hverjum, ef að Bretar hafa ekki náð því líka. Sagt er, að Deutchland eigi að koma til Ameríku aftur í nóvember. KAUPIÐ Guðbrandur Erlendsson: Markland. (Endurminn- ingar frá árunum 1875— 188*1). Winnipeg, 1916. Eg hefi lesið þessa bók með mikilli ánægju. Hún hefir vakið hjá mér margar hugljúfar endurminningar frá æskuárum mínum, því hún er landnáms-saga íslendinga, þeirra, sem tóku sér bólfestu á Mooselands- hálsum í Nýja Skotlandi. En þar átti eg heima frá því, að eg var á tí- unda ári, og ]>angað til eg var sext- án ára gamall. Þeir hálsar, þó hrjóstrugir séu, hafa ávalt verið mér (síðan að eg var þar) dýrðlegt og töfrandi æfintýra-land. Allir hólar og klettar á þeim hálsum voru, í mínum augum, giæsilegir kastalar og skínandi Alhambra-hallir, þar sem ljósálfar og Aladdíns-andar áttu heima. Þar var livert einasta tté, að mér fanst, lifandi, skynjandi vera — óteljandi konungssynir og konungadætur í álögum — og myrk- viðurinn kynja-veröld, þar sem ný Þúsund og ein nótt” gjörðist á hverjum degi. Og þegar eg las þessa bók Guð- brandar Erlendssonar, þá ryfjuð- ust upp í liuga mínum ýmsir hálf- gleymdir dagdraumar og dýrðlegar töframyndir og hugsjónir, sem í- myndunin hafði skapaö hjá mér á þeim árum. Og nú vöfðust og flétt- uðust þessir dagdraumar mínir og þessar hugsjónir saman við hina þýðu frásögu Guðbrandar, svo mér fanst eg aftur vera orðinn lítill drengur austur á Mooselands-háls- um. Eg fylgdi höfundinum eftiir (f anda) spor fyrir spor, ruddi með honum hinn tröllslega skóg, bygði með honum húsin, fór 1 guil-leitina með honuin, sló með honum engið við ána og liafði íslenzka orfið og skozka ljáinn, viltist með honum í skóginum, sáði bók-liveitinu og skar ]>að upp með sigðinni, og bar allar þrautir, sem nýbyggjaralífinu eru samfara; en alt var ]>að svo létt og svo ljúft, og yfir öllu hvíldi ein- hver unaður, — einhver ósegjanleg- ur töfra-bjarmi, sem enginn þekkir til hlýtar, nema æskuinaðurinn. — Eg veit, að hvert einasta atriði í bókinni er satt, og alt er það sagt blátt áfram, og fordildarlaust, rétt eins og það gjörðist, en samt fanst mér sagan öll vera eins og fagurt og hrífandi æfintýri; og eg las liana af mesta kappi. Bók þessi er najög merkileg r.ð Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : *«n 1 r *» oylvia “Hin leyndardómsfullu skjöl’ “Dolores” «« T r f r »1 Jon og Lara “Ættareinkennið” ‘Bróðurdóttir amtmannsins ’ ««f r ** Lara “ Ljósvörðurinn” “Hver var hún?” “Forlagaleikurinn’ “Kynjagull” BORGIÐ Heimskringlu Sérstakt Kostaboð Hver áskrifandi blaðsins er sendir oss borgun upp í skuld sína má velja um EINA SÖGUBÓK í kaup- bsetir fyrir hverja $2.00 er hann sendir, TVÆR SÖGUBÆKUR fyrir hverja $4.00, þRJÁR SÖGU- BÆKUR fyrir hverja $6.00, og svo framvegis. Allar borganir sendist oss affallalaust. Notið tædifœrið. Eignist sögurnar ókeypis

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.