Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. NÓYEMBER 1916 heimskringla BLS. I. Árni Eggertsson um sæti f borgar- róðinu; sæti það er svipað eins og róðgjafastaða í fylkisstjórninni og ' eitir þeim, sem þar eiga sæti, afar- mikil áhrif á öll starfsmól borgar- mnar. En jafnvel þá unnu margir íslendingar ó móti kosningu hans, svo að hann beið ósigur með litlum atkvæðamun. Mér finst þetta benda ó, að landar vorir kjósi helzt að varna því, að vér náum hér nokkrum atvinnuleg- um eða öðrum áhrifum f bæjar- stjórninni, og meðan svo gengur, verðum vér ekki metnir af hérlendu þjóðinni eins og eg tel nauðsynlegt, að við séum metnir, til þess að vér náum þeim áhrifum, sem tryggi okk- ur vel launaðar stöður og aðra at- vinnu í landinu. Sá eini Islendingur, sem hefir átt Ijví láni að fagna, að ná nokkurn- 'eginn eindregnu fylgi íslendinga í framsóknarbaráttu sinni, er Hon. fhos. H. Johnson. Það fylgi hafði hann víst áreiðanlega við síðustu fylkiskosningar. Hugsum okkur, aö fyrir tviskifting fslendinga hefði hann þá tapað kosningu, þó hefði hann að sjálfsögðu ekki orðiö ráð- gjafi opinberra verka, og þá hefði að líkindum ekki lieldur vinur okkar Þorsteinn Borgfjörð haft þau at- vinnuráð við þinghússbygginguna, sem hann hefir liaft þar nú á annað ár. Hvað hefði þá orðið um atvinnu fyrir þann fjölda fátækra fjölskyldu rnanna af okkar þjóðflokki, sem hann hefir veitt þar atvinnu? öll framför f heiminum er háð því, að sonurinn hafi frumlegri hyggju en faðirinn, og að dóttirin nái ljós- ari skilningi á tilverunni og tilgangi hennar heldur en móðir hennar hafði. Með öðrum orðum: að hver ný kynslóö fái sjón á einhverjum niikilvægum sannleika, sem eldri kynslóðir ekki hafa komið auga á. Eg vona, að okkar uppvaxandi kyn- slóð nái sjónar á þeim sannleik, að einangrun þjóðflokksins fió hér- lendu þjóðlffi miði ekki til framtíð- arheilla. Einn aðal-ókostur okkar Islend- inga er það, að við erum ekki það, sem á hérlendu móli er nefnt; 'Pub- lic Spirited Men’. Okkur virðist vera ógeðfelt, að samlaga okkur öðrum meðborgurum okkar, eða að vinna með þeim að framgangi félagsmál- anna eins og við ættum að gjöra. Þetta hindrar þroska okkar og vel- megun. Á þessu vildi eg að breyting gæti orðið, og þess vegna vil eg nú mælast til þess, að þér foreldrar, sem hafið umsjá og ábyrgð á uppeldi og mentun hinnar uppvaxandi kyn- sióðar, leggið lið ykkar til þess, að innræta hjá henni þann ‘Public Spirit’, sem örvi hana, þegar hún nær fullorðinsárunum til þess að j vinna með áhuga og í einingu vié aðra samborgara hennar að öllum lieim málum, sem miða til þess að auðga og efla hvern þeirra sem ein- stakling og land vort alt í heild sinni. ALLIR FÚSIR AÐ FARA. !*' ______________ Þess liefir verið getið, að japansk- ur prins einn gekk nýlega fram fyr- ir keisara Japana og bað um leyfi til að fara í stríðið og berjast með ltússum móti bjóðverjum. Prins þessi hafði þó barist snarplega móti Rússum, þegar stríðið var milli •Tapana og Rússa; en nú var svo hreytt, að hann vildi leggja líf sitt við þeirra lff. Keisari varð vel við hón hans og vildi ekkert letja prins- inn eða banna honum förina, en vildi jió ráðgast um þetta við ráð- gjafa sína, En er þeir fóru að ræða máliö, hom jiað Upp, að ef stjórnin leyfði Prinsinum áð fara, þá gæti hún ekki baúhað öðrum, sem fara vildu. En hpgur Japana var svo sterkur nieð Bandamönnum, að ráðgjafarn- ir töldu víst, að ef prinsinn fengi leyfið, myndi heimingur allra full- Vaxinna manna f Japan verða óðir °g uppvægir að fara. Keisari varð hvf að banna prinsinum ferðina; en sagt er, að ekki verði hart á þvf tekið, þó að hann kunni að laum- ast burtu. — Og vfst er það, að tals- vert margir Japanar eru að berjast nreð Rússum, og eins hitt að stjórn •iaiiana hefir boðið Bandamönnum »ð leggja þeim iið, en þeir vilji ekki !ara á stað, nema þeir liafi nokkur hundruð þúsund af hermönnum. — ’eir vilji ckki fara á stað, nema þeir geti látið eitthvað ganga. Svar til E. E. Vatnsdal. Herra ritstjóri! Góðkunningi minn, herra E. E. Vatnsdal, leitar í gegnum blað þitt upplýsinga frá mér um það, hvernig á því standi, að í Saskatchewan fylkis reikningunum fyrir árið 1912 sé sýnd borgun fyrir vegabót f sam- bandi við Section 9. og 4. T. 31. R. 11. W. 2. En þær Sectionir séu þar ekki til. í stuttu máli er um þetta þaö að segja, að, eins og kunnugt er, þá er vanaleg breidd á Townshippum 6 mílur. En þetta Township, 31,—11., er að því leyti undantekning frá reglunni, að ]>að er að eins 4 mílur Vantar sunnan á það 2 mílur. Nú er Section 4. venjulega í suður- jaðri á Townshippi. A hennar hlið að norðan Section 9. Þar fyrir norð- an Section 16. Það er því þetta, sem villunni veld ur, að í þessu vanskapaða Town- shippi, er Section 16 á suðurjaðri, þar sem vanalega er Section 4. Þar næst norður af er Section 21, þar sem annars vanalega er Section 9. I reikningunum hefði því átt að standa Section 16. og 21., þar sem nú er Section 4. og 9. Þetta er auðvitað vangá eða rit- villa hjá einhverjum, sem hlut hefir átt að rnáli við þessa vegabót. Hefir ekki gætt þess, að í þessu tilfelli var Section 16. fast suður við Township lfnu, þar sem í öllum öðrum tilfell- um er Section 4. að finna. Vona eg nú, að á þessu geti herra Vatnsdal áttað sig. Vmislegt fleira kveðst hann hafa fundið í þessum reikningum, sem hann ekki skilji. Eg skal ekkert rengja það. Grein hans ber það með sér. Til dæmis lítur hann svo á, að þar sem stafurinn S. stendur á und- an Sectiona tölum, sé það skamm- stöfun fyrir South, sem hann því í grein sinni kallar “suður af”. En þetta S. þýðir hvergi í vega- bótareikningunum það sem hann heldur. Það er skammstöfun fyrir orðið Section. Nærri má geta hvílíkum herfiieg- um glundroða slíkur misskilningur getur valdið. Ef til vill væri rétt að geta þess, að það stendur hvergi í reikning- um þessum, að W. H. Paulson hafi borgað út neina peninga í sam- bandi við þessa umræddu vegabót, þó þannig sé að orði komist hjá herra Vatnsdal. Það þarf tæplega að taka fram, að eg hefi aldrei haft með höndum né borgað út eitt ein- asta cent af vegabótafé þessa fylkis. Þetta hélt eg að herra Vatnsdal væri kunnugt, sem sjálfur hefir verið verkstjóri í kjördæmi mínu. Eg mælti með honum til þess starfs og hélt því handa honum eins lengi og mér var unt. En hann veit sjálfur, að afskifti af borgun til hans eða manna hans, hafði eg engin. Skyldi nú, mót von minni, vinur minn Vatnsdal ekki láta sér nægja ofanskráðar upplýsingar, þá, til vara, tek eg það fram hér, eitt skifti fyrir öll, að eg er ófáanlegur til að ræða um þessi reikningamál f blöð- um, þó eg hafi gjört það í þetta sinn. Vel kannast eg við rétt kjósenda til að leita upplýsinga hjá þing- manni sínum og leggja fyrir hann spurningar. Líka finn eg það skyldu mína, að afgreiða alt slfkt eftir bezta megni. En það á enginn heimtingu á því, að eg leggi út í reikninga þras í blöðum, sem gefin eru út í öðru ríki. Þeir, sem í ein- lægni æskja upplýsinga, í slíkum efnum, vita líka vel, að það er hvorki eðlilegasti né greiðfærasti vegurinn. En fari nú svo, að herra Vatnsdal æski einhverra fleiri upplýsinga við- víkjandi vegabóta reikningum í kjördæmi mínu, þá býð eg honum, eða öllu heldur bið hann, f allri vin- semd, að fipna mig að máli, þar sem mér yrði margfalt auðveldara að skýra málin, heldur en með blaða- gréinum, Nægi hönuin ekkí þær upplýsíng- ar, sem eg get þannig látið í té, býð eg honum hér með að fara með hon- um til Rcgina, honum kostnaðar- laust, og skal eg þar ábyrgjast hon- um greiðan aðgang að hverjum vegabótareikningi og útborgunar- skírteini, sem hann óskar, í öllu mínu kjördæmi, og yfir alt tíinabil- ið, sem eg hefi verið þingmaður. Finni hann þar nú nokkuð það, sem honum þykir grnnsamlegt, l>á er hægurinn hjá, að leggja það fyrir hina konunglegu vega-rannsóknar- nefnd, sem nú situr í Regina, og lof- ast eg til að vera honum hjálplegur við að koma þvf þar á framfæri. Svo þakka eg þér, hcrra ritstjóri, fyrir vinsamlegt tilboð þitt, að birta svar frá mér. Leslie, 28. okt. 1916. W. H. Paulson. Nýjir kaupendur ættu aíí nota sér kostaboð Hkr., sjá augl Baldwin L. Baldwinsson SEXTUGUR. 26. október 1856—26. október 1916. OMNE SOLUM FORTI PATRIA HÁLFT STÓRT-HUNDRAÐ ár hafa æfintýr grætt úr ómældum tímanna sjóð (og heimurinn sjálfan sig bramlað og bætt, en blómgvast vor íslenzka þjóð), frá stund þeirri, er sveinbarn eitt svefnmum frá af sólu í starfsheim var kvatt. Sá dugnaðarvargur varð drengurinn sá, að dimmuna hann starfsviðjum batt. Hann mældi aldrei tímann frá morgni til kvelds, en miðaði hann aðeins við það, sem þörf krafði vinnu — unz unnið var alt og alt sett á tiltekinn stað. Og elja og regla og útsjón og fjör og afburðar kunnáttan sú, að starfrækja andann, sem guð honum gaf, til gæfulands var honum brú. Eg heyrði eitt sinn, Landa einn, lýsa honum svo: “Svo Iogandi er maðurinn ‘smart’ hann Baldwin L. Baldwinsson getur gert alt”. Hann gert hefir — svo er víst — margt. Og framsóknarmaður á fjölmarga lund, hann frumbyggjum hollráður var, og djarfur og hreinn og beinn hvívetna í, og hjálpsamur, orðrækinn, snar. Og hrókur alls fagnaðar, framkvæmdum jafnt, í félagslífs starfinu hann var. Og kappræður vantaði sykur og salt ef sást ekki Baldwinsson þar. Og engum er kunnugra um alt okkar brask og enginn — ja, leitaðu að þeim! — sem fleiri hafa handtök og liðsyrði lagt í Landans garð vestur í heim.------ Vér vitum ei ennþá hver örlög vort brot í alþjóða deiglunni fær. Það er ekki búið að bræða það enn — og Baldwin — sá frestur er kær. Því öllum er helgast að standi það starf, sem stofnsett af öllu því var, sem sannast og göfgast í sjálfum oss bjó, en sökkvi ei í botnlausan mar. Því þrátt fyrir — þrátt fyrir altsaman — alt, er íslenzk þín lífsbraut og verk. Þótt starfið sé unmð á erlendri grund, er eyfirzka náttúran sterk. Hún knúði þig áfram til frama og fjár og foringja-stafinn þér gaf. — Vort land þakkar sæmd eftir sextíu ár, því sæmdina ei fjarlægir haf. Og vér, sem nú sitjum hér saman í kveld, og sýnist oft hitt eða það, með alskonar skilningi — alskonar trú og alskonar? — guð veit bezt hvað! — vér öll erum sammála og samdóma um það, að samtíð vor styrks hjá þér naut, og vottum þér emlæga alúðarþökk, og árnum þér heilla á braut!------- Hálft stórt-hundrað ár hafa æfintýr grætt úr ómældum tímanna sjóð, | frá stund þeirri, er sveinbarn í sólheim var fætt, — sá sveinn var af íslenzkri þjóð. Hann bjó sér til sögu í æfintýra ætt í útlöndum ruddi sér slóð. i Sú saga er ei öll skrifuð — ennþá ei hætt þótt endi eg til Baldwins mitt ljóð. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Tone Regulating a Specialty. Phone: Garry 4147 Gerald H. Steel Útlærður að stilla Piano. Tíu ár hjá Mason & Risch. 672 Agnes Street WINNIPEG Gjörir viö Pianos. Alt verk ábyrgst. æ .. ■ & Reyndur og áreiðanlegur skraddari fyrir unga og gamla i Islendinga. H. GUNN & CQ. NÝTÍSKU SKRADDARAR Öll nýjustu snið og nýjustu fataefni ávalt á reiðum höndum. 370 PORTAGE AVE. Fluttur frá Logan Ave. WINNIPEG, MAN. Phone: Main 7404 & ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+♦<♦♦♦♦»■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ + ♦♦♦♦♦ MH £ Vér kennum ff PITMAN H Hraðritun. Success Vér kennum GREGG Hraðritun. BUSINESS COLLEGE í Horninu á Portage og Edmonton Winnipeg - - Man. DEILDIR AF SKÓLANUM FRÁ HAFI TIL HAFS. ♦t § ♦♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦■♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ Tækifæri Það er stöðug eftirspurn eftir fólki, sem útskrifast hefir frá SUCCESS skólan- um. Hundruð af bókhöldur- um, Hraðriturum, Skrif- stofustjórum og Skrifurum geta nú fengið stöður. — Byrjið í dag að undirbúa yður. Takið tækifærin, sem berast upp í hendur yðar. I.eggið fé í mentun, — ef þér gjörið það, þá borgar það s\’o margfalda rentu, og vandamenn yðar og vinir verða stoltir af yður. — SUCCESS skólinn er tilbú- inn að undirbúa yður fyrir tækifæiin. SKRIFIÐ YÐUR STRAX í DAGl INN Yfirburðir Beztu meðmælin eru til- trú fólksins. Það skrifa sig árlega fleiri stúdentar inn i SUCCESS, en í alla aðra verzlunar skóla Winnipeg borgar samantalda. Skóli vor er æfinlega á undan öll- um öðrum í nýjustu hug- myndum og tækjum, sem kenslunni við kemur. “Bil- legir” og “Prívat” skólar eru “dýrir” á hvaða “prís” sem er. Allar vorar kenslu- greinar eru kendar af sér- fræðingum. Húspláss og á- höld öll er margfalt betra en á öðrum skólum. Stund- aðu náin á SUCCESS skói- anum. Ilann hefir gjört — s u c c e s s i starfi sínu frá byrjun. — SU(!CESS vinnur. SUCCESS skólinn heldur hæstu verðlaunum fyrir vélritun í öllu Canada. SKRIFIÐ YÐUR INN HVENÆR SEM ER. Skrifið eftir skólaskrá vorri. Success Business College,Ltd. F. G. GABBUTT, Pres. D. F. FERGUSON, Prin. Til B. L. Baldwinssonar Á 60 ára afmæli hans 26. október 1916. UNGUR gegnum brim og bo5a Baldvin þessa komstu Ieið, til að læra, leita, skoða, löndin nema frjóf og breið. Vígt af morgun vonar roða við þér brosti fagurt skeið. Þú varst snemma snar að verki, snjall með dug og heilnæm ráð; djarfur lyftir lýðs þíns merki, lands við hjarta fanstu dáð. Víkings ættar viljinn sterki vann í sókn, af kappi háð. Fram í broddi Frónskra lýða fylgi þú oss veittir traust. Mark þitt var að starfa, stríða, stefna djarft og kvíðalaust. Enn þá brennur æsku tíða eldur, þó að komi haust. Lengi forstu landa milh, lýstir þjóð um höfin víð; ýmsra fékkstu hrós og hylli, hinna bitur orð og stríð; örva hríðin hörð þó skilli hélstu velli alla tíð. Sex við tugi ára ýtur enn þú prýðir landnáms reit; hetja, lífs á hólmi nýtur, hjör þinn glæstur jafnan beit! Þökk og virðing því nú hlýtur þú frá vorri bræðra sveit. Þó að dómur lífsins laga leggi hold í grafar skaut, skýr þín verður skrifuð saga, skærar rúnir merkja braut, þar sem leið vor liðna daga lá í gegnum strit og þraut. M. Markússon. JIFFY STARTER fynr FORD Bifreiðar HANDHÆGUR NÝR VEGUR. Allir geta sett vélina á stað með J i f f y. Engri sveif að snúa í forinni Engin áreynsla á úlnliðina. Einfalt, rétt tilbúið, ábyggi- legt og ódýrt. Pris: $15.00 HANDHÆGUR NÝR VEGUR. ROTHWELL & TRUSCOT Western Canada Distributors. 290 GARRY STREET, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.