Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 8
-BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. NÓVEMBER 1916 Tvö Holstein caut (PURE-BRED) Til sölu fyrir peninga eða í skift- um fyrir gripi. BEN. RAFNKELSSON, Clarkleigh, Man. SFréttir úr Bænum. Mánudaginn 23. október voru ])au .John Cornelius Klinginan, frá 209 Rosebury St. hér í bænum, og Lilli- an Amelia Frederickson, frá Erin- view, Man., gefin saman í lijóna- band, að 259 Spenee St., af síra F. J. Bergmann. Nú er hin mikla Tombóla hjá st. SKULD í kveld (fimtudagskveld), og ]>ar verður glymjandi rnúsik og dans á eftir. Flngin betri skemtun ,til fyrir eldri og yngri. Þess utan hefir sú stúka ávalt mjög vandaða <drætti. Félagið GRET'riR ætlar skjótlega að halda samkomu mikla á I.undar, Man., og verður þar gleði mikil á ferðum, sem væntanlega verður nánar getið síðar. Mr. Jóhannes Einarsson, frá Þing- vallanýlendu (Löberg P.O., Sask.), gripakaupmaður, kom hér og sá <oss. Sagði hann að uppskera þar vestra væri lítið meira en hálfnuð; 12—15 bushel af ekrunni af hveiti; hafrar góðir og útkoma mætti heita góð, þar eð verð er hátt á öllum af- urðum landsins, að fráskildum gi-ip um, sem tæplega eru í eins háu verði og í fyrra. En það kemur af því, að þeir eru ekki nógu feitir, — kynið ekki nógu gott. Með Jóhann- esi var sonur hans ungur en gjörvi- legur. “Jón Sigurðsson, I.O.D.E. heldur hinn vanalega mánaðarfund félagsins þriðjudagskveldið 7. nóv- •ember 1916, klukkan 8, í fúndarsal John M. King skólans, á horninu á Elliee Ave. og Agnes 8t. Allar félags- konur eru beðnar að koma Ef eitthvað gengur að úrinu þínu, '}>á er þér lang-bezt að senda það til iians G. Thomas. Hann er f Bardals byggingunni og þú mátt trúa því, að úrin kasta ellibelgnum í hönd- Jinum á honum. Utanáskrift Mr. Konráðs K. John- sons, sem búinn er að vera á annað ár á vígvöllunum: Pte. Konrad K. Johnson No. 422257 Medieal Staff, llth Reserve Batt. St. Martins Plains, Shorneliffe, England. Magnús Egilsson Jónsson og Sig- ríður Lárusson, bæði frá Gimli, voru gefin saman í hjónaband fimtudag- inn 12. okt., að 493 Lipton St., af síra Rúnólfi Marteinssyni. “Jón Sigurðsson, I.O.D.E. ■biður fólk í ölluin bænum að lialda áfram að senda utanáskriftir her- mannanna íslenzku, sem komnir eru austur yfir haf, því að það verður haldið áfram að senda þeiin böggla til Jóianna, og óefað eru margir enn eftir. í/Heimskringlu 19. október (nr. 4) misprentaðist nafn eins her- mannsins, sem farinn er til Eng- lands og vér höfðurn mynd af. Þar stendur: Eyjólfur A. Thordarson, en átti að vera: Ingólfur A. Thord- ^rson. Bréf á Heimskringlu: — Jón Reykjalín G. Jónatansson. Líklega báðir f hernum, en vér vit- um ekki hvar. “When I have done my bit”. (Aðsent). Socks arrived, Dear Lady,— some fit! 1 wear one for a helmet and one for a mit. I would be pleased to meet you when I have done my bit. In the meantime where in--------did you learn to knit? » * * Aths. — Hermaður einhver hefir fengið senda sokka f skotgraflrnar og fylgdi nafn stúlkunnar, sem prjónaði og sendi sokkana og ósk urn bréfaviðskifti; en líkiega hafa sokkarnir verið gjörðir meira af góðum vilja en kunnáttu, því að hermaðurinn svaraði henni á þessa leið, en gárungi einhver komst í bréf hermannsins. Sokkarnir pössuðu ekki betur en svo, að hann hafði annan fyrir hjálm ea hinn fyrir vetl- ing,—Ritstj. Þau Roy Cook og Ethel Lukenbill, frá Louis, Minn., voru gefin saman 1 hjónaband 13. september, að 259 Spence St., af sfra F. J. Bergmann Hreyfimyndir af bardögunum við Somme verða sýndar á Dominion leikhúsinu alla næstu viku. Þær voru teknar meðan bardagarnir stóðu yfir. Tilkomumesta mynda- sýning í heiini. Goðaíoss fer frá New-York 6.Nov. GODAFOSS kom til New York á laugardaginn var, og fer af stað á- leiðis til íslands aftur á mánudag- inn 6. nóvember. — Þessir fara til ís- lands með skipinu: Hjálmar Sumarliðason Snæland Einar Thoinson. Miss Elín Benson Magnús Johnson. Miss Sigríður Einarsson. Guðmundur Guðmundsson. Jónas Þorbergsson. Jón H. Árnason. Björn Benediktsson. Egill Johnson. Mrs. Guðrún Helgason. Pétur Thordarson. Miss Thora Einarsson. HANNES SIGURÐSSON LÁTINN. Einhver ríkasti bóndinn í Argyle, Hannes Sigurðsson, dó þar að heiin- ili sínu á föstudagsmorguninn, 20. október, og var hann þá 60 ára að aldri. Hannes sál. hafði verið sjúk- ur af hjartveiki seinustu 2 árin; en þó að menn vissu af vanheilsu hans, þá bjuggust menn ekki við umskift- um svona fljótt. Hann hafði verið á fótum og við búsýslu á hverjum degi seinustu vikuna, en fór svo alt í einu. Hannes sálugi var einn af frum- byggjum sveitarinnar, og kom frá íslandi, þegar fyrst var farið að nema land þarna, og varð l>á sem aðrir nýlendubúar, að þola harð- neskju og þrautir margar. Hannes sálugi var ötull maður, duglegur og hagsýnn, og iðjumaður hinn mesti. Honum fór því brátt að líða vel þarna og reisti hann þar eitthvert bezta íbúðarhúsið í bygðinni, og þó víðar væri leitað í fylki þessu, og öll voru hús hans traust og reisu- leg. Hann var tvíkvæntur og skilur nú eftir konu með 8 börnum. JarðarföHn fór fram síðari hluta mánudagsins, frá heimili hans, og svo aftur frá Brúar-kyrkju. Síra Friðrik Hallgrímsson á Baldur söng yfir líkinu og var það grafið 1 Brúar kyrkjugarði. Fjöldi manna var við jarðarför hans. Hanncs sálugi var hálfbróðir Mr. J. J. Anderson f Glenboro. (Glenboro Gazette). Heimskringla lætur í ljósi sam- hrygð sína til ekkjunnar og barna hennar. Jón Sigarðsson I.O.D.E. tekur til starfa að fylla kassa þá, sem sendir verða hermönnunum á vígvöllunum, og heldur áfram verki því á miðvikudag, fimtudag, föstu- dag og iaugardag í viku þessari, að heimili Mrs. A. Johnson, 414 Mary- land Street, Winnipeg. óskað er, að allar félagskonur komi ]>angað að vinna að þessu. RÚMENUM GENGUR BETUR. — Seinustu fregnir segja, að Rúm- enar séu að hrekja óvini sína í fjallaskörðunum, þar sem þeir kom- ust yfir landamærin, bæði norður af Kainpaling í Predeal eða Thorsbur- ger skörðunum og lfka vestur í Vul- kan skarðinu. Þar hafa verið blind- hríðar og notuðu Rúmenar sér það. Sendingar til hermanna Póststjórnin f Ottawa hefir fengið tilkynningu um það frá London, að margir böggiar frá Canada til fanginna manna á Þýzkalandi hafi verið í vondu á standi, er þeir komu þangað, og oft hafi þurft að búa al- gjörlega um þá að nýju, áður en hægt var að senda þá til Hollands, svo að þeir komist þaðan til Þýzka- lands. Póststjórnin segir, að 1 flest- um tilfellum hafi það verið ljóst, að skemdirnar stafi af því, að böggl- arnir hafi verið illa útbúnir í fyrstu. Mönnum er þvf gjört aðvart um J)að, að þegar bögglarnir komi í þessu ástandi, þá verði þeir að litl- um eða engum notum til hermann- anna, ef að þeir komast ekki alla leið. Menn ættu ekki að senda hlutina í vanalegum pappa-kössum eða þunnum trékössum. Og brúnn pappír einfaldur er lítið eða ekki til hlífðar. Og þó að umbúðirnar séu góðar, þá er það ekki nóg, því að sé laust í kassanum fer það illa f hristingnum á ferðinni. 1 Stjórnin leggur því til: — 1. Að menn noti sterka, tvöfalda ‘cardboard’ eða ‘strawboard’ kassa og bezt sé ‘eorrugatcd cardboard’. 2. Líka iná senda í tinkössum þeim, sem vant erað hafa biscuits í. 3. Eða ])á í sterkum trékössum. 4. Einnig má senda böggla með því, að margvefja þá sterkum um- búðapappír. Yfirvöld Bretlands vara menn við því, að senda böggla til fanga á Þýzkalandi, sem vafðir eru í lérefti, calico eða canvas, eða nokkrum vefnaði, því ekkert af þessu má þangað koma. Séu bögglar sendir til fanga á Þýzkalandi í vondurn umbúðum, þá verða þeir hér eftir ekki sendir á- leiðis, heldur heim aftur til þeirra, er sendu, og hefir póstmálastjórn Breta svo fyrirskipað. Norvegur og Þýzkaland. Prentfrelsið í hættu? En liafa þeir verið að draga Knox Magee, ritstjóra Winnipeg Saturdey Post, fyrir lög og dóm. Maður þessi er eins og alkunnugt er, ritfærast- ur allra þeirra, sem vér höfum lesið greinar eftir hér í Winnipeg, og þó víðar væri leitað. En frekur nokkuð er hann stunduin. Segir skýlaust og afdráttarlaust alt hvað honum kem- ur til liugar. Maður getur sagt, að liann hugsi upphátt, svo að heyrist um borg og bý. Vill hann þá oft reka sig á snaga og snyddur, sem berar eru, og þykir þá meinyrtur og ósvífinn. Hann var einn af blaðamönnum þeim, sem dómari Galt dæmdi 1 sektir og fangelsi fyrir óvirðingu við dómstólana. En svo kom málið fyrir Haggart dómara og dæmdi hann þá alla sýkna og dóm Galts ónýtan og ómerkan og að engu haf- andi. Mörgum orðum hafa ensku blöðin farið um mál þessi og harðast allra þó blaðið Halifax 27. október og er grein sú prentuð í Winnipeg Tele- gram 28. októbqr með fyrirsögninni: “Is Manitoba Driiting Back to Semi-Barbarism?” Eins og áður er sagt, er Knox rit- stjóri Magee kallaður fyrir rétt aft- ur, og fékk hann fyrir máiaflutn- ingsmann sinn lögmann Pringle frá Ottawa. En þegar málið kom fyrir rétt hér, þá varð sú niðurstaðan, að því var frestað þangað til hinn 11. desember, þá verður það tekið fyrir aftur. Það er enginn efi á þvf, að almenn ingur nelir veitt mikla eftirtekt mál- um þessum. En vér erum enginn lögmaður og förum sem minst út í þær sakir. Enda geta menn fengið alt um þau að lesa í hinum ensku blöðum, miklu fullkomnara en hægt er að taka upp í smáblöð sem íslenzku blöðin eru. — E.n svo segja mánudagsblöðin hér í borginni, að þeir Charles F. Roland og Edward Beck eigi að mæta fyrir rétti á laugardaginn út af blaðamálum þessum. Er hinn fyrri ráðsmaður en hinn síðar- nefndi ritstjóri blaðsins Winnipeg Telegram. Greinin, sem þeiy eiga nú að mæta fyrir, liafði staðið í fyrra- laugardags blaði Telegram. Það sýnast vera komnar einhverj- ar hamfarir í Þjóðverja, að sökkva kaupskipum Norðmanna. Þeir hafa nú nýlega sökt hverju skipinu af öðru, og sum taka þeir og fara með Þau til Þýzkalands með varningi öllum, að reglulegum þjófa- og reæn- ingjasið. Þeir söktu nýlega kaup- skipinu Bygdö skamt frá Christi- ania, höfuðborg Noregs. Gufuskipið Fritzö tóku þeir með alfermi af við og fóru með það til Cuxhaven. Og gufuskipinu Lyscland söktu þeir með torpedó. Þetta eru að eins sein- ustu skipin, sem ]>eir hafa tekið eða sökt; áður hafa þeir sökt skipum fyrir Norðmönnnum upp á margar milíónir dollara. — Er nú farlnn að koma upp illur kur meðal Norð- manna til Þjóðvcrja og er það ekki furða, þegar þess er gætt, að vin- áttan var ekki mikil áður en strfðið byrjaði. En nú magnast óvináttan með hverri viku sem líður. Norð- menn vilja ekki sitja kyrrir undir ránum og yfirgangi þeirra Þjóðverj- anna, og er því all-búið að verði úr fullur fjandskapur og Noregur snú- ist algjörlega í fjandmannaflokk þeirra. Þetta liefir komið til umtals á þingi Breta, og vilja Bretar leggja Norðmönnum alt lið, sem hægt er, með flotanum, enda gætu þeir þá betur litið eftir snekkjum Þjóðverja ef að þeir hefðu skipastöðvar sunn- an við Noreg einhversstaðar. — Þá eru Þjóðverjar farnir að taka upp nýjan sið, og er hann sá, að taka skipstjóra kaupfara þeirra, sem þeir ná eða sökkva og flytja þá sem bandingja heim til Þýzkalands, sem aðra óbótamenn. Þeir segja, að þetta sé samkvæmt sjólögum þeirra, að fara þannig með alla óvini sína og tilnefna Breta, Frakka, Rússa og ítali, og svo ftjóta náttúrlega með skipstjórar af öllum öðrum þjóðum sem þeim er í nöp við. Enda er ekki meira að taka skipstjóra af hvaða þjóð sem er fanginn, en að sökkva skipi einu með öllum mönnum á. — Fyrsti skipstjórinn, sein þeir tóku, var skipstjórinn á enska skipinu Rowanmore, sem þeir söktu með torpedó, Djáknanefndin í Skjaidborgar- söfnuði heldur samkomu hinn 22. i nóvember. Nákvæmar auglýst síðar. Góð atvinna. Yiljugur og áreiðanlegur drengur — ekki yngri en 14 ára — getur feng- ið vinnu nú þegar á prentsmiðju Heimskringlu. Stöðug atvinna og gott kaup, ef drengurinn gjörir vei k sín vel. — Þeir, sem vilja sinna þessu finni ráðsmann blaðsins strax. MARKET HOTEL 14<I Prlneew* Street a móti inarkatiinum Bestu vínföng, vindlar og aö- hlyning góð. íslenkur veitinga- maöur N FTalldórsson, leit5bein- ir lslendingum. P. O'CONNEL, Eigandi Wlnnlpeg Samkoma TJALDBÚÐINNI MÁNUDAGSKVELDIÐ 6. NÓV, undir umsjón kvenfélagsins. Prógram. Violin Solo—Miss Fjóla Johnson Solo—Miss Hinrikson. Kappræða—Dr. S. J. Jóhannesson og B. L.Baldwinson. Duet—Mr. H. Johnson og T. Pálmason. Recitation—Miss Johnson Solo—Miss Oliver. Piano Duett—Miss Ottenson og Mrs. Hambly. Inngangur lOc. Kaffiveitingar 10 c. Byrjar kl. 8. RAYMOND SuumnvílHr og Matlonal IVrtlIHUnD Skllvlndu partar til sölu hjá Dominion Sewing Machine Co. r>ept. S. WINNIPEO. ONTARIO STENDUR STÖÐUGT. Vínbannslögin í Ontario duga með- an stríðið stendur yfir og mik- ið lengur. — ‘Bilingualism’ á þar ekki afturkvæmt. í Toronto borg var konservatíve fundur allmikill lialdinn hinn 27. október og talaði þar Hon. Howard Ferguson, og lýsti því yfir, að vín- bannslögum Ontario fylkis myndi ekki verða breytt í neinu meðan stríðið stæði yfir. Og þó að æðsti dómstóll Breta (Privy Council) gjörði úrskurð í ‘bilingual’ skóla- málum fylkisins andstæðan vilja meirihluta fylkisbúa, þá myndi ekki verða látið þar við sjtja. Því að svo framarlega, sem þetta dygði ekki, sem búið væri að gjöra til að vernda enska tungu, þá yrðu tekin upp þau ráð, sem duga mundu. Á ÖLLU DREPA ÞEIR SIG. í blöðunum á laugardaginn er sú fregn, að hermaður einn hafi orðið hastarlega sjúkur í Brandon. Var hann óðara tekinn og fluttur á sþítala og dó þar áður en klukku- tími var liðinn og tók út áður kvai- ir miklar. Þegar hann kom til lækn- anna, reyndist ])að, að hann hafði drukkið “methylated spirits” í vand ræðum út af því, að fá ekkert ann- að í staupinu, og varð það honum að bana. Annar maður í sama bæ og á sama hótelinu hafði líka för og þessi. dauðlangaði í, að fá sér “bragð”, en ekkert var fáanlegt, og tók hann ])á upp á því, að búa til seyði af neftóbaki (Copenhagen Snuff) og drekka það. Hann bjó til seyðið og drakk svo löginn og varð vel og dýrðlega fullur. En það stóð ekki iengi, því að hann var dauður að skömmum tíma liðnum. Tímaritið “Iðunn” Nú get eg, meöan upplaglö endist, afgreitt pantanlr fyrir 1. árg. IÐUNN AR. Kostar fl.26. Þetta veröur sein asta tækifæri fyrir bókavini, aö fá hetta ágæta rit frá byrjun. Pantiö sem yrst, — bráöum veröur þaB of seint. Stefán Pétursson, 696 Banning Street, Winnipeg, KENNARA VANTAR fyrir Arnes South School District No. 1054. Kenslutími 6 mánuðir, frá I. janúar til 30. júní 1917. Kennari tiltaki mentastig og æfingu við kenslu og kaupgjald ]>að, sem óskað er eftir Mentastig má ekki vera lægra en svo, að kennarinn hafi laga lega heimild til að kenna. Tilboðum verður veitt móttaka af undirskrif- uðum til 30. nóvember 1916. Nes P O, Man, 21. október 1916 ísleifur Helgason, Sec’y-Treas. Vetur ber að dyrum Brúkið SWAN S0GRÆMUR og verjiö kuldanum inngöngu. Spara eldsneyti! Spara peninga! Tilbúnar af H. METHUSALEMS, 676 Sargent Ave. Winnipeg. Fást í öllum harbvörubúftum út um landiö. Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrja haustnám sitt á WINNIPEG BUSINESS COLLEGE.— Skrifið eftir skólaskrá vorri með öllum upplýsingum. Muniö, að það eru einungis TVEIR skólar í Canada, sem kenna hina ágætu einföldu Paragon hraðritun, nfl. Regina Federal Business College. og Winnipeg Business College. Það er og verður mikil eftirspurn eftir skrifstofu-fólki. Byrjið því nám yðar sem fyrst á öðrum hvorum af þessum velþektu verzlunarskólum. GEO. S. HOUSTON, ráðsmaður. The Good-Clear Dandruff Remedy Bezta efnasamsetning brúk- uð f þetta meðal. Það læknar væringu, en litar ekki hárið. Agætt til þess að mýkja hárið og hreinsa og styrkja hársræt- urnar. Kostar......25 og 50 cts. GOOD-CLEAR DANDRUFF REMEDY. Til sölu hjá The Sterling Cutlery Company 449 Portage Avenue. Nálægt Colony St. WINNIPEG - MANITOBA. BrúkaÖar 4 4 t ♦ falskar tennur t Keyptar í hvaða ástandi, t sem þær eru. ^ Komið með þær eða sendið með j)ósti til DOMINION TOOTH CO. 258V2 Portage Ave., Roorn 501. McGreevy Building. Winnipeg ™ DOMINION BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. HAfuKntlHI oppb.. VarniJAVur ..... . Allar elftnlr.. . ____ «6,000.000 «7,000,000 . « . .«78,000,000 Vér óskum eftir viQsklftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst aTJ gefa þelm fullnægju. SparisjóÖsdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- lr í borglnni. Ibúendur þessa hluta borgarlnnar óska aö skifta viö stofnum sem þeir vita aTJ er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrJÍTJ spari innlegg fyrir sjáifa yður, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráísmaíiur PHOSE OARRY 345» FOR THE CORRECT AMSWEf^ TO THE BURNING Ouhsti0N'' AT YOOR SERVICE for snythlof you may nc«4 ta th« fu«l lin«. Quslity. Mrvice »nd full »atúfa«tioo ( u »r antccd wbto ynu buy your ooal frota Abyrgst Harðkol Lcthbridge Imperial Canadian Sótlaus Kol. Beztu fáanleg kaup á kolum fyrir heimilið. Allar tegundir af eldivið, — söguðum og klofnum ef víll. PHONE: Garry 2620. D. D. Wood & Sons, Límited Office and Yards: Ross and Arlington. Galloway’s Send for Tlvis Masterpiece Six g] HiS mikla meistaraverk: GALLOWAY’S “SEX”. M ifa*1 * kí,."t,lr ••••«*«. l>« vertu vl.a um. a« letlU rú.iTí áby^st- a7s þessl vél fram- fyrtr Ir híí l ' ' en, *lun hefir verl® skrásett ryrir, °g hun er senit hvert sem vera vill til sta«arUvlJi,?rVdafa' GAL1-OWAY vélin er all- mmíl, Æm 5ven) su’ er hafa raeK* til fyrir- I?,yn<?.ar 1 vIslndaleRrt samsetningu og belta vel ttl atlrar bændavtnnu. Yfir 20,000 ánæa5ir rUa'þet'ta ®m keypt hafa OALLOWAY'S véUna, u®f***1 Herkules sivalninRshöf- Ibn5, sveif ágætur aflvaki, sparsamur brenn- eíhaíi8' ” l?Shitun.’. fuIlkorainn olíuáburSur, end- U«r eIdsne,ytlsg:jafi og mikill eldiviTSar- sparnaður. -— Stærð til hvers sem er, frá 1%. hestafli til 16 hestafla, og allar seldar þannig, b* rgt?yna megl ókeypís * 30 da«a* nieTJ 5 ára á- Tiie WilSiam Gaiioway Company of Canada Limited Dept. 25 Winnipeg BIG FREE CATALOG Just out, tells all about Gallo- way slowpricea for Cream Separators Manure Spreaders Watfons Men’s and Women's Clothing Ðoots antl Shoes Gloves and Mitts Harness Silverware PianoG and Organs Gramophones "' Books Story I CATALOS COUPON WM.^AtLOWAVCO^C^CARénA in&M^sariLaö %thy°s %***1 - Cream 8eoaratore lioots and Shoet Manure Spreailcrs Wagons Tractors Mcnr* Clothlnrj Womcn’s Clothinq Childrer.’s Clothing Glove* and Mittt Harncsa Sllverware Planm Organs Gramophones Story Books

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.