Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.11.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 2. NÓYEMBER 1916 HEIMSKRINGLA. MJR. T« i ÞAB ER ENGINN STAÐUR SEM JAFNAST Á VIÐ HEIMILIB, — ÞEGAR BRAUÐIB OG KöKURN- AR ER BÚIB TIL ÚR — 1*2 , PURITy K J FLOUR , ~ 'MORE BREADand BETTER BREAD" ^ Ávarp og kvœði. til hjónanna EYMUNDAR JÓNSSONAR og HALLDORU STEFANSDÓTTUR. Avarp. Háttvirtu hjón! Þar sem þið hafið nú verið í hjónabandi I 50 vetur, þá þykir oss hlýða, að senda ykkur fáein kveðju- orð. Fyrst og femst þökkum vér ykkur fyrir langt og vel unnið starf 1 sveit- arfélagi voru. Auk þess viljum vér færa yður, herra Eymundur Jóns- son, beztu þakkir fyrir þá hjálpar- hönd, er þér fyr meir, I læknisieys- inu, réttuð sjúklingum og sængur- konum, og fyrir hina mikiu atorku, dugnað og ósérplægni í öðrum þeim störfum, er þér höfðuð með höna- um. Og húsfreyjunni þökkum vér fyrir þann góða þátt, er hún átti í starfi yðar að þessu leyti. Og ykkur báðum hjónum í sam- einingu þökkum vér fyrir gestrisni, höfðingslund og hjálpsemi við fá- tæka. Sem lítinn vott þakklætis og við- urkenningar sveitunga ykkar, fyrir öil unnin storf, fylgir hér með ofur- lítil sumargjöf, sem vér biðjum ykk- ur að meðtaka sem heiðursviður- kenningu frá sveitungum og vinum, þó smá sé: kr. 470.00. Vér óskum ykkur guðs blessunar, gieði og friði i elli ykkar. Fyrir hönd sveitunga og vina. Sumardaginn fyrsta 1916. Þorleifur Jónsson, Þórh. Danielsson Þórður Oddgeirsson Guðmundur Jónsson. * * # Kvæði til hjónanna Eymundar Jónssonar og Halldóru Stefánsdóttur í Dilknesi á sumardaginn fyrsta, á fimtugasta hjónabandsári þeirra. Ylckar langa æfisaga á svo marga gleðidaga, eftir því sem eg hef frétt; aftur máske ýmsa stríða, ást og trú sem verma’ og þíða; þeim er ekki að lýsa létt. Fyrir réttum fimtíu árum fóru þið á lífsins bárum upp í veikan vonarknör, tengduð ykkr sálir saman svo þið þylduð slaginn raman, ýttuð síðan út úr vör. Þá byrjar lífsins brask að vonum, sem beint tilheyrir manni og kon- um, eiginlega við alt að fást; þá komu börn og þurftu að borða, þá var ei frið né ró að orða. Ávextirnr ennþá sjást. Þá var smíðað, þá var spunnið, Þá var víða af kappi unnið til að auðga bygð og bú. Þá var rakað, þá var slegið, þurkað hey og fljótt heim dregið. Alt var gjört með trausti’ og trú. Saman bjugguð svona lengi, sælurlkt með auðnugengi, cins og líka verðugt var. Ykkar húsdyr opnar stóðu öllum breiskum jafnt þeim góðu, en það er lvkill lukkunnar. P> Til Ameríku í auð og glauminn ykkur létuð bera strauminn, gaman höfðu í gull að ná. Fóstran kæra fínt þá glotti, fyrir brá litium hæðnisvotti liennar björtu ásýnd á . “Þið munuð ekki börnin bliðu", bætti’ hún við með lyndi þíðu, “ánægjuna öðlast þar; eg mun seyða ykkar hjörtu úr auðsælunnar skauti björtu, að fóstru nWnnar fátæktar. í AmcríkM innan um giauminn, auðlegðina og mentastrauminn, ánægjan var ekki þar, grösug engi og græna skóga, greiða vegi, veiði nóga; — hugurinn allur heima var. 1 Ameríku ci yndi fundu, aftur heim á feðra grundu hugurinn ykkur hálfgjört bar. Fjallkonan þá faðminn breiddi, friðar bústað strax tilreiddi: 1 Hornafirði vistin var. Við Hornafjörð er holt að búa, hreppsins þetta matborð drjúga; verið að því velkomin. Þar fæst hvalur, þorskur, lúra, þar er söl og skarfasúra, selur, egg og aurriðinn. Enginn er svo illa settur, að af því verði ei mæli réttur, ef hann tekur annars við. Hreppinn skal ei hungur saka; ö hamingjudísin mun hér vaka og aldrei farga fornum sið. Ánægjan er aftur fundin. Ó, hvað mörg er gleðistundin, sem þið hafið síðan átt. Ykkur táldróg ekki vonin, að ættarlandið týnda soninn taka mundi í trygð og sátt. í fimtíu ára stríði að standa styrkra þarf að neyta handa, ef orustan á enda, er háð. Þið hafið unnið þetta saman. Þið eruð kunn að öðlast framann. Takmarkinu nú er náð. Þið eruð að vísu ein af fáum, sem ennþá vonarbátnum smáum haldið á sinum klökka kjöl. í ástarróðri óþrcytandi eruð þið komin hress að landi. Allir á slfku ei eiga völ. í öllu þínu æfistríði ertu sæll þó mcin þér svíði, enginn getur annað séð. Handarvana lieldur velli, hárri þó að náir elli, ítrum gæddur andans frið. Stór eru verkin, vinnan fögur, verður svo þar elja og dugur hafa saman hendur fest. Greiðvikninni götu rudduð, grædduð sjúka, hruma studduð; traust og virðing vinna bezt. Þó ellin burtu ykkur kippti, það eru lífsins fataskifti, því æskan tekur vonglöð við. Þið eigið auð í áframhaldi; ættjörðinni skilið gjaldi. Guðsboðorða gættuð þið. Lukkuóska ljósin björtu ljómi nú upp yðar hjörtu, sveitunganna samúð tengd. Allir, sem þið áður giöddu, óski’ ykkur með hjartans röddu blessunar í bráð og lengd. Kveð eg ykkur kært í anda, kvæði er mér ei hæga að vanda, það fer illa’ úr minni mund. Ófarnar um æfislóðir ykkar dagar verði góðir, fram að grafar blindum blund. Antoníus Björnsson. * * * Aths.—Ávarp þetta og kvæði var oss sent heiman af ísiandi til birt- ingar í blaðinu. Vér þektum þau hjón, er þau voru hér vestra, í Pine Valley, Man.; og erum fúsir að birta þetta hvorttveggja, óg bætum við ósk vorri til þeirra, að æfikvöld þeirra verði bjart og gleðiríkt til enda.—Ritstj. ÞAKKARAVARP. Við undirskrifaðir vottum inni- legt þakklæti vort til skyldmenna, vina og sveitunga í Nesjum i Aust- ur-Skaftafellssýslu fyrir heiðurssam- skot gefin foreldrum okkar Ey- mundi Jónssyni og Halldóru Stef- ánsdóttur á fimtugasta hjónabands degi þeirra, Wlnnipeg, 25. okt. 1916. Stefán Eymundsson, 635 Alverstone St. Ásmundur Eymundsson, Hécla P.O., Man. Blaðið Austri er beðið að taka upp þakkarávarp þetta. Æfiminning. Hinn 13. júní andaðist að heitnili foreldra sinna á Asham Point stúlk- an Aurora Þyri Olga. Foreldrar hennar eru hjónin Andrés Árnason og Jónína Erlendsdóttir, bæði ætt- uð af Austuriandi. Þau hafa dvalið lengst af I Winnipeg síðan þau komu frá íslandi fyrir 29 árum, og þar var Aurora sál. fædd 24. októ- ber 1898; en fyrir rúmu ári síðan fluttust þau norður til Asham Point, sem er við Manitobavatn vestanvert. Aurora sál. var einkadóttir for- eldra sinna. Hún var mjög efnileg og gædd góðum gáfum, var síglöð og sérlega skemtilegt barn; en er hún var 9 ára að aldri fór fyrst að bera á hjartveiki þeirri, er nú að lok um leiddi hana til bana. Upp frá því varð hún að hætta skólanámi að mestu og féll henni það mjög þungt, þv íhún var námfús og á- stundunarsöm. En jafnvel þó hún gæti eigi endað skólanám sitt, náði hún þó góðri mentun I gegnum bækur. Einnig byrjaði hún á hljómrfæðis- námi, en varð einnig að hætta því sökum vanheilsu. Hefir það óefað haft mikil áhrif á hana, jafnvel þótt hún æðraðist eigi, þar hún unni mjög söng og hljóðfæraslætti. Það virtist sem hvað eina, er Aur- ora sáluga tókst á hendur yrði hún að leysa af hendi eins vel og mögu- legt var að gjöra það. Dáðust margir að og undruðust jafnframt um- hyggju hennar fyrir skepnum þeim, er foreldrar liennar höfðu undir hendi; jafnvel þó hún væri ekki til þess kvödd eða þyrfti að gjöra það,- og hefði alið allan sinn aldur í borg. Þetta og fleira bar vott um hina góðu hæfileika, er Auroru sálugu voru gefnir, en sem naut svo stutta stund við. i dagfari öllu var Aurora sál. hátt- prúð og hreiniynd. Merk kona hér I bygðinni sagði, að hennar mundi lengi saknað sökum hennar góðu framkomu gagnvart öllum, sem ein- hver kynni höfðu af henni haft. Glaða, barnslega lundin hennar á- vann henni skjótt vini; var hún þó vinavönd, en vinfastari en alment gjörist. Forn-íslenzku dygðirnar: hreinskilrii og orðheldni voni ein- kenni hennar. Nú er hún “dáin, horfin”, horfin okkar sýnilegu návistum; en endur- minningin hverfur ekki og hana geymum við með trega og tárum. Hér er komið skarð í fámenna fjöl- skyldu-hópinn,—þrír bræður harma systur sína ásamt foreldrunum —; í vina og kunningja hópinn; og það er einnig komið skarð í mikil- menna hópinn: Því þó að þessi stúlka væri að eins oarn að aldri, er hún iézt, bentu hennar góðu og miklu liæfileikar ótvlrætt á það, að hún átti eftir að koma miklu góðu til leiðar, og hver sem beitir áhrifum sínum í þá átt, er mikilmenni, þó tækifærin séu misjöfn, sem hverjum eru sköpuð. Vinur. Fréttabréf Spanish Fork, Utah, 20. okt. 191G. Herra ritstjóri! Tfðarfarið var hér hið inndælasta allan september frá upphafi til enda; en með byrjun október brá til rigninga og hálfgjörðra umhleyp- inga, sem haldist hefir að öðru hvoru alt til þessa dags. Nú ir út- litið heldur betra, og vona mem að bráðum muni byrja hið svo kallaða “Indíánasumar”, og að góð tíð hald- ist alt fram að hátíðum. Stórkostleg tíðindi gjörast nú ekki mikil. Pólitísku málefnin malla þetta áfram, og yfirleitt geng- ur hér alt fremur vel. Iðnaðarsýning ríkisins var haldin í Salt Lake City fyrstu sex dagana af október og tókst frmeur vel; sótti hana fjöldi fólks. Kyrkjuþing Mor- móna kyrkjunnar stóð þá einnig yf- ir, og síðast, svo sem eins og til að klykkja út með, var hin mikla stjórnarbygging, The State Capitol, sem kostaði 2,750,000 dollara, vígð 9- þ. m., og voru Jiar viðstaddir um 40 þúsund manns. Bygging þessi hefir vcrið í smíðum 4—5 ár; er öll úr marmara, sem grafinn var úr þess konar námuin hér í Útah; að öllu leyti hin fegursta og vandaðasta bygging f öllúm vesturríkjunum, og máske þó víðar væri leitað. Segja svo ferðamenn, er langt hafa komið að til að skoða byggingu þessa. Ilerra Einar Eiríksson og kona hans frá Cleveland, voru hér á ferð að heimsækja frændur og vini um nokkra daga í byrjun október. Þau létu vel yfir líðan fólks og öllu í sinu bygðarlagi. Hera Jakob B. Johnson og kona hans lögðu af stað til Alberta og kvöddu oss hér hinn 5. þ. m., að mestu leyti í trúboðs erindagjörð- um fyrir kyrkju Mormóna. — Þau gjörðu helzt ráð fyrir, að setjast áð fyrir fult og alt þar norður frá, eða einhversstaðar í Vesturfylkjum Can- ada, og óskum vér þeim þar hins bezta gengis. Þau eru myndarhjón, og því skaði fyrir oss að missa þau úr bygðarlagi voru. Já, oss finst á- valt eins og skarð komi í skjöld vorn, þá er góðir og nýtir menn og konur flytja héðan úr vorum fá- menna fslendinga hóp, og mun sú ályktan rétt, frá þjóðernislegu sjón- armiði, frændsemis og vináttu, og óteljandi mörgu öðru, sem kemur fyrir á samleiðinni gegnum lffið. En samt bætist úr með köflum, því oft vill það til, að einn kemur ])á annar fer; og í þennan ganginn varð lirygð vor ekki mjög ]ning eða langvar- andi, því lierrann leit í náð sinni tii vor, og sendi oss aftur þann gautverska, svo oss ætti að vera bættur skaðinn, alténd rétt í vetur, eins og Breiðfjörð sálugi að orði kemst. Þar næst verður svo að minnast á algjörðu sorgarþliðina, og geta um ]>á, er látist hafa meöal vor landa hér síðan eg skrifaði yður síðast, og eru þeir sem fylgir: Þann 5. september lézt Árni bóndi Helgason, 68 ára að aldri; fæddur 4. september 1848. Hann var sonur Helga bónda Jónssonar á Kornhóli í Vestmannaeyjum, Hálfdánarsonar frá Klasbarða í Út-Landeyjum. — Hann eftirlætur ekkju og tvær hálf- vaxnar dætur. Hinn 26. september lézt GuSrún Jónsdóttir, 90 ára að aldri, fædd í Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum 13. nóvember 1826; dóttir Jóns bónda Oddssonar, s„m eittsinn bjó þar, og druknaði þar við eyjarnar 1834. Guðrún þessi var ein I flokKi þeirra fyrstu, sem til Ameríku fluttu frá eyjunum. Hún kom hingað iOd/, og gekk alla leiðina frá Omaha, Neb. til Salt Lake City í Utah, nær 2,000 mflur. — Að öllu samantöldu hefir hún sjálfsagt lifað í þessu landi lengst allra íslendinga, eða í 59 ár. Hún settist að í Spanish Fork sama árið, sem hún kom til Utah, og hef- ir lifaö þar öll þessi ár, og einlægt í sama plássinu. Gjöra margir bet- ur? — Þetta pláss, sem hér er um að ræða, er nú heimili herra Gísla E. Bjarnasonar, og er mér sagt, að Guð rún hafi dvalið hjá þeim hjónum stöðugt í 42 ár. Áður hélt þetta sama heimili herra Loftur Jónsson, sem var stjúpfaðir hennar; en að honum látnum fékk herra Bjarna- son heimilið, og síðari kona Lofts Halldóra Árnadóttir. — En móðir Guðrúnar hét Guðrún Halldórs- dóttir, fyrri kona Lofts. Þannig mun því aðallega hafa verið varið, að Guðrún þessi var einlægt við þetta heimli riðin. öllum æfidögum sínum á þessari jörðu eyddi Guðrún f einlífi, giftist aldrei og var aldrei neitt við karl- mann kend, að mér er sagt; en þó hafði hún í æsku sinni verið frfð sýnum, dugnaðar og myndarkven- maður til allra algengra verka, og 1 góðu meðallagi að greind og skyn- semi. Banamein hennar var, eins og að líkum ræður, ellin gamla,, og var hún orðin mikið hrum, sjóndöpur og heyrnarsljó undir það síðasta. — En öll þau ár síðan hún varð ósjálf- bjarga gamalmenni, naut hún föður og móður umhyggju á heimili þeirra Bjarnasons hjóna. — Fiður sé með henni! Hinn 9. október lézt einnig hér I bæ öldungurinn Vigfús Einarsson, 78 ára að aldri. Ennfremur hinn 16. október Magn- ús C. Bjarnason, 31 árs. — Verður beggja þessara síðasttöldu nánar getið sfðar. E. H. Johnson GISLI GOODMAN TINSMIÐIH. VerkstœT5I:—Hornl Toronto St. o* Notre Dame Ave. Phone Hefmillii tíarry 29HS tiarry S99 J. J. 8/LDFELL P A ST15IGNASALI. ITnlon Bnnk 5th. Floor No. 529 Selur hús ogr lóðlr, og annatf þar all lútandl. útvegar peningalán o.fl. Plione Maln 26S5. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lifs, og slysaábyrgh o( útvegar penlngalán. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. Q. Hlnrlk.son J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNAS ALAR OG pentngra mlTflar. Talsiml Main 2697 Cor. Portage and Garry, Wlnnloeg Graham, Hannesson & McTavish LSGFRÆÐINGAH. 216—216—217 CURRIE BUILDINQ Phone Main 3142 WINNIPEG Arni Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LAGFRÆÐINGAR. Pbone Main 1661 >01 Electrie Railway Chamhara. Wonder 0/1 DRÝGIR GASOLIN STÓRKOSTLEGA. I>ú leggur ekki í neina hættu meí a5 kaupa WONDER OIL. Hún er ábyrgst a5 gefa þér 25 til 50 prósent meiri vegalengd og meira afl úr sjálfhreyfivagni þínum, ef hún er brúkuó samkvæmt fyrirsögn. í»ati er ekkert í þessari olíu, sem getur skemt hinar fínustu vélar SpyrjiÖ Mr. Yule, Manager Northern Crown Bank, um áreiöanleik félags-Ins. SpyrjiÓ Mr. Mundill, frá Ogilvie Flour Mills Co., Winnipeg, Mr. Pope frá Tri- bune og Mr. Lincoln, frá Telegram, hvaö þeir viti af reynslunni um WONDEH OIL. Komi? á skrifstofu vora og lesiö hundrut5 meímæla frá fólki, seáx brúkar olíuna, — og veit, hva5 þaö segir. Reyni’ð $3.00 dunk. I>aÖ borgar sig ekki a?5 vera án olíunnar. WONDER OIL COMPANY. 1101 McArthur Building, Winnipeg. YÐAR þénustu reiðubúnir Bezta iitkoma i E. J. BAWLF & CO. S5 617 Grain Exchange, Winnipeg. B0RÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINlS. Vi8 höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 Talsimi: Main 6302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portagre Avenue. WINNIPEQ Dr. G. J. Gis/ason Phynletflii and SurKron Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis «júkdómum og upp- skuröi. 18 Sonth 3rd 8t., Grand Fortn, N.D. Ðr. J. Stefsnssoa 401 BOYD BUILDING Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aö hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Phone: Main 3088. Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2315 Vér höfum fullar birgTiir hreln- ustu lyfja og meöala. Komi5 me? lyfseflla yTJar hingaö, vér gerum meöulin nákvæmlega efLir ávísan læknisins. Vér sinnuin utansveita pöntunum og seljum giftingaleyfi. : COLCLEUGH & CO, Notre Dwrae A Sherhroolte Mm. Phone Garry 2690—2691 A. S. BAROA selur líkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisv&röa og legsteina. : 813 SHERBROOKE ST. Phoue G. 21T.2 WINNIPEG f f f r 'SBSX9 iSögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — me&- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía ......................... $0.30 Bróðurdöttir amtmannsins ........ 0.30 Dolores ......................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl....... 0.40 Jón og Lára ..................... 0.40 Ættareinkennið................... 0.30 Lára............................. 0.30 Ljósvörðurinn ................... 0-43 Hver var hún? ..........-....... 0.30 Fwlagaleikurinn.................. 0.55 Kynjagull........................ 0.35 Sérstök Kjörkaup Ef pantað er fyrir $1.00 eða mei^, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pant- aðar í einu, seljum vér þær á — a'S eins þrjá dollara tuttugu og fimm cents ($3.25). Borgun fylgi pöntunum. ÁGRIP AF REGLUGJöRÐ um heiir.iiisréttarlönd i Canada og Norðvesturlaadinu. * ► BlöTl, sem flytla bessa s ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦ leyflslaust fá enga horgun fyrlr Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu an Já eour karlmaður eldri en 18 ára, get- ur tekiö heimilisrétt á fjóröung úf sectlon af óteknu stjórnarlándi í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta. TTm- sækjandi erÖurv sjálfur aö koma & landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- lrskrifstofu hennar í þvi héraöi. t um- bot5i annars má taka land á öHuiry landskrifstofum stjórnarinnar (en ekk4 á undir skrifstofum) met5 vissum skii- . yr’Öum. SKYLÐl II s—Sex mánaöa ábúö og: ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyrTSum innan 9 milna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús vertSur at5 byggja, at5 undanteknu þegar ábút5arskyldurnar eru fullnægtS- ar innan 9 rnílna fjarlægtS á ötSru landU eins og fyr er frá greint. Búpening má hafa á landfnu 2 statS ræktunar undir vissurr skilyróuin. 1 vissum hérutSum getur gótSur og; efnilegur landnemi fengitS forkaups- rétt, á fjórtSungi sectionar metSfrana tandi sínu. VertS $3.00 fyrir ekru hverj&i SKYLDUR*—Sex mánatia ábútS & hverju hinna næstu þriggja ára eftii* atS hann hefir unnitS sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og auk þess ræktatS 50 ekrur á hinu seinna* landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiS um leit5 og hann tekur heimÍlisréttarhréfitS, en þó mets vissum skilyrt5um. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengitS heimilisrétt- arland keypt í vissum hérutSum Vertl $3.00 fyrir hverja ekru. Sl\ \ i.Di it:—. VertSur at5 sitja á landinu 6 mánutSi a£ hverju af þremur næstu árum rækta 60 ekrur og reisa hús á landinu ev $800.00 virtSi. W. W. COIO Deputy Minlster of th» nerior. wtQgS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.