Heimskringla


Heimskringla - 01.02.1917, Qupperneq 1

Heimskringla - 01.02.1917, Qupperneq 1
c Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. ViO höfum reynst vinum þinum vel, — geföu okkur tœkifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FEBROAR, 1., 1917. ' NR. 19 Stríðsfréttir. Nú Kwnur það úpp hversvegna Jijóðverjar heimtuðu að þeir væru reknir burtu frá Bukarost í Rúm- aníu isendiherra Bandaríkjanna Charles J. Yopicka og von Vreden- burch. En ástæðan var sú að full- trúi Bandaríkjanna Vopieka heimt- aði rannsókn á bögglum nokkrum, »em fundust grafnir niður í garði Jjýzka sendiherrans. Þetta voru einskonar sprengiefni, við bau var blandað eiturkveikjum (Microbes) og átti að skjóta beim á Rúm- eníu, á hersveitir beirra og boi’gir til boss að sóttkveikjurnar tæku til starfa boss, bær kæmu í sár manna eða á 'Stræti borganna og dræpu fólkið niður sem lifað hafði skot- hríðina. Þarna sýna sig vísindi bjóðverjanna. Og með bví að koma beim burtu bessum mönnum losuð- ust beir við óbægileg vitni og getur bað kannske alveg komið í veg fyr- ír rannsóknina. Verdun enn þá einu sinni. Hinn 26. janúar réðust býzkir á Erakka við Verdun á fjórum stöð- um milli Avoeourtog Wood og Dead Mans Hill A'ið Meuse ána að vestan- verðu. Frakkar tóku á móti og er betta talinn harðasti bardaginn á beesum slóðum síðan Nivelle hers- höfðingi réðist á býzka við Verdun 1 Nóvember mánuði síðastliðnum, og vann aftur mostalt land bar sem bjóðverja tók heiit ár að vinna með íádæmi mannfalli. Áhlaup bjóðverja tók yfir nokk- rar mílur og var ákaflega hart. — Ætluðu beir nú að vinna svig á Frökkum hvað sem bað kostaði og aendu á undan áhlaupinu einhverja hina hörðustu skothríð sem barna hefur isézt. Margar raðir af bíóðver. jum runnu bar fram ein á eftir ann- ari, svo að vellirnir og hólarnir voru »vartir af mönnum, og sumir beirra komust alveg inn, í hinar fromstu viggrafir Prakka. Þá sendu 75 millimetre byssurnar Frakka kúlnastraumana látiaust á bá, er beir runnu fram og tafði bað marg- an er rnenn byltust um sinn, tveir á faðmi hverjum eða istórir hópar er aldrei risu upp aftur. * Á svæði þessu er hæð ein, sem kölluð er: Hill 304 og hefur hver bar. daginn eftir annan verið háður þar síðan þýzkir komu að Verdun, og tugir þúsunda haía lífið látið á þessari litlu hæð og við rætur henn. ar. Frakkar héldu henni nú, en þýzkir sóktu á. Þeir komust þang- að heilir herskarar þeirra, en Frakk. *r stóðu fyrir, og nú var barist méð byssustlngjum og byssurnar hafðar sem kylfur og vildi enginn griða biðja, en í lofti hvinu kúlurnar og var skotið frá báðum hliðum svo að ^Kúlnaskýjin sbeyptust þarna yfir vini og óvini því að báðir skutu á hólinn. Var bardaginn ákaflega grimmur og heiftugur, en svo lauk *ð þýzkir urðu að flýja, en Frakk- ar héldu velli'nema nokkrum skot- gröfum, sem þýzkir komust í. En morguninn eftir gjörðu Frakkar skjóta og snarpa árás á þá og náðu aftur öllum gröfunum. Við Tigris í Mesopotamiu eru Bi-etar að b'erja meira á Tyrkjum. Þeir voru búnir að hreinsa vestur- bakkann við Kut el Amara og norð- austur í flóunum voru þeir búnir að hrekja Tyrkji og núna tóku þeir skotgrafir þeirra upp aí nesinu sém Tyrkir náðu af Bretutm fyrir ári síðan er Bretar voru nær húng- urmorða. A Frakklandi eru Bi-etar einlægt að gjöra smærri áhlaup á hergarð þjóðverja, eyðileggj'a grafir þeirra og vlgi og taka æfinlega citthvað af föngum, en sjálfir bíða nú Bretar miklu minna mannfall en áður. En þessi stöðugu áhlaup þeirra hafa þau áhrif á þjóðverja að þeir eru aldrei óhultir og einlægt á nálum, að Bretar komi á nóttu eða degi, og stcypi yfir sig kastvélum sofandi eða vakahdi. En með ]vossu eru Bretar að búa undir aðaláhlaupið með vor. inu. Sjóslagur varð nýlega við strendur Belgíu eða Flanders og stóð yíir í 5 klukkútíma. Voru það hin smærri skip þjóðverja og Breta — “Destroyers” og “Torpedo Boata,’ og var floti allmikill af báðum. — Bretar fóru illa með þýzka og brutu og söktu sumir segja 7 skipum þeirra aðrir 10. Fiost var mikið og var sagt að líkin þjóðverja hefðu frosið við þiljurnar. Einn bát mistu Bretar. Blöðin segja að Vilhjálmur sé að koma með nýjar friðar uppástu'ng ur og sé nú linari í kröfunum en áður. En sögurnar um þessa kosti hans eru óáreiðanlcgar og enn sem komið er ber blöðum ekki saman um ]vær. Vestur af Riga suður af Babit Lake en vestan til í flóunum miklu hröktu Rússar þýzka við Aa fljótið mílu eða vel það og náðu fótfestu á þurrara landi. Syðst í Bukóvínu nálægt Kumpo. lung brutust Rússar gpgnurn her- garð þjóðverja á tveggja mílna svæði. En suður í Rúmanfu uppi í Oituz dalnum hrekja Rúmenar þýzka. Þetta sýnir að þýzkir kom- ast ekkert áfram. , Dorchester kosningin Hon. Sevigny ráðgjafi vinnur sigur í Dorchester, Quebec, móti Cannon. með 250 atkvæðum. Það var heil mikill slagur þar. — Flokkarnir hlupu þar hvor á móti öðrum. Sir Wilfred Laurier sendi þar fram af hálfu Liberala Lucien Oannon fyrverandi þingmann. En móti honum kom Hon. Albert Sevigny, Minister of Inland Revenuc Það voru mjög stór spursmál sem lágu undir yfirburði kosningar þessarar. Það var þjóðernks-spurs. mál, tungumáls spursmál, stríðs- spursmál hvort hlnir ýinsu þjóð- flokkur ættu að fara að berja blá- kalt fram þjóðernis spursmál sín, að llalda séi'stakan flokk eða flokka andvíga öllum öðrum, eða reyna að mynda eina þjóðarheild og leggja þar til alt hið bezta frá hverjum þjóðarflokk. Laurier barðist fyrir fi-önskunni og öllu sem að franskt var og ætlaði Cannon nú að vinna Var þá fjöldi flokkmanna hans ein- kum f vestur hlutanubi á móti hon. um . Þarna vann nú sameining og samband þjóðanna og alríkisins sig. ur. Þessi kosning hafði mikla þýðingu fyrir stríðið. Því ef að Sevigny hefði tapað, hefðu liberalar risið upp og læimtað nýjar kosning. ar, þó að Óhægt sé að koma þeim við í þessum tímum og ef til vill óheppi. legt fyrri en útséð er um stríðið. — En nú má búast við að stjórnin þessi liin sania sitji við völdin fyrst um sinn. Yfir höfuð vottar kosning þessi um það að menn vilja liafa inn- byrðis frið til að gegna málum sín- um og geyma róstur allar hér heima þangað til hins mikla róstann er búin. Og hugsar margur að hún sé nægileg þó að ekki komi upp fleiri á heimilum manna. Leynilögregluþjónn skotinn til bana. Þann 25 þ.m. var Marshall Jack- son, leynilögreglumaður hér í Winnipeg, og eftirlitsmaður fyrir innflytjendastofuna, skotinn til bana í Canadian Pacifiélestar vagni nálægt Windsor í Ontario af fanga sem hann var að flytja suður fyrir línu. Gekk fangi þessi undir nafn- inu William Anderson, en ekki er það hans rétta nafn. * Hafði hann verið hér í fangelsi f 3 mánuði fyrir innbrotsþjófnað. — Fangelsisvist hans var nú lokið og var Jackson að flytja hann yfir línuna, svo hægt væri að rannsaka sakir ýmsar gegn honum syðra tfyrir þjófnað og annað. Sat Jackson hjá fanganum í lest- inni og var góður við hann og stimamjúkur. En er hann varaði sig ekki, stökk fanginn alt í einu á fætur og hálí-rotaði hann með handajárnum sfnum. Náði hann í einni örsvipan í skammbyssu, sem Jackson bar á sér, og skaut hann til bana með henni. Komst svo af lestinni, því engir fengu við hann ráðið vopnaðan. Eftir mikia og erfiða leit lögregl- unnar náðist hann á iaugardaginn f hóteli í Windsor. Hafði hann falið sig f hlöðu einni skamt frá bænum; en sulturinn varð honum yifirsterkari og hrakti hann upp á hótelið, þar sem hann þektist og náðist. Hann meðgekk strax glæp- inn, en kvaðst þó ekki hafa ætlað sér að drepa Jackson. En hættu- legur kvaðst hann myndi hafa orð- ið þeim, sem hans leituðu, ef hann hefói komið því við. ÞorSi ekki a8 jarSa félaga sinn. Lögreglumaður í landgæzluliðinu var nýlega í þjófaleit um hinar af- ^kektu óbygðir norður-Canada. Þar eru cngar manna bygðir enn þá, að eins stöku einsetuinenn búa hér og þar, sem dýraveiðar stunda í eyði- skógunum. Einum slíkum einsetu. manni kyntist þessi lögreglu maður á ferð sinni. Hét hann Ole Heiberg og bjó einn f kofa sínum í þetta sinn, því félagi lians hafði dáið árið áður úr lungnabólgu. En ekki hafði Heiberg þorað að jarða lik félaga síns af ótta við það, að hann yrði ef til vildi grunaður um að hafa myrt hann. Geymdi hann lík. ið frosið og varnaði þvf þannig frá rotnun. Lögreglumaðurinn skoðaði líkið og sá að maðurinn hafði dáið af eðlilegum orsökum. En ekki gat hann aðstoðað Heiberg við að jarða lfkið, því þá stóð yfir gadd- hörku v'eður og var jörðin svo frosin að hún var með öllu óviðráðanleg. Sagði lögreglumaurinn Heiberg að gera bál úti er veðrinu linti ögn, þýða þannig klakkann úr jörðinni og myndi hann þá geta grafið félaga sinn. Betra seint en aldrei Daginn, sem sfðasta blað var að fara í pressuna, barst fundarboð frá þeim, sem að 223ju herdeildinni standa, þessefnis, að fundur yrði haldinn á þriðjudagskveldið 30.þ.m. og yrðu þar tekin til umræðu öll velferðarmál þessarar herdeildar. En oss var alveg ómögulegt að koma þessu í blaðið og biðjum vér hlut- aðeigendur velvirðingar. Eins, og kunnugt er hefir Colonel Albrechtsen fengið lausn frá yfir- foringja stöðunni við 223ju herdeild- ina og í hans stað verið settur Capt. H. M. Hannesson, áður honum næstur að ráðum. Allar þær her- deildir, sem enn hafa ekki náð full- um liðskrafti, eru nú uppleystar, Víkingar, 197 herdeildin, er nú okki lengur til. Eina Skandinaviska herdeildin, sem nú cr tll, er 223ja herdeildin — hofir hún fengið 3 rnánuða auka tíma til að ná fullri hermanna tölu. öriög hennar eru’ nú undir Skandinövum komin. — og er skylda allra þessara þjóð,- flokka að vinna af aihug að þvf, að hún megi haldast sem sérstök her- deild undir sínum nýja og duglega yfirforingja. Ný landstjórn á Islandi Fyrir jólin greiddist það úr vand- ræðpnum á þingi með stjórnar- myndun, að fullráðið var, að Jón Magnússon bæjarfógeti skyldi mynda þriggja manna stjórn og vera í henni yfirráð. Hinir tveir ráðherrarnir verða Björn Kristjánsson bankastjóri og Sigurður Jónsson frá Yztafelli. Að Birni standa “Þversum”, þ.e. hann hafði fengið 6 atkv. til ráðherratign- ar, og Sig. Eggerz 6 sömuleiðis, en er til kasta hins tilvonandi yfrráð- herra kom, hlaut B. Kr. hnossið. — Að þriðja ráðherranum, Sig. Jóns- syni, stendur nýi flokkurinn bænda (Framsóknarflokkurinn). Isafold. “Hvernig á eg að auka inn tektir mínar?” Skýring. Síðastliðið haust, byrjaði eg á groinum undir fyrirsögninni sem hér birtist, og kom fyrsta greinin út í tölublaði Hkr., 5. okt. Var þá tilgangur minn að halda áfram uns tíu greinar væru birtar. Hver sér- stök grein var lieild í sjálfri sér, og fjallaði um einhverja tiltekna grein búnaðarins, með þvf augna miði að benda á hvernig rnætti gera þá sér- stöku búfræðisgrein arðberandi. Fyrsta greinin (ý. október) \Tar “Útsæði.” Þar var reynt að benda á hagnað þann sem felzt í því að rækta “Registered Soed,” til útsölu og til sáningar. önnur greinin var um “Garðrækt" 12. október). Hér hofir svo setið við þar til 18. ianúar þ.á. að birtist grein um “Fóðrun á Sláturgripum á vetrin.” Greinin er eftir formann á Tilrauna- stöðinni í Brandon. — Hofði hún átt að birtast 19. okt. því þá var vet- urinn að birja. Nú birtist fjórða greinin, um “Sauðfjárrækt” (eftir Próf. Tisdale) í tölublaði 25. janúar. Lesendur eiga ef til vill örðugt neð að sjá samhengið 1 öllu þessu, úr þvf svona langur tfmi er liðinn í milli þátta. Einnig hcfir fyrir- sögnin ekki verið birt yíir grein-| urtum nr. 3 og 4. Hér oftir verður þetta Jagfært og ættu nú greinarnar að koma út nokkurnveginn reglu- lega, og er þá þessi röðin, á þeim som eiga að koma: Nr. 5. Aldinarækt. Nr. 6. Hænsnarækt. Nr. 7. Bíflugnarækt. Nr. 8. Mjólkur og smér framieiðsla Nr. 9. Hestar. Nr.10. Svínarækt. og fleira síðar. Æskilegt væri að bændur notuðu sér “Spurningadálkinn.” Eins að þeir skrifi, og láti f ljósi skoðanir sínar á búnaðarmálum. Landbú- naðar dálkarnir koma ekki að full- um notum fyr enn bændur sjálfir vilja tileinka sér sumt af þvf sem 1 þeim birtist. S. A. Bjarnason. Jarðskjálfti í Montreal. Jarðskjálfta var vart í Montreal þann 26 þ.m. Klukkan rúmlega hálf-þrjú eftir hádegi urðu menn varir við snöggan kipp. Varaði þetta í nokkrar sekuntur. En ekki var getið um að neitt tjón hlytist af liessu. Lostinn til bana. Anson McKim, yfirmaður stóns auglýsinga félags f Bandarfkjunum og talinn að vera miljóna eigandi, var lostinn til bana af eimlest í Cotaeu Juncton, sem er á Grand Trunk línunni milli Montreal og Ottawa. Skeði þetta þann 26. þ.m. Var MeKim á ferð til Ottawa, en fór af lestinni á þessum stað og var á einhvern háfct lostinn af annari lest, sein var þar nærri stöðinni. FariS að gera upptækar eignir manna. Það er í Austurríki. Ríkið er að reyna að komast hjá algjörðum fjár. þrotum og tekur þvf þetta til bragðs. Fregnriti Geneva blaðsins á Svissalandi segir, að lagafrumvarp hafi verið lagt fyrir kcisara til sam- byktar um að leggja undir ríkið einn fjórða hluta af eignum fbúa landsins, bæði löndum og lausafé. Rfkið leggur á móti skuldabréf, sem það lofar að innleysa, þegar það hafi peninga. Kappkeyrsla á hundum Keyrzlan á að vera frá Winnipeg til St. Paul, Minnesota og er það 522 mílur að vegalengd. Fonseti Great Northern járnbraut- ar félagsins Louis W. Hill, stendur fyrir kappkeyrzlu þessari og kostar hana að Öllu. Hann er einnig for- seti St. Pauls Carnival félagsins. Og var hér í Winnipeg að koma öllu á stað og lætur járnbrautarlestir fylgja keyrzlumönnum þegar suður kemur. 11 menn með 11 hundalestir lögðu á stað héðan írá Winnipeg á Mið- vikudaginn 24ða janúar, kl. 12.30. Var þar samankominn múgur og margmenni við Free Press bygging- una nokkru áður en þeir lögðu á stað. Voru þar höfðingjar margir: Mr. Norris, stjórnarformaður, David- son, borgarstjóri, Sheriff Inkster og Hoilman og rnargir fleiri. Þús- undir manna höfðu safnast saman á strætupum næstu, 'í gluggum öllum og sumir á húsþökum uppi að sjá keyrzlumennina og útbúnað þeirra. Var þó kalt veður og varð mörgum að grípa til nefsins er þeir biðu. — En svo fóru hundalestirnar og keyrslumenn að koma um hádegi, og voru hundarnir skreyttir með skúfum og fjöðrum. En öll sveitin sem var með Louis Hill var í ein- kenniíegum “Carnival” búningi, og þótti mörgum nýstárlegt þetta “Car. nival” á aðhaldi í St. Paul núna, og er búist við að 100,000 manna eða meira taki þátt í því. Er hunda- keyrzla þessi eitt aðalatriði hátíðar þeirrar. Og verður henni mikill gaumur gefinn um öll Bandaríkinn og Canada. En ljósmyndasmiðir verða alstaðar á ferðinni að taka myndir af mönnunum sem kcyra og hundalestunum. — meðfram allri leiðinni eru merkisstangir reistar, svo að keyrslumenn þurfi ekki að villast og hafa þcir rafurmagns- lampa mcð sér til að lesa merkin á stöngunum að nóttu til. Keyrzlumenn eru sjálfráðir hvar þeir hvíla sig eða livort þeir héldu áfram nótt eða dag, og eins hvað hart þeir fara. Keyrzlumenn voru á aldrinum frá 19—39 ára. Mennirnir sem keyrðu hundana voru þcssir og merkja töiurnar hvar þeir voru í röðinni er þeir lögðu á stað. 1. Gabríel Campbell frá Le Pas 2. Fred Hartman frá Le Pas. 3. Gunnar Guttormsson frá Arnes. 4. James Metcalf, frá Le Pas. 5. Mike (Magnús) Kelly frá Hecla. 6. Bill Grayson frá Le Pas.. 7. Biil Grayson frá Le Pas. 8. Thordur Thordarson frá Gimli. 9. Gunnar l’oniásson frá Hecla. 10. Orris West frá Kaskabowie Ont. 11. Hjörtur Iianson frá W. Selkirk “Baldy” Anderson landi vor sem flestir íslendingar hér þekkja var þar með og segja blöðin að hann hafi afhent Louis Hill frá keyrer.d- um feld kostulegan óg var dýrskinr.. “Baidy” átti hundana í einni itst- inni og fer með suður. en ann- ar keyrir. Fimm af kéyrzlumönn- unum eru íslendingar og eru ]>að Nos. 3—5—8—9 og 11. 25. janúar — Morgunin eftir að þeir lögðu af stað fóru hinir fyrstu að koma til Morris. Var þá sá fyr- stur er síðast lagði af stað Hjörtur Hanson No. 11. Næstur honum var Gunnar Tóma-sson No. 9 og þá kom Magnús Kelly No. 5. Þeir fóru fram hjá járnbrautarsfcöðinni kl. 8.35 og hlupu allir keyrendur með hundun- um sínum. Næstur þeim var Gunn- ar Guttormsson frá Arnes, Man. og fór hann fram hjá járnbrautarstöð- inni kl. 9. En hinir fóru ekki að koma fyrri enn klukkan 10.40 og 10.45 eða nálægt tveimur klukkutím- um seinnia. No. 10, Mr. West frá Kashabowie. Ont. komst ekki lengra en yfir Riv- er Park hér við bæjinn eða þangað sem C.N.R. brautin li'ggur yfirPom- bina Highway. Hann hafði fimin hunda. en hafði keypt tvo f River- ton og tvo á Gimli rétt núna. En þegar hann fór að keyra þá, sá hann að þeir voru svo sárfættir að þeir voru ófærir til keyrzlu og svo voru þeir óvanir saman og varð hann þvf að hætta er hann var kominn tva;r eða þrjár mflur. 26. janúar — Snemma ]>enna morg. un lögðu landarnir þrfr, sem fyrstir komu til Morris á stað frá Hamil- ton N.D., með hunda sína Gunnar Tómasson frá Heclu, Mike Kelly frá Heclu og Hjörtur Hansson frá Sel- kirk. Héldu þeir áleiðis til Grand Forks og voru þangað 72 mílur. — Búnir voru þeir að fara 89 mílur í Hamilton. Hinir 7 lögðu á sama tfma upp frá Pembina 18 milum nor'ða>. — Einn þeirra Fred Hartman ætlaði að reyna að halda áfram þenna dag, þó að hann hefði aðeins 4 hunda. Hafði tapað einum, er lenti í á- flogum við félaga sfna. Til Grafton komu þeir kl. 12 um hádegi hinn 26. og voru þeir þrír á undan Gunnar Tómasson, Mikc Kelly og Hjörtur Hansson. Höfðu þeir farið 70 míiur daginn áður og hlaupið af þeim 60 mílur. - Tveir urðu að hætta þenna dag, Gunnar Guttormsson og M. Thordarson. — Varð ilt báðum. Kuldi mikill og færð þung. 27. janúar — Blaðið Telegram tel ur Hjört Hansson fyrstan inn í Grand Forks, klukkan 10.40 f.m., hinn 27da og Gunnar Tómásson með honum, var þá Mike Kelly 5 mínút- ur á oftir þeim Hjörtur var þá svo lasinn að hann átti erfitt að brjót- ast f gegnum skaflana. Hinir höfðu verið um nóttina í Minto og höfðu ekki getað dregið neitt á þá. Það var búið að segja að Hanson hefði gefið upp fyrir lasleika en það var rangt. Enda voru reglur þær, að enginn mætti fá sér varamann að keyra eða liund nýjan f lestina. — Hann varð því annaðhvort að hætta eða halda áfram. í Fargo voru þeir hinn 29., Hanson Tómasson og Kclly. Hundar Hanson voru veikir og sagði hann að þeim myndi hafa verið gefið eitur á ferð- inni. Þeir voru að mæta manni þessum aftur og aftur. Félagar hans Tómasson og Kelly báru þetta með honum. Þeir komu til Fargo kl. 7.10 að morgni og fóru þaðan kl. 9 til Sabin í Minnesota. Hafði Gunn. ar Tómasson þá aðeins 4 hunda, og skildi hund eftir f Hillsborn, upp- gefinn. Um 30 jan. eru keyrendur allir nema Hartman í Rothsay Minn. — Þeir sem á eftir voru höfðu haldið áfram í 18 klukkutíma daginn áður til að ná þeim, sem á undan voru. Hartman einar 50 mílur á eftir. Tal- að er um að Hill létti undir með keyrzlumönnum og keyri þá part af leiðinni. En láti þá keyra scin- asta spottann. Farnir til herstöðva Sigurður E. Davidson. Nýlega var sendur af stað til Eng. lands, Sigurður E. Davidsson, var hann f tölu þeirra manna, aem s«nd- ir voru úr 197 herdeildinni og fóru héðan 18. jan. Móðir han,s er Helga Davidson hér f borginni (518 Sherbrooke St.). Hann var einn af þeim fyrstu, sem innrituðust f 197 (Víkinga) herdeildina. Stýrir hann hraðskota-byssu (Machine Gun) og er staða sú vandasöm og ábyrgðar mikil. Sigurður er upp- alinn f Winnijreg — fæddur 15. okt. 1891. Fylgja honum óskir beztu allra þeirra vina, sem heiina sitja. Sigurjón Pálsson. Sigurjórí Pálsson var einn í tölu þeirra hermanna, sem sendir voru iir 197. herdeildinni til Englands, 18. jan. s.l. Hann er sonur Sigfúsar Pálssonar og Sigríðar Þórðardóttir, som eiga heima hér f borginni, að 488 Toronto St. Sigurjón er fædd- ur 18. maí, 1991 hér f Winnipeg. Stundaði hann nám um tfma við Wesley College. Tók svo að lesa lög hjá lögmannafélagi hér f bænum — Hanh innritaðist i herinn fyrir ári sfðan. Heilla óskir ættingja og vina fylgja honum. Ránskipi Þjóðverja sökt. Undanfarið hafa ránskip Þjóð- verja verið á ferðinni með ströndum Ameríku eða eiginlega á sjóleiðum milli Amerlku og Evrópu og sökt hverju skipinu á eftir öðru. Með sér hafði það einn eða tvo neðan- sjávarbáta örsmáa og sagt var að það hefði tekið kaupför tvö og vopnað og sett á þýzka hermenn til að hjálpa sér. Bretar fóru að leita og nú er full- yrt að þeir hafi hitt það 130 mílur út af Para, en Para heitir suður- kvíslin á Amazon fljótinu f Brasilfu er það rennur í sjóinn á norður- ströndum Brazilíu. Um það fara engar sagnir hvað Bretar hafi gjört við það en allbúið að það liggi á hafsbofcni. Herskipið Breta sem náði þýzkaranum var “Glasgow” — John Leos, Captain. Þetta er f þriðja sinn sem herskipið Glasgow j hefur sent verið í slíkar ferðlr.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.