Heimskringla - 01.02.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.02.1917, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. FEBRÚAR, 1917 HEIMSKKINGLA <Stofna« 1SS«) Kemur út á hverjum Fimtudegri. tJtgefendur og eigendur: THK VIKING PHESS, LTD. Ver'B bla75sln-s í Cauada og Bandaríkjun- um $2.00 um áriTJ (fyrirfram borgaB). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatJ). Allar borganir sendist rábsmanni blatJ- •ins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Vlking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, rábsmabur. Skrifstofa: 729 SHEKHKOOKE STKEET., WINNIPEG. P.O. Uox 3171 TalMfml Garry 4110 HEIMSKRINGLA er kærkominn gestur íslenzku hermönnun- um. Vér sendum hana til vina yð- ar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuÖi eða $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Fœtugreinarnar. Þó nokkrum mönnum hefir verið illa við það að vér skyldum hafa fæðugreinarnar í blaðinu eftir Christian lækni, sem nú er orð- in víðkunnur um alla Ameríku.* Vér-viljum ekki troða neinu slíku upp á fólk, og höfum því hætt við að láta greinar þessar koma í blaðinu lengur. En nú vitum vér að það er fjöldi manna sem vill vita meira bæði um það hvaða efni líkaminn þarfnist á degi hverjum, og hvaða efni eru í hverri einni fæðutegund og eins, hvernig menn geta varast eður bætt sér hina og þessa sjúkdóma og kvilla, og hag- að fæðu sinni þannig að þeir hafi sem bezt not hennar, og verði sem hraustastir og heilsubeztir. Þessvegna höfum vér afráðið að prenta upp það sem komið er í bókarformi og bæta við þeim leksíum sem eftir eru. Þær voru upphaflega 24 alls. En þetta verður því aðeins gjört að áskrifendur fáist nógir að bókinni til þess að kosta prentunina. Viljum vér því biðja alla þá sem fræðast vilja um efni þessi og kaupa bókina að senda oss nöfn sín og utanáskrift, en enga peninga fyrri en bókin kemur. Vænt þætti oss um ef að kunningjar vorir úti í sveitunum vildu safna áskrifendum ef þeir væru fáanlegir, vér borgum rífleg sölulaun. En listar eður áskrifenda nöfri sendist öll til ritstjóra Heims- kringlu M. J. Skaptason, 729 Sherbrooke St. Winnipeg. Vér höfum reynt þetta í ein II ár og gefist vel og flest af fólki voru og margir kunningjar eru farnir að reyna hið sama. I Bandaríkjunum eru menn lengra komnir í þessum efnum. Spítalar með tugi þúsunda af sjúklingum hafa þetta sem hina einu lækningu. I bæjum og borgum eru þar stórhópar af mentuðu fólki sem farið er að fylgja þessu. Og ef að vér erum líkt gjörð- ir og menn þar, þá ættum vér ekki að fyllast ótta um að hætta lífi voru, þó að vér reynd- um þetta, enda er það saimmæli að sá veit bezt sem reynir. Bitarnir í Lögbergi. Oss þykir mjö^j leiðinlegt að fara að geta um þá þessa bita ritstjórans. Fyrst er menn litu þetta í blaðinu komu manni hundar til- hugar, bráðsólgnir hungraðir, grimmir. — Hundarnir glifsa eftir bita hverjum sem hús- bóndinn kastar í þá, hráu keti og blóðugum lifurtætlum, og lekur blóðið úr skolti þeirra er þeir bryðja þetta. Þetta er alt einhvern- veginn svo hundslegt, og ef menn ættu að fara að þýða Bita á ensku, mundi flestum verða fyrst fyrir að kalla það “Dogmeat.” ' En efnið í þeim, hinir andlegu fjársjóðir bit- anna eru óþverri einn. Að bera þetta á borð fyrir Iesendur og kaupendur blaðsins sýnir óvirðingu ritstjór- ans á þeim. Þessum bitum snarar hann að. lesendum blaðsins. Þetta er sálarfæða þeirra. Með þessu ætlar hann að lyfta þeim upp á andans hæðir. Það er alveg sama þó að í bitunum sé óhróður og Sigurðaráburður á óvini hans. Hann Ieggur þetta á borð fyrir lesendur sína. En nú þekkjum vér mesti fjölda af liber- ölum. Margir þeirra eru gamlir og góðir vinir vorir, sem h»fa bæði vináttu vora og virðingu. Þó að skoðanir vorar séu ekki allar steyp- tar í sama móti. Sumir eru leikbræður og kunningjar vorir frá æskudögum, aðrir hafa verið kunningjar vorir sfðan vér' komum í Jand þetta fyrir nær 30 árum. Og vér furðum oss á því, að þeir skuh ekki taka fyrir kverkar á manni þessum er hann viku eftir viku býður þeim annað eins. Getur hann ekki ritað sem mentaður maður? Eða látið sem hann sé það ? Oss furðar á því að yfir- menn hans skuli líða honum þetta. Hann getur ekki aukið þeim virðingu eða heiður með þessu, hann styrkir ekki blaðið, eflir ekki málefni þau sem blaðið heldur fram, heldur hið mótsetta. Vér kennum í brjósti um hann því að vér höfum álitið hann and- Iegan og líkamlegan aumingja. Og vér vil- jum biðja hann að vara sig, ef að einhver kann að grípa til hans andlega eða líkam- lega. Ritstjóri Lögbergs er að ímynda sér að hann sé málfræðingur er hann finnur að því að vér köllum Loyd George “skeljameistara” Veit hann hvað skel er? Vér þýddum grein- ina. Merkur rithöfundur kallar Loyd George “Shell Master of the British Empire.” Hann hefir náttúrlega búið til orðiðí því að það er nýtt. Bretar hafa sama orðið yfir skel með fiski í og skel með sprengiefni í. Þessa sprengikólfa og kúlur sem Bretar búa svo mikið til af kalla þeir: “Shells” og hafa fult Ieyfi til. Teljandi munu þeir Islendingar sem séð hafa sprengikúlur þessar eða kunn- að deili á þeim að gjöra fyrri en í stríði þessu. Þeir hafa verið margir að bögglast við að búa til nöfn á þeim, en vér tókum einfalda orðið skel fram yfir þau öll og höfum fult leyfi til. En Master er beinast útlagt með orðinu meistari. Vér bjuggum til nýyrðið “skeljameistari” og berum engan kinnroða fyrir. — En vér getum borið kinnroða fyrir ósannsögli Sigurðar, þar sem hann segir að vér höfum gjört þetta að embættisnafni Loyds Georges því að hann er: Minister of Munitions. ' Aftur hnýtir ritstjórinn því að oss, að vér höfum sagt að Sir James Aikins hafi samið hásetisræðuna. Það er einkennilegt með ritstjórann að hann getur sjaldan farið rétt með. En maður sem ekki veit hvenær hann segir satt eða lýgur er lítt þolandi. Vér sögðum það aldrei. Vér sögðum að hann hefði flutt ræðu og kváðumst hafa nokkur fetriði úr ræðu hans. Við hvern átti að kenna ræðuna, ef ekki við þann sem flutti hana. Ekki við ritstjóra Lögbergs þó að himininn hryndi. Eða kannske að ritstjór- inn vilji neita því að Sir James hafi flutt ræð- una. Það vita allir jafnvel Sigurður, að stjórnin leggur Iandstjóranum fyrir hvað hann skuli segja, um hvaða mál hann skuli tala og hvernig, því að Sir James er fulltrúi hennar. Eða vill nokkur maður ætla annað en að Sir James hafi lagt hugmyndina í setn- ingar og fylt setningarnar út með orðum? Dr því að vér erum farnir að minnast á ritstjóra Lögbergs viljum vér geta þess er hann sagði í kappræðunni við B. L. Baldvin- son, sem eiginlega var ekki kappræða nema á aðra hliðina hr. Baldvins. Því að rit- stjóri svaraði engu er Baldvinson sagði. En hann bar það fram, að ritstjórar íslenzku blaðanna Lögbergs og Heimskringlu væru neyddir til að skrifa í blaðið þvert á móti sannfæringu sinni. Vér segjum ekkert um Lögberg, það má vel vera að ritstjórinn riti einlægt þvert um huga sinn. Hann sagði að annars yrðu þeir reknir. En hvað Heims- kringlu snertir þá er engin hæfa í þessu, ef að eigendur Heimskringlu ætluðu að fara að neyða ritstjórann til að rita eitthvað sem væri móti sannfæringu hans þá væri hann á burtu frá blaðinu sama daginri. Hann hefur hvað eftir annað farið út á gaddmn sem menn segja og ekki kveinkað sér við, og það getur hann eins gjört enn þá. Þórhallur Bjarnason, biskup 2.des. — 15. des. 1916. Hvert skarðið er nú höggvið eftir annað í fylking okkar þjóðkunnustu manna. Og þeir falla í valinri áður en ellin færist yfir þá. Nú síðast æðsti maður andlegu stéttarinnar, Þórhallur Bjarnason biskup, aðeins 61 árs að aldri, heilsuhraustur maður og sterkbygður sem lítil eða engin ellimörk sá á. Hann and- aðist á hemili sínu hér,í bænum föstudags- kveldið 15. þ.m., milli kl. 7. og8. Hafði legið rúmfastur um tíma að undanförnu af innvortis meini, stundum þungt haldinn, en var þó talinn fremur í afturbata síðustu dag- ana, sem hann lifði. Þórhallur biskup Bjarnaion var fæddur í Laufási við Eyjafjörð 2. des. 1855, sonur Bjarnar prófasts Halldórssonar, sem þar var lengi prestur, og konu hans Sígríðar Einars- dóttur. Var séra Björn í Laufási, svo sem kunnugt er, mesti merkismaður á sinni tíð. Hann andaðist 1882 og Sigríður kona hans 1889. Þórhallur biskup varð stúdent 1887, las síðan guðfræði við háskólann í Kaupmanna- höfn og lauk prófi í henni með 1. einkun 23. jan. 1883. Næsta vor kom hann heim til Reykjavíkur, og var veturinn eftir stunda- kennari við latínuskólann. Þá um veturinn losnaði Reykholt í Borgarfirði; sótti hann um það og fékk veitingu fyrir því 18. marz. Vígðist hann svo þangað af Pétri biskupi 18. maí 1884. Jafnframt var hann settur pró- fastur í Borgarfjarðar prófastdæmi. En ekki var hann prestur í Reykholti nema eitt ár; hafði brauðaskifti við séra Guðmund Helga- son, sem þá var prestur á Akureyri, vorið 1885. Akureyrar-prestkalli þjónaði Þór- hallur biskup að eins stutta stund, 2 — 3 mánuði, því sumarið 1885 losnaði kennara- staða við prestaskólann, er Sigurður lektor . Melsteð lét af embætti. Varð séra Helgi Hálfdánarson þá Iektor, en Þórhallur biskup var settur í kennaraembætti séra Helga 28. ág. um sumarið. Fluttist hann þá hingað til bæjarins og dvaldi hér jafnan upp frá því. Kennaraembættið við prestaskólann var veitt honum 24. feb. 1886, og hafði hann bað á hendi til 30. apríl 1894, en þá varð hann lektor, eftir séra Helga Hálfdánarson. Lektorsembættinu gegndi hann síðan *þang- að til hann tók við biskupsembættinu, en það var 1 okt. 1908, og var hann vígður af fyrirrennara sínum, Hallgrími biskupi Sveins- syni, 4. okt. það ár. Þetta var nýlunda, að biskup væri vígður hér heima, því sú venja hafði komist á, að biskupar okkar sæktu vígslu til Sjálandsbiskups, og lýtur þó íslenzka kirkjan að engu þeim biskupi. En með þessu var tekinn upp nýr siður, er haldast mun framvegis. Þó er sagt, að tveir bis- kupar hafi áður verið vígðir hér á landi: Jón Vigfússon vísi-biskup til Hóla, af Brynjólfi biskuþi Sveinssyni 1674, og Geir Vídalín af Sigurði Stefánssyni Hólabiskupi I 797. Fyrstu árin/ sem Þórhallur biskup hafði á hendi kenslu við latínuskólann, var hann aðstoðarskrifari hjá Pétri biskupi Péturssyni, og er biskupaskiftin urðu vorið 1889 og Hallgrímur Sveinsson, sem áður hafði verið dómkirkjuprestur, tók við af Pétri biskupi, var Þórhallur biskup settur til að þjóna Reyk- javíkurprestkalli, og gerði hann það árlangt, eða þangað til núverandi dómkirkjuprestur, séra Jóhann Þorkelsson, tók við. Prests- störfin létu Þórhalli biskupi að allra dómi vel; einkum þóttu tækifærisræður hans oft af- bragðsgóðar. Má sem dæmi þess minna á húskveðju Páls skálds ólafssonar, og er hún prentuð sérstaklega. Annars er höfuðstarf hans í kirkjunnar þjónustu, áóur en hann varð biskup, 23 ára kensla hans við prestaskólann. Sá, sem þetta ritar, kann ekki um það starf að dæma, en það Uyggur hann, að Þórhallur bis- kup hafi verið góður kennari, og jafnan mun hann hafa verið vinsæll af lærisveinum sínum. Árið 1891 byrjaði hann á útgáfu Kirkju- blaðsins, og gaf það út næstu 7 árin, en þá féll það niður um nokkur ár. Nýtt Kirkju- blað byrjaði að koma út 1905, og hélt hann því úti til dauðadags. Blaðið bar þegar vott um frjálslyndi og víðsýni útgefendans, og varð málgagn umburðarlyndis í trúarefn- um, gagnstætt öðru kirkjumálatímariti, sem haldið var úti af ísl. kirkjufélagi vestanhafs, Sameiningunni. Einhvern tíma á þeim árum vakti það ekki litla athygli, er kirkjublaðið sagði, að ef Kristur kæmi til Reykjavíkur nú á dögum, mundi hann ekki leggja leið sína til prestaskólans eða kirkjunnar, heldur starfa með Hjálpræðishernum. Það er mörg góð og þarfleg hugvekja í Kirkjublaðinu, og margt þar vel sagt af ritstjórans hálfu, ekki aðeins um trúar- og kirkjumálefni, því rit- stjórinn hafði lengst um, auk kennimanns- starfanna, mikil afskifti af opinberum þjóð- málum, og kemur það fram í blaðinu. Hann var þingmaður Borgfirðinga 189^ —99 og aftur 1902 — 1909. Forseti neðri deildar var hann 1879—99. Starf hans á alþingi laut mest að landbúnaðarmálum og var hann 1904 skipaður formaður í milli- þinganefnd, sem um þau fjallaði. Mun hann alt af hafa ráðið miklu um landbúnað- arlöggöfina meðan hann sat á þingi og land- búnaðinn studdi hann jafnan með ráði og dáð Þegar Búnaðarfélag Islands var stofnað, upp úr Búnaðarfélagi Suðuramtsins, varð hann formaður þess, gegndi því starfi 8 fyrstu ár- in og lét sér mjög ant um hag allan félagsins. Mikið og fallegt starf liggur eftir hann í landbúnaði hér í bænum, þar sem er ræktun stórs landsvæðis kring um bústað hans, Laufás. Tók hann þar Iand til ræktunar rétt fyrir aldamótin og flutti þangað bústað sinn. Hefur síðan rekið þar búskap í allstórum stíl, eftir því sem hér er um að gera, og má hann heita forgangsmaður í landræktarstarfsemi Reykvíkinga á síðari árum. Á fyrri árum gegndi hann ýmsum störfum fyýr bæjarfélag Reykjavíkur. Hann var í bæjarstjórninni samfleytt í 18 ár, frá 1888 til 1906, og þar í mörgum nefndum, svo sem í skólanefnd öll árin, og lét hann sér jafnan mjög hugarhaldið um vöxt og þrif barna- skólans. Hann hafði og lengi nokkrar kenslu- stundir við þann skóla. Enn er það ótalið, að Þórhallur biskup starfaði lengi að endurskoðun biblíunnar, var í báðum nefndunum, sem unnu að endurþýð- ingu testamentanna, en formaður þeirra var Hallgrímur biskup Sveinsson. Eins og sjá má á þessu, sem hér hefur verið sagt, þótt stuttlega sé yfir sögu farið, hefur Þórhallur biskup Bjarnarson starfað margt og mikið um æfina. En starf hans liggur á mörgum sviðum og hann hefur mjög skift tíma sínum og vinnukröftum. Hann var gáfumaður mikiil, víðsýnn og hleypidómlaus. Ritstörf hans eru í molum: stuttar blaðagrein- ar um ýmisleg efni, í Kirkjublaðinu og víðar. En stærri ritverk liggja engin eftir hann. Hefur hann aldrei gefið sér tíma til þess að leggja út í slík verk fyrir ýmsum önnum, sem að köll- uðu í svipinn, og er þetta skaði, því rithöfundarhæfileika hafði hann svo mikla, að hann hefði átt að setja sér stærri minnisvarða í bókmentum landsins en hann hef- ur gert. Islenzkumaður var hann góður, ritaði einkennilegt mál, og oft er mjög vel að orði komist í blaðagreinum hans, einkum hinum stuftu athugasemdum, sem hann oft kastaði fram í Kirkjublaðinu um ýmisleg málefni. 1 stjórnmálum var hann'frjáls- lyndur, umbótamaður og fram- faramaður á öllum sviðum. En flokkaerjum var hann mjög frábit- inn, þótt hann kæmist ekki hjá að lenda inni í þeim um hríð, og vildi hann kæfa þær niður með því að skifta sól og vindi jafnt á báða bóga og hætti við að vilja gefa mótstöðumönnum í skoðunum of mikið eftir til friðar og samkomu- lags. Hann vildi ekki ganga móti straumnum, heldur var hugsun hans hitt, að leiða hann með lagi í rétta átt. Þegar stjórnarskiftin urðu 1904 og stjórnin fluttist inn í landið, stóð hann mjög framar- lega í flokki. Heimastjórnar- manna og hafði þar mikil áhrif. Hann var einn þeirra þingmanna, sem stofnuðu “Lögréttu,” eftir þing 1905, og var hann formaður útgáfufélagsins og í ritnefnd blaðsins fyrstu árin. Skrifaði hann þá mikið í það, bæði greinar um ýms landsmál og fréttagreinar. En þegar hann tók við biskupsem- bættinu, hætti hann afskiftum af stjörnmálum og leitaði ekki eftir þingsetu úr því. Eftir að hann varð biskup, kom upp flokkadeila á kirkjumálssvið- inu, og er hún orðin allhörð nú á síðustu árunum. Biskup átti erf- itt aðstöðu í þeirri deilu, vildi hvor- ugu megin skipa sér í henni, en reyndi að lægja öldurnar báðu megin, og alt til þessa hafði hon- um tekist að stýra svo, að full- kominn árekstur varð ekki út úr þessu í hans tíð, 'hvað sem síðar verður. Þórhallur biskup hefur orðið fyrir miklu mótlæti nú síðari árin, misti konu sína 28. jan. 1913, eft- ir langvinnan og þungan sjúkdóm, og yngri son sinn, Björn, nú síðast- liðið sumar. Kona hans var Valgerður Jóns- dóttir frá Bjarnastöðum í Bárðar- dal, fósturdóttir Tryggva Gunnars- sonar áður bankastjóra. Þau Þórhallur biskup giftust 16. sept. 1887 og eignuðust 4 börn, tvo syni og tvær dætur. Er Séra Tryggvi, prestur á Hesti í Borgarfirði, elstur þeirra, þá frú Svafa, kona Halldörs Vilhjálmssonar skólastjóra á Hvan» eyri. Hin dóttirinn, Dóra, var heima hjá föður sínum, en hún er heitmey Ásgeirs Ásgeirssonar kand. theol., sem nú dvelur í Khöfn. — Yngri sonurinn, Bjöm, andaðist síðastl. sumar á ferð í Noregi, og var að kynna sér þar landbúnað. Hafði hann síðari árin verið bú- stjóri í Laufási hjá föður sínum. Þórhallur biskup var mikill mað- ur á velli og fríður sínum, glaður í viðmóti og kátur og skemtin í við- ræðum, kunni fjöldi af kýmisögum sem hann var fljótur að heimfæra við ýms tækifæri og sagði vel. — Hann var mjög fróður í sögu land- sins og unni öllu, sem honum þóth einkennilega íslenzkt. Heiðursmerki dannebrogsridd-' ara og dannebrogsmanna hafðt hann fengið og var prófessor að nafnbót. NÝ LJÓÐABÓK “ ÚT UM VOTN OG VELLI." Svo heita ljóðmæli þau einu nafni, serni nýiega eru komin út, eftir eitt af Vestur-íslenzku skáldurium, Kristinn heitinn Stefánsson. Bók J>ossi er prentuð í Winnipeig, 1916. Útg. Rögnvraldur Pétursson og Gísli Jónsson, og hefir hinn síð- arðefndi prentað hana. Bókin er í allstóru broti, þrjúhundruð blað- síður að istærð, með skýrri mynd höfundarins framan við og eigin- handar undirskrift. Bandið er vandað og %tendur nafn hókar og höfundar með gyitum stöfum ásamt flúri á kjöl og fram- spjaldi, jnnan gyltrar umgjörðar. Prentvillur eru tæpast teljandi, en stafsetningin á bók Jvessari er harðla einkennileg. Aninars er bókin mjög smekklega prentuð. Letur mjög snoturt. Pappír vand- aður. Reyndar býst eg við að J>eim, sem vilja fá sem allra mest lesmál fyrir skildinga sína, J>yki of lítið að sjá ekki nema tvær ferhend- ur á heilli blaðsíðu, og of miklu aí pappír sé eytt til einskis fyrir ofan fyrirsagnir kvæðanna, en fegurðar- næmi og búdrýgindi eiga ei alt af leiðir vsaman. Frágangurinn, eins og hann er, er prýðiiegur og kvæð- in njóta sín vel. Þegar til ljóðanna kemur, J>á eru J>au mjög jöfn að gæðum. Vel frá flestu gengið en óvíða sjaldfengnir hugsanademantar, sem skara fram úr að gæðum. Kraftyrðahendingar og fagrar setningar með afbrigðum, sem brugðið verði upp fyrir augu lesarans, J>ví ekki víða á takteinum til sýninga. Verður því ekki eins létt verk og ella að benda á sérstaka staði. Hugsana-auðurinn kemur bezt í ljós, þegar kvæðið er alt lesið. f stöku stað ber á braglýtum og hljómgöllum í smáum stíl. En livortveggja er hverfandi, enda fæst- ir, sem stýra lausir frá þeim skerjum. Mörg vorra mestu skálda reka sig l>ar oft á og hljóta áföll stór. Virð- ist því eigi ástæða að benda nánar á flísina meðan bjálkinn er gleymd- ur. Nokkur snjöll ljóð í Reykjavík- urútgáfunni (Vestanhafs) frá 1900, hafa eigi verið tekin í þessa bók, og er HJdegt að takmörkuð stærð bóik- arinnar ráði þessu að einhverju leyti Ef til vill verða þau prentuð síðar í bók ásamt fleiru f bundnu og ó- bundnu máli, sem eftir höfundinn iggur, og enn hefir eigi birzt á prenti Vonandi selzt bók þessi svo vel, að hlutaðeigendur sjái sér fært að ráð- ast í þann kostnað, J>vf ihún má ó- dýr heita á $1.75, J>egar verðs 6. pappír og bandi er gætt eins og þa* er á þessum örlagaþrungnu tímuni, þótt að öðru leyti það verð inuní ærið nóg, þeim sem þrengst eiga í búi og sjá lítt fram úr vandræðua. En sigursæll er góður vilji. Annars virðist vera dregið svo lít- ið undan í bók þessari af ljóðus* Jæim, sem eru fyndin, fjörug og é- deilin, en sem hefðu gjört bragði* sterkara — litina glegri, og sem ef verðurséð að hefði getað rýrt minn- ingu skáldsíns og gildi, þvert á mófci Fágun er góð þar sem hennar er þörf, en Kristinn var prúðmenni, sem ýfðist ci við neinu nema þvf einu, sem átti það skilið. Upptalningin síðast í bókinni, er aðeins yfir fyrirsagnir kvæðanna e» eigi upphöf þeirra. Uótt þetta eé eigi stór vöntun, þá eru margir ljóðvinir, sem muna betur hvernig kvæðið byrjar og oft fyrstu vísuna, en nafn kvæðisins. Leit kvæðanrm verður því fyrirhafnar meiri en ella. Efnisyfirlit eigi að eins góðum not- um og þegar himni reglunni er fylgt að prenta bæði fyrirsagnir og upp- höf eftir stafrofsröð. Á það engu síður við að geta Jiessa hér, þótfc það sé alls ekki orðið alsiða í ljóð- útgáfum að hafa sameinaða efnis- og upphafs skrá. Aftan við ljóðin f hókinni er minningargrein um skáldið, eftir séra Rögnvald Pétursson. Kennir þar kunnleika.hlýinda og glöggsýni Skal hér aðeins tína til þær línur- nar, sem hann minnist Ijóðanna eingöngu. “Um ljóð hans er hvorki rúm né tími til að ræða hér, enda lýsa þau bezt sjálf innræti og hugsjónaífi skáldsins. En fáum mun geta dul- ist, að með J>eim eru auðgaðar bók- mentir þjóðarinnar, að í þeiin er sá hijómur vakinn, er að vísu á berg- mál í íslenzkum kvæðum; — hin* þýði alvarlegleiki, er skilur tak- markanir lffsins, örvæntir þó hvorkt né æðrast en þráir og kýs hugsóna- lffið og gleymir aidrei draumununt um ljósið. Frá þeim andar sain- hygð til þeirrar viðleitni mannanna, að öðlast vfðtækara frelsi, fullkoin- nari skilning og lifa æðra lífi. Orð- færi og skoðun er íslenzk, frá þjóð- inni, en skilningur og víðsýni þaé or fæst af viðkynningu við mann- kynið. í þeim eru moginland* straumur, og fjallahringurinn víður. Að þeim viðbættum verður sjón-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.