Heimskringla - 01.02.1917, Síða 5

Heimskringla - 01.02.1917, Síða 5
WINNIPEG, 1. FEBRÚAR, 1917 HEIMSKRINGLA BLS. 5 dflildarhringurinn víðari og lit- brigðin raeiri í íslenzkri ljóðagjörð.” Margir hér vestra munu nú hafa eignawt þessa eigulegu bók og lesið liana, og margir raunu enn bœtast við tölu þeirra manna. En hefir þá almenningur fu 11 not af ljóðum þessum? Svo œtti það að vera, en til þess þurfa menn að lesa þau með eftirtekt. Hér er ekki á boð- stólum hið innihaldslausa hvers- dagsflaustur daglega lífsins hér, sem aðelns snertir yztu hár hörundsins, heldur hugsun og tilfinningar þær, sem leita inn til höfuðs og hjarta lesarans og verða að finna þar sam- kend, ef óblandin ánægja á að fást af lestrinum. Það er sagt að einu sinni hafi hefðarkona kömið til enska málar- ana Turner, og hafi sagt um eina af myndum hans: “Mr. Turner, eg get ekkert séð við ihana.” Hann svaraði henni stytri í spuna en svo að al- úðlegt gæti heitið: “Frú mín, ósk- ið þér samt eigi að þér gætuð það?” Þeir, sem “ekkert sjá við eða “í“ þessari eða hinni mynd skáldsins, ættu fyrst að rannsaka sjón sína og gæta hvert eigi er vagl á auga, áður þeir dæma kvæðin. Þess er getið vegna þess, að það ▼irðlst orðin tízka hér vestra hjá alt of mörgum (sem þó annars lesa töluvert af fslenzkum bókum), að kasta hálí lesnu kvæði frá sér með þeim ummælum, að þeir skilji nú ekki þennan skáldskap. Oft er sá drýginda hreimur í röddinni, sem gcfur fyllilega í skin, að það sé ekki þeirra sök, og hér muni ei um auð- ugan garð að gresja. Ef liægt hefðí verið að lífláta kvæði Stephans G. Stephanssonar með l>essu lestrar- leyei, þá hefði það verið gjört. En þau eru býsna lífseig. Samt sem áður hefir þetta orðið til þess að almenningur hefir eigi orðið eins alment aðnjótandi mannvits hans og menningarskoðana og æskilegt og gagnlegt hefði verið, og hefir því tapað og tapar — eða réttara sagt, oignast aldrei þá andans fjársjóðu, scm í ólestnu kvæðunum geymast, en þeir eru réttbornir til 'sem Vast- ur-fslendingar. Af þessu fór samtfmismaður hans Kristinn Stefánsson eigi varhluta heldur. Hann þótti of dulur og tonskilinn. Menn voru ekki búnir að “ná meiningunni,” þegar þeir höfðu hlaupið yfir hálft kvæðið á harða spretti. Ef þá var eigi hætt við lasturinn, þá var litið yfir hinn helmlnginn með þeirri fullviasu að wkilningurinn léti ekki sjá sig, sem hann og sjaldnast gjörði. Vér skiljum aldrei neitt, heyrum aldrei neitt, sjáum aldrei neitt, nema vér reynum að hugsa um leið og vér lesum ljóðskáldskap, horfum á listaverk, hlýðum á söng. Vér þunfum að læra að losa kvæði til þess að geta haft þeirra full not. Æfing þeim er les þau, er engu síð- ur nauðsynleg, en þeim.er yrkir þau, of lesarinn vill skilja skáldið til full- nuHtu. “En borgar það sig að vera að grufla út í þetta?” spyrja menn. Á því er enginn efi ef þeir vilja víkka sjónhring sinn. Og þeim, sem aldroi segjast lesa neitt af bundnu máli, en eru vfsir til að glæpast á að lcsa línur þessar, af því þær eru óbundnar, þeim vil eg benda á, að þeir fara á mis við eina hina allra fegurstu, lærdómsríkustu og göfug- ustu list, sem heimilrinn hefir þekt, og hljóta að verða sökum þess and- lega fátækari en ella. Listin að yrkja, er listin að fegra. Ljóðið er lífið í orðum. Það er söngur lífsmeðvitundarinn. ar frá barnsvöggunni til ódáins heima andans. —Söngur villimannsins, jafnt sem hins “mannaða” bróður hans, um trú, von og ást ma'nnsæfmnar. — Fagnaðarsöngur hinnar fyrstu ástar f myrkviðarlundinum óg konungs- höllinni, og skilnaðarsöngur and- varpa og tára, þegar lagt er af stað f herferðina frá tjaldskörinni og musteriströppunum, út f strfð og dauða. En um leið og ljóðið er lýsing og birting á myndum lífsins, eins og þær bregða fyrir sjónir skáldsins og eins og það dreymir þær, og glögvar sjónir samferðamannsins, •em finnur til hins sama í sálarlífi •fnu, þótt orð bresti á vörum til lýsinga, þá er það einnig gagnrýn- >ng á lfinu sjálfu, leiðarvísir og upp- bót þess, og meir cn nokkuð annað —«ndursköpun og ummyndun þess. Það er ekkert skáld til, som ekki skilur eitthvert brot eftir sig af “Stjörnu-Oddadrauminum” eldri «ða yngri. Ljóðið er andi þjóðanna, sem lifir þótt þær deýi. Það talar ódauðieikans máli til vor f -söngum Israelsmanna og Eddukvæðanna norrænu. Oss íslendingum hafa ljóðin verið þeir höfuðstafir, sem þjóð vor hefir *tutt sig við f meir en tíu aldir, og forðað henni falli. Þessvegna ættu ljóðin að vera oss kær, og þau eru oss það. Auðvitað er hér með orðinu ljóð átt við skáld- •öngva, en ekki rímið og hljóminn eingöngu, sem aðeins leikur á þýða •trengi, en skapar engar myndir. Þannig er ljóðskáldskapurinn — bað bezta hans—listin. Þegar um “Út um vötn og velli” er einvörð- ungu að ræða, þá verður sú bók ein af minjum þeim og myndum, sem geyma fram í tímann brot úr vesturfarasögum Islendinga frá ofanverðri nítjándu öld, frá athug- ulum og óljúg-fróðum áhorfanda. Og þótt samtíðarmennirnir skoði Kristinn Stefánsson aldrei sem “fjöldans mann,” þá hvílir oftast nær yifir skoðúnum hans og lffsýni sú hógværð og hugblíða, sem hjört un vinnur og hlýtur að falla flestum óspiltum í geð, hvernig sem skoðan. ir þeirra kunna annars að vera á mannfélagsmálum. — Brimhljóðið heyrist aðeins í fjarska úti fyrir og undir-aldan þunga skellur sjald- nast upp að ströndinni, þar sein skáldið dvelur. En hin djúpa sam. hygð, sem finnur og skilur manns- bölið — veit af því alstaðar —-skín í gegnum kvæðin án víls og ótta með viðkvæmri karlmensku. Skoðana og tilfinninga líf sitt læt eg skáldið skýra sjálft með nokk- ruip útdráttum úr bókinni — tekn- um þó að mestu af handahófi. “Land eða ský?” er spurning leit. andans, sem trúin hefir eigi hlaðið svo háum stöplum undir að hann geti séð himininn opinn með ber- um augum: “Yfir breiðan alda sæ undir þeirra skýja-blæ út við sálar sjónhringsrönd sýnist móta fyrir strönd. Efinn spyr: “Hvort cr þar land Eða bara liokuband? Mun þar eigi opið haf — ails hins dauða skugga-vaf?” Fyrir dag er ort í sama anda. Það kvæði er þrjár vfsur. Svona er mið. vísan: “Er það sannleiksljós eða lyga- glæta Ijósið það, sem vitið að sér snýr? Hvar er sönnun? Það má lengi þræta, þar sem daprir glampar augum mæta, hvað þeir sé og hvað þá bak við býr.” Kvæðið “Veðrabrigði” er spásögn þess sem hlýtur að koma, þó seint sækist róðurinn. Það er efnis- l>ungt. Endarskáldið það þannig: “Á bakvið aldir elding lífsins slær, sem æð í brjósti nýrii tíðar daga, og fram úr sorta’ um síðir skini nær sú sól, er frjófgar gróðuissnauða haga. Um fortjöld rofið feikna-svartra skýja mér finst eg horfi á bylting stom- sins nýja.” Kjarnyrtar og sannar eru þessar hendingar úr vfsunni “Lýgin.” "Hvern lagð er hundstönn sleit úr reifi ráðvendninnar hún rekur niður um opið á skreppu þrælmenskunnar.” Það er svo skarplega sagður sann. leikurinn hér, að þess gætir tæp- lega að endarnir ríma ekki rétt sam. an (“-innar” móti “-unnar’). “Jón Sigurðsson” endar höf. með þessum athugunarverðu og sönnu orðum: “Svo liggur við berara, beinna, og ber okkar hugsana lag, að sjá það á öldinni seinna, er sjáum vér alls ekki í dag.” Þessvcgna verður misskilningur- inn svo margþættur og flókinn. Þökkin svo “utandyra” í dag. Þá er “Um nótt” all-tilþrifamikið kvæði, sem lýsir mörgu úr daglega lífinu, sem skáldið hefir ógeð á, en sumstaðar með smekklitlum orð- um og ógleði-blöndnum. Þó end- ar það með þessari fögru vísu: “Og lj'ósið blikar um bjartan geim, svo birtir í sál mér inni. Og verur frá eilffðar ósýnis-heim, nú anda að mér nærveru sinni.” “Stríðsvfsur (1914 — 1915),” eru athuganir í fjarlægð, hleypidóma og ofstækislausar. “Englarnir við Mons” heitir sú seinasta. Eg get ekki stilt mig um að setja hana hér og vona að “englarnir” inisvirði það eigi: “Fyr á vorri frægu jörð fjandinn hljóp í svínahjörð. Nú taka aftur upp á því englar að fara hrossin í. Gægist upp í annað sinn ævagamla tilraunin, til að villa viti sjón — vekja upp liin dauðu flón.” Það er þessi “villing vitsins,” sem skáldið vill kveða niður, en það er alt af nóg af lifandi flónum til að vekja upp þessa dauðu nafna sína. Þungum rofsi-vendi hcldur höf. á lofti yfir öfugenda þjóðifkamans f “Ljóðabréfi til séra Rögnvaldar.” Er þar mörgu lýst sem miður fer, en hversu sem élin verða svört í mann- félags umhverfinu, þá er samt sól- skinsbletturinn ætið: “Þar sem hugar-blærinn ber birtu af andans lífi.” Hinn andlegi skildleiki, sem vefur saman leyniþræði tveggja sálha f vináttutaúgar — þar sem ylinn legg- ur til manns frá samtíðar. “manni þeim, sem mannúð fremst mætir strax í dyrum.” “Einbúinn” er tilþrifaríkt kvæði, sem lýsir böli styrjaldanna: “Bg séð hef um lýginnar litfögru tjöld, að lífið er ofið úr þráðanna fjöld, sem rekjast úr hálffúnum hjúpum. —Hver svívirðing, þýslund og þjóð- arsynd, sem þrykt er á blóðuga styrjaldar- mynd, mun þung verða á konunga- krónum! En friðurinn sigrandi leggur til lands með ljómann af degi i kjölfari hans, og vor yfir veraldar-sjónum.” Stakan “Söngkonan,” er högg.sem hittir naglann á hausinn, hér hjá oss: “Hú fatast henni fslenzk orð á tungu— óðsins mál hún leggur undir farg. Hún hefir enskað í sér barka og lungu. eða stemt við þjóðar-hljómsins sarg.”— “ísland vestan hafs” væri þarflegt fyrir margan manninn að festa sér vel f minni. Helzt að læra það og iiafa yfir þegar þeir eru að verða: ----"hin staktíndu strá und stéljum i hreiðrunum mjúku.” Fögur mynd í ljóðum, er “Sumar- kvöld við vatnið.” “Sem • draumsmíðis heimur, sem hulduleg borg nú hvílist þú, stórvatn, með götur og torg frá skýjum og himni, sjálft stálgrátt og stilt, f stafandi logninu rólegt og milt, með kvöldroða brydding f blámóðu fjær, en bakkann og sandinn og smá- þorpið nær. í hillingum eyjarnar tillast á tá, og tangar og vikurnar lognskygnd- y ar gljá!” Þá er “Vorsins dis” eitt með ljúf- ustu náttúru-lýsingum f bókinni, og eru þó margar fagrar. Innilegleiki til íslands lýsfr sór alstaðar l>ar sem þess er minst, þótt auðséð sé að höf. hefir þar cigi gengið duls við gallana: “Eitt á köldum ægi-stig ættarlandið hvíta, styrki guð og ga'fan þig glaðan dag að líta. Hylji þinna harna brek birta nýrri tíða, svo að fólkið fái þrek fyrir þig að stríða. Standi það sem styður hag, styrkist sona bandið. Blessist hvert þitt bygðarlag — blessist gamla landið!” “Hann kunningi minn” er eip- kennileg og vel sögð lífsaga í ljóð- um, og mjög mörg önnur vel ort kvæði eru i bókinni, þar á meðal þýddu ljóðin, sem liér er eigi hægt að tína til, en hafa þó hvert um sig eitthvað til síns ágretis. Eftirmæl- in sum eru t.d. með allra beztu ljóðum höf., hlý, málsnjöll og sönn. “óbreytt þú og íslenzk varstu, aldrei lánuð klæði barstu. Hefðir átt í hinsta sinni hvíld að fá hjá móður þinni. Ættrót þfn var utar sprottin en við sjálfan bræðslupottinn. Þú gast aldrei skjallað, skriðið, skarn og soran ekki liðið; brendir árla og eins að kveldi illgresið á hugareldi,” segir hann eftir “Jóhönnu Pálsson.” Eru þetta eigi þau göfugustu eftiranál, sem hver sönn fslenzk landnámskona gotur fengið? Þetta er ágætlega sagt og svona eru tilþrifin víða í eftirmælum höf. — “Gamla húsið” er ágætt kvæði f sinni röð. 1 raun- inni er það eftirmæli. Hugljúfar minningar hljóta að vekja sömu kendir í lijarta lesarans, því “_>svona stendur minningin in mikla raoldug yfir þúsund jarðar- förúm—” Mér um hjarta lilýnar, þegar geng eg hjá því hinu gamal-kunna húsi, finst þó eins og eigi hvergi heima, alt af sé að bíða oftir fari; hafi kvatt og orðið þarna eftir af þeim sem að farnir eru og hort nir.” Þú hefir einhverntíma á lífsleið- leiðinni orðið hins sama var, aldni, fslenzki vesturfari, sem lest alt þetta kvæði. Máske verður þess oft var, þótt karlmenskan kæfi tárin og glotti um tönn eins og Skarphéð- inn, þótt súrni sjáldur í augum. “Við-fyr og nú” er fagurlega dreg- in mynd af samvistum þeirra hjón anna í fjórðung aldar. Lífsagan sú er í rauninni gæfusaga: “Þótt hárið sé grátt sem hafi í það fent, er heilt okkar skip, og við höfum lent. Því við höfum bæði bjargað því, sem bryddi með geislum hvert ein- asta ský ” En ispurningunni síðustu: “Hvort hittumst við síðar á ann ari strönd,” verður hver lesari að svara sjálfum sér með því goðasvari, sem annaðhvort er erfð eða anda- gift. Seinasta kvæðið f bókinni heitir “Endurskin” og hefir höf. eigi enzt aldur til að fullkomna það. Það er til konu hans eins og fleiri með fegurstu ljóðum í bók þessari. — Þetta er seinasta erindið: "Hér eg sit. I hugskaut laginn hef’ eg margan glaðan daginn — minnjnganna sólskins-sæinn, sæluhimin, nautnadjúp, aftanroða reifað hjúp. — Sálar minnar sfðsta braginn syng eg þér í ljóðum, þar til nóttin eyðir öllum hljóðum.’ Eg legg bókina frá mér með þeirri meðvitund að hún sé endingargóð- ur minnisvarði skáldsins, sem nú er sofnaður. A hann eru grafnir vöku. draumarnir þess og verða endur- dreymdir í þúsundum íslenzkra sálna, sem lesa og skilja Ijóðin og njóta þeirra. “Út um vötn og velli” er sann- nefnd skraut-útgáfa í bókagjörð íslendinga vestan hafs og útgefend- um til sæmdar þegar erfiðlcikar þeir eru teknir til greina, sem slíkt verk útheimtir í Winnipeg. Að ifnur þessar birtast svo seint, er isök útg. Bókin barst mér eigi fyrri í hepdur en nú. Winnipeg 24. jan., 1917. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Atkvœðamikill munkur Þegar Trepoff lagði niður völd sín nýloga, sem æðsti láðherra Rúss- lands, og Galitzin prins var settur eftirmaður hans, gerði þetta það uppistand í öllu landinu, að nærri lá Vjð að það hefði mjög alvarlegar aflojðingar. Rétt á undan þvrí, að Trepoff sagði af sér, var Rasputin munkur myrtur. En hann hafði áhrif afar- mikil f Vestur hluta Rússlands, og var virtur og elskaður af stórum þorra mafina. keisarahöllum aðal- lýðs og bændum í miljónatali. Hvert sem hann fór sætti hann konunglegrar gestrisni. Fólkið þyrptist utan um hann sem væri hann guðleg vera, gædd valdi til að blessa eða gjöreyða. Hann gerði hvorutveggja. Þó ómögulegt sé að trúa öllum sögum þeirA, sem meðal manna ber- ast viðvíkjandi áhrifum hans, hjá æðstu tignarstólum landsins, þá er full vissa fengin fyrir þvf að hann var um stundarsakir verkfæri í höndum þýzkra agenta á Rússlandi sem nætur og daga unnu að því af öllum kröftum, —, að fá keisarann til að semja sérstaka friðar skilmála Við Þýzkaland. Rasputin var af fátæku fólki kom. inn, en vann sig upp í augum aðals — og auðstétta landsins með mörg- um og misjöfnum meðulum. Átti ekki lítinn þátt í þessu hvað kven- hollur hann var; hvert sem hann fór töfraði hann kvenþjóðina og korast í álit hjá henni. , Þýzka hei-valdið kunni að meta hann og hafa not af honum. Bar mikið á honum á stjórnarárum M. Sturmers, sem var æðsti ráðherra Rússlands á undan Trepoff. Var sagt að Nikulás erki hertogi, sem um tíma var aðal yfirforingi rviss- neska hersins, hafi “liðið mikinn baga” við hrekki Rasputins og und. irferli. Tildrögin að dauða munksins erai lítið kunn og l>eim haldið að mestu leyndum. En sagt er, að tveir ung- ir menn úr flokki æðsta fólksins í Petograd, hafi ekið í bifreið að húsi því, þar Rasputin átti heima. Hafi menn þessir svo farið með munkinn í bifreið sinni til húss eins utarlega í borginni, sem var eign einhvers, prinsins. Stór garður var á bak við hús þotta, sem náði á milli tveggja stræta. Kl. 3 eftir hádégið þenna sama dag heyrðu tveir lög- regluþjónar, sem voru á nærliggj- andi strætum, byssuskot og hróp frá garðinum. Annar lögreglu- þjónninn sá margt fólk koma út um framdyr hússins, gekk hann til þess, og vildi vita hvað hefði komið fyrir, en fékk enga úrlausn á þessu. Skömmu síðar ók bifreið upp að garðinum og önnur bifrcið gerði vart vi sig fyrir framan aðaldyr liússins. Yfirvöldunum var gert aðvart um þetta og fundust blóðblettir í snjó- VERIÐ VISSIR AÐ FÁ EATONS NÝJU OTSÆÐIS OG MATVÖRU BÆKLING Ahverri sí®u bjóliast þar tækifæri aS spara peninga, sem oll hjalpa þér a« halda kostna«inum niCri, cn hafa bó á bort5um agætar fæt5u tegundir. ^ Athugið hvers þér þarfnist af útsæði fyrir komandi vor. Kaupið EATON útsæði og sparið fé og verið ánægðir. vor9m sérstaka útsæSis og matvöru bækling. Athugiö hinar voldu urtá og káltegundir, sem mvndir eru þar sýndar af, og þér getiö reitt yt5ur á aö þessar tegundir vax3,'_sé viöhoft5 rett hirtSing í alla statSi. AthugitS svo hann réttnefnda sparnati, aö kaupa þetta hiá EATON yersluninni. Af þvi vér sendum ekkl þenna sér- staka bækling ollum þeim, sem vér sendum vorn vana- Le/a ^etur verit5 þér fáifc hann ekki — utan Þ7rwAkrifií5 lftir honum- Veróur hann til í lok janúar, oe ef þér æskit5 eftir honum, þá sendit5 nafn yt5ar og utan- as k ri rt. ^T. EATO WINNIPEG N ! CANADA j NAME | P.O. Uept. | PROV. A i é num í garðinum. En sagan sagði, einhverjum óskiljanlegum yfirburð- að lík myita mannsins hefði verið um yfir aðra menn. Urðu áhra’/f sett upp í bifreið, vafið í loðskinna 1 hans mikil og óheillavænleg fyrir yfirhöfn. Annar ungi maðurinn Rússland. Breytti hann nú um hafi svo sezt inn í bifreiðina hjá þvf lifnaðarháttu, klæddist-skartklæð- en hinn liafi sezt við hlið ökumann. naði og bjó í stórhvsum sem ein- sins. Hafi bifreiðinni svo verið iægt VOru troðfull aif fólki úr öllum t'1 eyja þeirra sem eru við stéttum mannfélagsins. Svo voldug. Neva fljótsmynnið. í fsinn, fast ur varð Rasputin nú að jafnvel h-íá Petroosky eyjunni, hafi svo vinátta biskupsins, snerist í öfund síðar fundist nýlega grafin hola og og óvildarhug, og kom biskupinn þar í kring blóðdropar á ísnum og þVf til leiðar, að senda munk þenna einnig fundust blóðugir yfirskór til Síberíu. Fljótt gat Rasputin þó þar skamt frá. Kafarar voru þá losað sig þaðan og fékk síðar kom- fengnir, sem fundu líkið eftir leit ið fram hefndum gegn biskupiirum. nokkra, og voru á líkinu sár eftir Átti hann einnig í þjarki við annan byssu kúlur. fbiskup, sem Hertmogan hét.'og bar Sá afar mikli ahugi, sem atburð-; sigur f þeim viðskiftum. Mátti ur þessi hefir vakið, er ekki ein-1 hann sín að lokum svo mikils, sem göngu vegna þess hvað merk per-j væri vald lians, konunglegt, og ótt- óna sú inyrta var, heldur einnig uðust hann hertogar og herforing- sökum hárrar stöðu ymsra þeirra, jar. * sem við þotta liafa vesið bendlaðir. I Þar á meðal einn ungur og hátt- JNuverandi ráðherra tekur við standandi maður, sem mentun sfna! ' < ^ n>’iu tfmabili hvað stjórn fékk að miklum hluta á Englandi íusslands snertir. Álit flestra, og er vel þektur á meðal heldra I hverjar som shoðanir manna eru á fólksins í Lundúnaborg. I hæfileikum hans, að stefna hans sé Rasputin var bónda sonur; faðir [ !.fyl^l’1.ása?tíhinuni hann bjó f afskektu þorpi Tobolsk héraðsins í Síberíu. Fékk hann á sig misjafnt orð undir eins á æsku- aldri. Þegar hann var um þrí- tugt gerðist hann mjög trúhneigður og tók að gegna trúboðsstörfum um landið, þvert og endilangt. Hlaut hann þá mentun nokkra og fékk á sig trúræknis orð; að endingu varð hann svo víðþektur munkur. Árið 1900 gaf öflugusta kirkju fé- lags samband honum meðmæli við Theofan, hinn þjóðfræga biskup í Petograd, og við kröftugt fylgi bis- bups þess komst Rasputin í mikið gengi, enda var hann slunginn mjög og var eins og hann væri gæddur bandaþjóðunum, öllu því, sem stöðlar að því að vinna bug á hinu öfluga hervaldi þjóðverja méð vopn. um. örðugt starf og þungt liggur framundan honum, því m'argir af fylgendum Rasputins, munksins sálaða, hafa sýnt sig f því að vilja halda fram stefnu þeirri, sem Tre- poff greifi á að hafa fylgt. Golitzin prins er lærður maður, og vel að sér f stjórnarfars sögu vestur þjóðanna í Evrópu, og er hann einlægur og staðfastur vinum Frakklands, sem er skoðað sem trygging þess hvernig hann muni haga sér í öllu, sem þjóðverjum við- ketour.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.