Heimskringla - 22.02.1917, Blaðsíða 4
BLS. 4.
HEIMSKRINGlA
WINNIPEG, 22. FEBRÚAR, 1917
HEIMSK HINGLA
(StofBU* 1KS6>
Kemur út á hverjum Flmtudegl.
Otgefendur og elgendur:
TIIE VIKING PRESS, LTD.
VerTJ blahsin* I Canada og Bandarlkjun-
um 12.00 um árlb (fyrlrfram borgab). Sent
tll íslands »2.00 (fyrlrfram borgab).
Allar borganlr sendist rábsmanni blab-
■lns. Póst eSa banka ávísanir stýlist tll Th«
Vlkíng Press, I.td.
M. J. SKAPTASON, Ritstjdri
S. D. B. STEPHANSON, rátismabur.
Skrifstofa:
nt SHBRBROOKK STRKET., WINNIPEG.
P.O. Boi 3171 Tainlml Garry 4110
Stríðið og tímarnir á eftir.
Þetta er textinn hjá Sir James Aikins er
hann flutti ræðu fyrir öllum fulltrúum hinna
mörgu bændafélaga er þá voru hér í borginni.
Er þetta sem hér fer á eftir ágrip af ræðunni
Húsfyllir var þegar hann flutti hana.
Stríð þetta hið mikla er aðeins hlekkur
einn í hinni óendanlegu keðju viðburðanna
og er bæði afleiðing og orsök. Af íllu er
það getið og ílt fæðir það af sér. Þar geta
menn lesið voða söguna um það, er þjóðin öll
heldur á lofti og kennir börnum sínum íllar
og djöfullegar hugmyndir og siðgæðisreglur
einn áratuginn eftir annan. Þar geta menn
séð hvernig andi vondskunnar og fúlmensk-
unnar þroskast og magnast í börnunum þang-
að til hann brýtur alla hlekki og steypist
taumlaus og tryltur yfir heim allan og má með
sanni segja að þar séu þeir Gog og Magog
til móts komnir og hervæddir- móti heimi
öllum.
Vér höfum séð Tyrki æfða í hermensku af
Þjóðverjum og útlærða í siðalærdómum
þeirra. Fyrsta verkið sem þeir gjöra er að
ráðast á friðsama vopnlausa Armeníumenn
og slátra konum sem körlum af þeirri einu á-
stæðu, að þeir voru af öðru kyni og annari
trú en Tyrkir sjálfir. Vér höfum séð Austur-
ríkismenn undir forustu og leiðbeiningu þjóð-
verja slátra Serbum og æða sem óða varga
yfir landið rænandi, brennandi, myrðandi og
eyðandi og alveg hið sama sáum vér sjálfa
menningarfrömuðina, þjóðverja gjöra hinum
friðsömu og kyrlátu Belgum.
Hvað gátu Bretar nú gjört annað í nafni
réttlætis og mannkærleiks, en að rísa upp og
stemma stigu fyrir þessum djöfulóðu þjóðum?
Þegar Bretar réðust í það að berjast móti
þýzkum þá sagði Canada já og amen til þess,
væddist herklæðum og gekk í stríðið með
þeim, ag nú heldur Bretaveldi áfram barátt-
unni þangað til hinn illi andi, sem þýzkum
ræður, er burtu rekinn og niður varpað í
dýkið vellandi af eldi og brennisteini til að
sjóðast þar og stikna til eilífðar — og verður
þó eilífðin aldrei svo löng, að hann fái af-
plánað alt það ílla og djöfullega sem búið er
að fremja.
Eg hefi sagt, að stríðið væri afleiðing, en
það er og verður einnig orsök til margra hluta.
Bæði í Canada og um alt Bretaveldi verður
það orsök til eymdar og fátæktar, það mer
og mylur hjörtu manna, heimili og vonir allar.
En það ætti líka að vekja djúpa meðaumkun
og samhygð manna, er vér lítum á það, að
þessir hlutir hafa skeð og vér höfum orðið að
þola þá til þess að fá betra mannfélag, betra
stórveldi og tækifæri til þess, að bera hver
annars byrðir, og gegna þannig hinum æðstu
skyldum og hlýða hinu æðsta lögmáli himms
og jarðar. Og þó að það sé voðalegt, sem
búið er að leggja og lagt verður í sölurnar í
stríði þessu, þá er þó líka ýmislegt til, sem
kemur í inntekta-dálkinn. Og fyrst og fremst
er það sá hinn rétti og sanni þjóðernisandi, að
kjósa það af fúsum vilja að berjast fyrir vel-
ferð mannkynsins og frelsi þess. Þetta er
með öllu ómetanlega mikils virði fyrir hina
kanadisku þjóð.
Canada í dag er ekki hið sama Canada og
það var í ágúst mánuði 1914. Það er svo
margt, sem vér höfum lært síðan að eg vona.
Og þó einkum þetta:
I fyrsta lagi að líf þjóðarinnar byggist
ekki á auðæfum, sem hún safnar saman, eða
afli og fjölda herskaranna, heldur á þeim anda
þjóðarinnar, sem knýr hana og hvetur til að
fylgja Guðsboðum.
1 öðru lagi að heilbrigði, auður og velferð
og líf þjóðarinnar er fólginn í hinum starfandi
mönnum hennar og verður því hver maður
að hafa eitthvað nytsamt starf fyrir hendi.
I þriðja lagi höfum vér lært af stríðinu,
að hið ílla er enn í heiminum og að hver þjóð
verður að vera við því búin að verja sjálfa
sig og aðrar þjóðir líka ef að þörf gjörist.
Það eru einka réttindi þjóðarinnar að
stjórna sér sjálf, en það er líka skylda hennar
að verja sig. En svo að það geti orðið þarf
hvert einasta barn, sveinn og meyja, að fá
fræðslu og æfingu í þessum hlutum—military
training.
Eitt af því sem mest ríður á, er það, að
öll hin auðu lönd byggjist í landinu, og þeir
sem nú halda þeim til þess að græða á þeim
ættu að neyðast til að gjöra eitt af tvennu:
annaðhvort að rækta þau tilhlýðilega, eða þá
að selja þau öðrum með sanngjörnu verði.
Það er fyrirsjáanlegt að verksmiðjum i
fækkar og vinna minkar þegar stríðinu líkur
og verður þá fjöldi, sem vinnu leitar á landi
úti, en margir þessir menn verða þá fákunn-
andi til vinnu þessarar. Aukast þá mjög af-
urðir bænda, en eftirspurn verður minni en
nú er og prísar mikið lægri í öllum löndum.
Og hvað eigum vér þá að gjöra?
1. er að lækka kostnaðinn við fram- |
leiðsluna.
2. er að framleiða betri tegundir.
3. er að minka kostnaðinn við að koma j
vörunni til markaðar og að selja hana.
4. að fá sem beztan markaðinn.
Að lækka kostnaðinn við framleiðsluna.
Aðal tilgangur akuryrkjuskólans er einmitt að
gjöra þetta. Kenna mönnum að gjöra það
og sýna mönnum að gjöra það og sýna það í
verkinu. Og mentamála ráðgjafinn á Eng-
landi Mr. Fisher, heldur því fastlega fram, að
eftir 13 og 14 ára aldur, skyldu börn öll
skylduð til að læra iðnað og skólar stofnaðir
til að kenna hann eftir hinn vanalegan skóla
aldur. I Manitoba ætti mentun þessi að vera
í búfræði að mestu leyti.
Þegar stríðinu er lokið neyðast menn til
þess að lifa einföldu og óbreyttu lífi. Menn
verða þá óumflýjanlega neyddir til sparnaðar.
Ef að því væri snúið í peninga, sem á einu ári
er eytt í Canada af fávizku eða óforsjálni, þá
mætti hæglega borga með því helminginn af
öllum skuldum þjóðarinnar.
Lloyd George heimtar að meðan stríðið
stendur yfir skuli allir sem á Englandi lifa
halda föstuna, það er að segja; hafna öllum
munaði og dýrum lifnaði. En ef að vér
hefðum nógu sterkan vilja til að neita sjálf-
um oss um eitt eður annað, og eyddum engu
í óþarfa þá myndum vér skjótlega ríkir verða,
ríkir af góðum vana og með nóga peninga í
vasanum.
Sannarlega þurfum vér að taka á öllu voru
viti og úrræðum og dugnaði og sparsemi til
þess að láta Canada-veldi eflast og þroskast
og vaxa í velmegun þegar heimurinn fer að
ná sér aftur og hver þjóðin fer að berjast fyrir
sinni eigin vellíðan. Þá sér Þýzkaland að
farnar eru vonir allar að kúga skaðabætur út
úr öðrum þjóðum til að borga skuldir sínar.
En þá munu þeir þó reyna að koma skulda- '
borgunmm á okkur með því að framleiða vör-
ur sínar afar billega. — þá byrjar annað stríð I
eftir þetta, en það stríð verður háð með þekk-
ingunni að vopni og fullkomnuðum aðferðum
og samvinnu og sparsemi.
Vér verðum að reyna þetta, allar þjóðir
verða að reyna það. Enginn tapar við að
reyna. Og víst er það, að eitt af því, sem i
vér græðum verður hin nýja kynslóð Canada-
manna, hreinm, starfsamari og karlmannlegri.
---------------------o------
u IðjuIeysinginn.,,
—o—
Sjónleikur eftir C. H. Chambers, þýddur
af Séra Rögnv. og Hannesi Péturssonum.
Þenna sjónleik lék Ungmennafélag Úní-
tara á þriðjudagskveldið 13 febrúar, í Good-
tempiara húsinu og var húsfyllir. Leikurinn
er snotur leikur, ekkert framúrskarandi en
mikið skemtilegur þegar vel er leikið og sið--.
ferðislegur.
Af slysi verður emn banamaður annars
en löngu síðar þegar hann er giftur elskulegri
konu kemur bróðir hins látna og vill láta Iögin
hegna honum. Leikendurnir voru þessir:
Baron Harding — V. Valgardsson.
Baronsfrú Harding — Mrs. Steinun
Kristjánsson.
Mark Cross — Jakob Kristjánsson.
Frú Cross móðir hans ekkja — Miss Elín
Hall.
Símon Strong — Jónas Samson.
Hershöfðingi Merryweather — Aðalbjörn
Jónasson.
Ungfrú Merryweather — Miss Jóhanna
Hannesson.
Frú Glynn Stanmore ekkja — Miss Guð-
rún Björnsson.
Bennett þjónn — Bergþór Johnson.
Baron Harding var maðurinn sem hafði af ,
slysm eða í óráði skotið bróður Símons Strong
En baronsfrú Harding og Mark Cross hafði
Iitist hvoru á annað áður en hún giftist. —
Merryweather er ekkjumaður og er að lítast
um eftir konuefni.
Yfirhöfuð var leikurinn vel leikinn, enginn
leikendannna lék illa, en sumir fyrirtaks vel, i
og var það þó í fyrsta sinni sem sumir þeirra
komu á leiksviðið, og mikill partur leiksins var
mjög blátt áfram, eins og til gengur í daglegu
lífi. Það var mjög lítið um vitleysu öfgar |
hjá Ieikendunum. Leikurinn var leikinn blátt
áfram eins og hann átti að vera. En þar sem
sýna átti ást eða afbrýði, eða angist eða reiði
var það líka gjört og gjört prýðisvel. Oss
var sagt að Jónas Samson, Valgarðsson og
Miss Jóhanna Hannesson hefðu aldrei leikið
fyrri. En það sást ekki á Ieik þeirra. Val-
garðsson var afbragð í þriðja þættinum þegar
hann hélt að frú sín hefði svikið sig. Sam-
son var einiægt góður og Miss Hannesson var
einhvernvegin svo skrítin og útundir sig
þegar hún var að stríða föður sínum útúr
kvennavastri hans, að það var ómögulegt
annað en að brosa að henni.
Barónsfrú Harding var önnur aðal per-
sónan og lék að oss þótti afbragðsvel einkum
í þriðja þættinum. Miss Elín Hall hefir áður
leikið og það prýðilega en Frú Cross hafði
svo lítið að segja í le^knum, að það var ekki
hægt að gjöra neitt sérlegt úr henni. Miss
Björnsson var góð þegar hún settist hjá Merry.
weather gamla og fór að gefa honum undir
fótinn, en hæddist svo að honum á eftir.
Hann var líka nokkuð góður þegar hann hélt
að hann gæti náð í ekkjuna fy'ir þriðju konu
sína og eins stundum þegar hann var að ávíta
dóttur sína Þjónninn hafði svo Iítið að segja
að Bergþór gat lítið gjört úr honum, en hann
lék hann sem enskur þjónn. Mark Cross var
erfitt að leika vel, en Kr'stjánsson gjörði það
eins og hægt var að búast við, var þó heldur
þurr og afturhaidandi.
En í gegnum allan Ieikinn fann maður þó
að eitthvað vantaði. Og það var þetta fyrir-
mannasnið Evrópubúa af hinum æðri stéttum.
Það er erfitt að lýsa því og enn erfiðara að
leika það. Það er ekki hroki eða gort eða
stórmenska þó að nærri liggi. Það er þetta
viðmót og látbrigði og framkoma öll sem ein-
kennir þá sem komnir eru af stórmennum í
marga liði fram. — Það þekkist ekki Uér.
Strong eða Samson sem lék hann var næstur
að ná því. En það er ekki gott að leika það,
sem menn aldrei hafa séð nema stöku sinnum
á leikhúsum og það þá misjafnt.
Vér förum mjög sjaldan á leiki og aðeins
stöku sinnum á ensk leikhús. En vér fórum
mjög ánægðir heim af leik þessum. Þeir
ættu að leika aftur. Einstöku orðtæki í leik-
num þóttu oss of þurr, voru eitthvað ónáttúru-
leg. Menn mundu ekki segja þau nú hér
í Winnipeg.
-----o----
Stríðslán Breta.
Aldrei í heiminum hefur annað eins skeð.
Bretar hafa ausið út miljónum og biljónum,
einni á eftir annari í stríðið. Enginn maður
hefði trúað því að slíkt gæti skeð, og fáir
jafnvel hefðu trúað því að annað eins ó-
grynni fjár væri handbært á Englandi, en það
lítur út sem engin þrot séu á því. Það þar
ekki annað en að stjórnin óski eftir því, þá
opnast undireins allar féhirzlur landsins, og
gullið flóir í elfum og straumum til hermála-
ráðgjafans. Þetta sýnir það svo Ijóst hvar
þjóðin er í stríði þessu. Hún sér hvað við
liggur. I miljóna tali fari hinir ungu menn á
vígvellina. I hundrað þúsunda og kannske
miljóna tali fara æðri sem lægri stúlkur að
vinna á verksmiðjunum, á ökrunum við
gripahirðingu, við kolamokstur, á járnbraut-
unum, á strætisvögnunum, á bönkum, á skrif-
stofum. En hvert cent sem hægt er að spara
fer í þetta eyðandi haf eður svelg mikla, her-
kostnaðinn, til að sprengjast út í loftið sem
kúlur og sprengivélar, alt til þess að fækka
féndunum sem vilja fótumtroða Bretiand og
heim allan. Jafnvel írarnir moka nú gullinu
sem óðast. Aldrei fyrri um allan aldur heims
hefur nokkur þjóð sýnt eins mikla göfgi and-
ans, þolgæði og ósigrandi hugrekki, sem
Bretar sýna nú.
Þetta hefur verið sá mesti snoppungur fyr-
ir þjóðverja. 1 fyrstunni héldu allir þjóð-
verjar og þeirra vinir að Bretar mundu ekki
tíma því að fara í stríðið. Þeir væru svo fé-
gjarnir að þeir vildu helzt liggja, sem ormur
á gullhrúgu sinni og þola heldur allar
skammir og svívirðingar en að hreifa sig af
hrúgunni. Þeim reyndist annað í Flandern
og við Marne. Og nú héldu þýzkir að gullið
væri búið og ef að eitthvað væri eftir, þá
dæmdu þeir af sjálfum sér og gátu ómögulega
trúað því að Bretinn myndi leggja það fram.
Sigurvinning Breta er þarna andleg og hún er
svo stór og afleiðingarík, að hún er betri en
hin mesta sigurvinning á vígvöllunum. Það
eru ekki einungis hinir ríku sem koma með
gullið heldur hinir fátækari, bændurnir, verka
mennirnir, smásalarnir í borgunum, stúlkurnar
sem vinna á verksmiðjunum, gamalmenni á
grafarbakkanum, sem látið hafa sonu sína á
vígvöllunum, láta allar eigur sínar fara sama
veginn. Ungir og gamlir, ríkir og fátækir,
æðri sem lægri eru allir eins hugar. Og
hvað í heiminum ætti að geta sigrað þessa
þjóð?
Eitt af því sem einkennilegt er við þetta
lán sem önnur lán Breta er það, að Japanar
keppast hver um annan við að steypa fé sínu
í það. Þetta sýnir tvent, fyrst og fremst að
Japanar eru sannfærðir um sigur Bandamanna
því að Japanar hafa lengi fátækir verið en eru
manna glöggastir á öllum fjármálum og svo
er hitt; þeir vilja leggja sinn skerf til þess að
Bretar sigri. Þeir þekkja þjóðverja að aust-
an og vilja ekki fyrir nokkurn mun að þeir
fái vald yfir heiminum. Þeir hafa lagt fé til
flestra lána Breta, og nú tóku þeir alt sem þeir
gátu fengið."
Brynjólfur Brynjólfsson.
(1829 — 1917)
Saknaði’ fóstran sonar —
Sigldi’ ‘ann vesturleið
Fólks með flutningsskeið,
Framgjarn engu kveið,
Land í Leifs og vonar.
Ljúf þar frelsis dís,
Voldug æ og vís
Vegleg rís.
Glæstu göfugmenni
Gleði og sæmdar orð
Voru veitt á storð
Við hvert gestaborð.
Sýndu augu’ og enni
Að var skörungur,
Fróður, fjölhrefur,
Frjálslyndur.
Hár og herða þrekinn,
Hjarta bar ódeigt,
Bak hans fengu ei beygt
Beinm að eins veikt
Ellitökin tekin. —
Traust unz dauðans mund
Flutti guðs á fund
Frjálsa lund.
Fögur voru verkin,
Viti gædd þín sál;
Frí við fals og tál
Færðir róg og bál.
Sorga svæfðir merkin,
Sýndir kærleiks vott,
öllum gjöfðir gott
Svo gekst á brott.
Kært er þeim að kynnast
Kærleiks þel sem ber.
Gott þú gjörðir mér,
Guð mun launa þér-
Menn hans lengi minnast,
Merki góð sem bar;
Sómi samfylgdar
Sál þín var.
Barst þinn hann í hljóði,
Hetja varstu sönn;
Gegn um hrygðar hrönn
Hélst og lífsins önn
Elfdur ýturmóði
Áfram sóttir fast
Sterkt við strauma kast
Stjórn ei brask
Sonu sástu hljóta
Sæmd og æðri ment.
Fróður fékst þeim bent
Feðramál þeim kent;
Gott er góðs að njóta
Göfug dóttir var
Þér æ til ástríkrar
Aðstoðar.
Sælt er því að sofna,
Sáttur heims við þjóð;
Hafa safnað sjóð,
Sem ei granda flóð,
Negg með dáðríkt dofna,—
. Dygða og heiðurs krans
Ber til ljóssins lands
Lffs sól hans.
Sv. Símon&rsson.
“ Bóndinn á Hrauni.”
Sjónleikur eftir Jóhann Sigurjóns.
son var leikinn hér tvö kvöld (15 og
16. feb.) í Good-templara salnum af
leikfélagi stúkunnar “Skuldar”. Var
leikurinn vel sóttur bæði kvöldin,
svo ekki er hægt að bregða Winni-
peg íslendingum um neina vanrækt
hvað það snertir.
Jóhann Sigurjónsson er sagður
frægur sjónleika höfundur, og mun
þetta hafa átt töluverðan þátt í að
draga fólk á leikinn. Margir munu
hafa orðið fyrir vonbrigðum í þetta
sinn, því enginn getur skoðað sjón-
lcik lænna listaverk, eftir að hafa
lesið hann eða séð hann leikinn,
sem stuðli að því að gera höfundinn
fra-gan. Hér er ekki á borð borinn
stór skáldskapur. En er þetta þó
ekki hátt hafið yfir það, sem Vestur.
íslendingar eiga mest að venjast, t.d.
erfiljóðin, gullbrúðkaups minnin,
lofkvæðin sungin félögum og ein-
staklingum o.m.fl.? Þetta er nú á
dögum aðal-kjarni vestur íslenzkra
bókmenta.
Sjónleikur þessi er ekki neitt
snildar skáldverk, en sýnir þó
myndir úr austur-íslenzku þjóðlífi,
sem eru skýrar og með sterk-íslenzk-
um blæ. Pær verða í heild sinni
ekkert fagrar eða tilkomumiklar;
sízt í augum þeirra Vestur-íslend-
inga, sem fæddir eru hér í landi og
hér uppaldir, og þekkja ekki til
austur-íslenzks sveita lífs.
Vafalaust hefði mátt velja fegri
yrkisefni úr þjóðlífinu heima en hér
er gert. Ekkert í sjónleik þessum
slær frægðar ljóma um íslenzka þjóð
ei’lendis. — Og ekki vildi eg fortaka,
að mörgum hér, sem nú sáu hann
leikinn, hefði dottið í hug kvæðið
“Indiánarnir” eftir St. G. St„ sem
gerir samanburð á Indiánum og ís-
lendingum.
Sveinungi, bóndinn á Hrauni, eá'
aöal persóna leiksins. Hann er bú-
stólpi góður og hefir gert endur-
bætur ýmsar á jörð sinni. Hann er
hniginn á efri aldur. enda er hann
gamaldags f skoðunum. — fastur
fyrir og óbifanlegur. Einþykkur er
hann í lund og stífur og mesta
illmenni þegar því er að skifta
og svffist þá einskis! Þetta er mynd.
in, sem hér er dregin af austur fs-
lenskum bónda, og ekki verður hún
glæsileg í augum ungra Vestur ís-
lendinga. — Ráðríkni og ósvífni
bóndans á Hrauni kemut í ljós f
leiknum hvað eftir annað- Sérvitur
er hann einnig og vanafastur. —
Þegar jarðskjálftans verður vart og
alt fólkið á bænum sefur f tjöldum
úti, er hann ófáanlegur til annars
en sofa inni í bænum sjálfur og
lætur Jorunn húsfreyja hans það eft-
ir að vera þar hjá honum. Bærinn
hálf hrynur niður f einum jarð-
skjálfta kippnum og komast þau
hjónin út með mestu naumindum.
í seinasta þættinum er svo Svein-
ungi bóndi sýndur fyrir framan
hálf niður hruninn bæ sinn og býð.
ur þar öllu byrginn. Við aðra örð-
ugleika hans bætist það, að Ljót
dóttir hans liefir þessa nótt trúlof-
ast Sölva grasafræðingi — en mann
þann hatar Sveinungi, af því hon-
um er umhugað um að gifta dóttur
sína ríkum bóndasyni þar í sveit-
inni! Hefir Ljót lofað foreldrum
sínum að giftast þessum manni, þó
það sé henni á móti skapi, því hún
ann Sölva gra-safræðingi heitt og
innilega með sjálfri sér. Að því
kemur þó, að hún fær sýnt þá
lundfestu, að geta brotið þetta lof-
orð við íoreldra sína og reynst trú
ást sinni. Korna þau Ljót og Sölvi
þá fram fyrir karl og reyna að frið-
mælast við hann, en slíkt er með
öllu ómögulegt- Hann reynir að
nari-a Sölva inn í bæinn til þess að
geta þannig ráðið honum bana! —
Ekki kemur hann þessu þó til leið-
ar. Hegar Ljót fer á hnén fyrir
framan hann, ávítar liann hana og
líkir lienni við hund. Enginn kem.
ur neinu tauti við hann og þegar
allir eru frá honum gengnir, stekk-
ur liann inn í bæ sinn; en bærinn
lirynur og Sveinungi bóndi lætur
þar líf sitt.
Óskar Sigurðsson lék bóndann á
Hrauni og lék hann ágætlega veL
Óskar er góður leikari og getur þó-
orðið enn betri, ef hann æfir sig
meir og leggur góða rækt við leik-
ara hæfileika sína. Jórunn húsfreyja
var viðunanlega vel leikin af Mrs.
Fjelsted. Ljót dóttur þeirra hjón-
anna á Hrauni, lék Miss Hansína
Hjaltalín og fórst það að mörgu
leyti vel. Iiún er falleg og einarðleg
á leiksviði, en íslenzku framburði
hennar er mikið ábótavant. En
henni getur fljótt farið fram í þessu
atriði og ef hún heldur áfram að
leggja rækt við “ylhýra ástkæra mál.
ið”, getur hún á sínum tíma leikið
svo unun verði á að horfa. Sölvi,.
grasafræðingur, var ekki leikinn
eins vel og skyldi. En Benidikt
Ólafsson er ungur maður enn þá og
getur tekið miklum framförum, ef
hann heldur áfram að leggja rækt
við leikara listina. Einar karl var
ágætlega vel leikinn af P. Félsted.
Og örðugt væri að finna unga vest-
ur-íslenzka stúlku, sem betur lékí
Jakobínu kerlingu en Miss Nelson
gerði. íslenzku framburður hennar
var afbragðs góður, og setur Miss
Nelson ungu íslenzku fólki hér lofs-
vert eftirdæmi. Vinnufólkið, karlar
og konur, var alt þolanlega vel leik-
ið. All-Iúpulegir voru þó vinnu-
mennirnir stundum, og hefðu átt
að bera sig betur; þvf ekki var hús-
bóndi þeirra þeim neitt vondur —
þó gallagripur væri að öðru leyti.
Jæikfélag stúkunnar “Skuldar” ó
þökk íslendinga skilið fyrir að
leika eina íslenzka leikritið, sem hér
hefir verið leikið á þessum vetri.
Þjóðernis meðvitundin íslenzka
glæðist og vaknar, þegar ungir Vest.
ur-íslendingar leggja rækt við fs-
lenzka list og íslenzkar bókmentir.
Um valið á leikritinu geta verið
skiftar skoðanir. En taka verður
viljann fyrir verkið. — Það er ekki
völ á mörgum íslenzkum sjónleikj-
um, sem séu við hæfi óæfðra leikara.
O. T. Johnson.
VANTAR SKÓLAKENNARA
sem hefir að minsta kosti Third
Class Professional kennaraleyfi, til
að kenna við Big Island skóla No.
589. ICenslan byrjar 1. marz og
stendur yfir til 1. júlf 1917. Umsækj.
endur skrifl til undirrituðum hið
fyrsta' og tilkynni væntanle£ mán-
aðarlaun.
W. Sigurgeirsson, Sec.-Treas-
Heela, Manitoba.
Feb. 9., 1917. 21—22