Heimskringla - 22.02.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.02.1917, Blaðsíða 3
WINNIPISG, 22. FEBRÚAR, 1917 HEIMSKRINGLA BLS. 3. ■*---------------------------—* Islands fréttir. «------------------------------* (teknar eítir “Vísi”) Mislingar i Vestmannaeyjum. — Vestmanna-eyingar hafa haldið nppi hjá sér misliríga-vörnum i alt surnar og haust, en svo tór þó að Jokum, að veikin komst til Eyja (með Botníu siðst frá Eyjafjörðum). .Skömmu eftir að skipið kom lögð- ust þrír menn í mislingum, sem að austan höfðu komið — veikin er nú komin í 20 hús í Eyjum. —Frú Ellen Hallgrímsson, kona Sveins Hallgrírassonar bankagjald- kera, andaðist 10 jan. á Landakota- .spítalanum, eftir stutta legu. Bana. meinið var lifrar bólga. —Vísi voru sagðar þær fregnir austan úr Árnes- og Itangarvalla- sýslu nýlega, að þar horfði til vand. ræða vegna hagleysis. Allur fénað- ur hefir verið þar á gjöf síðan snemma í liaust og er gjafa tíminn orðinn miklu lengri en dæmi er til. Þar við bætist, að hey nýttust mjög illa, eins og kunnugt er, síðasta sumar, einkum í Rangarvallasýslu, Árnesingar láta ekki eins illa af því- Elogið hefur fyrir að einhverjir séu byrjaðir að skera af heyjum, en .sönnur veit Vísir ekki á því. Væri það ekki nema lofsvert, þó svo væri, því að enn er lítill skaði að því að skera, að minsta kosti saman borið við það sem seinna yrði. —Vestan úr dölum er skrifað að tíð þar hafi verið ágæt og útbeit góð til þessa. —Hlutafjársöfnun Eimskipafélags. 3ns rniðar vel áfram, hafa þegar verið seldir hlutir fyrir rúmlega 60 þús- undir króna, mestmegnis hér í Reykjavík og bætist daglega við. —■ Utan af landinu eru engar fréttir komnar enn um fjái-söfnunina. —“Vísir” segir frá því að félög í Reykjavík séu að gangast fyrir því, að vestur-islenzka skáldinu, Steph- áni G. Stephanssyni, verði boðið heim. Til þeas, að standast kost- uaðinn, sem þessu er samfara, hafa verið hafin samskot í Reykjavík og líklega víðar. Eftirfylgjandi orð tekur “Vfsir” oftir forgöngumönnunum að þessu: “Stephan G- Stephansson er eitt af írumlegustu skáldum þjóðar vorrar, djúphygginn og orðspakur. Sum kvæði hans eru snildarverk. Hann íór tvítugur til Vestrheims 1873, og liefur dvalið þar síðan. Hann er alþýðumaður og hefir jafnan unníð hörðurn höndum fyrir sér og sínum. Þó hefir hann lagt þann skerf til bókmenta vorra, er seint mun fyrn- ast, því hann hefir auðgað þær bæði að efni og formi. Þjóð vorri, landi «g tungu ann hann heitt, sem kvæði lians bezt sina. Landar hans í Vesturheirni hafa á ýmsan hátt vott. að honum jiökk sína, en íslenzka þjóðin hér heima hefir enn ekki sýnt honum neinn vott virðingar sinnar né þakklætis. Kvæðin hans falla hehni í skaut, og ætla mætti, að henni væri kært að sýna á ein- livern hátt þökk sína í verki.” Ritstjóri Vfsirs mælir líka sterk- lega með þessu og telur Stephan “einn af útvörðum fslenzks þjóðern. is," sem alla virðingu verðskuldi islenzku þjóðarinnar lreima- Isafold — Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi efndi til hljómleika í Khöfn 4. jan., og er mikið látið af list hans f dönskum blöðum. — Páll ísólfsson er orðinn organ- isti til bráðabyrgða við St. Thomas kyrkjuna í Leipzig í stað kennara síns, prófessors Straube, sem gegna þarf landvarnarskyldu um sinn- Er þetta sóml Páli og sýnir glögt það álit, sem hann er þegar búinn að afla sér. Tekiö eftir Lögréttu. Aflabrögð eru sögð hafa verið með bezta móti á Eyrarbakka og Stokks- eyri f lok sfðastl. árs Á Vestfjörðum hafa ógæftir hamlað, en bátar frá fsafirði, sem fóru út nú eftir áramót. in, hafa fengið töluverðan afla. — Einnig eru vélabátar byrjaðir að afla frá veiðistöðvum liér suður í flóanum, sagt að um 60 vélabátum muni verða haldið út frá Sandgerði í vetur. Botnvörpungarnir héðan, sem veiðar stunda, hafa aflað vel, að minsta kosti sumir þeirra. “Goðafoss." Það er nú talað um, að ekki «é óhugsandi að skipið ná- ist út sfðar frá strandstaðnum, ef heppilega viðri, og mun þá hugsað til að fá björgunarskip frá Dan- mörk tll að fást við það ásamt “Geir”. Skipið kvað liggja á besta stað f nesinu- Miklar vonir um þetta skyldu menn samt ekki gera sér. Nýárssundið. Kl. 12 á nýársdag var kappsund liér á höfninni, eins og nú er orðin föst venja þann dag. 10 menn reyndu sig í þetta sinn og varð Erlingur Pálsson fljótastur, synti 50 stikur á 34 og fjórum fimtu sek. og vann bikarinn, sem um var kept, og 1. verðlaun. Næstur hon- um varð Steingrímur Pálsson, bróð- ir hans, (39 sek.) og fékk 2- verðlaun en þar næstur Kristinn Hákonar- son (40 sck.) og fékk ’. verðlaun. Hiti var í sjó 0 stig, en f lofti 2. stig. Bjarni frá Vogi flutti ræðu og af- henti verðlaunin. Garöar Gíslason stórkaupmaður hefur nú keypt fasteignir firmans G. Gíslason & Hay hér á landi og lieildsöluverzlun þess félags, og rek- ur hana áfram undr firmanafninu “Heildsöluverzlun Garðars Gíslason- ar” Háskólinn. Þar liefur frá 1. þ.m. verið settur kennari við læknadeild. ina Stefán Jónsson cand. með & chir. í Khöfn,, og er hann væntan- legur hingað bráðlega. Bæjarfógetaembætti Rvíkur. Vig. fús Eiparson lögfræðingur hefur verið settur til að þjóna því til næstu mánaðarmóta- Tíðin. Eftir frostakafla að undan. förnu kom þíða í gær, og var bleytu. hríð fram af degi og snjóaði tölu- vert. — I sumum sveitum austan fjalls hefur tíðin verið erfið, einkum uppsveitunum, og hofur þar að sögn verið jarðlaust frá því í byrjun jóla- föstu, þótt veður liafi verið góð. Þykjast menn þvf sjá fram á liey- leysi, ef þessu fer fram, og hafa fækk. að fé á nokkrum bæjum. í Borgar-1 fjarðar héraði liefur snjóað töluvert en úr Húnavatnssýslu var nýlega J sagt, að þar væri lítill snjór, en yxi j eftir því sem austur drægi norðanj lands. Á Austurfjörðum er mikill snjór, og á Fljótsdalshéraði öllu kvað hafa verið jarðlaust frá þvf fyrir jól. “Gullfoss” kom hingað frá Vest-j fjörðum f gær og á að fara um næstu 1 helgi til Austfjarða og út. Þingmenn | að austan og norðan hafa hug á að komast héðan með honum, en óvíst enn, hvort svo getur orðið- Sæsíminn er enn óslitinn. Vörurnar úr Bisp. Nokkuð af landsjóðsvörum, sem Bisp ílutti hingað nú síðast, hafði skemst á leiðinni og var selt hér á upiiboði. Var þetta eitthvað nálægt 1000 sekk- jum af matvöru og kaffi og seldust sekkirnir af bveiti á 18—21 kr., liafra. mjöl 14—17 kr„ kaffi 60—70 kr., ogj maís 16—17 kr. Mannalát- Hinn 25. nóvember s.l. j andaðist á Bíldudal Tómas Jónsson, fyr bóndi á Hóli í Bíldudal, dugn- aðar maður, og vel látlnn, 69 ára að | aldri. Nýlega er og dáin á Bíldudal Sig ! ríður Kristjánsdóttir, ættuð frá Skógai’koti í Þingvallasveit, 80 ára. Patmore’s áreiðanlega útsæði, tré, smáyiður, plöntur SAMSAFN NO. 1. Samanstendur af 22 tegundum af voru áreiðan. lega kál útsæði í pökkum og únsum. 2% pd. af útsæði þessu fyrir $1.25, burðargjald borgað. SAMSAFN NO. 2. 15 pakkar af áreiðanlegu útsæði fyrir 25 cents, burðargjald borgað. SAMSAFN FYRIR BÆNDUR NO. 3. Samanstendur af: 1 jmnd Mangel, 1 pd. Sugar Beet, 1 pund Stvede, % pund Carrot, Vs pund Kale og 4 pund Raj>e — í alt 8 pund, fyrir $3.00, burðargjald boigað. PERENNIAL SAMSAFN Varanlegur gamaldags blómagaröur fyrir 75c. Frá Hávöxnum Hollyhocks og Foxgloves, til liinna lágt'ættu Forget-me-not, mun þetta blómasafn blómgast hvað eftir annað á hverju ári liangað til seint á haustin. í safni þessu eru einnig blóm sem þessi:—Iceland Pojijiy, Sweet William, Pinks, Canterbury Falls og mörg önnur. 20 pakkar, burðargjald borgað.......75c. (Vanaver® $1.50) BLÓMASAFN FYRIR SKÓLAGARÐINN. 55 pakkar af beztu blóma tegundum og marg- víslegum kál.ávöxtum fyrir ........... $1.00, burðargjald borgað Skrifið í dag eftir Verðskrá vorri fyrir 1917 í lienni er listi yfir allar þolbeztu og áreiðanleg. ustu káhnatar og blóma útsæðis tegundir, yfir aldini, trjávið, smávið, grös, fóður tegundir ýmsar og útsæðis kartöplur. Með mörgum og góðum myndum og útskýring- um sáning og öðru viðvíkjandi. Fyrir $10 meðfylgjandi borgun með pöntun- inni sendum við .burðargjald borgað, til hvaða staðar sem er: 50 Currant og Gooseberry Bushes, beztu tegund. 100 Raspberry Plants, beztu mismunandi tegruadir 12 Plum og Fruit tré, ung og hraust tré, 2 til 3 fet á hæfc, og 12 Rhubarb rœtur. Alt ofantalið fyrir ......................$10.00 Vér höfum ræktaö í blóma húsum vorum og bjóöum til sölu— 500,000 Caraganas, 1 til 3 fet á hæö. 255,000 Native Maple, 1 til 3 fet á hæö. 6,000 Ontario Mapie, 2 til 6 fet á hæö. 12,000 Native Ash, 1 til 8 fet á hæö. 150,000 Russian and other poplar, allar stæröir. 50,000 Lilac, 1 til 3 fet á hæö. 115,000 Russian Goldcn Willow, ailar stærölr. 5,000 Crab apple and Plum Trees. og stórt upp- lag af þolgóöum aldinum, fögrum smávtö. plöntum, o.s.frv. Vér ernm útMÖlumenn fyrir MeMMrK. Sutton A Sonm, hÖ Heading á KCngrlandi. Vér IÍMt- nm f verÖMkrA vorri hiÖ heimMfrægra AtMaeÖl |>eMMa félagM — Melt f lokuöum pökkum iyrir 10 eent hvern. The Patmore Nursery Co., Ltd., “skatoonmsask. 22—26 Patmore Nursery Co. Ltd„ Brandon. Please send me Collection No as advcrtised in The Heimskringla, for which I enclosc $.......................... NAME ................................ ADDKESS.............................. Fjallaferð. Lífið er krókótt fjalla ferð, full af kolsvörtura dröngum ljótum, svcllbunkum, klungrum, kömbum, gjótum, klóbeittum örnum, hrafna mcrgð; hættan þar sérhver liótar dauða, húngur og kuldi sækir snauða — lirapaðir fram af hárri snös hálfdauðir liggja þeir í kös. Soltnir liræfuglar naga ná, — nfðingar sjúga merg og blóðið, seitlar um löndin synda flóðið, sálina byrgir þoka grá. Nötrar loftið af neyðar kveini, náhljóðum heljar og dauðaveini, angistar stunum, ekna grát — eiginmanns við og sona lát. Erlendis leiftrar 'lýðum hjá lastmælgi, svikin, tál og slaður; sérhver er talinn mcrkisinaður, mest sein að öðrum níðist á, — hálfum sem stelur heimsins friði, hatast við guð og manna siði, svívirðir konur, brennir bygð, þarnanna gleði snýr f hrygð. Keisarans ef l)ú kyssir fót, krýpúr við presta veldivsstólinn, má þá vcra að sælu sólin sendi þér geisla’ um áramót; hæpið er þessu þó að treysta. þar féir nokkurn hlýjan neista. Berðu þig vel og blástu í kaun — biddu drottinn um sigurlaun. Þetta er dýrðleg fjalla ferð, fegurðin krýnir hæsta tindinn; útsýnið byrgir ekki syndin, oftast er liún I laynl gerð. Má þó vera þeir sjái sora, sé þar nærri þeim kletta skora, — heimti þá snæri og hengi sig, hcimsins svo feti ei glæpastig. Hraun karl Verðlagsskráin nýja 1. Hvernig hún á að finnast. A alþingi er lagafrumvarp á ferð inn, sem mætti nefna frumvarpið um vcrðlagaskrána nýju. Það fer fram á að gjalda cmbættismönnuin og sýslunarmönnum landssjóðs kauj) l>eirra eftlr landaurareikningi frá þessa árs byrjun og framvegis, en kaupið á að greiðast f peningum. Aðal hugmyndin í frumvarpinii er að hver verkamaður iandssjóðs eigi að geta keypt sömu lífsnauðsynjar og sömu þægindi, sem þeir gátu veitt sér áður en alt steig svo mjög f verði, sem nú er orðið. Til þess að fá grundvöll undir breytinguna skal Hagstofan gera yfirlit yfir laun allra starfsmanna landsins sfðustu 20 ár- in á undan 1914, eða frá því embætt- ið eða starfið var stofnað. Hverjum launuin skal síðan skift með meðal- álnar verði í verðlagsskrá hvers árs til þess að fá út álna upjihæð laun- anna hvers einstaks árs. Álna tal- an er síðan lögð saman, og lienni skift með 20 ef starfið er svo gamalt, en annars með jafn inörguin árum og það hefir að baki sér, sé það yngra, og þá fæst iit* meðalálnatal launanna, sem starfinu eru lögð. — Þvf næst skal liagstofan gera verð- lagsskrá fyrir árið 1916 og er stjórn- arráðinu heimilt að ákveða, að taka sktili fleiri vörutegundir upj> í verð. lagsskrána, en verið hefur, eða fella úr. Eftir þessari verðlagsskrá skal reikna landaurakaup starfsinanna til peninga og gjalda í ínynt næsta ár (1917) og svo koll af kolli. Séu síðar ákveðin laun nýrra starfsmanna eða breytt eldri laun- uin skulu þau ákveðin í landaurum. II. Andi allra launalaga. er það, að maðurinn sem borgunina á að fá. geti aflað sér vissra nauð- synja og lífsþæginda, svo iiann geti lifað eins og ínanneskju sæniir. Pen- ingarnir eru aldrei annað en ávísun á þessar nauðsynjar eða þægindi. Enginn klæðir sig í peningana sjálfa, enginn gctur borðað þá. Þeir eru aðeins girnilegir vegna þess, sem fyrir l>á fæst. 10 kr„ í jieningum voru um aldamótin meðal annars ávísun á 13 pd. af smjöri, nú eru þær ávísun á liðug sex pd. Ef ung- ur prestur var að sitja bú um alda- mótin síðustu og ætlaði að verja einum þriðja af árslaunum sínum (1300 kr.) til að koma upp ám, þá voru 100 kr. ávfsun á 6 ær í fardög- úm, líklegast 7. Nú fær hann út á sömu ávísunina 2 ær í fardögum og einn fjórða jiart úr þeirri þriðju. Svona dæmi má taka hvert á fætur öðru, sem sýna að gamla ávísunin á lífsnauðsynjar og lífsþægindi er að eins tekin með mestu afföllum í daglega lffinu, og efnir alt annað en hún lofaði, þogar launalögin, sem nú gilda voru samin. Verðlagsskráin nýja leiðréttir þetta — ef hún verður lög — að eins að nokkru leyti. Til þeas að komast niður á fastan grundvöll á að taka 20 ára meðaltal af laununum og byggja hana þar ofan á. Vlð það vcrður álnatalan f laununum lægri en vera ber. Fná 1900 til 1914 hefir verðlagsskráralinin ávalt smá liækk. að yfirleitt, svo allnin í cmbættis- laununum fyrir 1914 hækkar ávalt og ákveðin f álnum verða þau alt af lægri og lægri. Hverjar 100 kr. í embættislaununum 1898 voni hér um bil 200 al„ hverjar 100 kr. í sömu laununum 1914—15 verða hér um bil 100 álnir, og í 20 ára meðaltalinu, senj allar síðari verðlagsskrár ættu að hyggjast á, yrðu þessar 200 al. frá 1898 cinhverstaðar nálægt 175 álnum. Á launum sem liafa færri ára meðal- tal, eða eru ákveðin fyrir færri árum en 20, yrðu 100 kr. í laununum að i lægri álnatölu 175. Hjá þvf mætti [ komast að miklu leyti með því að láta verðlagsskrána vera reiknaða fyrir 30 ár án tillits til þess, livenær embættið eða starfið væri stofnað. Eg hefi lesið einhversstaðar, að begar launin fyrir landsstörfin væru svo há, að eitthvað gengi af — yrði lagt upp, með öðrum orðum, þyrfti slfk verðlagsskrá ekki að ná til af- gangsins; það er án efa sprottið af þeim skoðunarmáta, að peningar séu gæði í sjálfum sér„ en ekki ávfs- un á lífsnauðsynjar eða lífsþægindi. Afgangurinn á að vera hinn sami á lífsnauðsynjum og þægindum livert sem nafnaverð þeirra er í peningum. Sá hluti á líka að reiknast eftir verð- lagvsskránni. ðleð þessari verðlagsskrá tajia starfsmenn landssjóðsins í hlutfalli við það, sem þeir einu sinni höfðu úr að spila, vegna þess, að 20—30 ára meðalálnatalið í launum þeirra verður ávalt iægra gjört upp fyrir 1914 en það var fyrir fullum 20—30 ámm. En livað er sá skaði móts við öll ókjörin, sem yfir það fólk hafa dunið sfðari ár. Fjöldi af starfs. mönnum landssjóðs bíður þeirra ára aldrei bætur. Verðlagsskrár- frumvarpið er sporið í rétta áttina. Það er að halda launalög, en ekki að brjóta þau, eins og landlæknir skrifaði fyrir mánuði liðnum. Þá hækka launin í krónutali lvegar lífs. nauðsynjar stíga í verði, og lækka í krónutali þegar þær falla aftur í verði. Mín meining með slíkri verðlags- skrá er að landsmenn verði f þcssu tilliti forgönguþjóð annara — þeir hafa verið það áður. Þeir gáfu öll- um heiminum gott eftirdæmi með því, hvernig þeir lögleiddu kristni. Þeir námu fyrstir allra siðaðra þjóða einvígi úr lögum. Þeir urðu fyrsta þjóðin í Evrópu sem gengu undir allsherjarfriðinn. Þeir vom fyrsta þjóðin í Evrópu, sem komu á — með samþykki konungs síns — algerðum bannlögum hjá sér. 1 öll þess skifti hafa þeir vikið út af brautinni, sem þeir liöfðu gengið áður. Ef þeir tækju upp verðlags- skrána um að reikna kaup starfs- manna landssjóðsins eftir landaru- uin, sem nú liggur fyrir alþingi, yrðu þeir að öllum likindum for- göng Jjijóð með því að ganga aftur inn á braut, sem þeir hafa farið mestan hluta þess tíma, sem landið hefir verið bygt. (ísafold) Indr. Einarsson KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur aö blaöinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : bylvia Lara ‘Hin leyndardómsfullu skjöl" “Ljósvörðunnn ’ ’Dolores” “Hver var hún?’ Jon og Lara Kynjagull ’Ættareinkennið” “Bróðurdóttir amtmannsins ’ Sögusafn Heimskrínglu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía .............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ........... 0 30 Dolores .............................. 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 Ættareinkennið........................ 0.30 Lára.................................. 0.30 Ljósvörðurinn ........................ 0.45 Hver var hún? ........................ 0.50 Kynjagull ............................ 0.35

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.