Heimskringla - 29.03.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG. 29. MARZ 1917
ÍIEIMSKRINGLA
BLS. ö.
TRÚ OG ÞEKKING.
(Framii. fró 4 .bls.)
sóknar-guðfræðinni og það enda
svo, að hún hefir viljað gera fram-
sóknar-guðfræðinga útlæga úr
þeirri kirkjudeild, sem kennir sig
við Lúter. En hér sýnir höfundur-
inn með fjölda tilvitnana í rit Lút-
ers, hve langt hann hefir verið á
undan sínum tíma einnig að því er
snertir skoðanirnar á ritnngunni,
miklu frjálslyndari en allur þorrinn
þeirra afturhalds-guðfræðinga, sem
nú þykjast einir bera “lúterskt”
nafn með réttu. Slíkt er nú að vísu
sízt nýtilkomið, að “lúterskir” menn
hafi viljað vera “lúterskari” en
sjálfur Lúter í ýmsum greinum, en
afstaða Lúters til ritningarinnar er
því eftirtektarverðari, sem hann ger-
ir ritninguna—þrátt fyrir frjálslyndi
sitt gagnvart henni—að einu reglu-
og mælisnúru trúar og lífernis. Ætti
það að geta verið mönnum bending
um, að eins geti þetta tvent farið
saman á vorum dögum, en því hefir
afturhalds-guðfræðin einatt viljað
neita, ekki sízt ó meðal vor. Þeir
menn, sem gengið hafa mest fram f
því, að halda fram bókstaflegum
innblæstri ritningarinnar og óskeik-
ulieika í öllum greinum, gerðu rétt
í að hugfesta sér það, að hvorugt
þetta er “lútersk” kenning, sé “lút-
ersk” kenning miðuð við skoðanir
Lúters sjólfs. Til þess var Lúter
vissulega of heilbrigður andi og of
gagnkunnugur ritningunni sjálfri.
Hin ritgerðn, sem eg vildi benda
á, er um “trúarskoðanir þjóðar
vorrar” eða — ef svo mætti segja, —
stutt ágrip af trúarsögu íslendinga
frá elztu tíð til vorra tíma. Er sú
ritgerð afar-fróðleg það sem hún
nær. Meðal annars er þar sýnt með
rökum, hvert djúp sé staðfest milli
17. aldar og 19. aldar rétttrúnaðar-
ins. En það dregur höf. sérstaklega
fram fyrir þá sök, að 19. aldar rétt-
trúnaðurinn (eins og hann hafði
mótast á íslandi fyrir áhrif ýmissa
góðra manna) var sú kristindóms-
tegund, sem íslendingar fluttu með
sér vestur um haf, og lendir þar
jafnskjótt í harðri deilu við 17. ald-
ar rétttri'inaðinn. Er síra Jón
Bjarnason fulltrúi hins fyrnefnda,
en sfra Pláll Þorlákssn hins sfðar-
nefnda. En svo er grimdin mikil á
bóðar ihliðar í þeirri sennu, að síra
Páll lýsir því yfir, að samvizka sin
leyfi sér ekki að skoða síra Jón sem
“bróður sinn í drotni vorum Jesú
Tvristi,” slíkur villutrúarmaður sem
hann sé, að síra Jón kallar það
“antí-kristindóm”, sem sfra Páll
kenni. Svo langt komust menn f
frekjunni, að séra Páll amaðist við
þvf, að safnaðarfólk sitt liefði graf-
reit sameiginlegan safnaðarfólki sfra
Jóns. Seinna leiðir höf. rök að því,
að sú guðfræði, sem kirkjufélagið
vestur-fslenzka berjst fyrir nú, sé 17.
aldar guðfræðin — með öðrum orð-
um: að 17. aldar rétttrúnaðurinn
hafi þar vestra í hópi rétttrúaða
kirkjufólksins íslenzka, orðið 19.
aldar rétttrúnaðinum yfirsterkari.
Að þar er ekki tekið of djúpt f ár-
inni, hvað skoðanirnar á biblíunni
snertir, virðist ómótmælanlegt af
“framburði prestanna fyrir rétti”,
eins og fi ó honum er skýrt f “fylgi-
skjölunum.” Þar hikar einn af
Prestunum vestur-ÍIenzku ekki við
að játa, að hann trúi því, að sólin
snúist kringum jörðina, af því svo
er kent í gamla testamentinu. En
hér skal ekki farið frekar út í þá
sálma.
Kirkjufélag landa vorra vestan
hafs er stofnað í bezta og göfugasta
tilgangi og það hefir vafalaust unn-
ið mikið starf og virðingarvert til
viðhalds og eflingar kristnihaldi
landa vorra þar f dreifingunni og
um leið til viðhaldsins og styrking-
ar íslenzku þjóðerni þeirra. Að guð-
fræðilegur skoðanamunur geri vart
við sig innan þess félagsiskapar er
ekki nema eðlilegur Mutur. Það
kirkjufélag hefir aldrei verið til, þar
sem allir starfsmenn þess litu nó-
kvæmlega sömu augum 4 trúmólin.
Kn að þetta kirkjufélag skuli hafa
leiðst svo langt í þröngsýni og ó-
frjálslyndi í trúmálum, að menn
keri sér að leik að flæma burt úr
þeim féiagsskap annan eins mann
og höfund þessarar bókar, með
hans mikla lærdómi og hans heitu
hfandi kristnu trú, — það finst mér
ótakanlega raunalegt. Og mér er
sPUrn: er kirkjufélagið svo mönn-
úm skipað á nálægum tfma, að það
hiegi við þvf að hrinda jafn prýði-
lega hæfum manni frá sér? Eg fæ
pkki séð, að þeirri spurningu verði
svarað öðruvísi en neitandi.
Síra Friðrik Bergmann hefir með
þessar bók sinni reist sér sem frjáls-
iyndum kirkjunnar manni þánn
bókmentalegan minnisvarða, sem
!engi mun óbrotinn standa í fá-
skrúðugum guðfræðilegum bók-
mentaakri vorum. J. H.
—Skírnir.
Dásamlegur atburður
Mikill fjöldi fólks víðs vegar um
heim mun skoða styrjöldina miklu,
er enn stendur í algleymingi, mót-
læti svo gífurlegt, að kynslóðin, sem
fyrir því verður, hafi orðið stærra
harmkvæla barn en nokkur undan-
farin. Og það er eðlilegt nú, þegar
svo má að orði komast, að allur
heimur liggi í sárum.
En skyldi nokkurum hafa til hug-
ar komið að hrósa happi yfir að fá
að lifa á þessum viðburðaríku tfm-
um?
Ef til vill er það enn of snemt. En
sú verður tíðin, það er eg sannfærð-
ur um, að óbornar kynslóðir öf-
unda þá, sem nú eru uppi, og fá
að vera sjónarvottar þeirra stór-
fenglegu viðburða, sem nú eru að
gerast í heiminum. Enn festir hug-
urinn sig mest við liarmkvælin.
Brátt gleymir hann harmkvælun-
um sakir dásemdanna.
Slíkar dásemdir eru nú þegar
teknar að birtast. En þær eru að
eins forboðar annara meiri, sem eru
í vændum,—dásemda svo mikilia,
að sú kynslóð verður lengi talin
hamingjubarn, sem fekk að líða svo
mikið, tii þess þær fengi fram að
koma.
í flestum miklum styrjöldum
hefir eitthvað stórfenglegt og öld-
iingis óvænt borið við, sem enginn
mannshugur hefir ótt von á eða bú-
ist við. Og þetta öldungis óvænta
hefir haft meiri áhrif ó úrslit og
afleiðingar en flest annað.
Hátt á þriðja ár hafa menn beðið
eftir hinu óvænta tókni og dular-
fulla, er birtast kynni f sambandi
við þetta strfð. Ár eftir ór og mán-
uð eftir mánuð liafa menn beðið eft-
ir táknf, en engis þózt verða varir.
Alt í einu birtist það á Rússlandi.
Hvað eftir annað hafa Banda-
þjóðirnar haldið þvf fram, að þær
væri að berjast fyrir tilverurétti lýð-
valds-hugmyndanna — the ideals of
democracy. Fegurri fóna er naum-
ast unt upp að bregða, né líklegri
til sigurs. En margir hafa efast og
skoðað þetta yfirskin eitt og blekk-
ing.
Frakkland er lýðveldi. Það er
ættland lýðvaldshugmyndanna.
Meiri harmkvæli hefir það land orð-
ið að líða en nokkurt land annað,
til þess að hrinda þeim út í inann-
lífið, sýná þjóðunum fegurð þeirra,
kenna öllu, sem heitir maður, að
elska þær, og mannfélögunum að
tiieinka sér þær.
Baráttan milli Frakklands og
Þýzkalands, er barátta milli iýð-
valds og einvalds. Enguin kemur
þar til liugar, aðxgruna Frakkland
um græsku. Frökkum er það heilög
alvara, að þjóðin frakkneska verði
frelsari Norðurálfu, svo framarlega
úrslit stríðsins verði þeim í vil.
mannréttindum? Rússland, sem
sendir alla spámenn sína til Síberfu?
Það er ógæfan, að Rússland skuli
vera einn sterkasti hiekkurinn í
bandalaginu. Það er Akkillesar-
hællinn. Svo hefir verið hugsað og
talað af mörgum djúphyggjumanni
fram að þessum síðustu dögum.
Fln alt í einu faldast þetta myrka
ský skínanda gulli.
Rússland brýtur hlekkina af sérJ
Það lrefir alt í einu hamskifti. Það,
Það verpur af sér einvaldshamnum j
á einum degi. Ivoks er eldur lýð- ^
valdshugmyndanna orðinn svo iieit-1
i
ur, að hann brýzt út og fær yfir-
hönd.
“Sú ]ijóð, sem veit sitt hlutverk,
er helgast afl um heim,
eins hátt sem iágt má falla fyrir
kraftinum þeim.”
Lengi hefir þess verið óskað af
vitrustu mönnum Rússa, að þjóðin
lenti f stríði, þar sem um sjólft lífið1
væri að tefla og ait yrði að leggja f
sölur, til að bjarga örnum og óðul-
um. Þó kynni það kraftaverk að
verða, að keisara\‘aldið félli, liarð-
stjórnin hyrfi,—þjóðarsálin vakn-
aði. Nú er sá draumur fram kom-
inn.
Stjórnarbyltng sú, sem hér er um
að ræða, varð á Rússlandi fyrir fám
dögum. Fregnir um hana bárust
hingað að kveldi þess 15. mánaðar-
ins—fimtudagskveld. Hún virðist
liafa hafist 8. marz. Þingið—dúm-
an—tekur þá stjórnartaumana í
hendur sér, lætur lineppa ráð'herr-
ana f fangelsi. Skömmu síðar neyð-
ist keisarinn til að ieggja niður
völdin og segir af sér fyrir hönd
sfna og sonar sfns, rfkiserfingjans.
Tveir róðherrar mistu lífið. Að
mestu virðist byltingin hafa orðið
ón blóðsúthellinga, ]»ó enn sé frá-
sagnir ófuilkomnar.
Tlylting þessi verður að teljast
einn allra dásamlegasti atburður
mannkynssögunnar. Naumast kann
hún af nokkurri slíkri byltingu að
segja, sem svo lftil harmkvæli hefir
haft í för með sér. Á komandi öld-
um verður hún álitin atburður svo ,
dásamlegur, að sú kynslóð, sem var
]>að hamingjubarn að vera þar svo!
að kalla sjónai’vottur, verður prís-1
uð wæl um fram aðrar. Fyrir þann j
atburð einan gleymast öll harm-
kvæli. Og hann verður nauniast i
einn f sinni röð. Aðrir fleiri, bjartir 1
og blessunarríkir, fylgja honum í |
kjölfarið.
Iiver hin eiginlega óstæða hefiv
að sfðustu verið, er enn að mestu |
hulið. Ytri ástæðan virðist sú, að
keisarinn rauf þingið, cr ]>að cigi1
hlýddi vilja hans, og framdi um leið j
stjórnarskrórbrot. En stöðugt síð-!
an í vetur, nokkuru fyrir jól. að
professor Milyukoff flutti gætilega,
en afar l>ungorða ræðu í þinginu,
]>ar sem hann benti á sterkar líkur
til, að keisarahirðin sjálf, einkum
þeir er kring urn keisarafrúna væri,
stæði í beinu sambandi við herbúð-
ir óvinanna, hefir grunur leikið á,
að eitthvað óvenjulegt væri á seyði.
Loks var seyðirinn rofinn og alt
iéll í ljúfa löð
Hundrað og firntíu miljónir
manna leystir úr prísund.
Alt útlit er til þess, að stjórnar-
skipulagið verði lýðveldi. Samþykt
hefir þegar verið gerð f ]>ó átt.
Lengi er réttlætið á leiðinni. Mikil
eru oft harmkvælin, sem lfða verðúr
áður það kemur. Breiðir eru blóð-
vellirnir, sem yfir verður að fara.
Yfir rnarga slíka ógurlega blóðvelli
liggur ferill framfara og þroska
mannkynsins. En aldrei er að ör-
vænta. Réttlætið er óvalt á leið-
inni. Loks verða allar hömlur að
hníga, — allir óvinir þess og fjendur
að verða sér til minkunar.
Nú er einvaldurinn orðinn einn
að kalla má f Norðurálfu, — keisar-
inn þýzki. Og nú virðist það eiga
heima um hann, sem forfeður vorir
kunnu svo meistaralega að koma
orðum að:
Fiplar hönd á feigu tafli.
Það er ekki ólfklegt, að hann sé
farinn að sjá höndina á veggnum,
eins og einvaldurinn í Babýlon
forðum.
Þrátt fyrir allar hörmungar og
þrautir, sem stríðið hefir í för með
sér, eru miklar líkur til að tuttug-
asta öldin ætli að verða dýrlegasta
öldin, sem yfir mennina hefir Hðið.
Það eru miklar líkur til, að hún
verði öld mannréttinda og lýðvalds-
hugsjóna um fram allar aðrar.
“Þ«ð byrjaði sem blærinn, er
bylgju slær á rein,
og brýzt svo fram sem storm-
ur, svo hriktir í grein.”
Bandarfkin í Vesturheimi hófu
lýðveldissögu sfna með sjálfstæðis-
yfirlýsingunni frægu 1776, með sam-
þykt stjórnarskrárinnar 1788 og
fyrstu forsetakosningu 1789. Heim-
urinn horfði hugfanginn á ]>essa
lýðveldisstjórnar tilraun. Flestir
héldu, að fljótlega myndi stranda.
En oftir þræl&stríðið 1865 sannfærð-
ist heimurinn um, að lýðveldið væri
varanleg stofnan.
TTpp úr stríðinu milli Frakka og
Þjóðverja 1870—71 myndaðist frakk-
neska lýðveldið. Þáð voru einmitt
Þjóðverjar, sem með yfirgangi og
einveldisofsa þrýstu fram lýðveld-
inu frakkneska þriðja sinni. Ula
var fyrir spáð, en það hefir staðist
allar eldraunir fram á þenna dag.
Nú telja Bandarfkin, sem í fyrstu
voru að eins 13, hundrað miljónir
manns, og Frakkland kring um
fjörutíu miljónir.
Tíu árum fyrir aldamótin síðustu
bættist Brazilía í tölu lýðveldanna.
Stjórnarskráin samþykt 28. febniar
1891. Brazilía telur nú kring um
tuttugu miljónir manns.
Árið 1905 varð Noregur sjálfstætt
ríki, en þó landið sé konungsríki f
orði, er það fullkomið lýðveldi á
England hefir lengi verið grið-
land lýðvaldshugmyndanna. Þó
konungur skipi þar enn öndvegi,
em lýðvaldishugmyndirnar orðnar
svo rótgrónar í liugsunarhætti og
mannfélagsskipan, að konungs-
valdið er orðinn einber skuggi.
Meðal annars sést það á því, að nú
þegar mest reynir á og lffið liggur
við, fær Englanc^ þeim manni völd-
in í hendur, sem lýðvaldshugmynd-
irnar eru meira persónugerðar hjá,
en nokkurum öðrum, sem nú er
uppi. Hvað eftir annað er Lloyd
George og Lineoln líkt saroan.
Þó Englandi sé oft brugðið um
hræsni, er það á allra vitorði, sem
vita vilja á annað borð, að öllum
þorra manna með brezkum þjóðurn
er eins ant um lýðvaldshugmynd-
irnar og lífið í brjósti eér Það er
ekki svo mikil furða, þótt þær í
þessu strfði standi Frökkum við
hlið. Þær gátu ekki annað.
En Rússland! Harðstjórnarbælið
það. Einvaldið f allri þess grimd
og ranglæti. Quid Jonas inter pro-
phetas? sögðu þeir gömlu. Hví er
Jónas talinn með spámönnum?
\
Með liverjum rétti skpar Rúss-
land sér undir fána lýðvaldshug-
myndanna? Er það ekki vanheil-
agt bandalag þetta? Er það eigi
naprasta háð, að tala um, að Rúss-
lnd sé að berjast fyrir almennum
LOÐSKINN ! HÚÐIR í ULL
Ef þér viljið hljóta fljótustu skil á andvirði
og hæsta verð fyrir lóðskinn, húðir, ull og
fl. sendið þetta til.
F R A N K M A S S / N Brandon, Man.
Vept H.
Skrifið eftir prfsum og shipping tags.
n*/ • Vér borgum undantekningarlaust
Kjomi hæsta verð. Flutningabrúsar lagöir
til fyrir heildsöluverð.
Sætur og Súr Fljót afgreiðsla, góð skil og kur-
1/ i teis framkoma er trygð með því að
Keyptur verzla við
J r SÆTUR OG SÚR
Dominion Creamery Company
ASHERN, MAN, OG BRANDON, MAN.
þAÐ BORGAR SIG FYRIR YKKUR
Þeir, sem ætla sér a5 ganga á verzlunarskóla í vetur,
geta sparaÓ sér peninga, e( þeir finna ráðsmann
Heimskringlu áður en þeir semja um kenslu.
borði, með afar frjálsa stjórnarskrá,
Noregur telur nú hálfa þriðju milj.
manna eða mjög nálægt þvf.
Finnn árum síðar, eða 1910, bætt-
ist Portúgal við í tölu lýðveldanna
og fylllr nú flokk Bandaþjóðanna í
í stríði þessu. Þar er talið á sjöttu
miljón manna.
Ári síðar, eða 1911, skipar Kfna-
veldi sér í tölu lýðveldanna. Innan
landamæra Kínaveldis býr fjórði
eða fimti hluti alls mannkynsins:
Fjögur hundruð miljónir manns.
Rétt um þessar mundir ritar hinn
mikilhæfi * forseti Kínaveldis, Li
Yuan-Hung, hinn annar í röðinni,
frá Peking til Bandarikjanna, að
lýðveldið sé þar alls ekki á völtum
fæti, heldur á varanlegum grund-
velli, sem láta muni allar hrakspár
til skammar verða.
Og nú árið 1917 bætist Rússland
við með sínar hundrað og fimtíu
miljónir. Hraðinn er orðinn býsna
mikill.
Nú þegar er farið að tala um
Bandaríkin á Rússlandi eigi sfður
en Bandaríkin í Vesturheimi. Er
það eigi fyrirheit um að farið verði
bráðlega að tala um Bandaríki
Norðurálfu,—Bandarfki heimsins?
Loks fer roaður að l>ekkja mann
og bróðir bróður. Enginn einvald-
ur. Allir eiga völdin jafnt. Enginn
konungur né keisari. Allir konung-
ar og keisarar!
\Er það ekki dásamlegt!
F. J. Bergmann.
------O-------
Herstöðvar neðanjarðar
Fregnriti einn með brezku her-
sveitunum á Frakklandi, sendir
enskum blöðum nýlega eftirfylgj-
andi gerinarkorn:
Á öllum þeiin stöðum, ]>ar sem
undanhald Þjóðverja átti sér stað,
skilja óvinirnir eftir menjar veru
sinnar þar. Sýna menjar þessar
hvernig þeir hafa lifað og barist á
meðan þeir voru huldir sjónum á
bak við “Engra manna land.”
f kring um aila ]>á staði, sem ]>eir
skildu við,—Peronne, Bapaume og
Ohaulnes,— starir einn ófrýnilegur
hlutur beint í augu manns, þýzki
gaddavírinn. Gaddavír þes.si er
grófgerðari og stérkari en vír okkar
eða Frakka. Iíann er úr þétt vöfðu
járni og hefir liann útheimt kynst
ur af járnefni Gaddavír þessi e>
]>i*efaldur fyrir framan allar víggirö-
ingar og skotgrafir, eins er hann að
finna í öllum mögulegum afhornum
við brýr og vegi og þorp;— jafnve!
er gaddavír þessi strengdur langt á
bak við skotgrafirnar, sjálfsagt til
að varna fótgönguliði okkar frá að
komast áfram og til að tæta hesta
riddaraliðsins til agna, ef við kæm-
umst í gegn um varnarvígin og leit-
uðumst svo við að reka flóttann.
Skurðir Þjóðverja eru djúpt
grafnir, og meðfram öllum skotgröf-
um þeirra, sem ]>eir skildu við, voru
jarðhús með steinlögðum gólfum og
klædd innan með borðvið og lágu
löng jarðgöng á millj — og gat oft
að líta þarna neðanjarðar stóra og
rúmgóða sali. Þarna niður náðu
sprengikúlurnar ekki og gátu óvin-
irnir lifað þar óhultir þeirra vegna.
Eru jarðhús þessi svipuð þeim, sem
eg lýsti eftir orustuna við Somme-
fljótið.
En í viðbót við þessar neðan-
jarðar herstöðvar liafa Þjóðverjar
svo ramgerða varðstaði hér og ]>ar,
aðdáanlega vel falda. Gott útsýnl
er þaðan vanalega yfir herstöðvar
okkar, svo hinar stóra langskota-
byssur koma þar til góðra afnota.
Eg fann ein.n slíkan varðstað af til-
viljun í gær. Bifreið mín bilaði hjá
skóginum, sem er í grend við Roye.
En þaðan er ágætt útsýni yfir alt
það svæði, sem fyrir einni viku sfð-
an var nefnt “Engra manna land.”
Þegar eg gekk inn f skóginn,
rakst eg þar alt í einu á sandpitt,
sem náði yfir ekru svæði eða rúm-
lega það—og sá eg strax, að þarna
væri að líta eitt af leynivirkjum ó-
vinanna. Var virki þetta ramlega
gert og með hagkvæmasta skipu-
lagi. Neðanjarðar hcrstöðvar þessar
fengu að minsta kosti rúmað um
3,000 manns, en utan um þenna öfl-
uga varðstað luktist skógurinn og
huldi hann sjónum manna. í
bakkana að sandpittinum voru
grafin smá jarðhús í hundraða tali,
en inn af þeim íágu jarðgöng inn í
aðal hfbýli yfirliðanna og hermann-
anna, sem grafin voru langt um
dýpra niður.
Jarðhús yfirliðanna voru öll þllj-
uð innan, með skrautlegum pappír
á veggjunum og gluggum, sem gler-
rúður voru í. Fyrir gluggum þess-
um voru skartleg gluggatjöld. Rúm-
stæði voru í jarðhúsum þessum,
sem þýzku hermennirnir höfðu
stolið úr frönsku húsunum, er þeir
höfðu látið greipar sópa um; og
þarna gat einnig að líta spegla,
skái>a, vottaborð, marmaraborð og
hægindastóla. í hverju herbergi
var eldavél. Og f sumum jarðhús-
unum sá eg hanga tóm fuglabúr, —
höfðu þýzku yfirliðarnir áreiðan-
lega slept söngfuglum sínum, er þeir
yfiigáfu stað þenna.
Jarðhús óbreyttu hermannanna
voru ekki eins skrautleg, en alveg
eins þægileg f alla staði. Þarna gat
að líta trésmíðastofur og járnsmiðj-
ur. Einnig forðabúr stór, — þar sá-
ust enn þá stórar birgðir af
sprengikúlum, og þess háttar, því
óvinirnir höfðu ekki komið þvf við
að flytja þetta bui tu með sér. Elda-
vélar grfðar stórar voru þarna og
katlar. Sérsfcakar -stofur voru þarna
fyrir lækna og sjúklinga og út fiá
þeim mörg baðherbergi,
Þegar frönsku byssurnar þögðu og
sóljn skein í heiði, höfðu þýzku
herforingjarnir áreiðanlega setið að
sumbli i drykkjustofum sínuin
]>arna niðri í jörðinni. í stofum
þessum voru borð eftir ]>eim endi-
löngum og bekkir til beggja hliða
við þau, og gólíin í stofum |>ess-
um voru öll þakin í flöskum og
Höskubrotum. Sýndi ]>etta að
i>ýzku hermennirnir, sérstaklega þó
yfirliðarnir, blóta Bakkus dyggilega
■ irfstundum sinum. Og l>!‘>sai- neð-
anjarðar ÍTerstöðvar. Þjóðverja
þarna í skóginum voru ekki einu
henstöðvarnar, sein fuiTttust á svæði
l>ví, er Þjóðverjar hafa nú yfirgefið.
Peronne borg, með St. Quentiu á
aðra hlið, með skógana alt í kring
þétt stráða af gaddavír og blautt
mýrlendi á eina hlið, — en í kring
um alt vindur hið mikla Somme-
fljót sig-—, þessi boig hlaut að vera
ósigrandi staður, ef nokkur staður
getur verið þaökhvað stórir herskar-
ar sem á sæktu. Borgin er ramlega
víggirt með mikilli listhæfni, er út-
heimt hefir tveggja ára vinnu heilla
hersveita. Og er eg nú geng inn í
borg þessa, fæ eg ekki varist þess-
arar spurningar: “Hvers vegna yf-
irgáfu óvinirnir stað þenna, svo
traustan og öflugan?” Yirðist mér
l>á svarið vera að eins eitt: Ekki
var þetfa vilji ]>eirra, en þeim var
nauðugur einn kostur.
(Lausl. þýtt.)
HEIMSKRINGLA er kærkominn
gestur íslenzku hermönnun-
um. Vér sendum hana til vina yð-
ar hvar sem er í Evrópu, á hverri
viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuÖi
e5a $1.50 í 12 mánuÖi
Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd