Heimskringla - 29.03.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.03.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. MARZ 1917 HEIMSKRINGLA 7. BLS. Um nokkur íslenzk mannanöfn i. Allar, eða flestar þjóðir, eiga bœk- ur og kver yfir einka þjóð-nöfn sín. í>au nöfn eru sérstök eign þeirra. Mannanöfn þjóðanna eru sérein- kenni tupgu hverrar þjóðar, sem hún talar. Nöfnin eru hyrningar- steinar, sem saga þjóðanna byggist á. I>ví skal vanda, það sem lengi á að standa. Norðurlanda þjóðirnar eiga bækur og kver í ýmsum útgáf- um, frá fornum og nýjum tímum; sumar fyrna gamlar og aðrar nýrri. l>ær bækur eru auknar og endur- bættar. Fræðimenn og sérfræðing- ar hafa leyst þau verk af hendi. Hin fornasta sem menn nú hafa í þéssari grein, er eftir siðabótamann- inn Martein Lúter. Hún heitir: — “Namenbuchlein.” Hún hljóðar um germönsk nöfn. Hún þykir góð frá sínum tíma. Auðvitað eru síðari tfma bækur fullkomnari en hún. Hinar Norðurlanda þjóðirnar eiga allar meira og minna af þesskyns bókum, og eru Svíar ef til vill auðug- astir af þetm Norðmenn, Danir og Niðurlöndin hafa lfka stundað fræðigrein þessa allvel. 1 einu orði sagt, eiga allar þjóðir nafnaskrár og þýðingar, nema hver? — íslend- ingai’, — sagnajþjóðin góða gamla. Eg hefi aldrei heyrt þess getið í ræðu eða riti, að hún eigi bækur um þetta efni. í>ó munu menn í fyrri daga hafa efnt til fræðslu í efni þessu ofurlítið. En þær rit- gjörðir eru eflaust ekki komnar lengra, en “liggja í handritasöfn- um.” Ritgjörð á prenti eftir Jón prest Jónsson, er í: “Safni tn sögu, og íslenzkra þókmenta.” En um kver eða bækur veit eg ekki. Safn það sem þessi ritgjörð er prentuð í er ekki á glámbekk meðal alþýðu, ng hygg eg henni lítt kunna. Nefnd- ri ritgjörð er eg ekki þaulkunnur. Hún er efalaust einkargóð. En al- þýðu manna ekki eins gagnleg og vera ætti, af 'því hún er óvfða til á sveita bæum. Hún grfpur ekki ein- asta um Norrænu nöfnin, Svía og Dana, — heldur fer hún aftur í forn- germönsku nöfnin á ýmsa vegi. Það- an suður um Frakkland, Portúgal, Spán, ítalíu og aftur til forn-Grikk- ja, og jafnvel aftur fyrir sögualdur— til Hyperboreanna* Ritgjörðin er sumstaðar tyrfin fyrir alþýðu f annríki, “ eins og nefna má ” íslendinga í Vestur- heimi. Enda ritar aá fræðimaður ekki nema á lærðamanna vísu. Jón prestur Jónsson er einhver allra mesti pennagarpur á meðal núlif- andi íslendinga. Þessa ofannefndu ritgerð hefi eg til stuðnings. Allir rithöfundar verða að .sætta sig við, þegar um fróðleik er að ræða, að byggja á annai a sögusögn og sögu undanfar- inna tíma. Frumskapaður sögu- fróðleikur er ekki til, nema ef vera skyldi á skáidsagna merkingu. — Samt á hann aldrei skilt við þann fróðleik, sem hér um ræðir. Þekk- ing á nöfnum eru sérstakar eignir hverra þjóðar út af fyrir sig. Þess fagrari og bjartari, sem nöfnin, eru þjóðiegar og snyrtilegar valin, og varðveitt hrein og óblandin, gegn- ur hraðstreymi mannsaldanna. Sú þjóð, sem ber árvaka ijmhyggju á þjóðnöfnum sínum, er þjóðleg í fleiru og meiru en í því eina efni. Eg veit vel, að nafnaþulur og nafnaskýringar eru þurmeti fyrir lesarann, ef ekkert er annað en bláber upptalning. En sé sáldrað við og við, einhverju góðgæti, sem hyllir huga lesandans til náms og þekkingar, þá er öðru máli að gegn Það mun oftast kornið undir penna fimi að halda lesandanum við efnið, en minna undir efninu, sem um er rætt. Yfirleitt eru fslendingar næmir fyrir fróðleik og sögum. Þeim sem vilja hnísast eftir fróð- leikskornum, er ritgjörðin ætluð. II. Þessi kafli ræðir um íslenzk nöfn, sem aðeins hafa einn stofn. íslenzk nöfn eru dregin af fjölmörgum heitum og lýsingarorðum. 1. Goðanöfn :—Baldur, Þórir, Ása, Freyja, Geiður, Hlín Þóra. Sum þessi nöfn finnast víða með með öðrum stofni fyrir framan, og verð- ur rætt um þau síðar. 2. Álfanöfn: — Álfur, Álfrekur, Álfgeir, Álfdís, Álfheiður, (Álfeiður) Álfhildur. Þessi stofn finst einnig í viðlið —Ásáifur m. fl. 3. Dýranöfn :—Björn, Beiisi, Galti, Hafur, Hrútur, (Rútur), Hrafn, Kálfur, Mörður, Refur, Úlfur, og kv.k. Bera, Birna, m. fl. 4. Fuglanöfn: — Ari, Haukur, Hrafn (Rafn), Márr, Svanur, Starri, Orri, Rjúpa, Svala, Svana og Trana og fl. 5. Vopnanöfn: — Bogi, Brandur Falur, Geir, Hjáimur, Hjörr, Oddur, Skjöldur m. fl. 6. Tímakend nöfn :—Dagur, Njóla, 7. Höfuðskepnur:—Logi (eldur), Loftur, (loft)’ Styrmir (stormur), Vatnar, m.fl. Sumar (liði), Stymir, (stormur) Vatnar, m. fl. 8. Hlutanöfn: — Baugar, Bolli, Ketill, Knöttur, Steini, Tindur. — Þessi nöfn eru dregin af hlutum, einkum vopnunr: — Barði, Broddi, Hjalti, Oddi, Sörli, Tjörfi, m. fl. 9. Þjóðarnöfn: — Ori, Finnur, Gautur, Gauti, Sváfa, nú Svafa, Ý ru r. 10. Lýsingarorða-nöfn: Atli, Fróði, Svartur, Teitur, Vakur, og líklega: Helgi, Helga, Ljúfa m.fl. III. Þessum flokki skifti eg eftir staf- röð. Fyrsta lið í nafni nefni eg stofn, næsta lið viðlið. Stofn nafna oft settur í viðlið nafna, svo sem Björn, Snæbjörn, Þórir, Steinþór. alt samskeytt nöfn kölluð. Þýðing- una vita allir. Þess má geta hér, að einstöku nöfn er ervitt að þýða .Ein- kum þau elztu. Forneskjútungur þær, sem þau eru komin úr, eru öld- jingis óliektar. Nöfnin berast til vor í kenningum og heitum, í Eddu- kvæðunum og nöfnum, sem slæðst hafa með munnmælasögum fram á ritöldina. Og liafa bæði þessi forn- eskjunöfn, og yngri, fundist á rúna- steinum á Norðurlöndum. 1. níunda tug síðustu aldar, að bónd- inn, Friðrik Erlendsson, lét skíra son sinn “Á”. Heyrt hefi eg, að pilt- urinn liafi verið umskírður við fermingu sfna Árni. Drengur þessi er dáinn, að sögn. Á er stofn í nafni, og hcfir tiðkast mest á Suð- urlandi, svo sem nafnið Ámundi, og verður þess getið síðar. 2. Aöal, þýðir göfgi, ágæti og aðai alls, yfirburða og tignar. Stofninn er hafður í karla og kvenna nöfn- um. í viðlið nafna finst hann aldr- ci. Þessi nöfn eru til að fornu og nýju. . Aðalbrandur (prestur),* Aðal- björn, Aðalgeir (nafn í Þingeyjars.), Aðalsteinn. Kvenna nöfn: Aðal- björg (algengt), Aðalborg, Aðal- gunnur og Aðalgunna, Aðalheiður, Aðalmunda (seinni tíðar nafn). Fleiri.eru nöfn með þessum stolni. Stofninn má rekja til forn-EngiisaNa. Frá þeim munu nöfn hafa fluzt til Noregs. I seinn tíma hefif fólk skfrt börn sín með norrænum stofnum, en hebreskum viðlið. s.s. Aðaljón, m» fl. Slík nafnaskeyting þykir víta- verð, að hnýta Gyðinganöfnum aft- an í norræn nöfn. Það virðist svo, að kötturinn sé að meini halabrend- ur, þegar “Gyðsum” er hnýtt aftan í aðalborin norræn-fslenzk nöfn. En meira um þetta síðar. 3. Ag er stofn nafna. þýðir agi, hús- agi, stjórnagi, heragi, vald, sem býð. ur ótta. Hefir verið fult nafn til forna—Ági. Oft iskiftist á: a og á og g og k í fornum ritum. Þó bendir sumt á, að Áki sé máske Háki af Haka. Nokkur nöfn eru 'dregin af ag, s.s. Egill, í þágufalli Agli. Eg- ill þýðir þá agavörður, iiúsbóndi, herskelfir, skelfir eða herstjóri. Af ag er haldið að nafnið ögmundur sé af komið. Enn fremur Agnar og ögn, og að agndofa (agadofa) þjáð- ur, lúinn, dofinn eftir agann, hirt- ingu. — ögmundur, flóki og Egill bróðir Völundar eru í forntfð. Eg- ill Skalalgrfmsson er vöggubarn hjá þeim öldungum. — Vel gæti Egla verið kvenmannsnafn, samstæða við Egil. 1 latmæli er saga Egils nú oft- ast nefnd “Egla” af Agli og “Gretia” af Grettissögu, m.fl., en þetta nafna- kák hefir við ekkert að styðjast, nema íslenzka leti, í málinu. 4. Al af Alf, er stofn nafna, karla og kvenna. A1 er saman dregið af að- al, eða slept úr. En fá nöfn koma fyrir af þessum stofni: Alrekur (fornt) og Aldis. Það nafn er til enn. Oft er ritað Aldís og Álfdís jöfnum höndum, t.a.m. Aldís barr- eyska og Álfdís barreyska, kona ól- afs feilans, Ólafssonar rauða Skota- konungs. Þ. s. Þórður gellir. Stofn- finnur, Álfgeir, Álfdís, Álfeiður, Álf- lingur, er stofn fyrir nokkrum nöfn- um í báðum kynjum. Áifur, Álf- finur, Álgreir, Álfdís, Álfeiðúr, Álf- heiður, Álfhildur. Karlmannanöfnin fátíð, en sum kvenmanna nöfnin al- geng enn. Eg hefi þó séð mann, er álfur hét. Heizt það við í ætt- um frá Álf (úr Dölumq. Þorgerður dóttir lians var móðir Þorgilsar * Hyperborearnir halda menn að verið hafi uppi 3000 fyrir Krist, eða fyrir 4900 — 5000 þessa tíma. Höf. A.—Fátítt mun það vera, að Á sé liaft fyrir fult nannsnafn. Þó bar það við á Nýabæ á Hólsfjöllum, á *) Aðalbrandur prestur Helgason, Lambkárssonar prests, var prestur á Stað á Reykjanesi, d. 1286.—Höf. Eg.set Peninga í wqoq vHqú með því að setja tennur i vdsd yaar imunnyðar ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli. Expression Plates Heilt #<setM af tönnum, búitS til eftir uppfyndingu minni, sem eg hefi sjálfur fullkomna’ð, sem gefur yður í annað sinn unglegan og eblilegan svip á andlititS. I>essa “Expression Plates” gefa yt5ur einnig full not tanna ybar. Þær líta út eins og lifandi tönnur. Þær eru hreinlegar og hvítar og stærS þeirra og afstaba eins og á “lifandi” tönnum. $15.00. Varanlegar Crowns og Bridges í>ar sem plata er óþörf, kem- ur mitt varanlega “Bridge- work” at5 góðum notum og fyilir auða staðinn í tann- garöinum; sama reglan sem viðhöfó er í tilbúningum á “Expresslon Piates” cn undir stöðu atriðið í “Bridges” þess- um, svo þetta hvorutveggja gefur andlitinu aiveg eblileg- an svip. Bezta vöndun á verki og efni — hreint gull brúkaó tii bak fvllingar og tönnin verður hvít og hrein “lifandi tönn.” $7 Hver Tönn. Alt erk mltt Abyrgst nli vern vnndnf). Porcelain og Guil fyllingar Porcelain fyllingar mínar eru svo vandaðar og gott verk, aö tönnur fylta” þannig eru ó- þekkjaniegar frá heilbrigðu tönnunum og endast eins lengi og tönnin. Gull innfyiiingar oru mótat5ar eftir tannhoiunni og svo inn- iímdar meó jementi, svo tönn- in verður eins sterk og hún nokkurntíma ábur var. Ilvnfia tannlækningar, aem þér þarfnlat, »tend- ur hOn ytiur til boba hðr. Vottortl og mcftmæli I hundrabatali frft verzl- unnrmilnnum, Iógmönn- um ok prestum. Alllr Nkoðaðir koMtnabarlaust. — I»ór erub mér ekkeit akuld- hundnlr þó eg hafl geflh yöur rAhlegglngar vlbvfkjnndl tönn- yhar.. . Komlft eöa tiltakih A hvnÖa tfma |>ér viljlö koma, I gegnum taÍMfmnn. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST Arasonar á Reykhóluin. (Hjá hon- uni voru þeir fóstbræður, og Grett- ir. Hann bar heim ó bakinu jóla- naut Þorgilsar). Álfger stundum viðliðarnafn, s.s. Finnálfur, Geirálf- ur, Þórálfur. Kvenkyns: Friðelfur, Gunnelfur, Þórelfur, nú Þorelfa. í kvenkyni hefir Álfur breyzt í elfur, og nú f elfa. Flest horfin nú. 5. Arin.—Þessi stofn er bæði í frum- lið og viðlið samskeyttra nafna. Arin þýðir eldstallur, stallur, sem eldur cr hafður á. Þýðir líka eld- stó, og híbýli það sem eidstæði er niðursett í. Arinbjörn er gamalt nafn. (Arinbjörn Þórisson, Hróalds- sonar hersis. Nafnið er til enn þá. (Arinbjörn Sigurgeirsosn Bardal, f Winnipeg, m.fl.). I viðlið Þórarinn, algengt nafn. Þórarna er efalaust réttara en Þóranna, fátítt. Arna kemur sjaldan fyrir. Þó er nefnd Arna Þorkelsdóttir, Gellissonar, Guðrúnarsonar, ósvífursdóttur. Eg hefi heyrt, að nafn þetta sé til í Nýja Islandi. Það kann eg ei meira að skilgreina. Þessi nöfn eru ram- íslenzk og mannleg í munni. 6. Arn er stofn í karla- og kvenna- nöfnum, og eru víðfeðmin að fornu ■og nýju, s.s. Arnbjörn, Arnfinnur, Arnhöfði jgamalt) Arngr’ímur, Arn- ketill, Arnkell, Arnoddur, Arnljót- ur, Arnþór. Kvennanöfn: Arnbjörg, Arndís, Arnfrfður, Arngerður, Arn- gunnur Arnheiður, Arnleif, Arn- laug, Arnþóra, Arnþrúður. Mörg af þessum nöfnum eru algeng nú á dögum, sum fátíðkuð og tínd. Þau eru numin af heiti arnarins, fugls- ins, sem efst bendir flugið og ísl. munnmæli hafa viðbrugðið í sög- unum. örn, sem til var á fyrri öld- um, er af nafni arnarins, en nú er það nafn afar fátítt eða alveg fallið fyrir borð úr sögum. Ari er einnig heiti arnarins í fyrri daga. Þá var nafnið karlkyns. Enn fremur eru nöfn dregin af fugls- heiti þessu. Mannsnafnið Arnald- ur var þekt fyrri á öldum, en nú er það dottið úr sögunni. Nafnið Arn- ald, sem nú er upp tekið, er útlenzk ambaga. Að því undanskiidu, eru öll hin nöfnin fallcg mannanöfn. 7. Atli er fornt nafn, fagurt-og stutt. Það er af lýsingarorðinu atali, sem Hinn atli. Þýðir harður, liarðvít- ugur, hvasseygður, fráneygður. Svo segir Rígsþula: “Svein ól móðir, silki vafði, jósu vatni. Jarl létu heita, < Bleikt var hár, bjartir vangar, ötul váru augu, sem yrmlingi.” Og svo segir í Aíþingisrímum Valdi- mars Ásmundssonar um Benedikt assessor Sveinsson:— “Þar hafa örlög ramma rún, rist, sem fáir skilja; Atalt skein und augnabrún eldur þrjósku og vilja.” (Framh.) K. Ásg. Benediktsson. Bréf frá Englandi. Epsom, Surrey, WoodgatePai'k. 8. Marz 1917. Heiðraði ritstj. Heimskringlu! Eg fetla að senda þér fáeinar lín- ur; maður befir ekki annað að gera, þegar maður er svo heppinn, að vera í Biightel. Hér eru aðal- stöðvar fyrir særða og veika Can- adamenn, eftir að þeir konia út af hospftalinu, en engar harðar æfing- ar eru hér samt; við verðum sendir til Shorncliffe eða Brainshot til ]>ess áður en til Frakklands er farið. Við fáum héðan 10 daga“ leave” líka. Maður er hér sjaldan meira cn 4 til 5 vikur. Eg hefi ekki fengið “Kringluna” frá þér í 3—4 mánuði, en liefi þó séð “Lögberg” og hana af og til síðan, og H. F. Danielsson hefir sent mér Winnipeg blöðin frá Shorncliffe síðan eg kom fró Frakkiandi. Lítið liöfuin við hér af kartöflum að borða; það eru brúkuð hrísgrjón í þeira stað, og virðist vera nóg af þeim hér. En nú á að só í alla auða bletti, sem hægt er f vor, og eru menn að ihamast við að brjóta upp blettina liér núna; en vandræðin verða býst eg við að fá kartöflurnar í útsæði. Vel er frá öllu gengið hér. Eng- lendingar kunna ekki við að hólf- gera hlutina; þeir eru líkir þýzkur- um að því leyti, en þeir vinna, býst eg við, ekki eins hart. Hvergi hefi eg séð mönnum koma eins vel saraan, eins og hermönn- unum. Þeir liafa flestir verið í skotgröfunum á Frakklandi, og það er eins og illkyns náttúra hafi farið af þeim þar. Þeir hafa séð, að það dugar ekki, að brúka neinar kunsb ir; en hræddur er eg um, að ónýti ir verðum við flestir til búskapar, þegar við komum aftur til Canada, ncroa þeir, sem hafa því meira vilja- þrek. Það þyrftu helzt að vera “corporals” og aðrir “officers” að líta eftir þeim fyrst um sinn af van- anum. Við vinnum hér et'i.rbiðþe anum við alla vinnu hér. Eg held eg ætti ekki að hafa þetta lengra; eg hugsa að að það sé nóg af þessum bréfum, sem þú færð frá hermönnunum, og lítið í þeim af fróðleik. Svo kveð eg þig með beztu óskum og er alveg ókvíðinn að fara aftur til Frakklands. I>inn einlægur, Pte. B. Hjörleifsson, 147653. 78th Bat. Winnipeg Grenadiers, Umboðsmenn Heimskr. 1 "ANADA. F- Finnbogason ............Árnes Magnús Tait ........... Antler Páll Anderson ..... Cypress River Sigtryggur Sigvaldason . Baldur Lárus F. Beck ........ Beckville Hjálmar O. Loptsson.... Bredenbury Thorst. J. Gíslason.......Brown Jónas J. Hunfjörd....Burnt Lake Oskar Olson ...... Churchbridge St. Ó. Eiríksson ..... Dog Creek J. T. Friðriksson..........Dafoe O. O. Johannson, Elfros, Sask John Janusson ....... Foam Lake B. Thordarson..............Gimli G. J. Oleson ...........Glenboro Jóhann K. Johnson......... Hecla Jón Jóhannson, Holar, Sask. F. Finnbogason.....T.......Hnausa Andrés J. J. Skagfeld ..... Hove S, Thorwaldson, Riverton, Man. Árni Jónsson.............Isafold Andrés J. Skagfeld ....... Ideal Jónas J. Húnfjörð.......Innisfail G. Thordarson ... Keewatin, Ont. Jónas Samson.............Kristnes J. T. Friðriksson ..._.. Kandahar Ó. Thorleifsson ....... Langruth Th. Thorwaldson, Leslie, Sask. óskar Olson ............. Lögberg P. Bjarnason .......... Lillesve Guðm. Guðmundsson ........Lundar Pétur Bjarnason ....... Markland Carl E. Guðmundsson.....Mary Hill John S. Laxdal.............Mozart Jónas J. Húnfjörð.....Markerville Paul Kernested...........Narrows Gunnlaugur Helgason..........Nes Andrés J. Skagfeld....Oak Point St.. Eiríksson.........Oak View Pétur Bjarnason ............Otto Sig. A. Anderson.....Pine Valley Jónas J. Húnfjörð............Red Deer Ingim. Erlendsson...... Reykjavík Sumarliði Kristjánsson, Swan River Gunnl. Sölvason .........Selkirk Paul Kernested..........Siglunes Hallur Hallsson ...... Silver Bay A. Johnson ............ Sinclair Andrés J. Skagfeld...St. Laurent Snorri Jónsson ........Tantallon J. A. J. Líndal ..._... Victoria Jón Sigurðsson.............Vidir Pétur Bjarnason..........Vestfold Bcn. B. Bjarnason.....' Vancouver Thórarinn Stefánsson, Winnipegosis ólafur Thorleifsson.. Wild Oak Sig. Sigurðsson..Winnipeg Beach Thiðrik Eyvindsson___Westbourne Sig. Sigurðsson__Winnipeg Beach Paul Bjarnason......... Wynyard 1 BANDARIKJUNUM: Jóhann Jóhannsson......... Akra Thorgils Ásmundsson .... Blaine Sigurður Johnson..........Baníry Jóhann Jóhannsson ..... Cavalier S. M. Breiðfjörð........Edinburg S. M. Breiðfjörð ........ Garðar Elís Austmann.......... Grafton Árni Magnússon...........Hallson Jóhann Jóhannsson.........Hensel G. A. Dalmann ......... Ivanhoe Gunnar Kristjánsson.......Milton Col. Paul Johnson.......Mountain G. A. Dalmann ......... Minneota Einar H. Johnson....Spanish Fork Jón Jónsson, bóksali .... Svold Sigurður Johnson......... Upham Mórauða Músin ♦ ♦ Þessi saga er bráöum upp- ♦ ♦ genginn, og ættu þeir sem vilja ♦ ♦ eignast bókina. að senda oss ♦ pöntun sína sem fyrst. Kostar ♦ 50 cent. Send póstfrítt. ^ t FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVERKUR HORFINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. RDn j ‘ÞOn OITOMBTRIST • *-» • * Cll lUil^ AND OPTICIAN Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG *- BORÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. Við höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 Hveitihœndur! Sendið korn yðar i “Car lots”; seljið ekk i i smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér visum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskifti ♦ ♦ ♦ f ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ t ♦ t t t t t A. McKellar The Farmers’ Market 241 Main Street. WINNIPEG Bœndur, takið eftir! Fyrir óákveðin tíma borgum vér eftirfylgjandi prísa:— Hænsni, lifandi, pundið...................................... 16c Ung hænsni lifandi, pundið.....................................20c Svín, frá 80 till50 pund á þyngd, pundið.....................16j/2c Rabbits, (liéra), tylftina..............................30 til 60c Ný egg, dúsínið............................................... 45c Húðir, pundið _________________________________________________19c Mótað smjör, pundið......................................33 til 35c Sendið til McKellar, og nefnið Heimskringlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.