Heimskringla - 29.03.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.03.1917, Blaðsíða 4
4. BLS. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. MARZ 1917 HEIMS K RIN GrLA (Stofnnn 188«) Kemur ðt á hverjum Fimtudegl. Otgefendur og eigendur: THB VIKISíG PRBSS, LTD. Verfl blahsins i Canada og Bandarikjun- am $2.00 um árlb (fyrirfram borgati). Sent tll Isiands $2.00 (fyrirfram borgaO). Allar borganir sendist rábsmannl blab- •ins. Póst eba banka ávisanlr stýlist til The Vlktng Press, Ltd. O. T. Johnson, ritsjóri. 8. D. B. STEPHANSON, ráBsmabur. Skrlfstofa: X29 SHERBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 Talslml Garry 4110 Tákn tímanna. Stjórnarbyltingin, sem nýlega er afstaðin á Rússlandi, hlýtur að hafa haft vekjandi á- hrif á alla hugsandi menn. Þjóðin á Rúss- landi losar sig á fáum dögum undan strang- asta einveldi, sem þjáð hefir hana í margar aldir, og verður frjáls þjóð. Lýðfrelsishug- sjónir koma í stað kúgunar. Harðstjórnin líður undir, lok, en umbótaöflin, sem legið hafa í dái hjá þjóðinni, vakna og taka til starfa. Frá fyrstu tímum hefir keisarastjórnin rússneska verið orðlögð fyrir kúgun og harð- stjórn. Engin stjórn hefir leyft sér annað eins og hún. Fyrir engar sakir hefir hún hnept einstaklinga þjóðarinnar í æfilangt fangelsi, ef þeir voru andvígir stjórninni í skoðunum. Engin er furða, þó Rússland hafi frá fyrstu tíð verið land stjórnleysingja — anarkista og níhilista. ef einstaklingar þeirra eru samhuga og vinna í sameiningu. Og þetta verður ekki eina stjórnarbylt- ingin í löndunum. Næsta stjórnarbyltingin verður ef til vill á Þýzkalandi, enda væri þess ekki vanþörf. Á friðartímum er þó einveldisstjórn Þýzkalands öðru vísi farið en einveldinu var á Rússlandi. Það er ekki þekt fyrir aðra eins harðstjórn og kúgun. Á friðartímum er keisarinn á Þýzkalandi ekki með öllu einn í ráðum. Ekki fyr en á ófriðartímum er hann í orðsins fylsta skiiningi einvaldur. En. þá verður hann líka þjóðarinnar höfuð og hefir allan herinn til að framfylgja boðum sínum. —Var nokkuð að undra, þó núverandi keis- ara Þýzkalands væri umhugað um að til stríðs | kæmi? Ekki þarf að skýra lesendunum frá harðstjórn þeirri og kúgun, sem átt hefir sér stað á Þýzkalandi, síðan stríðið hófst. Þingbundin konungstjórn, eins og t. d. á Englandi, hefir reynslan sýnt affaragóða fyrir land og þjóð. Þjóðin getur verið frjáls og sannar lýðfrelsishugsjónir geta þróast und- ir slíku stjórnarfyrirkomulagi. Og með fengnu frelsi vakna fyrst umbótaöflin hjá þjóðunum. Aukið frelsi er ætíð fyrsta sporið í framfaraáttina. Þjóðin á Rússlandi er nú á góðum vegi. Ef gott samkomulag ríkir hjá henni og kraftar hennar vinna í sameiningu að vel- ferðarmálum öllum, þá verður þjóð sú talin áður langt um líður ein af mestu framfara- þjóðum heims. Á harðstjórnarárum Rúss- lands þróuðust þar bókmentir og listir, en nú mun slíkt eflast um allan belming. Framtíð- m brosir nú björt og fögur við Rússlandi. Keisarastjórnin á Rússlandi var annað meira en keisarinn. f kring um keisarann var margfaldur hringur af aðalsmönnum og titl- uðum æðrilýð. Mestallur auðurinn í landinu var í höndum þessara manna, því frjáls verzl- unarsamkepni hefir ætíð átt við ill kjör að búa á Rússlandi. Og þessir æðrastéttar auð- mæringar voru mennirnir, sem keisarinn til- nefndi í stjórn með sér. Þetta var heildin, sem ásamt keisaranum réði lögum og lofum í landmu. Fultrúaþingið, sem stofnsett var 1905, reyndist að eins til málamyndar. Tilraunir þessara þjóðarfulltrúa í umbótaáttina voru flestar bældar niður. Ef í harðbakka sló milli þeirra og keisarastjórnarinnar, þá var vanaiega úrræði hennar, að uppleysa þingið. Þó hefir þetta átt stóran þátt í að vekja þjóðina. Þjóðin kaus sjálf þess fulltrúa á þing og stór hluti hennar hefir hlotið að fylgj- ast með baráttu þeirra. Barátta þessi var heldur ekki alveg þýðingarlaus, því í sumum málum fékk þingið töluverðu góðu til leiðar komið, þótt það “takmarkaði’ ekki nema að nafninu til veldi keisarastjórnarinar. Er stríðið skall á, tók keisarastjórnin að sjálfsögðu vöidin í sínar hendur. Lengi vel virtist umheiminum henni farast stríðsstjórn ö!l ákjósanlega vel úr hendi. Með því að skrifa nafn sitt undir skjal eitt, fyrirfór keis- arinn Bakkusi í öllu landinu og vínbann komst á á Rússlandi Hér framkvæmdi rússneska einveldið það þrekvirki, sem seint mun gleym- ast, — kom því til leiðar á einum degi, sem tekur marga áratugi að framkvæma í lýð- veldislöndunum. En umheimurinn vissi lengi vel ekki um ástandið á Rússlandi, eins og það í raun og veru var. Vissi ekki um, hve öflug áhrif Þjóðverja voru á meðal æðri stétta landsins. Stöku fréttir tóku samt að berast í önnur lönd þegar frá leið, sem vöktu grun manna. En það var ekki fyr en við fréttirnar í vetur um morð Rasputins munks, að grunur annara þjóða um áhrif Þjóðverja á Rússlandi varð á nokkrum verulegum rökum bygður. Enginn maður á Rússlandi hafði meiri áhrif á meðal höfðingjalýðs og aðalsmanna, en Rasputin munkur. Áhrif hans náðu alla leið til keisarans sjálfs. Þjóðverjar voru ekki lengi að festa augun á manni þessum og sjá hvílíkur dýrgripur hann gæti orðið fyrir þá, ef þeir gætu náð honum á sitt band. Með einhverju móti hepnaðist þeim þetta. Eftir þetta urðu þó ekki áhrif Rasputms munks langvinn. Áreiðanlega stóðu einhverjir frjálshugsandi menn á Rússlandi á bak við morð hans. Var þetta viðvörun þeirra í garð stjórnarinnar. En stjórnin tók viðvörun þessa ekki hót til greina, og alt fór versnandi. Stríðstjórn öll var farin að ganga í handaskolum í seinm tíð og matarskorturinn í landinu var alt af að aukast. Þó stafaði ægilegasta hættan af áhrifum Þjóðverja á stjórnarráðherrana ýmsu og æðri lýðinn. Þjóðin tók því ráðin í sínar hendur og bylti keisarastjórninni úr valdasessi. Þjóð- inni varð þetta mögulegt, af því sama frelsis- þráin brann í huga og hjarta allra—her- mannanna, þingmannanna, og alþýðunnar. Sýnir þetta, hve miklu þjóðirnar geta áorkað, SYAR Dr. Guðmundar Finnbogasonar. Dr. Guðmundur Finnbogason á þökk allra Islendinga skilið, sem hérna megin hafsins búa, fyrir ritgerðina “Vestur-Islendingar” í síðasta Skírni. Eftir allan vaðalinn hér vestra um hinn nafntogaða fyrirlestur séra Magn- úsar Jónssonar, er hressandi að lesa þetta drengilega svar Dr. Guðmundar. Flest af því, sem birzt hefir á prenti hér vestra um fyrirlestur þenna, hefir verið mjög bágborið. Stöku menn hafa þó þorað að koma fram í dagsljósið með skýrt og skorin- ort álit á fyrirlestrinum. Flestir hafa þó ver- ið eitthvað hikandi, eins og þeim fyndist þeir ekki vera á traustum ís. Þeir hafa sleg- ið úr og í, hælt fyrirlestrinum í öðru orðinu en átalið hann í hinu. Þeir hafa snoppung- að éra Magnús ögn á vinstri kinn—og svo hlaupið upp um hálsinn á honum strax á eftir og kyst hann á þá hægri! Að líkindum hef- ír þeim fundist þessi vígði prestur svo stór og mikill fyrir handan hafið, ættjarðarást hans v'era svo hrein og göfug, að þetta meira en réttlæta kulda hans og hlutdrægni í garð Vestur-Islendinga. Einn þessara manna var svo tungu-lang- ur, að líkja fyrirlestri þessum við “Lífið í Reykjavík” eftir Gest Pálsson. Hér er þó ó- Iíku saman að jafna. Gestur flutti fyrirlest- ur sinn með fullri einurð fyrir framan Reyk- víkinga sjálfa. Séra Magnús nýtur hér allr- ar gestrisni, honum er hossað á allar lundir af Vestur-íslendingum,—svo, þegar hann er kominn í annað land, þegar heilt haf er á milli hans og þeirra, eys hann sér yfir þá í þessum fyrirlestn. Nú kemur Austur-lslendingur fram á sjónarsviðið, Dr. Guðmilhdur Finnbogason, og svarar þessum austri prestsins. Hér er tekið í alt annan streng, en Vestur-ísiending- arnir svonefndu hafa gert; hér er ekki sleg- ið úr og í og höfundur fyrirlestursins ýmist barinn eða kystur,—hér er hann tekinn ræki- lega í hnakkann. Ekki þó með stóryrðum, heldur með rökfærslum og viti. Enda hafa stóryrðin vanalega minst að segja. Hér er líka sá maður, sem talar.af kunn- ugleika og þekkingu. Á meðan hann dvaldi hér vestra, ferðaðist hann í flesta þá staði, þar sem Islendingar búa. Og Vestur-íslend- ingum ætti að vera það gleðiefni, að hann ber þaðan hlýjar endurminingar. Ekki þarf langt að lesa í þessu svari Dr. Guðmundar Finnbogasonar, til þess að finna bróðurhug þann, sem hann ber í garð Vestur-íslend- inga, og til þess að verða var við, að hér er austur-íslenzkt drenglyndi að tala. Og gullvægar bendingar eru hér gefnar, með því markmiði, að stofna til bróðurþels og vináttu á milli þessara tveggja þjóðarbrota, Austur- og Vestur-Islendinga. Ef íslend- ingar beggja megin hafsins færa sér bend- mgar þessar í nyt, geta þær verið jafn- blessunarríkar á báðar hliðar. Sé það t.d. hagnaður fyrir Austur-Islendinga, að Vest- ur-lslendingar kaupa bækur, tímarit og blöð þeirra, þá er það engu síður hagnaður fyrir Vestur-Islendinga, að bækur, blöð og alt, sem gefið er út hér vestra, er keypt á Islandi. Ef séra Magnús Jónsson hefði flutt þennan fyrirlestur sinn hér vestra, þá hefði hann að minsta kosti komið fram sem hreinlyndur drengur. Þá hefði mátt skoða orð hans sem töluð af sannfæringarkrafti. En þessu var ekki að fagna af hans hálfu. Hann “safnaði engri sannfæringu”, fyr en til íslands var komið! Sá, sem elskar brcður sinn, talar ekki um galla hans við aðra,—hann gerir það við hann sjálfan. Vinur er líka sá, sem til vamms segir. En ekki lýsir það vináttu, þegar einhver segir öðrum frá vömmum meðbróður síns, en þorir ekki að segja eitt orð þeim viðvíkjandi við hann sjálfan. Líka er hætt við, þegar rokið er með slíkt til annara, að alt sé orðum aukið og meira og minna ósannindi Enda á þetta sér fyllilega stað í fyrirlestri sérá Magnúsar. Frá hvaða hlið, sem fyrirlestur þessi er skoðaður, er hann sterkt óvináttumerki garð vor Vestur-íslendinga. Alt stjórnarfar á að vera ihér spilt, —en út yfir á )>ó að keyra livað nú- verandi forsætisráðiherra í Canada sé vitgrannur! Þannig á stjórn Sir höfundarins hálfu og hve góð og; gild rök hann styður með mál sitt. Því er líka framkoma hennar fagn- aðarefni ekki sízt öiium oss, sem að Flokksblölin. Enginn hugsandi maður mun halda því fram, að flokksblöð hætti að vera til. Til- vera þeirra er of nauðsynleg til þess. Stjórnmál, eins og önnur mál, eiga margar hliðar sem allar verða að takast rækilega til íhugunar. En þó enginn fari fram á það, að flokksblöðin hverfi úr sögunni, munu margir krefjast þess, að þau taki breyting um og geri tilraun til að fylgjast með mann kyninu á framfaraskeiði þess. Krefjast þess, að þau ræði flokksmál sín með gætni og skynsemi; hætti að hlaupa eftir lygasögum og flugufréttum og reyna þannig að sverta flokkinn, sem andstæður þeim er, í augum lesenda sinna. Vér lifum nú á alvarlegum tímum. Stórkostlegasta styrjöld, sem heimurinn hefir séð, stendur nú yfir. Á yfirstandandi tímum ríkir enn þá kolsvart myrkur ægileg- asta stríðs yfir jörðinni, stríðs tveggja and- stæðra afla—hervalds og Iýðfrelsis. Ein- veldi hervaldsins verður að brjóta á bak aft- ur með herafla og hreysti, þetta er óum- flýjanlegt, — en lýðfrelsisandinn er þó á vora hlið. Stjórnarbyltingin á Rússlandi sannar þetta bezt af öllu. Að stríði þessu loknu verða án vafa þær stórkostlegustu breytingar í heiminum, sem mannkynið hefir nokkurn tíma þekt. Eng- inn maður, sem nokkuð hugsar, getur lifað á þessum þýðmgarmiklu tímum, án þess að sjóndeildarhringur hans víkki að mun og andi hans þroskist meira og minna. Til eru þó flokks-blöð hér í landi, sem enga eftirtekt virðast veita yfirstandandi tímum. Þau fylgjast ekki hót með þrosk- un fólksins, og er því engin furða, þó að margir séu orðnir dauðleiðir á þeim — og það flokskmenn þeirra. Þau eru enn þá að hjakka í sama farinu og fyrir mörgum tug- um ára síðan. Eru enn þá að reyna að æsa lesendur sína til flokksfylgis með einhliða pólitisku gargi, án þess að gera nokkra til- raun til að rökfæra mál sitt og ræða það skynsamlega. Blöð þessi hafa þann sið enn þá, að hlaupa á eftir ýmsum flugufréttum, sem enginn fótur er fyrir, með því augna- miði, að sverta andstæðingaflokkinn í aug- um almennings. I Lögbergi, sem út kom 8. þ.m., birtist frétt á fyrstu síðu, sem tekin er upp úr enska blaðinu “Nation”, sem gefið er út í Lund- únaborg á Englandi. Segir Lögberg eitt hvað í þá átt, að blað þetta sé mesta merk- isblað og vinsælt. Annað blað hér í bæn- um, málgagn Iiberala hér um slóðir, flutti þessa sömu frétt, en fékk þó ekki varist þess um leið, að segja blaðið “Nation” á Englandi frekar lítilvægt blað. Á þessu má sjá, að liberal blöðunum kemur ekki æfin- lega saman. Frétt þessi fjallar aðallega um Sir Ro- bert Borden, forsætisráðherra Canada, sem nú er á Englandi. Hún á að flytja dóm helztu stjórnmálamanna á Englandi á þess- um forsætisráðherra Canada, sem mætir nú á fyrstu alríkis ráðstefnunni, sem haldin er í brezka veldinu. Mætir þar sem fulltrúi Canadaþjóðarinnar, hefir málfrelsi og at- kvæðisrétt í öllum helztu málum alríkisins brezka. Ráðstefna með slíku fyrirkomulagi er ný í sögu Bretlands og afar þýðingarmikil fyrir framtíð Canada. En eftir frétt þessari að dæma, á dómur brezku stjórnmálamannanna um Sir Robert Borden að vera sá, að hann sé “vitgrann- astur allra ráðherra”! Ef til vill sé hann góðum hæfileikum gæddur, en þeir hæfi- Ieikar njóti sín ekki,' af því hann sé svo vit- grannur! Laurierstjórnin hafi að vísu ver- ið spilt, en stjórn Sir Roberts Borden sé þó spiltari, enda verði henni bráðlega vikið úr valdasessi! Þetta er kjarninn úr frétt þess- ar*- Þetta á að vera áht brezku stjórn-j málamannanna á Sir Robert Borden og stjórnarfarinu í Canada. itjórnmálainönnunuTn brezku fyrir að haifa staðið fyrir því að Canada þjóðin legði fram háifa miljón her- manna til að berja.st með brezku hersveitunum á Fiakklandi og víð- ar. Þetta á að vera þakklæti þeirra og viðurkenning. En slíkar fréttir, þó þær birtist á fremstu síðu í Lögbergi, villa ekki sýn nokkum skynberandi mönnum nú á dögum. Allir þeir, sem nokk uð fyigja-st með, vita um viðtökur þær, sem Sir Robert Borden fékk á Englandi í þessarj ferð sinni. Hann hefir verið kosinn í árfðandi nefnd- ir stjórnarinnar. Brezkir stjórn málamenn hafa auðsýnt honum alla þá virðingu, sem merkum stjórn- málamanni sæmir. Hvað það snertir, að hann sé af brezkum stjórnmálamönunm álit- inn “vitgrannur”, þá er slíkt ekki svaravert. Ailir, sem til Sir Boberts Borden þekkja,- vita, að hann er viðurkendur að vera einn af mælsk- ustu og vitrustu stjórnmálamönn um hér í landi. Ritstjórar, sem taka fréttir eins og ofangreinda frétt, kasta ekki skugga á neinn nema sjálfa sig. Roberts Borden að vera þakkað af einhverju leyti erum við mál það riðnir, sem hún fjailar um; en hún er það líka eða ætti að vera öllum þeim, sem langar til að geta áttað sig á þessum ágreiningsmálum, er standa í svo nánu sambandi við þau hugðarefni, sem fjölda manna eru hjartfóignust allra, trúmálin. Sérstaklega á bók þess brýnt erindi til presta og kennara, sem sam- kvæmt stöðu sinni eiga að leiðbeina öðrum til rétts skilnings á þessum efnum, en hafa í þessu tilliti átt svo erfitt aðstöðu, að vantað hefir handhæg hjálparmeðul á vora tungu. Þess vegna bætir bók þessi úr verulegri þörf, og enginn, sem bókina les, er iengi að ganga úr skugga um, að þar hefir hann feng- ið góðan leiðbeinanda og lærðan,. sem höfundurinn er. Því að alstað- ar skín fram yfirburða þekking höf- undarins á þeirn efnum, sem hann er að rita um, og rétt óvenjumikill kunnugleiki hans á öllu því merk- asta af vísindalegum guðfræðirit- um, sem út hafa komið með stór- þjóðunum, iþeim er fyigja trú mót- mæienda, á síðari árum. Það sýna bezt hinar mörgu og nákvæmu til- vitnanir í merk guðfræðileg vís- indarit neðanmáls, svo að segja á hverri blaðsíðu bókarinnar. Bókin sjálf er í tólf köflum og er hver kafli um leið ritgerð út af fyrir sig, þótt náið samband sé á milli þeirra hins vegar. Og í hverri rit- gerð er jafnframt haft—venjulega að niðurlagi—eitthvert tillit til þeirra skoðana, stundum alifáránlegra, sem komu fram af hendi afturhalds- guðfræðinnar í deilumálunum með- al landa vorra vestra. Fyrirsagnir þessara tóif ritgerða segja til um aðalefni bókarinnar. En iþær eru þessar: I. Gömul guð- fræði. II. Nútíma-guðfræði. III. Biblíurannsóknir að forun og nýju, IV. Skoðanir Lúters um biblíuna. V. Trúarskoðanir þjóðar vorrar. VI. Sýnódu-guðfræðin og kirkjufélagið, VII. Deilan um biblíuna. VIII. Kenningin um innblástur biblíunn- ar. IX. Trúarvitundin. X. Trúar- játningarnar og kenningarfrelsi. XI, Trúvillukæran. XII. Ávinningur- inn. Aftan við þessar ritgerðir eru á rúmum 80 blaðsíðum þéttprentuð- um og með smáletri “Fylgiskjöl”' snerfcandi vestur-íslenzku deilumál- in. Mest þeirra skjala er “Fram- burður prestanna fyrir rétti.” Því miður leyfr ekki rúmið, sem mér er afskamtað hér, að farið sé- ítarlega út í efni hvers einstaks kafla bókarinnar, svo feginn sem eg hefði viljað. Þó eru þar tvær rit- gerðir. sem eg einkanlega vildi vekja athygii á fyrir þá sök, að um þau efni, sem þar ræðir, hefir mér vitan- lega ekki verið skrifað neitt á ís- ienzku fyrri. Annað er ritgerðin “Skoðanir Lúters um biblíuna”. H.ítt “Trúar- skoðanir þjóðar vorrar.” í fyrri ritgerðinni er gerð ítarleg grein fyrir allri afstöðu hins mikia siðbótarhöfundar til heilagrar ritn- ingar. Sú ritgerð er ekki sízt tfma- bær nú, er fjögra aida minning lút- ersku siðbótarinnar stendur fyrir dyrum, og þess andans mikilmenn- is er að minnast,er valdið hefir einni af mestu og mikilsverðustu bylting- um í sögunni og var í flestum grein- um svo iangt á undan sínum tíma. En því næst er hún einkar tímabær fyrir þá sök, hversu afturhalds-guð- fræðin hefir tekið sér einmitt Lúter. til inntekta i deilunni gegn fram- “ Trú og þekking/’ Friðrik J. Bergmann: Trú og þekking. Gömul og ný guðfræði. Deilan um biblíuna og málaferlin, sem út af henni risu með Vestur-ís- iendingmn. Reykjavík 1916. 355 bls. Verð 3.00. Eins og titill bókar þessarar ber með sér, þá er hún til orðin út af hinum kirkjulegu deilum, sem stað- ið liafa með löndum vorum vestan hafs á síðari árum. Hún er eins konar málskjal til sóknar og varnar í því máli, en að því leyti frábrugð- in venjulegum málskjölum, að luin er lögð fram eftir að dómstólarnir hafa fjailað um málið. En hún er meira en málskjal í þessu vestur- íslenzka deilumáii. Hún er jafn- framt og aðallega málskjal til sókn- ar og varnar í niálinu: gamla guð- fræðin gegn nýju guðfræðinni, eða afturhaldsguðfræðin gegn fram- sóknar-guðfræðinni — þessu mikla deilumáli, sem staðið hefir yfir í heimi mótmælendakirknanna allan síðasta mannsaldur og stendur yfir enn. Að þessu leyti fyrst og fremst á bók þessi einnig erindi til vor hérna megin hafsins og )>að brýnt erndi, svo erfitt sem mörgum veitir að átta sig á þessum miklu deilu- málum og taka afstöðu til þeirra. Það meginatriði málsins, sein bók þessi fjallar um svo að segja frá upphafi tii enda, er þetta: Getu framsóknar-guðfræðin nýja sam- rfmst kristinni trú, svo að hún eigi með réttu heimilisfang innan kirkju Jesú Krists yfirleitt og innan evan- gelisk-lúterskrar kirkju sérstaklega. Markmið bókarinnar j>r að leiða rök að því, að svo sé. Framsóknar-guð- fræðin geti í alla staði samrímst kristnu trúnni og sé að réttu lagi guðfræði hinnar elztu kristnu trú- ar. Ilún eigi því engu síður heimil- isfang innan kirkjunnar en aftur- iralds- eða gamla guðfræðin, sem þar vilji annars ráða lögum og lof- um. Og um fram alt eigi hún heim- ilisfang innan þeirrar kirkjudeild- ar, er kennir sig við Lúter, þar sem hún sé allri guðfræði fremur í anda hins mikla siðbótarhöfundar. Nauinast mun nokkur maður geta lesið bók þessa svo, að það dyljist honum, hve til hennar er vandað af (Framh. á 5. bls.) Sendið Heimskringlu til hermanna á Englandi og Fraklandi K0STAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MANUÐI eða $1.50 I 12 MANUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. THE VIKING PRESS, LIMITED. P.0. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.