Heimskringla - 29.03.1917, Blaðsíða 8

Heimskringla - 29.03.1917, Blaðsíða 8
BLS. 8. heimskringla WINNIPEG, 29. MARZ 1917 Ren. Rafnkelsson CLVRKLEIGH, MAN., kaupir allar tegundir af gripum eftir vigt. Verð frá $2.75—$7.00 hundrað p.utidin. — Einnig kaupír hann allar teg- undir grávöru fyrir hæsta verð. • Fréttir úr bænum. I dánarfregn Magnúsar Bjarna- son, seni birtist í síðasta blaði, féll úr aðal fyrksögninni “Frá Chicago”. Þetta er lesandinn beðinn að at- huga. Ensku blöðin segja íslending fall- inn á vfgvellinum, Magnús Péturs- son. Hann mun hafa gengið í lier- inn í Winnipeg.—Verður skýrt ná- kvæmara frá honum síðar. Vanalegur mánaðarfundur .Tóns Sigurðssonar félagsin.s verður hald- inn í samkomusal John M. King skólans á briðjudagskveldið 3. apríl 1917 á mínútunni kl. 8. Meðlimir eru beðnir að mæta. Allir gestir velkomnir. Söngsamkoman, sem haldin var f Tjaidbúðarkirkju á mánudags- kveldið að tilhlutan djáknanna, mátti heita vel sótt, eftir ástæðuin. Böngfólkið skenvti vel og djáknarn- ir eru því mjög þakklátir. Jón Brandsson, faðir dr. B. J. Brandsonar læknis, 'hefir að sögn einnig selt jörð sína Kristjáni Sam- úelssyni fyrir 50 dollara ekruna. Sjálfur er Kristján hættur að búa og -hefir reist sér snoturt hús á Gardar. Stúkan Hekla er að undirbúa á- gæta skemtun og dans, sem haldin verður 18. apríl. Nánara auglýst síðar. Sumargjöf. fslenzkasta sumargjöfin, sem þér getið gefið vinum yðar í sumargjöf. cr myndin af hinum lieimsfræga landkönnunarmanni og mannfræð- ingi, Vilhjálmi norðurfara Stefáns- syni, sein greyptur er í umgjörð fjölda fslenzkra smámynda. Myndaspjaldið kostar tvo dali flutningsfrítt. Pantanir afgreiðir tafarlaust , Þorsteinn Þ. Þorsteinsosn, 732 McGee St. Winnipeg. Jóns Sigurðsonar féiagið I.O.DE. ætlar að Iiafa samkomu föstudags- kveldið 18. apríl í Kensington Hall, Portagc ave. Ágóðinn af samkom- unni fer til þess að senda bögla til íslenzku hermannanna fyrir austan. Samkoman verður auglýst nánara síðar. Kapp-glíma. Auka kapp-glíma verður liáð um íslendinigadags glímubeltið í Win- nipeg 16. apríl 1917. Allir íslenzkir glímumenn liafa rétt til hluttöku í samkepninni, en þó því að eins, að þeir hafi tilkynt hluttöku sína hr. B. Ólafssyni, 634 Toronto St., WTin- nipeg, fyrir 10. apríl,—Nánara aug- lýst síðar. Frú Kirstín Ólafsson, f. Hermann, kona Jöns ólafssonar sýslunefndar- manns og bónda að Gardar, er ný- lega komin hingað til bæjarins til lækninga hjá dr. B. J. Brandson. Haraldur Sigurðsson Holm, frá Víði í Nýja ÍSlandi, dvelur hér í bænum um hríð, til að leita sér lækninga. Hann er bróðir þeirra Bárðar Sigurðasonar og Jóhannesar Strang hér í bænum og gistir Bárð mieðan hann stendur við hér. Har- aldur lætur vel af líðan manna í Nýja íslandi og á hið afar háa fiski- verð eigi lítinn þátt í því. Minna vill Heimskringla aftur les- endur sína hér f bænum á verzlun þeirra Bárðar Sigurðssonar og Pét- urs Thomsons á austur horni Victor og Sargent stræta. Báðiisjnennirn- ir eru að góðu kunnir og hafa lengi notið almenns trauists við alt, sem þeir hafa verið við riðnir. Hjá Bárði fæst kjötið og alt, sem þar til heyrir. En hjá Pétri allskonar vist- ir, og er vonandi að ekki verði farið fram hjá. Árni Egilsson, frá Le Pas, er á ferð hér í bænum. Hann er búinn að lifa þar norður frá um 4 ár. — Bær- inn er í töluverðum uppgangi. Fá- ir íslendingar eru þar, að eins þrjár fjölskyldur. íslenzkur læknir er þar, Dr. Jón Stephanson. A. Snæ- dal er bankastjóri þar á Union- bankanuin. Dominion Produee Co. hefir sett á stofn smjörgerðarhús (ereamery) í Ashern. Ráðsmaður þess félags er ÍSlendingur, hra. Ragnar Smith, sem áður bjó í Brandon, en fluttist síðar hér f bæinn. Hann vonast eftir viðskiftum íslendinga þar norður frá, og mun hann leitast við af fremsta megni að gjöra þá á- nægða. Kristján, sonur Teits Sigurðsson- ar, kom til borgarinnar núna f vik- unni frá Englandi. Hann særðist á Frakklandi síðastliðið vor og var þá sendur til Englands á hospftal þar. Var hann á hospítali þessu f langan tíma. Eftir þetta fékk hann heimfararleyfi í tvo mánuði, en verður að vera koininn aftur til Englands 28. maf næstkomandi. Kristján er nú algróinn .sáia sinna og lítur vel út, þrátt fyrir allar sín- ar svaðilfarir. Frú Emilia Bergman, kona Hjálm- ars Bergman löginanns, fór suður til Gardar fyrir síðastliðna helgi. Yngsta barn þeirra lijóna, Eric, hef- ir verið hjá foreldrum hennar síðan síðastliðið sumar. Fór hún suður að sækja drenginn og kom aftur á miðvikudagskveld. Var móðir henn- ar, frú Guðbjörg Jónsson, með henni, og verður hér um tíma. Jón Hjörtsson, b/mdi að Gardar, kom hingað til bæjarins 1). 20. þ.m. Það er einn hinna ungu og efnilegu bænda á Gardar, er keypt hafa óðul frumbyggjanna og sezt að alrækt- uðtim ekrum í þeirri blómasveit. Býr hann á jörð þeirri, er fyrstur átti Sigurjón Sveinsson, sotn nit á heima í Wynyard, og seldi írskuin bónda frá Ontario. Síðan keypti hana Kristján Samúelsson, sem bú- ið hefir allan búskap -sinn að Gard- ar og verið að mörgu leyti prýði og fyrirmynd í hópi vestur-íslenzkra bænda. Hann-seldi Jóni Hjörtssyni jörðina nýlega, sem er prýðilega í sveit komið og ágætlega hýst, og nú býr Jón þar blóinabúi. Hann er kvæntur Þorgerði dóttur ólafs ól- afssonar, bónda að Eyford. Iiann fer heimleiðis eftir fáa daga. Fyrir nokkuru fluttust þau Helgi Jónsson klæðvskeri, bróðir Goð- mundar Kamibanis skálds, og kona hans, norður til W'innipegosis hér í fylkinu og hafa verið l>ar f vetur. Jóhanna, kona Helga, kennir að leika á píanó og lék um nokkurn tíma á organ Tjaldbúðarkirkju. Kom hún nýlega að norðan og lét vel yfir öllu. Helgi -er í þann veginn að byrja þar aftur klæð-skera-iðn sína og hún bjóst við að ken-na píanósslátt. Guðmundur ólafsson og kona -hans, foreldrar Jóhönnu, -sem lengi liafa átt heima hér í WTin- nipegogeru mörgum að góðu kunn, fóru með dóttur -sinni norður til Winnipegosis og búa-st við_að verða þar, fyrst um sinn að minsta kosti. Er alls þessa fólk-s mikið saknað af vinum þess öllum hér. Nýlega hefir Einar Mýrd-al, einn af frumbyggjunum að Gardar, selt jörð sína Jóni Jónissyni, syni Jóns Johnson, fyrrum þingrn. að Gard- ar, fyrir 8,500 doll-ara. Eitthvað af akuryrkju'áhöldum er með í kaup- unum. Synir Einars, Sveinn og Valdimar, fluttu-st fyrir nokkuru vestur til Montana og ha-fa -fastnað sér heimil-sréttarlönd þar. Móðir þeirra Anna Sveinsdóttir, systir Árna Sveinssonar f Argyle og hin m-esta ágæti-skona, er þar vestur frá hjá sonum sfnum, en Einar Mýrdal er nú sern stendur á Gardar. Jón Jón-sson, yngri, sem keypt heflr jörð Einars, er tengda-sonur Magnúsar Magnússonar, bónda að Gardar. TILKYNNING. Eg hefi nú tekið að mér nýtt starf, sem gerir það nauðsynlegt, að eg hætti við það sem verið h-efir mín aðal atvinna s.l. 22 ár: íslenzk bóka- verzlun. Við því umboði, sem eg hefi haft frá Bóksalafélagi íslands og öðrum bóka- blaða og tímarita útgefendum, tekur lierra Finnur Jónsson, 668 McDermot ave, Winni- peg, og geta allir viðskiftavinir mín- ir, bæði bókafélög og einstaklingar, snúið sér til h-ans viðvíkjandi öllu, sem snertir bókaverzlunina. — Hr. Finnur Jónsson er lipurmenni og bezti drengur, sem eg er hæst á- nægður með að afhonda bókaverzl- anina. Og vil eg gof-a honum mfn beztu meðmæli við alla mfna við- skiftavini nær og fjær. Svo vil eg þakka einum og öllum, einstaklingum og bókafélögum, og þá ekki sízt útsölumönnum, fyrir margra ára viðskifti og samvinnu og vonast til þeir -sýni hra. F. John- son sömu velvild og greiðvikni í framtíðinni, sem þeir hafa auðsýnt mér á liðnum árum. H. S. Bardal. TILKYNNING. Þ-að tilkynnist hér með öllum Vestur-íslendingum, að og hefi, sam- kvæmt samningi við Bóksalafélagið á íslandi, tekið að mér einka útsölu á bókum þess í Vesturheimi. Með- limir þessa félags gefa út, eða haía aðal útsölu á hér um bil öllum bók- um, sem gefnar eru út á íslandi. Félagið sendir engum bækur til sölu í Aineríku, nem-a mér einuin. Eg er nú að taka við bókum þeim, sem eru hjá Mr. H. S. Bardal og ÚÞ sölumönnum hans. Vegna þess hve samgöngur eru nú afar erfiðar, get eg ekki með vissu sagt, hvenær nýj- ar bækur koma frá íslandi. En þær koma áreiðanlega ei-ns fljótt og unt er að koma þeim hingað vestur. E-g mun gjöra inér alt far um, að Vestur-íslendingar eigi jafn-an sem greiðastan aðgang að íslenzkum bókum, blöðum og tímaritum, og verðið verður eins lágt og mögulegt er. Skrifstofa mín verður fyrst um sinn að 668 MeDermot Ave., WTinni- peg, Man. Finnur Johnson. Biblíufélagið. Man. og Sask. biblíufélagið hefir að undan-förnu verið að íhuga nán- ari starfsemi meðal Skandinava.— Ritari þefjs hefir ferðast víða til að kynna sér má-lin nán-ar og á síðasta stjórnarnofndarfundi gaf hann skýrslu yfir árangurinn af þessari starfsemi félagsins. Félagið hefir nú ráðið hr. O. H-ans- m-ann-Walhy, ph. B., frá Chicago h-áiskól-anum, í þjónustu -sína. Á liann að lia-fa skan-dinavisk-a starf- ann með -höndum og einnig þann þýzk-a. Vandkvæði -liafa verið -allmikil á kristilogum ritum meðal íslendinga, Dana, Norðmanna og Svía hér í landi, en nú á að ráða bót á því eft- ir beztu möguleikum, og verður hr. Hansmann-Walby ljúft að svara öll- um þeim spurningum og upplýsing- um sem fyrir-hann Yerða lagðar. Svo sem kunugt er þá er Man. og Sask. biblíufél. ein deild Brezka og erlenda ibiblíufélagsins. — Allar kirkjudeildir eiga þar heima, og hafa sína menn í -stjórnarnefndinni. M-arkmið þessa mikl-a félags er, eins og menn vita, að hver maður ög kona geti lesið biblíuna á sínu eigin móðurmáli. ÍSLANDS FRÉTTIR Vélabátur hrekst. 1 síðastl. viku 1-enti vélabáturinn “Snæbjörn” héð- an úr bænum, sem haldið er úti frá Sandgerði, í sjóhrakningum og var bjargað af enskum botnvörpungi langt undan Snæfellsjökli. Hafði vélin bilað og einnig komið leki að bátnum, segir Höf-uðst. Landar erlendis. Leikrit Guðm. Kainbans, “Konungsglíman,” hefur nýlega verið leikið í Kristaníu. Fyrsta leikkvöldið var húsfyllir og leiknum tekið afbragsvel. Harald- ur Hainar, sonum Steingríms Thor- steinssonar skálds, hefur nýlega sainið leikrit á ensku, sem nú er ver- ið að snúa á frönsku. Hann hefur dvalið í Lundúnum nú alllengi. — Haraldur Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi hefur fengið mikið lof í dönsk- um blöðum fyrir hljómleik, sem hann hélt nýlega í Khöfn. — Páll ísóífsson gegnir nú organistastörf- um við Sct. Th-oinaskirkjuna í Leip- zig í foi'föllum kennana síns Straube prófessórs. Tíðin. Stöðug hláka hefur verið hér síðastliðna viku. Er nú sögð alauðjörð austan fjalls og bætir það ekki lítið úr heyleysisvandræðun- um, sem þar voru fyrir dyrum víða. Til Norðurlands hefur blákan ekki n-áð verulega, en þar hefur þó verið gott veður og frostlaust. ------o------- Peningagjafir til 223. herdeild- arinnar. Frá Winnipegosis:— Leo Hjálinarsson ............ 2.00 Mr. og Mns. Eir. Thorstein-ss. 5.00 Miss Margrét Goodman......... 5.00 Mrs. August John-son......... 5.00 Mr. August Johnson........ .... 5.00 W. John-son.................. 3.00 G. H. Schaldemose............. 2.00 Leo Hjálmarsosn .............. 2.00 Carl Sveinsson ............... 2.00 Olafur Johnson............... 2.00 Mi'ss Emilia Goodman ........ 2.00 Han-nes Kristjánsson......... 1.00 Mns. F. Hjálmarsosn........... 1.00 Mrs. J. Brynjóifsson ........ 1.00 Mns. L. Eiríksson ........... 1.00 Mns. Thorarinn John-son ..... 1.00 Elis Magnússon................ 1.00 Mns. Búi Johnson.............. 1.00 Mrs. Jonas Schaldemose...... 1.00 Jonas Schaldeinose............ 1.00 Mrs. S. Magnússon.....,....... 1.00 Sigurður Magnússon............ 1.00 Otto Kristjánsson............. 1.00 Oscar Friðrik-sson ........... 1.00 Stephen John-son.............. 1.00 Mr. og Mrs. G. Friðriksson.... 1.00 Mr. og Mrs. J, Einarsson ..... 1.00 G. Egilsson .................. 1.00 Miss F. Kristjánsson.......... 1.00 Mrs. G. E-gilsson...",.........50 Dori Stephanson................10 14. Finn-son...................50 Magnus Johnson ................50 Ármann BJörnsson ..............50 T. G. Sveinsson................50 -A---- $59.00 Bújarðir til sölu Vér ætlum að selja eftirfylgjandi lönd í yðar nágrenni með sérstaklega góðum söluskilmálum og búumst við að bændur muni nota það tækifæri til að fá lönd fyrir syni sína;—engin niðurborgun, aðeins skattar, 1917; afgangurinn borgist með parti af uppskeru eða hvaða skilmálétm sem þér helzt viljið: N. E. 32—22—31 N. E. 28-22-32 S. E. 34—22—32 S. W. 36—22—32 N. W. 7-23-31 S. E. 2-23-32 N. E. 4—23—32 S. W. 4—23—32 öll fyrir vestan fyrsta Meridian.Frekari upplýsing. BREIDFJORD, P. O. Box 126 Churchbridge, Sask. Jur G. S. FIRST NATIONALINVESTMENT CO., na. P. O. BOX 597 WINNIPEG Góður eldiviður Fljót afhending. Réttir prísar. Bestu eldiviðarkaup í baenum og smáum sem stórum pöntunum fljótt sint. : : Reynið oss á einu eða fleiri “Cords” ----SHERBROOKE & NOTRE DAME FUEL Geo. Parker, Ráðsmaður. Phone Garry 3/75 Reyndur og áreiðanlegur skraddari fyrir unga og gamla lslendinga. H. GUNN & CO. NÝTÍSKU SKRADDARAR Öll nýjustu snið og nýjustu fataefni ávalt á reiðum höndum. 370 PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN. Fluttur frá Logan Ave. Phone: Main 7404 Hjá Guðmundi Johnson 696 Sargent Avenue. fást eftirfylgjandi kjörkaup: Ágæt Sparipils..$2.75 til $4.00 Kjólar fyrir litlar stúlkur 50c og upp Karlmanna Rubber Stígvél.$3.75 Drengja Rubber Stígvél.$2.75 Skófatn-aður af öllum tegundum eins biilegur og nokkursstaðar ann- arstaðar. Karlmanna og Drengja föt seld billegar enn í öðrum búðum. Munið eftir staðnum. 696 Sargent Ave. IDEAL Plumb- ing Co. Cor. Maryland og Notre Dame. Allar viðgerðir fljótt og vel af hendi leystar.. Gas, vatns og gufuleiðsla sett f hús og allar viðgerðir þar að lút- andi vel gerðar. Reynið oss, þegar þér þarfnist viðgerðar i þessum greinum. Idea/ P/umbing Company J. G. Hinriksosn. G. K. Stephanson. Hús Phone G. 2876. G. 3493. NÝ UNDRAYERÐ UPPGOTVUN Eftir tíu ára tilraunir og þungt erfiði hefir Próf D. Motturas upp- götvað rneðal, sem er saman bland- að sem áburður, og er ábyrgst að lækma hvaða tilfelli -sem er af hinum hræðilega sjúkdómi, sem nefnist Gigtveiki og geta allir öðlast það. Hyí að borga lækniskostnað og ferðakostnað í annað loftslag, þegar hægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 flaskan. Buröargjaid og stríSsskattur 15 cent Aðai skrifstofa og úfcsala 614 Builders Exchange Winnipeg, Man. Öryggishnífsblöð skerpt Kunna tii hlýtar meðferð rakhnífa og als annars eggjárns. Allar tegundir hnífa skerptir eða við þá gert, af öryggishnffsblöð skerpt, dúsínið 25 — 30c. Rakhnífar skerptir, hver...35c. Skærl skerpt (allar sortir) lOcogupp The Sterling Cutlery Company. 449 Portage Avenue, near Colony Winnipeg, Manitoba. GISLI GOODMAN TiNsMinrn VerkstœTJl:—Horiil Toronto 8t. o* Notre namp Ave Phone Helmili* n»rry 2JISS Garry H99 J. J U DFELL • PA STKiííIV .4 S A IjI. Union Hnnk r»tb. Ploor No. SM Selur hús og ló^ir. og annatt þar al lútandi. tttvegar penlngral&n o.fl. Phone >lnln 2HHr*. STERUNG Dandruff Remedy er nú orðið þekkt að vera það all-ra bezta Hár meöal á markaöinum. Þaö læknar höfuö kláöa og Hárrot —hreinsar burtu og ver allri vaeru— gjörir háriö mjúkt og gljáandi og breytir ekki lit þess. Kostar 50 cent og $1.00 flaskan. Sent meö pósti fyrir 60c. og $1,15 flaskan. Þetta meðal er búið til af STERLING DANDRUFF REMEDY ---------- CO. ------------ 449 Portage Avenue Winnipeg. — Póst pantanir fljótt afgreiddar.— Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrja haustnám sitt á WINNIPEG BUSINESS COLLEGE.— SkrifiÖ eftir skólaskrá vorri meö öllum upplýsingum. Muniö, að þaö eru einungis TVEIR skólar í Canada, sem kenna hina ágætu einföldu Paragön hraöritun, nfl. Regina Federal Business College. og Winnipeg Business College. Þaö er og verður mikil ef tirspurn eftir skrifstofu fólki. Byrjiö þvf nám yðar sem fyrst á öðrum hvorum af þessum velþektu verzlunarskólum. GEO. S. HOUSTON, ráísmaður. WILLIAMS & LEE 764 Sherbrooke St., horni Notre D. Gjöra við hjólhesta og motor Cycles Komið með þá og látið setja þá í stand fyrir vorið. Skautar smfðaðir og skerptir. Beztu skautar seldir á $3.50 og upp Komið inn til okkar. — Allskonar viðgerðir fljótt af hendi leystar. ™§ DOMINION BANK Hornl Nntre Dome og Skerbrooke Street, HCfnTl.tell nppb___«41,000,00« VaraejðSur.........«7,000,006 Allar elsnlr«7N,000,006 Vér ðskum eftlr vtSsklftum vers- lunarmanna ogr ábyrgrjumst aS K.fa þelm fullnægju. Sparlsjóbsdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr I borglnnl. lbúendur þessa bluta borgarlnnar óska aS skifta vIB stofnum sem þelr vlta ah er algerlega trygk. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. ByrJlTS sparl tnnlegg fyrlr sjúlfa yóur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaðui PHONB 6ARRY 845« #-------------------------* Sérstök Kjörkaup Ja^P HoneN—White, Pink, Blómin Crimson, þroskast frá sœtíi til fulls blóma á hverjum tíu fibyrgNt vikum. Plxie PlanlH—Undursamleg- a5 vaxa ustu blóm ræktuti. Proskast frá sæói til plöntu á 70 kl.- Bækl- stundum. Shoo Fty PlantN—Samt lykt- ingur laus; en flugur haldast ekki í húsum þar blóm þetta er. ókeypis Blómgast fagurlega sumar og vetur. Weather Plant—Segir rétt fyrir um veöur mörgum stundum á undan. Ber ang- andi blómskrúö. Dept. “H” P. O. Box 50, ALVIN SALES CO.t WINNIPRG fricMbNlojjr þekklngr. Rfik moð myndiim, $2 vlrftl Eftir Dr. Parker. RituÖ fyrir unga A ^ pilta og stúlkur, ung |L | eiginmenn og eigin Jj I konur, fetJur og mæð • ur. Kémur í eg fyrir glappaskotin síóar. Inniheldur nýjasta fróóleik. Gull- væg bók. Send í ómerktum umbúöum, fyrír $1, burtSargjald borgatJ. Bókin á ekkl sinn líka. ALVIN SALES CO. Dept. “Hw P. O. Box 56, Wlnnlpeff

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.