Heimskringla - 05.04.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. APRÍL 1917
HEIMSKRINGLA
BLS. 3.
Dánarfregnir
í«ann 21. janúar 1917 lézt að heim-
ili sínu f Árnesbygð í Nýja tslandi,
Tconan Sigbrúffiur S. J. Eirffcsson.
Dauðamein hennar var illkynjuð
hálsbólga. Fann hún til veikinnar
á laugardag, en andaðrst kl. 7.30 á
sunnudagskveldið. Var læknis leit-
að, en l>að reyndist árangurslaust,
svo föstum tökum hafði sjúkdóm-
urinn náð.
Sigþrúður sál. var 37 ára gömul,
fædd 21. apr. 1879 í Njarðvík í Borg-
arfjarðar hreppi í Norðurmúliasýslu.
Foreidrar hennar voru Gísli Jónsson
og Vilborg Ásmundsdóttir. Jón
faðir Gfsla bjó allan sinn búskap f
Njarðvík. Jón Sigurðsosn í Njarð-
vfk var fæddur í Hólshjáleigu f
Hjaltastaðabinghá; foreldrar hans
voru Sigurður Jónsson og Kristín
María Sigfúsdóttir, prests að Ási í
F'ellum, Guðmundssonar; en faðir
Sigurðar var Jón prestur Brynjólfs-
son á Eiðum. Kona Ihians var Ingi-
björg Sigurðardóttir Eyjólfssonar;
móðir hennar Bóel dóttir Jens Ví-
ums sýslumanns í Múlabingi.
Kona Jóns í Njarðvík var Sigbrúð-
ur dóttir Sigurðar Gíslasonar bónda
í Njarðvíik, Halldórssonar prests á
Desjarmýri, Gíslasonar, og Guðlaug-
ar Þorkelsdóttur frá Gagnstöð.
Móðir Sigbrúðar Gisladóttur er
Vllborg Ásmundsdóttir, Ásmunds-
sonar og Elinar Katrfnar Benedikts-
dóttur, er bjuggu á Setbergi og Desj-
armýri í Borgarfirði; foreldrar Elín-
ar Katrínar voru Benedíkt Gíslason
(bróðir Sigurðar Gíslasonar í Njarð-
vík), og Vilborg Guðmundsdóttir,
og bjuggu bau allan sinn búskap á
Hofströnd. Vilborg var eystir Jóns
Guðmundssonar í Kelduskógum á
Berui ja rða rströ nd í Suðurmúla-
-sýslu.
Mánaðargömui fluttist Sigbrúður
sál. með foreldrum sínum frá Njarð-
vík að Jórvík í Borgarfirði, og svo
baðan aftúr með þeim og systkin-
um sínum vestur um haf árið 1887.
Settust þau að í Selkirk og dvöldu
þar átta ár. Fluttu síðan til Nýja
íslands, og búa nú foreldrar hennar
á næsta landi við þar sem hún átti
heima. Sigþrúður giftist Sveinbirni
Jónssyni Eiríkssonar frá Lundi í
Víðinesbygð b- 10. marz 1902. Eign-
uðust þau sjö börn. Er ‘hið elzta
þeirra tólf ára, en hið yngsta átta
mánaða.
Sigþrúður sál. var ástrík eigin-
kona og góð og umhyggjusöm móð-
ir. Móður sína sem um tuttugu ára
hil hefir verið heilsubiluð og f seinni
tfð svift sjóninni, annaðist hún með
*takri nákvæmni og ástrfki. Minn-
ist hún nú dótturinanr burtförnu
með þakkiátri endurminningu fyrir
alLa hennar kærleiksríku aðhlynn-
ingu, aðhlynningu sem var «vo hlý
og ástrík sem nokkurt barn get-ur
sýnt foreldri sínu. Mátti þar sjá
verða að veruleik boðið gamla og
f&gra: “Sýn mér trú þfna af vetk-
hm bínum.” Aldrei heyrðist Sig-
þrúður mæla æðruorð né mögla, þó
margt væri stundum erftt oft
bröngt í búi og annir miklar. Mun
barmur móður hennar vera þungur,
*em nærri iná geta. Margir aðrir
munu og sárt sakna hennar.
Minast vil eg með þakklæti allra
beirra, sem orðið hafa til að létta |
mér byrðina í sorg mlnni. Vil eg
bar fyrist nefna þau hjónin, Jón
Gíslason, bróður Sigþrúðar sál., og
Þórhildi konu hans, sem búa í
næsta húsi við mig, er hafa hjálpað
með öllu móti sem þeim var unt.
Snjólaug Hermannsson, systir mín,
og foreldrar mínir, tóku tvö börnin.
Elín María Anderson, Kona Bald-
vins Andersonar í Mikley, (systir
Sigþrúðar sál.) tók yngsta barnið.
Jóhann Bemson og Ágústa Sigurlína
Þorvarðardóttir koma hans, við Is-
lendingafljót, tóku eitt barnið. Ey-
steinn Eyjólfsson og kona hans Sig-
urlaug Sigurðardóttir við ísl.fljót
bjóða að taka af mér barn. Sömu-
leiðis þau hjón Oddur Anderson og
kona hans Guðlaug Björg (systir
Sigbrúðar sál.) í grend við Gimli,
og einnig bróðir Sigþrúðar sál., Sig-
urbjörn, og kona hans, af þýzkuin
ættum, bjóða að taka af mér barn.
Fleiri hafa og boðið að taka barn af
mér.
Þorvaldur Þorvaldsson, sem lengi
bjó í Árnesbygð, en býr nú við ís-
lendlngafljót, gaf lfkkistuna, smíð-
aða af honum sjálfum.
Frænka barnanna, Una Þórann
Sigurðardóttir í Winnipeg, heim-
sótti okkur og færði okkur margra
dollara virði af fatnaði á börnin.
öllu þessu fólki vil eg hér með
þakka hjartanlega. Og einnig þeim,
sem sýndu mér vinsemd og hlut-
tekning við jarðarförina, gáfu blóm
kransa o. fl. Svo og prestinum séra
Oarli J. Oison, sem jarðsöng Sig-
þrúði sál. þ. 25. jan, og flutti hlýja
og huggunarríka ræðu við það
tækifæri.
Bið eg, að gjafarinn allra góðra
hluta endurgjaldi öllum sem hafa
líknað og trúi eg að l>að geri hann.
Er mér huggun að geta treyst því,
l>ar eð eg fæ ekki sjálfur fært nokk-
ur laun, hversu feginn sem eg þó
hefði það viljað og fundið mér
Skyldugt.
Ekki mun það ofsagt þó sagt sé,
að rnargir muni sakna Sigþrúðar
sál. Og þeir sem reynt hafa sams-
konar sorg og eg hefi orðið fyrir,
skilja vel hve börn mín og eg mun
um sakna henanr og syrgja hana.
Mun minning hennar, hlý og hug-
ljúf. geymast hjá osis hinum nén-
ustu ástvinum hennar til daganna
enda.
Sigurbjörn J. Eiríksson.
Látin.
Helga Björnsson Fox lézt á Burl-
ington sjúkrahúsinu 30. jan. s.l., og
var jörðuð frá Metho'distakirkjunni
hér í Blaine 1. febr. s.l. að v'ðstöddu
fjölmenni miiklu.
Foreldrar Helgu voru þau hjónin,
ICristveig Jóhannesdóttir, ættuð lir
Strandasýslu, og Sigurður Jósúa
Bjömsson, ættaður úr Dalasýslu á
íslandi. Þau hjón giftust f Winni-
l>eg 1878. Fluttu þau þaðan til
Mountain, ,N.-Dak„ námu þar land
og bjúggu á þvf í tíu ár. 1888 fluttu
þau sig til Alberta nálægt Tinda-
stól P.O. og þaðan til Vernon B.C.,
og til Blaine 1903. Þeim hjónum
varð sex barna auðiö, og eru þau
sem fylgir; Elfn Hultman og Krist-
fn Robinson, báðar til heimilis 1
Blaine; Sigurður Björnsson í Sedro
Woolley; Lilja Franzka, til heimilis
í Bellingham; Skapti Björnsson í
Seattle; Helga Fox síðast til heimilis
■ í Mount Yernon, Wash.; öll hin
mannvænlegustu eins og þau eiga
kyn til.
Helga var fædd 6. okt. 1889 nálægt
Tindastól P. O., Alta. Hún féikk
betri mentun en alment gerist; má
hið sama segja um þau systkini öll,
og var bað bví lofsverðara, sem þau
urðu að ryðja sér veg sjálf að mestu
eða öllu, og halda þó saman og
byggja upp heimili sitt á sama tíma.
Háskólamentun fékk Helga þá er
hún var f Mount Vernon, B.C., og
kom hún henni að góðu haldi síðar,
því eftir að hún kom til Blaine var
hún lengst af bókhaldari fyrir Val-
ton and Montford verzlunina, eða
þar til hiin 2. júlí 1913 giftfst eftir-
lifandi manni Isínum, Leslie Fox,
ungum lyfsala, einum af efnilegustu
mönnum hér f Blaine. Fyrir rúm-
um tveim árum fluttu þau til Mt.
Vernon, Wash, og þar var heimili
þeirra nú er síðasta kallið kom til
hennar—kallið, sem tók hana heim,
þangað sem vinirnir verða að koma
ó eftir, til að sjá hana, því til þeirra
kernur hún ekki framar í líkaman-
um.
Æfisaga Helgu sál. er ekki löng
fremur en árin sem voru einungis
28. Að fæðast og deyja er gangur
lífsins, og í því eiga ailir sameigin-
legt. En í miningunum, sem ein-
sta'klingarnir láta eftir sig felst
markmið tilveru þeirra.
Helga var gædd sérlega farsælum
gáfum; var glaðlynd og umgengnis-
góð, og má með sanni segja, að allir
sem þektu hana ynnu henni. Hún
eignaðist marga vini, eignaðist þá ó-
sjálfrátt og henni fyrirhafnarlaust,
og hélt iþeirri vináttu eins auðveld-
lega, því hún var trygglynd og vin-
föst framar flestum. Hún, ekki síð-
ur en systkini hennar, var móður
sinni isvo góð og umhyggjusöm, að
betur verður ei. Enda var heimili
þeirra sönn fyrirmynd, og íslend-
ingum til mesta sóma. Þá virðingu,
sem þau systkini æfinlega sýndu
móður sinni, uppskera þau í sömu
mynd frá öðrum. Enda sýndi það
sig þegar skilnaðarstundin kom,
því á kveðjustaðnum var sarnan
komið alt bezta fólk bæjarins; ekki
af því þar hefði verið um auð að
ræða, heldur einungis hugljúfa,
góða konu. — Vinir og ættingjar
syrgja hana, en lifa í vissunni um
að henni líði vel, þar sem hún nú
er, og að þeir finni hana aftur þar
sem enginn skilnaður er framar til.
Vinur.
-----o——
Jósep Einarsson
Látinn í maimánuði 1916.
ÞaS árla sýndu hans aefi spor
hvatS athöfn brýndist vitS hugstórt þor,
þau öfl ei týndust í eytSi skor,
er ungdóms krýndu hans heiíSa vor.
Er aldurs þunginn hann yfir bar,
sá engan drunga vott hrörnunar;
hann sífelt ungur í anda var,
af eldhug þrunginn til framsóknar.
Hann hræddist ei skafla, hraun né ál—
þá hló viS tafli hans sigurmál—
Hér bjó viS aflinn þaS æskubál,
sem óf í kaflann hans gull og stál.
MeS trygS og festu hann traust sér vann
og traustiÖ bezta þar margur fann;
viS ráSþrot flest eSa bjargar bann
er björgin mesta þeim reyndist hann.
Nú syrgir dalur viS djúpa und,
því drengur valinn þar féll aS grund.
Hver taka skal nú hans skálm í mund—
svo skipi salinn hans höfSingslund?
Því frægan garSinn sinn gjörSi hann,
út grýttu barSi þar skriSan rann.
Hér stendur varSinn um stólpann þann,
þó stórt sé skarSiS í bænda rann.
Þó fetin endi hér fullhugans,
á framtíS benda þau niSjum lands.
Ei lyfti hendi neins meSalmanns
því merki er stendur viS kumliS hans.
M. S.
Lögrétta er beSin aS birta þetta erfiljóS.
Patmore’s áreiðanlega útsæði, tré, smáviður, plöntur
SAMSAFN NO. 1.
Samanstendur af 22 tegundum af voru áreiðan.
lega kál útsæði í pökkum og únsum. 214 pd.
af útsæði þessu fyrir $1.25, burðargjald borgað.
SAMSAFN NO. 2.
15 pakkar af áreiðanlegu útsæði fyrir 25 cents,
burðargjald borgað.
SAMSAFN FYRIR BÆNDTJR NO. 3.
Samanstendur af: 1 pund Martgel, 1 pd. Sugar
Beet, 1 pund Swede, % pund Carrot, 14 pund
Kale og 4 pund Rape — í alt 8 pund, fyrir
$3-00, burðargjald borgað.
PERENNIAL SAMSAFN.
Varanlegur gamaldags blómagarður fyrir 76c.
Frá Hávöxnum Hollyhocks og Foxgloves, til
hinna lágfættu Forget-me-not, mun þetta
blómasafn blómgast hvað eftir annað á hverju
ári þangað til seint á haustin. 1 safni þessu
eru einnig blóm sem þessi:—Iceland Poppy,
Sweet William, Pinks, Canterbury Falls og
mörg önnur.
20 pakkar, burðargjald borgað........75c.
(Vanaverli $1.50)
blómasafn fyrir skólagarðinn.
55 pakkar af beztu blóma tegundum og marg-
víslegum kál.ávöxtum
*yr*r........••••• $1.00, burðargjald borgað
Vflr criim útKÖlnmFnn fyrir Messrs. Sutíon
& Sons, n?5 Iiendin^ fl l£ngrlnndi. Vír List-
um i verílskrfl vorri liit> heimsfriepra útsæíH
Im'mnh féln»:s — nelt 1 lokuðum piikkum
fyrir 10 cent hvern.
The i?atmore Nursery Co., Ltd., “s\Natoonmsask.
Skrifið i dag »ftir
Verðskrá vorri fyrir 1917
í henni er listi yfir allar þolbeztu og áreiðanleg.
ustu kálmatar og blóma útsæðis tegundir, yfir
aldini, trjávið, smávið, grös, fóður tegundir
ýmsar og útsæðis kartöplur.
Mcð mörgum og góðum myndum og útskýring-
um sáning og öðru viðvíkjandi.
Fyrir $10 meðfylgjandi borgun með pöntun-
inni sendum við .burðargjald borgað,
til hvaða staðar sem er:
50 Currant og Gooseberry Bushes, beztu tegund
100 Raspberry Plants, beztu mismunandl tegundir
12 Plum og Fruit tré, ung og hraust tré, 2 til 3
fet á hætS, og 12 Rhubarb rætur.
Alt ofantalið fyrir .......\...........$10.00
Vér höfum ræktaS í blóma húsum vorum oir
bjóöum tll sölu— B
500,000 Caraganas, 1 til 3 fet á hæS.
255,000 Native Maple, 1 til 3 fet á hæS.
6,000 Ontario Maple, 2 til 6 fet á hæS.
12,000 Native Ash, 1 til 8 fet á hæíi.
150,000 Russian and otlrer poplar, allar stæröir.
50,000 Lilae, 1 til 3 fet á hæti.
115,000 Russian Golden Willow, aliar stærtiir.
5,000 Crab apple and Plum Trees, og stórt upp-
lag af þolgótSum aidinum, fögrum smávitS,
plöntum, o.s.frv.
Patmore Nursery Co. Ltd., Brandon.
Please send me Collection No.......
as advertised in The Heimskringla, for which
I enelose $...........................
NAME .................................
ADDRESS...............................
“Mamma mín góð, — þetta er
hveitið, sem Mrs. B. K. D. sagði að
væri svo undur gott. Við skulum
reyna það”
PURITy
FLOUR
Manna dæmi
í “Lögbergi” birtist grein fyrir
skömmu með allmiklu, en sjálfsagt
maklegn, lofi um íslonzkan kaup-
mann úti í nýlendu, sem eg nú man
ekki hvað er kölluð. Það hefir að
vfeu aldrei legið mjög ofan á í skapi
mínu, að lofa kaupmannastéttina
um skör fram. Eg hefi haift gaman
af að senda henni hnútur, eins og
fleiri, þegar svo heflr borið undir.
En þrátt fyrir það finst mér nú
samt betur, en ekki ver, farið að
getið var þeirra góðverka, sem þessi
kaupmaður afrekaði. Eg þekki
hann að vfeu ekkert og veit ekkert
um það, hA'ort frásögnin um hann
er bygð á sandi eða á bjargi. Eg
geng úit frá, að hið síðartalda eigi
sér stað. En hitt vitum vér, og
^kuilum nú vera svo sanngjarnir að
kannast við það, að þess finnast
stundum dæmi hjá kaupmönnun-
um, að þeir hafi reynst hlyntir með-
borguruin sínum, og hafi látið þá
sitja að ihagpaði, sem þeim var inn-
an 'handar að halda í sjálfum, og
þeir hetfðu ætlað sér. Um nýlendu-
kaupmennina mun það þó frekar
eiga sér stað, en um þá, er í borgun-
um eru.
Eins og kunnugt er út og norður
um alt Nýja ísland, hafa þeir herr-
ar, S. Sigurðsson og S. Thorvaldsson
verzlanir á fjórum stöðum út um þá
bygð: á Gimli, Riverton, Árborg og
Hnausum. Reka þeir viðskifti á
þessum stöðum svo mikil, að eg
hygg að óvfða sé að finna þoss dæmi
á meðal íslendinga í þessu landi.
Bæði er það, að Iþeir eru búnir að
verzla lengi, og svo er sem þ|ið fylgi
nafninu einhvem veginn, að við-
skifti lendi tíðast hjá þeim, og á
það eflaust rót sína að rekja til
þess, sem kunnugir vita, hve ötulir.
ósérplægnir og hjálpfúsir þeir hafa
reynzt, að ógleymdu trausti því, er
þeir hafa alment áunnið sér. Af
þessum rótum munu vinsældir
þeirra runnar og af þessu hafa við-
skiftin dafnað og færst í aukana,
eins og raun er niú á orðin. Þeim,
sem þessar linur ritar, er reyndar
ekki eins kunnugt um hag eða
hætti þossa verzlunarfélagis eins og
mörgum öðrum. En það, sem hann
af tiilviljun ihefir komist að og veit
um með vissu, er það, hve mikið
hveitimjöl verzlanir þeirra allar
hafa keypt á síðastliðnum sex inán-
uðum. Og það er einmitt í sam-
þandi við það, að eg minnist þess
sérstakiega, sem í “Lögbergs”-grein-
inni stóð um viðurkenningarverð
verk kaupmanna. Þegar vér reikn-
um, hvað hiveitimjölið hefir verið
selt út úr þessum verzlunum, og svo
hitt, hvað hámark lágrar sölu hefir
verið á því, sem auðvitað er að
finna á einhverjum texta, á ein-
hverri blaðsíðu í bækingum þeim,
sem berast að, þá sést greinilega, að
hér er um líkan verknað að ræða af
hendi þessara veralana og verknað
þess manns, er Lögbergs-greinin gat
um. Munurinn á verðinu á þessu
hveitimjöli, sem Sigurðsson og Thor-
valdsson félafefð liafa selt á sex mán-
uðum, óg á verði annara félaga,
nemur nólægt 50 sentum á hverjuih
heilsekk eða á öllu sem selt hefir
verið, tuttugu og tveim hundruð
dollurum. Þetta er kannske ekki
mikið, en á iheilu ári er það f jörutíu
og fjögur hundruð dollarar. Ekki
svo lítill sparnaður á einni vöru-
tegund. Eg heyrði einu sinni talað
um þjóðeign járnbrauta í Winnipeg.
Var þar sýnt frarn á hver hagur að
þeim væri, með því að þá mundi
fargjald lækka. Ræðumaður sýndi
með tölum sparnaðinn, og sagði að
það fé alt yrði kyrt í vösum fólks-
ins. Hér ó sér hið sarna stað. Þeasir
fjörutíu og fjögur hundruð dollarar
sem þetta verzlunarfélag hefir selt
hveiti sitt lægra, en lægst leit út
fyrir að hægt væri að selja það, eru
einnig kyrrir í vasa fólksins, senn
skiftir við l>að.
Þessar ámiostu verzlanir cru auð-
vitað ekki einu verzlanirnar úti uiu
nýlendur, isem framleggja fé í 'þeim
eina tilgangi, að geta gefið fólki
vörur með betra verði. Það á sér
miklu oftar stað, að smáverzlanir
geri það en stórverzlanir í bæjun-
um sé ó annað borð um nauðsynja-
vöru að ræða. Væri það eitthvert
skran mundu stórverzlanir senda
skróp-auglýsingar um það tll fóltos-
ins, og þeirra nö£n vera lofuð og
vegsömuð fyrir ]>að. Nýlendu verzi-
anirnar, sem leggja það litla fram
fyrir lffsnauðsynjar sem þær hafa,
roeira öðrum í ihag en þeim sjálfum,
þeim eru valin önnur vers í sáliraa-
bókinni.
Verzlunar fyrirkomulagið yfirleitt
mætti gjarnan batna. Kaupmensk-
an aila leið frá framleiðanda og tii
neytanda, er ein ógnarlöng keðja.
Og margir eru á því, að úr þeirri
keðju megi fella fáeina hlekki, þá
óþörfustu. Þá tíma vildi Krukkur
lifa, ef kost á ætti. En ekki er eg á
þvf, iað fyrsti bæri að vega að smá-
salanum, þeim er selur til síðustu
handar, til neytanda. Á honum
hvílir líklegast mest hlutverk kaup.
mannsins. En það er, að hafa til
reiðu á einum stað þá hluti, sem
þar skorta, en sem er of mikið til af
annars staðar. í fám orðum sagt,
er þetta það sem átt er við með orð-
inu verzlun. Og að það sé vandi að
vita hvað þrð er og velja það úr,
sem þörf er fyrir, hlýtur öllum að
skiljast, sem á það vilja lfta. Þeira
örðugleika er smásalinn einna mest
háður. Um hina hlekkina í keðj-
unni, t.d. heildsöluhúsin, er öðru
móli að gegna. Þó að þau séu ætl-
uð til þess að greiða fyrir smásalan-
um, 'held eg að þau geri það ekki
nema að litlu leyti. Að minsta kosti
er skerfur þeiiTa hagismunalega ekki
til þess að lækka verð á vörurmi.
En hér verður ekki sagt meira um
það að sinni. Tilgangur minn var
ekki sá, að heyja stríð á heildsölu-
hús þessa lands., heldur að eins sá,
að gefnu tilefni, að vekja eftirtekt á
þvf, sem blátt áfram er að gerast að
því er viðsikifti snertir. Eg er sann-
færður um, að ef því er meiri gauni-
ur gefinn þá muni verða meiri sam-
vinna með kaupmönnum f ibygðum
úti og fólkinu, og að af þeirri sam-
vinnu leiði mcira gott fyrir bygð-
ina, en leitt getur af þvi að hlaupa
eftir skrópiauglýsingum stórgróða-
verzlana í borgunum, sem í flestunr
tilfellum vita ólíka mikið um hagi
bygðarbúa og kötturinn um himin-
tunglin, og láta sig hann álíka
miklu skifta.
Naglfari.
EINMITT NÚ er bezti tími að
að gerast kaupandi að Heims-
kringlu. Sjá auglýsingu vora
á öðrum stað í blaðinu.