Heimskringla - 05.04.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.04.1917, Blaðsíða 4
4. BIÆ. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. APRÍL 1917 HEIMSKHINGLA (Stofnnll 1W«I> Eemur út ú hverjum Flmtudegl. ©tgefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerB blaflslns I Canada op Bandarlkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgrab). Sent ttl Islands $2.00 (fyrtrfram borgab). Allar borftanir sendist rálismanni blaí- slns. Pdst eSa banka ávísanir stýlist tll The Vlklng Press. Ltd. O. T. JOHNSOX, rltstjörL 8. D. B. STEPHANSON, rábsmatiur. Skrlfstofa: TM SHEItBltOOKK STKEET., WINNIPBG. P.O. Boi 3171 Talslml Garry 4110 Islenzku hermennirnir Hér áður fyrrum hefði þótt nýlunda mik- il, að sjá íslenzkan hermann. Ekki munu fyrstu íslenzku frumbýlingarnir hér í landi hafa haldið það, að niðjar þeirra myndu ger- ast hermenn í hundraða tali og taka þátt í þeirri ægilegustu styrjöld, sem heimurinn hefði séð. En þessi hefir þó raunin á orðið. Á annað þúsund Islendingar hér í landi eru nú í hermanna fötum. Sumir þeirra berjast nú á vígvöllum Frakklands og annars staðar, aðrir eru enn við aefingar — og nokkrir eru fallnir. Þessir menn hafa allir sýnt, að þeim sé engu síður umhugað um að verða vel við borgaralegum skyldum sínum, en hérlendri þjóð. Þeir hafa sýnt, að þeim sé engu síð- ant um frelsið og fósturlandið, og séu jafn- vel fúsir til að leggja lífið í sölurnar fyrir sína nýju fósturgrund. Stærri skerf getur enginn lagt fram í þarfir neins málefnis, en þetta. Þessir menn hafa sýnt umheiminum, að enp er dáð og dugur í Islendingum, ef á reynir. Allir buðu þeir sig fram sjálfviljuglega. Um enga þvingun var hér að gera. Öllum var þeim líka kunnugt um það, að líf her- mannsins er oft annað en leikur,—en slíka smámuni óttuðust þeir ekki hið minsta. Margir þeirra voru þó ekki vanir erfiðisvinnu; voru áður námsmenn, kennarar, lögmenn — úr slíkum efnisvið hafa verið smíðaðir harð- snúnustu hermenn. Og eins og vant er, hef- ir Islendingunum verið sýnt gott tiltraust. Eiim þeirra stýrir nú heilli herdeild, Capt. H. M. Hannesson, og ótal margir aðrir íslending- ar eru yfirliðar. Forfeðurnir voru hinir herskáustu og lágu ekki á liði sínu, ef til vopna kom. All-mikið mun vera gert úr frægð þeirra í fornsögunum, en óhætt má að trúa því, að þeir hafi kunnað vel til allra íþrótta og alls hernaðar. Þeir lifðu á þeim tímum, þegar þetta var nauðsyn- legt skilyrði að allri lífsánægju og vellíðan. Enginn gat þá óhultur Iifað, sem ekki kunni vel vopn að bera og var óhræddur að berjast, ef þörf bar undir. — Og þessir sömu tímar virðast runnir upp aftur í heiminum. Nú eru engar þjóðir óhultar, hvað stórar sem þær eru, nema þær eigi nógu marga einstaklinga, sem viljugir séu til að berjast fyrir þær og málefm þeirra. Þannig verður því varið, á meðan stríð þetta stendur yfir og kannske lengur. Stríðin eru það djöfullegasta, sem átt get- ur sér stað í heiminum. Myrkur böls og eyði- leggingar er þeim ætíð samfara. Þau eru svartasti bletturinn á mannkynssögunm. En þau eru óumflýjanleg, af því þjóðirnar stærstu, sem á jörðunni búa, standa á svo misjöfnu menningarstigi. Það er ónóg, að ein eða tvær þjóðir, eins og t.d. England og Bandaríkm, fjarlægist hernaðar hugsunina og stríðsandan, — ef aðrar stórþjóðir, eins og t. d. Þjóðverjar, eru í laumi að Hervæðast, með því augnamiði, að geta með hjálp her- valdsins drotnað yfir öllum heimi. AUar þjcðir heims verða sameiginlega að leggja vopnin niður, ef verulegur og varanlegur alheims-friður á að komast á. En að þetta verði, virðist eiga langt í land enn þá. Mikið er þó undir því komið, hvernig núver- andi stríð endar. Lýðfrjálsu þjóðirnar berj- ast á vora hlið, og ef þær sigra, sem má til að verða, er stórt spor stigið af mannkyninu í friðaráttina. Enda munu allar siðaðar þjóðir heims þrá þann dag, að allsherjar friður komist á í heim- inum og þjóðirnar hætti með öllu að búa sig undir stríð. Reynslan hefir sýnt, að “vopnuðum friði” er ekki treystandi. Undir- búningur undir stríð leiðir til stríðs fyr eða síðar. En, eins og eg hefi þegar bent á, er ekki nóg, að ein þjóð hætti að hervæðast og geri tilraun til að komast á hærra þroskastig andlega. Þetta, meira að segja, getur orðið stórhættulegt fyrir hvaða þjóð sem er. Ef Frakkar hefðu ekki verið eins vel viðbúnir og þeir voru, þegar Þjóðverjar gerðu sína miklu árás á þá í byrjun stríðsins, þá væri Frakk- land nú í höndum þýzkrar stjórnar. Englendingar hafa liðið mestan baga við það í þessu stríði, hvað þeir voru illa undir það búnir á Iandi. En sjóflotanum brezka. öflugasta sjóflotanum í heimi, eigum vér það að þakka, að Þjóðverjar eru nú ekki stjórn- endur meiri hlutans í Evrópu. Eins og nú er komið, er ekki um annað að gera, en brjóta hervaldið á bak aftur með vopnum og herafla. Þótt vér séum andstæð- ir stríðum og hötum þau, hljótum vér að sjá þetta og viðurkenna. Og íslenzku hermenn- irnir hafa gert meira en viðurkenna þetta í orðum, þeir hafa viðurkent þetta í verkinu. Vér, sem heima sitjum, getum líka gert meira en tala. Allir geta ekki barist á vígvellinum, en allir geta þó hjálpað á einhvern hátt. Svo ótal margt þarf að gera. Þjóðin þarf líka að undirbúa heimkomu hermannanná að stríðinu I loknu. Hún þarf að vera við því búin, að sjá | um þá, sem heim koma særðir og limlestir. i Annað má hún ekki láta um sig spyrjast. j Einnig þarf að sjá um eiginkonur og börn þeirra hermanna, sem fallið hafa. Konur þess- ar, sem orðið hafa svo miklu á bak að sjá, og börn þeirra mega ekki skort líða. Flestir Vestur-Islendmgar munu hugsa með tilhlökkun til heimkomu íslenzku her- mannanna. Hugur vina og vandamanna hef- ir dvalið hjá þeim á þeirra langa ferðalagi og mun því verða sannnefndur fagnaðarfundur, er þeir koma heim aftur. Þessir menn munu ' líka heim koma töluvert breyttir frá því, sem I áður voru. Sjóndeildarhnngur þeirra verður víðari, Iífsreynsla þeirra verður meiri. Her- lífið hefir gert þá að hraustari mönnum en áður, það hefir stælt vöðva þeirra og hert líkama þeirra. Við heimkomuna mun lífið brosa við þeim eins og töfrandi vormorgun. | En þegar annir sumarsins byrja, er þó engin hætta á, að þessir menn liggi á liði sínu. Mörg bréf hafa borist frá íslenzku her- mönnunum, sem votta Ijóslega, að vera þeirra erlendis hefir oft vakið íslenzkar þjóðernis til- finningar í brjóstum þeirra. Eitt slíkt bréf birtist í síðustu Heimskringlu og fleiri bréf, sem skrifuð hafa verið í sama anda, hafa ver- íð birt hér í blaðinu áður.—Og hverjum sönn- um Islendingi hefir hlotið að hlýna um hjarta- rætur við að lesa þessi bréf. Þessir menn hafa þó sýnt það, að þeir séu góðir Canada- borgarar, ef hægt er að sýna það með nokk- uru móti; og nú hafa þeir einnig sýnt, að þeir séu engu síður góðir Islendingar. Herlífið er dásamlegt í augum hermann- anna, einu mannanna, sem þekkja það til hlít- ar, og hlýtur það að hafa meiri og minni áhrif á hugi þeirra. Að stríðinu afloknu munu ís- lenzku hermennirnir, sem svo margir eru góð- um hæfileikum gæddir, semja og skrifa ná- kvæmar lýsingar af ferðalagi sínu erlendis og I herlífinu, eins og það kom þeim fyrir sjónir. : Skáldsögur, bygðar á þessu efni, sem samdar væru af hermönnunum sjálfum, myndu hafa mikið bókmentalegt gildi—ef þolenlega vel væri frá þeim gengið. Góð ástæða er til þess að vona, að þetta gæti orðið til þess að auðga hinar fátæku og “fálmandi” vestur- íslenzku bókmentir. Og myndi hverjum sönn- um íslendingi verða þetta gleðiefni. En langt getur verið til heimkomu ís- lenzku hermannanna enn þá. Sumir koma ekki aftur, hafa fallið á vígvellinum í þarfir lýðfrelsisins, sem verið er að berjast fyrir. j Það skar oss í hjartað, að vita þá fallna, en | huggun gegn harminum var þó vissa sú, að þeir hefðu fallið í þarfir góðs málefnis. Vér vitum allir og gleðjumst af því, að íslenzku hermennirnir munu reynast vaskir og ötuiir, kappsamir og hugprúðir, og munu ekki verða eftirbátar neinna annara. -------o-------- Dauðahegning Sú frétt kemur nú frá Rússlandi, að bráða- birgðastjórnin þar hafi í hyggju að afnema dauðadóminn. Œfilangt fangelsi, eða fang- elsisvist í mörg ár, eigi að koma í staðinn. Verði úr þessu, sem engum vafa virðist bund- ið, þá hefir nú stjórnin á Rússlandi stigið risa- skref í framfaraáttina. Er þetta ljós vottur þess, að á bak við núverandi stjórn Rússlands standa hugsandi og þroskaðir menn, sem er ant um að rússneska þjóðin hefjist nú til handa í allri framsókn og öllum framförum— og skari jafnvel í sumu fram úr öðrum menn- ingarþjóðum heims. Það er sorglegt að hugsa til þess, að dauðahegningin skuli enn þá viðgangast hjá svo mörgum þjóðum heims, sem teljast þó vera siðaðar menningarþjóðir. Dauðahegning er þó engri siðaðri eða mentaðri þjóð sam- boðin. Og einkennilegt er, að kirkjurnar, sem eiga að vera ríki guðs á jörðunni, skuli geta lagt blessun sína yfir annað eins. Dr. Frank Crane, heimspekingurinn alþýðlegi, segir þetta nýlega um dauðahegninguna með- al annars: “Dauðahegningin ætti ekki að eiga sér stað í neinu siðuðu landi fyrir eftirfylgjandi ástæður: Hún kemur ekki að notum. Vinnur í gagnstæða átt við tilgang þann, sem henni er ætlaður. Á að fæla fólk frá manndrápum. En ef sannleikann skal segja, örvar hún til- hnegingu til glæpa. Morð eru tíðari í þeim ríkjum, þar sem dauðadómurinn viðgengst. en í þeim ríkjum, þar sem hann hefir verið numinn úr lögum. Dauðahegningin á að vekja meðvitund glæpamanna fyrir helgi lífsins. Vinnur þó alveg í öfuga átt. Sálarfræðisleg áhrif þessa verða það gagnstæða. Þetta hvetur menn til ofbeldisverka. Mótstaða manna gegn dauðahegn’ng- unni er sögð sprottin af viðkvæmni og tilfinn- ingasemi. Það er ekki satt. Mótstaða þessi er hin nothæfasta, bygð á sannleika, sögu og vísindum. Það er dauðahegningin sjálf, sem er til- finning — grimm, sjúk og hættuleg tilfinn- ing hefndarinnar. Dauðahegningin er ekki réttlæti. Hún er hefnd, endurgjald ills með illu. Ekki þarf að hugsa til þess, að komið verði í veg fyrir glæpi með hefndinni, — heldur verður slíkt að gerast með skynsamlegri takmörkun á frelsi einstaklinga, og breytingu á Iifnaðar- háttum--------- -----Ríkið er ekki lífgefandi, og hefir því ekki rétt til þess að taka neinn af lífi. — — Guð einn gefur lífið; hann einn hefir rétt til að taka það aftur.-- — Dauðahegningin er því gagnstæð heil- brigðri skynsemi, gagnstæð sálarfræðinni, gagnstæð vitinu, gagnstæð allri manngæzku, gagnstæð anda siðmenningarinnar, og gagn- stæð kenningu Krists.” Þannig kemst þessi maður að orði, og flestir hugsandi menn nú á dögum munu verða meira og minna varir við sannleikann í orðum hans. Og leitt væri að hugsa til þess, að aðrar þjóðir heims, sem siðaðar og ment- aðar þykjast vera, yrðu í þessum sökum á eftir hinu unga og nýendurskapaða Rúss- landi. ________q_______ Mannanöfn Löng ritgerð um “Nokkur íslenzk manna- nöfn,” eftir Kr. Ásg. Benediktsson, er nú að birtast í blaðinu. Ritgerð þessi var tekin í blaðið af því hve sterk-íslenzk hún er og af því hún fjallar um efni, sem mjog lítið hefir verið ritað um af Islendingum. Höfundurinn hefir vandað mjög vel til ritgerðar þessarar og mun hafa í hyggju að gefa hana út í bók- arformi síðar. “Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm”, sagði Þorsteinn Erlingsson. Margir hafa orð- ið varir sannleikans í þessum orðum og við- hafa þau oft og einatt. En maður má ekki gleyma orðunum, sem á eftir koma hjá Þor- steini: “en þjóðin mun þau annars staðar finna.” Þetta er líka sannleikur. Þjóðin finnur einhvers staðar, fyr eða síðar, nöfn allra þeirra manna, sem einhverju miklu og góðu starfi hafa afkastað fyrir hana. Og þá ætti öllumi að vera skiljanlegt að mikið er í það varið, að nöfn þessi séu vel valin, smekk- leg og falleg! Eg hefi aldrei kunnað við þann sið margra íslenzkra foreldra, að skíra börn sín enskum nöfnum og ýmsum óviðkunnanlegum annara þjóða nöfnum. Það er eins og þessir íslenzku foreldrar haldi, að mannanöfn ann- ara þjóða hafi meira gildi en íslenzku nöfnin. Mannanöfn gömlu norrænunnar, eru þó eins hljómfögur eins og nöfn nokkurrar annarar þjóðar. En til þess að velja þau vel, út- heimtir töluverða þekkingu. Þekkingu í þessa átt ætti ritgerðin, sem nú er að birtast í blaðinu, að geta glætt, ef lesendur vilja færa sér hana í nyt. Nú er sem óðast verið að taka upp ætt- arnöfn á Islandi. Margir góðir Islendingar heima og eins hér í landi eru þessu þó mót- fallnir og segja það óhæfu mikla. Vilja þess- ir menn láta þann íslenzka sið haldast, að son- urinn kenni sig ætíð við fyrra nafn föður síns. En þessir menn hljóta þó að sjá það fyr eða síðar, að mótspyrna þeirra í þessu máli kem- ur að litlu haldi. Alt stuðlar til þess, að það verði óumflýjanleg rás straumsins, að Islend- ingar taki upp ættarnöfn, en Ieggi gamla sið- inn niður. Það er heldur ekkert út á þetta að setja, þegar málið er brotið rækilega til mergjar. Œttarnöfn tíðkast hjá mestu menningar- þjóðum heims,— og vér íslendingar megum ekki afkróa oss frá umheiminum með neinum frábrugðnum siðvenjum eða sérvizkulegum hugsunarhætti. Aðal-atriðið virðist mér vera, að Islendingar velji ættarnöfn sín vel. velji sterk-íslenzk nöfn af norrunum stofni. Þá geta ættarnöfnin verið íslenzkt sérkenni Islendinga engu síður en nöfn, sem enduðu á “sonur” eða “dóttir”. En þau hafa það fram yfir fyrri nöfnin, að þau eru ekkert afkára- leg í augum annara þjóða. Margir af fyrstu Islendingum hér í Iandi tóku strax upp ættarnöfn. Mörg af ættar- nöfnum þessum eru sterk-íslenzk og fara vel í alla staði. En aftur á móti eru líka mörg af ættarnöfnum þessum all-enskuleg—og stund- um alveg ensk. Og með þessi ensku nöfn verða svo n.iojarnir ao sitja, hvað góðir fslendingar s em l>eir kunna að vera. fslenzkir foreldmr ættu að skíra börn sín falenzkum nöfnum, og þeir, sem taka upp ættarnöfn, ættu að velja }>au eins sterk-íslenzk og Jæir geta. Þá höldum vér áfram að vera íslendingar. -----r-0----- urðu oftast þau, að Indíánarmr urðiu að leggja á flótta. Ekki létu þessir harðfemgu að- komumenn sér það lynda, að brjóta vesalings Iindíánana á bak aftur, heldur réðust þeir einnig á skóginn. Fékk hann nú engu síður að kenna á stóiihug þeirra og harðfengi. Tré hans feldu þeir niður uinnvörpum, og tók nú veldi skógarins óðum að' skerðast. Stór og reisuleg hús risu upp ihér og þar með skóginum og alt annar bragur tók að færast yfir landið. Æskulýðurinn Frumskógurinn. Einu sinmi var skógurinn einvald- ur hér f Jandi. Stríðsmenn menn- ingarinnar 'höfðu þá ekki skorið upp her-ör í ríki hans. Þá hafði hann ekkert fengið að kenna á hinum ægilegu vopnum þeirra, öx- inni og eldinum. Veldi skógarins var þá ós'kert og “hélt hann sig’’ eins og sómdi sönn- um konungi óbygðanna. Á vorim og sumrin klæddi hann sig glitfögr- um laufakyrtli, þegar veður var hlýtt og fuglarnir sungu í greinum hans. Á veturna klæddi hann sig í gráan hrímkufl, iþegar veður var kait og dýrin leituðu skjóls við rætur hans. Öll dýr eyðimerkurininar voru þegnar hans, og reyndist hann þeim ætíð samur og jafn. Á sumrin flýðu þau undan brennandi hita sumar- sólarinnar undir skuggasælu lauf- þökin hans. Á veturna reyndi.st hann þeim bezta skjólið gegn hin- um napra norðanvindi. Hérarnir litlu, hvítir á sumrin, en gráir á veturna, hentust þá á milli bjarkanna ungu og trjánina risavöxnu og reyndu féánleika sinn í sífellu. Birnirnir, svartir og gráir, þrömmuðu þá seint og silalega til og frá um skóginn, og skaif jörðin undan þunga hraimns þeirra, ef þeir börðu lionum niður í bræði sinni. Hreinarnir, með fögru og margbrotnu hornin, sem hvfsluðust svo dásamlega yfir höfðum þeirra, reistu sig þá upp hnarreistir við minsta ]>yt vindsins f trjánum. Bærj einhverja hættu að, voru þeir hoi-fn- ir á hraða vindsins út f skóginn. Á sumrin bygðu fuglarnir hreiður sín í skógarliminu. Sátu þeir svo á greinum trjánna og sungu þar ljóð sín. Engum af þegnum sínum unni skógurinn eins heitt og fugiunum. Einu mannlegu verurnar, sem ]>á höfðu í skóginn komið, voru Indí- ánarnir. En þeir voru gamlir alda- vinir skógarins frá ómunatíð. Þeir voru riddarar og kappar skógarins. Þeir reistu tjöld sfn við rætur hans, og dönsuðu þar oft á kvöldin sina ægilegu stríðsdansa. Yissi þá skóg- urinn, að bardagi myndi vera í nánd. Með hægum þyt í trjálimi sfnu reyndi Skógurinn að sefa villi- mennina, því iiann vildi ekki sjá ]>á ber&st á banaspjótum, en þessar til- raunir ihans voru allar til einskis. Breyting var í nánd í skóginum. Aðrir menn fóru &ð gera þar vart við sig. Voru þeir hvítir á hörund og ólíkir mjög Indíánunum. Full- hugar mostu virtust menn þessir vera. Þeir Iétu ekkert fyrir brjósti brenina. indíánarnir reyndu að veita þeim mótspyrnu, en máttu sín lítils móti ofurhugum þessum. Leit- uðu vesalings Indfánarnir undan þeiin og flúðu lengst inn í sikóginn. Skógurinn var eina athvanf þeirra, þegar í orustu sló á milli þeirra og hinna hvítu manna. Leikslokin Ekki létu iheldur þessir harð- snúnu aðkomumenn við svo búið sitja; að sigra skóginn og tndíán- ana var þeim ekki nóg. Þeir réðust einnig hverjir á aðra, þegar frá leið. Hófst nú ægiieg styrjöld þarna við skóginn. Blóðug stríðsöld virtist runnin þar upp. En ekki var þessu þó þannig varið. Ófriði að- komumaninanna tók að linna þegar frá leið og þeir að sættast heilum sáttum. Fögur friðaröld rann þá upp í Skóginum, og hinir vösku og hugprúðu aðkomumenn fóru að snúa huganum eingöngu að því, að yrkja jörðina og ryðja skóginn Menningarbragur tók þá óðum að færast yfir landið. Stórar borgir riisu upp hér og þar. Járnbrautir voru lagðar í allar áttir út frá borg- um þessum og brunuðu eimlestim- ar eftir þeim daglega og færðu menninguna lengra og lengra inn í landið.---- Lengst inni 5 landinu, þar sem skóguriinn var enn ]>á óruddur og stórtré hans mændu við himin, skeði )>á merkilegur atburður. Af- ar einkenniiegir menn tóku að gera þar vart við sig. Menn þessir virt- ust koma úr einhverjum stað óra— óralangt í burtu, sem skógurinn og frumherjar hans, Indíánarnir, vissu ekki minstu deili á. Hvítir á hör- und voru menn þessir, sem hinir fyrri aðkomumenn, en harðla ólíkir voru þeir þeim þó í fasi og klæða- burði. En það, sem sérstaklega einkendf menn þessa, var hvað friðsamlega þeir fóru að öliu strax í byrjun. Þeir höfðu byssur meðferðis, engin vopn af neinu tagi. Stórir og föngu- legir voru menn þessir f sjón og virtust vera mestu fullihugar. Þeir kinkuðu kolli brosandi framan f Indíánana og virtust ekki óttast þá hið minsta—þó Indíánarnir gi-ettu sig í framan og gerðu sig eins hræði- lega og þeim var framast unt. Umdir eins tóku aðkomumenn þessir til starfa, því ekki voru þeir erindisleysu f þenna afskekta stað komnir. Fyrsta verk þeirra var að ráðast á skóginn.—Það var skógur- inn, er fékk að kenna á orku þeirra og harðfengi. Þeir byltu stórtrjám hans niður unnvörpum, bútuðiz þau svo sundur og tegldu þau til,— og ekki leið á löngu áður margir reisulegir bjálkakofar risu upp þarna við skógiinn.---- Og ekki var von, að Indíánarnir gæti rent grun í hvaðan þessir ein- kennilegu aðkomumenn væra komnir; þeir voru komnir svo langt að—alla leið frá landinu litla “fjærst í úthöfum”—sem ísland nefnist. — Þetta voru íslendingar. En bygðin litlá, sem hófst þarna við frumskóginn, biómgaðist og dafnaði með ári hverju. Nú eru bjálkahúsin þar óðum að leggjast niður, en stór og reisuleg skraut- hýsi að koma í staðimn. Yið bjálka- kofana gömiu eru þó tengdar rnarg- ar ljúfar endurminingar. Endur- minningar frá hinuin löngu vetrar- (Framh. á 5. bls.) Sendið Heimskringlu til hermanna á Englandi og Fraklandi K0STAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MANUÐI eða $1.50 I 12 MANUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. THE VIKING PRESS, LIMITED. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg > T >

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.