Heimskringla - 19.04.1917, Side 3

Heimskringla - 19.04.1917, Side 3
'WINNIPEG, 19. APRÍL 1917 HEIMSKRINGLA BLS. 3. 'ökkur sýndir 'helztu staðir borgar- innar; þar er inargt fallegt að líta ‘Og var l>að skemtilegur tfmi, sem við áttum_ þar. Eg gisti þar hjá Prof. Benson, sem um eitt skeið var formaður skólanna í Washing- ton, en hafði nú annan starfa á hendi. Við komum inn í stjórnar- byggingarnar og gjaldkerastofuna (“The Treasury’’); þá voru þar geymdir í gulli og silfri 165 milj. dollara; eg lyfti upp $1,000 í silfur- •doliurum og $10,000 í gulli, og mik- ið í bréfi; var okkur sagt, að þar mundi vera nálægt 800,000,000 doll- ara geymt í fjárhirzlunni þá. ■Okkur var sýnd bókhlaða þings- ins og var þar margt af gömlum bókum og málverkum að skoða. Við fórum í gegn um Hvítahúsið (The White House) og hittum þar Wilson forseta, og gaf hann okkur flagg, var síðan tekin mynd af okk- ur og forsetanum og stóð eg næst- ur þeim fynsta á hægri hlið forset- anum f annari röð að ofan; síðan kvaddi hann okkur alla með bandabandi, og lékum við að Skilnaði nokkur lög á hljóðfæri ■okkar. Þá var okkur sýnt Smith sonian forngripa og lista safnið, og farið með okkur upp á Washing- ton minnisvarðann. Prá Waishington fórum við margs vísarj en áður, og komum til Pliila- delphia 29. aprfl; þar var okkur sýnt Carnegie Hall, Independence Hall og Betsy Ross húsið, þar sem fyrsta flagg Bandaríkjanna var búið til. í Trenton, N. J., var okk- ur sýndur staðurinn þar sem Washington fór yfir Delaware ána. Við komum í Princeton háiskólann 30. apríl og hélt Hibben skólastjóri þá ríæðu yfir 8,000 nemendum. 1. maí komum við til West Orange í New Jersey og heimsóttum þar Thomas A. Edison; var ökkur sýnt gegn mn allar verkstofur hans og hlustuðum á sum af ihinum marg- breyttu hljóðfærum hans; lékum við nokkur lög fyrir hann og var síðan tekin mynd af honum með bljóðfæraflokk okkar. Frá bæ þessum héldum við til New York og fórum undir Hudson ána; þótti mér skrítið smiði á þeim göngum en ekki bar á að þau lækju. New York borg er stór <>g byggingar margar fagrar og háar, en sumstaðar eru þær ljótar og lágar, og götur óhreinar; sér- staklega er það þó þannig 1 aust- urhluta borgarinnar, og voru |>ar mörg fátæk börn að leika sér úti á óh rcinum götunum; við sáum þann sérstaka stað, sem blaða- drengirnr borða í. Eg ætlaði að skoða dýragarðinn, en ekkert varð af því; Brooklyn brúna skoðuðum við, og er það sú hæsta brú, sem eg hefj séð; þá var okkur og sýnd myndastytta frelsisgyðjunnar (Sta- tute of Liberty. Frá New York fórum við 3. maí og komum til Greenwioh, Conn.; þar stönzuðum við tvo daga og skoðuðum alla íhelztu staði þess bæjar. Þaðan héldum við til Bos- ton, Mass., 5. maí og gengum með lúðraflokki Okkar í broddi fylk- ingar til bæjarráðMhallarinnar; var þar tekið á móti okkur af borgarstjóra og öðru stórmenni. Var okkur sýnd þar Norðurkirkj- an (The Old North Church) og gamlla þinghúsið eða dómhúsið (Old Court House) og húsið, sem Paul Revere bjó í og kirkjuna sem hann hengdi ljósberana í og frá er sagt í sögu Bandaríkjanna; þá skoðuðum við herskipastöðina og sáum marga bryndreka, er voru á sveimj þar umhverfis; þóttu okkur þeir stórir og fallegir; líka skoðuð- um við Fancuil Hall, sem stundum er nefnt vagga frelsisns (Cmdle of Liberty), og skoðuðum bygging- una, «em Jenny Lind söng fyrst í; myndastyttu Bunker Hill iskoðuð- um við og margt fleira, þar á með- al stað þar sem mörg börn eða unglingar voru að leirkerasmiði; mynd tókum við af skipinu Arabic og fórum um borð í það; það átti að flytja okkur til Eng- lands. Maí 7. lögðum við á «tað frá Boston og veifuðum höfuðfötum Okkar í kyeðjuskyni til lands og þjóðar; er lialdið var frá bryggj- unni lékum við rnörg lög á hljóð- færi okkar. Ferðin gekk vel yfir hafið og lentum við í Liverpool 15. maí; þar stönzuðum við lítið eitt og héld- urn síðan beina leið til Iondon. I>ar var margt að sjá og skoða. Þar sá eg hinn stóra dýragarð, sem víða er getið. Vorum við messu í Westminster Abbey, skoðuðum stjórnarbyggingarnar og eru þær fallegar og stórar. Buckingham höllin er einnig fögur bygging. Við sáum hermenn að æfingum í skála sínium og stóðum þar sem Charles fyrsti var hálshögginn; sikoðuðum mörg forngripasöfn og margar merkisbyggingar; einnig var okkur sýnd hin mikla klukka “Big Ben’’, hin stærsta í heirni. Þá var okkur sýndur minnisvarði V’ctoriu drotnngar og Bampton Oourts, sáum þar þá stærstublóma garða í heimi, og var það yndisleg sýn. vVið sáum konungshjónin og son þein-a, prinzinn af Wales, er J>au lögðu á stað til Berlínar. Við skoðuðum og “Traitors’ Gate,’’ bygt af Henry II; við fórum í gegn um Lundúna turninn (Londón Tow- er) sem bygðar var af William þeim er nefndur er “the conqueror”; sá- um ýmsa staði þar sem háttstand- andi menn og konur höfðu verið tekin af lífi; skoðuðum gamla rómverska vegginn (The Roman Wall) er var bygður 55 áruin f. Kr. Þá vskoðuðum við St.Peters kirkj- una, er var bygð 1180; sáum Lund- úna turns brúna og Beau Champs turn, og var mörgum stórhöfðingj- um lialdið þar sem föngum fyr á tfmum. 24. maí, drotningardag- inn, var okkur boðið til veizlu í Guild Hall, af Sir Charles C. Wake- field, og bjó sá höfðingi þar; okk- ur var sýnt mest af höllinni og var sumt af henni bygt á 13. öld. Þar vorum við kyntir Roberts lávarði og fleiri stórmennum. Sir Wake- field gaf okkur öllum silfurhnífa að skilnaði. Windsor 'kastalinn er falleg bygging, og svo er Elton háskólinn. Til Southampton fórurn við 25. maí og heimsóttum Sir Thomas Lipton, er bauð okkur fram í skemtisnekkju sína, Erin; var það skemtileg stund, sem við áttum hjá honum. Sfldpið skreið aftur og fram eftir Thames fljótinu; við komum til Portsmouth hafnar og sáum l>ar skipið Victory, flaggskip Nelsonis lávarðar, og miargt fleira merkilegt. Sir Thomas sýndi okk- ur alla þá bikara og medalíur, sem hann hafði unnið á siglingum sín- um; hann sýndi okkur skipið hátt og lágt og var hinn skemtilogasti og veitti okkur af mikilli rausn; að skilnaði gaf ihann okkur nælu með mynd af einni “Shainroek” sinni, en þannig hétu kappsiglinga skip hans. Skildum við við hann um kvöldið allir glaðir í anda og hjartanlega ánægðir yfir deginum, og tókum hraðlest til Lundúna. 27. maí skoðuðum við Westmin- ster Abbey; sáum þar inargar myndastyttur af konungum og öðrum merkismönnum Englands. Margt fleira var okkur sýnt, og er það mjög fræðandi fyrir ferðamenn að sjá svona merkisstaði. Fyrsta júní vorum við gestir Richard Burbidge, 16 mílur frá London; lét hann taka mynd af okkur þar; þar sáum við herklæði frá dögum Napóleons mikla, og komum þar í kirkju, sem bygð var á 11.. öld. Einnig sáum við mörg flögg, sem borin höfðu verið í ýms- um bardögum. Um kvöldið fórum við aftur til Lundúnaborgar. — Næsta dag skoðuðum við gröf Thomais Parr. er var 152 ára þegar hann dó. Jandher Breta sáum við að æfngum, og var konungur þar viðstaddur. Þar voru fimm horn- leikaraflokkar, er saineinuðu sig í einn og var yndislegt að heyra til þeirra, og hafði gg aldrei heyrt slíkt áður. (Meira). -----o---- Um nokkur íslenzk mannanöfn Eftir Kr. Ásg. Benediktsson. (Fnamh.) 11. Goð, Guð, Gunn. Þessir nafna stofnar liafa skyldleika sín á milli. Eg tek þá þess vegna saman hér í eina deild. Goð og guð eru upp- haflega sömu stofnar. Langt aftur I germönsku málunum er uppruna myndin Gvod af því er Óðins heiti. 1 'norrænu forni er hann nefndur Vóðinn, og finst cnn í skáldamáli (einkurn í rúnamáli), þó óðinn sé aðal heiti nú ihjá öllum þjóðum. Af Gvod hefir myndast Guð, guðir Ásatrúarinnar. Með kristni er Gyðinga guðinn kallaður guð fyr- ir goð. En enn þá elzt v-ið við í nafninu, framborið Gvuð. Við segjum aldrei guð, þó orðið sé staf- að g-u-ð. V-ið heldur sér þar úr uppruna orðsins. Þá er stofninn gunn, sem kemur fram í valkyrju- heitinu Gunnur. Mörg samskeytt nöfn eru dregin af þessum stofni, þýðir þá; bardagi, orusta. Áður hefir verið getið um að ð og nn skiftast oft á í manna nöfnum, vsvo sem: Unnur, Úður. Þessi skifti á ð og nn er kunnug alt fram að 1400, Eru nóg dæmi: manni, mað- ur, kuður, kunnur, m. fl. Forn- menn helguðu börn orustum, goð- uin og vopnum, í nafnagiftum. Kristnir aftur guðum sínum. Einn af sonum Haraldar hárfagra er ýmist nefndur Goðröður eða Gunnröður, oftar þó síðara nafn- inu. Á latfnu er nafnið þýtt Gode- fridus; bendir þýðingin á, að gunn sé sama og guð. Nafnið Goð- rún (nú Guðrún) er alment stytt í Gunna, sem var líka fult nafn «br. Gunna, Genta. Stytting á nafninu Guðríður þekti eg, sem Guja. Nafnið Gunnhildur er al- gengt að fornu og nýju. Hildur er orusta og Gunnur er orusta; þýð- ing nafnsims verður því orusta- orusta. Aftur á bak er nafnið Hildigunnur, með sömu merkingu. Hildur er að vísu ein af valkyrjum. En Hildur er notað að fornu og nýju sem orustu heiti,, svo sem: mavga hildi háð, hildarleikar m.fl. Gunnhildur þýðir óefað Goðhild- ur, gunn—goð. Eg get öldungis okki viænt fornmenn þess, að þeir létu dætur sínar heita orustu- orustu, liildi hildi, bardaga bar- daga sennu sennu, gunni gunni. Hildigunnur þýðir >Tafalaust hildi- goð, hildigyðju, goð sem stólað er á til sigurs. Fornmenn hafa skilið orustu heit of vel til að tvínefna dætur síniar eftir þeim, eða festa nöfn í inálinu í asnastykkja um- gjörðum, eins og nú á dögum tíðk- ast hjá þeim, sem ekki skilja hebr- osku, en vilja endilega láta af- kvæmi sína heita Gyðinga nöfn- um. Jón Jónsson þýðir: Guð er náðugur, guð er náðugur (son). Síðar meira um íslenzku Gyðinga nöfnin. Það má líklega finna fleiri dæmi fyrir því að stofninn gunn þýðir guð, í mannanöfnum, en eg læt það nægja, sem komið er. Þau nöfn sem til forna eða fyrir kristni höfðu goð að stofni, svo sem: Goðmundur, Goðbjörg, Goð- rún, eru nú nær öll með Guð í stofni: Guðmundur, Guðbjörg* Guðrún. Þó hefi eg heyrt, að konunafnið Goðmunda «é tórandi enn þá. Eg tala ekki um, þó ein- hver breyti nafni sínu, Guðmund- ur í Goðmund. Slikar nafnabreyt- ingar teljast ekki þjóðlegar enn þá. Nafnið Gopormur, Guðormur, Godonmur og Guttormur vefst fyrir mönnum að sikilja. Það er skrifað að fornu á svo margskonar vfeu, að vel má vera að nöfnin séu tvö eða þrjú uppliaflega. Nú er það ritað Guttormur. Sé stofninn gutt í því (af gutti: “það er gutti í hon- um”; “hvaða skrattans gutti er 1 þér?”). Gutti er ólund, dutlung- ur, væri mjerking nafnsins, ólund- arormur, dutlungsskepna. Þessi gutt-stofn kemur snemma fyrir í kvæðum og sögum. Godormur, Guðormur, Guttormur finst nær jöfnum höndum.’ En Gutt þýðir óefað annað en Goð-^Guð. Gutt- ormur hét sonur iSveins konungs Úlfssonar, og margir fleiri finnast með nafni þessu. Nafn þetta er al- títt á Aiysturlandi. Á það að sumu leyti leið' sína að rekja til Orms sýslumanns í Eyjum Fúsasonar— Vigfússonar, Jónssonar* — Hann var ráðsmaður f Skálholti, þeg- *) Eg hefi eigi séð nafn Guðbjarg- ar ófeigsdóttur, systur önundar tréfóts, ritað öðru vfeL En af því hún var afamóðir ólafs konungs helga og ei var farið að rita fyr en um hans daga og eiginlega löngu seinna,'þá er líklegt að svo mikl- um helgi og krfetniblæ hafi slegið á nafn afamóður hans, að það hafi verið ritað Guð fyrir Goð, og því sé alJsstaðar skrifuð Guðbjörg. Ekki hefi eg séð, að önundur tré- fótur bróðir hennar sé nokkurs staðar bendlaður við krfetni, og ekki Guðbjörg systir hans heldur. Þeir Ólafur konungur og Grettir voru réttir fjórmenningar. Þó fórst ólafi konungi skamimarlega við Grettir. — önundur Ófeigsson tréfótur, h.s. Þorgrímur hærukoll- ur, h.s. Ásmundur hærulangur og h.s. Grettir Ásmundsson. Guðbjörg ófeigsdóttir, h.s. Guð- brandur kúla, h.d. Ástríður, h.s. Ólafur helgi Haraldsson.—Höf. *) Jón frá Kalastöðum, íbróðir Patmore’s áreiðanlega útsæði, tré, smáviður, plöntur The Patmore Nursery Co., Ltd., saskatoonMsask samsáfn no. i. Samanstendur af 22 tegundum af voru áreiðan. lega kál útsæði í pökkum og únsum, 2V* pd. af útsæði þeesu fyrir $1.25, burðargjald borgað. SAMSAFN NO. 2. 15 pakkar af áreiðanlegu útsæði fyrir 25 œnta, burðargjald borgað. SAMSAFN FYRIR BÆNDUR NO. 3. Sainanstendur af: 1 pund Mangel, 1 pd. Sugar Beet, 1 pund Swede, Vi pund Carrot, y* pund Kale og 4 pund Rape — í alt 8 pund, fyrir $3.00, burðargjald borgað. PERENNIAL SAMSAFN. Varanlegur gamaldags blómagarður fyrir 75c. Frá Hávöxnum Hollyhocks og Foxgloves, tll hinna lágfættu Forget-me-not, mun þetta blómasafn blómgast hvað eftir annað á hverju ári þangað til seint á haustin. í safni þessu eru einnig blóm sem þessi:—Iceland Poppy, Sweet Wflliam, Pinks, Canterbury Falls og mörg önnur. 20 pakkar, burðargjald borgað........75c. (VanavertS $1.50) BLÓMASAFN FYRIR SKÓLAGARÐINN. 55 pakkar af beztu blóma tegundum og marg- víslegum kál-ávöxtum fyrir ............ $1.00, burðargjald borgað VCr erum fllnniiimeiin fyrlr Meiiar*. Sutton Sobni atS lleadtnK f» línKlnndl. Vfr Hnt- □ ut I verfiakrA vorrl hU> hetni»friegn l>ea«a ftflaKH — nelt I loknTJum pökknm fyrlr 10 cent l»vern. Skrifið í dag ftir Verðskrá vorri fyrir 1917 f henni er listi yfir allar þolbeztu og áreiðanleg. ustu kálmatar og blórna útsæðis tegundir, yfir aldini, trjávið, smávið, grös, fóður tegundir ýmsar og útsæðis kartöplur. Með mörgum og góðum myndum og útskýring- um sáning og öðru viðvíkjandi. Fyrir $10 meðfylgjandi borgun með pöntun- inni sendum við .burðargjald borgað, til hvaða staðar sem er: BO Currant og Oooseberry Bushes, beztu tegund. 100 Raspberry Plants, beztu mismunandl teeundir 12 Plum ogr Fruit tré, ung og hraust tré, 2 til 3 fet á hæb, og 12 Rhubarb rætar. Alt ofantalið fyrir ..................$10.00 Vér höfum ræktaö I blóma húsum vorum og bjóöum tll sölu— BOO.OOO Caraganas, 1 tll 3 fet á hæö. 265,000 Native Maple, 1 til 3 fet á hæö. 6,000 Ontario Maple, 2 til 6 fet á hæö. 12,000 Native Ash, 1 til 8 fet á hæö. 150,000 Russian and otlrer poplar, allar stæröir. 50,000 Lilac, 1 til 3 fet á hæS. 115,000 Russlan Golden Wlllow, allar stæröir. 6,000 Crab apple and Plum Tfees. og stórt upp- lag af þolgóöum aldinum, fögrum smávlö, plðntum, o.s.frv. Patmore Nursery Co. Ltd., Brandon. Please send me Collection No------- as advertised in The Heimskringla, for which I enclose $-------1------------------- NAME ................................. ADDRESS............................... ÞAÐ ER ENGINN STAÐUR SEM JAFNAST Á YIÐ HEIMILIÐ, — ÞEGAR BRAUÐIB OG KÖKURN- AR ER BÚIÐ TIL ÚR — puRixy FLOUR MOOE BREAD <nd BETTER BPEAD’ 4 FURITy FLOUR: > ar Brynjólfur biskup kom þang- að (1639). Ormpr var mikill fyrir sér og kynwæll. Hann, er fonfaðir séra Einars Vigfússonar á Lundar. Hefir séra Einar sagt mér, að einn af niðjum Orms, klerkur sá sem Vigfús hét, þótti nafuið Onnur ó- fínt, og smelti inn í það’ Gutt- (ormi), því um laugan aldur hafði skift á feðganöfnin Vigfús Ormis- son og Ormur Vigfússon. Það mega því fleistir eða allir Guttorm- ar á Austurlandi og í Nýja íslandi þakka prcstinum fyrir |>est-a hug- ufeemi. Ormur er gamalt og gott felenzkt naifn. Sómir sér öldungis ekki miður en sum kvikindisnöfn, sem istanda góð og gild í málinu, og á engan veginn eiga að týnast úr málinu. 12. Greip er stofn f nafnin-u Greipur. (r fornt og átti heima í Noregi, en fánefnt ó íslandi. Þórir Greipsson var frá Harðangri, en Hrómundur Greipsson var af Þela- mörk. Dregið af sögninni grípa, gríp, greip—-sem nafnorðið greip, greipar, eru dregin af. Greipur er líka tröllkonu heiti. — Það hefir tíðkaist á íslandi í tyrri daga. Greipur prostur Sigurðson á Brjámslæk í Barðastrandar pró- faistsdæmi; var þar prestur 1448— 1459 eða lengur. Greipur prestur Þorleifsson á Stað á Suðfjalla- strönd (f ísafjarðar prófaistsdæmi) var prestur l>ar yfir 20 ár og lifði 1583. LSklega týnt nafn nú. 13. Grím, bæði stofn og viðliður. Grímur er afar fornt og er vel lif- andi enn þá. Það nafn er eitt af heitum Óðins. Táknar þann, sem dylst með gervi eða grímu. Gríma var konu nafn f fyrri daga. Sam- skeytt nöifn eru: Grfmkell, Grím- úlfur og Arngrímur, Hallgrímur, Steingrímur, ÞorgrSmur. Konu- nöfn: Grímildur, Hallgríma og Þorgríma. Þetta eru fornísl. nöfn og falleg; ætti ekki að leggja þau í ruslakistuna. 14. Gró. Þetta er ,fult nafn, og líka Gróa. Þýðir óefað frjóska eða gróður, af að gróa, tímgast, æxlast, blómgast, kona frjóisöm, kynsæl. Nafn þetta er eld gamalt. Sé eg enga ástæðu til að blanda nafninu eða kynfæra það til gríska gyðju- nafnsins Ohloe - eða irska konu- nafnsins Gruach, sem þýðir kona. Gróa kemur fyrir í Eddu í 'skálda- máium.* Mér finst ólíklegt að Þór hafi verið í bralli við grískar gyðj- Orms, var í miklu vinfengi við Rantzow ættina. Jón var slung- inn málaleitunarmaður, Jæss vegna sendi Þórður lögmaður hann utan í málastappi sínu við Bocholt höf- uðsmann, með árfðandi skjöl. Höfuðsmaður fyrirbauð skipum að flytja Jón út. öll skip voru far- in um haustið nerma eitt frá Yest- mianneyjum. Jón reið þá austur í Eyjar'til Orens bróður síns. Tjáði hann bróður sínum fararbann og málanauðsyn. Bað hann Orm sýna kappgirni og bragðaflækjur og koma sér út í Vestmanneyjar. Orm- ur hafði engin skip né menn heima við, þvi þetta var á skreiðartíð um haustið, og enginn skijmkostur. Ormur söðlaði hest sinn og riðu þeir bræður til strandar. Ormur vi-ssi, að séra Oremir ófeigsson hafði lent utan úr Eyjum um morgun- inn skreiðarskipi sínu. En fátt var kærleika með þeim nöfnum. Ormur prestur var mikill fyrir sér og engi aldæla. J?á bræður riðu að, var skipið affermt. Sýslumað- Ur gekk snúðugt að klerki og bað hann ljá róður út til Eyjanna, eða liggja dauður ell-a. J>að skal aldr- ei verða og brjótið skipið piltar, mælti klerkur. Sýslumaður sló nafna' sinn svo mikið höfuðhögg, að hann hneig í sandinn sem dauður væri. Ormur tók skipið og menn hans og réri út til Eyja. Náði hann fari handa bróður sin- um Jóni, og vann hann mál lög- manns ineð öllum styrk vina sinna. En sýslumanni urðu þung málaferlin við séra Orm„ því höf- uðsmaður fylgdi prest, eem vonlegt var.—Höf. *) Edda. Þorl. Jónsson, Ivaup- mannahöfn. 1875, bls. 93:—“Þórr íór heim til Þrúðvanga, ok stóð heinin í höfði honum. Þá kom til völva sú, er Gróa hét, kona ör- vandils -hins frækna; hon gól ur, eða írskar fjömkollingar, norð- ur við Elivága. Eg álít það meiri sönnun fyrir því, að þetta konu- nafn sé þaðan sem hér er sýnt, að Þorsteinn rauði Skotakonungur (Ólafesonar hvíta og Auðar djúp- úðgu) lét heita Gróu, álít eg lík- legra frá Noregi, en það, að hann hafi apað nafnið Gruaeh frá írum. Konunafnið ' Gróa hefir einlægt verið vel lifandi, frá Noregi til ís- lands, og er vel lifandi þann dag í dag á íslandi, og meðal íslend- inga í Vesturheimi. Móðir Sléttu- Bjarnar, er nam land i .Skagafirðl. hét Gróa; ömmufaðir hennar var Burisleifur (konungur i Garðaríki; 1>».: Burisleifur, Elin, Herfinnur, Gróa, Sléttu-Björn, er var Hróars- son, af Uppsalakonungum. Hans ætt er sú aðalbornasta og merk- asta landnámsætt í Skagafirði. 15. Gy (Gyð), Gý. Þessir eru stofnar nokkurra konunafna. Að eins karlmannsnafnið Gýlaugur.— Að þessir stofnar þurfi að vera komnir utan að inn í norrænt mál sé eg enga ástæðu til. Stofninn er auðvitað goð. Gyða var snennna til á Norðurlöndum. Goðríður og Gyríður er sama nafnið. í fyi'ra nafninu er f-inu slept (Goðfríður), einis og Sigriður, Guðríður, en ð í Gyrfður. Allir vita, að Gyð er af Goði. Gyðu nafnið er all fjölnefnt í fornsögunum. Gyða Eiríksdóttir á Hörðalandi má nefjia, sú er Har- aldur hárfagri sendi menq sína eft- ir, sem frillu, en hún svaraði, að hún vildi gjarnan verða drotning hans, þegar hann væri orðinn ein- vald.skonungur í Noregi, og fór hvergi* Sumir vilja bera brigður á að hún hafi verið til. Hvað um það, er ljóst að þetta konunafn Var þá uppi í Noregi og Svíþjóð. Gyða hét systir Úlfs jarfe, Gyða dóttir önundar Sviakonungs, og Gyða hét dóttir Ha'aldar liárfagra. Eft- ir 1100 fór það að tíðkast á íslandi. Nafnið kom frá Noregi. Gyrfður er líka gamalt nafn. Þá fanst varla Gyðríður, en nú er það til hér og þar. Þá er stofninn Gý, sem kem- ur fram f nöfnum; Gýlaug og Gý- veig. Að þessi stofn geti ekki ver- ið af goð og guð, er sjálfsagt að neita, ef sú fákunnátta er óþekt að fornu og nýju, að fjölmargir ritar- ar kunna ekki að stafa orðin, sem þeir eru að böglast við að rita. Sum;ir halda, að gý f þessu sam- bandi geti verið frá góligur, er þýðir fagur. Gúa hafgúa—hafgýg- ur, nöfnin Gýlaugur, Gýlaug, Gý- veig, væri ekki óhugsandi, að ættu rót síma að rakja til þessara stofna. Hafgýgjan laðar með söng, en hof- gýillinn með fríðleik. Er ekki ó- hugsandi, að nöfnin áðurtöldu væru komin upp í fjörðum eða við hafið í Noregi, eins og Hafþór, haf- guðinn. Þessi nöfn finnast tæp- lega í fal. mannanöfnum nú á dög- um, og sleppi eg þeim án frekari þankabrota. (Meira.) gaidra sfna yfir Þórr til þess er heinin losnaði. Enn er Þórr fann þat. ok þótti þá von, at hann braut mundi ná heiðinni, þá vildi ihaan launa Gró lækningina, ok gera hana fagna; sagði henni þau tíðindi, at hann hefði vaðit norð- an yfir Elivága, ok hafði borit í rneis á baki sér örvendil norðan or Jötunheimum, ok þat til jar- tegna, at ein tá hans liafði staðit >or meisinum, ok var sú frerin, svá at J>órr braut af, ok kastaði upp á himin, og gerði af stjörnu þá, er heitir örvandife-tá. 3>órr sagði at eigi mundi langt til, at örvandill mundi þeim koma. En Gróa varð svá fegin, at hon mundi enga galdra, ok varð heinin eigi lausari, oJc stendur enn í höfði Þórs.’’— Höf. EINMITT N0 er bezti tími að að gerast kaupandi að Heims- kringlu. Sjá auglýsingu vora á öðrum stað í blaðinu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.