Heimskringla - 03.05.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.05.1917, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKKINGLA WINNIPEG, 3. MAÍ 1917 Landbúnaður og sveitalíf. SPELLVIRKJAR AKRANNA. Eftir Frank W. Skinner. Af 479.162,438 ekrum Manitoha, Saskatchewan og Alherta fylkj- anna cru um 200,000,000 ekrur plóg- land. Alt þetta geysimikla svæði er gististöð gopheranna og telur fleiri gesti en fólksfjöldi allra lianda er til samans. Þegar tekið er til í- hugunar að kostnaður hóndans við að fæða dýr þessi hvert um sig er jafnmikill og útheimtist við eina hænu, en dýr þessi færa bónd- anum aftur á móti engia-n arð í aðra hönd, verður skiljanlegt hve mikið tjón þau gera. Verður þá einnig skiljanleg nauðsyn þess, að bændur sameini krafta sína með því markmiði að eyðileggjia plágu þessa. Þegar dýr þessi koma upp úr holum sínum á vorin eftir vetrar svefn sinm, eru þau soltin. Fylk- ingar þeirra ryðjast þá á vaxandi kornið á ökrunum og gera þar stórkostlegt tjón. óvinir þeirra, fálkar, uglur, últar og refir, hafa nú týnt tölunni og að mestu verið eyðilagðir,, en gopherin hafa verið skilin eftir til að margfaldast í ró og næði. Dýr þessi fjöiga með al- veg ótrúlegum hraða; eitt þeirra, sem drepið er snemma á vorin, jafnast á við 15, sem drepin eru í júnf. I>essi skiaðlegu dýr gera einna mest tjón á ökrum bænda á meðan kornið er ungt og að vaxa. Ráð- ast á hinar ungu kornplöntur og gera hræðilegan usla f akrinum, svo mikils þarfnast þau til að seðja hungur sitt. Ef plöntur þess- ar fengju að ná fullum þroska, myndu þær að stórum mun auka framleiðslu bóndans. Búfræðing- ar segja að eitt par af gopherum eyðileggi eitt bushel af korni á ári. Tjónið af hálfu dýra þessara verður því ótrúlega mikið. Ef gengið er út frá því, iað um 2,000,000,000 af þeim séu í Canada og eitt par af þeim eyðileggi bushcl korns á ári, þá verður tjón þeirra í alt 1,000,000,000 bush. árlega. Til þess að gera tjón þetta enn skilj- anlegra er heppilegt að miða það við ekrutalið, sem nú er unair ræktun í Canada, og gera ráð fyrir 10 gopherum á hverja ekru, sem búnaðardeiidir stjórnarinnar segja ekki of mikið í lagt. A^erður ár- iega tjónið )>á $200,000,000, cða með öðrum orðum $25 á hvern mann, konu og barn í landinu. Tilraunir í þá átt að útrýma spellvirkjum þessum hafa sýnt, að það sé mögulegt. Margir bændur munu þó segja þetta ósatt vera. En sannleikurinn er þó samt sem áður sá, að reynslan hefir sýnt að þetta sé hægt, en það útheimtir öflugia samvinnu bændanna og hvers einasta landeiganda til sveita. Ef hver slíkur landeigandi og bóndi væru svo forsjálir að gera ítrustu tilraunir að sporna á móti rándýrum þessum strax á vorin er þau fyrst koma upp úr holum isínum—með því að bera eitur í hverja holu og halda eitri þessu við á tíma þeim, sem líður frá því þau fyrst gera vart við sig og þangað til kornið er fullvaxið á ökrunum — þá mætti alveg koma í veg fyrir plágu þá, sem hlýzt af völdum gopheranna. En þó að- ferð þessi sé nothæf í allia staði og þörfin brýn, virðist þó ekki unt að vekja meðvitund hvers einasta bónda fyrir þessu, né gera skiljan- lega stórhættu þá, sem hér er á ferðum. Margir vanrækja þetta því gjörsamlega. Þó verður sá sannleikur ekki hrakinn, að hver sá bóndi, sem varúðar vill gæta, getur komið f veg fyrir tjón goph- era á landi sínu. Það útheimtir mikla vinnu og fyrirhöfn—sem borgar sig þó vel. Utan þess að spornað sé rækilega á móti gopherum þetta vor og reynt sé að bana þeiin sem flestum, mun upp.skeran í Canada næsta haust bíða stórlegan þaga af völd- uin þeirra. Vanræki bændurnir þetta. eins og hætt er við mcð j rwargia. lieirra, verða aliar tilraunir þátíðarinnar í ]iessa átt að engu og þessi skaðlegu dýr halda áfram að inargfaldast með sama liraða og áður. bess vegnia er lífsnauðsyn að hver einasti bóndi . hefjist handa strax í vor gcgn þessuin spellvirkj- um akranna og reyni að eyðileggja þá eftir því sem honum er framast unt. Aldrei hefir f sögu Canada verið mciri þörf en þetta yfirstand- andi ár tað framleiðsla bændanna geti verið í fullivm mæli, — áldrei hefir ]>etta verið þýðingarmeira en n ú. bess vegna er nú sérstaklega áríðandi að hver einasti bóndi leggi fram '‘ísjnn skerf” í þarfir lands og þjóðar — og reyni af fremsta megni að bana öllum þeim gopherum, sem liann getur. Nýlega staðhæfði prófessor V. W. Jackson, kennari við búnaðarskól- ann í Manitoba, að eftir vandlegt yfirlit yfir 25 townships í Manito- ba, þá hafi hiann gert ráð fyrir því að þar væru að minsta kosti níu miljónir gophera, er gerðu bænd- um árlegt tjón sem næmi í það minsta $2,250,000. Sömuleiðis sagði hann meðal anniars; “Tölur þessar eru áreiðanlegar og sýna að tjónið, sem hlýzt af dýrum þessum, nemur rúmlega útsæðis- kostnaðinum, eða nemur um $2.50 á hverja ekru, og í mörgum héruð- um er það tvöfalt meira en þetta. I>egar tekið er til greina að .eitrið, sem* útheimtist gegn spellvirkjum þessum, kostar bóndanri ekki meira en 3 cent fyrir hverja ekru, þá verður skiljanlegur hagnaður- inn af að viðhafa það, og sé þetta gert á réttum árstímum, er þetta óbrigðul aðferð gegn þessum skað- legu rándýrum bújarðanna.” Tilraunir hafa verið gerðar af búnaðarskóianum f Manitoba að vekja bændur til meðvitundar fyr- ir plágu þessara skepna. Augiýs- ingar þetta áhrærandi og bend- ingar var byrjað að senda út síð- ast liðið vor. Vonandi er, að bænd- ur ifylkisins færi sér þetta í nyt. KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbaetir : un 1 / »» oylvia “Hin leyndardómsfullu skjöl’ “Dolores” «« T / f / »1 Jon og Lara “Ættareinkennið” “Bróðurdóttir amtmannsins” ««T / ** Lara ««i •. •• * • •» Ljosvorounnn "Hver var hún?’ “Kynjagull” Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía ....................... $0.30 _ Bróðurdóttir amtmannsins ..... 0.30 Dolores . ..................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl...... 0.40 Jón og Lára .................... 0.40 Ættareinkennið.................. 0.30 Lára............................ 0.30 Ljósvörðurinn................... 0.45 Hver var hún?................... 0.50 Kynjagull...................— 0.35 N M m m N M m m v^v o y y y <£* <■? Æskulýðurinn FERÐ KRING UM HNÖTTINN Eftir J. S. (Niðurl.) Tasmania er eyja, sem liggur í hásuður frá suðuroddia Ástralíu, á liriðja hundrað mílur. Skipið, sem flutti okkur Jiaiigað, heitir Loong- ana. 14. okt. lentum við í Lannces- ton Tas, gcngum ögn um bæinn of tókum síðan hraðlest til Hobarts; þar var okkur tekið sem annars staðar, haldið samsæti af stjórmar- ráðinu og öðru stórmenni, og verð eg aldrei svo gamali, að eg gleymi þessari ferð. Á meðan við döldum í Hobart hélt eg ásamt öðrum dreng til hjá Mrs. Woods; og er ó- mögulegt að hugsa sér meiri um- önnun hjá nokkurri móður en hún sýndi okkur þann tíma sem við dvöidum hjá henni. Það er fagurt útsýni frá Hobart: á bak við bæ- inn f dálítilli fjarlægð stendur fjallið Wellington, með skrúðgræn- ar hlíðar og hvitan hjálm á höfði. Það var ekið með okkur í bifreið- um langt upp í íjallið og gengum við svo það sem eftir var alla leið upp á topp; var þaðan hið fegursta útsýni, er eg hefi nokkurn tíma augum iitið: að horfa niður af hvfta hjálminum yfir skrúðgrænar hifðarnar og skógi vaxnar og und- irlendið, að sjá hvar lækirnir lið- uðu sig niður eftir hlíðinni í óbtal bugðum, að horfia yfir fagra bæina og út á lygnan sjóinn í glaða sól- sikini og morgunkyrðinini, hvað getur verið fegurra. Yið fórum víða um eyna og gekk alstaðar vel. Á skemtibát fórum við upp eftir Brouns ánni og skoðuðum Willl- amson forngripasafnið, sem er prí- vat eign; það var skemtileg ferð; einnig voru okkur sýndir lysti- garðiar bæjarins. 6. nóv. héldum við á stað frá Tas- maníu til Meibourne á Ástralíu, f gufuskijiinu Loongana. Lentum í Meibourne þann 7. og kom þar á móti okkur stór drengjahópur með hornleikaraflokk sinni, og var okk- ur sagt að ganga til bæjarráðs hall- arinnar; þar tók á móti okkur Hennessy borgarstjóri og Sir^Geo. Reed. Buðu þeir okkur velkomna. Meðan staðið var við í Melbourne vorum við alt af í heimboðum hjá merkasta fólkinu þar; var farið með okkur um alLan bæ og okk- ur sýndir allir hinir merkustu staðir. Margir smábæir eru í nánd vlð Melbourne, svo sem Eootscray, Amadale, Brunswick Williamston, Canterburry, Seelang og Coiac. 1 Terange kom eg á hestbak og þótti þlað mjög gaman. — 5 des. komum við til Warrniampool og sáum þar vefnaðarverksmiðjur. 9 des. komum við til Ilamilton og sá eg l>ar stærsta naut, sem eg hefl nokkuru sinni séð; það vóg 2 tonn eða 4,000 pund, sem er laglegur biti. — 18. des. var komið til Ballamt og skoð- uðum þar hinn eina bardagavöll í Ástralíu. Til borgarinmar Sidney komum við 31. des. og biðum þar í viku eft- ir skipi, sem átti að fara með okk- ur til Mianilla á Eilippseyjum. — Meðan á biðinni stóð skoðuðum við allan bæinn, þáðuin heimboð borgarbúa og sýndum leiki okkar í leikliúsunum; einnig fórum við í ýmsa smábæi í grend við Sidney og sýndum þar listir okkar; og var okkur alstaðar vel tekið. Frá Sidney lögðum við 7. jan. á gufuskipinu Empire. Lét skip- stjóri útbúa sundlaug handia okk- ur á þilfarinu, og var hún sannar- lega notuð. Á leiðinni norður með ströndum Ástralíu komum við víða í iand, svo sem í Brisbane og Tounsville í Queensland í Norður- stralfu. Yíða þótti okkur fallegt á þessari leið. Yfir miðjiarðarlínuna fórum við 27. jan. og komum til Maniilla að kveldi 31. janúar. 1. febrúar fórum við snemma á fætur, því nú áttum við að skilja við skip okkar cftir 3 vikna ferð með því frá Sidney í Ástralíú. Við tókum dót okkar saman og vorum allir skoðaðir og tilbúnir að fara í land kl. 10. Er við stigum af skipi Var margt fólk saman komið ’ ar með 2 hornleikaraflokka til að taka á móti okkur. Var strax hafin gangta eftir aðalgötu bæjarins og staðnæmst við bæjarráðshúsið; þar var okkur vel tekið af borgar- stjóra og öðru stórmenni og af- henti bæjarstjóri okkur “lykil” bæjarins. Eftir þá athöfn var okk- ur vísað til staðar þess, er við átt- um að halda til á; vai; ]>að fallegur grasflötur með 19 tjöldum á; en mat fengum við annarstaðar. Hér var margt að sjá sem annars stað- ar. Okkur var sýnd St. Nicholas kirkjian, og er hún bygð með gamia rómverska sniðinu, og eru þar margir grafnir undir gólfi; fjarska gainalt orgel og tvö heigi-skrín (shrine) handútskorin og var ann- að þeirra flutt frá Mexico fyrir 400 árum síðan. Þá skoðuðum við St. Frances kirkju, sem er mikið yngri, og var öll hvelfingin í henni út- skorin. Miargt fleira var þar og merkilegt; einnig sáum við San Domingo Gothic bogann; er hann allur útskorinn og mjög fallegur; þar voru okkur sýndir presta- skrúðar frá 1525. Við fórum um allan bæinn og skoðuðum alt ]>áð inerkilegasta. Út á landsbygðim fórum við oig sáum þar á einum stað að fóik var að fata]>votti; virt- ist mér það berja óhreinindin úr fötunum á grjótinu. Hinn 6. febr. var ekið með okkur til Harris l'andstjóra, sem tók okk- ur mætavel. Sama dag lögðum við á stað til Hong Kong í Kína á gufuskipinu Zafino og komum til þess staðar 9. febr. Þar biðum við 4 daga og bar ekkert sérstaklegt fyrir augu það er frásagna sé vert. Frá Hong Kong fórum við laftur 14. febr. áleiðis til Shanghai 1 gufu- skipinu Shingo Maru. Þar virtist alt frekar dauft og lítið að sjá; þó var staðið þar við heilan dag og sfðan haidið áfram á sama skipi til Nagasaki í Japan. Þar sáum við bryndrekann Sumatra, er Japans- menn voru að byggja. Við fengum okkur fylgdarmann, er sýndi okk- ur alla merkisstaði í borginni, svo sem pósthúsið, bæjarráðshöllina og aðrar stjórnarbyggingar; þá var okkur sýnt fornt Búddahof og grafir presta hans, og hafði aska þeirra verið látini í steinkrukkur eða potta og steingoð sett þar hjá til að gæta þeirra; þar var og stór myndastyttu af Budda, 10 fet á hæð. Mörg fleiri goðahof sáum við sem öll voru hvert öðru lík. Okk- ur var sýndur liinn mikli pottur, sem er 230 ára gamall; var hann gerður eftir fyrirsögn presta, er hallæri gekk yfir landið. Prestarn- ir tóku hrísgrjónin og létu í pott- inn og biessuðu yfir þeim á meðan þau voru að soðna; síðan var mat- urinn skamtaður og borinn út á ineðal fólksins. Við komuin inn í kirkju, þar sem við þurftum að taka af okkur skóna, og var þá ekki trútt um að sumir færu að brosa; — ef til vill hefir sézt gat á sokk. Við héldum á stað frá þessari borg þann 20. og komum til Kobe næsta dag; fengum við að fara þar í land, og ætlaði eg að kaupa mér bréfspjöld f búð einni skamt frá lendingunni; en búðarmaðurinn neitaði að taka af mér Bandaríkja peninga, svo ekkert varð úr kaup- unum. — Til Yokohama komum við 22. febr.; v$r þar þá snjókoma og sýndi mælirinn 35 gráður; hér var lítið að sjá, og tókum við hrað- lest til Tokio. Á þeirri leið sáum við hrfsgrjóna akra, sem allir voru þaktir snjó. í Tokio leigðum við okkur burðarmenn, sem fóru með okkur um borgina tii allra helztu staða þar. > í Tokio var lftil við- staða og lögðum við á stað heim- leiðis '25. febr. á skipinu Shingo Marú. Daginn eftir að við lögðum á stað vorum við allir bóiusettir og var sjór ]>á mjög úfinn orðinn; en um kvöldið versnaði svo að loka varð öilum gluggum og uppgöngum, því stórsjóarnir brotnuðu á þilfarinu h-ver eftir annan og var því líkast sem þeir mundu færa skipið í kaf. — Nú er fljótt yfir sögu að fara, því nú vorum við að fara yfir Kyrra- hafið, seinasta áfangann. Okkur gekk ferðin vel og kl. 5 að morgni 12. marZ vaknaði eg og flýtti mér upp á þiljur; sá eg þá, að við vor- um komin undir land. Klukkan 7 sama morgun sigldum við inn um hið gullna hlið (Gol- den Gate) og sá eg þá strax Kletts- húsið” (Cliff House). En rétt um leið rendi smábátur upp að hlið skipsins og komu á þilfar bæði læknir og tollþjónar; vorum við svo allir skoðaðir og dót okkar. Gerðust nú drengir kátir, er þeir nálguðust bryggjuna nr. 34, og var hún þakin af fólki. Var þar fyrir hornleikaraflokkur, er þeytti lúðra sína af miklum móði; næst lékum við nokkur lög á okkar hljóðfæri; en nú var skipið að leggjast að feryggjunni og fórum við þá að hrópa kveðjuorð til vina og vanda- manna. “Sæl, mamma; hvar er pabbi; sæl systir, hvar er systir mín?” þetta gekk á víxl fyrir okk- ur þangað til við fengum að ganga af skipi, og var eg á sömu mínútu vafður í örmum móður minnar og systra. ó sá fagnaðarfundur; en faðir minn var að vinnu og gat okki komið. Þegar við vorum búnir að heilsa kunningjunum, var hafin ganga upp Market stræti og þaðan til Marshall Square. Þar komu til móts við okkur Ralph borgarstjóri og aðrir höfðingjar bæjarins, sem buðu okkur velkomna í nafni GISLI GOODMAN TINSMIÐUR. VerkstœTSi:—Horni Toronto 8t. o* Notre Dame Ave. I'houc Garry Ilelmllls Garry H09 J. J. B/LDFELL FASTEIGNASALI. Union Bnnk r>tb. Floor No. ftM Selur hús og lót5ir, og annaTJ þar kZ lútandi. Útvegar penlngalán o.fl. Plione Mnln 2685. --------—---------------^ TH. JOHNSON, Úrmakari og GullsmiSur Selur giftingaleyfisbréf. Sérstakt athygli veitt pöntunum og viögrjöröum útan af landi. 248 Main St. - Phone M. 6606 J. J. Swanson H. O. Hinrtksson J. J. SWANSON & CO. PASTEIGNA9ALAR OO pcnlnKa miniar. Talsimt Maln 2697 Cor. Portage and Qarry, VVlnnloe* MARKET HOTEL 146 Prlne *aa Street á nóti markaíinum Bestu vínföngr, vindlar og a«- hlyning góö. lslenkur veitinga- mat5ur N. H&lldórsson, leiöbein- ir Islendingrum. P« O’CONNEL, Elgandi Wlnnlpecc Arni Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON LðGPRÆÐINGAR. Phone Main 1661 «01 Electric Railway Chamberi. Talsími: Maln 6302. Dr.y. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason Phynlclan an«l Sursreon Athygli veltt Augna, Eyrna og Kverka SJúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skuröi. 18 South 3rd St., Grand ForEra, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD IIIH.ni.VG Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar elngöngru augna, eyrna, nef ogr kverka-sjúkdóma. Er aS hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h. Phone: Main 3088. Heimlli: 106 Olivia St. Tals. Q. 2316 Vér höfum fullar birgöir hrein- 9 ustu lyfja og: meöala. KomiB 1 met lyfsetila ytiar hingatS, vér f gerum metSulin nákræmlega eftir A ávísan læknisins. Vér sinnum f utansveita pöntunum og seljum á g'iftingaieyfl. : : : ; f COLCLEUGH & CO. ! Notre Dnme Sc Sherhrooke Sti. V Phone Garry 2690—2691 \ A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnatiur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvartSa og legsteina. : : 813 SHERBROOKE ST. Phone G. 2152 WINNIPEG AGRIP AF REGLUGJÖRÐ om heimilisréttarlönd í Canada og Norðvestnrlandinu. Hver fjölskyldufatiir et5a hver karl- matSur sem er 18 ára, sem var brezkur þegn í byrjun strítSsins og hefir veritl þatS sitSan, etsa sem er þegn BandaþjótS- anna etSa óhátSrar þjótiar, getur tekltS heímilisrétt á fjórtSung úr sectíon af ó- teknu stjórnarlandt í Manitoba, Sas- katchewan etia Alberta. Umsækjandl vertSur sjálfur atS koma á landskrif- stofu stjórnarinnar et5a undirskrifstofu hennar í því hératSi. í umbotSi annars Skyldur:—Sex mánatSa ábútS og ræktun má taka land undir vissum skilyr'ðum. iandsins á hverju af þremur árum. í vissum hérutSum getur hver land- landnemi fengitS forkaupsrétt á fjórtS- ungl sectionar með fram landi sínu. VerC: $3.00 fyrir hverja ekru. Skylður: Sex mánatSa ábúð á hverju hínna næstu þrlggja ára eftir hann hefir hlotið eignarbréf fyrir heimilisréttar- landi sínu og auk þess ræktatS 50 ekrur á hinu seinna landi. Eorkaups- réttar bréf getur landnemi fengið um leiS og hann fær heimilisréttarbréfitS, en þó met5 vissum skilyrtSum.. Landnemi, sem fengitS hefir heimilis- réttarland, en getur ekki fengitS for- kaupsrétt (pre-emption) getur keypt heimilisréttarland i vissum héruðum. VertS $3.00 ekran. VertSur atS húa á landinu sex mánuði af hverju af þrem- ur árum. rækta 50 ekrur og byggja hús. sem sé $300.00 virtSi. Þeir sem hafa skrifatS sig fyrir helm- ilisréttarlandi, geta unnits landhúnats- arvinnu hjá bændum i Canada áritS 1917 og timi sá reiknast sem skyldu- tími á landi þeirra, undir vissum skil- yrðum. Töegar stjórnariönd eru auglýst etSa tllkynt á annan hátt, geta heimkomnir hermenn, sem verits hafa í herhiónustu erlendis og fengið hafa heiðarlega lausn, fengitS eins dags forgangs rétt til a?S skrifa sig fyrlr heimilisréttar- landi á landskrifstofu hératSsins (en ekki á undirskrlfstofu). Lausnarbréf vertSur hann at5 geta sýnt skrlfstofu- stjóranum. W. W. CORY. Deputy Minister of the Interior. Blöð, sem flytja auglýsingu þessa í heimildarleysl, fá enga borgun fyrir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.