Heimskringla - 03.05.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.05.1917, Blaðsíða 1
/---------------------------------- Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. Við höfnm reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifæri til að rejjn- ast þcr vel. Stofnsett 1905. IV. R. Fowler, Opt. *________________________________/ XXXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 3. MAÍ 1917 NR. 32 Bandamenn vinna stórsigra víðsvegar á Frakklandi Á mánudaginn brutust Frakkar í gegn um vígi óvinanna í grend við Rheims og hröktu þá þar til baka á sex mílna svæíi. Þenna sama dag skutu Bretar 17 loftbáta niíur fyrir Þjóíverjum, en mistu 9 sjálfir. Á austur herstöðvunum gerast nú engin stór- tíSindi, en BandaþjóÖunum gengur þar alt af heldur betur. — Hersveitir Canadamanna hafa fengiS mikií hrós fyrir framgöngu sína á Frakldandi í seinni tíð, sérstaklega fyrir aÓ taka þorpið Arleux. — Sagt er að Bethmann-Hollweg, ríkis kanzlari Þjóð- verja, muni leggja nýjar friðar-tillögur fyrir þingið seinni hluta þessarar viku. Einnig er því fleygt, að Rússar muni ef til vill semja sérstakan frið við Austurríki, með því augnamiði að geta sem fyrst kollvarpað Þjóðverjum. Stríðs - f réttir Frá Frakklandi. Bandamönnum á Frakklandi gekk vel í síðustu viku. Vikan Byrjaði með öflugu áhlaupi Breta fyrir suðaustan Ariias. Þrátt fyrir xnikla mótspyrnu óvinanna hröktu Bretar þá á stórum svæðum og tóku af þeim marga fanga. Ekki verður aunað sagt, en Þjóðverjar revndu að verjast af kappi; en liótt þeirr otuðu fram öllu sínu varaiiði og viðhefðu allan sinn mátt, urðu þeir víðast undan að hrökkva við áhlaup brezku her- •sveitanna og Canadamannanna. Áhiaup Þjóðv. á móti komu þoim að litlu haldi. Alt virðist benda til þess, að þeir séu ekki lengur jafningjar Breta, þegar til bardaga kemur. Yfirburðir á þeirra hlið, hvað herútbúnað og annað snert- Ir, eiga sér nri ekki stað lengur.— Um miðja vikuna hertóku Bretar smáþorpið Bilhem fyrir austan ' Havineourt skóginn, sem svo mik- ið hefir verið barist um, en er nú allur í höndum Breta. Höfðu þeir þá tekið á fjórða þúsund fanga frá frá því á mánudaginn og þar með -56 yfirliða. Áframhald þeirra hélt þá áfram við Searpe ána og mættu þeir þar töluverðri ipótspyrnu; en einna mest bar á vörn Þjóðverja ú milli Lens og Vimy hæðanna. Þtar beittu þeir öllu varaliði sínu ©g gerðu hvað eftir annað öflug á- hlaup gegn þeim hersveitum Breta. ©r þarna sóttú að þeim. En ekki bar þetta mikinn árangur, þvf þeir voru víðast hvar hraktir aftur á bak. Tóku Bretar á svæði þessu ©g víðar mörg helztu vígi þeirra. —Loftbáta ílotar brezku hersveit- anna hafa tekið þátt í öllum þess- vim bardögum og verið á einlægu sveimi yfir herbúðum óvinanna og njósnað um hverja nýja hreyfingu. Einn daginn týndu tölunni 40 loftbábar á Þjóðverja hlið og voru 15 af þeim alveg eyðilagðir, en þenna dag fórust að eins 2 loftbát- ar á Breta hlið. — Hersveitir Can- adamanna tóku þátt í þessum seinni áhlaupum og gengu fram hraustlega að vanda. í byrjun þessarar viku gerðu Bretar stórkostieg áhlaup á her- stöðvar Þjóðverja í grend við Dou- ai og hröktu þá þar á þriggja mílna svæði. Tóku Canadamenn þorpið Arleux, sem er skamt fyrir austan Vimy hæðirnar. Hersveitir Erakka voru heldur ekki aðgerðalausar síðustu viku. Á öllum svæðum héldu þær áfram sókn sinni ©g létu óvinina engrar hvíldar njóta á nóttu eða degi. Um miðja vikuna unnu Frakkar töluvert á Þjóðverjum f Aisne héif- aðinu og hröktu þá þar á allstóru svæði. Einnig bar þá mikið á sigr- um Frakká í Champagne. Víðar gekk frönsku hersv. vel og fyrir austan Craonne brutu þær á bak aftur áhlaup Þjóðverjia. Einnig gerðu Þjóðverjar mörg og öflug á- hlaup á vfgi Frakka í grend við Ypres, en urðu undan að hörfa. — 1 byrjun þessarar viku bar einna mest á sókn Frakka fyrir norðvest- an Rheims og tóku þeir þar á sunnudaginn 200 menn fanga af liði hinna þýzku. 1 Mesopotamíu hafa Tyrkir verið hraktir lengra norður á við eftir bðkkum Tigris fljótsins, og hafa Bretar tekið marga menn þeirra fanga og miklar birgðlr af vopn- um þeirra og vistum. Eins og sagt var frá lítillega í seinasta blaði tóku brezku hersveitirnar járn- brautarstöðina Samara og var þetta þeim hinn stærsti sigur. 667 menn af liði Tyrkja voru þarna teknir fangar og 20 yfirliðar. Einn- ig náðu Bretar þarna frá Tyrkjum afar miklum skotfæra birgðum og fleiri hundruð járnbrautarvögn- um. Á herstöðvum Rússa voru háðir allharðir bardagar síðustu viku og veitti Rússum víðast hvar ögn bet- ur. 1 Rúmenfu náðu þeir aftur á sitt vald skotgröfum, sem áður höfðu frá þeim verið teknar. Austurríkis hersveitirnar gátu á einum stað við Cirne brotist gegn um skotgrafir Itala, en ítalir fengu þó hrakið þá þaðan aftur. En mikið mannfall var á báðar hliðar. í Macedoníu brutust Bretar fram á tveggja og hálfrar mílu svæði á milli Doiran vatnsins og Doldzeli, eftir þriggja daga sókn. Tóku þeir þar marga fanga og komust um 500 yards áfram norður af Doldzeli. Enn hafa ekki ljósar fregnir borist frá stöðvum þe«sum. --------o-------- Frá Bandaríkjunum. Allur stríðsviðbúnaður heldur áfram í Bandaríkjunum með full- um krafti. Herskylda hefir nú verið samþykt þar á þinginu. Margir þingmenn «em áður voru andvígir þessu frumvarpi forset- ans, greiddu atkvæði með því er til kastanna kom. Ráðstöfun var svo ger fyrir her, sem sé 1,900,000 menn í alt. öflug liðsöfnun á taf- arlaust að hefjast og fáist ekki nógu margir sjálfboðaliðar verður gripið til herskyldunnar. — Sýnir þetta ljóslega áhuga þann, sem nú er vaknaður í Bandaríkjunum. — Samkomulag ríkir þar einnig, sem óvíða þekkist. -----o----- Hveitikorns verzlun sett skilyrði. Yerð hveitikornsins í Canada og Banidaríkjunumi hefir svifið iskýj- unum ofar í seinni tíð. Hlutfalls- lega við þetta hefir líka verð hveitimjölsins einlægt verið að stíga hærra og hærra. Horfði þetta til mestu vandræða, en fáum var skiljanlegt hvar ©rsök alls þessa ófagnaðar væri að finna. Enda er hveitimarkaðurinn hér flestum mönnum hulin ráðgáta. Flesta mun þó hafa rent grun f, að þessi afskapa verðhækkun á hveitikorn- inu væri óeðlileg og einhverjir ó- svífnir fjárglæframenn á bak við þetta alt. Gegn aðförum slíkra seggja stendur alþýðan jafnan magnþrota—henni eru þá eins og allar bjargir bannaðar. En á laugardaginn var skeður ó- væntur atburður. Kornkaup- manna samkundan (Grain Ex- change), sem hingað til hefir leyft öllum kornkaupum að fara í gegn afskiftalaust, tekur sig til og legg- ur bann fyrir að nokkur kornkaup séu ger nema með hennar sam- þykki. Fyrst hafði kornkaup- mönnum öllum verið tilkynt, að brezka stjórnin myndi ekkert korn kaupa meira að svo stöddu, og væri markaðinum því lokað úr þeirri átt. En tilkynning þessi bar engan árangur ©g kornverzlunar- braskið hélt áfram með sama hraða og áður. — Tók kornkaup- manna samkundan því völdin í sínar hendur. Sló þá öllu í dúna- logn og hefir kornverðið heldur stigið niður síðan. Tíminn einn verður þó að skera úr því, hvernig þetta gefst. ------o----- Búfræðingar frá Bandaríkjunum. Stór hópur af búnaðarskóla námsmönnum frá Illinois í Banda- ríkjunum kom hingað til Canada í vikunni sem var. Voru þeir um 500 talsins og alt ungir menn og hinir efnilegustu. Eru þeir hing- að komnir til þess að aðstoða hér við bændavinnuna í sumar. Voru námsmenn þessir sraddir hér í Winnipeg á föstudaginn og mættu l>eim hér beztu viðtökur. Enda eru þeir komnir í góðum tilgangi. — Kátir og fjörugir voru piltar þess- ir og enginn útlendingablær á þeim. Enda eru þeir ekkert ólíkir Ganadamönnum og tala sömu tungu. Eftir litla dvöl hér lögðu þeir áleiðis lengra vestur, og er nú verlð að dreyfa þeim á milli bænd- anna, sem þeir eiga að aðstoða við uppskeruna í surnar. Án efa verða landbúnaðar námsmenn þessir Canadabændunum happagestir. ---------------o------ Tundurskipum Þjóðverja sökt. ar. Þjóðin þrái að visu frið, en ekki frið án samkomulags liennar og hinna bandaþjóðanna. Sú stefna, að semja frið við Þýzka- !and í bága við bandaþjóðirnar, liafi dáið út með hinni gömlu stjórn. Þjóðin sé nú stöðug í þeirri stefnu, að við Þýzkaland og hinar óvinalijóðirnar verði að stríða unz sigur sé fenginn. Stjórn- arbyltingin liafi gert þjóðina á Rússlandi bjai tsýna meir en nokk- uð annað, en þó um leið vakið henni eldmóö í brjósti hvað strfð- ið snertir. Þessi orð forsætisráðherrans á Rússlandi ættu að eyða þeim grun manna, að Rússar séu Banda- mönnum ótrúir. Þrátt fyrir allar æsingar Jiýzk-sinnaðra jafnaðar- manna ,er vonandi að þessi agstaða rússnesku þjóðarinnar breytist ekki. ------o----- öfluga aðstoð hinir ýmsu partar brezka ríkisins hefðu veitt. Stríð þetta hefði því sameinað. krafta alríkisins. Enda mætti margt og mikið af stríðinu læra. En lærdóm þann yrði þjóðin að meðtaka með stillingu og gætni. Byltingamenn- irnir væru oft mestu íhaldsmenn þjóðanna. Þess vegna yrði að fara varlega. — Hann kvaðst ekki full- yrða, að striðið myndi endast út árið 1918, en' þjóðin mætti ekki neitt eiga á hættu. Það er takandi mark á orðum annars eins manns og Lloyd George. Hann er nú einn af merk- ustu stjórnmálamönnum heinis. Hann er bæði vitmaður og hug- sjónamaður og hefir staðið á bak við allar helztu umbótahreyfingar á Englandi í seinni tíð. -----o---- Fréttir frá Þýzkalandi. 1 vikunni sem leið gerðu tund- urbátar Þjóðverja mörg áhlaup á franska og enska hafnarbæi. En ekki varð tjón .mikið áf þessu. Einna öflugast var áhlaup þeirra á Ramsgate á Englandi. En ensk varðskip komu þá að og eftir harð- an slag þar sem “menn ruddust um bæði borð’’ eins og i gamla daga, var tveimur tundurbátun- um þýzku sökt, en hinir hraktir á flótta. f einum sjóslagnum mistu Frakkar einn tundurbát sinn, — Allmikið skipatjón varð síðustu viku af völdum neðansjávarbát- anna. Þjóðverjar eru ekki enn ]>á af baki dottnir með þessar tilraun- ir sínar að “svelta” Breta til dauða. En þó hættan, sem af þessu stafar, sé alvarleg, hefir hún þó ekki eins mikla l>ýðingu og Þjóðverjar virð- ast halda. ------o----- Rússar stöSugir. Lvoff prins, forsætisráðgjafi liinnar nýju stjórnar á Rússlandi, hefir neitað því nýlega, að nokkur líkindi séu þess að Rússar inuni viljugir að semja sérstakan frið við Þýzkaland. Segir hann, að þetta sé alveg gagnstætt vilja þjóðarinn- Fréttir úr bænum. Grein eftir Paul Bjarnason í Wynyard komst ómögulega í þetta blað sökum rúmleysis, en liemur f næsta blaði. Frú Halldórsson, kona Halldórs Halldórssonar fasteignasala, sem lengi hefir legið veik í lungna- bólgu, er nú á góðum batavegi, og er það öllum vinum þeirra hjóna gleðifregn. Jón Jónsson, frá Siglunes P.O. sonur fyrrverandi alþingism. Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót, var nýlega skorinn upp hér á spítalianum við hálskyrtlaveiki. Uppskurð þann gerði dr. Jón Stefánsson og hepn- aðist vel. Guðjón Jónsson, sem lengi hefir verið búsettur hér í bænum, er að flytja út á land með fjölskyldu sína. Hann hefir fest sér land í grend við Silver Bay, tíu mílur frá Ashern, Man. Samsæti var þeim hjónum haldið á lieimili Sigurðar Anderson á laugardagskveldið vtar og voru þau þar sæmd gjöfum. Blaðið “Wynyard Advance” seg- ir látinn að heimili sínu um 4 míl- ur suður laf Wynyard, Pétur Ás- mundsson, 39 ára gamlan. Bana- mein hans var ígerð í maganum. Hans er sárt saknað af eftirlifandi eiginkonu og vinum og vanda- mönnum. RæÖa Lloyd George. Viðhafnar samsæti mikið var Lloyd George, forsætisráðgjafa á Bretiandi, nýlega haldið í Lund- linaborg. Helztu stórmenni Breta voru þar saman komin og allir fulltrúar liinna ýmsu parta alrík- isins brezka, sem setið hafa alríkis ráðstefnuna nýafstöðnu. Alt var gert til að gera samsæti þetta sem virðulegast í garð forsætisráögjaf- ans, enda nýtur hann yfirleitt mik- illar hylli. Enginn maður af stjórn- málamönnum Breta hefir verið atkvæðameiri eða snjallari til framkvæmda en hann síðan stríð- ið byrjaði. 1 samsæti þessu hélt hann ræðu, sem vakið hefir mikia eftirtekt. — Fjallar ræða þessi öll um stríðið og er þrungin af bjartsýni. Telur forsætisráðgjafinn endalok stríðs- ins engum vafa bundin, ef þjóðin haldi áfram að vinna í samein- ingu og að leggja fram sína beztu krafta. Þessu til sönnunar benti hnnn á hinar stórkostlegu fram- íam-j sem allur hernaðar viðbún- aður þjóðarinnar hefði tekið síðan í byrjun stríðsins. Einnig lagði liann mikla áherzlu á það, hve Kr. Ásg. Benjediktsson fór nýf-: lega kynnisför til Gimli og dvaldi þar hálfsmánaðartíma. Kom liann iaftur á fimtud. í síðustu viku. vSagði hann líðan fólks yfir höfuð góða f Nýja Islandi það hann fréttl til. Veður hefir verið all-kalt þar f vor og snjór vfðast cnn þá óupp- tekinn. -------------- í dániarfregninni annari, sem birtist f blaðinu 29. marz s.L, átti nafn þess látna að vera Óli S. Thor- móðsson, en ekki Óli S. Thorarins- son. Þetta eru lesendur beðnir að athuga, og ættingjar og aðstand- endur hins látna eru beðnir vel- virðingar á villu þessari. M. E. Anderson frá Mikley kom til borgarinnar á mánudaginn í síðustu viku og býst við að dvelja hér um tíma. Sagði hann alt gott að frétta frá líðan íslendinga f Mikiey. Snjór þar þá því nær upp tekinn, en sáning myndi þó ekki byrja fyr en um miðjan þenna mánuð. Ólöf, kona Magnúss Stephans- sonar að Shaunavon, sem hér hefir verið um undanfarinn tíma að heimsækja dóttur sína, Miss Rob- inson, fór nýlega norður til Nýja íslands til að heimsækja systur sína á Gimli Hún er nýlega farin suður til Union í Norður-Dakota, að heimsækja son sinn, Elfas Stephanson, sem þar er búsettur og er þar stöðvarstjóri. Margvíslegar fréttir berast . nú á dögum frá Þýzkalandi. Ein slfk frétt sagði um miðja vikuna sem leið, að um 250,000 verkamanna f Þýzkalandi hefðu gert verkfall. En sökum þess hve örðugt er nú að fá fréttír úr óvinalöndunum eru all- ar þær fréttir, sem þaðan berast, frekar óljósar. En allar virðast fréttirnar benda á það, að á- standið sé nú engan veginn glæsi- legt hjá Þjóðverjum. Ein frétt var þó á ferðinni í ensku blaði, sem var ólík flestum öðrum fréttum, er borist hafa f 'seinni tíð frá Þýzkalándi. Segir frétt sú, að trú þjóðarinanr hafi aldrei verið sterkari en nú, að unt sé að yfirbuga England alveg með neð.ansjávar bátunum. Bátar þessir séu því smíðaðir með ógnar hraða og lítið til þeirra vandað. En jafnframt þessu liafi í seinni tfð á Þýzkalandi verið smíðuð kaupför í hundraða tali, bæði stór og smá. Þannig sé þjóðin tekin að búa sig undir verzlunar samkepn- ina eftir að friður sé kominn á. Margar verksmiðjur vinní nú af al- efli við að framleiða ýmsa muni, sem eigi að selja erlendis strax og verzlanin fari af stað aftur. — Ef fréttir þessar eru sannar sýna þær mikla fyrirhyggju frá hálfu Þjóð- verja, en hætt er við, að þetta sé eitthvað orðum aukið. -----o--- Til íslands Hluthafar Eimskipafélags Is- lands eru hér með ámintir um að senda umboð sín til herra Árna Eggertssonar, að 766 Victor stræti, Winnipeg, eins fljótt og þeim er það mögulegt, svo að hann geti tekið þau með sér þegar liann fer til Islands um miðjan þenna mán. til þess að þar að mæta á ársfundi félagsins og að sinna öðrum stjórnarstörfum þess þar. Lög félagsins heimila málsvörum vestur-fslenzkra hluthafa, er mæta á fundinum, að greiða atkvæði á hlutafé Vestur-Islendinga. Það væri ilt afspurnar, ef málsvarinn kæmi þar fram með að eins nokk- urn hluta þeirra umboða, sem hann að réttu ætti þar að fara með. 1 Hlutasölunefnd Eimskipafélags- ins biður því alla þá hluthafa, sem enn þá ekki hafa sent umboð sín, að gem það nú tafariaust. Winnipeg, 1 maí 1917. B. L. Baldwinson. -----o----- Verkföll í Winnipeg Ótal verkföll vofa nú yfir í Win- nipeg. Iðnaðarmanna félög at öllu tagi hafa nú annað hvort þegar gert verkföll eða cru J vændum að gera það. Dýrtíðin í landinu er aðallega orsök þessa og verka- mönnum þannig gert ómögulegt að vinna fyrir sömu launum og áð- ur. — Húsa málarar og vélasmiðir hafa hætt vinnu og heimta hærra kaup. Vilja málarar fá 52Vá cent á klukkutfmann. . Trésmiðir kref j- ast einnig hærra kaups, og mörg önnur iðnaðarmanan félög liafa verkföll í hyggju, ef kröfum þeirra verður ekki sint. Stúlkur þær, sem vinna á talsímastöðvum stjórnar- innar. hafa líka hafist handa og hóta verkfalli, ef þær fái ekki hærra kaup. Lögðu þær niður verk á þriðjudaginn frá kl. 8 um morguninn þangað til kl. 11 f.h. og tíma þann þögðu allir talsímar í FUNDARBOÐ r JER meS tilkynnist, að ársfundur ÍSLENDINGADAGSINS í Winnipeg verður haldinn í neðri sal Good- templara hússins, á horni McGee og Sargent stræta, föstudaginn 4. Maí, kl. 8 síðdegis. — Tilefni fundarins er, að taka á móti skýrslum nefndarinnar frá ár- inu 1916 og kjósa 6 nýja menn í nefndina í stað þeirra, sem nú ganga úr henni. B. J. BRANDSON, forseti. — + bænum. Iléldu talsíma stúlkurn- ar þá fund í iðnaðarmanna saln- um og fyrir milligöngu Hon. A. B. Hudson, talsfma ráðherrans, og ýmsra þingmanna fylkisins — þar á meðal Thomasar II. .lohnson — fengust þær til þess að fresta verk- fallinu þangað til á miðvikudags- morguninn. Þannig fengust þær til að byrja vinnu sína aftur. — Á miðvikudags morguninn fréttist svo, að verkfalli þessu hefði verið afstýrt við milligöngu fylkisstjórn- arinnar. Ágreiningsmálið á að leggjast í gjörð og þannig á að koma á samkomulagi. LIEUT. FRANZ THOMAS Yfirliði í Independent Infantry herdeildinni C_______________________________/ No. 2 Independent Infantry Herdeildin. Aðalstöð: 512 Melntyre Blk, Wpg. Nú þegar 223. herdeiklin er far- in til þess ásamt 197. herdeildinni að berjast á vígvellinum fyrir al- ríkið breka, þá vildi eg mælast til þess að íslendingar innrituðu sig í N. 2 Independent Infantry her- deildina, sem hefir aðalstöð sína að 512 Mclntyne Block, Winnipeg, og er undir forustu Lieut. F. J. D. McArthur, fyrrum controller í bæj- arráðinu hér í Winnipeg, og sem er öllum Winnipegbúum að góðu kunnur. Skrifið eftir upplýsing- um, eða sfmið Main 6108, eða kom- ið sjálfir og fáið upplýsingar með þeim hætti. Þörfin er brýn fyrir aðstoð yðar eða einhvers, sem þér þekkið, nú strax. -----°----- ^ Islenzkur sjónleikur viðurkendur. Sjónleikurinn “Fjalla-Eyvhndur” eftir Jóhann Sigurjónsson, hefir nú verið þýddur á ensku við Har- vard háskólann í Bandaríkjunum og var leikinn í fyrsta sinni í leik- húsi einu í Cambridge bænum, í Massachusetts ríki. Var þá að eins leikinn fyrir þeim Prof. George P. Baker og sumum nemenda. hans við Harvard háskólann. Síðar, 13. rnarz, var sjónleikur þessi svo leik- inn opinberlega í samkomusal ein- um í Boston og stóð American Scandinavian Foundation félagið fyrir þessu, en naut þó aðstoðar annara Skandinava félaga í Bos- ton. Ágóðanum var varið til að- stoðar sjúkrahúsa þeirra, sem Rauðakross félagið stendur á bak við í B&ndaríkjunum. Alt var gert til (að gera sjónleik- inn sem allra bezt úr garði. Fögur leiktjöld voru máluð af nafnkend- um málara, Hugh Elliott, og öðr- um. Dr. Hermannsson frá háskól- anum í Cornell aðstoðaði við að velja búningana ©g annað. Hann er íslendingur, og mun aðstoð hans hafa komið að ómetanlegu gagni við þetta tækifæri. Ensk blöð hafa farið loflegum orðum um leikinn og lagt sérstak- loga áherzlu á hve mikið sögulegt gildi liann hafi. Blaðið “Trans- cript” birtir um hann langan rit- dóm, og er höfundinum, Jóhanni Sigurjónssyni, hrósað þar á hvert reipi. Því er spáð, að fleiri sjón- leikir hans muni verða leiknir í Bandaríkjunum. — Frétt þessi «r tekin úr tímaritinu “The American Scandinavian Review.” Verður ná- kvænmr minst á þetta aíðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.