Heimskringla - 31.05.1917, Qupperneq 3
WINNIPEG, 31. MAÍ 1917.
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSIÐA
I
flóttafólks, sem þarna bjó nú helm-
ilislaust og allslaust. Eólkið var
«inlœgt iað koma til okkar og biðja
okkur um brauðmola að seðja
hungur sitt.
Án þess að fá mikla hvíld urð-
um við að ganga þangað til dimt
var orðið um kvöldið. Um klukkan
níu komum við til Sommetoy. Á
þessum stað og í grend við hann
stóð nú yfir hörð orusta og var
okkur strax skipað að taka þátt í
henni þar nálægt.
um einstaklingum’ og væru nöfn
þeirra manna rituð á kúlurnar.
Skörnmu síðar—við vorum þá orðn-
ir góðir vinir—spurði eg liann um
kúlur þessar. Hann hafði þá að
eins eina þeirra eftir. Eg mintist
þá tveggja fyrirliða, isem rekið
höfðu okkur áfram eins og hunda,
jafnvel á þeim dögum, er friður
ríkti, og við hötuðum öllu því
hatri, sem mannssálin getur búið
yfir. — Þeir hvíldu nú í kyrð og ró
grafarinnar í franskri grund.”
(Þýtt.)
Það var dottið á kolniða myrkur
or við komum til þessa staðar.
Grundirnar alt í kring um okkur
voru stráðar dauðra manna bvik-
Um. í miðri brautinni stóðu enn
skotfæravwgnar frönsku hersveit-
anna, en í kring um þá lágu dauð-
ir menn og hestar. Eftir að hafa
hvílt okkur í tíu mínútur héldum
við af stað lengra áleiðis. Áður
langt leið komum við í skóg einn,
«n þar stóð yfir grimmasta orusta
á milli okkar manna og óvinanna.
Til þess að sem mest skyldi á okk-
ur bera var okkur skipað að slást
I leikinn með hrópum og köllum.
1 myrkrinu hepnaðist okkur að
komast á hlið við óvinina. Sáu
þeir sér þann kost vænstan, að gef-
ast upp og með upplyftum hönd-
um báðust þeir griða- En riddara-
lið okkar og fótgöngulið var nú
ekki í því skapi að vægja. Stund-
um, þegar okkur var farið að of-
bjóða að drepa mennina þannig
varnarlausa, drundu við skipanir
fyrirliðanna: ‘Engin grið! Brytjið
þá alla niður!’ Svo hljóðuðu orð
þessara heiðvirðu manna, drotnar-
anna þýzku.
Allir þýzku hermennirnir urðu
að taka þátt í þessum hryllilegu
drápum varnarlausra manna. En
Prak'karnir voru varnarlausir, af
því þeir höfðu kastað frá sér byss-
unum áður en þeir tóku að biðjast
griða og eftir að þeir voru orðnir
sér þess meðvtandi, að mótspyrna
var nú þýðingarlaus. En fyrirlið-
ar okkar gættu þess hér sem oftar,
■“að taka ekki of marga menn
fanga.” Þeir hermenn, sem víg-
grafirnar grafa (sappers), bera
byssustingi, en sem þeir mega þó
ekki nota til bardaga samkvæmt
alþjóðalögum, því önnur egg
■“vopna” þessara er afar vel skerpt
stál-sög. Á friðartímum er herlið-
ið aldrei látið æfa sig með þessum
spjótum, því þau eru aðallega ætl-
uð til ýmsar vinnu í skotgröfun-
um. En hví skyldi andi hervalds
og ofstækis vera að tefja sig við
alþjóðalög eða alþjóða reglur.
Okkur var nú skipað að viðhafa
vopn þessi, eins og okkur hefir alt
af verið skipað slíkt frá byrjun
stríðsins. Hryllilegri sjón getur
enginn litið, en að sjá miann feld-
an að velli með vopni þessu og það
standa fast í brjósti hans. Stund-
um er það svo fast, að stíga verður
á brjóst hins fallna manns, til að
ná því burtu og þá oft útheimtist
að beitt sé öllu afli.
Yið þessa orustu lágu hinir
dauðu og særðu í stórum hrúgum
á vígvellimum, sem “sagaðir” höfðu
verið í sundur með byssu fleinum
þessum, og angistar hróp þeirra
særðu hefðu átt að geta mýkt
stenhjörtu þýzku fyrirliðanna;
báru óp þessi vott um kvalir þær,
sem þessir hugprúðu verjendur
Erakklands urðu nú að þola.
Enginn skyldi samt halda, að
allir þýzku hermennirnir hafi
skoðað þetta heiðarleg víg! —
Þessi ægilegu og glæpsamlegu
morð. Stundum voru þeir hátt-
virtu herrar, sem skipað höfðu
okkur að vega þannig að hinum
varmarlausu Erökkum, drepnir ‘í
misgripum’ í myrkrinu — vitanlega
af okkar eigin mönnum. Þessi
‘misgrip’ hafa átt sér daglega stað
hjá Þjóðverjúm síðan stríðið byrj-
aði—og ef eg þegi viðvíkjandi
sumum þeirra, tilgreini ekki nöfn
eðta staði, þá mun leeendunum
vera ástæðan skiljanleg.
Þessa nótt, sem frá er sagt að ofan,
mættu yfirforinginn og einn af
undirforingjunum dauða sínum á
þenna hátt. Fótgönguliðsmaður,
sem að eins hafði verið tvö ár í
hemum, vóg yfirforingjann, en á
sama tfma var undirforinginn veg-
inn af öðrum. Margir af okkar
mönnum voru sjónarvottar að
þessu, en gáfu sig ekki að. Þeir
vissu, að ihér hefðu ósvífnir og
djöfullegir morðingjar verið tað
velli lagðir.
I sambandi við þetta verð eg að
segja frá öðra tilfelli, sem skeði
nokkru síðar. Næsta dag eftir
þessa orustu átti eg tal við einn
af félögum minum og bað hann að
lána mér vasahníf sinn. Þegar
hann dróg hnífinn upp úr vasa
sfnum, tók hann einnig upp þrjár
byssukúlur. Eg varð hyssa að sjá
hann bera byssukúlur í buxna-
vasa sínum og inti hann eftir or-
sökinni. Sagði hann mér þá, að
kúlur þessar væru ætlaðar ‘sérstök-
Æskulýðurinn
Bretaveldi.
Allir brezkir drengir og stúlkur
munu í huga sínum setja orðið
“stórveldi” í samband við brezka
stórveldið—Bretaveldi.
En eiiíu sinni endur fyrir löngu,
þegar lang- lang- langafar langafa
okkar voru ósiðaðir villimenn, þá
voru uppi rómverskir drengir og
stúlkur, sem skildu orðið stórveldi
sem “rómverska keisaraveldið”. Á
þeim dögum var keisaraveldi Róm-
verja eina stórveldið í heiminum.
Og þjóð þessa stórveldis bygði
skrautlegar hallir, lifði í fallegum
húsum og klæddist skrautklæð-
um, átti líka s^agnfræðinga, heim-
spekinga og skáld, sem enn eru
lesin og vekja aðdáun. Hjarta-
stöð þessa rómverska keisaraveldis
var borgin Róm, borgin forna, sem
enn þá er höfuðborg Italíu. Þið
getð fundið ítalíu neðst á kortinu
af Evrópu, og er hún þar í laginu
eins og há stígvél. Á stjórnarárum
hins mikla Sesars og annara róm-
verskra alræðismanna herjuðu
Rómverjar á önnur lönd og náðu
þannig undir veidi sitt nærri öll-
um heimi—og þar með Englandi,
eyjunni litlu, sem átti þó eftir að
verða fæðingarstöð stón'eldisins
brezka. Ef Rómverjar hefðu þá
líka þekt Amerfku, hefðu þeir að
líkindum gert tilraun til þess að
hneppa hana undir sig eins og öll
önnur lönd.
Þegar Rómverjar höfðu þannig
komið ár sinni fyrir borð, tóku
þeir að fyllast af drambi og sjálfs-
þótta. Eftir þetta tóku þeir
að slá slöku við róðurinn og urðu
þar af ieiðandi bæði lingerðir og
latir. Þeir keyptu aðra til að verja
herfang sitt, því þeir nentu því
ekki sjáifir. Hafði þetba þær af-
leiðingar, að ikeisaraveldið róm-
verska hrundi til grunna.
önnur keisaraveldi hafa einnig
komið til sögunnar. Flést börn
munu hafa lesið söguraa um
franska keisaraveldið, er komst á
hæsta tind dýrðar sinnar á ríkisár-
um Napóleons mikla og hrapaði
svo iniður á við og molaðist sund-
ur. Fnauska þjóðin, sem er einliver
mesta lýðveldisþjóð heims, var
ekki til þess ætluð, að verða verk-
færi í höndum neins manns til
þess að hann fengi rutt sér leið til
alheims valda fyrir sig sjálfan.
En á meðan önnur stórveldi vóra
að myndast og líða undir lok, var
þjóðin á Bretlands eyjunum— sem
eru ekki stærri en það, að þær eru
f samanburði við önnur lönd eins
og smá-flísar úr stóru tré — í und-
irbúnngi þess gegnum aldiaraðirn-
ar, að verða aflgefandi þess stærsta
og öflugasta og merkasta stórveld-
is, sem heimurinn hefði nokkurn
tíma séð áður-
Það gengu margar aldir í að
koma þessu til leiðar. Lengi vel
var þetba smáland—eins og það
virðist á kortinu—, sundur deilt í
mörg smá konungsríki, sem áttu í
einlægri baráttu hvert við annað.
Sinátt og smátt færðist England
samt undir einn konung, en lengi
vora þar þó við lýði tiginborn-
ir höfðiragjar, nógu eiglngjarnr til
þess að láta ekkert fyrir brjósti
brenna þegar um þeirra eigin hags
muni var að ræða, og létu þeir sig
engu skifta þjáningar þær, sem
þjóðin varð að þola.
Jiafnvel eftir að stríðin milli
hinna aðalbornu ættkvísla voru
hætt, leið langur tími þangað til
England og Skotland gátu búið
friðsamlega undir sömu stjórn.
Það var ekki íyr en árið 1603 lað
bæði þessl lönd viðurkcndu sama
leonung, James I. Eftir því sem
menningin færðist meir yfir þessar
þjóðir, óx þjóðrækni þeirra og
þegnhollusba. Villimennirnir verja
og vernda skyldmenni sín, eða með
öðrum orðum þá, sem tilheyra
þeirra eigin kynkvísl. En siðaðri
þjóðirnar eflast að víðsýni og fara
lengra; þeim verður skiljanlegt, að
milli þjóðflokkanna undir sömu
stjórn er samvinna og samhugur
nauðsynleg skilyrði, ef friður og
velsæld á að geta ríkt í löndunum.
Þær læra í skóla æðri hugsjóna að
viðurkenna tilverurétt hverrar
smáþjóðar. Þetta er einkenni
allra siðaðra þjóða. En þegar
einhver ein þjóð reynir að rísa
höfði hærra en allar þjóðir aðrar
og vill ráða lögum og lofum í heim-
inum, þá slær í stríð—alveg eins
hjá þjóðunum eins og skólabörn-
unum, þegar einhver “gikkur” vill
ráða yfir öllum leiksystkinum sín-
um.
*En svo við snúum okkur aftur
að sögu stórveldisins brezka, þá er
enginn vafi á því, að það á sinn
fyrsta framgang mest að þakka
hinum liugdjörfu brezku land-
könnunarmönnum sextándu og
seytjándu aldarinnar. Þessir menn
báru brezka flaggið í ýmsa út-
kjáika veraldarinnar. Gullið, perl-
urnar, gimsteinarnir og demant-
arnir, sem Sir Francis Drake flutti
til baka með sér til Englands árið
1577, eftir ferðalág sitt út um alla
veröld, ckkert af þessum fjársjóðum
hans hafði eiras mikið verðmæti og
hvöt sú, sem liann varð öðrum
brezkum sjómönnum. Menn þess-
anar fyrri tíðar lögðu grundvöllinn
að valdi brezku þjóðarinnar á
sjónum, sem gerði henni mögulegt
að rétta út hendiraa frá sinni litlu
heimaeyju og ná haldi um heim
allan—og hafa áhrif til góðs svo
víða.
Það væri að stytta langa sögu
um of að reyna hér að fylgja eftir
fnamþróun brezka stórveldisins
Skref fyrir skref. Að því leyti er
stórveldi þetta ólíkt öðram stór-
veldum heimsins, að bræðraþel og
samkomuag er tengitaugin, sem
bindur það saman. Þetta er ó-
hrekjanleg sannreynd fyr og nú-
Það hefir þroskast meir á góðri ný-
lendustjórn en hernaði. Lýðfrelsi
sjálfstæðra rfkja hefir stutt það
meir en hervalds kúgunf Þannig
liofir ræktartilfinningin viðhaldist
milli allra parta þess.
Brezka stórveldið er víðáttumik-
ið. Það telur landflæmi, sem er
um tólf miljónir ferhyrningsmílur
að stærðinni — eða einn fimti af
öllum heiminum. Það er stærra en
nokkurt annað ríki.
íbúa bala stórveldisins brezka er
um fjögur hundruð og tuttugu og
fiinm miljónir (425,000,000) manns.
Þetta eru margar þjóðir, en þær
lifa undir sama sambandsflagginu
- Union Jack-flagginu—og undir
sama konungi. Kínaveldi á nærri
því eins stóra íbúatölu, en önnur
stórveldi heims komast hér hvergi
nálægt.
Hinum mismunandi pörtum
brezka stórveldisins er stjórnað á
mismunandi máta. Canada, Ástr-
alía, Nýja Sjáland, Cape Colony,
Nabal og Nýfundnaland hafa sjálfs
stjórn. Hinir partar brezka veldis-
ins era að meiru og minna leyti
undir stjórn manna, sem tilnefndir
eru af heimastjórninni. Indlandi
er algerlega stjórnað af mönnum,
sem sendir eru þangað frá Eng-
landi. Enda er þetta hinum mörgu
og vítt dreyfðu þjóðflokkum Ind-
lands fyrir beztu. Yíirstandandi
stríð hefir leitt í ljós þegnhollustu
allra jæssara þjóða.
Eins lengi og þjóðir Brebaveldis
skilja ábyrgð þá, sem á valdi þeirra
hvíiir, og ljá sainnleikanum og rétt-
lætinu fylgi, geta þær haldið á-
fram að standa saman, þrátt fyrir
núverandi styrjöld, sem þar ríkir.
“Þingstjórn ein, en alheims sam-
band stórt”, eins og stórskáldið
enska, Tennyson, komst að orði.
(Að mestu leyti þýtt.)
LANDBONAÐUR
OG SVEITALÍF
Sauðfjárræktin í Canada.
(Útdráttur.)
Sagt hefir verið, og géðar heim-
ildir færðar fyrir, að brezka stjórn-
in hafi í hyggju að kaupa alla þá
ull, sem fáanleg sé í Oanada, með
þvf markmiði fyrir augum, að láta
ull þessa koma til sem beztra nota.
Nú þegar er brezka stjórnin búin
að kaupa allia ull Englands, Nýja
Sjálands og Ástralíu, og því talið
ólfklegt, að ekki verði einnig snúið
sér til Oanada í þessum efnum.
Eins og allir vita, er ullin þýð-
ingarmikið atriði í stríðinu. Þrátt
fyrir lalla hina miklu fyrirhyggju
og hinn langa undirbúning þýzku
stjórnarnnar, er nú langt síðan
megn ullarskortur tók að gera vart
við sig á Þýzkalandi. Föt þýzkra
hermanna eru úr lélegu efni í
seinni tíð; en voru áður úr ullar-
efni og hin vönduðustu í alla
staði.
Það er sagt, að brezka stjórnin
geti keypt um 10 miljón pund af
ull í Canada, og þó mðrgum kunni
að virðast þetta feykilega mikið,
þá er það að eins lítilræði í saman-
burði við það, sem framleitt er af
ull í öðrum löndum. Canada, ef
sannleikann skal segja, stendur
illa að vígi hvað ullar framleiðslu
snertir. Margar orsakir hafa verið
tilfærðar til þess að réttlæta van-
rækt Canada bændanna við sauð-
fjárræktina. Aðaliega er bent á
hve miklir örðugleikiaT séu samfara
sauðfjárræktinni og borgi hún sig
ekki þess vegna, og hve ýmsar
fjárpestir séu tíðar hér í landi.
En nú er svo komið, að “orsakir”
þessar tilheyra liðinni tíð. Ull er
nú komin í ]iað verð, að sauðfjár-
ræktin hlýtur að “borga sig”, þótt
töluverð fyrirhöfn og vinna sé
henni siamfara. Reynslan ér einn-
ig að sýna, að fjárpestirnar urntöl-
uðu eru oft og tíðum meira og
minna einhverri vanhirðing bænd-l
anna að kenna.
Því verður ekki neibað, að marg-
ir örðuglekar eru í veginum, en
engu að síður ættu bændur í Can-
ada að halla sér mikið meira að
sauðfjárræktinni en jieir hafa gert
til þessa. Þegar það er tekið til
greina, að brezka stjórnin borgaði
milli 40 og 50 miljónir punda sterl-
ing fyrir Ástralíu ullina, þá getur
engum dulist, hve arðvænleg sauð-
fjárræktin er. Ef til vill er þó ekki
hægt.að búast við því, að Caraada
geti kept við Nýja Sjáland eða
Ástralíu hvað ullar framleiðslu
snertir, en samt sem áður ætti
þetta Land að geta gert miklar um-
bætur frá því, sem nú er.
Fyrir fáum árum síðan var sér-
stök nefnd kosin af landbúnaðar-
deild stjórnarinnar í Ottawa til
þess að grenslast nákvæmlegia eftir
öllu sauðfjárræktinni viðkomandi
hér í landi. Skýrslur nefndar þess-
arar töldu vera um 2'A miljón sauð-
fjár í Caraada, en með réttu hefði
átt að vera hér ekki minna en 8
miljónir sauðfjár,—Vissulega hefði
þetta þá átt að skoðast alvarlegt
atrði, þó sú hafi ekki raunin á
orðið. Ef Canada gæti komist í
tölu þeirra landa, sem mikla og
góða ull framleiða, imyndi þetta
hafa heppilegar og heillavænlegar
afleiðingar. Á meðan stríðið
stendur yfir mun ull verða í afar-
háu verði, og alt virðist benda til
þess, að verð ullarinnar haldist
hátt jafnvel eftir stríðið.
Sauðfjárræktin er því larðvænleg
bæði á yfirstandandi tíma og eins
í framtíðinni.
Aths.—Vilja nú ekki einhverir al
íslenzku bændunum, sem sauðfjár-
rækt stunda—bæði í Cantada og
Bandarfkjunum — skýra blaðinu
frá reynslu sinni í þessum efnum?
Alt bendir til þess, að sauðfjár-
ræktin sé að verða sérstaklega arð-
vænleg hér í landi og eigi hér góða
framtíð fyrir höndum,—hvað hjalda
íslenzku bændurir um þetta? ís-
lendingar eru engir viðvaningar í
þassum sökum—þeir hafa stundað
sauðfjárrækt í tveimur heimsálf-
uim.
íslenzkir bændur hér I Canada
hafa fyllilegia sýnt það, að þeir séu
engir eftirbátar bænda af öðrum
þjóðum. Þótt þeir kæmu fákunn-
andi í mörgu hingað til landsins,
eru þeir nú fyrir löngu síðan tald-
ir í fremstu röð bænda hér. En 1
einu eru þó íslenzku bændurnir á
eftir innlendu bændunum—þeir
ræða sjaldnar laradbúraaðarmál í
blöðunum. Enskir bændur senda
oft og iðulega ensku blöðunum,
bæði vikublöðunum og búnaðar-
blöðunum, greinar um ýms efni
landbúnaðinum viðvfkjandi. Og
þetta er ómetanlegia mikils virði.
Þannig læra yngri bændurnir af
reynlsu þeirra eldri og þeir, sem
hafa aflað sér einhverrar sérstakr-
ar þekkingar, láta þannig þekk-
ingu þessa koma öðrum að notum.
Landbúnaðar - dálkar Heims-
kringlu eru fyrir íslenzku bœnd-
urna. Markmið blaðsins með þessu
er að birba eitthvað “girnilegt til
fróðleiks” fyrr þá. En ekkert myndi
blaðið meta meir en að geta við og
við birt í dálkum þessum skoðanir
íslenzkra bænda sjálfra á hinu og
þossu landbúnaði og sveitalffi við-
komandi.
Hver vill nú byrja, og segjia eitt-
hvað um sauðfjárræktina.
Ritst.
Mórauða Músin
Þessi saga er bráðum upp-
genginn, og ættu þeir sem vilja t
s *
eignast bókina, að senda oas ■■
pöntun sína sem fyrst. Kostar
;; 50 e«nt. Send póstfrítt.
“Mamma mín góð, — þetta er
hveitið, sem Mrs. B. K. D. sagði að
væri svo undur gott. Við skulum
reyna það”
PURITV
FLOUR
Já, það vár hrlð. Snjórinn kom
flyksum niður á gangstéttirnar í
bænum. Vindurinn hvein ömur-
lega og frostið nísti þó fannfergja
væri. Fólkið hraðaði ferðum sín-
um heimleiðis í heit og notaleg
húsakynni. En það voru ekki all-
ir að fana heim þetta dimma og
drungalega kveld. Ef við eigum
leið um eina bakgötu bæjarins, þá
sjáum við ungan mann ganga þar
niðurlútan og hugsandi. Hann
sýnist ekki stefna í neina vissa átt,
heldur ráfar aftur og fram og iftur
inn í hvert skúmaskot, eins og
hann sé að leita sér að náttstað.
Hann stanzar alt í einu og litast
um. Hann sér dálítinn iaifkima þar
n gömlum borðvið hafði verið
fleygt upp við eina'bygginguna.
Hann skreiðist inn í skotið og býr
sig til að leggjast til svefns. En
hann getur ekki sofnað, það eru
einhverjar hugsanir, sem halda
fyrir honum vöku. Hann hlustar,
eins og hann eigi von á einhverj-
um. Honum finst hiainn alt af heyra
eitthvert þrusk, en það er að eins
hugarburður.
Við skulum staldra við og lesa
hugsanir þessa manns. Við skul-
um grafa djúpt inn í sálardjúp
hans og vita hvort þar sé ekki eitt-
hvað, sem vert sé að skýrn frá-
Það er máske eitthvað, sem er dag-
legt og hægt sé að læra sem mann-
lífslexfu, því það daglega kennir
góðar lexfur.
Or daglega lífinu.
Eftir Bergþór E. Johnson.
Nú liggur hann hreyfingarlaus
og í dvala. Er hiainn að dreyma?
Já, hann er að dreyma virkilegan
draum. Það rifjast upp fyrir hug-
skotssjónum hans endurminningar
æskudaganna, daganna, sem hann
vildi svo feginn að væru komnir
aftur. Hann mundi þar sem hann
lék á barnsaldri í garðinum fyrir
framan litla húsið foreldra sinna.
Þá lék alt í lyndi. Engir skuggar
voru þá á lífslcðinni. Alt sýndist
svo bjart og fagurt. Honum fanst
allir vera glaðir og ánægðir og alt
vera svo unaðslegt. Hví höfðu þess-
ir æskudagar horfið svona fljótt?
Árin liðu og hann þroskaðist.
En þá kom fyrsti og sárasti skugg-
inn á lífsleið hans. Hann misti
foreldra sína í járnbrautarslysi. Ef
þau hefðu lifað, hefði alf farið
öðru vísi. Nú var honum kastað á
arma heimsins, föðurlausum, móð-
urlausum, vinalausum og á ung-
lngsárunum
Árin liðu og hann varð fulltíða.
Hann hafði kynst piltum, sem líkt
stóð á eins og fyrir honum. Þeir
höfðu gjört félag með sér og gengu
um strætin og seldu blöð og
gjörðu hvað annað, sem þeim
bauðst En stundum höfðu þeir
ekkert að gjöra og ekkert að borða
og þá neyddust þeir til að hnupia
handa sér mat. Þeir vora uugling-
ar, sem höfðu ekki lært að þekkja
heiminn og höfðu engra leiðbein-
inga notið á æskuveginum. Það
smájókst fyrir þeim að hafa ofan
af fyrir sér á þenna hátt, því þeim
fanst það svo mikið þægilegra og
fyrirhafnarminna. Nú sá hann
hvað þetta hafði alt verið ljótt.
Hann hafði fylgst með til þess að
hafa eitthvað að borða, þó hann
fyndi oft til þess, að það væri ekki
heiðarlegt, á hvem hátt þeir öfl-
uðu sér mafcar.
En alt í einu rofaði til og ar-
mæðuskýin svifu burt. Það opn-
aðist fyrir honum nýr heimur og
gjörbreytti háttalagi hans. Hann
kyntist stúlku, og varð ástfanginn.
Þau trúlofuðust og hann sleit fé-
lagsskapinn við kunningja sína.
Alt líf hans breyttist. Nú varð alt
bjart og ánægjulegt, og það var
hún, sem gjörði það. Hann mundi
það alt saman svo vel. Hann
mundi svo vel eftir hvað augu
heranar höfðu stundum verið skær
þegar þau horfðu á hann. Hon-
um ihitnaði um hjartaræturnar
við umhugsunina, því einmitt
þetta kvöld liafði hann séð sömu
augun stara á sig.
Hann hafði byrjað að vinna heið-
arlega vinnu og ialt gekk vel, þar
til eitt kveld að hann kom heim
úr viinnu sinni og fann bréf á borð-
nu til sín. Það var frá unnustu
ihans og var stutt og biturt; hún
bað hann að gleyma sér; hún hefði
gjört þetta alt að gamni sínu og
hefði ekkert meint með því. Hann
reif bréfið í tætlur og gekk út. Nú
var alt dimt og skuggalegt. Hann
var breyttur og sá lífið í dökkri
mynd. Af tilviljun rakst hann á
einn af sínum fornu félögum og
gaf sig á tal við hann. Þeir endur-
nýjuðu fornan félagsskap og hann
byrjaði aftur sitt fyrra líf. Nú sá
hann, að við þessi tímiamót í lífi
sínu hafði hann tekið ranga braut.
Það atvik hefði einmitt átt að
gjöra ihiainn einbeittari og sterkari
að berjast. Hann hefði átt að
sýna heiminum, að hann gæti þol-
að mótlæti og borið það eins og
maður. Hann hefði átt að sýna
heiminum, að harara gæti með ein-
beittum viljakrafti hrifsað úr
brjósti sér það dýrmætasta, sem
festir rætur í nokkurs manns
sál. Hann hefði átt að bera höfuð-
ið hátt og láta sem ekkert hefði
ískorist. ó, hvers vegna hafði hann
tilfinningar! Hví hafði hann ekki
steinhjarta og miarmarasál? Þá
hefði haran tekið þessu alt öðra-
vísi og breytt samkvæmt því. En
hann hafði byrjað aftur á sinni
fyrri iðn með félaga sínum. Þetta
kvöld höfðu þeir farið á verkfæra-
sýniingu, sem var 1 bænum, og ætl-
uðu aið nota tækifærið til að stela
einhverju. Þeir liöfðu fylgst með
þrönginni og þv-gar mesti troðning-
uriiran var, þá sá hann félaga sinn
troðast gegn um þröngina með
kvenmannsveski, sem hann hafði
náð í. Kveramaðurinn, sem stolið
var frá, tók strax eftir þjófnaðin-
um og gjörði lögregluþjóni aðvart.
Hinn ungi maöur horfði á kven-
manninn, því honum fanst hann
þekkja hana. Hún leit upp og
augu þeirra mættust. Þetta voru
augun, sem höfðu svo oft staðið
skýrt fyrir ihugskotssjónum hans.
Æstar tilfinningar börðust um í
brjósti hans og hiamn hraðaði sér
út. Þjónar réttvísinnar voru á
hælum þeirra félaga, og hann sá
þá grípa félaga sinn, en sjálfur
slapp hann. Harara ráfaði, þangað
til hann fann þetta afskekta skot
og lagðist þar til hvíldar. Hann
var þreyttur og sorgbitinn og
þráði lairaga hvfld. Snjónum
dyngdi niður jafnt og þétt. Það
hvein ömurlega í vindinum eins og
hann væri að syragja einhvern til
grafar. Kuldinn hafði enhver sef-
andi áhrif á uragmennið og hann
hallaði höfði aftur á bak og hugur
hans sveiif burt á hinum unaðslegu
örmum draumgyðjunanr.
Um morgunimn fundu lögreglu-
þjónar hann kaldan og stirnaðan.
Hann hiafði fengið hiraa löngu
hvíld, er hann þráði. Það var bú-
ið að dæma hann af hæsta dómi
réttvísinnar, og við skulum vona,
að sá dómur hafi verið réttlátur,
þvf þetta var að eins eitt af oln-
bogabörnum heimsins.
EINMITT N0 er bezti t.mi að
terast kaapasdi að Heims-
kringlu. iSjá auglýsingu vora
á öðnun stað í blaðinu.