Heimskringla - 21.06.1917, Page 3

Heimskringla - 21.06.1917, Page 3
WINNIPEG, 21. JÚNÍ 1917. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA (Framih. frá 2. bls.) styðjast. Englendingar, sem voru bandamenn hans, skoðuðu hann forvígismann og sigurhetju mót- mælenda stefnunnar. Ofur-lítil á- tylla var fyrir þeirri skoðan. Ef Prússland hefði að engu orðið, hefði Austurríki og katólsku ríkin yfirleitt haft alt í hendi sér. Hefði það þá vel getað orðið, að upp hefði risið umburðarlaust katólskt vStjórnarvald með endurfæddu fjöri. Hugmyndin um, að Friðrik II. léti leiðast af trúarlegum hvöt- um, var ensk í húð og hár. Hann var ekki neitt sérlega lfkur ætt sinni í þessu né öðru. Forfeður hans höfðu ailir verið fremur guð- hræddir menn, frá því á dögum kjörfurstans mikla. En það va.r sérstök tegund guðsóttans. Kjör- furstinn mikli var svo einlægur Lúterstrúarmaður, að hann gat ekki, samvizku sinnar vegna, tek- ið við pólsku krúnunni. Seinni af- sprengir Hohenzollern-ætitarinnar hafa tileinkað sér þá sérstöku teg- und guðsóttans, sem lætur guð- dóminum keisaralega hollustu sína i té, að minsta kosti á meðan hann fer bærilega að ráði sínu (quam- diu se bene gesserit.) En Friðrik mikli var efunarmaður í trúarefn- um. Honum og Voltaire kom sam- an um, að trúarskoðanir væri til þess eins nýtar, að halda fjöldan- um í aga, en vitmönnum væri þær heimska ein og hégómi. Fyrir því er það sagnkend hégilja, að Frið- rik ih'afi verið nokkur verndar- vættur mótmælenda af trúarlegum ástæðum. Friðrik II. var minni en meðal- maður að vexti. 1 æsku virtist hann ætla að verða maður með miklum holdum, en með 'aldri varð hann grannholda, knálegur og sí- starfandi. Skilning hafði hann hárbeittan, sem lýsti upp ásjónu hans, þegar eitthvað markvert bar fyrir. H'ann hafði stór augu ^rá, fjörug og tindrandi þegar ein- hver kom til móts við hann. Vana- lega gekk hann á efri árum í blám hermannabúningi, xneð1 rauðum uppslögum. Spánverskt neftóbak tók hann ósþart og lá það oft í hrúgum framan á honum. Hann var að mörgu keimlikur öldinni. Hann bar íremur lítið skynbragð á göfugustu hliðar manneðlisins. ■Og honum hætti við að liða alla hluti sundur með skynsemi sinni, eins og þá var títt, og láta vitið snúast í nasavit. Eins og áður er bent á, var hann enginn trúmaður. Hann hafði tamið sér þann vana, eða öllu held- ur óvana, að tala um kristindóm- Inn í háði, eins og títt var með upplýstum heimspekingum þeirrar tíðar, og jafnvel tala um hann sem prestatál. Meira var þetta samt framan af æfi hans. Eftir sjö ára stríðið varð hann alvarlegri maður, vegna þeirrar reynslu, er það hafði í för með sér fyrir hiann. Eitt af um- bótastörfum hans eftir stríðið var 1 því fólgið, að efla kirkjuna á ýmsan hátt, til þess að gera áhrif hennar á siðferðisvitund þjóðan Innar meiri. Oft hefir Friðrik II. verið um það brugðið, að verið hafi snertur af mannhatri í lund hans. Bæði kann uppeldi hans hafa verið um að kenna og svo eru sumir þannig að eðiisfari. Kenslumála eftirlits- maður hans hét Sulzer og átti kon- ungur oft tal við hann um upp- eldismál. Hélt Sulzer því fram, að mentun hefði mikið aukist hin síð- ari ár. “hað var skoðan manna á fyrri tímum, yðar liátign, að allir rnenn væri að eðlisfari vondir, og því átti mikil harka sér stað í skól- unum. Nú líta menn fremur svo á, að eðlishvöt mannanna hnegist fremur til góðs en ills og sökum þess eru kennararnir miklu vægari og vorkunnsamari.” — “Æi, Sulzer minn góður,” sagði konungur, “þér þekkið ekki þetta bölvað kyn.” (Ach mein lieber Sulzer, er kent nicht diese verdammte Race); þarna brauzt það út, sem hef- ir ósjálfrátt verið niðri fyrir hjá konungi. Stundum var hann líka harður og gat haft illkynjaða á- nægju af að kvelja vini sína og kunningja. Samt gat hann oft verið sínum vel. Móður sinni var hann góður sonur og dró hennar taum í öllu, og Yilhelminu systur sinni var hann bezti bróðir. Þegnum sínum vildi hann vel í öllu og stjórnarathafnir hans voru oftast í bezta tilgangi. En fordæmið, sem Friðrik mikli gaf, var þrungið óhollum örlögum. Hann sýndi með ráðlagi sínu, að einvaldskonungi eru allir vegir færir, ef hann hefir mikinn og vel æfðan her og fullia féhirzlu. Sá, sem þetta hofir, þarf ekki annað eni að hafa viljann til valda. Þá getur hanri brotið undir sig með ráni og gripdeildum það, sem veikari nágrannar eru of máttvana til að verja fyrir honum. Enginn einvaldur í Norðurálfu hefir rænt og ruplað nágranna sína eins og hann. Honum hélzt uppi með það og lét sér hepnast prýðilega. Hví skyldum við ekki gera slikt hið sama? Svo hafa valdhafarnir hugsað, sem eftir hans dag hafa stýrt Prússlandi. Svo hugsar keis- arinn þýzki þann dag í dag. Samninga milli ríkja virti Friðrik hvað eftir annað vettugi. Vita- skuld hafði hann þá afsökun, að þá synd áttu stjórnir fleiri þjóða á baki. Samt sem áður er sú afsök- un ávalt léleg og haldlítil. Og hún verður aumari og óhæfari eftir því sem aldir renna. Bethmann-Holl- weg kanzlari hóf hana upp í veldi algildrar kenningar, þegar hann sagði: “Nauðsyn brýtur lög” í þessu sambandi. Hver á um það að dæma? Úlfurinn, þegar hann ætlar að éta lambið?” Fangavist í Síberíu. Töluverðum vafa virðist nú bundið, hvort Rússland heldur á- fram baráttunni eftir meira frelsi— frelsi þjóðanna, frelsi alheimsins. En ekki verður því þó neitað, að frelsið hefir nú þegar reynst bless- un mörgum þúsundum af rúss- nesku þjóðinni, bæði körlum og konum, sem urðu að þola fangai- vist og kvalir af völdum hinnar gömlu stjórnar. Stjórnarbyltingin nýafstaðna hefir reynst fólki þessu bjartur árdagsroði nýrra og betra lifs. Saga Maríu Sukloff, Gyðinga- stúlkunnar, sem send var í fanga- vist til Siberíu, er Rússum algeng en hefir þó inni að halda þær skelf- ingar, sem hljóta að virðast ægileg- ar í augum allra Vesturlanda þjóða. Var saga þessi birt fyrir þremur árum síðan af félagi einu í Bandarikjúnum (The Century Company), undir fyrirsögninmi: “Æfisaga rússnesks útlaga.” Marfa Sukloff var af fátæku bændafólki komin og ólst upp í Minnist íslenzku drengjanna sem berjast fyrír oss. Sendid beim Heimskrínglu; það hjálpar til að gera lífið léttara KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MÁNUÐI eða $1.50 f 12 MÁNUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu að riota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. The Viking Press, Ltd. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg litlu sveita þorpi. Þegar hún var fjórtán ára gömul, kunni hún hvorki að lesa né skrifa. Komst hún þá í kynni við dóttur Gyð- inga meistara eins þar í þorpinu. Stúlka þessi var þremur árum eldri en hún og vel læs. Las hún oft og einatt fyrir Maríu ýmsa bæklinga, sem voru meira og minna byltinga- legs eðlis. Gagntók þetta svo huga Maríu, 'að hún lærði að lesa sjálf til þess að geta haldið áfram að verða þessa nýja lærdóms aðnjót- andi. Var hún svo einlægt lesandi þegar hún gat, og oft héldu þær vinstúlkurnar, María og dóttir Gyðinga meistarans, leynifundi í skóginum til þess að lesa fyrir öðr- um börnum í þorpinu um þjáning- ar og kúgun verkalýðsins. Alt þetta varð að vera með mestu leynd, því foreldrar þeirra óttuð- ust afleiðingarnar af slfkum hreyf- ingum. Einu sinni struku þær, María og vinstúlka hennar, í ná granna þorp eitt ag tóku að reyna að hvetja verkalýðinn þar til þess að gera uppreist og verkfall! Til þess að koma þessu til leiðar héldu þær ræður þrungnar af mælsku- fjöri, og skall þá hurð nærri hæl- um- að þær kæmust f klær lög- reglunnar. Faðir Marfu sendi hana þá til Odessa, til þess að halda lienni frá þessum byltingargjörnu vinum. En ekki festi hún lengi yndi á heimili frænda síns, sem hún var send til, og strauk brátt þaðan. Kom hún sér þá f vinnu á brjóstsykurs verk- stæði einu; en aðal markmið henn- ar varð þó trúboðsstarf til meira frelsis fyrir sína undirokuðu þjóð. Hún stofnaði til félagsskapar verkamanna og kvenna þarna í verkstæðinu og víðar. Jókst fé- lagsskap þessum magn er á leið. Leyni prentsmiðjur voru settar á fót og margar þúsundir bæklinga ]>ar prentaðir og sendir i laumi út um landið. Þeir, sem á bak við þetta stóðu, unnu að þessu af kappi og brennandi áhuga, þó þeir hefðu það á meðvitundinni, að æfilöng fangelisvist biði þeirra, ef stjórnin kæmist á snoðir um þetta. Þannig liðu tvö ár. Þá var búið að hneppa suma af æiógum Maríu í varðhald, en enn þá var stjórnin ekki búin að klófesta hana. Fór hún þá eitt sinn í nær- liggjandi borg eina til þess að setja þar á fót prentsmiðju. En þar oáðist hún loks, var tekin föst og með henni voru hnept í varðliaid öldruð hjón, sem hún var til húsa hjá. 1 varðbaldi þessu varð hún að sitja meir en ár og bíða þess að rannsókn væri ger í máli hennar. Um þessa fangelsis- vist kemst hún þannig að orði: “Eg ])jáðist af svefnleysi. Þær tuttugu mínútur, sem mér var á degi hverjum leyft að ganga um fangelsisgarðinn, voru mér rétt- nefndar kvalastundir. Sólin skein svo björt fyrir utan fangahúss veggina, þar sem eg var lokuð inni. Kirkjuklukkurnar, sem hringdu svo hátíðlega og tignarlega fyrir ut- an, ómuðu í eyrum ifiínum, þegar eg sat inni f klefanum, eins og lík- farar hringing.” María var nú 17 ára gömul. Þeg ar mál hennar kom fyrir dómstól ana, var hún dæmd í æfilanga fangavist—í Austur-Sfberíu. Fangavist hennar varð sorgarsaga frá byrjun til enda. Af tvennu illu liefði María þó heldur kosið út- legðina í Síberíu en varðhaldið á Rússlandi. Þegar til Sfberíu er komið eru ekki hafðar eins strang- ar gætur á föngunum. Verðir eru ])ar strjálir, þvi iitil hætta er á að fangarnir, matarlausir og allslaus- ir, reyni að strjúka alla ieið til Rússiands. En María Sukloff átti fáa sína líka; áræði íhennar og kjarkur var óbilandi. Eftir stutta dvöl f Sfberíu strauk hún frá fólki því, sem átti að gæta hennar, og lagði af stað heimleiðis til Rúss- lands íótgangandi. Ferðalagið gekk fremur skrykkj- ótt. Eftir þungar þrautir og ógn- ar örðugleika á þessari ónalöngu leið, komst þessi hugrakki kven- maður samt til Rússlands aftur. En þegar hún kom heim til for- eldra sinna, var hún svo breytt orðin, að þau þektu hana ekki. Ekki leið á löngu áður hún byrj- aði frelsisbaráttu í annað sinn. Nú var hún æstari en fyr og lét ekkert fyrir brjósti brenna. Freisisþrá hennar var nú orðin að sálarsviða. Nú hvatti hún fólkið til ofbeldisverka gegn yfirvöldun- um. Eina úrræðið fanst henni nú vera það, að ráða sem flesta vald- hafa landsins af dögum. Hún var orðin að drápkvendi. Sál hennar var orðin afmynd- uð. Áður brann hún af frelsis- löngun og framfaraþrá. Þá voru æsingar hennar á þá leið, að vekja fólk til trúar á frelsið. — Nú brann hún af hefndarlöngun og hvatti ,fólk til ofbeldisverka. Við tilraun að ráða landstjóra einn af dögum með því að kasta sprengikúlu undir vagna hans, er hann keyrði um götur borgarinnar, náðist liún í annað sinn. Og þó hún banaði landstjóranum var hún samt ekki tekin af lífi, en dæmd til Síberíu í æfilanga útlegð. En nú var hennar vandlegar gætt en áður og hún kúguð og kvalin á ailar lundir. Saga seinni útlegð- ar hennar er hryllileg f fylsta máta. En svo kom stjórnarbyltingin, og Maríu Sukloff var slept ásamt öðrum stjórnar föngum. Nú brosti við nýtt lif, þrungið af björtum og ljúfum framtíðarvon- um. Frelsið var nú fengið. Og skapsmunir Maríu Sukloff mýkt- ust; sálarsviðinn hvarf með* öllu, en nú fann hún sig knúða til að rétta öllu hjálparhönd. — Sorgar- saga hennar varð að sigursögu. (Útdráttur.) heimili sínu borgið og mun hafa tekist það mörgum fremur. Jarðarför hans fór fram frá heim- ili hans isunnudaginn þann 10. þ. m. Var hann jarðsettur í Lundar grafreit. Heima flutti séra Rögn- vaidur Pétursson frá Winnipeg húskveðju, og ræðu úti í grafreitn- um, og þar flutti kvæði—kveðju til hins látna—Þorsteinn skáld Þor- steinsson, frændi hans. Þorsteins sakna sáran ættmenni hans og vinir. Blessuð sé honum hvíldin og fundinn friður. Þorsteinn Þorkelsson. Eins og getið var um hér í blað- inu síðastliðna viku, andaðist að heimili sínu við Oak Point, hér í fylkinu, föstudagsmorguninn þ. 8. þ.m., Þorsteinn Þorkelsson, er lengi var verzlunarmaður hér f bæ og seinna vestur á Oak Point. Þorsteinn var fæddur 24. júnf 1866 á Ytri-Mársstöðum f Svarfað- ardal i Eyjafjarðarsýislu. Voru for- eldri hans Þorkell járnsmiður Þor- steinsson, er lifir enn við háa elli heima í Svarfaðardal, — bróðir Þorsteins timburmeistara og þjóð- sagnasafnara, er andaðist hér í bæ fyrir 5 árum síðan,—og fyrri kona Þorkels, Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr sömu sveit. Heima í foreldra húsum ólst Þor- steinn upp þar til hann var 16 ára að hann fór í vinnumensku eitt ár til móðursystur sinnar, Solveigar Jónsdóttur, og manns hennar, Jó- hanns hrepptsj. Jónssonar á Ytra- Hvarfi. Þaðan réðst hann til Ak- ureyrar við Eyjafjörð til þess að nema járnsmíði hjá Sigurði járn- smið Sigurðssyni, er lært hiafði ut- anlands og tók pilta til kenslu Að loknu námi fór hann vestur í Skagafjörð og var um tíma lausa- maður á Hofsstöðum í Viðvíkur- sveit. Árið 1887 kvæntist hann Helgu Grímsdóttur og bjuggu þau um tímiai á Þúfum og í Stóra-Gerði í óslamdishlíð, en jafnframt búsýsl- unni stundaði Þorsteinn iðn sína járnsmíðina. Kendi hann þá um tíma járnsmíði námssveinum við búnaðarskólann á Hólum í Hjalta- dal, að tilhlutan Hermanns Jóns- sonar, er þá var skólastjóri. Nokkuru seimna fluttu þau Þor- steinn og kona hans af landi burt, komu hingað til Winnipeg og sett- ust hér að. Var þá hin mesta iat vinnudeyfð hér, en vegna smíða- kunnáttu sinnar, þótt Þorsteinn væri eigi taiandi á enska tungu, komst hann brátt að vinnu hér á járnverksmiðju Canada Kyrrahafs- brautar félagsins, og stundaði liann þá vinnu fram umdir alda mótin. Skömmu eftir hingaðkomunia andaðist kona Þorsteins og höfðu þau eignast 2 börn, sem bæði eru dáin. Druknaði annað þeirra í Manitobavatni, efnilegur piltur, kominn fast að tvítugu, er Þor- steinn hét. Árið 1893 kvongaðist Þorsteinn í annað sinn, og gekk þá að eiga ekkjuna Guðbjörgu Guðmunds- dóttur, ættaða úr Skagafirði. Varð þeim 4 barna auðið, er öll iifa og heita: Grímur, búandi við Otto Man.r Njáll, heima i föðurgarði; Friðrik, í herþjónustu með 223. her- deildinni á Englandi, og Hekla, heima í foreidrahúsum. vel. mestur 'atkvæðamaður þar slóðir og á það nágrenni ho margt að þakka. Forseti var hann bændafélagsins íslenzka í suður- Grunnavatnsbygð, er liann dó. Systkini Þorsteins, er til aldurs komust, eru mörg; eru 5 alsystkini búsett á íslandi, en ein systir hér, Guðrún kona Stefáns Skagfjörðs, er iengi var hér í bæ. Hálfsystkin in eru 5, fjögur hér vestra: Zophó- nfas og Sigurjón, báðir búsettir hér í bæ; Svanfriður og Jórunn, einmig til heimilis hér í bæ, en einn bróð- ir á íslandi, er Áskell heitir. Þorsteinn heitinn var mesti elju- og dugnaðarmaður alla æfi, en einkum iét harn sér ant um að sjá Þorsteion Þorkelsson. Fæddur 24. júní 1866. Dáinn 8. júnf 1917. Þegar lengstur ljómar dagur löndin yfir norðurhafa, opnuðust þín augun bláu æfiljósi’ á morgunstund. Sama júnísólin skein þér síðsta morgunn lífs á degi, er á skrúðgum vesturvöllum vaskur félstu’ í hinsta blund. Starfsins sigursældar naustu, sí-vinnandi, fús að hjálpa. Vildir allar götur greiða granna þinna framkvæmd að. Lagðir hönd á hverndagsverkin, héraðstöríin, félagsmálin. Aldrei þumlung af þér drógstu. Oftast hélztu fyrst af stað. Óbrotinn í öllum háttum alúðlegur, gleðimaður. Skrafhreif tunga tældi aldrei trygð né mannorð samferð á. Dirfð og sjálfstraust sitt á hvora sátu hlið þér fram í dauðann. Var ei þínum vilja lagið vaði neinu’ að snúa frá. Margir fengu meiri þekking, mentun gleggri, sjónhring stærri sálarlífs á æskuárum — enginn betri vilja’ en þú. Von-á-sigur í þér átti öflugasta framtaksmanninn. Man þig lengi borg og bygðir— björt og hlý, er minning sú. Þar sem ljómar lengstur dagur löndin yfir, báðumegin, upp frá nótt I eilíft ljósið andinn hærra lyftir sér. Barnsins augun bláu líta Guð gefi þér góðan daginn — bernsku hlíðar skógi vaxnar. — geislar lífsins fylgi þér. Þ. Þ. Þ. Kvenfólk,—LESIÐ! Fyr efla sítJ- Einhvern dag oÞ£ lnn vort nýja og afar góTJa "WITCHCRAFT” af því a?5 þat5 virkllega þvœr fötin hrein án þess þau séu nudduö—og þér komist þannig hjá því sem erfiöast er vitJ þvottinn. Vér vitum, atS ytJur hlýtur at5 getJjast vel at5 notkun þess, og og því þá ekki at5 grípa gæsina þegar hún gefst og nota yt5ur strax hit5 sérstaka tækifæri sem vér bjótium? Sendit5 25 cents fyrir pakka af WITCHCRAFT — sem endist í fimm þvotta. — ReynitJ þat5, og ef þér erut5 ekki allskostar á- nægtJar, þá sendit5 oss aftur þat5 sem afgangs er í pakkanum og vér skulum skila aftur vert51nu. Gjörltt þetta tafarlnuMt. Því ekki bú! People’s Specialties Co. P.o. Box 1836 Winnipeg Dept. 17 Colvin & Wodlinger Live Stock CommissioB Brokers Room 28, Union Stock Tards Winnipeg, Canada A. I. WODLINGER Residence Phone: Main 2868 F. J. COLVIN Residence Phone: Ft.R. 2397 FABÐU ME« CASTADIAN NORTIIEHN BUACTINNI KYRRA HA FSSTROND Sérwtök Mumar-farliréf tll VANCOUVER, VICTORIA, NEW WESTMINSTER, SEATTLE, PORTLAND, SAN FRANCISCO, LOS ANGELES, SAN DIEGO Til sölu frá 15. júní tll 30. september. Gilda til 31. Október—Vit5stat5a á leitSlnni leyft5. Sérstök farbréf tll NortJur Kjrrahafp ntrandar Júní; 26., 27., 30—Júlí: 1. og 6 í tvo mánutii. Sérstök farbréf til Janper Park ogr Mount ltobson 15. Maí til 30. Sept. TIL AUSTUR-CANADA HrlngfertJ á 60 diiguin. Sumar-ferblr. Farbréf frá 1. Júní til 30. September Standard raflýstir vagnar. Sérstök herbergi og svefnvagnar alla leit5 vestur at5 fjöllum og hafi og austur til Toronto. Bæklingar og allar upplýsingar fúslega gefnar af ðllum umbot5s- mönnum Canadian Northern félagsins, et5a af It. CREELMAN, G.P.A., Wlnnipeg, Man. NÚTÍÐAR LŒKNING RÝMILEGU* VERÐI Alls konar tannveiki læknuð. Þaulæfðir læknar og heztu áhöld. Prísar lágir samfara góðu verki. — Fólk utan af landi tilkynni oss komu sína viku fyrir fram, —svo það ekki þurfi að híða að óþörfu. A. Moran T“°' SASKATOON, lækmr í SASK. titirmaður Ur. Kobmson Saskatchewan. n»/ • Vér borgum undantekningarlaust Kiomi hæsta verð. Flutningabrúsar lagðir til fyrir heildsöluverð. i Sætur og Súr V L Fljót afgrwðsla, góð skil og kur- teis framkoma er trygð með þvi að Keyptur verzla við r j r SÆTUR OG SUR DOMINION CREAMERY COMPANY J ASHERN, MAN, OG BRANDON, MAN. H veitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i i emáskömtum.— Reynið að scnda oss eitt eða íleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skriiið út “Shipping Bills’ þannig; NOTIFY STEWART GRAIN C0MPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Mexchants 1 WINNIPEG, MAN. ♦ Vér vísum til Bank of Montreal. T Peninga-borgun strax Fljót viðskiíti I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.