Heimskringla - 21.06.1917, Page 5

Heimskringla - 21.06.1917, Page 5
WrNNIPEG, 21. JÚNÍ 1917. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐ61ÐA ÉG SET PENINGA BEINT I VASA YDAR MEÐ ÞVf AÐ SETJA TENNUR 1 MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri hcilsu, líkams þreki og starfsþoli. Expression Plates Hellt "Bet" af tðnnum, búlS ttl »ftlr uppfyndincu mlnnl, aem eg hefi sjilfur fullkomnab, ■ em (efur ytiur t annah stnn unalecan os etsiilesan cvlp A andlttltS. Þesea "Bxprecslon Plate«” *efa ylSur elnnls íull not tanna ytSar. Þ«er Uta út elns o( ltfandl tönnur. Þser eru hreinlegar o( hvltar og steerb þeirra og afstatSa elna ec í “llfandl" tönnum. $15.19. Varanlegar Crowns og Brídges l>ar sem plala er óþörf, kem- ur raitt raraniera. “Brldgre- work” at5 góflum notum og fyllir auöa statJinn í tann- garTJlnum; sama reglan sem viÖhðftJ er í tilbúningum á. “Kxpreaslon Plates” en undir stötJu atritJitJ í “Bridies” þess- um, svo þetta hvorutvesrRja *«fur andlitinu alvey eTJliles- an «vip. Bezta vöndun ít verki og efni — hreint cull brúkaö til bak fyllingar og tönnin verTJur hvít og hrein "lifandi tönn.” $7 Hrer Töu. Porcelaio og GhH fyifíngar Porcelain fyllingrar mínar eru svo vandaöar og ffott verk, atJ tðnnur fylta~ þanní? eru ó- þekkjanlegrar frá heilbrlsrtJu tönnunum og endast eins lengi og tönnin. Gull innfyllinrar eru mótaöar eftir tannholunni og svo inn- limdar með *ementl, avo tönn- ln verður eins aterk og hún nokkurntima áður var. Alt erk nftt ábyrcit tV vera nunltff. Hrnffn tannl eknlnftr, iea þ*r þarfalat, »tená- ar hfti r»ar tll hoffa hér. Yottorff og aeffnall 1 kandrahatall frá veral- ■narnlnnnn, Nfgnlnn- aan og frentnn. Alllr tkoffnffir kontnaffarlanat. — 1»ér rruff anér ekke»t bknld- bnndnir M eg kafl frefltl yffnr rftfflrgKÍngar vlVvfkJaadi tðnn- yffar.. .Koniff effa tlltaklft ft hvnffa tlma þér vllJIS kona, I gfgnun talafanan. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST hafa tekiS vi?5 mútum, er skiftu Jsúsundum dollara. Sannanir fyr- ir öllu þessu komu fram við yfir- iheyrsluna fyrir Brown-Elwood rannsóknamefndinni. Auk þessa varð stjórnarformaður Scott, að segja af sér, þvl hann gat ekki þvegið af sér, að hann þæri ábyrgð- 3na af öllu þessu. Var þá valinn formaður í hans stað, Mr. Martin, er var sambandsþingmaður; en nú liggur hann undir þeirri óþægilegu lcæru, að hafa þegið stórkostleg fjárframlög frá lyfsölum og öðrum, er leita voru ýmsra hlunninda, við kosningu sína árið 1911. Þetta svarar þá spurningunni, vegna hvers að framkvæmdarsaga iiberala í Sask. er stórkostleg, frá hvaða sjönarmiði sem íhún er skoð- uð.” Stórkostleg er hún, en hitt er annað, hvort hún er að sama skapi fögur. Þá er næst “Búnaðaraðstoð,” sem stjórnin hrósar sér «1. Telur hún, hverju hún hafi varið til þessa. En, má spyrja, í hverju er sú aðstoð fólgin? Hefir nokkrum bónda verið ihjálpað. Hafi útsæði verið lánað bændum, hefir ekki horgunar verið ki'a.fist fyrir það aftur. Peningar þeir, sem stjórnin hefir þózt veita í þessu skyni, nem- ur í 12 ár $3,351,310, eða sem næst 70c. á mann á ári hverju, og er þar með talið búnaðarskólaistyrkur og annað þar að lútandi, útsæðislán, sem aftur vofu borguð og koma hefði átt fram sem tekjur, o. fl. Upphæð þessi er eigi til að þykj- ast af, er ganga hefði átt til hjálp- ar aðal iðnaðargrein fylksins, en hefir þó annars staðar borið niður að miklu leyti. En þó hún hefði gengið beint tíl bænda, hefði búr inu ekki farið stórum fram við 70c. tillagið. 3>á er næst “Samvinna,” sem stjórnin þykist hafa komið á með- al bænda. Svo sem eins og hvar? Hún er ekki til, eðai getur hún nefnt, hvaða samvinma það er? Sipjörgerðarfélögin voru til, þegar hún kom til valda, þau eru til enn, og önnur samvinnufélög, er stjórn- in hefir styrkt, þekkjast ekki. Þá eru “Kornhlöður.” Af þeim er lítið að láta, því Graiin Growers félagið sjálft hefir fordæmt þær, með því fyrirkomulagi, sem á þeim er. Hafa þær ekki enn, svo vitan- legt sé, gjört neitt til þess að greiða íyrir hveitimarkaði þar á haustin. 3>á telur hún “Rjómabúin.” En það er ekki uppfynding ' þessarar stjórnar, því þau voru til áður en hún tók við, og þeim hefir fjölgað fyrir framkvæmdir bænda sjálfra, eftir því som landið hefir bygst og nautgriparækt vaxið. Þau eins og alt annað að búskap iútandi, hafa bændur sjálfir orðið að kosta og annast; fer líka bezt á því. Sama er að segja um hænsnaræktina. Heimilin sjálf hatfa unnið að því, en stjórnin ekki. Er það lilægilegt, begar stjórnin fcr að helga sér helzt alt, sem almenningur gjörir og eigi heyrir undir hennar verkahring. Sýnir það, að liún hefir fátt til að tfna af sfnu eigin. Það verður þiað bsesta, sem heyrist, að stjórnin bykist hafa verpt öllum eggjum og setið á og klakið út öllum ungum * öllum hænsnaliúsum í Sask. Þá nefnir hún “Kvikfjárræktina" hún hafi “hjálpað bændum vorumd) með.” A hvern hátt? Vill hún skýra frá því? Minnist nokk- ur bóndi þess, að stjórnin hafi á síðastl. tólf ái-um veitt honum nokkra hjálp með að koma fyrir sig slíkum stofni eð$ koma svo miklu sem einum lambsskrokk f peninga? Það hefir aldrei verið. En hún segist í ár hafa ákveðið að verja $500,000 til að kaupa fyrir kvikfe handa bændum vorum(!) og selja þeim það. Það er þá hjálp- in í síðatsl. tólf ár, að hún ætlar í ár að selja þeim nokkra nautgripi! En þeir verða víst gefnir. Þegar þilið er nú að launa menn mcð $4,000—$5,000 hvern, til þess að kaupa þessa gripi. Því ekki vinna þjónar hennar fyrir minna, eins og sést á vegatbóta reikningunum. Og svo hætist þetta við gripaverðið. Hvað ætli að hjálpin verði þá stór, þegar öliu er lokið og um það alt er borgað? Þá eru “Búnaðarmál yfir höfuð.” Enn einn hlekkurinn í þessum heilaispuna, sem hún kallar sína stjórnmálasögu. Er þar talið, að hún hafi skrifstofur, til að útvega vinnufólk. Jú, það er nú til siðs um alt Canada og ef engar slíkiair skrifstofur væru í Sask., væri það þá eini staðurinn í ríkinu, þar sem þær væri ekki. En hvað hefir stjór- in lagt til þessara stofnana? Þegar flytja hefir þurft vinnufólk inn 1 fylkið, hefir sambandstjórnin orð- ið að kosta það, borga járnbraut- unum. Og eins þegar það hefir verið flutt heim til sín wftur. At- vinnuskrifstofur sambandsstjórn- arinnar eru aðal stofnanirnar í landinu, en ekki fylkjanna. Stjórn- in þykist sérstaklega hlynnia að nýkomnum bændum er “ekki kunna mál landsins—enskuna”? Þá fer nú að kasta tólfunum. 1 hverju er sú hjálp fólgin? Hefir eigi heldur heyrst hitt, að hún og útsendarar hennar hafa þrá- sinnis reynt að villa þeim sjónir í ýmsum efnum? Tilnefni hún eitt einasta dæmi þess, ef hún getur. Þá er "Mentun” enn einn gim- steinninn í kórónu þessarar stjórni- ar. Segist henni svo frá, að þegar hún hafi tekið við, hafi þar engin ráðstöfun verið til fyrir æðri ment- un, cngir miðskólar, engir háskól- ar eða búnaðarskólar. Miðskólar voru til í stærri bæjum, svo sem eins og Regina. En það stóð tæp- lega til, að fylkisháskóli væri til, meðan fylkið var ekki til og laindið hafði engin sérmál til umráða, en alt var í höndum sambandsstjórn- arinnar, sem þá var liberal. Þessi núverandi stjórn tók við striaix sem landið hlaut fylkisrétt og sérstjórn. En livað það áhrærir, að allir skól- ar séu kostnaðarlausir, þá er betra að segja það einhverjum, sem ann- arsstaðar búa, en ekki fólkinu sjálfu. Það stendur ekki til, að skólarnir geti verið kostnaðarlaus- ir, enda eru þeir aíair dýrir og gætu verið kostnaðarminni, en þeir eru. Að minsta kosti ættu landbúend- ur ekki að þurfa að bera byrði af bæjarskólunum, öf skattlögin væru sanngjörn. Hver búandi geldur minst $10 á ári til iheimaskólans og svo $1.60 að auk til bæjarskóla, og verður þá eigi talið, >að þeir séu al- veg kostnaðarlausir. Margir borga margfalt mcira. — 1 þessari sögu sinni ber stjórnin saman hvað borgað hafi verið úr sjóði hins op- inbera til alþýðuskóla, árið sem fylkið var stofnað og hún kom tii valda, og aftur árið sem leið. Á ) það að sýna framfarir í þeim efn- um. Árið 1906 eru borgaðir $251,200, eru þá um 250,000 íbúar í fylkinu; en ái'ið sem leið hafa verið greidd- ir $700,000, en þá mun láta nærri, a'ð íbúar séu um 750,000. Er þá hlutfallslega goldið minna nú til alþýðuskóla en var, og mega þeir hrósa þeim framförum sem vilja. Þá er þess getið líka, að nú hafi hún leigt. einhvern Dr. Eoght til að rannsaka ásigkomulag skólanna og benda á nauðsynlegar breyting- ar, og telur hún þenna Dr. Foght “luUkomnasta mentamálafræðing, sem til er á meginlandi þessarar álfu.” Ekki er nú tekið af lakara endanum og minna mætti nú gagn gjöpai, og eitthvað kostar nú lík- lega svona alveg einstaku-r maður. En ekki er öll vitleysan eins, og í hverju eru fólgnir þessir frámunar legu yfirburðir l>essa manns? Vel hefir hann hlotið að hafa farið með þá og mjög leynilegia* því eng- ir hafa heyrt þeirra getið fyr en nú, og hefir hann gjört stjórninni eigi lítinn greiða, að láta ]»etta eigi vitnast fyr en nú rétt fyrir kosn- ingar! Ef nú skólarnir væri í góðu lagi, hefði ekki þurft að vista þenma, roann, sem sýnir bezt, að þeir þurfa breytinga við. Ef hann er nokkuð annað en stjórnar ráð- gjafi, er líkiegt að hann bendi á mörg afglöp stjórnarinnar viðkom- andi skólafyrirkomulaginu, og mun liann ekki þurfa að vera mest- ur mcntamálafræðingur i álfunni til þess. í mentamálunum hefir stjórnin ekki gjört nema lakiega skyldu sína að komia upp háskól- anum, sem líka að parti er kostað- ur af sambandinu, en beitt al- menning úti á landsbygðum stök- ustu rangindum með því að láfca hann bera kostnað af bæjaskólum er hann hefir engra not. “Járnbrautarmálið” telur hún einnig í sinni framfarasögu. Marg- ur hefði nú haldið, að hún myndi eigi á það minnast, enda gjörir hún það svo að hún segir ekkert. Búið er að sýna fram á, í hvaða hættu hún hefir stofnað fylkinu með fjáraustri í járnhrautarfélögin og skuldaábyrgð. Segir hún að járnbrautirnar hafi ekki kostað fylkið neitt. Svo hefði það átt að vera, því fylkið á ekkert í þeim, ekki eyrisvirði. En svo horfir þetta nú öðru vísi við. Með skulda á- byrgð, er nemur langt fram yfir $50,000,000 og svo búið- að gefa þriðjung af landinu burtu til þess- ara féiaga, er eigi hægt að segjia, að brautirnar hafi ekki kostað fylkið neitt. Það mun leitun á, að á nokkru bygðu bóli hafi verið farið ver lað ráði sínu en stjórnin hefir gjört í þessum sökum. Hún segir, “að bændurnir hafi grætt ógrynni fjár á járnbrautunum.” Það horf- ir þá öðru vísi við í Sask. en alls- staðar annarsstaðar, ef járnbraufc- irnar hafa ekki grætt ógrynni fjár á hændunum. Og um það iokið er að borga fyrir öll þau iönd, sem þessum félögum hafla verið gefin og bændur verða að kaupa aftur okurverði, um l>að búið er að borga aila skuldasúpuna, væri fróðiegt tað vita, hvað bændur hefðu grætt á járnbrautarfélögun- um. Þá eru “Talsímarnir”, er hún tel- urmeð í sínum framfara verkum. En auðsjáanlega er henni ekki gefið um að fara íbarlega út í það. Búið er að sýna fram á, hvernig hún hefir féflett bændur í því máli. Reynslan er margbúin að sýna, að í hverju sveitarkerfi kosfcar talsíminn hvern búanda $35.00 í eitt skifti fyfir öll, og svo árlegan I viðhalds og starfskostnað, er litlu [ nemur. En stjórnin hefir lagt skatt á menn fyrir hann, sem nem- ur $18—$24 á ári í 15 ár, og þess ut- an $6—$8 á þá, sem engin not hafa af honum, af því talsímialínur liggja fratn með landareign þeirra. Að talsíminn er nauðsynlegt menn- ingartæki nú á tímum, neitar eng- inn, en hann hefir ekkert meira menningiargildi, þó hann sé látinn kosta tíu sinnum meira en þörf er á, til þess að auðga óráðvanda stjórn. En við næstu grein framfarasög- unnar, er hún nefnir “Vegir, brýr o. fl.”, hlýtur margur að brosa. Það eru málin, sem stjórnin hefir orðið fræg fyrir. Segist hún hafa varið til þessara umbóta $13,000,000, og af þvf séu $3,000,000 tilbrúar- gjörða. Þetta er vel senniiegt, að svona miklu fé, eða jafnvel meiru, 'ha'fi verið ausið út í sambandi við vega- og brúargjörðir, en til vega og brúargjörðar hefir því ekki ver- iS varið. Vísum vér til dæmanna, sem talin eru hér að framan, því til sönnunar. Þarf eigi >að fara um það fleirum orðum. Vegaumsjón- armenn hennar hefðu ekki farið hrönnum saman í tukthúsið fyrir fjárdrátt og svik, ef öllum $13,000,000 —sem stjórnin hefir þannig spil- að—hefði verið varið til vegabóta og eigi annars. Samgöngumálin eru einmitt nauðsynjamál, og því er það 18ka enn svfvirðilegra af þeim, sem trúnað þafa hlotið al- þýðunnar, að þau skuli vera not- uð til þess að ræna og flá landið á allan hátt. Þá er “Kvenréttindamálið” talið næst. Búið er að sýna, að upptök þess voru hjá conservatívum í Sask. og það er fyrir barða sókn þeirra' og kvenréttinda félaganna sjálfra, að jafnréttislöggjöfin fékst. Um “Verkamálalöggjöfina” e r það eitt að segja, að hún er næst sem engin, og því langt frá því að vera ”bezt og fullkomnust allra verkamálalaga í nokkru landi.” Það er mjög svo ónákvæmlega til- tekið um slysaábyrgð alla, er vinnuveitendur eru skyldir að bera gegn verkamönnum, ennfrem- ur lögskyldan aldur, er unglingar mega iánast í erviðar vistir, o.fl., og er þá löggjöfinni næsta áfátt. Fróð- legt væri að heyra eitt einasta atriði, þar sem þessi löggjöf tæki fram samskonar reglugjörð í hin- um fylkjunum. Um “Bindindismálið” þarf ekkl mikið að segja, enda er stjórnin sjálf fáorð um ]»að í þessari sögu sinni. Sýndi það sig bezt, af hve litl- utm toga það er spunnið, er einn þjngmanna lenti í tugfchúsið fyrir mútuþágur frá brennivínssölun- um, en aðrir urðu að segja af sér embætti. Conservatívar hreyfðu vínhannsmálinu fyrst, en því var tekið með háði og spotti af stjórn- arsinnum, og aldrei hefði þeir sam- þykt vínsölubann nema af því al- menningur heimtaði það sem stríð^ og hallæris nauðsyn. Þá er sfðasta greinin í þessari dásamlegu sögu: “Fjármála -ráð- stafanir.” Fárast sagnaritari stjórn- arinnar yfir því, hve andstæðingar hennar hafi að ástæðulausu borið henni fjárdrátt og óráðvendni á brýn. Segir hann, «ð enginn hlut- ur hafi farið stjórninni • betur úr hendi, en fjármálin, sem liafi verið stjórnað með varfærni, ráðvendni! og hyggindum!! Þessi staðhæfing ber sitt sannleiksgildi með sér, eft- ir að búið er að sanna allan þann þjófnað, sem framinn hefir verið í sambandi við svo að segja hvert opinbert verk, sem unnið hefir ver- ið. Ef hann hefði sagt, “að fátt hafi farið stjórninni eins vel úr hendi og fylkisféð”, væri það sanni nær, því á fáu mun hún hafa haldið lausara, en fylkisfénu. Sem sagt, fjárbruðl hennar hefir gengið langt út fyrir það sem nokkrum hefði til hugar komið, og sýnir það sig bezt, þegar tölurnar eru settar niður. Hvernig hefir þá ráðs- menska.n verið í þessi 12 ár? 1 tólf árin mun moga segja, að fylkistekjur hafi numið um IV* milj. dollara á ári með öllu og öllu, væri það þá á tólf árum sem næst 18 miljónum. Á sama tíma hefir fylk- isskuldin vaxið $25,500,000. Hafa þá tekjurnar numið alt í alt, aö meðtöldum lánum, um $43,500,000. Hvað mikið sé í sjóði, mun eigi þurfa að spyrja um; það er nú víst sáralítið. En fyrir hvað liefir öllu þessu fé verið varið? Hvað hefir stjórnin til að sýna fyrir það? Með stofnunum og fyrirtækjum? Hún tilnefnir háskólann, er á að hafa kostað $1,750,000. Tiliag til skóla og mentamála á að hafa numið $4,000,000. Tilag til búnað- armála, er mest part borgaðist til baka. og ætti því eigi að vera talið, $3,350,000. Til viðgjörða, sem held- ur nær ekki neinni átt, $10,000,000. Til brúargjörðar (er engri átt nær) segist hún 'hafa eytt $3,000,000. Til opinberra verka annara, svo sem “dómlhúsa”(!) og fleira, sem svari $5,000,000. Nær auðvitaö ekkert af því, sem að verkamálunum lýtur, nokkurri átt, því það verð er hvergi til í þeim umbótum; og er vel ef einn-þriðji af þessum tilreikn- aða kostnaði hefir til þeirra geng- ið. En látum svo vera, og tökum alla reikninga stjórnarinnar, eins og hún vill hafa þá, hvernig sfcanda þeir þá? Þannig, að mismunur verður um $16,500,000, sem hvergi finst neitt fyrir. Nú sjá það allir, hvernig þessar opinberu stofnanir eru virtar, ef önnur eins kompa eins og “dómhúsið” í Wynyard á að hafa kostað $30,000, og mun fleira þessu líkt, Það er því víst engum vafa bundið, að fjármálun- um hefir verið stjórnað með “ráð- vendni, varfærni og hyggindum.” Og enn fremur, “að þeir, sem nú fara með stjórnmálin, séu menn sem treysta má og trúa.” Þó ekki væri nú nema þessi stjórmmátesaga stjórnarinnar í 23 liðum,— yfirbreiðslan, ósannindin og undirferlin, sem í henni felast, og að hvergi skuli vera bent á eitt einasta dæmi um framkvæmdir eða hagsýni bennar, þá væri það nægileg sönnun, öllum skynbær- um mönnum, að stjórninni er hvorki að treysta eða trúa. Það, að hún bendir ekki á eitt einasta sérstakt dæmi gjörða sinna, kem- ur til af því, að hún þorir það ekki; hún veit, að J>að yrði sér til falls. Þcss fyr sem 'almenningur í Sask. losast við slíka stjórn, þess betra verður það fyrir hann og fyrir landið 1 heild sinni. -----o------- lslendingar, látið ekki blekkjast! 1 sfðasta Lögb. er ódrengileg til- raun gjörð til þess að villa kjós- endum í Sask. sjónir við í höndvfar- andi kosningar. Sagt er, að con- servatívar noti nú það, sem aðal- vopn á stjórnina þar, að hún sé of hlynt útlendingum. Eins og ölk um er kunnugt, hefir slíkt aldrei til máte komið. Enda væri synd að brigsla liberölum um það, því þeir hafi ekki sýnt það í einu eða neinu. Þarf ekki annað en benda á Manitoba fylki því til sönnunar, þar sem fyrsba. verk þeirra var hér að banna alla kenslu útlendra mála, ennara en enskunnar. Þarf ekki annað en benda á "átrúnaö arfrúna” þeirra, Nellie McClung, er hefir margoft lýst þvf yfir, að hún mótmælti þeirri óhæfu, að útlenzk- ar konur hljóti latkvæðisrétt! Lögberg getur þess að það geti og því sé ljúft að birta ágrip af þeim ofsóknum, sem liberalar liafi orðið fyrir í Sask. fyrir að vilja unna útlendingum jafnréttis. Það hefði haft stærri þýðingu, ef þ,ið hofði gjört það, til þess að sanna þessar kærur sínar, en að slá þeim fram eingöngu á ábyrgð ritstjór- ans og láta þær styðjast við hina þjóðkunnu ósannsögli lians. Lög- berg getur ekki birt neitt slíkt, þvf það er ekki til, og er hér með skor- að á það að gjöra þaö. En ritsj. er hér með tekinn vari á því, að lygasögur hans verða ekki teknar gildar. Það veröa að vera sögur, sem við eitthvað annað hafa að styðjast, en hlaupakonu eðli hans og nælurgelt. Það vita allir, hvað um er að tefia við þeSv«ar kosningar. Það er fyrst og fremst hvort sú stjórn, og sá flokkur, sem uppvís er orð- inn að svikum og fjárdrætti, eigi lengur að sitj-a þar við völdin, til þess að svíkja meira , ræna meiru. Það er, hvort það eigi að líðast, að hugsunarhætti kjósenda ogr eamvizkusemi fyrir aimennum rnáF um sé spilt svo, að þeir láti sig það engu varða, hvort ráðvendni eða óraðvendni haldist í hendur með stjórnendunum, hvort settir séu yfir almenn mál heiðvirðir menn eða flagarar. Ekkert málgagn stjórnarinar í Sask., að Lögbergá meðtöldu, hefir gefcað horið af henni svik og fjárdrátt, sem komið hefir í ljós við rannsóknir og rétt- arhöld á síðastíiðnum árum. Sumt af því er gamalt, frá fyrri árum hennar, sumt er nýtt nú frá síð- asta ári. Hefði hún haft nokkurn ásetning að reynast heiðvirð, hefði síðasta sviksemi hennar ekki átt sér sfcað, eins og með haglsábyrgð- ina, svikin á firösímanum, og fleira Muna þó víst flestir eftir hinum fögru ráðvendnis loforðum hennar við síðustu kosningar. Búið er nú að reyna hvernig þau loforð hafa gefist. Og með því er sönnun fengin fyrir, hvernig loforðiu, að- þ\d leyti sem þau eru nokkur, sem nú eru gefin, muni reynast. Það muna víst flestir eftir, frá síðustu kosningum, öilu því tárastreymí talsmanna hennar og fylgjenda, út af ódrengskap conservatíva að ef- ast um hreinskilni henanr f þeim efnum. Nú eru þeir sömu náungar að teuga landið á ný með hinum sömu hreinskinis og iðrunartárum. Það muna allir eftir, hvernig fylgj- endur hennar rifu og slitu hár sítt yfir þeim hróplegu rangindum, sem liún væri beitt, af andstæðingun- um, er efuðust um ráðvendni henn- ar. Og þó var hún ekki fyr tií’ valda komin að nýju, en að hún tók til fyrri ðju, eins og brúarsmíöi hennar hjá Broadview sannar, þar sem á einu smáverki að sviknar eru af almenningi $74,000. Almenningur í Sask. eins og ann- arsstaðar í Canada, biður ekki um, óskar ekki eftir að stjórnin veiti neinum sérstökum þjóöflokkum eöa hópi manna nein sérréttindi eða aukin hlunnindi. Það er hvorki réttlátt né í anda eða stefnu þjóöa.rinnar. En hann krefst þess og hefir fulla heimild til þess,. aö stjórnin skeröi ekki réttindi neins og að allir hafi jafnan rétt eftir því sem þeir hafa til hans unnið. Að hún noti ekki umboö sitt og vald til aö gjöra þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari. En þá kröfu hefir stjórnin eigi vilj'að veita, eins og allir hinir mörgu aukaskattar sanna, sem liún hefir lagt á landhúandann, en hlíft bæj- arbúum við, eins og allar þær gja.fir sanna, sem hún hefir ausið í verksijóra sína, umboðsmenn sína, auðfélögin eins og Paisons félagið, sem hún ihefir verið í fé- lagsskap með, og járnihrautarfélög- in. Tjáir henni því iítt nú, að fara að lofa. fyrir munn sinna tais- manna, aðhlynningu að einurn eða neinuin. Fresturinn, sem henni er veittur til betrunar, er útrunninn. Lenging hans þýðir ekkert annað en að veita henni ráðrúin til að ræna meiru og rupla, be ur. Burt með hana og alla hennar óhæíu,. hún er búin að aðhafast nóg. Látið ekki telja yður trú um, að ekki séu til þeir menn, sem bæðí hafi vit á og vilja til a,ð gjöra rétt, og yður sé sá einn kostur nauðug- ur að velja Stigamennina! 39&Í0SPS* S0 SP S0 .!*> &&&St> S0SPÍ0Í0 LÆKNAR NÚTÍMANS SPYRJA UM TENNUR YDAR Þegar þér hafiS ýmsa kvilla, sem ekki láta undan meSulum læknisins, þá er vanalega spurningin hjá honum: “Hvernig eru tennur ySar? Eru þær í góðu lagi? SjáiS tannlæknirinn og komiS svo til mín aftur.” Þegar tennurnar skilja sig viS góminn og þér hafiS J»aS sem vér köllum “pyorrhea alveolaris ’, þá er því æfin- lega samfara óregla á meltingunni, óhreint blóS og gigtar- styngir í höfSi og annarsstaSar í líkamanum. GóSur tannlæknir lagar þetta alt saman, og þaS kost- ar ySur lítiS, ef þér komiS til vor. Dr. G. R. C/arke Rooms 1 to 10 Dominion Trust Bldg Cor. Rose St. and llth Ave. Phone 5821 Regfna, Sask. Skrifstofu tímar: 8.30 f.h. til 6 e.h. á hverjum degi, aö undanT teknum sunnudögum og tillidögum STÚLKA TEKUR MÓTI GESTUM 1 BIÐSTOFU

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.