Heimskringla - 19.07.1917, Síða 3
'WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1917
BIIMRXBIXGLA
I. BUUMBB4
Woodrow Wilson,
íorseti Bandaríkjanna.
(Lauslega þýtt.)
Keisari Þýzkaiands hefir marg-
;an misreikning gert viðvíkjandi
Jijóðum og einstaklingum, en ald-
rei hefir honum yfirsézt meira, en
þegar hann var að “reikna út” Wil-
son, íorseta Bandaríkjanna. Hér
stendur hann heldur ekki einn.
Margir hér í landi hafa haillast á
sömu sveifina og tekið svipaða af-
stöðu í öllu Bandaríkja forsetan-
um viðkomandi. IllgirniSlegt orða-
gl9(mur átti sér stað eftir að strfð-
ið hófst í garð Bandaríkjanna, því
ritstjórar sumra blaðanna hér geta
aldrei slitið sig frá þeirri hug-
inynd, að Bandatríkin séu ekkert
annað en uppreistargjarn nágranni
sem að eins verðskuldi viðskifti
vor, þegar hann bagi sér sam-
kvæmt vilja vorum — en þegar
bann geri þetta ekki, finst þeim
■«kki um annað að tala, en aga
Jiann eins og óhlýðinn krakka. Af
Liöðum þessum var Wilson forseti
«koðaður hægfara náungi, sem
■væri að vísu “háskólagenginn”, en
liefði þó sáralítið vit á stjórnmál-
Uin.
' Og þar sem þessi mikli misskiln*
ingur kom svo víða í ljós hér í
landi, sæti sízt á oss að undrast
yíir hinu hörmulega skilningsleysi
Lýzkalands keisarans. Hann gerði
■einnig það gjappaskot, að skoða
Wilson “skólastjóra” og ekkert
annað. Maður, sem neitað hefði
jafn-gullnu tækifæri og því — að
geta bælt Mexico undir Bandarík-
in, hlaut í augum keisarans að
ekoðast sem þröngsýnn og stað-
iestu Iftill náungi, sem hægt væri
■að "hræða” til hvers sem vera vildi.
Og enn fremur, var ekki þýzk-
ameríska þjóðin þarna einlægt til
staðar til þess að láta svipuna
lemjast um bak forsetans? Einn
af hverjum fimm Bandairíkja borg-
aranna þýzku, innfæddum eða frá
heimalandinu, hlaut líka að skoða
það skyldu sína, að standa með
gamla iandinu, þegar í harðbakka
sló, og að vera reiðubúinn til þess
að sameinast írskum Bandaríkja-
mönnum til þess að koina stjórn-
Inni þar fyrir kattarnef, ef á þyrfti
«ð halda. Þetta mun hafa verið
ihugsun keisairans og af þessum or-
sökum sendi liann ekki sinn stima
mjúka, háæruverðuga Bulow prins
til Bandaríkjanna. Lét heldur
þann virðulega herra fara til Ital-
1u til þess hann fengi með orðsnild
sinni töfrað hina ítölsku þjóð og
gint hana til hlýðni. Til Banda-
rfkjanna varð að senda stjórn-
málavitring, sem harðari væri í
horn að taka og alt aðra aðferð
hefði. Þangað var því stýrt hinum
teita og frekar grófgerða náunga,
herra Dernberg; átti þannig að
gera Bandaríkjunnm það skiljan-
'legt, að þýzka þjóðin væri ekki
lamb í leik, ætti hörkudólgum á
að skipa og þyldi því enga
fiónsku.
Þessi höraiulega yfirsjón var
yfirsjón þeirrar þjóðar, sem svo er
þlinduð af materialista-kenning
Unni, að hún virðist oft enga með-
■vitund um það hafa, að til sé
nokkurt lögmái á jörðu.
Enginn, sem rakið hefði með
«ftirtekt feril Woodrow Wilsons,
hefði gengið f skugga um hæfi-
leika, þessa manns, siðferðisþrek
hans og gáfur. Að eldlegum áhuga
stendur hann Bryan ekki neitt að
haki, en sjóndeildarhringur hans
víðari, Iffsþekkingin meiri.
Samfara þessum yfirburðum hams
kemur svo þráfaldlega í ljós hans
járnsterki og óbifanlegi vilji. Gæt-
fnn maður hlýtur hann ætíð að
skoðast, en enginn fær brugðið hon-
Um uin þröngsýni. Og aildrei seil
Ist hann eftir alþýðuhylli með vin-
úttu glamri né öfgaþrunginni
orðmælgi. Hann brýtur hvert mál
tU mergjar og ahugar það vand
lega frá öllum hliðum, áður en
hainn birtir skoðanir sínar. Fyrir
honum ræður meginregla sú, sem
hann hefir sett sér, mestu að mál-
um. Margjr mpnu ef til vill skop-
ast að þessu. Skoða það gamal-
úagslegt og spaugilegt, að setja sér
tteginreglu í lífinu!—En sá stjórn
hiálamaður, sem enga fasta lífs-
atefnu hefir, er í eins mikllli hættu
staddur og sjómaður úti á regin-
hafi, sem engan kompás hefir.
þýðvaldsstjórnir allra landa hafa
liðið baga við áhrif æfintýramann-
anna, sem “spila á tvær hættur,”
en sem ekkert vist takmark hafa
né vissa líísstefnu. Þessir menn
eru meira trúaðir á afl auðsins, en
andans þroskun mannkynsins.
Með mælgi og gadanda æsa þeir til-1
finningar fólksins til fylgis við sig,
séu þeir við stjórnmál riðnir — en
göfuga lífsstefnu eiga þeir enga og
hafa aldrei átt.
Wilson forseti er nú ekki ein-
göngu borgari Bandaríkjann'a,
heldur borgari alira lýðfrjálsra I
þjóða heims. Augu allra þessara
þjóða hvfla á honum. Og þetta or-
sakast af þvf, að enginn af fremri
stjórnmálamönnum þeirra á göf-
ugra markmið né hærri andans
stefnu en hann. Sem öðrum hefir
honum stundum sézt ytir, því slíku
eru mannlegar verur undirorpnar,
en yfirsjónir hans hafa þó aldrei
verið aif ósjálfstæði sprottnar, og
vissulega aldrei átt neitt skylt við
yfirsjónir fjárglæframannanna, sem
við stjórn eru riðnir og oft eru
þrungnir af sótsvartri metorða-
girnd. Að hugsa sér það, að amn-
an eins mann sem þenna staðfasta
og frjálslymda leiðtoga Bandaríkj-
lýðveldisins væri hægt að skelfa
með “stórum orðunj,” var argasta
ímyndunarveiki. Aðal einkenni
þessa m'amns er hugrekki og and-
ans dáð—ekki hugrekki fjárglæfra-
mannsins, er spilar á tvær hættur
heldur hugrekki þess, sem bygg-
ir á siðfeðislegum og föstum grund
velli. Sem forseti Princeton há-
skólans barðist hann öfluglega fyr-
ir því, að bjarga þeirri skóiastofn-
un frá þeim ískyggilegu örlögum,
að verða leiksoppur í höndum
auðugra iðjuleysingja. “Dolalrar eða
heilbrigður heili” var það, sem bar
ist var um; “dollararnir” sigruðu
—tog hann sagði af sér skólastjórn-
inni. En þessi sigur miljónamær-
inganna vairð þeim kostbær—því
hann var fyrsta si>orið til þess, að
koma Wllson upp í það sæti, sem
hann nú skipar.
Þar ihefir hann verið sigursæll.
Allar þjóðir heims mega fagna
yfir því, og þó Bandaríkin einna
mest, að þegar kept var þar um
forseta-sessinn, varð stjórnmála-
maðurinn draumsjóna postulanum
lilutskarpari. Hvað skeð hefði, ef
Bryan hefði komist að, fáum vér
nú séð. Wilson skilur hvað í húfi
er og honum er treystandi til þess
að breyta samkvæmt skilningi
sínum. Engum er ljósara en lion-
um, hvað það þýðir, að verða við
kröfum Þjóðverja — það þýðir
niðurlæging og undirokun. Þess
vegna hefir hann neitað að þoka
um einn þumlung, þegar hann
hefir barist gegn þjóð þessari fyrir
réttindum Bandaríkja borganna
til þess að ferðast sem frjálsir
menn bæði á landi og á höfum
úti. — Enginn hefir háð öflugri
orustu en hann fyrir lýðfrelsinu og
lýðveldis hugsjónum inannkyns-
ins.
Frakklands-fréttir
1 fyrsta sinni á leið upp í skot-
grafirnar.
Á Frakklandi, 20. maí 1917.
Herra ritstjóri Heimskringlu.
Það var þriðjudaginn 10. apríl,
að nokkrir nýliðar, sendir írá Eng-
landi, sameinuðust herdeildinni,
The 16bh Canadian Schottich, er þá
hafði aðsetur sitt f einni aí aftari
skotgröfum Breta á vestur svæð-
inu. Eg var einn af þessum nýlið-
um. Við vorum fegnir, þegar okk-
ur var sagt að stanza, því við vor-
um þreyttir eftir margra mílna
göngu með allan okkar farangur á
bakinu og þar að auki 120 kúlur
og riffilinn. Við settumst niður á
barminuin á skotgröfunum meðan
fyrirliðinn, sem með okkur var, fór
að leita sér upplýsingar um hvar
og hvernig ætti að skifta okkur
niður í fylkingar herdeildarinnar.
Eftir að hafiai losað okkur við
byrðarnar, fórum við að líta 1
kring um okkur. Skotgröfin, sem
við vorum hjá, náði til hægri og
vinstri handar svo iangt sem aug-
að eygði, og svo var hver fram af
annari með á að gizka 200 faðma
millibili; en út við sjóndeildar-
hringinn f austurátt var hár
hryggur á að gizka tvær mílur í
burtu. Hvar sem Jitið var, var alt
á hreyfingu og iði; tugir þúsunda
af mönnum, hestum, mótorvögn-
um og öðrum ferða og flutnings á-
höldum gengu hér með ákafa að
starfi. Háir hvellir með þungum
drunum á eftir heyrðust jafnt og
þétt með ‘Stuttu millibili; hingað
og þangað út um loftið sveimuðu
flugdrekar, stundum tóku þeir
langar og djúpar dýfur, stundum
hurfu þeir að skýja baki, stundum
gáfu þeir merki með skotum eða
með því að kasta út Ijósum <af
ýmsum litum, sem liðu hægt til
i jarðar.
Alt í einu reis sú spurning f
huga mínum: Skyldi nokkur af
íslendingunum vera lifandi? Þeir
voru sendir fyrir tveimur mánuð-
um síðan yfir til Frakklands, til
þessanar sömu herdeildar, sem við
nú tilheyrum. " »
Meðan eg var að veita þessu fyr-
ir mér með ýmsum spurningum og
spám, gleymdi eg öllu, scm var að
gerast í kring um mig. Eg horfði
beint ofan í skotgröfina fyrir fram-
an mig. Með ljúfri endurminningu
mintist eg þeirra allra, þeir voru
sannir íslendingar og sómi þjóðar
vorrar, hvort sem þeir voru nú lif-
andi eða dauðir.
Eg hrökk við. Það var einhver
sem kallaði: “Helló, Magnússon!’
Mér tanst íslenzkur hreimur í
röddinni, en vissi, að það var eng-
inn íslendingur í þessum nýliða-
hópi, sem var í kríng um mig. Eg
leit upp, og sá mér til mikillar
gleði, þrjá íslendinga, sem eg þekti
strax. Þeir komu á fjórum fótum
hver á eftir öðrum upp úr jarð-
húsi, sem var niður í skotgröfinni
fáa faðma frá mér. Eg stökk á
fætur. Þetta voru þeir Ingi Thord-
arson frá Gimli, G. R. Goodman og
L. Thorleifsson. Eftir að við höfð-
um skifst á vina og fagnaðar kveðj-
um, settumst við niður og spurð-
um hver annan tíðinda.
Yið töluðum saman nokkra
stund á víð og dreif um menn og
málefni, vini og kunningja heima
í Canada og á Englandi. Seinast
var ekki um annað talað en stríð-
ið og spurði eg þá um hitt
og þetta viðvíkjandi því og svör-
uðu þeir á víxl, þar til Ingi Thord-
arson sagði: “Eg skal ganga með
þér hérna upp að næstu skotgröf,
og þá geturðu séð hvar Þýzkararn-
ir voru fyrra mánudag, áður en
við hröktum þá þaðan; þú getur
verið hjá okkur í nótt, við sofum
tíu í þessari holu þarna,” og hann
benti á jarðgöngin, sem þeir komu
út um. “Það er nokkuð þröngt, en
maður verður að gjöra sér það að
; góðu hér.”
Eftir litla stund vorum við
komnir yfir að næstu skotgröfum.
Þær báru talsvert hærra, svo út-
sýnið þaðan var betra. Thordar-
son benti mér til vinstri og sagði:
“Þarna sérðu liina nafnfrægu Vimy
Ridge, þar sem þær stærstu og
mannskæðustu orustur hafa verið
háðar í seinni tíðú ])ár töpuðu
Frakkar fleiri þúsundum, tóku
staðinn og töpuðu lionum aftur;
þar mistu Englendingar líka
margt manna; en nú fyrir þremur
vikum tóku Canadamenn hrygg-
inn, og hafa þeir haldið honum
síðan, þrátt fyrir 'ailar tilraunir
Þýzkara að ná honum aftur.”
Hann brosti um leið og liann hélt
áfram og sagði: “Já, þeir eru harð-
sniinir, oanadisku drengirnií; hér
finst manni fyrst, að maður sé að
verja landið. Þú sérð hvíta kross-
inn, hérna beint fram undan; þar
voru Þýzkarar fyrir viku síðan og
voru þeir búnir að búa um sig í
þessum skotgröfum á annað ár, svo
þú getur nærri, 'að þeir bjuggust
ekki við að verða reknir í burtu.
Þessar grafir ná alla leið frá Vimy
Ridge og upp að þessu skógarbelti
þarna á hægri hönd. Það eru um
tvær mílur vegar; á öllu þessu
svæði gerðum við áhlaupið á
mánudaginn annan f páskum, og
arángurinn varð þessi, að nú eru
fremstu skotgnafir Þjóðverja tvær
mílur aftan við hæðina, sem þú
sér þarna langt í burtu. Það var
hörð hviða, meðan á henni stóð,
en það tók ekki nema hálfan ann-
an klukkutíma. Það var rétt eins
og himin og jörði væri að klofna í
sundur. Það var nokkuð ægilegt
iað líta yfir þetta svæði rétt eftir
bardagann; naumast er liægt að
benda á ferhyrningsfaðm á öllu
þessu svæði, sem ekki var umturn-
aður eftir skotíhríðina. Við höfð-
um eitthvað um ellefu hundruð
stórbyssur og fallbyssur á bak við
okkur, þegar slagurinn byrjaði og
skutu þær svo ört, að ómögulegt
var að heyra skotaskil; jörðin
veltist áfram á undan okkur f einu
logandi eldhafi. Þjóðverjinn vakn-
aði við illan draum þann morgun-
inn; liann hafði ekki búist við
okkur. Þeir skriðu sumir hálf-
klæddir upp úr gröfunum og réttu
hendurnar upp f loftið og kölluðu
f ákafa: “Mercy! Mercy! Kamme-
rat!” Við tókum hér fleiri hundr-
uð íanga. Þessa síðustu fjóra daga
höfum við ekki gert annað en grafa
dauða menn, og þó eru enn margir
ógrafnir.” Hann benti á dálitla
þústu, sem var skamt frá okkur.
“Þarna, til dæmis, liggja fjórir
Þýzkarar dauðir.” Við gengum
þangað. Á meðan eg yfirvegaði
líkin, datt mér f liug, að þessir
menn hefðu f nafni keisarans,
Williams II., fórnað lífi sínu hér,
og með því leitt bölvun og hörm
ungar yfir land þetta og þjóð og
heim allan; þeir hefðu hnigið hér
dauðir fyrir þeim krafti, sem nú
beret fyrir friði og réttindum kom
andi kynslóða. En þá má þó varla
saka, þeir voru þrælar hins Prúss-
neskai hervalds.
Það var farið að dimma, svo við
héldum á stað heim að jarðhúsinu
]»ar sem við áttum að sofa. Hing-
að og þangað út við sjóndeiidar-
hringinn sást bregða fyrir stórum
blossum; það voru stórskotabyss-
urnar brezku að bjóða Þýzkaran-
um góða nótt með kossi. Thord-
arson sagði mér á leiðinni, að hann
hefði heyrt, að við ættum að fara
upp f fremstu skotgrafirnar á
morgun og vera þar í þrjá sólar-
hringa; að okkar herdeild ætti að
leysa af hólmi þá herdeild, sem þar
væri nú. Við landarnir fjórir
bjuggum um okkur í einu horn-
inu á jarðhúsinu. Einn þeirra var
nýbúinn að fá stóran böggul að
heiman, svo við slógum upp dá-
lítilli veizlu áður en við fórum að
sofa.
Næsta morgun fékk eg skipun
um, að eg yrði að flytja yfir í “B
Company”, því eg tilheyrði nú
maskínu-byssu deildinni þar.
Þeir höfðu mist tvo menn úr
þeirrl deild í síðasta slagnum, og
sýndist þeim eg Ifklegur til að
fylla skarð annars þeirra. Eg
kvaddi landana í bráðina og flutti
yfir í annað jarðhús. Klukkan 12
um daginn kom skipun um, að
allir yrðu að vera tilbúnir að flytja
upp f fremstu skotgrafir klukkan
6 “in battle order”. Við bjuggum
okkur f skyndi, hreinsuðum riffl-
ana og maskínubyssurnar, fyltum
vasaflöskur okkar og nestispoka,
þvf sagt var að ekki væri hægt að
koma neinu til okkar meðan við
værum í fremstu gröfunum. l>eg
ar tíminn kom, lögðum við á stað;
okkur var skift f smáhópa, og
gengum við lengi eftir sléttum og
góðum vegi og var umferðin svo
mikil af mótoiwögnum og hestum
og mönnum, sem mættu okkur, að
við urðum alt af að vera að fara
úr vegi; allir voru glaðir og kátir,
alstaðar voru menn að kastast á
spaugsyrðum; hér og þar heyrðust
sungnar vísuhendingar, svo sem:
‘Tt’s a long, long way to Tipper-
ary”, “Back home in Tennessy,”
“We are long long way from 'home’
o. s. frv. Ef einhver sýndist nið-
ur lútur eða daufur í bragði, þá
var strax hnypt f hann af þeim
næsta og sagt: “Vertu kátur, laxi:
þú verður annað hvort særður í
þessari ferð og sendur til Eng
lands, eða að þú verður búinn að
vera.”
Við liöfðum gengið hálfa aðra
mflu, þegar skipun kom að nema
staðar og bfða myrkurs. Við átt
um ekki eftir nema nokkur hundr-
uð faðma til að vera komnir f skot-
færi frá stóskotabyssum Þjóðverjia
Sáum við sprengikjlurnar frá þeim
dynja jafnt og stöðugt á brautinni
spölkorn fram undan; þeir voru
að reyna að stöðva umferðina. Það
var byrjað að rigna og myrkrið
færðist óðum yfir. Einn af yfirfor-
ingjum okkar kom til okkar og
sagði, að liér eftir mætti enginn
hávaði eiga sér stað, og enginn
mætti reykja eða kveikja ó eld
spýtu, því það gæti vakið eftirtekt
og orðið til þess, að Þýzkarinn
sendi okkur sprengikúiu í miðjan
hópinn. Eftir litla stund lögðum
við á stað aftur; við fórum út af
veginum og læddumst f halarófu
hver á eftir öðrum upp dálítinn
háls. Við duttum annað slagið
um gaddavírs flækjur; stundum
stungumst við á höfuðið ofan í
djúpar holur hálf fullar af vatni;
jörðin var öll sundur grafin eftir
sprengikúlur og illfært yfir þetta
svæði í björtu, hvað þá í myrkri;
en þetta var eini vegurinn til <að
komast slysalítið upp í fremstu
skotgrafirnar. Þegar við komumst
upp á hálsinn, var sem skothríðin
hvellirnir og dunurnar ykist um
allan helming. Jörðin hristist og
sk>alf undir fótum okkar, kúlurnar
þutu aftur og fram yfir höfðum
okkar, þær fskruðu og veinuðu og
sumar öskruðu eins og villidýr
nokkrar lentu skamt frá okkur, og
kom þá harða hvellur og jörðin
þyrlaðist upp og sjóðheitt járna
rusl kastaðist í allar áttir. Okkur
fór ekki meira en svo að verða um
sel, við bjuggumst við að sú næsta
lenti einhvers staðar í hópnum
Hægt og hægt klöngruðumst við
ofan hálsinn. Langt úti í myrkr-
inu sáust eldglæringar og flugeld
ar af öllum litum svifu í loft upp
Eg spurði þann, sem næstur var,
hvaða ljósagangur þetta væri
hann sagði: “Það er Fritz (Þýzk
arinn er kaillaður því nafni) að lýsa
okkur; hann veit, að við erum að
skifta um verði um þetta leyti.
Sum ijósin voru svo björt, að það
varð dagbjart f kring um okkur
annað slagið, og stóðum við þá
graf kyrrir, þar til dimdi aftur.
Ljósin voru aðdáanlega fögur; það
var reglulega töfrandi að ifta yfir
vígvellina þetta kveld. Það var
cins og Aladín úr Þúsund og einni
nótt væri kominn með ótal töfra-
laimpa. Eg varð svo hrifinn af því
sem fyrir augun bar, er var eitt-
hvað svo tilkomumrkið, að eg
gleymdi um stund «ð það væri
nokkur hætta á ferðum. Bang!
bang!—ein sprengikúlan skall rétt
hjá okkur og við hentum okkur
allir niður; rétt á eftir heyrðum
við sárt vein skamt fram undan;
svo hélduim við áfram og eftir ör-
stutta stund fórum við fram hjá
einum af félögum okkar, er hafði
særst; burðarmennirnir voru að
hagræða honum og ætluðu að
bera hann til næstu hjúkrunar-
stöðvar fyrir aftan okkur; sá sem
næstur mér gekk sagði, um leið og
hann fór fram hjá: “Þú varet
heppinn, félagi, að þurfa ekki
lengra; annað kvöld verður þú á
Englandi; eg vildi að eg yrði
svona heppinn.” Sá særði brosti
um leið og bann sagðl: “Verið þið
sælir á meðan.” Eftir þetta gekk
ferðin slysalaust. Klukkan 12 vor-
um við komnir upp í fremstu skot-
grafirnar.
Herdeildin, sem fyrir var, varð
fegin að losna; ]>eir sögðu að við
mættum búast við “heitum tíma”,
jví Fritz væri líklegur til að koma
til okkar þá og þegar. Þvf næst
var okkur skift niður f verði og
áttum við að vera sinn klukku-
tfmann hver. Skotgrafirnar voru
jröngar og grunnar; þær höfðu
verið gnaínar f flýti og voru ekki
fullgerðar. Þeir af okkur, sem ekki
stóðu á verði, urðu því að fara að
grafa. öll slík vinna verður að
gerast að næturlagi, því á dagina
verður maður að láta bera sem
minst á sér. Það rigndi jafnt og
stöðugt alla nóttina; við unnum
hart að þvi að laga skotgrafirnar
og búa sem bezt um okkur, þvf við
bjuggumst við öllu því versta
næsta dag.
Það var hljótt um lágnættið.
Fritz sendi að eins kúlu og kúlu á
stangli, en hann fékk átta eða tíu
fyrir hverja eina, frá okkar byssum,
f staðinn.
Síðar læt eg þig við tækifæri
vita, hvernig mér liður.
Með vinseand.
H. E. Magnússon.
Fullkomin
Tannlœkning
Og með
m i b n i
bergun
en annarstaðar.
Dr. J. A. MORAN
Dental Specialist
Union Bank Ch&mbers,
Sask&toon, Sask.
SKOÐIÐ VJELAR
Geo. White & Sons Co.
BRANDON, MANITOBA
Limited.
og fraeðist um beztu þreskivélar landsins
- á Brandon sýningunni
Höfum Beztu Verkfæri Aðeins
SjáitS einnig hina frægu WHITE “ALL WORK”
TRACTOR og plægingar samkeppnina
VeriS vissir um að fá vöruská vora og verðlista.
Furðulegar Lækningar
fara fram daglega á Mineral Springs
Sanitarium í Winnipeg.
NáttúrumeSul orsaka náttúrlegan bata. GIGT og alls konar
taugasjúkdómar, meltingarleysi, haegðaleysi og máttleysi. —
ReyniS oss, vér gefum ySur varanlegan bata, meS vorum
náttúrlegu og læknisfræSislegu aSferSum. — Ef þ«r getiS
ekki komiS sjálfir, þá skrifiS oss strax eftir ráSleggingum. —
Öll bréf heimuleg.
The MINERAL SPRINGS SANITARIUM
Dept. H WINNIPEG.
EF >0 FERÐAST I SUMAR
FARBU MEÐ CANADIAN NORTHKRN IIRAITINNI
KYRRAHA FSSTROND
Ser.tllk lumar-firbréf tll
VANCOl'VHR, VICTORIA, NEW WKSTMINSTER, SEATTLE,
porTland, saiv francisco, los ascei.es, san dieco
Tll sölu frá 15. júní tll 30. september.
Gilda tll 31. Október—Viöstaöa á leiölnni leyftS.
Sérstök farbréf tll
Nnrtur Kyrrahafa atraadar
Júni: 25., 27., 30—Júlí: 1. og 6.
i tvo mánuöi.
Sérstök farbréf til
Ja.prr P.rk osr Moaat Robaoa
15. Maf til 30. Sept.
TIL AUSTUR-CANADA
Ilrlasferö & 60 döKam. Samar-frrtilr.
Farbréf frá 1. Júní til 30. September
Standard raflýstlr vagnar. Sérstök herbergl og svefnvagnar alla
leiö vestur aö fjöllum og hafl og austur tii Toronto.
Bæklingar og allar upplýsingar fúslega gefnar af öllum umbots-
mönnum Canadlan Northern féiagsins, eöa af
R. CREELMAN, G.P.A., WlnalpeB. Maa.
HÆSTA verð borgað fyrir Rjóma
Það borgar sig ekki fyrir ytSur aS búa til smjör aÖ
sumrinu. Sendið oss rjómann og fáið peninga fyrir
hann. Fljót borgun og ánægjuleg viðskifti. Flutn-
ingsbrúsar seldir á heildsöluverði.—Skrifið eftir á-
skriftar-spjöldum (Shipping Tags).
D0MINI0N CREAMERIES, Ashem og Winnipeg
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-♦»♦
Hvertibœndur!
8«ndið korn yðar í “C«r lots”; eeljið ekk i 1 emáskömtum,—
Beynið »ð eenda oes eitt eð» fleirl v*gnhlöss; vér munum
gjöra yður án*gð», — vanaleg sölulaun.
Skrilið út “Shipping Bills’ þannlr:
NOTITT
STEWART GRAIN C0MFANY, UMiTED.
Track Buysrs »nd Cemmissien Mexchants
WINNIPIG, MAN.
. Vér vísum til Bank of Montreal.
Penlnga-borgun strax Fljót viðskiftl
’♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦.♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦-♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦