Heimskringla


Heimskringla - 19.07.1917, Qupperneq 7

Heimskringla - 19.07.1917, Qupperneq 7
WWfíIPEG, lt, J*LÍ JM7 HJEIM8KSIX6LA 7. BLAÐflfBA Um nokkur íslenzk mannanöfn Eftir Kr. Asg. Benediktsson. (Framh.) IV. + ff>r- J ,s? • Útlend nöfn. Mannanöfn úr flestum, eða öll- um tungumálum, má finna meðal ísiendinga nú á tímum. öll þau nöfn, seip talin eru hér á undan, eru komin úr Norðprlandamálum, að segja má. Þau fluttust með Norðmönnum, Svíum og Dönum til íslands á landnámstíð og síðar, og eru af þjóðlegum rótum runnin og þjóðeign íslendinga. Nokkur fluttust til íslands með mönnum frá Skotlandi og írlandi. Þau eru af keltnesku bergi brotin. En kyn- fosta Norðmanna, bæði að þjóð- erni og máli, var svo fast gróin, að slík nöfn gleymdust fljótt og duttu lír sögunni, svo sem: Bekan, Duf- an, Dufpakur, Kýian, og mörg önn- ur. Einstaka nafn er enn þá á slæðingi, svo sem Kjartan og Njáll, og eru búin að ná hefð í málinu og taka beygingar þess. ■Útlend nöfn tel eg þau, sem kom- in eru frá Gyðingum.iGrikkjum og Rómverjum, og fleiri Suðurlanda og Austurálfu þjóðum. .Þegar kristln trú náði haldi á Norðurlöndum og íslandi, byrj- uðu menn að láta skíra og nefna börn sín alls konar nöfnum í biblíunni, sem flest voru Gyðinga- nöfn. Síðar ýmis konar helgra manna nöfnum og dýrðlinga heit- um. Nafnatökur þessar voru eðli- leg trúarfyigja um öll Norðurlönd. Klerkar og klaustralýður liefir átt mikirtn ]iá.t í nafnatökum þess- um. Ivennilýðurinn var fáfróður og nýjungagjarn. Létu sumir skíra sig helgimanna og dýrðlinga nöfn- um og sleptu nöfnum sínum. Þessi nafnasýki Jijáir marga enn þá, og er því ekki vert að lág fólki, scm uppi var fyrir nær þúsund ár- um. En sá er stóri munurinn á Gyð- inga nöfnum og íslenzkum nöfn- um ,að hin fyrnefndu tákna máls- greinir fyrir manna nöfn, en nöfn okkar Islendinga eru nafnorð, lýs- ' ingarorð og einstöku nöfn byggj- ast á sagnstofnum. Dað er ekki eðli tungu vorrar, að hnýta saman heilar málsgreinar í eitt nafn. nnað er það, að hvorki hebresk nöfn, né önur útlend nöfn, geta tekið öllum beygingum á norrænu máli, og ekki haldð uppruna beyg- ngum sínum. Allur fjöldinn þess- ara nafna verða þess vegna mál- leysisvillingar og nafna viðrini. Dað viðurkenna allír og vita, að barnið getur ekki ráðið nafni sínu. Foreldrar þess eða vanda- menn ráða nafninu. Þráfaldlega ber miaður það nafn, eem hann er óánægður með, þá hann er kom- I inn til vits og ára. Pað hefir bor- ið við, og ber við enn, að nöfn manna eru höfð að lýtum og til á- steitingar. Hvað geta þeir? Ekki nokkurn 'hlut. Það ætti því iað komast inn í meðvitund foreldra, að láta börnin heita viðunandi nöfnum, og helzt þjóðlegum. Samt er það hægra sagt en gjört. Yfir- leitt vill fólk láta heita eða yngja nöfn nánustu ættingja og vina einna. .Einhverjir eru ættingjar og vinir, sem ekki iheita fallogum nöfnum. Dau verða því oftast við- loða við ættina, sem ættarsjúk- dómar. Um 1860 hét hér um bil sjötti karlmaður á íslandi Jón. Jón er komið af nafninu Jóhannes. Af nöfnunum: Jóhannes, Jóel, Jós- fas, Jens, Hans og Hannes fyrir ut- an konunöfn, svo sem: Jóhanna, Jónfna, og fleiri. Svo dugði ekki ell þessi nafnakássa, heldur voru norrænir stofnar brasaðir við Jóns nafnið, svo sem: Sigurjón, Sigur- k páll, og Guðjón. Nafnið, sem fjöl- nefndast var næst Jóni, á þeim tíma, var einnig útlent, nafnið Magnvis. Það er Suðurlanda nafn, en þó miklu þolaníegra. Dað er lýsingarorð, en /ekki heil máls- grein, og mikið viðráðanlegra. A áðurnefndu tímabili mun nafnið Sigurður hafa verið fjölmennast af þjóðlegum nöfnum á íslandi. — Sum postulanöfnin hafa verið ær- ið fjölhefnd, svo sem: Páll, Pétur, Jakob, Andrés, Tómas, M'arkús, m. fl. En sum af þeim eru ekki Gyð-- > inganöfn, að uppruna, þó þau séu ritningarnöfn. Rómversku og grísku nöfnin eru að því miklu þolanlcgri, að þau eru nafnorð eða lýsingarorð, eins og áður er fram tekið. Engu að sfður eiga þau ekki heima í ís- lenzkri tungu og ættu að fara smátt og smátt út úr málinu. Mörg af þeim nöfnum hafa fagra og góða þýðingu, svo sem: Augus- tus (Ágúst), upphafinn. Benediet, blessaður. Christopher, berandi 1 Krist. Erasmus, elskulegur. Per- dinand, hraustur. Hilary, kátur. ur. Júlíus, mjúkhærður. Krist- ján, Krisb-sinni. Laurence, kórón-J aður. Mareus, hamar. Nicolas, sig- ur fólksins. Oliver, olíutré. Paul- us, lítill. Rufus, rauðhærður. Stephan, kóróna. Theophilus, guð- elskandi. Ulyssus, hatursmaður. Victor, sigrari. Konunöfn: Agatha, góð. Bar- bara, ókunn kona. Clara, björt. Dorothea, guðs gjöf. Esther, stjarna. Elora, blómstur. Grace, velvild. pelena, Ijós. Inez, siðlát. Julia, parar við Júlíus. Lilian, lilja. Mýra, grátkona. Nora, virð- ing. Olivia, parar við Oliver. Pau- la, parar við Paulus. Rósa, rós. Sophia, vísdómur. Theodosia, guðs gjöf. Ursula, birná. Victoria, par- ar við Victor. Zenóbía: fædd Júpíter. Dessi ofan greindu nöfn eru úr latínu, grísku og persnesku. Sýna þau, að þau eru orð með þýðinu í eigin málum sínum, eins og fsl. nöfnin, en ekki málsgreinar, sem sum nöfn í hebreskunni, svo sem: Immanúel: guð með oss, og Micha- el: hver er líkur guði? o.s.frv. — Nöfn þau, eem hér eru nefnd, eru flest stöfuð öðru vísi í íslenzkum nöfnum en hér, eins og fyrsta nafn- ið sýnir, en allir skilja þau. Nokkur af þessum xitlendu nöfn- um hafa komið til Islands mjög snemma, og fáein jafnvel áður en kristni var lögtekin í landinu. Hafa þau borist þangað með kristnum mönnum í landnáms- tíð. Þess má vænta, þar sem land- námsmenn kendu bæi sína við Krist (Kristnes) og kirkjur (Ivirkjubær, Kirkjuhóll, o. fl.), þá hafi þeir látið börn sín heita kristnum nöfnum engu síður. Jóns nafnið hefir líklega verið með þeim allra fyrstu Gyðinga- nöfnum, sem náðu fótfestu á Is- landi. Jón hinn helgi ögmundar- son biskup á Hólum, 1106—1121, hefir borið nafnið með fyrstu mönnum á íslandi. Nafnið kom þangað líklega vestan um haf og var á söguöldinni ritað Jóan. Þannig ritar Ari hinn fróði það í ættartölu hans: Hrollaugr land- námsmaþr sá, es bygþi austr í Síþu á Breiþabólstaþ, vas faþir özorar, föþor Þórdfsar, móþor Halls á SíÞu, föþor Egils, föþor Þorgerþar, móðor Jóans, er fyrstr vas byskop á Ilólum.— Suðurlandanöfn eins og Magnús og Markús, hafa komið til Islands mjög tíðlega. Magnús konungur góði gaf Þorsteini Síðu-Hallssyni nafn sitt, á deyjandi degi. Þor- steinn lét heita Magnús. Sá Magn- ús má vera fæddur fyrir 1050, tæp- lega síðar. Markús Skeggjason lög- maður 1084—1107. Hann varð gam- all maður, og hefir verið fæddur fyrir 1050. Páls og Tómasar nöfn- in hafa komið snemma til Islands. Enn fremur Andrésar og Nikulás- ar nöfnin og fleiri. Hér er ekki rúm að telja aldur útlendra nafna, ])ó fróðlegt væri. Eg' læt hér staðar nema. Margt fleira þyrfti að skrifa. Ritgerðin yrði þá of löng í dagblað. Van- smíðar eru á ritgjörðinni, svo sem prentvillur, ruglingur og ónógur prófarkalestur, og óhentugt rúm f blaðinu. Þess má geta, að eg hugði prentsmiðjuna eiga nægi- lega fjölbúið letur og merki að prenta bana þá byrjað var. En ]>annig reyndist ekki. Þurfti því ráðsmaður blaðsins að kaupa við- bót í stílinn, þó ekki næmi því, sem fjárhæð héti. Engu síður er eg honum og ritstjóranum þakk- látur fyrir þá viðvikni og fyrir- höfn. Þeir sem unna íslenku þjóðerni og viðhaldi tungu vorrar um kom- andi tíma, vona eg að hafi gagn og fróðleik úr ritgjörðinni. Allir góðir Islendingar geta stuðlað meira og minna að heilbrigði og viðhaldi tungunnar, í einu og öllu. Eg álít það mjög viðeigandi, að ísl. prestar litu eftir nafnagjöfum. Þeir ættu að örva og glæða þekk- ipgu almennings á nafnagjöfum í söfnuðum sínum, að eins miklu leyti sem verkahringur þeirra leyf- ir. Þetta mál varðar alla, sem telja sig Islendinga, ritstjóra og leiðtoga, leikna, sem lærða. Menn- irnir eru hyrningarsteinar sögunn- ar á öllum stundum mannkynsins. Skemtilegri nöfn f sögu eru: Egill, Sæmundur, Ari og Isleifur, en Mörður, Hrappur, Refur, Skamm- ketill og Þjóstólfur, að eg ekki nefni lakari nöfn. Búið að þessu sinni. ------o----- LANDBÚNAÐUR OG SVEITALÍF Áhrif stríðsins á landbúnaðinn, (útdráttur.) Styrjöldin mikla er að hafa þýð- ingrmikil áhrif á landbúnaðinn hér í landi eins og í öðrum lönd- um, jafnvel óháðu löudunum, sem eufan þátl í htnni taka. Jafnvæg- Jnu hefir verið raskað og viðtek- inni rás allra hluta. Hlýtur þ !tía að liafa meiri og minni óþægilegai afleiðingar, sérstaklega nú um nokkur næstkomandi ár. Af því hvað margir af verkamönnum bænda hafa gengið í herinn, orsak- ast vinnumanna eklan til sveita og hefir þetta orðið mjög tilfinnanlegt fyrir bændurna, Strax og stríðið byrjaði átti þetta sér stað hér f Oanada og það sama er nú að koina í Ijós í Bandaríkjunum. Þáð er örðugt að fylla þetta skarð með óæfðum mönnum, sem lítið eða ekkert til bændavinnunnar kunna og hljóta því af þessu að stafa meiri og ininni vandræði. Yon- andi er þó, að hægt verði að ráða fram úr þessu einhvern vcginn þannig, að landbúnaðurinn líði ekki meiri baga við þetta en nú á sér stað. Vér ræðum svo ekki þessa hlið málsins meira að sinni, en tökum aðnar breytingar ögn til íhugunar, sem styrjöldin hefir or- sakað. Allir góðir bændur hafa eitt- hvert vfst og ákveðið takmark fyrir augum. Þeir halla sér að þeirri grein landbúnaðarins, er dómgreind þeirra og reynsla segir þcim að sé arðvænlegust. Og til þess að geta unnið að þessu, hafa þeir aflað sér ýmislegs útbúnaðar, sérstakra akuryrkju verkfæra og margs fleira. En þegar nú að öllu þessu verður að raska, alt fyrir- komulag bændanna verður meira og meira að breytast, þá er ekki að undra, þótt þetta hafi mikil ó- l^ægindi í för með sér. Bæði í Vestur Canada og Banda- ríkjunum hafa bændur hveitihér- aðanna á undanfarinni tíð verið hvattir til þess að rækta minna af hveitinu en ihalla sér meira að griparæktinni. Orsakir tilfærðar fyrir þessu hafa verið þær, að griparækt samfara hveitiræktinni myndi stuðla til þess að efla land- búmaðinn og gera framtíðarhorfur bændanna vissari og öruggari. Hafa verið færð að þessu ótal rök. En nú hefir þetta tekið breyting- um, því nú er þess krafist af bænd- um, að þeir rækti alt það hveiti, sem þeim er unt, og sái í hvern ein- asta blett, sem þeir eiga völ á, til þess að mæta hinum miklu þörf- um þessarar yfirstandandi stríðs- tíðar. Hið háa hveitiverð hefir komið heildinni af hveitibændun- um til þess að verða við þessari kröfu og hafa þeir því, bæði hér og í Bandaríkjunum, sáð hveiti í það land, sem ekki var nægilega vel undir búið til þess að þetta væri líklcgt til þess að bera heppi- legan árangur. Þetta getur aldrei farið vel. Hveiti útiheimtir ekki eingöngu bezta land, heldur einnig land, sem vel hefir verið yrkt og undir- búið. I slíkt land ber betri árang- ur að sá einhverri grófgerðari korn- tegund. Góð uppskera af höfrum eða byggi er betri en léleg upp- skera af hveiti. Þessum kornteg- undum er hægt að sá seinna, en hveiti verður að setja í jörðina eins snemma og mögulegt er. Þeg- ar því hefir verið sáð seint, er hætt við—sérstaklega þar sem þurt er— að það vaxi ekki vel, og svo er það þá líka í hættu að eyðileggjast af haustfrostum. Og það er þessi hætta, sem mest vofir yfir hveiti- uppskerunni þetta ár. Ef veðrátta helzt góð, getur þó alt farið vel — og er vonandi að svo verði. En slík aðferð er þó æfinlega hættu undirorpin. Til þess að tryggja góða uppskeru, verður landið að vera gott og vel yrkt. Bezt er að undirbúa hveitiakur- inn árið á undan. Ef landið, sem sá á í hveiti, er vel plægt sumarið á undan (summer fallowed) þá tryggir þetta uppskeruna svo mik- ið, að við góðri meðaluppskeru er hægt að búast jafnvel á þurkaár- um. Það er hrósvert á núverandi tíð, að gera tilraun til þesss að rækta sem mest af hveiti, en taka verður líka til greina, að gripaverðið er nú hlutfallslega jafn mikið hærra og hveiti verðið. Alt virðist líka benda til þess, að það baldist hátt í mörg komandi ár. Eftirspurn verður einlægt meiri og meiri á nautgripum, kindum og svínum, eftir því sem strfðið end- ist lengur. Allar líkur bera það með sér, að þetta muni haldast löngu eftir að friður er kominn á. En sama verður ekki sagt um hveiti verðið. — Þetta verða Can- ada bændurnir að taka til íhugun- ar, því þeir mega ekki sleppa höndum af neinu, sem jafn varan- legt er og felur í sér jafn mikla möguleika í framtíðinni. Allar breytingar verða þeir iað gera varlega og halda ef þeir geta viðtekinni stefnu sinni.' Þó þprf- in fyrir hveiti sé nú mikil, verður ekki úr henni bætt með því að sá í lélegt land — eða þetta er ekki lfk- legt til þess að bera góðan árang- ur. Til þess að tryggja hveitiupp- skeruna, er aldrei hægt að undir- búa landið of vel. -------O------- Dánarfregn. Minneota, Minn., 9. Júlí 1917. Mrs. Guðrún Björnsson, kona Eyjólfs Björnssonar, er býr fjórar og hálfa mílu norðvestur frá bæn- um, andaðist í morgun eftir fleiri ára kvaliaifullar þjáningar Guðrún var ein af okkar eldri frumiherjum þessa bygðarlags, sem eru nú óðum að hverfa úr okkar fámenna flokki yfir til hins ósýni- lega. — Þau hjón komu hingað 1880 og hafa búið á sama stað síð- an því rausnarbúi, er gerði heim- ili þeirra að miðstöð eða áfianga- stöð landa vorra; gestrisni og val- menska þeirra hjóna er dæmafá; dreg eg það iaif þvf, að öll þessi ár hefi eg aldrei heyrt hnjóðyrði í garð þeirra, og mun slíkt fádæmi á þessum .illmælgis tímum. Það er sælt að ganga til hinnav hinstu hvílu ia\ð vel af loknu æfi- starfi, eins og þessi vina vor gerði. Endurminningar ástar og virð- ingar fylgja þér, með þeirri yfir- gnæfandi hugsun, að heiður þinn muni lengur lifa á meðal komandi kynslóða en letur endist á köldum bautasteini. G. A. Dalmann. “ElJingar” Flest fólk er hraett viS eld- ingar, en nú er ekki þörf á aS hræðast slíkt, því að Townsleys Þrumuleiðarar eru örugg vörn gegn öllum voða af eldingum. Bxðjið oss um upplýsingar tafarlaust. THE CANADIAN LIGHTNING ARRESTER and ELEC- TRICAL CO., LTD. Brandon. Dept. H. Man. Oss vantar góða Islenzka umboðsmenn. Skrifið strax eftir tiboði voru. EINMITT NÚ er bezti tími að gerast kaupaadi að Heiras- kringlu. Sjá auglýsingu vora á öðrum stað i blaðinu. Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrja haustnám sitt á WINNIPXG BUSINESS COLLEGE.— Skrifið eftir skólaskrá vorri moð öllum upplýsingum. Munið, að það eru einungis TVEIR skólar í Canada, gem kenna hina ágætu einföldu Paragon hraðritun, nfL Regina Federal Business College. og Winnipeg Business College. Það er eg verður mikil ef tirspurn eftir ikrifgtefu fólki. Byrjið þvi nám yðar gem fyrst á öðrum hvorum af þessum velþektu verzlunarskólum. GEO. S. HOUSTON, ríWtor. LÁTIÐ EKKI ELD- INGAR BRENNA HÚS YÐAR. Komist hjá eldsvoða áhyggj- um. Fáið billegri eldsábyrgð, þegar byggingar yðer eru varð- lar með góðum ÞRUMULEIÐ- URtTM. Varist járnleiðara — verri en ekki neitt. — Lesið bækling stjórnarinnar nr. 220, og sjáið að álierzla er lögð á að HREINN KOPAR sé búk- aður. — Vorir leiðarar eru úr kopar. — Vér höfum liaft 21 árs reynslu. — Vér viljum fá góða umboðsmenn upp til 1. Okt. Einn umboðsmaður vor græddi $10,000 árið 1916. Höf- um 10 umboðsmenn sem hafa yfir $2,000 um árið. — Skrifið eftir upplýsingum 1 dag. — BRANDON WIRE & STAMP CO, BRANDON, Man. (Nefnið Heimskringlu, þegar þér skrifið) Oss vantar duglega íslenzka umboðamenn. Góð laun boð- in, Skrifið strax eftir tilboði voru og takið til hvaða bygð þér viljið vinna í ( Ljómandi Fallegar Silkipjötlur. til að búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patohwork”. — Stórt úrval af stórum silki-afklippum, hentug- ar f ábreiður, kodda, sessur og fl. —Stór “pakki” á 25c., fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG HRAÐRITARA OG BÓKHALD- ARA VANTAR Það er orðið örðugt að fá æft skrifstofufólk vegna þesg hvað margir karlmenn hafa gengið í herinn. Þeir sem lært hafa á SUCCESS BUSINESS College ganga fyrir. Success skólinn er sá stærsti, sterkasti, ábyggileg- asti verzlunarskóli bæjarins Vór kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deildar- skóla víðsvegar um Vestur- landið; innritum meira en 5,000 nemendur árlega og eru kennarar vorir æfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business College Portnsre ort Edmonton WINNIPEG ™§ DOMINION BANK H.ral Netrð D.M og IkgrkrMk* Itrart HttaSrtlll ■gpb_____________IMIMII Vrrujtlrr__________________ IMIMM 4Uar rlsnlr. „ ________ g7g.»»g,»M Vér éskum aftlr TllrkUtra r«rs- lustrriaana og ébyrgjura.l aH gotWL kelm fullnwgju. SperieJéUeéellé Ter er sd rtrereta iem nokkur bauki ket- lr i borglnnl. lbúeodur þeaea bluta kergartarcr éaka a« aklfta vlB rtofnum eem belr vita al er algerleca trjfi. tfafa vert er fulltrrffing éblutleika. BjrrjiH epari lunleff fjrrir ejélfa yUur, konu eg btro. W. M. HAMILTON, RáSmaÍm PHOIVB GARRT t48> Ungir^Gripir TIL SÖLU MIKLA peninga má græða á því að kaupa unga gripi og ala þá upp. Ef þú ert að hugsa um þennan gróðaveg, kauptu þá gripina í stærsta gripamark- aði Vestur-Canada, og kauptu á réttu verði. Skrifð eftir upp- lýsingum í dag—til Coivin & Wodlioger Dept. H, 310 Exchange Bldg. Union Stock Yards, St. Boniface, Man. North Star Drilling' Co. 'CORNKR DEWDNEY AND ARMOUR STREBTS Regina, Sask. Agentar í Canada fyrir Gus Pech Foundry Co. og Monitor Brunnborunar áhöld. LOÐSKINN ! HÚÐIR! ULL Ef þér Tiljið hljóta fljótustu gkil á andvirði og hæita verð fyrir lóðskinn, húðir, ull fl. sendið þetta til. Og Frank Massin, Brandon, Man. Dept H. Skrifið eftir prísum og shipping tags. t——--------- BORÐViÐUR SASH, DOORS AND MOULDIMCS. ViS höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum Verðskrá verður send hverjum þeim er þess óskar THE EMPtRE SASH & DOOR CO., LTD. Hwary Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 Tannlækning VIÐ höfum rétt nýlega fengið tannlæknir sem er ættaSur frá NortSurlöndum en nýkominn frá Chicago. Hkann hefir útskrífast frá einum af gtæfgtu akólum Bandaríkjaima. Hann hefir aðal um- ijón yfir hinni gkandimavisku tannlækninga-deild vorri. Haon vfðkefir allar nýjustu uppfundningar vi8 þaS starf. Sérstaklega er Utið eftir þetm, sem he'msækja oss utan af landsbygðínnL Skrifíð oss á yðar eigin tungumálL Alt verk leyst af hendi með sanngjömu verðL REYNIÐ OSSl VERKSTOFA: TALSIMI: Steiman Block, Selkirk Ave. St. Jobn 2447 Dr. Basil O’Grady áður hjá Intemational Dcntal Parlors WINNHPEG

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.