Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 1
--------------------------------- Royal Optical Co. Elztu Opticicms í Winnipeg. Við héfum reynst vinum þínum vel, — gefOu okkur tækifxri til aO reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXXI. AR. WINNIPEG, MANITOBÁ, 23. ÁGGST, 1917 NÚMER 48 CANADAMENN VINNA STÓRSIGRA Á FRAKKLANDI NÁLÆGT LENS Síðasta vika var viðburðarík á I’rakklandi. Bandamenn hófu stór- kostleg áliiaup gegn Þjóðverjum á rnörgum svæðum og unnu víða stór.sigra. Aðal- sigurinn og ]>ýð- ingarmesta unnu l>ó hersveitirnar írá Canada, er bær um miðja vik- una brutust fram á tveggja mílna svæði nálægt borginni Lens. Eftir einhverja bá hörðustu sókn, er sög- ur fara af í stríðinu, tóku þær ]>arna hæð eina mikla, “Hill 70”. Rr ]>etta samta hæðin og Bretar unnu í áhlaupinu gegn Lens fyrir tveimur árum síðan og töpuðu svo aftur. Höfðu Þjóðverjar víggirt l>essa hæð með öllu upplmgsan- legu móti og var hún því eins örð- ug sóknar og nokkur staður getur verið. En svo knálega sóttu Oan- adamenn fram, að ekki leið á löngu áður Þjóðverjar urðu und- an að hrökkva. Var svo barist um hæðina l>að sem eftir var vik- unnar, því óvinirnir vildu ólmir uá henni á sitt vald aftur. Ásamt því að taka þessa hæð og halda henni, tóku Canadamenn einnig mörg þorp þarna nærri og um 1,200 íanga tóku þeir í alt í viðureignum þessum. Eru þetta stærstu sigrar Oanadaliðsins síðan stríðið byrjaði. Einn þýz)ku fyrir- liðanna, er teknir voru fangar, kvartaði sáran undan þessum óför- uin manna sinna. Krað hann þýzku hermennina nú vera ólíka því sem áður voru. Vafmlaust hafa einhverir íslend- ingar verið í orustum þessum og niunu fréttir um það koina síðar. Var sagt, að herdeildirnar frá Tdanitoba hefðu getið sér ágætan orðstýr við að verja hæðina ofan-1 nefndu og í flestum herdeildum hr þessu fylki eru líkindi til að | eitthvað sé af íslendingum. Bretar og Frakkar sátu heldur okki um kyrt síðustu viku. Um niiðja vikuna hófu hersveitir ]>eirra stórkostlegt álilaup á Þjóð- verja á níu mílna svæði fyrir norð- austan Ypres í Flanders. Tóku Kretar þá þorpið Langemarck eftir harða sókn og langa og var þetta bandainönnum stúr sigur. Fengu þeir haldið þorpi ]>essu' þrátt fyrir tíð og öflug álilaup ó- vinanna. Á meðan Bretar voru að sækja og verja stað þenna, brut-; ust Frakkar fram nálægt Yser! skurðinum og hröktu Þjóðverja ]>ar á stóru svæði. Um 1,800 fanga tóku bandamenn í alt í orustum þessum og þar af voru 38 fyrirliðar. \ Einnig tóku þeir stórbyssur marg-J ar og stórar birgðir af öðrum vopn- uin og vistum. Víðar gekk Bretum vel síðustu v>ku. Hægra megin við Steenbeke gerðu þeir áhlaup á all-stóru svæði fengu Þjóðverjar þar lítið viðr háin veitt. Einnig'sóttu þeir fram fyrir norðaustan Gouzencourt og austan Vermelles og voru þar sig-| ursælir. — í byrjun þossarr viku \ tóku Frakkar að sækja fram á Ver-j dun svæðinu, beggja megin við Meause fljótið. Hröktu þeir Þjóð- j verja þar á ellefu mílna svæði og tóku af læim um 4000 fanga. Stóð hrusta þessi yfir í þrjá daga og var hún sótt á báðar liliðar af öllum | 1>eim krafti, er Þjóðverjar og Fnakkar eiga til. Þetta er stærsti slagurinn, sem verið hefir á Ver- dun svæðinu nú lengi. Síðustu viku er sagt að banda- hionn hafi skotið niður 114 loft- báta fyrir Þjóðverjum. Bússar virðast nú óðum vera að né sér aftur og undanhaldi þeirra mun nú vera lokið, í bráðina að minsta kosti. Rúmeníumenn liáðu margar harðar orustur síðustu vlku og virðist að þeir hafi staðið sig ágætlega. Þar sem Rússar og Rúmeníuimenn sækja fram sam- hliða, hefir þeim einnig gengið vel. Ait bendir nú til þess, að skipu- lag sé að komast á.rússneska her- inn yfirleitt. Engir hermenn í heimi eru hugprúðari né vaskari en rússnesku þermennirnir, það liafa ]>eir margsinnis sýnt og und- ir góðu skipulagi má því mikils af þeim vænta. Brezku herskipi (destroyer) var sökt í Norðursjónum í síðustu viku. Skipstjóranum, tveimur unidirmönnum iians og 43 af skipshöfninni var bjargað. Merkileg ritgerS. Merkileg ritgerð er nú að birtast í blaðinu “Public Ledger”, sem gef- ið er út í Philadelphia í Banda- ríkjunum. Ritgerð þessi er eftir fyiverandi konsúl Bandaríkjanna á Þýzkalandi, Jannes W. Gerard, og er fyrirsögn henniar: “Fjögur ár á Þýzkalandi.” Hefir ofannefnt blað fengið sérstakt leyfi frá Banda- ríkjastjórninni til að birta þessa ritgerð, sem síðar verður svo gefin út í bókarformi. Skýrir Mr. Gerald fiá veru sinni á Þýzkalandi fyrir og eftir að stríðið ihófst og sannar það ljósum rökum, að stríðið var fyrirhugað af Þjóðverjuim. Birtir luann margt fróðlegt Þjóðverjum viðkomandi og keisara þeirra. —1 Sagt er, að sum af blöðunum á Þýzkalandi hafi brugðist reið við. síðan ritgerð þessi tók að birtast og verið all-þungorð í garð keisar- ans og fyrverandi kanzlara, Beth- mann-Hollwegs, fyrir gerðir þeirra ýrnsar, sem nú koma í ljós. -------o------- Sprenging í verkstæði. Stórkostlegar 'sprengingar áttu sér stað á laugardaginn var í verk- stæði einu, þar sem ýms sprengi- efni voru til búin, í Rigaud þorpi í fylkinu Quebec. Verkstæði þetta var afar stórt og var alveg lagt í rústir. Eldurinn breiddist út, og áður lahgt leið voru öll hús þossa þorps lögð í eyði. Þegar þetta er skrifað, hafa ekki borist ljósar fréttir af sprengingu þessari. Víst er þó að einn onaður beið bana og rnargir særðust. Haldið er að fleiri muni hafa farist. Eignatjón talið að vera um tvær miljónir dollara. -----------------o------- Fyrverandi Rússakeisari útlægur Fyrverandi keisari Rússlands, Nikulás Roroanoff, hefir nú verið tekinn úr liöllinni, þar sem liann hefir verið geymdur í varðlraldi síðan eftir stjórnarbyltinguna, og verið færður eitthvað burtu. Er haldið að hann hafi verið fluttur til Tobolsk, 'sem er afskektur bær í Síberíu vestarlega. Með keisar- anum var einnig tekin í útlegð- ina drotning hans, fyrverandi ráðherrar tveir og ótal þjónar. Ferðaðist keisarinn nú og fylgdar- iið hans með vanalegri eimlest og án minstu viðhafnar. -------O-------- Mikið ólag á Spáni. Kjötneyzla takmörkuð. Bannlög þau iiafa nú gengið í gildi liér í Canada, að öllum mat söluhúsum er bannað að selja nautakjöt eða reykt svínskjöt (bacoh) á þriðjudögum og föstu- dögum og ekki nem-a við eina mál- tíð á öðrum dögum vikunnar. Einnig er bannað að bráka hveiti til þess að framleiða nokkurn vín* anda (alcohol), nema til skotfæra- gerðar, og verður þá að fá sérstakt leyfi frá stjórninni. Þutigri sekt varðar, að brjóta lög ]>essi. Þarft spor stigið. Liberalar í suður hluta AVinni- peg borgar liéldu fund mikinn á þriðjudagskvöldið. Sóttu fund þenna um 2,000 manns og var Norris, forsætisráðherra fylkisins, einn af ræðumönnum. Á fundi þessum kom í ljós megn óánægja gegn Sir Wilfrid Laurier sem leið- toga þjóðarinnar á þessum tímum. Var samþykt í því nær einu hljóði að 15 manna nefnd væri kosin til þess að roæta á ráðstefnu með eon- 9ervatívum og öðrum, sem hlyntir eru þátttöku þjóðarinnar í stríð- inu og skoða herskyldu óumflýjan- iega. Miarkmið ráðstefnu þessarar er að útnefna þingmannsefni, er liberalar og conseivatfvar geti stutt sameiginlega. Fór fundurinn vel í heild sinni og leiddi í ljós einlæg- an vilja liberaia', að leggja alt flokksfylgi til sfðu og vinna kapp- samlega að velferðarmálum þjóðar- innar og herroanjiia henniar. Rogers segir af sér ------O———— Rogers Segir af sér. Hon. Robert Rogers .verkainála- ráðherra sambandstjórnarinnar í Ottawa, hefir siagt af sér. Orsök þess er sú, að honum þótti dnkigast of lengi að lögleiða lierskyldu frum- varpið. Einnig var hann mjög andvígur samsteypustjórn flokk- anma1. Eftir seinustu fréttum að dæma að austan, virðist -ekki von- laust, að hægt verði að mynda slíka stjórn eftir alt saman. For- sætisráðhernann, Sir Robert Bor- den, hefir unnið að þessu af ítrasta megni og .ef þetta hepnast, verður það lians öruggu framimistöðu að þakka. Engin vissa er cn.n fyrir þessu fengin, en talið er líklegt að eftirfylgjandi liberalar verði valdir í stjórn þessa: A. L. Sifton, forsæt- isráðherra Alberta; H. W. Wood, forseti “United Farmers” félagsins; J. A. Calder, embættismaður stjórn- arinar í Siaisk.; J. G. Turriff, frá As- siniboia og T. A. McCrerer, forseti Grain Growers félagsins. Um tíma var sagt, að Sir Clifford Sifton myndi verða eittbvað við stjórn þessa riðinn, en alveg er þettiai ó- vfst enn þá. ------—O------ Kína að hervæÖast. Á þriðjudaginn í síðustu viku sagði stjórnin í Ivína Þýzkalandi og Austurrfki stríð á hendur. Ekki er þetta talið að verta neitt í sam- bandi við bandaþjóðirnar né að þeirra háði gert. Kímar brjótast þenna veg af sjálfsdáðum og h'aifa fundið sig knúða til eökum ,neðan- sjávar báta hernaðarins þýzka. — Kínverski jötuninn er að vakna, og það eru Þjðverjtair, söm fyrstir fá að kenna á kylfu hans. Frá austur-vígstöðvum. Fngar stórorustur áttu sér stað á hersvæðum ítala fyrri part vik- únnar. Smá-slagir voru háðir hér °g þar, er ekki báru mikinn árang-[ úr fyrir hvoruga hliðina. En f lok vikunnar hófu Italir stórkostlcgt úhlaup gegn Austurrfkismönnum! ^ Isonzo svæðinu. Fylgdi áhiaupi l'essu regilegasta stórskotahríð og ^engu ítalir brotist áfram á 37 lnílna svæði. Á mánudaginn f hessari viku, höfðu þeir tekið um 10,000 fanga af óvinunum og einnig stórar birgðir af vopnum og vist- úhi- A öðrum svæðum hafa ítalir Verið að gera álilaup síðustu daga °g gengið vel. Mesti ófögnuður hofir ríkt á Spáni í seinni tíð. Verkalýðurinn þar hef- ir gert allsherjar verkfall og til þess að varna uppþotum og halda ' við reglu 'hefir alt landið verið sett undir herlög. Sagt er að stjórn- leysingjar og aðrir óróaseggir liafi komið þessu til leiðar, en það ein- kenniiegasta við þetta er, að ekkert sjáanlegt markroið virðast þeir hafa fyrlr augum með þessu. Eng- in tilraun hefir enn þá verið ger til þoss að hrinda núverandi stjómar- ráöancyti á Spáni frá völdum. Eng- in orð töluð í þá átt. Þegar sein- ast fréttist voru allar helztu verzl- anir í borginni Madrid lokaðar og engir ökuvagnar sjáanlegir á göt- unum; stafaði þetta af verkföllun- um, ökumanna og annara. Skúli Thoroddsen látinn. Sú frogn hefir borist hingað vest- ur í bréfi, að Skiili S. Thoroddsen alþingism. hafi látist úr lungna- bólgu í Reykjavík 22. júlí eftir stutta legu. — Viö hið sviplega fráfall Skúliai á ísland á bak að sjá mesta efnismanni í blóma lífsins. Hann varð að eins 28 ára gamall og því yngstur þingmaður er á al- þingi hefir setið. Hamn var kosinn í sæti föður síns, Skúia hins eldra. í Norður ísafjarðarsýslu við síð- ustu kosningar, og lagði þá að velli þinggarpinn séra Sigurð í Vigur. Eimskipafélag Islands býður Vestur-íslendingum 25. þús. kr. frekari hlutakaup í félaginu. Ilér mcð tilkynnist Vestur-íslend- ingum, að til sölu eru nú 25 þús- und króna virði af hlutum í Eim- skioaféiagi Islands, með eftirtöld- um skilmálum: 1. Enginn fær keypt minna en 100 króna virði af hlututn. En ein^ mikið meira og hver vill. 2. Vevð hvers 100 kr. hlutar er $30.50. 3. Hlutapantanir verða að vera kom.nar til féhirðis hlutasölunefnd- arinnar, herra Tli. E. Thorsteins- sonar, Manager Northern Crown Bartk, Cor. William Ave. and Sherbrooke St., Winnipeg, ekki síð- ar en 30. sept. m.k. 4. Full borgun verður að fylgja hverri hlutapöntun. 5. Pantanir verða teknar til greina í þeirri röð, sem þær berast féhirði. Til skýringar skal þess getið, að hlutaverðið er miðað við það gjald, sem bankar í Winnipeg, þann 14. þ.m., þegar hlutaútboðið var samþykt á fundi hlutasölu- nefndarinnar hér í borg, kröfðust fyrir hverjar 100 krónur útborg- aðar ó íslandi. Eftir skýrslum og reikningum Eimskipafélagsins, og ]>eim fréttum öðrum, sem hlutasölunefndinni hér liaTa borist, verður ekki annað á- lyktað, en að hver króna í hlutafé fél*-vsins sé nú tvöfölduð í verði. Hiutakaupin eru þvf beint gróðafyrirtæki og verða «ð líkind- um ekki síðar boðin ó nafnverði. Nefndin ræður því þeim, sem vildu kaupa liluti í félaginu, að'senda pantanir sínar sem allra fyrst og með fullri borgun fyrir alt það hlir.afé, sem um er beðið. •i'* 3. L. Baldwinson, ritari. 17. ágúst 1917. --------o------- 0r bœ og bygð. Fundurinn, sem haldinn -var i liúsi Good Templara fisntudags- kveldið 14. þ.m., sýndist í fyrstu ekki ætla að verða sériega fjöl- mennur og var þess beðið iað fólk kæmi. Þegar salurin var orðinn sæmilega fullur, var fundur sett- ur og Jón J. Bíldfell kosinn fund- arstjóri. Árni Eggertsson skýrði málið með ítarlegri ræðu og ýms- um skjölum, sem hann hafði með- ferðis. Umræður urðu allfjörugiaft*, sem alment var veitt bezta eftir- tekt. Yfirlýsing var samþykt, sflm prentuð er á öðrum stað í blaðinu og voru að eins sjö at- kvæði móti. Franklin Hail, sonur Jónasar Hall á Gardar, var hér á ferð í vik- unni, sem leið, með sfna ungu brúði öninu Jóhannesson, dóttur Benedikts heitins Jóihannessonar, bónda að Qairdar. Þau eru alveg nýgift og fóru brúðkaupsferðina hingað norður. Mundu þau hafa farið vestur til Saskatchewain, ef mesti anntími ársins hefði ekki verið byrjaður. Nú er þegar farið að þreskja suður f Dakota-bygðun- um. Ungu hjónin héldu heimleið- is ó mánudiaiginn. Miðvikudaginn 15. ág. voru þau Gfsli Benediktsson, liveitikaup- roaður í Kandahar, og Miss Sig- ríður Eyjólfsdóttir frá Park River, N.-Dak-, igefin saman í hjóniaíband af séra F. J. Bergmann, að heimili hans, 259 Spence str. Brúðguminn er sonur síra Bencdikts EyjólfsSon- ar, en brúðurin dóttir Páls Eyólfs- sonar bónda í Wynyard. Árni Eggertsson hefir fengið símskeyti frá Eimskipafélags skrif- stofunni í New York um það, að Gullfoss komi til New York þ. 21. eða 22. ágúst, og nnuni fara aftur þaðan seinni partinn í næstu viku. Hann getur tekið farþega, konur og karla, sem fararleyfi (pass-port) hafa. Fargjaldið á fyrsta farrými frá Winipeg til New York og það- an til Reykjavfkur, er $133.10, á öðru íarrými $95.45; hálft fyrir börn innan* tólf ára ó skipinu. Fæði er fimmjíiónur á dag á fyrsta farrými og þrjár kr. á dag á öðru. Frekari aðstoð og upplýsingar að fá á skrif- stofu Árniai Eggertssonr, 302 Trust and Loan Building, Portage Ave„ Winpipeg. Bfaðið "The Wy/iyard Advance” flytur þá frétt, að Jónas Th. Jón- aisson B.A., liafi verið settur skóla- stjóri við gagnfræðaskólann (Higih School) í Wynyaad. . Mr. Jónasson er útskrifaður af Wesley skólanum liér í Winnipeg og hefir skipað liáa stöðu við' skóla í Brandon og iilotið- þar beztu meðmæli. Gekk lnainn í herinn og er nú í tölu heian- kominna hermanna. Hann er hæfileikamaður og þvi til hans borið bezta traust í hans nýju stöðu. — Einn af kennurum við skóla hans er ráðin Miss Björg Frederickson frá Kanadahar. Misprentast liefir í síðasta blaði í gjafalistainum til Jóns Sigurðs- sonar félagsins. Þar stcndur að Mrs. G. Bjarnason frá Argyle hafi gefið $1.00—á að vera $2.00. ------o----- SSLANDS FRÉTTIR Alþingi var sett 2. júlí. Séra Krist- inn Daníelsson var kosinn forseti f sameinuðu þingi, en Sig. Eggerz varaforstti. 1 neðri deild var ólaf- ur Briem kosinn forseti., varafor- setar Ben. Sveinsson og Bjarni Jónsson frá Vogi. í efri deild fors. Guðmundur Björnsson landlæknir og varaforsetar Guðjón Guðlaugs- son og Magnús Kristjánsson. Tíðin er stöðugt köld og sífeld norðanátt. Þingmálafundur var haldinn af þingm. Rvfkur í Barnaskólaport- inu síðastl. sunnud. Fundarstjóri Ben. Sveinsson alþm.. Jón Magn- ússon forsætisráðhó, skýrði frá fiw. stjórnarinii'ar, sem fyrir alþing verða lögð. Jör. Brynjólfsson tal- aði einkum um nauðsyn á dýrtíð- arhjálp handa almenningi, að sér yxi ekki í augum þótt taka yrði til liennar 2— milj. kr. lán. Nokkrir rncnn aðrir tóku til ínáis, og báru fram tiilögur, svo sem ritsj. ólafur Friðriksson, og J. Möller, Þorv. Þorvarðsson bæjarfulltrúi og fleiri. Samþ. var áskorun til alþingis um fjölgun þingmanna í Rvík, um is- lenzkan siglingafána, að landsstj. taki að sér einkasölu á kolum, sclti og olíu, um rannsókn á fyrirkomu- lagi landsverzlunarinnar, um að lög yrðu sett urn líftrygging sjó- manna (eitt af stj.frv.), um að heimildarlög yrðu sett fyrir Rvík- urbæ til eink'asölu á mjólk, um af- nám sykurtolls, og um það, að hel®t fengist viðurkent nú þegar fullveldi landsins í utanríkismál- um. — Fundurinn var allvel sótt- ur, en um flestar af tillögunum greiddi að eins lítill hluti fundar- manna atkvæði. — Er svo sagt, að flestir hafi sótt fundinn í því skyni að heyra bannmenn og andbann- inga leiða þar saman hesta sína, en það brást að svo yrði.—Lögr. Friðrik Petersen prófastur í Fær- eyjum er nýlega dáinn, merkur maður aldraður og áður fyrri mörgum kunnugur liér í bænum; útskrifaður af latínuskólanum hér vorið 1875. Þorvaldur Björnsson, elzti lög- regluþjónn Ryíkur, og yfirlögreglu þjónn hin síðari árin, hefir nú sótt um lausn frá starfi sínu frá 1. sept. næstk., eftir 30 ára vinnu í bæjar- ins þarfir, eða fast að þvl, og verð- ur hann sjötugur skömmu síðar. Hann hefir verið duglegur lög- reglumaður. Sjálfsagt sækir hann um og fær eftirlaun frá bænum, eft- ir svo langa þjónustu í láglaunaðri stöðu, og ættu þau þá að vera svo sómasa.mleg að hann gæti lifað af þeim þolanlega það sem eftir er æfinnar. Dáinn er liér í bænum aðfaranótt 3; þ.m. Jónas Jónsson dyiwörður Alþingishússins, hátt á sjötugs aldri, fróðleiksmaður mesti í ýms- um greinum. Ný bók. — Sig. Heiðdal: Stiklur. Sögur. Bókaverzlun Ársæls Árna- sonar. Rvík. 1917. Þeim fjölgar nú óðum lijá oss ís- lenzku skáldunum, er leggja fyrir sig að semja sögur. Höfundur þess- arar bókar er áður lítt kunnur, og verður því ekki annað sagt, en hann fari vel af stað. Sögur þessar bera þess Ijósan vott, að hér er höf- undur á ferð, sem vænta má mik- ils af. Hann skrifar látlaust og gott mál, tekur yrkisefnið úr dag- lega lffinu umhverfis sig og segir vel og eðlilega frá, virðist jafn- glöggur á sálarlíf manna sem dýra. Ein sagan, “Ilvar ertu?” er -frá- brugðin hinum að því leyti, að hún á að bregða upp spegli af framtíðinni. llún þyklr mér lök- ust og liefði helzt ekki átt að fylgja hinum, en að þeim geðjast mér injög vel. — Sögurnar “LTngu hjón- in” og “Offi” finst mér vera beztar og mun vart fara lijá þvf, að þær og fleiri >af sögum þessum skilji eft- ir hlýjar endurminningar hjá les- endunum. Að ytra frágangi er bókin hin vandaðasta. G. M. Reykjavík, 11. júlí 1917. Veðrið hefir verið hlýtt um alt land síðastl. viku, og grassprettu hefir íarið fram, en annars hefir verið látið illa af henni. Byrjað er nú að slá tún hér í bænum og í nágrenninu. Morgunbl. segir þær fréttir af Siglufirði, frá 9. þ.m„ að eitt norskt síldveiðaskip sé komið þangað og fleiri eigi væntanleg frá Noregi eða Svíþjóð í sumar. Norðmenn og Svfar séu að selja það, sem þeir áttu þar af tunnum og saiti. Hafi tunnurnar verið seldar þar á 18 kr. tómar, en 39 kr. saltfyltar. Verð- ið þó hærra nú. Mokafli 'af fiski scgir fréttin þar nyrðra, en róðrum lokið að mestu vegna saltleysis og steinolíuleysis. Síld er sögð kom- in þar úti fyrir, en ekki enn farið að veiða hana. — Botnvörpung- arnir héðan, sem síldveiðar ætla að stunda, fara norður um miðjan þenna mánuð.—Á Isafirði em síld- veiðar byrjaðar. “Þórs”-málin, út af innflutningi áfengis, sem skotið var á land í Viðey og Gufunesi í vor, eru nú loks útkljáð á þá leið, að skip- stjórinn, Hrómundur Jósefsson, greiðir 2,000 kr. sekt, og Magnús Magnússon útgerðarmaður, sem var staddur f Khöfn, er “Þór” fór þaðan og hafði ráðstafað þar á- fenginu til flutnings, greiðir í sekt 1,000 kr. Þetta er ákveðið svo með samkomulagi við þá tvo. En sekt matsveins skipsins fyrir ólöglega vínsölu á Akureyri, er ekki ákveð- in, og mun það mál fara til dóms. Látinn er nýlega séra Þorsteinn Þórarinsson, fyrrum prestur að Ey- dölum f Suður-Múlasýslu. Hann var einliver elzti prestvígði maður landsins, fæddur 18. sept. 1831, og gegndi prestserabætti í frek 10 ár samfleytt. Sr. Þorsteinn var merk- ur 'maður, talinn kennimaður góð- ur, búhöldur mikill og höfðingi í héraði á sinni tíð. — Dáinn er á Isa- firði 8. þ. m. Jóhann Pétursson kaupmaður.—Lögrétta. (Eftir Vísi.) 5. júlí.—Frá Akureyri er símað: Magnús Sigurðsson á Grund varð sjötugur 5. júií og var vegleg veizla lialdin á Grund í tilefni af degin- um og þar saman komið mikið fjöl- menni. Stofnaði Magnús sjóð með 1,000 kr. er hann gaf þrem fremstu hreppunum í Eyjafjarðarsýslu. — Var sjóðnum gefið n'afnið: “Minn- ingarsjóður Magnúsar á Grund.” 7. júlí,—Tillaga er komin frain í neðri deild alþingis um að skipa sjö manna nefnd til að íhuga og koma með till. um hverjar ráðstaf- anir skuli gera til að ná sem fyrst öllum vorum málum í vorar hend- ur og fá viðurkenning á fullveldi landsins. Flutningsmenn tillögu þessarar eru úr öllum flokkum: Magnús Pétursson, Einar 'Arnórs- son, G. Sveinsson, M. Guðmunds- son, Jón frá Hvanná, Sk. Th„ Ben. Sv„ Bj. frá Vogi, Björn R. Stefáns- son og Þórarinn Jónsson. 9. júlí.—Tjörnes kolin, þessar 70— 100 smálestir, sem hingað eru komnar til bæjarins, hafa nú að sögn verið seld öll einstökum mönnum, sem ætluðu að panta kolin, var fyrst sagt, að þau yrðu auglýst til sölu á sínum tíma; en þegar þeir gerðu eftirspurn næst, voru öll kolin seld og litlár vonir gefnar 'að meira kæmi af þessum kolum til bæjarins vegna þess að það borgar sig ekki. 23 menn í Dalasýslu hafa skorað á þingið að afnema bannlögin. ísland erlendis.—Gunnar Gunn- arsson sagnaskáld hefir nýlega orð- ið fyrir þeim heiðri að bókaút- gáfufélag í London á Englandi, sem talið er stærsta félag f heimi þeirrar tcgundar, hefir keypt út- gáfurétt bókar h'ans: “Þáttur iTr lífi Borgarættarinnar.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.