Heimskringla - 06.09.1917, Blaðsíða 4
4L BLAÖ8ÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. BEPT, 1917
HEIMSKRINGLA
(SltofBn* 1MM>
Kaaur út 1 hrorjnm J’taitudMt
frtgefanður og ettr«»<«r:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerS blafistns í Canada og BandaríkJ-
unum »2.00 um ári® (fyrtrfram bon?aS).
Sent til Islands »2.00 (fyrlrfram borgab).
Allar borganir sendist rátSsmanni blatSs-
ins. Póst etSa banka ávisanir stílist tll
The Viking Press, JLtd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráÓsmaSur
Skrlfrtofa:
m IHBRBKOOKE ITRUT, WINKIPK®.
p.1. Bei SITI TalalmJ Ourry 411*
WINNIPEG, MANITOBA, 6. SEPT. 1917
Sir Robert Borden.
Um engan mann er þjóðinni nú tíðrædd-
ara, en forsætisráðherra sambandsstjórnar-
mnar, Sir Robert Borden. Má með sanni
*egja, að nafn hans sé nú á allra vörum—
bæði í lasti og lofi. Enda er þetta ekki að
undra, því enginn forsætisráðherra hér áður
hefir átt öðrum eins örðugleikum að mæta
og hann síðan styrjöldin hófst. Undan-
gengnir erfiðleikar allra sambandsstjórna
hér í Canada verða að engu í samanburði
við það, sem núverandi stjórn hefir átt við
að stríða í síðast liðin þrjú ár.
Þessi þrjú ár .eru þýðingarmesti kaflinn í
segu þjóðarinnar. Á þessu tímabili hefir
Canadaþjóðin verið að vakna til meðvitund-
ar um kraft sinn, eða réttara sagt, verið að
fínna sjálfa sig. Enn er hún þó reikul í ráð-
um og sundruð—sundruð í flokka. Flokkar
þessir hafa háð stöðugan hildarleik sín á
milli, tilvera þeirra hefir krafist þess og bar-
áttan því verið sjálfsögð. Um málamiðlun,
sátt eða samlyndi var ekki að tala. Hefir
þetta haft þær afleiðingar, að engin stjórn
hefir getað setið hér svo við völdin, að ekki
mætti hún stöðugri mótspyrnu og yrði að
sæta sífeldum árásum.
Flokkarígurinn hér í Canada er einsdæmi
í veraldarsögunni. I Bandaríkjunum eru
einnig flokkar, en ofstæki þeirra kemst ekki
j hálfkvisti við flokks ofstækið hér um slóðir
■—nema ef til vill rétt á meðan á kosningum
stendur. Forsetar Bandaríkjanna hafa oft-
ast nær átt vinsældum að fagna hjá þjóðinni
yfirleitt, og verið hafðir í mestu hávegum og
hæfileikar þeirra alment verið viðurkendir.
En hér í Canada er þessu alt annan veg far-
ið. Enginn forsætisráðherra getur hér náð
aknennum vinsældum—því í hverju einasta
héraði landsins eru fleiri eð^ færri einstak-
Jingar, sem skoða það helga skyldu sína að
níða hann niður alt hvað þeir geta flokks
síns vegna.
Ef Sir Robert Borden hefði nú verið for-
seti Bandaríkjanna, hefði þjóðin hópast í
kring um hann. Ef hann hefði komið þar
fram eins og hann hefir komið fram hér í
Canada, hefði nafn hans verið tignað lands-
hornanna á milli. Þjóðsækni hans og dreng-
lyndi hefði áunnið honum hrós allra, bæði
flokksmanna hans og andstæðinga. Vilji
hans að efla her þjóðarinnar með öllu hugs-
aniegu móti, að bæta kjör hermanna hennar
á allan hátt og leggja alt í sölurnar þeirra
vegna, hefði fært hann inn að hjartarótum
Bandaríkjaþjóðarinnar. En hér í Canada er
þetta notað sem vopn á hann af andstæðing-
um hans í stjórnmálum, sem bregða honum
um að vilja koma á herskyldu að eins sökum
j»ess, að hann sé verkfæri í höndum auðvalds
og hnefaréttar!
Af hverju stafar þessi mismunur? Hvern-
ig víkur því við, að Canada skuli vera svo
langt á eftir Bandaríkjunum í svo mörgu,
sem miðar að þroska og velferð mannkyns-
ins? Hví getur ekki Canada eins og aðr-
a> þjóðir iært að meta og viðurkenna sanna
þjóðskörunga, sem höfuð og herðar bera
yfir samtíð sína og þrungnir eru af eldheit-
utq áhuga fyrir velferðarmálum þjóðarinn-
ar?
Lloyd Georg komst til valda á Englandi af
því þjóðin verður vör við hans miklu leið-
toga hæfleika og stjórnarflokkarnir taka
saman höndum að styðja hann og Ijá honum
fylgi. Með þessu eindregna fylgi, er hún
veitti þessum mikilhæfa leiðtoga, steig þjóð-
in á Englandi sitt stærsta spor til þess að
bryggja afstöðu sína í stríðinu. Alexander
Kerensky, sem alveg var óþektur áður, er
gerður alræðismaður á Rússlandi og hlýtur
jafnvel meira vald en keisarinn hafði nokk-
urn tíma, af því enginn sýnir meiri áhuga
fyrir stríðsmálum en hann eða einlægari
vilja fyrir velferðarmálum þjóðarinnar. M.
Venezelos á Grikklandi, sem frá byrjun
styrjaldarinnar fylgir fastlega þeirri stefnu,
ai Grikkir eigi að taka þátt í hildarleiknum,
er gerður þar stjórnarráðherra og menn új-
mismunandi flokkum sameinast undir merki
hans. Woodow Wilson, forseti Bandaríkj-
anna, fær örugt fylgi allrar þjóðarinnar þeg-
ar hann segir Þýzkalandi stríð á hendur og
bæði andstæðingar hans j stjórnmálum og
flokksmenn standa trúlega með honum.
Aldrei hefir Bandaríkjaþjóðin betur sýnt,
hve þjóðrækni emstaklinga hennar er á háu
stigi, en við þetta tækifæri. — En hér í Can-
ada fær þjóðarinnar mikilhæfasti leiðtogi,
Sir Robert Borden, að eins fylgi flokksmanna
sinna og örfárra annara manna, sem meta
meir sanna þjóðrækni og áhuga fyrir vel-
ferðarmálum þjóðarinnar í heild sinm, en
fylgi við einhvern sérstakan flokk.
Engir af leiðtogum þeirra þjóða, sem hér
hafa verið nefndar, hafa þó staðið drengi-
legar við stýrið en Sir Robert Borden. Marg-
ir þeirra eru ef til vill málsnjallari en hann
og þar af leiðandi meir á þeim borið, en
enginn þeirra hefir sýnt meiri staðfestu og
einlægni. Stefna hans var sú sama og
þeirra, að efla með öllu móti þátttöku þjóð-
ar sinnar í þessu stríði gegn einveldi og kúg-
un. Alveg eins og þeir reyndi hann að
stdfna til samvinnu á milli áður andstæðra
flokka og fá þjóðina þannig til þess að
leggja fram sína beztu krafta. Að honum
hepnaðist þetta ekki betur en raun hefir enn
á orðið, er engum undrunarefni, sem þekkja
valdafíkn og flokksofstæki sumra leiðtoga
liberalflokksins í Canada.
Þessum mönnum hefir Sir Robert Borden
þó sýnt alla þolinmæði með óþreytandi elju
að reyna að hvetja þá til samvinnu. Hvað
eftir annað hafa þeir brugðist honum og
hann þó haldið skapi sínu í skefjum. Þegar
aðrir conservatívar vildu ekkert við þá eiga
lengur, og þar var Robert Rogers fremstur
f flokki, hélt forsætisráðherrann samt ein-
lægt áfram tilraunum sínum að fá þá í lið
með sér og koma á samsteypustjórn. Og til
þess að gera slíka stjórn mögulega bauðst
hann jafnvel til þess að leggja niður völdin
sjálfur, ef liberölum væri einhver annar geð-
feldari sem leiðtogi slíkrar sambandsstjórn-
ar. Lengra en þetta hefði enginn forsætis-
ráðherra getað farið, sem reynt hefði að
koma á bandalagsstjórn flokkanna.
Eins og flestum lesendum blaðsins mun
kunnugt, var boð þetta ekki þegið. Maður-
inn, sem liberalar útnefndu í forsætisráð-
herrasessinn, Sir George Foster, þvernietaði
að samþykkja þetta. Kvað hann Sir Robert
Borden margra hluta vegna vera hæfastan
allra að skipa þessa stöðu. Væri því ótil-
hlýðilegt í alla staði að fara fram á það, að
hann slepti henni. Reynsla hans í öllu stríðs-
málum viðkomandi væri nú orðm svo víð-
tæk og enginn þyrfti að efast um þjóðrækni
hans eða einlægni.
En þótt úrslitin yrðu þessi í þetta sinn, er
Sir Robert Borden samt ekki af baki dottinn
enn þá við tilraunir sínar að koma á sam-
steypustjórn ef nokkur möguleiki sé til þess.
Með óbilandi þrautseigju stefnir hann að
þessu takmarki og ekki er með öllu ómögu-
Iegt, að þetta hepnist á endanum. Tíminn
einn verður að leiða það í ljós.
En svo mikið er víst, að með þessari
frammistöðu sinni hefir Sir Robert Borden
áunnið sér traust allra rétthugsandi og óhlut-
drægra manna í landinu. Þetta hefir stuðlað
til þess að opna augu allra fyrir því tjóni,
sem hinn mikli og svæsni flokkarígur hefir
leitt af sér frá fyrstu tíð hér í Canada, en þó
sérstaklega síðan stríðið byrjaði. Þeim
mönnum er einlægt að fjölga, sem sjá og
skilja nauðsyn þess, að slíkt hverfi nú úr
sögunni og samúð og samvinna komi í stað-
inn. Annars er framtíðar velferð þjóðar-
innar í veði.
Sir Robert Borden fær því einlægt fleiri
og fleiri fylgjendur eftir því sem lengra
líður. Blöð, sem áður voru honum óvin-
veitt, tala nú hlýlega í garð hans og sýna, að
þau kunna að meta hina drengilegu stefnu
hans.—Blaðið “Tribune’ , hér í Winnipeg,
sem hvorugum flokknum vill fylgja, en hefir
þó í mörgum málum verið liberala megin,
ræðir um hann í ritstjórnargrein nýlega og
kemst meðal annars að orði á þessa leið:
“Það er ómögulegt að lesa ræðu þá, er
Sir Robert Borden hélt á undirbúningsfundi.
conservatíva í Ottawa síðustu viku, og hug-
leiða tilraunir hans að koma á samsteypu-
stjórn flokkanna, án þess að verða snortinn
og hinum alvöruþrungna tilgangi hans.
“Alþýðan yfirleitt hefir mjög óljósa hug
mynd um kringumstæðúr þær, er forsætis-
ráðherra sambandstjórnarinnar verður að
búa við. Alþýðan getur ekki vitað neitt um
—því hún hefir ekkert af þessu séð með
eigin augum—alt það undirferli, sem hann
á við að stríða, flokkadrátt og flokkalygar,
samfarandi öllum þeim hörmungum, sem
flokka-pólitíkin hefir verið viðriðin hér í
Canada í síðast liðin fjörutíu ár. Um þetta
veit alþýðan ekki neitt, enda er ekki við því
að búast. Að Sir Robert Borden hefir get-
að hafist yfir þetta alt, allar þessar þrautir,
sem hafa umkringt hann—flokkskapp. lygar
og rangfærslur-—og mitt í þessu ölju fengið
þó haldið huganum við sitt æðsta takmark,
sína þjóðræknislegu sigurstefnu stríðinu við-
komandi, vottar ljóslega andlega yfirburði,
réttsýni, þjóðrækni og fjölbreytta og mikla
hæfileika. Hvort sem fyrir honum liggur
að verða foringi þjóðstjórnar eða ekki, þá
hefir þó þessi drengilega framkoma ihans
aukið stærð hans að svo miklum mun, að
hann hlýtur a skipa merkan stað í sögu
þjóðarmnar.”
Þannig fer ritstjóri blaðsins “Tribune” hér
í Winnipeg orðum um framkomu Sir Roberts
Borden í seinni tíð, og af því ritstjóri þessi
er óháður í öllum stjórnmálum, munu marg-
ír af lesendunum taka meira mark á orðum
hans en væru þau töluð af flokksmanni.
Þessi orð hljóta í augum allra manna að
skoðast Ijós vottur þess, hve mikið fylgi Sir
Robert Borden er nú að fá í Iandinu—jafn-
vel á meðal þeirra manna, sem andstæðir
honum hafa verið hingað til.
Drengilegri stefnu, en hann valdi, er ekki
unt að hugsa sér. Þessa stefnu hefir megin-
þorri liberala líka stutt og samþykt frá því
fyrsta—hafa haldið því fram, að þjóðinni
beri að taka þátt í stríðinu og leggja fram
alla sína krafta í stríðsþarfir. En, nú, þegar
sjálfboðaliðsaðferðin hefir reynst ónóg og
herskylda er óumflýjanleg lengur til þess að
hægt sé að senda hermönnum þjóðarinnar á
Frakklandi nægilegan liðstyrk, þá taka þeir
að finna núverandi stjórn alt til foráttu og
vilja ólmir fá öll yfirráðin í sínar hendur.
Af hverju stafar þetta?
Ekki af öðru en því, að liberalar vilja nota
sér óánægju þá, sem nú ríkir í landinu, til
þess að geta steypt núverandi stjórn frá og
komist sjálfir til valda. Fyrir þeim vakir
ekkert annað en flokksmletnaður og valda-
fíkn.
En þó allar vammir og skammir bitni á
“stjórninni”, eins og vandi er til, þá er óá-
nægjan í landinu ekki henni um að kenna.—
Þess eru ekki dæmi í mannkynssögunni, að
nokkur stjórn nokkurs lands hafi svo í stríði
getað staðið, að þjóðin hafi ekki verið
meira og minna óánægð á meðan það stóð
yfir. — Núverandi stjórn, þegar alt er tekið
til greina, hefir undir forustu Sir Roberts
Borden staðið í stríðsmálum öllum eins vei
og sanngjarnlega var hægt að búast við.
Tvöfeldni liberala.
Flokksþingið mikla, sem liberalar héldu
hér í Winnipeg nýlega, var öflug tilraun að
sameina alla liberala í vesturfylkjunum und
ir merki Sir Wilfrids Laurier. Flokkurinn var
klofnaður í tvent eystra, annar parturinn
fylgdi Sir Wilfrid að málum og hans óá-
kveðnu og reikulu stefnu, hinn parturinn
hallaðist að þjóðstjórn og sterkri þátttöku í
stríðinu. Þeir síðarnefndu stóðu með her-
mönnum þjóðarinnar á Frakklandi og vildu
láta þeim í té alla þá astoð, sem nauðsyn-
leg væri; þeir fyrnefndu voru óákveðnir í
hvað gera skyldi og virtist því mest umhug-
að um að tefja tímann með óþarfa mála-
lengingum og leitast við að rugla og raska
öllu.
Á flokksþinginu ofannefnda verða áhrif
liberal fulltrúanna, er sendir eru af stjórnum
vesturfylkjanna — sem allar eru Laurier
hlyntar — ríkjandi aflið. Aðrar raddir eru
niður bældar eða þeim enginn gaumur gef-
inn. Þingið samþykti að vísu nauðsyn her-
skyldunnar — en lýsti þó um Ieið velþóknan
sinni yfir þeirra merka Ieiðtoga á sambands-
þingi, Sir Wilfrid Laurier—, en aðal-niður-
staðan, sem þingið kemst að, er, aðkosning-
ar séu óumflýjanlegar. Þá var ekki verið
að hugleiða tímatöf þá og sundrung, sem al-
mennar kosningar hefðu í för með sér, held-
ur að eins það eitt — að liberalar gætu
komist til valda það allra bráðasta.
Þinginu lauk svo með gleðilátum miklum
og töldu fylgjendur Lauriers sér nú sigur
vísan. Ekki leið þó á löngu áður veður tók
að breytast í lofti og þýðing flokks-
þings þessa að verða öllum augljós. Megn
óhugur tók að vakna hjá liberölum út um alt
landið yfir þessu öllu saman. Fleiri og fleiri
raddir láta til sín heyra og alt fer í bál og
brand á ný.
Ekki horfist því vænlega á með hlutina.
Laurier mönnum fer svo á endanum ekki að
lítast á blikuna. Þeim fer að verða það
skiljanlegt, að flokksþing þeirra hafi verið
verra en gagnslaust og öll mál þeirra séu á
beinni leið til glötunar. Verður þeim öllum
nú deginum ljósara, að þannig geti þeir ekki
lagt út í kosningar utan stofna sér í sýnileg-
an voða.
Þeir A. L. Sifton, James A. Cal-
der og aðrir, — sem einna mest
létu til sín heyra á “flokksþinginu
mikla”—sjá þá, að við svo búið
má ekki standa. Halda þeir því
ráðstefnu aftur í V/innipeg og
breyta nú alveg stefnu. Nú að-
hyllast þeir stmsteypustjórn,
ef þeir að eins fái að ráða hver
sé foringi hennar. Fara þeir svo
til Ottawa og gera þar þessa
merku stefnubreyting alheimi
kunnuga; krefjast þess um leið að
Sir Robert Borden segi af sér og
útnefna Sir George Foster í stað
hans.
En þeir vissu, að Sir George
Foster myndi ekki að þessu ganga
og einnig duldist þeim ekki, að
Sir Robert Borden væri hæfasti
leiðtogi slíkrar samsteypustjórn-
ar. Þessi stefnubreyting þeirra
var að eins ger til þess að réttlæta
þá sjálfa í augum þjóðarinnar,
þegar þeir sáu að málstaður þeirra
var að missa hald og áhrif þeirra
að fara út í veður og vind.
Meiri tvöfeldni en þetta hefir
aldrei komið í Ijós áður hjá nein-
um stjórnmálamönnum þessa
lands. Liberalar þessir hafa með
þessari stefnubreyting sinni ljós-
Iega sýnt—að þeir séu alt og ekki
neitt, eitt í dag og annað á morg-
un. Eftir þetta er ólíklegt að
þeir hljóti atkvæði nokkurra
hugsandi borgara landsins við
komandi kosningar.
Við ansturglufgann
Sftir gír» F. J. Bergrnann.
30.
Fri'ðarbo'Sskapur páfans
og svar Wilsons.
Nú er þegar einn mánuður fjórða
ársins liðinn síðan styrjöldin ægi-
lega hófst sem heimurmn nú styn-
ur undir án þess að endileg úrslit
sé sjáanlega mikið nær en í upp-
hafi.
Hvað sem mn tildrögin til styrj-
aldarinnar kann að verða sagt í ó-
kominni tíð, mun það eflaust
verða viðurkent, að hvorki Frakk-
land, né Bretland, né Rússland, né
ítalía, né Belgía, né Serbía, vildu
þetta stríð. Keisarinn þýzki og
keisaravaldið vildi það eitt, — til
þess að viðhafa orð keisarans
sjálfs og þeirra manna, sem öflug-
ast fylgja honurn að mélum.
Sízt af öllu vildu Kanada og
Bandaríkin stríð. Kanada fórn-
aði vísvitandi eigin hagsmuinum
sínum með því að veita Bretum að
málum, þar som þjóðartengslin eru
svto náin og örlög beggja saman of-
in eins og barns og foreldris.
í engu landi hefir friðarhugurinn
verið eins öflugur og augljós og í
Bandaríkjunum. Enda stóðu þau
lengi hjá og vildu þar alls engan
hlut eiga að málum. En þangað
til voru Þjóðverjar að með yfir-
gangi og ðhæfu, að þeir neyddu
Bandaríkin til að ékerast í leik.
Nú loks lætur páifinn til «ín
heyra, — páfiinn, se(m ihingað til
hefir verið milli steins og sleggju
og ekkert þorði að segja, þegar
Belgíu var misþyrmt.
En um friðarboðskap hans er
það að segja, að hann er ero úr
garði gerður, eins og hann hefði
verið saman tekinn í Potsdam og
að eins undir hanín ritað f Róma-
borg. 3?au friðarboð virðast öll
Þjóðverjum í vil og vera sem mest
sniðin eftir höfði þeirra.
Samt leikur ali«terkur grunur á,
að páfinn hafi mest verið að hugwa
um sjálfan sig. Ríki hans og völd
ganga stöðugt til þurðar. Jafnvel
ítalía er gengin honum úr greip-
um og losast eftir því meir undan
áhrifum hans, sem veldi hennar
vex. Frakkiand hefir þegar fyrir
löngu hreinsað láfa sinn bæði í
stjórnmálum og uppeldismálum,
svo klerkavaldið þar er orðinu
meinlaus skuggi.
Suður-Þýzkaland og Austurríki
eru nú helztu löndin, þar scm páfa-
vöidin eru enn óbrotin á bak aftur.
Þaðan á páfastóilinn sér von lang-
mests stuðnings í ókominni tíð.
Ráfiinn lætur sér ant um, að ekki
verði gengið þessum iöndum of-
nærri í styrjöld þessarri. Sökum
þess reyuir ihann að nota éhrif sín
til þess einmitt að haida hlífiskildi
yfir þeim.
Það, sem páfinn fer fram á, er
þetba:
(1) Að herbúnaður sé bakmark-
aður.
(2) Að í stað herbúnaðar komi
gerðardómur.
(3) Að öllum sé trygging gefin
fyrir frjálsri ferð um höfin.
(4) Að engar skaðabætur sé
heimtaðar.
(5) Að allir láti þau lönd af
hendi, sem unnist hafa.
(6) Að samiið sé friðsamlega ujbl
landaþrætumál Þýzkalands og
Frakklands, Italíu og Austurríkis,,
og að tillit sé tekið tii þjóðernanna
og velferðar mannfélagsins.
(7) Að öll önnur ágreiningsmál
um yfirráð yfir löindum, eins og
Armeníu, Balkanríkjanna og Pól-
erjaiands sé rannsökuð i anda rétt-
lætis og sanngirni.
Alt þetta er býsna glæsilegt, þeg-
ar ekkert tiilit er tekið til þesa,
sem gerst hefir. Ef einhver hefði
skyndilega fallið niður fré tungi-
inu, án þess að hafa nokkurt hug-
boð um það, er gerst hefir hér á
þessarri syndugu jörð, þætti hon-
um að líkindum þetta vera ágæt
boð. Hann hefði enga hugmynd
um, hve afar-erfitt er að koma
þeim f framkvæmd.
Það er ekkert tillit til þess tek-
ið, að Þýzkaland hratt stríðinu af
stað í ofurdram'bi til að seðja
hamslausa valdafíkn sfna; að
Þýzkaland íramdi samningsrof, til
þess að hasla sér hentugri orustu-
völl gegn Erakklandi og komast
styztu leið til ParísaTborgar; að
Þýzkaland hefir háð stríð þetta
með því að virða allar kröfur al-
þjóðaréttarins vettugi með því
að virða vettugi hverja meginreglu
mannúðar, réttlætis og almenns
siðgæðis.
Ekkert tillit er til þe«s tekið, að
stríð þetta er ekki stríð um hags-
muni, er koina í bág hver við ann-
an, heldur er það stríð milli ó-
Jíkra hugsjóna—einvalds og iýð-
vaids. Það er strfð um tilverurétt
lítilmagnans, gegn ofbeldi og yfir-
gangi valdhafanna. Það er strfð
milli mannúðar og viliimannaæðis.
Það, sem páfinn sýnist fara fram
á er þetta: Látið alt faiia í sama
farið og áður var. Hættið að berj-
ast. Látið herbúnað verða ögn
minni og berið ykkur að eiins og
strfð þetta hefði aldrei komið
fyrir.
Er það gjörlegt? Myndi það
verða fyrir beztu? Myndi ekki
fórnin þá verða til engis?
Wilson, forseti Bandaríkjanna,
hefir fyrstur orðið til að svara,
allra stórveldanna. Eitt aðalatriði
í svari hans er það, að sá friður,
sem eigi geti orðið varanlegur, sé
verri en nokkurt strfð. Væri frið-
ur saminn við keisaraveldið þýzka
eins og nú er áistatt, yrði það ein-
mitt þesffl konar friður.
Forseti Bandaríkjanna hafði eitt
sinn áður komist svo «ð orði, að
heimurinn yrði að verða lýðvald-
Jnu óihultur verustaður. í svari
sínu til páfans tekur hann aftur
fram, að þetta sé hið eiginlega
markmið stríðsins.
Hann segir, "að tiigangur stríðs-
ins sé að losa frjálsar þjóðir heims-
ins úr voða og heljargreipum feikna
nervaldsstoínunar, er ábyrgðar-
laus stjórn á yfir að ráða, sem
leynilega hefir ætlað sér þá dui, að
brjótast til valda í heiminum og
tekið sig til að koma þeim ráðum
í framkvæmd, én þess að taka tiilit
til heilagrar samnings-skyidu, rót-
gróinnar hefðar-helgi og marg-
reyndrar meginreglu fyrir viðfflkift-
um og sóma þjóðanna. Hún velur
sér hentugau- tíma til að hefja
stríð. Hún lætur höggið ríða
snögglega og af feiknaafli. Hún
lætur sér engan þröskuld tálma—
hvorki þröskuld laga, né miskunin-
semi; hún veitir flóðöldu blóðs yíir
heiia áifu, ekki einungis blóðs her-
manina, heldur einnig blóðs sak-
lausra kvenna og barna og hjálp-
arlausra fátæklinga. Nú sbendur
hún uppi afkvíuð, en ósigruð,
óvinur fjögurra fimtu hluta mann
kynsins.”
Porsetinin tekur fram, að blóð-
skuldin hvíli eigi svo mjög á þýzku
þjóðinni sjálfri. Hún hafi verið
leidd áfram þessa leið 1 biindni af
samvizkulausum drotnum, unz
hún hafi í stundarákafa gefið sig
hinum illu öiflum á vald. Hann
endar mál sitt á þessa leið.
Orð þeirra manna, sem nú eru
drotnar Þýzkalands , getum vér
eigi tekið gild sem tryggingu nokk-
urs þess, er varanlegt sé, nema
þau fái greinilegan stuðning óyggj-
andi sannana um vilja og fyrirætl-
anir þýzkrar þjóðar sjálfrar, sem
aðrar þjóðir heimsins geti fullum
rétti álitið góðar og gildar. Án
slíkra trygginga gæti enginn mað
ur, engin þjóð reitt sig neitt á, þó
gerðir væri við þýzka stjóm úrslita
samningar, samningar nm afnám
herafla, sáttmálar um að skipa
gerðardóma í stað ofbeldis, um
nýja landastkipan og viðreisn smá-
þjóða.
Um þetta svar forseta Banda-
rfkjanna hefir það verið sagt, að
ef unt væri að korna því fyrir al-
menninga sjónir á Þýzlialaindi,