Heimskringla - 06.09.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.09.1917, Blaðsíða 2
fc trLAÐfííÐA HEIMSKRIMGL A WINNIPEG, 6. SSPT, 191T —■ ■ -.'MC Sumar. Uppl á Hálsi. Heitt, hvítgullið •umarsólskin. Lágir hálsar í nær- *>n, en lengPa í burtu hvíthærð, ttndótt fjölL Dökkblár sjórinn glainpar í fjarska, en tjarnirnar *ndir Þyrli lýsa hvitblikandi í grænum mýragróðrinum. Og Þyr- U sjálfan, ljósrauðan eins og gló- adni ofn, ber við hvítbláa himin- réndina. Eg geng yfir uin þvetam hálsinn, yfir iág holt og mógrænt fjail- drapakjarr, fram hjá hálfföllnum jnóhraukum. Lyngiimurinn læstist inn í mig, gegnuim hverja taug, «ins og eg væri sjálfur orðinn blað á þessum bækluðu kvistum. Eg hugsa «kki um fegurð náttúr- umar, en hver rák í fjöllunum, liTert litbrigði í grasinu, holtunr uim og ihimninum, mótast inn í i*ig, eins og signetstafir í vax. Kugsun mln er bundin, en það er »ins og eitthvert dulið afl starfi í *»ér. Afl, s«n fjötrar mig inn í náttúruheildina, þá náttúru, seun ef sé fyrir augum mér. Það er unun að taka eingöngu á móti, gera ekkert sjálfur, hverfa •*m geisli i ijóshafinu ómælanlega. En óljós löngun bærist í mér. þráin til þess að vera hér altaf. Mega alt af vera dropinn í fossin- uhi og sjá náttúruna um eilífð jaínfagra sem nú. Sú þrá lfður upp úr eðii mJnu, eins og eimurinn.upp af tjörnunum á kvöldin, eftir heit- «n sumardag. Eg nean staðar undir Þyrli, f aálangri, brattri lægð. Urð er til keggja hliða, «n í botninum er hrís og reyrilmandi heiðagras, ianan um staka steina, vaxna æfa- gömlum, ijósgráum mosa, handar- þykkum eða meir. Kongulærnar a»óka svofnlegar á brennheitu rrjótinu. Innan af hálsinum heyr- ist lamgdregið, veikt og mjúkt lóu- kvak — stundum gleðititrandi dfr- rindí, eine og hálsinn sé að syngja á.t alla sína löngu þrá og allan **»n heita fögnuð. Það glampar í vatnið fyrir neðan mig, slétt eins •g fægðan spegil. Hér og þar eru langar, dökkar tungur á hvít- kbygðum vatnsfletinum. Á móti iiðast tún ofan að örmjórri, grárri iýörunni. En undan sól bryddir áin, iagurblá, rauðbrúnan, steinóttan ■táatanga aneð strjálum eyrarrósa- klettum. 1 fjallshlíðinni fyrir ofan •kfna fannirnar í ljósglitrandi regnbogalitum. Jörð og himinn refjast saman í geislafaðmi sum- arsins. En yfir öllu ómar vellið í spóan- »», fjallanna «kæri klukknahljóm- v. i iírænia brekkan — svo mjúk og ká og fagurgræn, rétt hjá mér. Eg k«rfi — horfi og hugsa ekkert. Pinn að eins litinn, sterkan og hlýj- an, renna um mig í öldum, eins og veldugt, sigurþjótandi lag. Mér iiast eg lyftist upp, út yfir sjáifan ■*ig, inn f heiðgrænt, sólgióandi land. Og a)t verður svo undur- •aonlega bjaxt. Mig fer að dreyma, í einhvWri •kærri leiðslu. ótal mynda líða fyvir f huganum eins og breytileg ljósblik, er tunglið veður f Skýjum á kyrru, vörmu kveldi. —Eg er dáinn .... og lifi þó. Er •rlinn hluti af jörðinni. Fjail- krapakjarrið er hár mitt. Augu ■aín eru orðin að djúpum, leiftr- •«di vötnum, og ókomnar kynslóð- ir elska og deyja á ströndum þeirra. Andardráttur minn er •rðinn blærinn, vindurinn — og >«gar stormurinn þýtur í skörð- étturn fjaliaborgurn í haústnætt- i»H, og skuggaöldur líða eftir lágu •g visnuðu aiýrgresinu — þá er >að sigursöngur minn og herlag, iag ins eilífla afls. Líf mitt iðar f kveirju skjálfandi blómi og sloknar í kverjum visnandi kvisti. Einhver værð færist yfir mig, og alt flýtur út f bleika móðu. Enn >á heyri eg tfstið í steindepiunum •e*n í gegn um þunt þil, en það ó- •kýrist smátt og smátt. Náttúran kverfur augum mfnum. Eg hvílist •ins og barnið, sem vakir með lok- H#um augum við þrjóst móður •innar. Og eg finn sólsklnið brotnia 1 glitrandl stjörnumóðu gegn um augnalokin. Þögn í huganum sem á ský- dökkum, nátthljóðum heiðum, >«gar seinasta hófatak lestarhest- anna er horflð f fjárska, marríð 1 köggunum eg hávært tal íerða- ■annanna. Alt verður kyrt—lit- iaus þögn éilífðarinnar. Konguló skríður yfir höndina á aoér. Eg færl mig ofurlítið til og t*r aftur að hugsa. Dagurinn verð- ur svalari og örsmáir blágráir gár- ar skoppa eftlr vatninu. Hitamók hádagsins rennur af jörðunni. líinningar her fyrir — alla leið kkman úr æsku. Þegar eg var fjögra ára hnokki, lói pahbi einu sinni með mig upp á neðrl hálshrúnina. Dagsbirtan var dauf, og lyngbreiðurnar teygðu sig, móbrúnar, svo langt sem eg sá. Eg hiafði aldrei fyr séð svo vítt um veröld. Og eg hélt að þetta væri allur heimurinn. Einmanalegu móaflákarnir tóku mig herfangi. Síðar komst eg að því, að þeir voru að eins lítill partur af heiminum —undurlítill og óþektur af flest- um. En sá staður er mér nú kær- astur allra, og þar vil eg helzt vera, ef eitthvað lamoar að. Hór hefi eg teygað lyngilrnandi morgunsvala háfjallanna og látið storminn feykja burtu öllu visnu og veslu — beðið sólskinið að græða allar undir og drukkið ódá- insveigiar alverunnar. Sólin lækkar á lofti, dagurinn fölnar og skuggarnir liggja við fætur klettanna. 3?að kvöldar og smalamir hóa fénu heim úr hjáset- unni. Klukkuhringlið í forystuán- um deyr hægt út fyrir handan byril, f svefnrórri kvöldkyrðinni. Kaldur vindgustur andar fram- an úr dalbotni, og þokuhnoðrar létt, en hugsa sér auðsælega til heyfings. Nóttin er í nánd, eyðileg og þokuhvít. En á morgun yerður aftur heit- ur, sólskínandi sumardagur. Jakob Jóh. Smári. —Skírnir. ------o------ KOL. Myndun kola. Svo sem flestir vita, eru kol jurta- leyfar frá fyrri jarðöldum, sem hafa ummyndast aðallega af þunga, er varð á þeim af jarðlögum, sem hlóðust ofan á. Kol hafa myndast á ýmsum tímabilum í sögu jarðar- innar, en þó langmest á tímabili þvf, er kallað er kolaöldin eða koia- tímabilið. Tímabil þetta, sem að iíkindum hefir staðið yíir f meira en miljón ára, var fyrir svo löngu síðan, að erfitt er að gera sér skilj- anlega tímalengdina, því að því lauk ekki að eins miljónum ára áð- ur en menn voru til á jörðunni, heldur var því lokið mörgum mil- jónum ára áður en spendýr voru til. Engin jarðlög eru hér á ís- landi frá kolatímabilinu, því þau elztu eru frá byrjun tímabils þess er jarðfræðingarnir kalla tertiera- tímabilið, og þó að líkindum séu liðin að minsta koeti 2—3 milj ára frá því jarðlög þessi mynduðust, þá er sá tími tiltölulega stuttur miðað við þær, að manni virðist, óendianlegu aldir aldaraðir sem liðnar eru síðan kolatfmabilið var. Við þurfum því enga von að gera okkur um, að finna kol hér á landi frá kolatínrabilinu, en eins og get- ið var hér að framan, hafa kol myndast á öðrum tfmabilum, til dæmis á tertiera-tímabilinu, og hafa fundist kolalög frá þeim tím- um víða hér á landi og annars staðar En kolalögin eru miklu veigaminni Irá þessu tímabili, en lögin sem mynduðust á kolaöld- inni, og kolin sjálf líka mikið verri, nema á stöku stað, þar sem jarð- glóð hefir flýtt fyrir ummyndun þeirra. Islenzku kolin. Hér á landi hafa kol (surtar- brandur og mókol) fundist á sam- tals eitthvað 80 eða 100 stöðum á Vesturiandi, Norðurlandi og Aust- fjörðum; á Suðurlandi hafa þau ekki fundist. Undir og ofan á kolamynduninni eru alls staðar blágrýtislög. Ligg- ur sumstaðar þunt surtarbrands- lag milli blágrýtislaga en sumstað- ar eru lögin fleiri með leirlögum á milli. Leirinn er oftaist rauður eða hvítur, en stundum grænn eða grár, og stundum er hann harður, og svartur af jurtaefnum, og þá kallaður steinbrandur. Hafa ó- fróðir menn brotið hann með kol- unum og haldið, að hvorttveggja væru kol. Mun af því hafa stafað, hve misjafnir hafa verið dómar manna um kol úr sömu námunni, og ekki að furða þó þeir, sem fengu “kol” sem var mestmegnis steinbrandur, ihafi ekki verið hrifn- ir af hitagildi fslenzku kolanna, því svart grjót er ekki eldfimara en annað grjót. Surtarbrands og kola- iögin eru mjög misþykk og það oft á stöðum, sem liggja nálægt hver öðrum; oftast eru þau ekkl nema fáir þumlungar á þykt og sjaldan þykkri en 1—2 fet. En stundum liggja slfk tiltölulega þykk kolalög hvert ofan á öðru með leirlögum á milli, og þykir tiltækilegast að vinna kolin á slíkum stöðum, þeg- ar það er ekki mjög langt frá sjó eða við hafnarleysur. Kolamyndunin á Vestfjörðum. Á Vestfjörðum eru kolamyndan- irnar langmestar hér á landi og al- gengastar og eru leir- og sandlög þau, er fylgja kolalögunum, sum- staðar á annað hundrað fet á þykt, milli blágrýtisins, sem er undir og ofan á, en sjaldan eru þau nema tuttugu til þrjátíu fet. Jarðlög þessi eru nú á mjög mis- munandi hæð; sum eru alt að 1500 fet yfir sjó, önnur eru aftur rétt yf- ir sjávarmáli t.d. í Stálfjalli, þar Guðm. Guðmundsson vinnur af kappi miklu og dugnaði, en að því er virðist, þegar litið er á hafnleys- íð fram undan, ekki af jafnmikilli forsjá. Þessi mismunandi ihæð stafar af því, að jörðin 'hefir sprungið og sprungurandirnar sig- ið á misvíxl, því kolalögin é hinum ýmsu stöðum hafa verið í sem næst sömu hæð, þegar þau mynduðust. Vestfirðir hafa þá verið engir firð- ir, heldur samfelt blágrýtishálendi, ckki mjög mishæðótt. Af jurtaleif- um, sem fundist hafa í surtar- brandinum, má ráða, að loftslag hafi þá verið alt annað hér á landi en nú, því það eru alt tegundir, sem ekki þrífast nema f heitum löndum, og má af þessum tegund- um nefna hlyn (ahorn), álm, elri, eik, hnottré, túlípantré og vínvið. Ix)ftslag hefir verið, þegar þessir viðir uxu hér, líkt og er í Pódaln- um á Norður-ltalíu nú. Þar sem kolin hafa myndast, hef- ir verið votlent — mýrar og tjarnir —og hefir úr blaðleifum og.trjám orðið í fynstu nokkurs konar mó- myndun, sem vegna þungans af blágrýtislögunum, sem hlóðust of- an á, breyttist í kol. En blágrýtis- lögin eru ekki annað en gömul hraun, sem á löngum tfma hafa runnið hvert ofan á annað. En alt varð þetta löngu áður en'skrið- jöklar og rennandi vatn mótaði Vestfirði og gróf í þá firði og dali, gil og gljúfur. Kolanám hér á landi. Við og við má lesa í blöðunum um nýjar kolanámur, sem sé farið að vinna. Er vanalega látið mikið yfir því, hvað kolin >séu mikil og góð og ódýr, og gengur frásögnin svo blað úr blaði og ailir ættjarð- arvinir fagna yfir þessum nýja auði landsins. En eftir nokkurn tíma er þessi nýja kolanáma gleymd, en ekki verður gleðin yfir næstu kola- námunni sem kemst í blöðin minni fyrir þvf. Orsökin til þess að jafn- lítið rætist af hinum miklu vonum, er oftast sú, að kolalögin eru of þunn til að vinsla borgi sig. Þó eru líkindi til þess, að til séu nám- ur, sem arðvænlegt væri að vinna. ef nýtízkutæki væru notuð. Fyrir nokkrum árum ferðaðist ungur íslenzkur jarðfræðingur (Skúli Skúiaison) um Vestfii^Si og skoðaði þar kolanámur. Leizt honum bezt á námuna í Fossafirði í Þernudal við Arnarfjörð. Kolin kostuðu þar, unnin og flutt niður að sjó, um 5 kr. skpd., en kol þessi ihafa hitagildi að 4-5. hiutum móts við ehsk kol. (Verð þetta er miðað við mjög lágt verka- kaup, eins og það var ])á á Bíldu- dal. Þó er ekki að vita, nema það borgaði sig eins og hú er ástatt, að vinna kolin með ófullkoinnum tækjum). Herra S. S. gerði ráð fyrir að kolin mundu, ef þau væru unnin og flutt niður að sjó á sem hagkvæmastan hátt (með ný- tísku útbúnaði) kosta þangað komin um 1 kr. 10 aura skippund- ið. Ekki þóttist hann þó viss um, að kolagröfturinn hæri sig (miðað við hvað ensk kol kosta hingað komin á friðartímum), nema jafn- framt væri sett á stofn tígulsteina- gerð úr leirnum er kolunum fylgir, og til ieirbrenslunnar notað það iakasta af kolunum. Leirlögin og kolalögin eru i Fossafirði að samtöldu um 30 fet og munu kolin, sem eru í mörgum lögum, vera um helmingur af þvf. Frá námunni niður að sjó eru um tvær rastir (mílufjórðungur). Höfn- in er ágæt, og aðdjúpt mjög, því marbakkinn stendur upp úr á fjör- unni. - Til þess að reka námuna á hag- kvæman hátt þarf sprengibora einn eða tvo, þeir eru reknir með samanþrýstu lofti, en til loftþrýst- ingsins þarf aflvél (gufuvél, olíu- mótor eða fossafl). Hengibraut þarf að éera fyrir kolin niður að sjó, og bryggju þarf að smíða. Hallinn er svo mikill frá námunni að láta mætti fullu vagnana draga þá tómu uppeftir. Allur kostnað- ur er lausloga áætlaður 150 þús. kr. Landið á sjálft að reka námur. Dagsbrún hefir áður bent á það, hve óviðeigandi það sé að kola- gröftur og annar nám'ugröftur hér á landi sé eign einstakra manna. Séu slík fyrirtæki rekin með tapi, er óviðkunnanlegt að láta einstak- linga gjalda framtakssemi sinnar; reynigt fyrirtækið aftur á móti heilbrigt, er bersýnilegt, hvílíku tjóni þjóðin verður fyrir í heild sinni, að missa gróðann af námu- rekstrinum í vasa einstakra manna, sem þar að auki eru ef til vill útlendingar, í stað þesð að láta hann renna í landssjóð. Ofan á þetta bætist svo það, að kolin mundu þá að líkindum verða seld dýrara, heldur en ef þau væru unn- in fyrir landsfé. Sú stefna ætti algerlega að kveð- ast niður, að láta landssjóð borga kostnað af fyrirtækjum, sein ein- stakir menn eða félög hafa gróð- ann af, ef þau hepnast. Það er því röng aðferð, þegar landssjóður lán- ar fé til fyrirtækis eins og námanna í Stáifjalli. Rétta aðferðin er að tilraunin sé gerð á kostnað Iands- sjóðs og að sá, sem öllu hefir kom- ið af stað, fái ríflega gjöf úr lands- sjóði fyrir dugnaðinn, ef fyrirtækið reynist arðvænlegt. Kolanáman f Fossfirði er eign landsins, en Námufélag Islands hefir með samningi við stjórnar- ráðið (víst 1909) fengið hana leigða. Hafi það nokkurn tíma verið til- gangur þessa félags að reka nám- una, þá hefir það gert furðu lítið til þess að koma rekstrinum í framkvæmd. En flest bendir á, að tilgangur félagsins hafi aldrei ver- ið annar en sá, að verzla með námu- réttindin, og verður slík meðíerð á eignum landssjóðs að teljast alger- lega ósæmileg,- Dagsbrún hefir verið skýrt svo frá (og það er rúm fyrir leiðréttingu, ef rangt er), að námufélagið hafi á sínum tíma selt öðru félagi réttindin í hendur, og átti það félag að gjalda Námufélag- inu 50 þús. kr., ef það starfrækti námuna, og auk þess ákveðið gjald af hverri kolasmálest, er unnin væri. Félag þetta, nr. 2, átti að níissa réttinn til kolanámunnar, ef það væri ekki tekið til starfa inn- an tveggja ára. Meðan þetta félag nr. 2 hafði réfctindin, vildi útlent félag ná í þau, og bað um tilboð. Áttu réttindin þá 1 fyrstu að kosta 1(4 miljón króna; síðar voru þau þó komin niður í 300 þús. kr. Segi hver hér um alt þetta það er hon um sjálfum lízt. Hva5 á að gera nú? Jafnvel þó íslenzku kolin gætu ekki komið að notum að ráði, fyr en eftir stríðið, er sjálfsafft »ð j landsstjórnin hefjist nú þegar ; lianda og geri eitthvað f þeasu máli. Námufélag Islands hefir sumpart með aðgerðum sínum en að öðru leyti með aðgerðaieysi, mist allan siðferðislegan rétt til námunnar í Fossafirði, og ef til vill iagalegan líka. En hafi það ekki skýlaust brotið af sér réttinn lagalega verður að láta íærustu lög- fræðingana athuga, livaða ráð só einfaldast til þess að taka réttind- in af félaginu. Jafnframt þarf að iáta jarðfræðinga kveða upp úr- slitadóm u mþað sem álíta má full- sannað, að nóg sé þarna af kolum; efnarannsóknarstofan þarf »ð rannsaka hitagildi kolanna og not- hæfi leirsins til hrenslu, og námu- verkfræðingur þarf að rannsaka hvernig heppildgast mundi að vinna námuna, hvaða vélar. þnrfi, hverinig braut verði hagkveermaist að leggja til sjávar, hvað vélar, braut, bryggja o.s.frv. kost!. Og þegar svörin eru fengin, og þe« eru þannig, að tiltækilegt virðmt, að ráðast í fyrirtækið, þá á að byrja strax á námugreftrinum. Alt þeflta á að framkvæma á kostnað lands- sjóðs, en jafnframt til ágóð* fyrir hann, íslenzkri alþýðu til >1«»- unar og liagsældar,—Dagsbrú*, -------o------ ------------------------------ GISLI GOODMAN TINSHIÐt R. T«rk»t«91:—H*rnl T©ronto ®t. o* Notro Dame Ave. Tteao Hrlmlila «mrrj 2M9 Gtrry IW _____________________________J Kostaboð DYRTIÐIN spennir greipar urr^ landið. Alt er a?I stíga í verði, lifandi og daútt—engu er undan- þágu auðiS. FréttablöSin hafa ekki farið var- hluta af dýrtíS þessari, því alt, sem að útgáfu þeirra lýtur, er nú hálfu kostbærara en áður. Verkalaun starfsmanna þeirra hafa hækkað, pappír hefir því nær tvö- faldast í verði, o.s.frv. Af þessum orsökum hefir meiri hlutinn af enskum blöðum, sem út eru gefin hér í landi, orðið að hækka árs- skriftargjald og eins verð á blöðum seldum lausasölu. Verðhækkun þessa hafa þau réttlætt með dýrtíðinni og auknum tilkostnaði af öllu tagi. Engum sanngjörnum manni mun blandast hugur um, að blöðin hafa hér á réttu máli að standa. En þrátt fyrir þetta, dýrtíð og aukinn kostnað, er HEIMSKRINGLA seld sama verði og áður. Verð henn- ar hefir enn ekki verið hækkað og verður ekki hækkað, ef ófyrirsjáanleg forföll koma ekki fyrir. Upp á síðkastið hefir blaðið þó borgað að mun meiri ritlaun, en tíðkast hefir áður, til þess að geta fært lesendum sínum góðar og fræðandi ritgerðir. Verður þessu haldið áfram, eftir því sem fjárhagslegir möguleikar leyfa.—Margir af kaupend- um blaðsins hafa líka metið þetta vel, að dæma af bréfiwn úr öllum áttum, er blaðinu hafa borist í seinni tíð. Heimskringla hefir ætíð viljað vera blað fólksins og verður það ætíð takmarkið, sem hún stefnir að. Þetta er markmið allra góðra hlaða og að þessu takmarki keppa þau með því að flytja lesendum sínum nákvæmar fréttir af öllum helztu viðburðum, sem gerast í landinu heima fyrir og umheiminum, og með því að birta fræðandi og skemtandi ritgerðir um ýms alþýðleg efni. Framtíð allra blaða hvílir á samvinnu útgefenda og kaupenda — þeir fyrnefndu kappkosta að hafa blöðin eins vel úr garði ger og mögulegt er, þeir síðamefndu borga þau skilvíslega og efla þannig framtíðar hag þeirra. Til þess að fá sem flesta nýja kaupendur og öðlast fylgi sem flestra íslendinga, bjóðum vér nú nýjum áskrif- endum eftirfylgjandi kostaboð: Þeir, sem nú gerast nýir kaupendur blaðsins og senda því $2.00, fá í kaupbæti söguna “Spellvirkjamir” eftir Rex Beach, sem nú er nýlega endurprentuð; söguna “Mó- rauða músin” eftir Herbert Quick; vandað stríðskort, sem að allra dómi er hið eigulegasta, og heilan árgang af Heimskringlu. Báðar þessar sögur, stríðskortið og keill árgangur af blaðinu, stendur nú til boða nýjum kaupemd- um fyrrr EINA TVO DOLLARA. Isíendingarl Bregðið við og færið yður í nyt koata- boð þetta á meðan tækifæri gefst. The Viking Press, Limited (Útgefendur “Heimskringlu”) 729 Sherbrooke St. P. O. Box 3171 Winnipeg, Manitoba. FuUkomin °* “e? T 11 . Binn 1 annlœknmg b»rgDn em annarstaðar. Dr. J. A. MORAN Denfcal Specialist Union Bank Chambcrs, Saskatoon, Sask. TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfiabréf. Sérstakt athvtli yeitt pöntanum oc vlöcjörSum útan af landi. 248 Main St. - Phonc M. WM y. J. Bwaaioa H. Q. HlarikMn J. J. SWANSON & CO. F ASTIIGMA BALAR •« peatacra mtTAlar. Talalml Mala 2«»7 Car. Perta*. and Qarrjr. Wlaatae* MARKET HOTEL 14« Prlar wa Slrtrl 4 Bétl BuhtlliaB Baitu rfatínc, vtadiar •* a»- klynln* f«%. leUakur veHiaaa- maSur N. Halldéraeea. lei»keln- tr laleaélacum. r. C'CéNXKL, Blcandl WB.Iwa Arai Anderson I. P. Qarlamd GARLAND & ANDERSON LAGrilÆBlllGAR. Phcne Maia 15«1 •U Kloctric Raílway Ohambcri. Talsimi: Maln 53»2. Dr.J. Q. Snidal TANNUEKNIR. 614 SOMERSBT BLK. Portase Avenue. WINNIPBQ Dr. G. J. Gislason Phynlclnn ta4 Svrfrenn Athycll veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Aaant Innvortls sjúkáúmum og upp- ■kurSl. 18 Snuth Sré St., Crraad Forta, lf.B. Dr. J. Stefánsson *m Born nt n.niKe Hornl Perta*e Ave. Kémoataa It, ■tundar eiartfnRu tuut, eyraa, aef og kverka-sjúkdéma. Sr a« kltta frá kl. 16 tll 12 f.h. tf kl. 2 tU C a.k. Phone: M«in 3088. Heimlll: 105 Ollvla «t. Tala. •. 3116 4 Vér htffum fullar blr*»ir hrata- y aatu lyfja og ntetfala. KcmtV J meil lyfaetfla ylar hln«al, vér V • erum metfulln aékvnmlega cftlr Á dviaan læknlalna. Vér aiaaum V utanavaita ptfntuaam o* aeljum i Ciftlnealeyfl. : : v COLCLCUGH át CO. [ Nutrr Daae Jt Skerbr«*k« IU. f Phona Oarry 2<td—2191 Á A. S. BARDAL aelur líkklatur o* aaaaat um út- fartr. Allur útbúnaCur a4 bcatl. Cnnfrtmur aalur hana alltk.aar mlnnlavarCa o* l.gat.laa, SIS IHIRBIOOKI 8T. Pbaaa O. 2153 WINNIPKG AGRIP AF RHGLUGJÖRB ua heÍBukaréttarláid { Cusds «g NarSvestsrUidiiM. Hver fjölskyldufa?51rt «<5a kver karl- ■naöur sem er 18 ára, seae vav brezkur þegn í byrjun stríöslns eg keflr verl® þaö síttan, eöa sem er þen Bmndaþjótt- anna eöa óháörar þjóöar, gatnr teklö heimillsrétt á fjóröung: úr seetlon af ó- teknu stjórnarlandi í Maiiiaba, Sas- katchewan eT5a Alberta. U-msœkjandi ▼ eröur sjálfur aö koma á landskrif- stofii stjórnarinnar eöa ■■dirskrifstofu hennar í því héraöi. 1 anbtði annars má taka land undir vissum skllyröum. Skyldur: Sex mánaöa íbétl eg rœktún landsins af hverju af þremmr árum. 1 vlssum héruöum getvr kver land- neml fengiö forkaupsréM á fjórö- ungi sectionar meö fram tandl sínu. Verö: $3.00 fyrir hverja ekrn. Skyldur: Sex mánaöa ábúö á kverju hinna næstu þrlggja ára eftir kann heflr hlotiö elgnarbréf fyrir ketaailisréttar- landi sínu og auk þess ræktaö 6t ekrur á hlnu selnna landi. Forkaups- réttar bréf getur landneml fengiö um leiö og hann fær heimilisréttarbréfiö, cn þó met? vissum skilyröom.____________ Landneml, sem fenglö keffr kelrailis- réttarland, en getur ekkl feagiö for- kaupsrétt, (pre-emptlon), gatar keypt heimilisréttarland í vissvm kéruöum. VerÖ: $3.00 ekran. Veröur aö búa á landinu sex mánuöl af hrerj« af þrem- ur árum, rækta 60 ekrur eg kygrja hús sem sé $300.00 viröi. I>eir sem hafa skrifaö stg fyrfr heim- ilisréttarlandi, geta unniö landbúnaö- arvinnu hjá bændum i Ckaada áritt 1917 ogr tími sá reiknast sem skyldu- tíml á landi þeirra, undlr ivlosvm skil- yrtJum. Þegar stjórnarlönd eru angíýst eUa tilkynt á annan hátt, geta hetmkomnir hermenn, sem veriö hafa I herþjónustu erlendis og fengiö hafa heiðarlega lausn, fengiö eins dags forgangsrétt til aö skrifa sig fyrir heimllisréttar- landl á landskrifstofu kéraösins (en ekki á undlrskrifstofu). liausnarbréf veröur hann aö geta sýut akvifstofu- stjóvanum. W. W. OOIi^. Deputy Minister ðf Ikterior. BKfl, sem flytja auglýateene þessa i ketaaVtoleysi, lá enga irorytae Aprir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.