Heimskringla - 20.09.1917, Blaðsíða 1
XXXI ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA, 20. SEPTEMBER 1917
j/i
,------------------------------—
R@ya! Optical Cq*
Btatm OptÍGÍans í WUwipeg. Viíi
Wmm reynet vinum þínian ocl, —H
pefén eidnhr tteki/mri tU aC reyn-
aei þtr noi. Stefnsett 1965.
W. fi. Fawl<r, Opt.
_______________________________/
NÚMER 52
Styrjöldin
Frá vestur-vígstöívunum.
Á Frakklandi gengur • við það
*ama. Engar stórorustur hafa átt
eér stað upp á isíðkastið éða sókn
í stórum «týl verið ihafin á ihvoruga
hliðina. Á ölluim svæðunum eru
þó hersveitir bandamanna vel vak-
andi og eins og að Jtreifa fyrir sér
aneð smá-áiilaupum hér og þar.
Loftbáta iflotarnir eru á einlægum
njósnarferðum og takandi ljós-
myndir af ihersvæðum óvinanna.
Alt er því í undirbúningi og getur
stór sókn verið hafin á einhverju
svæðinu þegar minst varir.
Nýlega komust Bretar ögn áfram
é einu svæðinu í Belgíu austur af
Westhoek; tóku iþeir þar nokkra
fanga og þrátt fyrir öflug áhlaup
Þjóðverja á þenna stað, hafa þeir
getað haldið honum. Áhlaup Þjóð-
verja fyrir norðaustan St. Julien
brutu Bretar á bak aftur með stór-
skotabyssum sínum. Fyrir norð-
austan Langemark gerðu Þjóð-
verjar einnig áhiaup á hergarð
Breta f lok síðustu viku, en urðu
frá að hverfa eftir snarpa orustu
á báðar hliðar. — Á Arras og
Somme svæðunum áttu sér stað
smáorustur í byrjun þessarar viku.
Varð þar töluvert mannfall á báð-
ar hliðar, en þó meira í liði Þjóð-
Verja. Sex þýzkir loftbátar voru
skotnir niður í byrjun vikunnar,
en fjórir af þeim ensku gerðu ekki
vart við sig aftur og hafa líklega
orðið óvinunum að bráð.
Haldið er, að herdeildirnar frá
Bandaríkjunum séu nú komnar í
fremstu skotgrafir. Ekki hafa þó
ljósar fregnir borist um þetta enn
þá. — Þýzkur herforingi einn á að
ha.fa boðið að gofa 400 marks þeim
af mönnum sínum, sem færi hon-
um fyrsta hermanninn úr liði
Bandaríkjanna dauðan eða lifandi.
Camadamenn sækja enn að borginni
Lens og er þetta nú orðin einhver
lengsta og torsóttasta orusta er
háð hefir verið á Frakklandi siðan
atríðið byrjaði.
Margir 'harðir slagir voru háðir á
Verdun svæðinu síðustu viku og
virðist sem að Þjóðverjar hafi far-
ið halloka í þeim flestum. Fyrir
norðan Couriers gerðu Frakkar öfl-
ugt áhlaup í lok vikunnar og kom-
ust þar áfram á allstóru svæði.
Beggja nnegin við Meuse ána er ein-
lægt knálega barist og Frakkar
heldur að þokast áfram.
Þótt sigurvinningar bandamanna
sé ekki stórir við þessar smáorust-
ur, sem háðar hafa verið á Frakk-
landi í seinni tíð, þá miða þeir þó
allir að því að veikja mótstöðuafl
Þjóðverja og gera þeim örðugra
fyrir en áður. Yið hverja orustu
virðist nú vera að miklum mun
nieira mannlfall í liði Þjóðverja og
hlýtur þetta fyr eða síðar að hafa
þær fieiðingar, að hinn mikli her-
garður þeirra taki að'hrynja.
------o------
Frá Rússum.
Alt er nú tekið að færast í viðun-
anlegra horf á Rússlandi aftur.
Borgarastríði hefir verið afstýrt, i
bráðina að minsta kosti. Korni-
loff, æðsti heröhöfðingi, var tekinn
ftð sækja í áttina til Petrograd, en
sókn hans linaðist áður langt leið,
er menn hans tóku stórum hópurn
að svíkjast undan merkjum hans
°g gefa sig á vaid (hinna. Sumar
herdeildirnar snerust gegn herfor-
ingjum sfnum og drápu þá. — Nú
tnun vera búið að hneppa Korni-
loff f varðhald og þá af herforingj-
um hans, sem eftir lifa. Bráða-
birgða stjórnin með Kerensky i
broddi fylkingar hefir nú borið al-
k'erðan sigur úr býtum. Hefir Ker-
ensky lýst því formlega yfir, að nú
sé Rússland orðið lýðveldi og nefn-
ir hann sig bæði stjórnarráðherra
og forseta þessarar lýðveldis-
stjórnar.
Þó undarlega megi virðiast, sýn-
ist þessi óöld á Rússlandi ekki
hafa ihaft mikil baka haldandi á
hrif á rússneska herinn á sumum
svæðunum. Um miðja vikuna
hófu Rússar öifluga sókn í grend
við borgina Riga og tóku þar mörg
I>orp aif Þjóðverjum og í einni or-
ústunni tóku þeir um 400 menn af
hði þeirra fanga. Á Rúmeníusvæð-
hnum og víðar tóku Rússar einnig
að sækja og virtist ganga vel í öll*
um þessum viðureignum.
Sú frétt kemur þó ifrá Bandarfkj-
unum, sem sögð er áreiðanleg, að
ef til vill muni Rússar semja sér-
frið við Þjóðverja í nálægri framtíð
og selja þeim öll sfn vopn, skotfæri
og óunnið efni. Yonandi er þetta
bara flugufrótt, en reynist það
sannleikur, verður þetta stærsti
sigurinn, isem Þjóðverjara hafa
unnið, síðan stríðið hófst.
Italir vinna marga sigra.
ítalir hafa haldið uppi stöðugri
sókn á flestum svæðum sínum. Nú
síðustu daga virðist þó sókn þeirra
vera ögn að linna. — Einna öflug-
ast hafa þeir sótt fram á Isonzo
svæðinu og Bainsizza hésléttunni.
1 grend við fjallið San Gabrele hafa
þeir ihrakið Austurrfkismenn á
stóru svæði.
-----o-----
Edison finnur rá8.
Síðan Bandaríkin hófu að taka
þátt í ófriðinum hefir Thomas A.
Edison, hugvitsmaðurinn frægi,
verið önnum kafinn að fást við
ýmsar uppgötvanir, sem koma
mættu að haldi í strfðinu. Ekki
hefir verið gert uppskátt ihvernig
uppgötvunum þessum væri iháttað,
en stundum ihofir verið sagt frá
þvf, að vörður væri haldinn um
Edison og staijfsmenn hans og
engum leyft að koma þar nærri. —
Nú kemur sú frétt frá Bandaríkj-
unum, að hann sé nýlega búinn að
uppfinna áhald eitt, sem reynast
muni ágæt vörn gegn kafbátum
Þjóðverja. Þessi útbúnaður Edi-
sons á að breyta stefnu sprengivél-
anna (torpedoes), sem kafbátarnir
sökkva skipunum með. Sagt er að
þossi uppgötvun liafi þegar verið
reynd og gefist ágætlega.
-------o------
Stigamenn ræna banka.
Hópur af stigamönnum óku f
sex biifreiðum inn í bæinn Climax í
Miehigan í Bandarfkjunum á laug-
ardaginn var og tóku þar öll völd
í sínar hendur. Voru stigamenn
þessir allir vopnaðir og sáu borg-
arbúar því sér liann kost vænstan
að reyna ekki að veita þeim neitt
viðnám. Skáru þeir sundur alla
talþráðavfra, sem út *frá bænum
lágu, og óku svo til ríkishankans í
bænum og sprengdu upp peninga-
skáp hans. Komust þeir burt með
um $7,000 í gulli og seðlum og hefir
ekki til þeirra spurzt síðan.
-------O-------
Ekkjur verða að giftast.
Félag eitt er nú myndað í Þýzka
landi, sem hefir það þýðingarmikla
starf með höndum að gifta aftur
allar ekkjur fallinna ihermanna í
stríðinu. Hefir félag þetta >sent yf-
irlýsingu til allra syrgjanai ekkna
í landinu þess efnis, að hvetja þær
til þess að gifta sig aftur ihið bráð-
asta. Tvær ástæður eru færðar
sem sönnun þess, ihve áríðandi og
nauðsynlegt þetta «é. Fyrri ástæð-
an er, að keisaravaldið þýzka þarfn-
ist þannig aðstoðar þeirra til þess
að viðhalda herafla landsins í
framtíðinni. Seinni ástæðan er á
þá leið, að ekkjurnar séu nú að
fást við 8törí sinna föllnu manna,
sem þær hafi lítið eða ekkert vit á.
Af þessum ofangreindu ástæðum
er ekkjunum boðið með harðri
hendi að gifta sig aftur tafarlaust
og er um leið gefið það heilræði, að
velja halta og limlesta hermenn
fyrir seinni bændur sína. — Er
þetta öflug tilraun keisarastjórnan
innar þýzku til þess að viðhalda
höfðatölu ríkisins.
Mannfall Þjóðverja meira.
Ritgerð birtist nýlega í ensku
vikublaði, sem iskýrir frá afstöðu
Þjóðverja og bandamanna á Frakk-
landi og einnig frá mismunandi
aðferð þessara þjóða við 'sókn og
vörn. Þjóðverjar hafa þann sið,
að sækja fram í þéttum fylkingum
og reka herforingjar þeirra þannig
menn sína oft og tíðum út í opinn
dauðann. Hefir þetta þær afleið-
ingar, að mannfallið við hverja or-
ustu er ætíð mikið meira í liði
Þjóðverja en í liði bandamanna—
stundum jafnvel tíu sinnum meira.
Þeir síðarnefndu eru varasamir og
leitast við að stofna mönnum sín-
um í sein minsfa hættu þeir geta.
Skýrslur yfir mannfall banda-
manna og særðra og sjúkra manna
f liði þeirra sýna, að að eins einn
af liverjum 500 herm°nna þeirra
hafa mist lim, 95 af hverjum hundr-
að, sem særst hafa, hafa la*knast af
sárum sínum — en að eins einn
fimtándi hluti af 1% af hermönn-
um bandamanna f alt hafa fallið.
Sýna skýrslur þessar ljóslega, að
varasemi bandaþjóðanna á vfg-
velli hefir borið góðan árangur.
Loftbáta áhlaup Breta.
Sjóliðs loftbátar Brela steyptu
á laugardaginn sprengikúlum nið-
ur á þýzk herskip og tundur-
snekkjur við strönd Belgíu, á milli
Ostend og Blankenberghe. Eitt
lierskipið iaskaðist við áhlaup
þetta og tveimur eða ef til vill
fleiri skútum var sökt. Sjóliðs
loftbátar Breta eru nú einlægt á
ferðinni og sagt er að þeir eigi
mikinn þátt í að ögn er unt ð
hnekkja kafbátum Þjóðverja.
Lieut. M. S. Kelly
Frézt hefir, að íslendingurinn M.
S. Kelly hafi nú.fengið skírteini frá
brezku Stjórninni um að vera út-
lærður fiugmaður (aviator) og sé
hann nú meðlimur flugmannaliðs-
ins á Frakklandi, Englandi og
Beigíu. Iíann mun vera fyrsti Is-
lendingur að fá slíkt skírteini.—
Lieut. M. S. Kelly gekk á Wesley
háskólann hér í borginni og vit-
skrifaðist þaðan. Síðan hann inn-
ritaðist í 223. herdeildina liefir
hann unnið af kappi að stofna til
allrar tegundar af leikfimni í her-
deildinni. Hann er æfður leikfimn-
ismaður sjálfur og vann margar
fnedalíur og verðlauin fyrir leik-
fimni á skólaárum sínum.
GrunaSur um þjófnaS.
Einn* af starfsmönnunum í skrif-
stofum bæjarstjómarinnar hér í
Winnipeg var tekinn fastur á laug-
ardaginn var. Er hann grunaður
um að íhafa' stolið undir sig fé i
deild þeirri sem hann ihefir starfað
í. Annast deild sú urn öll leyfis-
bréf, sem seld eru í bænum. Svo
kænlega hafði maður þossi framið
stuid þenna, að l>ótt allar bækur
og reikningar hvcrrar deildar bæj-
arstjórnarinnar sé vandlega skoð-
að af yfirlitsmönnum, hafði þetta
þó alveg farið fram hjá þeim. Ekki
er enn víst hvTað mikið fé þetta er,
sem liorfið hefir, en að sjálfsögðu
nernur það mörgum þúsundum.—
Maðurinn, som grunaður ,er um
þjófnaðinn, heitir W. J. B. Hyatt
og er búinn að vera lengi í þjón-
ustu bæjarins.
Fóðurskortur í Svíþjóð.
Mesti skortur á öllu gripafóðri er
í Svíþjóð þetta haust. Hafa sænsk-
ir gripabændur orðið að fækka
gripum sínum að miklum mun
sökum þessa tilfinnanlega fóður-
skorts. Stjórnin hefir leyft útflutn-
ing á 5,000 gripum til Noregs og
Finnlands, en vill ekki ieyfa út-
flutning á sláturgripum eða öðrum
gripum til Þýzkalands. Alvarleg-
ur skortur á koium þrengir einnig
að Svíum, sökum þess að kol fást
nú engin frá Þýzkalandi eða Eng-
landi. Stunda þeir því skógathögg
af mesta kappi til þess að afla sér
eldsneytis til vetrarins.
Undanþága frá herskyldunni.
Menn geta lagt inn beiðni um
undanþágu frá herskyldunni fyrir
átta undanþágu-ástæður. Þetta
hefir nú verið tilkynt, og innan
skammis verða eyðuhlöð fáanleg á
öllum pósthúsum fyrir þá, sem
senda vilja slíka beiðni. En ástæð-
urnar eru þessar:
1— Ef áríðandi er að halda áfram
starfi við einhverja atvinnu
grein.
2— Ef áriðandi er að fá að vinna á-
fram við tiltekið starf sem mað-
ur er sérstaklega hæfur fyrir.
3— Ef áríðandi er að geta haldið
áfram námi eða undirbúningi.
4— Alvarlegar kröggur er orsakast
af óvenjulegum fjárhags klíp-
um.
5— Alvarlegar kröggur, er orsakast
af einhverri starfrækslu (busi-
ness).
6— Alvarlegar kröggur, er orsakast
af óvenjulegum heimilis ástæð-
um .
7— Vanheiisa eða veikleiki.
8— Að maðurinn er tilheyrandi trú-
arbragða stofnun, sem leggur
bann við herþjónustu.
-------o—-----
SkoÓun Japana á ÞjóÓverjum.
Japanar hafa dyggilega fylgt
banda]>jóðunuim að málum síðan
istyrjöldini byrjaði. Hcfir marga
furðað á þessari afstöðu þeirra.
Svo margir hafa hingað til skoðað
Japana iitt *siðaða og ofbeldis-
gjarna þjóð, sem engan veginn væri
treystandi, að þeir hafa átt bágt
með að átta sig á þessu. En hvað
eftir annað hafa.Japanar sýnt, að
þcir vilji ekki vera neinir oftirbátar
annara í að styðja sanna siðmenri-
iníju og ljá réttum málstað íylgi.
Fra því fyrsta hat'a þeir skoðað
liemaðaraðferö Þjóðverja grimmúð-
lega og illa og engan veginn vott
l>ess, að hér eigi siöuö þjóð hiut
að máli. Hafa rithöfundar og
stjómmálamenn Japana verið al-
veg ófeimnir að birta þessa skoð-
un sína. — Á margan hátt hafa
Japanar aðstoðað bandamenn 1
stríðinu. Þeir hafa sent hjúkrun-
arkonur til Frakklands, Rússlands
og Rúmeníu. Margir japanskir
læknar hafa verið með rússnoska
hernum og eru enn, en hjúkrunar-
konurnar japönsku fengu ekki
haldist þar við til lengdar sökum
kaldrar veðráttu. Peningagjafir
hafa Japanar einnig sent banda-
þjóðumum í stórum stýl.—Með allri
þessari aðstoð sinni hafa þeir ljós-
lega sýnt, að þeir hafi fulikominn
vilja að fylla flokk siðaðra þjóða.
-------o------
Hveiti ódýrara á Englandi en í
Ameríku.
Þó undarlegt megi virðast, er
hæði brauð og mjöl ódýrara á Eng-
iandi en í Bandaríkjunum og Can-
ada. Orsakast )>etta af því, að nú
í nærri ár hefir brezka stjórnin
haft umráð yfir allri hveitiverzlun
í landinu og komið í veg fyrir all-
an prívat gróða einstaklinga og fé-
laga. Stjórnin sér um að bakarar
fái sæmileg laun fyrir vinnu sína,
en ekkert meira. — Eftir 17. Sept.
þ. á. býst brezka stjórnin við að
eyða um $200,000,000 árlega á meðan
stríðið stendur yfir til þess að
lialda hveitimjöli og brauði í land-
inu I réttu verði. Núverandi mat-
vælastjóri Englands, Rhondda lá-
varður, hefir sýnt frarn úr skarandi
dugnað og afkastasemi í stöðu
sinni og geta matvælastjórar Oan-
ada og Bandarfkjanna tekið ihanm
sér til fyrirmyndar.
-------o------:—-
Seinustu stríðs-fréttir
Rússar vinna nýja sigra nálægt
Riga og víðar. Kerensky er nú
lagður af stað til vígvaliarins og
með honum margir af helztu
mönnum stjórnarinnar. Talið er
víst, að mú muni öflug tilraun
verða gerð tii þess að koma góðu
skipulagi á rússneiska herinn. Ekki
ibendir þetta til þess, að Rússar séu
nú að uppgefast og í þann veginn
að semja sérfrið, eins og fréttist
fyrir skömmu síðan.
Samsæri Þjóðverja og Svía í
Mexico.
Bandaríkjastjórnin er ekki af
baki dottin með að uppljósta
svika-samráðum Þjóðverja og Svía.
Ekki mun þetta þó gert í þeim til-
gangi að kasta skugga á þá síðar-
nefndu og efla til óvinsælda í
þeirra garð. Aðal-tiigangurinn með
þessu mun vera sá, að kynna ah
heiminum hve ófyririeitnir og ó-
svífnir Þjóðverjar geta verið. Svik-
ráð þeirrn og samsæri í löndum
hlutlausra þjóða sanna þetta tvf-
mælalaust.
I Argentinu nota Þjóðverjar þar
konsúl Svía til þess að senda
skeyti til Beriínar—*sem þeir koma
ekki þangað með neinu öðru móti.
Þannig hefir þýzka stjórnin heima
fyrir fengið vitneskju um siglingar
margra þeirra skipa, sem sökt hefir
verið. Síðan Bandaríkjastjórnin
gerði þetta heyrum kunnugt, hefir
þjóðin í Argentinu fylst sárri
gremju í garð Þjóðverja. Uppþot
hafa átt sér stað f borginni Buenos
Ayres og stórir hópar af borgarbú-
um hafa gert aðsúg að skrifstofuhi
ræðismannanna þýzku og húsum
annara Þjóðverja. Hefir lögreglan
átt fult í fangi ineð að bæla upp-
þot þessi niður.
Á fimtudaginn í sfðustu viku
birti Robert Lansing, ríkisritari
Bandaríkjanna, bréf frá ræðls-
manni Þjóðverja f Mexico, sem
sannar, að bókstaflega þaö sama
hefir átt sér staö þar. Konsúll
Svfa þar hefir verið notaður se*m
hlaupadrengur fyrir Þjóðverja.
Skeyti send í gegn um ihann til
Þýzkalands og liann látinn fara
með þau sjálfur á talþráðastofurn-
ar. Til endurgjalds fyrir sína þörfu
þjónustu, átti keisarinn svo að
sæma iiann einhverjum merkum
heiðurstitli. Bréfið, sem nú er birt
frá ræðismanninum þýzka f Mexi-
co, ber þetta iceð sér.
Þegar tekið er til greina, að
Bandaríkin liafa lengi haft með
höndum þossar sannanir um svik-
semi Þjóðverja, þarf ekki að undr-
ast yfir afstöðu þeirra í stríðinu.
----------------o——
Þrælsleg meíferí á föngum.
Englendingar og Þjóðverjar eru
nú teknir að skifta um fanga í all-
stórum stýl. Verða þó ekki aðrir
fangar fyrir þessu en þeir, sem á-
litnir eni að vera ófærir til allrar
herþjónustu. Nýlega komust til
Englands aftur á þenna hátt
nokkrir herinenn, sem búnir voru
að vera í fangavist á Þýzkalandi
síðan fyrsta árið að styrjöldin
hófst. Létu menn þessir flestir hið
versta af meðf-erð Þjóðverja á
brezkum föngum. Hatrið mikla,
sem þjóðin þýzka ber til Englend-
inga -og allr,_sem enskt er, er þannig
látið bitna á varnarlausum föng-
um og þeir látnir sæta þrælslegri
og svívirðilegri meðferð. Farast
einum hinna fyrverandi fanga orð
um þetta á þessa leið:
“Þótt við værum særðir, var okk-
ur haldið þyrstum og hungruðum
dögum saman, og ef einhver okkar
bað um vatn -að drekka, færði
hjúkrunarkonan honum ætíð lítið
glas af vatni—en skvetti því bara
í andlit hans. Eftir nokkurn tíma
vorum við fluttir á sjúkrahæli í
Sclnverin og fór þar vel um okkilr;
en þaðan vorum við færðir til
fangastöðvanna í Gustrow og þar
var farið með okkur eins og
hunda.
Margir af okkur voru illa til
reika af sárum, er við ivorum flutt-
ir til Gustrow; þó vorum við iátn*-
ir standa skólausir í snjónum alt
frá því kl. 11 fyrir hádegi og þang-
að til kl. 10 um nóttina. Eftir bið
þessa voru m'argir okkar nær
daúða en lífi af hungri og kulda.
Ef einhver heyrðist kvarta var
byssustyngjum otað að honum og
fylgdi þessu hörð skipun að þegja
—“hafnarbanninu brezka” var kent
um fæðuskort þann, sem í landinu
væri. Um nóttina vorum við látn-
ir dvelja í tómu ihússkrifli og sváf-
um þar á hörðu gólfinu.
Eftir margar vikur 1 þessu víti á
jörðu, vorum við svo látnir fara að
vinna við að grafa skurði. Allir
fangar, sem vetlingi gátu valdið,
voru reknir með harðri hendi í
vinnu þessa. Særðir rnenn, ef þeir
gátu tekið hendi til, voru notaðir
engu síður en aðrir. Ef einhver
maldaði í móinn, var honum mis-
þyrmt. Einn daginn sá eg marga
brezka fanga stungna með byssu-
stingjum og voru þeir svo bornir í
sjúkrahús þarna nærri. Einn af
okkar mönnum, sem þverneitaði að
vinna, var fluttur eitthvað burtu
og vissum við ekkert hvað um
hann varð.”
1 þessum fanghópi, sem nú komu
til Englands, voru fáeinir rnenn frá
Winnipeg.
-------o-------
Fáninn.
Þingsélyktunar tillaga um sigl-
ingafánann var til einnar umræðu
l>ann 7. þ.m. Framsögumaður sjálf-
stæðismanna, Bjarni frá Vogi,
mælti á þessa leið:
“Eg þarf eigi að leiða rök að þvf
hér, að fsland eigi fullan rétt á því,
að ihafa sinn eiginn farfána jafn-
gildan farfánum annara ríkja og
rétt til þess, að sigla undir honum
hvar sem er um höf heimsins. Eg
þarf eigi að leiða rök að þessu
fyrir þá sök, að hér er enginn inn-
an vébanda þingsins, er eigi sé
fullkomle.ra snnnfr"rðuT’ um það
áður.
Eg þarf eigi 'heldur aö leiða rök
að því, að réítmætur sé brennandi
áhugi á því, að fá hann þegar, þvf
að eg veit að hér er enginn sá, að
liann hafi eigi áður fullráðið við
sig að veita þessu máli fast fylgi.
Mér er engin þörf að telja rök
til þess, að nauðsyn sé á íslenzkum
farfána, því að hún hefir ætíð verið
rík. En nú er lífsnauðsyn að fram
gangi málið. B*er það einkum til
nú, að ait er á hverfanda hveli á
þessum ófriðartímum og veit engi,
livenær oss verður meinað að sigla
undir þeim fána, sem vér höfum
liingað til haft með samþykki ann-
ars ríkis, þess er fánann á, né held-
ur veit nokkur livenær tekið getur
fyrir alla aðflutninga af þeirri á-
stæðu.
Nú er svo langt *að ná til kon-
ungs, að eigi yrði bætt úr í svip, ef
þetta bæri að höndum, og er því
cigi seinna vænna að bera fram
þessa alþjóðarkröfu, svo að vér ná-
um fullum rétti vorum hér um.
Fullveldisnefndin ihefir borið
fánamálið fram með þessum hætti
sakir þess, að hún hafði ástæðu til
að vænta greiðari framkvæmda
með því. Hins vegar var henni
það ljóst, að þingvilji er jafngildur
við þessum hætti sem öðrum.
Styrkleik hans ber eigi iað meta
eftir þvf, með hverjum Ijætti hann
kemur f ljós, heldur eftir því at-
kvæðamagni, sem styður málið og
atliygli þings og stjórnar.
Sá ótoti ihefir komið fram, að Al-
þingi léti málið úr höndum sér með
þessari tillögu. En hann er þó með
öll ástæðulaus við það niðurlag,
sem er á tillögunni. Því að eins
lieimtar þingið þesssa meðferð, að
það telur sig bært um að veita þá
heimild. Hér er því eigi játning
um hið gagnstæða. Og aðferðin
sem er heimiluð, er flutningur á
málinu frá löggjafarvaidinu til úr-
skurðarvaldsins. Hvorttveggja er ís-
lenzkt og hlýtur þinginu því að
vera jafnheimilt að flytja málið aft-
ur frá úrskurðarvaldinu til lög-
gjafarvaldsins, þótt svo ólíklega
færi, að til þyrfti að taka.
Alþinigi treystir því, að stjörnin
leggi alla alúð við þetta mál og
geri sitt ítrasta til að tram gangi.
Veit eg með vissu, að hiin hefir þar
að baki fult og óskift fylgi þings-
ins og þingmenn standa þar allir
sem einn maður. En þingmenn
hafa að bakhjalli alla kjósendur
landsins, er standa svo fast að
þessari einróma alþjóðarkröfu, að
þeir munu nú eigi skiljast við mál-
ið, fyr en það er leitt til farsæl-
legra lykta.
Eg vænti þess, a^ menn sanni
mál mitt með samhljóða atkvæð-
um um tillöguna og samþykki
hana í fullu trausti þóss, að kon-
ungur gefi nú þegar út á ábyrgð
forsætisráðherra vors og með und-
irskrift lians úrskurð sinn um að
gera íslenzka fánann fullkominn
farfána 1 samræmi við tillöguna og
einróma viljayfirlýsing þings og
þjóðar.”
Forsætlsráðherra: Ráðuneytið
veit hve mikils vert málið er og
mun því leggja alla sína krafta
fram til að koma málinu fram, og
það svo fljótt sem verða má.
Var síðan gengið til atkvæða, og
sögðu allir, að viðhöfðu nafnakalli,
já. Ráðherrarnir greiddu ekki sb-
kvæði.—ísafold.