Heimskringla - 20.09.1917, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA
•WINNIPEG, 20. SEPT. 1917
«'
Tildrög til stríðsins.
Eftir síra F. J. Bergmann.
i.iii ' —*
III.
54.
Mórocco-miáli'ð 1911.
Engir miklir viðburðir, sem ger-
ast, verða alt í einu. 3?að er ávalt
svo og svo mikill aðdragandi að
J>eim. Skuggans af þeim verður
vart löngu áður -en þeir birtast.
Svo var um stríðið mikla, sem nú
geisar. Pylgi-voía þess hafði rekið
fram ægilegt höfuðið hvað eftir
anmað, áður gerninga-bylurinn
brast á.
í sambandi við alla mikla við-
burði þykir ávalt mikils um það
vert, að rekja tildrögin og gera sér
grein orsakanna. Löngu eftir, að
stríð þetta er urn garð gengið,
verða menn að telja tildrög og or-
•akir á fingrum sér. Eyrir því
verður nú Jeitast við að gera þetta,
»ð því leyti sem íöng eru til, eink-
um að því er til býzkalands
kemur.
Árið 1911 lá við sjálft, að sú
ítyrjöld brytist út með Norður-
álfu-þjóðunum, sem drógst þangað
til 1914. Það mátti þá engu muna.
Orsök þess, að ekki varð af í það
skifti, mun að lang mestu leyti
hafa verið sú, að bjóðverjar þótt-
ust enn eigi nógu vel við búnir.
Misklíðin, sem þá reis upp, var á
milli Erakklands og Þýzkaland^
Hún varð út af eignum og áhrifum
Frakka í Suðurálfu. Þjóðverjar
fundu sér það til, að þeir hefði
beðið baga af áhrifum Frakka í
Norður-Afriku. Þau hefði vaxið og
breiðst út meira en góðu hófi
gegndi og þrengt að Þjóðverjum.
Fyrir það heimtuðu þeir beinar
akaðabætur.
Samningar höfðu verið gerðir
um valdasvið Prakka og Þjóðverja
í Norður-Afríku bæði 1906 og 1909.
Samkvæmt þeim naut Frakkland
þar einkaréttinda um íram aðrar
þjóðir. En eftir því sem stundir
iiðu atvikaðist það svo, að Frakk-
ar þóttust til neyddir að auka þann
liðsafla, er þeir höfðu þar í landi
Þetta tóku Þjóðverjar sér afar-
nærri.
1 júnímánuði 1911 gaf sendiiherra
Þjóðverja í Parísarborg stjórninni
frakknesku til kynna, að Þjóðverj-
wm væri liald Frakka á Mórocco á
inóti skapi og mótmælti því. Um
leið gaf hann í skyn, að þetta mætti
laga með því að gefa Þjóðverjum
rétt til annarra svæða i Afríku.
Stjórnin á Frakklandi fann ekki
ástæðu til að taka mótmæli þessi
íérlega mikið til greina. Samband-
ið við Englendinga gerði hana ör-
ugga og henni var ekki neitt sér-
lega hugleikið, að bjóða Þjóðverj-
um skaðabætur fyrir að nota þann
rétt, er alþjóðasamningar veittu
Frakklandi. Hún lekst ekki til að
kannast við, að hún í nokkuru
hefði farið út fyrir þau takmörk,
er þessir samningar heimiluðu.
Fyrir þvi varð heiminum heldur
en ekki bylt við þær fréttir, sem
bárust út skömmu síðar, 1. dag
júlimánaðar, að þýzkt herskip,
Panther, hefði verið sent til hafnar
þeirrar í Mórocco, er Agidir neínist,
nálægt mynni Sus fijótsins, i þeim
tilgangi að vernda þýzka kaup-
enenn í þeim hiuta Mórocco, þitlu
síðar var sent þangð annað her-
skip, beitiskipið Berlin.
Blöðin á Þýzkalandi gerðu sitt
til að gefa í skyn, að á bak við
þetta væri stórvægilegar ráðagerð-
ir. Bending var um það gefin, að
þýzka stjórnin ætlaði sér að taka
mogador, viggirt þorp i suður-
hluta Mórocooc, og ná þeim hluta
landsins á vald sitt. Menn létu sér
skiijast, að Þýzkaland ætlaði sér
«ð ógilda samningana, sem gjörðir
hefði verið, tak,a Mórocco-málið til
meðferðar, eins og aldrei hefði áð-
»r verið um það samið og skifta
landinu milli sín, Spánar og Þýzka-
lands.
Þetta var sú skýring á tiltektum
Þjóðverja, sem ruddi sér til rúms
bæði með stjórnum Frakklands og
Englands og í almennings áliti
landanna beggja. En 9. nóvember
tók Bethmann-Holiweg, kanzlari,
sig íyrst til og mótmælti hennl op-
inberlega.
Sendiherra Þjóðverja 1 Lundúna-
borg var kunngert, að ráðuneytið
yrði að taka þetta fyrir sem alger-
iega nýtt mál. Bretar áliti sér
málið skylt og Bretland myndi
«»eita aigerlega að viðurkenna
ookkurt samkomulag um mál
þetta, sem gert væri að því forn-
•purðu. Asquith tók það fram 6.
júlí í parlamentinu enska, að i
þessu máli myndi England haga
•ér eftir samkomulagi við Frakk-
land.
Síðar komu skýringar fram um
málið. Voru þær gefnar 9. nóvem-
ber og 5. desember af Bethmann-
r
Hollweg fyrir hönd Þýzkalands og
27. nóvemlber af Sir Edward Grey
fyrir hönd Englands. En þá var
hernaðarvoðinn genginn um garð
í bráð. Áður höfðu stöðug viðtöl
átt sér stað milli stjórna Frakk-
lands og Þýzkalands, og Frakk-
lands og Englands. Og á meðan
mátti svo sem enigu muna, hvort
stríð eða friður yrði þyngra á
metum.
En það varð á eftir öldungis
ljóst, einkum af þeim skýringum,
er Sir Edward Grey gaf, að ekki
hafði verið látið uppskátt í fyrstu,
nema eins lítið og unt var, hvað
Þýzkaland eiginlega ætlaði sér.
Bendingar, sem þýzkúm blaða-
mönnum höfðu verið gefnar og
þeir látnir breiða út, sýndust
sanna, að fyrirætlanir Þýzkalands
hefði þarna verið, að taka hags-
muni Englands og Frakklands
fremur lítið til greina.
1 fyrstu fór Þýzkaiand fram á
skaðabætur í löndum fyrir það
tjón, sem þeir þóttust hafa beðið
í Mórocco. Vildi stjórnin, að Frakk-
ar léti af hendi allar eignir sínar i
Kongó, ifrá ströndinni til Sanga-
fljótsins. Hún fór einnig fram á,
að henni væri veittur forkaups-
réttur að eign Belgíu í Kongó.
Enska stjórnin baðst eftir skýr-
ingum í þessu sambandi í ákveðn-;
um orðtækjum, um tilgang þýzku
stjómarinnar, en því var hvað
eftir annað enginn gaumur gefinn.
Þóttist enska stjórnin þá skilja, að
hana ætti ekkert að taka til greina
í þessu sambandi. Þetta gekk svo,
þangað tii 21. júlí.
Afleiðingin af þessu var sú, að
Lloyd George, í samráði við As
quith og Sir Edward Grey, flutti
ræðu f húsi borgarstjórans í Lund-
únum, sem vakti feikna-'eftirtekt.
Var það ekki sízt sökum þess, að
ræðan var ílutt af þeim brezkum
stjórnmálamanni, er áltinn hafði
verið einna fylstur samúðar í garð
Þýzkalands, en ákveðinn andstæð-
fngur hervaldsins.
í ræðu þessarri tók Lloyd George
mjög greinilega fram, að ef um
það væri að ræða, að Bretland ætti
að leggja í sölur stöðu sína og áhrif
í Norðurálfu, til að varðveita frið-
inn, og taka ætti upp þann sið, að
virða Bretland vettugi í ráðuneyti
þjóðanna, þá yrði það þjóðinni ó-
þolandi auðmýking. Annars var
orðalagið svo, sjálfsagt af ásettu
ráði, að skilja mátti að eins som
þjóðræknisleg mæLsku-tilþrif í
munni stjórnmálamanns á hvaða
þingi sem verið hefði.
Bethmann-Hollweg var nógu séð-
ur til að skýra ummæli Lloyd
George í því Ijósi, og sagði, að þau
hefði alveg eins getað fram komið
á þingi Þjóðverja. En ummælin
voru gerð í þeim tilgangi, að gefa
Þýzkalandi aðvörun. Bæði á Eng-
landi og Frakklandi var þeim
fagnað, sem orðum í tíma töluðum.
En á Þýzkalandi komu þau öllu í
feikna uppnám og vöktu óvenju-
mikinn biturleik.
Á viðskiftin milli stjórnanna
höfðu þau ’heppileg áhrif. Þau
urðu vinsamlegri eftir en áður. En
öðru máli var að gegna með þjóð-
irnar sjálfar. Um þvert og endi-
langt Þýzkaland sauð vonzkan til
Englands og hvað 'eftir annað leit
svo út, sem þetta ætlaði að verða
friðinum að fótakefli. Þessi vonzka
milli þjóðanna, Englands og Þýzka-
lands, stóð í raum og veru ekki í
sambandi við Mórocco-vandræðin.
Fremur var það svo, að urnmæli
Lloyd George hafi verið eins og eld-
spýta, er kveikti í lofti, sem þegar
var þrungið eldkveikju. Hvað var
það, sem hafði myndað þetta
loftslag, skapað eldkveikjuna? öf-
und og grunsemi á báðar hliðar.
En um fram alt sá ásetningur
Breta, sem allir flokkar áttu jafnan
hlut í, að líða ekki Þýzkalandi að
kúga Frakkland í Morocoo-
deilunni. Alt þetta varð til þess,
að vekja kurr með þjóðunum og
blása að þeim eldi á báðar hliðar.
1 stjórnum beggja landa voru
þeir, sem bezt lag höfðu á að
stjórna skapsmunum sínum. Sendi-
herra Þjóðverja á Englandi lét Sir
Edward Grey vita, að Þýzkaland
ætlaði sér ekki að ryðja sér til
rúms í Mórocco; það vildi miklu
fremur slaka tll; þetta var 24. júlí.
Og 27. júlí sendi þýzka stjórnin
skeyti til Englands, sem fullvissaði
um, að tilgangurinn hefði ekki
verið að vinna Bretum tjóm Um
lelð var látin í ljós von um, að
fyrirhugaðir samningar við Frakka
myndi koma í veg fyrir frekari ó-
ánægju.
Eftir þetta tóku samningar, sem
út af þessu Móroccomáli risu, að
ganga greiðlega, og skaðabæturn-
ar, sem Þjóðverjar höfðu talað um,
að fá meiri áheyrn, þótt stöðugt
væri staðið á öndinni út af því,
hvernig úr þessu kynni að ráðast.
Loks voru tveir samningar undir-
ritaðir af fulltrúum Frakka og
Þjóðverja, 4. nóvember 1911. Annar
þeirra viðurkendi yfirráð Frakka
yfir Mórocoo. Hinn tók fram, að
Frakkar skyldi láta af hendi
hundrað þúsund fermilur lands 1
Kongó-dalnum.
Eftirtektaverðast var, að enginn
virtist sérlega ánægður með þessar
m'álalyktir. Á Þýzkalandi virtust
menn hafa átt von á landiflæmi
miklu stærra en þetta. Nýlendu-
ráðherra Þjóðverja sagði af sér em-
bætti, til að lýsa yfir því áliti sínu,
að þessar skaðabætur væri öldung-
is ónógar; hann hét Herr Linde-
quist. Og á Frakklandi urðu samn-
ingar þessir stjórninni til falls.
En friði hafði tekist að halda
með heiðri, þótt ástæður væri
næsta örðugar. Þýzkaland hafði
komið þrætunni af stað, og aukið
eignir sfnar sínar að miklum mun
í Suðurálfu. Frakkland hafði nú
eignast ófcvíræð yfirráð yfir Mór-
occo, og voru þau svo mikils virði,
að verðið var ekki úr hófi. Eng-
land ihafði sýnt, að þjóðinni var
full alvara með ensk-franska banda-
lagið og ætlaði sér að halda því
við, hvað sem kostaði. Þýzkaland
hafði óneitanlega haft dálítið tii
síns máls og að síðustu hafði það
hlotið töluverfc meira pláz í sólunni.
Hugmyndin um, að alt mætti
bjóða Frakklandi og unt væri að
kúga það eftir geðþótta, hlaut að
hvenfa með Þjóðverjum. Af þessu
hlutu þeir að sannfærast um, að
bandalagið með Frökkum og Eng-
lendingum stæði miklu fastari
fótum, en þá hafði áður grunað.
En við þetta sannfærðust Bretar
um, hvarvetna um brezka veldið,
að friðurinn léki á býsna veikum
þræði. Það herti á bryndrekagerð
beggja þjóðanna, bæði Breta og
Þjóðverja; hvorug þjóðin gekk úr
skugga um, að nú væri um yfirráð-
in yfir hafinu að tefla. Þjóðverjar
kiptust illa við dálítið seinna, ]>eg-
ar er Winston Churchill lét sér
þau ummæli hrjqta af vörum 9.
fobrúar 1912, að brezki flotinn væri
nauðsyn, en þýzki flotinn að eins
munaður. Þá varð enska stjórnin
að senda Haldane lávarð til Ber-
línar til að lægja hafrótið, og varð
þá nokkuð kyrrara um stund.
55.
óstjórn í Elsass og Lotringen.
Almennar kosningar fóru fram á
Þýzkalandi 1912. Áður flýtti ríkis-
þingið sér að samþykkja og af-
greiða ný grundvallarlög handa
Elsass og Lotringen. Yoru þessi
héröð, sem tekin höfðu verið af
Frakklandi 1871, þá fyrst gerð að
sérstöku ríki í þýzka sambandinu.
í sambandsráðinu — Bundesrat —
m'áttu þeir hafa erindreka, en
þeim erindrekum var enginn at-
kvæðisréttur veittur.
Gegn þessu hófu jafnaðarmenn
eindregin andmæli um ait Elsass
og Lotringen. Og á ríkisþingi urðu
miklar ágreiningsumræður. Stjórn-
in neyddist til að veita þessum
héröðum, sem nú bættust eins og
nýtt ríki inn í þýzka sainbandið,
þrjú atkvæði í sambandsráðinu.
Keisarinn er æðsti lávarður iands-
ins. En undir honum stendur
iandstjóri—Statthalter—, sem að-
setur hefir í Strassburg og veitir
stjórn landsins forstöðu. Lög öðl-
ast gildi við samþykki keisarans
og trveggja þingdeilda. 1 efri þing-
deild eru skipaðir fulltrúar. Til
neðri deildar eru erindrekar kosnir
með leynilegri atkvæðagreiðslu og
almennum kosningarétti. Ekki
hafa þessir þrír erindrekar frá El-
sass og Lotringen sömu réttindi og
aðrir í sambandsráðinu. Sé um
breyting á stjórnarskrá ríkisins að
ræða, mega þeir ekkert atkvæði
greiða. Og hve nær, er svo ber við,
að afckvæði prússneskra erindreka,
að viðbættum þessum þrem,
mynda meira hluta í sambandsráð-
inu, eru atkvæðin frá Elsass og
Lotringen ógilt. Þessi lög gengu í
gildi 31. maí 1911.
Þangað til höfðu héröð þessi
enga stjórnarskrá. Ríkisþing og
sambandsráð skipuðu íyrir um
alla stjórn þar eftir geðþótta.
Sarnt höfðu þau haft erindreka á
ríkisþingi frá 1871. Landstjórarnir,
sem keisarastjórnin hafði sett þar,
voru illa þokkaðir hver fram af
öðrum og höfðu gfert samúðina við
Frakkland meiri en ekki minni.
Þeir höfðu heitið von Manteufel,
prinz Hohenlohe, prinz Munster
og Wedel greiíi. Höfðu þeir ýmist
beitt mikilli harðýðgi eða afskifta-
leysi. Hafði það ekki bætt ástand-
ið. Ibúarnir eru Suður-Þjóðverjar,
og eiga bágt með að fella sig við
rostann í embættismönnum frá
Norður-Þýzkalandi.
Keisarastjórnin hefir leitast við,
að efla iðnað í landinu. Einkum
fást rnenn þar við vefnað og kola-
gröft. Þessi iðnaðarlýður, sem hef-
ir borgina Muelhausen að þunga-
miðju, eru brennheitir lýðvalds og
jafnaðarmenn í skoðunum. Efna-
mennirnir og efri stéttirnar eru
nátengdar Frakklandi bæði að
skýldleik og trúarbrögðum. Borg-
arastéttirnar eru Þjóðverjum and-
stæðar, en fara hægt og gætilega.
Einkum hafa þeir ímugust á
þýzkri stjórn. Yinnulýðurinn er á
móti stjórninni af hagsmuna- og
félags-ástæðum. Bændur hafa lítil
afskifti af stjórnmálum, en hugur
þeirra stendur til Frakklands og
eiga blöð landsins mikinn þátt
í því.
Óánægjan var mikil í landinu og
hver ný afchöfn þýzka valdsins,
sem eitfchvað var venju fremur ó-
heppileg, var eins og olía, sem helt
var í eldinn. Dálítill bær í Elsass
heitir Zabern á þýzku, en Saveme
á frönisku. Þar eru um átta eöa
níu þúsund fbúar og prýðilega í
sveit komið, þar sem bærinn ligg-
ur við rætur Vogesa-fjalla, rétt við
skurðinm mikla milli Rínar og
Marne-fljófcsins.
í bæ þessum voru tvær herdeild-
ir, sem heyrðu til 91. herd. þýzka
fótgönguliðsins, og foringjar
þeirra. Nafn fyrirliðans var von
Reuter, og í foringjahópnum var
lautinant að nafni Forstner, ung-
ur maður rétt um tvítugt. Hann
var mjög drengjalegur útlifcs og
sökum þess kom það fyrir, að
skólabörn og drengir, sem unnu í
járnverkstæðunum þar í grend-
inni, gátu ekki á sér setið, nema
henda gaman að honum.
Það batnaði heldur ekki, er sú
saga breiddist út, að Forstner
hefði smánað framska fánann, eitt
sinn er hann var að æfa menn sína.
Lfka barst það út, að hann kallaði
nýliða frá Elsass: vöggur (wackes),
auknefni, sem þar er títt og merk-
ir: þöngulhaus og oft er notað í
gamni af fólkinu í Elsass og Lot-
ringen, sfn á milli. En sé það við-
ihaft um það af öðmm, íbregzt það
illa við. Enn fremur barst það út,
að hann hefði heitið að gefa hverj-
um manna sinna, sem felt gæti
(Fr»mh. á 3. bl&)
KAUPIÐ
Heimskringlu
Blað FÓLKSINS of FRJALSRA skoðana of elsta fréttablað Vestnr-Islendiaga
Þrjár Sögur!
og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda
oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar
kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að
bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir
kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum:
“SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖV’ “DOLORES.”
“JÓN OG LÁRA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HÚN?”
“LÁRA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL.” “BRÓÐUR-
DÓTTIR AMTMANNSINS.”
Sögusafn Heimskringlu
Þessar baeknr fást
keyptar á skrifstofa
Heimskringlu, meðan
upplagitS hrekkur.
Ehginn auka
kostnaður vi?S póst-
gjald, vér borgum
þann kostnatf.
Syhna ........................ .................... ^0.30
Bróðurdóttir amtmannsins _______________ 0.30
Dolores ............................. 0.30
Hin leyndardórosfulki skjöl_____________ 0.40
Jóa og Lira----------------------------- 0.40
Ættarewkennið ......................... 0.30
Lára —_________________________________ 0.30
Ljóevör&urim .......................... 0.45
Hver var kún?__________________________ 0.50
KyajaguB_______________________________ 0.35
Forlagaleikurnut........................ 0.50
Mórauða músin .......................... 0.50
Spellvirkjarnir ...................... 0.50
Ljóraandi Fallegar
SftUripjötlur.
kfl »ð bú» tll úr rúmábreiður —
“Cr»»y Patchwork”. — Btórt úrval
»f atórum sllki-adklippum, hentug-
»r 1 ábrelður, kodd», seeeur og tl.
—ötór “pakki” á 26c., fímm fyrir $1.
PEOPLE’S SPECIALTIES CO.
Dept 17. P.O. Box 1836
WINNIPEG
TH. JOHNSON,
Úrmakari og GulIsmiSur
Selur f IftfnfaleyfkibréL
■érstakt aUirsll valtt Hilaiva
oe TtSeJðrSun útan af laa«l.
34« Maia It. . Fhons M. MM
*■ *■ tvaawa M. «. niarllm.a
J. J. SWANSON ðc CO.
rismtsAiALAa s«
Talafaal MaAa SSTT
Omr. Partaea »4 Starry. WtaaSq ly
MARKETHOTEK
M* rrtmr tm IttrM
S »Stl a.rkrtlm
TtafSae. vtaSVar tf a*
hlyalae e«v. lalaakor ▼•ItJaiM
aaaVor lC KallStraan. MnJi
•r Sal.aSlaeaaa.
p. rc*miBu Mearti
Aral AaA«n« |. p. ftarlaað
GARLAND ðt ANDERS0N
iMriMims.
Pkaaa Mata 1M1
Wá nwtrk Raltway tkiabirs.
Talalatl: Mala Utl.
Dr. J. Q. Snidal
TAHHUEKMIR.
S14 SOHIRMT ILK.
Partaea Avaana. WXTHvmia
Dr. G. J. Gisfason
Pkyalataa ■■• l.ftui
Atkyjll raltt Aaeaa, Kyraa ae
Kr.rka ■|úk4ða>uu. Asaaat
laavortla ajSkSéaaaat »c ayy-
akarSl.
1S lutk M St, •»>< Part-a. Jt.D.
Dr. J. Stefánssoo
M1 BOTD ■CaBIKS
Maral Parta*. Ava. •* Hantn 8t.
■t*«4ar .taeSae* aae*a, ayraa,
Vf *varka-aJ4k44aaa. Mt aS fcltta
frá kl. 14 tll 1S f.fc. •* fcl. 1U1| a.fc.
Phone: Main 3188.
artaslll: 1M OMrta DL Tala O. SSIS
V4r fcSfua fallar fclr»«tr fcrvta-
•ata lyfja *( aa.Sala. K*kIS
*rt lyf.aSla y*ar klaeaS, v4r
|ir«a aaafculla itkraalin tftir
4vl«aa lukalatas. V4r ataauaa
• taa.T.lta aSataaaaa a.ljaaa
Clftlaealayfl. : : : :
COLCLEUGH 41 CO.
Nfltre ék Ikffbrvflk* Kflk
Phflifl Oátrrr MM-2191
A. S. BARDAL
aalur llkklatur «e aaaait aas 4t-
farlr. Allur 4tk4aa*ur .4 fcaatl.
■aafraaaur aalar fcaaa all.kaaar
aalaai.rarfca •■ I.*.t«lma- :
sis •■sniooKi rr.
4L nn wirmpae
AGKIP AF KEGLUGJÖO an
yaÍflittiiM I Cami*
•C (khnlduAB.
Mrer fJ«lflkyldufaSlr, <St fcv*r karl-
aiaDur aem er 18 4ra, >ta aar brazkar
þ«*n 1 byrjun stríbslns e* fcaflr Tertfc
þab slTlan, eba sem er þ«*a Dandaþjófc-
anaa eba dh&brar þjóbar, ealar tekífc
kelailllsrétt 4 fjórbunc 4r saetlon af 4-
teknu stjórnarlandl í Maaltaba, Saa-
katchawan eba Alberta. Thusiekjanlft
Terbur sjélfur afc koma 4 laadskrlf-
stofu stjórnarlnnar eba aadlrskrlfstofn
h.nnar I þvl hérabl. 1 aaafcaVI annara
mt taka land undir vissuaa skllyrbufca.
Skyldur: Sex mánaba lb4V •* rsektáa
landslns af hverju af þreaatre irum.
t vlssum hérubum *•!■> fcver lanð-
nemi fenelb forkaupsréM 4 fjór*-
un*l sectlonar meí fraaa fcaadt slna.
Verb: |3.00 fyrir hverja ekra. Skyldur:
Sex mánaHa ábúb á fcverja hlnna
nsestu þrlegja ára eftlr fcaan heflr
hlotlb eienarbréf fyrlr fcelasllisréttar-
landl sinu og auk þeso xsektah H
ekrur á hlnu selnna landl. Porkaups-
rétt&r bréf getur landneml leaeló uta
leih oe hann fær helmlllsréllarhréflV,
en þó meh vissum sklIyrfcoaA______________
Landnemt, sem feneH fcalW fcelmllls-
réttarland, en eetur akkl fea*I* for-
kaupsrétt, (pre-emptlon). »etar keyfct
helmlllsréttarland I vlssoaa áérnUuo.
VerTS: $3.00 ekran. Verlai a* búa 4
landlnu sex mánuhl af kreijt af þreaa-
ur árum, rækta 50 ekrur e* fcyggja húei
sem sé $300.00 virSI.
Þelr sem hafa skrlfafc st» fyrlr fcetm-
Ulsréttarlandl, geta unalfc laadhúna*-
arvlnnu hjá bændum I Cfcaada árW
1917 eg tlml sá relknast ueas skylda-
tlml á lándl þelrra, undtr vlvsaiu skll-
yrhum.
Þegar stjórnarlðnd er« aoglýst e*«
tllkynt á annan hátt, geta bthnkomulr
hermenn, sem verlfl hafa I fcarþjónustu
erlendls og fenglh hafa fcslharlegfc
lausn, fenglh elns dags forgangsréM
tll ah skrifa slg fyrlr belnalltsréttar-
landl á landskrlfstofu hérahslas tea
ekkl á undtrskrlfstofu). Itaoanarbréf
verhur bann ah geta sýat afcoKstofia-
stjéraaaaa.
W. W. COfcfc,
Depaty Mlnlst** tt laierlar.
SK«. sem flytja aaglýaMkent |tssa 1
fcafcodMaleyxl, tá aapfc fciijái íyrlr.