Heimskringla - 20.09.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.09.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐ6ÍÖA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. SEPT. 1917 HEIMSKRINGLA MM) Keaur At á. hTw)nM riattUtd mgefendur eg •ig»«4«r: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatSsin* í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um ártB (fyrlrfram borgab). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rátismanni blatis- lns. Pðst etia banka ávisanlr stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráísmaóur Skrlfstofa: nt gHRRIkOOKK STRKIT, WIKIIinM. P.e. Bex 8171 Tatolaal Oarry «M WINNIPEG, MANITOBA, 20. SEPT. 1917 Jól íslenzku hermannanna. Nú fer tíminn að verða naumur fyrir þá, sem hafa í hyggju að gefa í jólasjóð ís- lenzku hermannanna. Það útheimtir tölu- verðan tíma að ganga frá jóla-kössunum og koma þeim yfir hafið. Allir, sem vilja að íslenzku hermennirnir fái glaðningu héðan að heiman um jólin, ættu því að bregða við sem allra fyrst og senda gjafir sínar í her- mannasjóðinn. Eins og vér höfum auglýst áður, veitum vér með ánægju móttöku slík- um gjöfum og komum þeim til skila. Þeim Islendingum, sem þegar hafa sent til blaðsins gjafir í sjóð þenna, vottum vér hér með þakklæti vort. Verða nöfn þeirra birt í blaðinu. — Vonandi bregða nú fleiri við, áður en tími verður of naumur, og hjálpa til þess að unt verði að koma þessum fyrirhuguðu jólasendingum til hermann- anna í framkvæmd. Það þarf ekki að hvetja ástvini og skyld- menni íslenzku hermannanna til þess að senda þeim jóla-glaðningu. En all-margir Islendingar munu nú vera í hernum á Frakk- landi, sem engin skyldmenni eiga hér í Can- ada, og þeir þurfa að fá glaðningu um jólin engu síður en hinir. Markmiðið með söfn- um þessa jólasjóðs hermannanna er það, að enginn íslenzkur hermaður í skotgröfunum á Frakklandi fari á mis við að fá einhverja sendingu frá Canada um jólin. Á hersvæðum Frakklands er hætt við, að jólin verði nú ólík því, sem íslenzku her- mennirnir hafa átt að venjast frá barndómi. Þar sem ægileg barátta stendur yfir og lífið er í stöðugri hættu, getur ekki verið um mikla jólagleði að ræða. Útvist, kuldi og lífshætta stuðlar ekki að jólafögnuði. En við jólasendingarnar að heiman er þó óhætt að fullyrða að glaðna muni yfir hermönnun- um öllum. Þeir fá þá áþreifanlega sönnun þess, að hugur allra Islendinga er hjá þeim og gleymir þeim ekki. ----------— --------- Lögberg fær viðurkenningu. Það er engin nýjung, að ensk blöð minn- ist á íslendinginn Thomas H. Johnson, verka- málaráðherrann hér í Manitoba. Þetta ber við oft og iðulega, enda skipar þessi íslend- ingur háa og vandasama stöðu og er við öll helztu mál fylkisins riðinn. Og Vestur- íslendingum má vera það gleðiefni, þrátt fyrir alla flokkaskiftingu og skoðanamun, að vanalega er þessa manns hlýlega minst í enskum blöðum og ríkjandi skoðun hér- lendra manna virðist vera sú, að hann gegni störfum sínum öllum í þágu fylkisins með dugnaði og framtakssemi. — Ræða sú, er hann flutti um herskylduna hér í bænum fyrir all-löngu síðan, var birt í öllum helztu ensku blöðunum, sem út eru gefin í Winni- peg. Einnig var hún birt í báðum íslenzku blöðunum. Vottaði ræða þessi ljóslega af- stöðu T. H. Johnson gagnvart herskyldunni. Tjáði hann sig sterklega því hlyntan, að hún kæmist á og benti á það með skýrum rökum, að skylda þjóðarinnar væri að ljá stjórninni öflugt fylgi í þessu máli. Var ræða þessi svo skilmerkileg, einarðleg og ákveðin og lýsti svo sterkum þjóðræknis tilfinningum, að á var lokið lofsorði bæði meðal hérlendra manna og Islendinga. Margir munu því hafa orðið fyrir sárustu vonbrigðum hvað afstöðu hans snerti í þessu máli, þegar hið mikla “flokksþing” liberala var haldið hér í Winnipeg. I stað þess að láta til sín taka á þingi þessu og fylgja fastlega þeirri stefnu, sem hann hafði valið sér, kaus hann þann veginn, að sitja hjá með þögn og þolinmjæði—þegar þing þetta var að efla til öflugs fylgis með þeim leiðtoga, sem margsinnis hefir tjáð sig andstæðan herskyldunni (Sir Wilfrid Lauri- er). Þessi einkennilega þögn íslendingsins, T. H. Johnsonar, við annað eins tækifæri, er lítt skiljanleg. Nú gafst honum þó sannar- lega kostur á að sanna fylkisbúum yfirleitt, að honum hefði verið full alvara í ræðu þeirri, er hann hélt um herskylduna skömmu fyrir þingið. En þessu var ekki að fagna. Einhverra orsaka vegna sá hann sér nú þann kost vænstan, að sitja hjá þegjandi, þegar liberalar fylktust utan um þann mann, sem verri er en gagnslaus í í öðru eins máli og þessu. Að þola annað eins orðalaust, var ekki í samyæmi við stefnu þá, er herskyldu- ræða T. H. Johnsonar vottaði. Skoðun flestra mun þó vera sú, að þetta sé enn stefna hans. Og á laugardaginn var birtist frétt í blaðinu “Telegram” hér í Winnipeg, er bendir til þess, að svo muni vera. Segir frétt þessi frá því, að ef til vill verði hægt að mynda samsteypustjórn á undan komandi kosningum og séu líkindi til að í stjórn þeirri verði þessir liberalar: Hugh Guthrie, Arthur L. Sifton, John M. Godfrey og annað hvort Thomas H. Johnson eða Hon. Edward Brown héðan frá Manito- ba. Næg líkindi eru talin þess, að allir þess- ir menn séu samsteypustjórn hlyntir, en þó sagt, að full vissa í þessu fáist ekki fyrri en conservatívar séu búnir að halda undirbún- Enn fremur segir blaðið um T. H. Johnson: ingsfund (caucus) í byrjun þessarar viku. “En viðvíkjandi T. H. Johnson gegnir mestri furðu, að þó hann telji sig styðja her- skyldu, er hans íslenzka málgagn í Winni- peg, blaðið “Lögberg”, sterklega andvígt henni og fylgir Laurier fastlega að málum.” Svo hljóða þessi orð og af þeim geta ís- lenzkir lesendur séð, að blaðið Lögberg hef- ir nú fengið mikilsverða viðurkenningu eins enska blaðsins hér fyrir öfluga þátttöku í málum þjóðarinnar og drengilegan stuðning við Frakka-foringjann í Quebec. Alleinkennileg verður afstaða Islendinga í þessu ljósi, sem hér er brugðið upp: Islend- ingurinn Thomas H. Johnson velur sér vissa stefnu, en “málgagn hans” á meðal íslend- inga, blaðið Lögberg, fylgir gagnstæðri stefnu. Eftir þetta er ekki ólíklegt, að margir enskir hér verði þeirrar skoðunar, að blaðamenskan íslenzka sé emstök í sinni röð og íslenzkir þingmenn alt annað en kröfu- harðir gagnvart blöðum sínum. Af þessu að dæma er íslenzkum þingmönnum í léttu rúmi, hvort þeir hljóta fylgi kjósenda eða ekki—úr því þeir láta sig litlu skifta um fylgi blaða sinna. Hjá öðrum þjóðum dansa limirnir eftir höfðinu, en eftir þessa frétt ensks blaðs um T. H. Johnson og “málgagn” hans hljóta enskir borgarar þessa lands að verða þeirr- ar skoðunar, að hjá íslendingum sé “höfð- inu” bókstaflega sama, hvernig “limirnir” dansi. Það er enginn norrænn hetjuandi eða ís- lenzkur víkingablær yfir þessari einkenni- legu afstöðu Canada-Islendinga í herskyldu- málinu. Vestur-Islendingar hafa litla ástæðu til þess að gleðjast yfir þessari viðurkenningu, sem blaðið þeirra, Lögberg, hefir nú fengið hjá enskri þjóð. Söguna hefði þó mátt segja að mun ná- kvæmar og betur. Það hefði mátt bæta þvf við, að eftir að herskyldan komst á, hefði blaðið Lögberg lofað upp á sína æru og trú að segja ekki eitt orð á móti henni framar! Þá hefðu enskir getað fengið þá hugmynd um Islendinga, að þeir væru löghlýðnir og góðir borgarar. Sömuleiðis hefði enskuip þá orðið ljóst, að Islendingar væru allra manna ráðsnjall- astir, — því undir þessum kringumstæðum var ómögulegt að velja heppilegri veg til þess að komast hjá öllum vandræðum, en að j þagna! T-----------------------------------------* Atfarir Þjóðverja. Þjóðverjar hafa ekki látið neitt vopn ó- notað í stríði þessu. Daglega koma í ljós nýjar sannanir um sviksemi þeirra, lygar og undirferli. Þeir hafa setið á svikráðum í löndum hlutlausu þjóðanna við alla, sem þeim hefir fundist draga taum bandaþjóð- anna. Hvar sem þeir hafa verið staddir, hafa þeir reynt að stofna til æsinga sér í vil og að hleypa öllu í bál og brand. I Banda- ríkunum, Mexico og Argentinu — í öllum þessum löndum hefir framkoma Þjóðverja verið sú sama. Hingað til hafa siðaðar þjóðir þessa heims af ítrasta megni reynt að koma sér saman um ákveðin alþjóðalög og viljað halda þau. Öll slík lög hafa Þjóðverjar fótum troðið síðan styrjöldin hófst og virt þau að vettugi. Þeir hafa sökt stórum farþegaskipum úti á reginhafi án minstu aðvörunar og þannig drekt saklausum konum og börnum. Kaf- bátahernaður Þjóðverja er ekki hernaður nftina siðaðra þjóða, það er grimdarþrung- inn og æðistryltur hernaður villimanna. Bandaríkin hafa nú leitt í Ijós samsæri Þjóðverja og Svía í Argentinu og Mexico. Hafa sendiherrar Svía í báðum þessum ríkj- um látið blekkjast af lygabrellum þýzku I sendiherranna og orðið verkfæri í höndum þeirra. Sænska stjórnin heima fyrir, er nú að reyna að hreinsa sig af þessu, en gengur það illa. Enda er alheimi löngu orðið kunn- .ugt að aðallinn og hinar auðugu stéttir í Svíþjóð hafa verið Þjóðverja megin, síðan stríðlð hófst. Alþýðan þar og hinar fátæk- ari stéttir eru þó sagðar að hafa verið banda- þjóðunum hlyntar. Samsæri sænska konsúlsins í Argeninu og Luxburg greifa, þýzka konsúlsins þar, voru brot á öllu réttlæti gagnvart Argentinu. Þjóð þessi var hlutlaus í stríðinu og menn þessir voru gestir hennar og til þeirra borið bezta traust. Gestrisni þessarar þjóðar launa þeir með því að tilkynna þýzkri stjórn siglingar skipa hennar, sem svo er sökt án minstu miskunar af kafbátunum þýzku. Eitt skeyti Luxgburg greifa, sem sent var þýzku stjórninni, hljóðar á þá leið, að þeg- ar skipum Argentinu manna væri sökt, mættu engin merki sjást eftir þau (must be trace- lessly sunk). Þetta getur enga aðra þýð- ingu haft, en að ekki dugi eingöngu að sökkva skipunum, heldur verði einnig að drekkja öllum farþegunum, svo hvarf þess- ara skipa verði eftir á öllum hulinn leynd- ardómur. Hefði einhver af óvinaþjóðum Þjóðverja átt hér hlut að máli, þá var þetta ekki annað en við mátti búast, þegar grimdaræðið þýzka nær sér einhversstaðar niðri, — en af því hér var um skip óháðrar og hlutlausrar þjóð- ar að ræða, verður önnur ems grimd og mannvonzka öllum hinum siðaða heimi með öllu óskiljanleg. Að sænskur konsúll skyldi bendlast við þenna dýrslega manndrápshug Þjóðverja, hangir nú eins og ægilegur og kol- svartur skuggi yfir stjórn Svíþjóðar. •i----—■ -————.........................♦ Kosningalögin samþykt. Kosningalögin hafa nú verið samþykt af neðri málstofu þingsins, eftir mesta þjark og deilur. Eins og vænta mátti, veittu liberalar frumvarpi þessu alla þá mótspyrnu, sem þeir áttu kost á. Þeir leiddu fram alla sína mál- snjöllustu ræðugarpa tii þess að andmæla því og öilum gerðum stjórnarinnar yfirleitt. En öllum þessum ræðum þeirra var rækilega svarað af þingmönnum stjórnarinnar. Rúm- ar tuttugu ræður voru haldnar í alt út af frumvarpi þessu áður það komst í gegn um neðri málstofuna. Hnútum, sem meira og minna voru per- sónulegs eðlis, var oft og tíðum kastað á milli. Sir Wilfrid Laurier fékk þá hnútu, að vera með afstöðu sinni valdur að uppþotun- um í Montreal og að óróaseggir þeir og spellvirkjar, sem þar hefðu komið fram, væru fylgismenn hans og skoðanabræður. Bar þá við sá sögulegi atburður, að í fyrsta sinni í mörg ár stóð Sir Wilfrid á fætur til að henda á lofti persónulegar hnútur. Vana- lega hefir hann látið þær á sér skella eða fram hjá sér fara, en nú þoldi hann ekki mátið lengur. Flestum mun þó hafa virst svar hans all- bágborið og þótt honum farast hnútukastið til baka all-óhönduglega. Var svar hans eitt- hvað á þá leið, að ekki væri það hans sök þö illræðismenn og óróaseggir hefðu gerst fylgismenn hans — því glæpamenn væru í hveru mannfélagi! Ekki er þess getið, að Þetta svar Lauriers hafi fengið mikið lófa- klapp á þingi, enda er það ólíklegt. En mest var í það varið, að frumvarp það komst í gegn þrátt fyrir þann mikla mólbyr, sem það fékk. Við lög þessi er loku fyrir það skotið að útlendingarnir, sem lítið eða ekkert vit hafa á landsmálum hér, styðji einhvern vissan flokk til valda án þess að hafa það markmið fyrir augum, að efla þátttöku þjóðarinnar í stríðinu. Leitt var að vísu að greinarmun skyldi þurfa að gera á atkvæðisrétti brezkra kvenna og mun flestum virðast að konur hefðu í þessu máli átt að sæta fullum jafn- réttindum við karlmenn. En svo ber að taka til greina ástæður stjórnarinnar fyrir að þetta var ekki gert. Otal margt annað verð- ur að breytast í lögum landsins, áður en kon- ur geti fengið full jafnréttindi við karlmenn í öllum málum, — sem stjórnin sá sér ekki fært að fást við á yfirstandandi stríðstímum. Vilji stjórnarinnar er þó augljós, að veita konum atkvæðisrétt til sambandskosning/ við fyrstu hentugleika. Kosningalögunum nýju hefir verið fundið það til foráttu, að þau geri sámsteypustjórn ómögulega. Ekki virðist þetta þó hafa við mikil rök að styðjast. Núverandi stjórn, sem fyrir kosningalögum þessum stendur, hefir margsinnis sýnt vilja í að koma á sam- steypustjórn, en liberalar hafa barist á móti þessu. Það eru þeir, sem eru upphafsmenn að allri þeirri sundrung og ósamlyndi, sem nú ríkir í Iandinu. Að stjórnin sigrar í eínu máli, ætti að stuðla að sigri hennar í öðru. Fjallagrös í hrúgum. Steingrímur læknir Mattiiíasson á Akureyri kom nýlega, ásamt Jón asi lækni Kristjánssyni á Sauðár- króki, landveg að norðan, og fóru l>eir Kjalveg. Yoru þeir að eins 3 daga norðan úr Skagafirði suður til Reykjavíkur, kiom'u á bíl frá Þingvöllum. Þeir fengu bezta veð- ur og láta vel yfir ferðinni og munu fara Sprengisand nörður aftur. — Steingrímur læknir segir svo frá landkostum á Kili: Gott á-Kili. Veður ágætt og fög- ur fjallasýn. Hveravellir eru ger- semi. Hiveraskálarnar eins og úr skínandi alabastri eða marmara. Grasiflötini í kring eins og meðal- tún—tjaldstaður útvaiinn og hag- ar 1 bezta lagi. 1 ihverunum bullar og sýður með drunum og dynkjum (Ötskurhólshver), en enginn þeirra gýs sérlega hátt. — Magnús sálar- háski gat ekki valið sér betri stað til útilegu — og var klaufa- skapur hans, að ekki tókst matar- suðan betur. Hér væri vel í sveit komið sumarsælustað fyrir ferða- menn og sportmenin. Jöklar og fjöll til beggja handa til að klifa upp á og kynna sér útsýnið yfir landið — og þjóðvegurinn um landið þvert, mundi verða allfar- inn af ríðandi mönnum sem gang- andi, ef þarna væri áfangastaður viss. En ^yferjan yfir Hvítá þyrfti þá að vera vissari en nú. Reglan á að vera, að ferja sé sitt hvoru meg- in, svo ferðamenn geti bjálparlaust ferjað sig. I þetta skifti hafði ein- hver óregluseggur farið um suður yfir og skilið eftir báðar ferjurn- ar þeim rnegin. Urðum við því að sundríða og er sá kostur illur, ef veður er ekki í bezta lagi, og getur vel ihlotist slys af, ef ekki er um því betri hesta að ræða. Kjölur er alt of lítið farinn nú orðið, því leiðin er skemtileg, margt að sjá. Einkum einkennilega fall- egt við Hvítárvatni; skriðjöklarnir steypast sem gey-sistórar, breiðar elfur niður í vatnið og dreifa út um það drifhvítum borgarís. Fjöldainargir inosavaxnir götu- troðningar sýna, að hér hefir verið fjölfarin leið í fornöld, eins og lfka sagan kennir. Þá lá þjóðbrautin gegn um lanidið þvert, nærri hjarta landsins. Nú er þjóðbrautin í rauninni komin út úr landinu, og í rauninni ekki þjóðleg lengur. Og ömurlegt að hugsa til margra góðra manna og kvenna, sem verða að hýrast í sjóveikisspýju með ó- gleði niðri í þröngum og diimmum lestarrúmum á skipum, f stað þess að njóta heilnæmi loftsins í þessum frjálsa fjallasal. Tvent var það, sem mig undraði mest uppi á hálendinu, inni í land- inu miðju, og það var, hve víða er grösugt og ágætir hagar, nógir lianda þúsundum fjár. Og hitt, hvé mikið þar er af fjallagrösum. Strax þegar upp kemur úr Skaga- fjarðardölum, og alla leið suður að Gullfossi, ríður maður alt af annað veifið tímunum saman gegn um mórauðar breiður af grösum, sem liggjaþar f svo þéttum lögum, að hvar sem drepið er hendi nið- urð fæst lúkan full af góðum grös- um, nærri því hreinum. Hér er hægðarleikur að tína tunnupok- ann fullan á fáeinum klukkustund- um, sem áður var gott dagsverk. Eftir rannsóknuin efnafræðinga að dæma, virðast fjalliagrös hafa svip- að næringargildi og hrísgrjón. Þeg- ar grjónin nú eru orðin jafndýr og kunnugt er, virðist það í rauninni undarlegt að vera að seilast eftir hríisgrjónum til Yesturheims, og á- litamál, hvort landstjórnin gerði ekki rétt í því að senda leiðartgur upp f Kjalarhraun eftir fjallagrös- um. að gæti að minsta kosti orð- ið til mjöldrýginda, ekki sízt sam- an við blóðmör í haust. — Eins og nú er farið að fleyta trjáviði, til að spara flutningskostnað, niður árn- ar, eins inætti fleyta grasapokun- um niður Hvítá, að minsta kosti Dodd's Nýrna Pillur, góðar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna og gigt, bakverk og sykurveiki. niður að Gullfossi. Þotta er að mihsta kosti íhugunar vert. Menn ættu að taka aftur upp ferðir um fjallvegu landsins. Skóla- piltar, kaupafólk og síldarvinnu- fólk ætti að slá sér saman í hópa og fara ýmist ríðandi eða gangandi um þessar fornu þjóðbrautir. Tjald þurfa menn að hafa með sér, með* an ekki eru komin sæluhús á Hveravöllum og víðar. Hvað Kj-al- veg snertir, þá er Hvítá þar eina torfæran, annars glöggar og greið* ar götur.—Lögrétta. Ræða séra Gordons. Séra C. W. Gordon (“Ralph Oon- nor”), rithöfundur og prestur, hélt j ræðu um stríðið á sunnudags- , kvöldið var í St. Stephens kirkj- j unni hér í bænum. Hann er nú j herprestur, og ihefir verið í ferða- lagi um Bandaríkin í undanfar- andi vikur. Mintist hann á þetta ferðalag í þessari ræðu og sagðist víða hafa orðið var við það syðra, að þar sé þátttaka Canadaþjóðar- innar í stríðinu í hávegum höfð. Undii’búning allan kvað hann eiga sér stað í Bandaríkjunum í stórum stýi og myndi þess ekki lengi að bíða að merki hans myndu koma 1 ljós. Aðal efni ræðu séra Gordons var þó um afstöðu Canada þjóðar- innar í stríðinu. Meðal annars komst hann á einum stað að orði á þessa ieið: “Herskyldan er nú óumflýjanleg fyrir Oanada. Þetta er eina ráðm- ing gátunnar, sem fyrir oss liggur. Reynslan er að kenna oss sem öðr- um lýðfrjálsum þjóðum, að eitt- hvert annað vald en einstaklingur- inn sjálfur verði að ákveða ihver lafstiaðia hans gagnvart stríðinu eigi að vera. Ef Canada er 1 stríði, eiga allir einstaklingar þjóðarinn- ar að vera í stríði. Starf karla og kvenna 'hér heima fyrir stuðlar að því að sigur fáist — þegar allir leggjast á eitt til stuðnings þeim vösku drengjum, sem nú eru í her- inn gengnir. -----Að eins undir stjórn sameinaðra fiokka getum vér leitt fram með fullum kraftt afl það, sem Cahada þjóðin á í sér fólgið. Hverjir geta verið að hugsa um einhvern sérstakan flokk nú, þegar þjóðin er í hættu stödd og synir hennar að fórna lífi og blóði fyrir liana? Hverjir geta verið að hugsa um eigin hagsmuni og met- orð á öðrum eins tímum? — Að minsta kosti höfum vér ástæðu til þess að vera stórlega ])akklátir fyrir eitt og því má ekki gleyma. Þar sem núverandi forsætisráð- herra Canada er, á þjóðin imann með göfugum þjóðræknisanda, sem viljugur er að fórna sjálfum sér í þarfir lands og þjóðar. Og þetta er eitt af þvf, sem skapar oss von í brjósti. Vér erutm aðfinningar- samir oft og einatt, en með sjálfum oss hljótum vér iþó að vera þakk- látir gagnvart þeim mönnum, sem alls ekkert gera annað en það, sem stuðlar til þess að efla málstað lands og þjóðar.” HAFIÐ ÞÉR B0RGAÐ HEIMSKRINGLU? Skoðið litla miðann á yðar — hann segir til. blaðinu “ÉG A LlF MITT AÐ ÞAKKA GIN PILLS” Allir, sem þjást af nýrna efta bló'ð sjúkdómum ættu ab lesa eftirfylgjandi bréf frá manni í Port Mid- way: “Eg var um eitt skeiC svo þjáftur af nýrna og blöíSru sjúkdómum, aö eg gat ekki á fótum staöift. Eg gat ekki farib a?5 heiman án fylgdar. Son- ur minn ráblagöi mér at5 brúka Gin pills, og eftir fyrstu tvær þrjár inntök- urnar fékk eg viöþol Eg hélt áfram aö brúka’þær, þar til eg varö albata. Eg á líf mitt aö þakka Gin Pills. YÖar meT5 viröingu, P. M. Kempton.’> 50c. askjan, et5a 6 öskjur fyrir $2.50 hjá öllum lyfsölum, et5a sendar frítt til reynslu frá NATIONAL DIiUG & CHEMICAL CO. OF CANADA, LIMITED Torono, Ont. Dept. “J” KIDNEYV

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.