Heimskringla - 25.10.1917, Qupperneq 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. OKT. 1917
— 1 1 .......
Tákn tímanna.
Eftir síra F. J. Bergmann.
«■....... - —■
Argentínumenn reiSir.
Stjórnin á Þýzkalandi hefir lýst
yfir í vanalegum stjórnar orð-
tækjum óánægju sinni með þá svik-
eamlegu hernaðaraðferð gegn kaup-
akipastól í Aregntínu, sem Luxburg
sendiherra hélt fram. Ekki er að
sjiá, að sú opinbera yfirlýsing hafi
gert Argentínumenn mikið mildari
í skapi til Þýzkalands. Alþýða
manna er þar enn óvenju gröm út
af þeim ósóma, eftir því sem allar
fregnir segja.
Stjórn Argentínu boðaði her-
skipaflota sinn út. Landherinn
var líka látinn búast til að vera til
taks, hve nær sem á þyrfti að
halda. Skipan þessi til herliðsins
var fóðruð xnieð því, að verkamenn
við ellefu járnibrautir höfðu gert
skrúfu og var því talið sjálfsagt að
hafa herliðið til taks.
En öllum mun um það kumnugt,
að »á fiskur, sem þar lá undir
ateini, var sú hugsan, að þá og þeg-
ar kynni að slitna upp úr með
Argentínu og Þýzkalandi alveg.
Neðri -málstofa þings Argentínu-
manna studdi í þessu efni 15. sept-
emlber samþykt, sem efri málstof-
an, senatið, þegar hafði gert, og
ekar úr um það með atkvæða-
greiðslu, að siíta skyldi samibandi
við Þýzkaliand. Voru 53 með
þeirri samþykt en að eins 18 á
móti.
Þrátt fyrir þessa samþykt Argen-
tínu-þingsins, sló forseti Irigoyen
þvf á frest, að gera opinbera yifir-
lýsingu þess, að sambandsslit væri
þegar orðin með Þýzkalandi og
Argentfnu. Ef til vill hefir það
verið til þess, að rannsaka betur
sendiherra-svikin þýzku og finna
um leið enn brýnari ástæðu til
Bambandssliita.
Það er nú verið að rannsaka
mieira en 400 sæsímskeyti, sem send
voru og tekið við af sendiherra-
skrifstofunni sænsku. Hafa þau
farið þýzku stjórninni á milii og
erindreka hennar hér með tilhjálp
Svíanna. Nú er verið að leita þar
að rökum íyrir þýzku samsæri gegn
hlutlausum þjóðum.
Hernaðarhugur með þeim þjóð-
um í Suður-Ameríku, sem eru af
8pánversku bergi brotnar, er engu
minni en í Argentínu. Þingið f
Costa Rica hefir samþykt þá stjórn-
arathöfn, að gera sambandsslit við
Þýzkaland.
Sömuleiðls hefir Peru sent Þýzka-
landi síðasta boðskap, og kraifist
þess, að innan átta daga yrði
Þýzkaland að gera fullnægjandi
boð um bætur fyrir skipið Lorton,
eern sökt var.
Bæði Paraguay og TJruguay eru
að velta fyrir sér sambandsslitum
við Þýzkaland. í Uruguay ganga
þingmenn f fjöimennri ögrunar her-
göngu, sem borgarbúar tóku ai-
mennan þátt í, tii að láta í ljós
gremju sfna við Þjóðverja.
Þjóðverjum hefir tekist með svik-
um og hermdarverkum að koma
því til leiðar, að nær því öll Suður-
Ameríka er orðin fjandsamleg f
þeirra garð.
Miðveldin og friðartalið.
Kanzlarinn þýzki, dr. Michaelis,
neitaði, eins og kunnugt er orðið,
ttð koma fram með nokkura friðar-
skilmála af hendi Þjóðverja. 1
svari Miðveldamna til páfans var
ymprað á þvf sem friðarskilyrði, að
þjóðirnar legði hervæðingar niður
og þeim væri gert að skyldu, að
leggja ágreiningsmál sín í gerðar-
dóma. En þýzku kröfumar til
Janda og skaðabóta em enn faldar
duiarfullum reifum, sem enginn
kann að leysa.
Kanzlarinn tók fmm, að ástæðan
til þess, að ekki væri gjörlegt að
leggja fram ifriðarskilmála af
Þýzkalands hálfu væri sú, að það
niyndi binda hendur Þjóðverja,
þegar til friðarsamninga kæmi.
Keisararnir eru báðir mjög þag-
mælskir um þessi eíni, eigi síður
en hinir kornu málsvaiar þeirra.
Þetta vekur afar-mikið og almept
friðar-grufl bæði á Þýzkalandi og
í Austurríki og Ungverjalandi.
Annars vegar sker blað eitt á Ung-
verjalandi, er stendur f sambandi
við sjálfsstæðisflokkinn þar, upp
úr með, að “Wilson forseti eigi skil-
ið að fá þakkir hvers einasta ein-
lægs friðarvinar fyrir það hug-
rekki, er hann hafi sýnt í svari
aínu.”
Maximilian Harden, frægasti mað-
urinn í hópi sjálfstæðra ritstjóra á
Þýzkalandi, viil þrýsta Wilson for-
»eta til að koma á vopnahlé þegar
í stað, þar sem tónnimn í svari
Þjóðverja tfl Páfans hafi opnað leið
til bráðra friðarsamninga. Hins
vegar stendur hinn svo nefndi
flokkur frjálslyndra þjóðemia
manina.
Miðnefnd þess flokks samþykti
yfiriýsingu nýlega, sem heimtaði
ríflegar skaðabætur, og er andvíg
því, að mál ð um Elsass og Lotrin-
gen sé nokkuð tekið til greina.
Yifirlýsing þessi velur rfkisþings
meiri hlutanum hrakyrði fyrir að
afsala sér tilkalli til landaukn-
lnga. Sömuleiðis er .hún því and-
víg að þingræði sé leitt í lög á
Þýzkalandi. Það er ekki ofsögum
af því sagt, að sá flokkur á Þýzka-
landi beri ekki nafn mreð rentu.
Þó hann skreyti sig þessarr' frjáls-
lyndis einkunn, er hann kendur
við argasta afturhald síðan á dög-
um Btemarcks.
Mikið er talað um, hvað gera
skuli við Belgíu. Það hefir kvisast,
að Þýzkaland sé til m'eð að hverfa
frá hugmyndinni um, að slá eign
sinni á Belgíu. En Þýzkaland vill
hafa tögl og hagldir í fjárhagsmál-
um landsins, og að flæmski hlut-
inn af Belgíu sé fráskilinn þeim hér-
uðum, sem Yallúnar búa í.
Ekkert vita menn samt með
vissu um þetta. Og ekki vitnast
neitt að líkindum, meðan bundið
er fyrir munn kanzlarans í þessu
efni. En nú er óánægjan með
hann orðin svo megn, bæði fyrir
J>essa þögn og fyrir framkomu hans
í sambandi við uppreist þá er ný-
verið átti sér stað á þýzkum ber-
skipum, sem hann vildi skella allri
skuld á jafnaðarmenn fyrir, að þvf
er spáð, að hann muni bráðlega
verða til þess neyddur, að segja af
sér. Sá hefði þá ekki farið neina
frægðarför í kanzlaraembættið.
Enda var því spáð, er hann tók
við þvf, að hann myndi þar ekki
verða langlífur.
Á þlngi jafnaðarmanna í Wur*-
burg lét forseti jafnaðarmanna-
fiokkins, Herr Ebert, í ljós, að
bráður friður væri verkamönnum
allra landa Iffsnauðsyn og að járn-
glófahnefinn steytti myndi hverfa
úr sögu, jiegar þessar hernaðar-
hörmungar væri um garð gengnar.
“Fæi'i atkvæðagreiðsla fram þann
dag f dag,” bætti hann við, “myndi
níu-tíundu hlutar þjóðarinnar
fallast á friðarsamninga.”
Herr Scheidemann, annar jafnað-
armanna foringi, talaði þar um, að
ráðherra herflotarnálanna, Capelle,
varð að segja af sér, sakir uppreist-
arinnar á herskipunum þýzku, en
tók frarn, að um það væri eigi unt
að tala opinberlega eins og stæði.
“Sannleikurinn er,” sagði hann,
“að ef þeir ætluðu sér að handsama
alla, sem riðnir eru við álíka at-
burði, yrði þeir að höfða mál gegn
300 mann.s 'samtímis. Hvern dag
koma hermenn til vor, með kærur,
og vér höfum opnað sérstaka skrif-
stofu til að rannsaka þær. Aðal-
atriðið er að ta)a ekki eða rita um
meinbugina, heldur berjast gegn
þeim.”
Ef ailir, sem opnað hafa þegar
augu sfn á Þýzkalandi fyrir þeim
meinbugum og annmörkum, sem
eru á högum þjóðarinnar, som
kippa l>arf í lag áður hún kemst
út úr ófærunum, er hún hefir verið
dregin út í, færi að taka saman
höndum og gera eitthvað af viti,
myndi fljótt fara að rofa til.
Á Balkanskaga.
Hernaður í Makedoníu hefir leg-
ið niðri og alt verið aðgerðalaust
mánuðum saman undaníarið, að
svo miklu leyti sein almenningur
hefir fengið vitneskju um. En ný-
lega hafa þess verið einhver merki,
að þar ætti að fara að sýna ein-
hverja rögg af sér og væri vissulega
mál til komið. Herinn, seim þar
hefir verið, virðist hafa brostið
bemaðar áhöld og sökum þess ver-
ið aðgerðalaus.
Nú er talað um, að koma eigi
fallbyissum og skotfærum til þeirra,
svo að alt verði í góðu lagi. Þá
bætir Grikkland herliði sínu við
þann herafla, sem aðrar þjóðir hafa
þar, og ætti þá eitthvað að verða
ágengt. Eitthvað af herliði Grikkja,
sem alt mun vera um 300,000 manns,
er þegar farið að berjast gegn Búl-
görum á Norður-Grikklandi.
Lengra vestur á bóginn eru ítalir
að hrekja fylkingar Búlgara á bak
aftur í Albaníu. Frakkar hafa
brotist gegn um fjalliendið vestur
af Monastir.
Italir hafa dálítið herlið í Make-
doníu en meginið af ítalska herlið-
inu á Balkanskaga, sem sagt er að
vera muni nálægt hálfri miljón
manna, er í Albaníu, milli Hadría-
hafs og Serbíu. En þetta herlið hef-
ir tekið mjög lítinn þátt í orustum,
en látið sér nægja að halda og hafa
heraga yifir miðhluta og suður-
hluta Albaníu.
Sú íregn kemur frá Aþenuborg,
að samningar hafi tekist með
Grikklandi og ítalíu, að allra
syðsta 'hluta Ailbaníu, l>ar sem all-
ur fjöldinn af fbúum er Grikkir,
skyldi ítalir láta heriið sitt yfir-
gefa og fá Grikkjum í hendur.
Það er vonandi, að eitthvað fari
fljótlega að gerast á Balkanskaga.
Þeim herafla, sem þar er, virðist ekki
ofætlan að brjótast eitthvað áifram.
Gæti það komist svo langt, að slfta
tengslin mifli Berlfnar og Mikla-
garðs með því að ná á sitt vald
nokkurum hluta járnibrautarinnar
miklu, som færir Þjóðverjum stöð-
ugt afar miklar afurðir að austan,
em Iíkur til að bráðlega færi að
kreppa meira en lítið að Miðveld-
unum.
Kafnökkvahernaðurinn.
í seinni tíð befir skipum töluvert
farið fækkandi, er sökt hefir verið
af kafbátum Þjóðvei'ja, þó einlægt
sé það nokkuð. Vikuna, sem end-
aði 23. sept., var tala þeirra einna
lægsit. Þrettán kaupförumi, 1600
smálestir eða meira að stærð, var
l>á sökt og tvcim minni skipum.
Að sönnu var tala stórra skipa
nokkuð imeiri en næstu viku á
undan, þó hún sé langt fyrir neðan
meðallag. En litlu skipin höfðu
aftur verið miklu hepnari en áður.
Hættan 'af þessum kafnökkvahern-
aði Þjóðverja hefir einkum verið
mikil í Miðjarðarhafi upp á sdð-
kastið.
Sjö stórum og flmm litlum
frakkneskum skipum var sökt
þessa tilteknu viku af kafbátum
og sprengiduflum og ítalir mistu
eitt gufuskip og sex seglskip. Bret-
ar mistu einn tortímara í Errnar-
sundi og var fimtfu manns af skips-
höfninni bjargað. Og nú alveg ný-
verið (15. okt.) hafa Bretar mist
vopnað beitiskip, Champagne, er
sökt var af þýzkum kafbát, og
mistu fimm yfinnenn og fimtíu há-
setar lífið. Sömuleiðis er álitið að
sprengidufla veiðiskipið Begonia
hafi farist með manni og mús af
sömu ásitæðu.
Hæittan virðist vera ofurlitið f
rénan sökum þess að stöðugt er
verið að finna ný og ný ráð. Ekk-
ert ráð hefir enn fundist til þess
beimt að verða kafbátunuin að
grandi, svo það ekki svari kostsn-
aði lengur að halda þeim út. Sarnt
má þess geta, að e'inmitt nú kemur
frétt um, að Frakkar hafi eytt
tveim þýzkum kafbátum síðast í
septeimber mánuði í vesturhluta
Miðjarðarhafs.
*
Skipastóll Bandaríkja.
Stjórn Bandaríkja hefir nú i
þjónustu sinni 458 skip, til samians
2,871,359 smáiestir að stærð. Samt
sem áður felaist ekki í tölu þessarri
117 þýzk og austurríksk skip, sem
tekin hafa verið lögtaki síðan
Bandaríkin skárust í stríðið.
Stjórnin er nú að láta smíða 353
timiburskip, 58 skip bæði úr timbri
og stáli, og 225 skip úr járni.
Þegar öll sú iskipagerð, sem nú er
fyrirhuguð, hefir verið framkvæmd,
hafa Bandaríkin umráð yfir 2,100
skipum, til samans 14,500,000 smá-
lestir að stærð. En það verða ein
tvö ár þangað til þessarri tölu
verður náð, og þá verður sjálfsagt
búið að sökkva nokkuru, af kaf-
bátum og sprengiduflum. En mik-
ill fjöldi þessarra skipa hleypur af
hlunnum á næstu mánuðum. En
þetta merkir það, að áður en sam-
herja þjóðirnar fara að lfða nokk-
urn verulegan baga af skipaskorti,
srvo að hemaðarstörf þeirra hafi
tjón af, ineð því að nauðsynlegir
aðflutningar heftist, verða ame-
rísku skipin tii taks, til að ibæta
úr því sem á vantar og miklu meira
en það.
Siglinganefnd Bandaríkja hefir
birt áætlan um skipsrúm til flutn-
inga um höfin, sem nú er til í heim-
inum, eins og var snemma í septem-
ber. Bretland :hið mikla á línuskip
í förum, 4,860,000 smálestir að stærð
eamtals og algeng flutningsskip
(tramps) 8,540,000 ismálestir að
stærð, og eru öll þessi skip í förum
á Atlanzhafi. Þes3 utan hafa Bret-
ar skip í förum á Kyrrahafi, sem
til isamans er.u meira en ein miljón
smálestir að stærð.
Skipastóll allra lianda heimsins,
sem nú er í förum á Atlanzhafi
reiknast þessarri nefnd að vera
25,500,000 smálestir að stærð. En á
Ivyrraihafi 5,500,000 smálestir. Hér
eru ekki talin með strandferðaskip
og eigi heldur skip í förum innan-
lands á vötnum og ám, sem sam-
herja þjóðirnar eiga. Eigi eru held-
ur talin skip, sem bundin eru á
höfnum Miðveldanna, og eru einar
5,000,000 smálestir samtals, meira
eða minna.
Stjórn Bandaríkja hefir lcomið til
leiðar allmikilli lækkun í flutn-
ingskostnaði og farmgjaldi fyrir
hernaðaráhöld. Á Atlanahafi er
nú fanngjald fastákveðið fyrir þess
konar flutning frá $8 til $13 fyrir
hverja smálest. Er það 65 til 75 á
hverju hundraði lægra en áður
áfcti Sér s að, svo ]>að er rneira en
lítill munur.
írska ráðstefnan.
Eins og kunnugt er, sitja allir
helztu menn íra á ráðstefinu til að
leitast við að koma sér saman um
það stjórnarskipulag, er bentugast
væri og þjóðin gæti gert sér að
góðu framiveigis. Uppihald var um
tíma. En 25. september kom þing
þetba saman aftur, eftir alflanga
hvíld, í bænum Cork á írlandi.
Borgarráðið þar sá þingmönn-
um öllum fyrir sæmilegum ibúlstöð-
um og lét þá vera gesti sína. Var
þeim yfirleitt tekið af miklum
fagnaði af borgarbúum. Samt sem
áður á frska leyinifélagið Sinn Fein,
sem neitaði að eiga nokkurn þátt í
þingi þessu, fjarska marga fylgis-
menn í bænum Cork og á lands-
bygðini þar í grend.
Sá heitir Sir Horace Plunkett,
sepi er forseti þings þessa. En all-
(Framhald á 3. bls.).
ALLIR DAGAR ERU
PURUY-HVEITI DAGAR
hjá þeim, sem að eins eru ánægðir
með ljúffengustu kryddkökur og
bezta brauð.
PURITV
FLOUR
"MORE
BREAD
AND
BE.TTER
BREAD”
KAUPIÐ
Heimskringlu
Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-lslendinga
Þrjár Sögur!
og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda
oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar
kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að
bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir
kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum:
“SYLVIA.” "HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖL.” “DOLORES.”
“JÓN OG LARA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?”
“LÁRA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL” “BRÓÐUR-
DÓTTIR AMTMANNSINS.”
Sögusafn Heimskringlu
Þeuar baekur fáat
keyptar á skrífatofu
Heiinakringlu, meSan
opplagfö hrekkur.
Enginn auka
kostnabur vi8 póst-
íjald. vér borgum
þann kostnab.
Sylvía ................................. $0.30
Bróðurdóttir amtmannsins ................ 0.30
Dolores ___—............................. 0.30
Hin leyndardómsfullu skjöl____________ 0.40
Jón og Lára .......................— 0.40
Ættareinkennið.......................... 0.30
I^^ir^i .................... ............................ 0,30
Ljósvörðurinn.......................... 0.45
Hver var hún?__________________________ 0.50
Kynjagull................................ 0.35
Forlagaleikurinn......................... 0.50
Mórauða músin ......................... 0.50
Spellvirkjarnir ......................... 0.50
Ljómandi Fallegar
Silkipjötlur.
til að búa til úr rúmábreiður —
“Crazy Patohwwrk”. — Stórt úrvaj
af atórum silkii&fkHppmn, hentug^
ar í ábreiður, kodda, seseur og Q.
—Stór “pakki” á 25c., fimm fyrir $1.
PEOPLE’S SPECIALTIES CO.
Dept 17. P.O. Box 1836
WINNIPEG
TH. JOHNSON,
Crmakari og GullsmiSur
Selur glftingaleyfisbréf.
Sérstakt a^hygll veltt pöntunum
og vltsgjörtum útan af landl.
248 Main St. . Phone M. 6608
J. J. Swanson H. Q. Hlnrlksson
J. J. SWANSON & CO.
VASTKIGNASAtAR OG
Pnl>(. nlllir.
TaUImt Maln 16(7
Cor. Porta** aa4 Garry, Wlnnlo.*
MARKET HOTEL
14« Prlnr *mm Ntre«t
4 ftóti markttllnum
B««tu vlnfön*. vindlar o*
hlyning «óÖ. íslenkur veitinsa-
maöur N. Halldórsson. leiVboin-
lr íslendlngum.
O’COIfNEL,' Elfaadi Wiailfeg
Arni Anderson B. p. Garland
GARLAND& ANDERSON
liðGFRACBIJIGAa.
Phon. Maln 1661
'W ClMtri* Railwaj Ohambars.
TaUíml: Maln 6*03.
Dr.y. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
«14 SOMER8BT BLK.
Porta*. Avenue. WINNIPHG
Dr. G. J. Gis/ason
rkyilflRa and Sarfeoa
Athygrii veitt Aufna, Syrna og
Kverka Sjúkdómum. Aeamt
innvortls sjúkdómum og upp-
skuröi.
18 South Srd St^ Graad ForEre, If.D.
Dr. J. Stefánsson
«1 BOYD BlIII.niNG
Hornl Porta*. Ave. og Bdmontoa St
Stundar eln*öngu augna, eyrna,
nef o* kverka-Hjúkdóma. Kr ah httta
frA kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll 6 ..k,
Phone: Main 3088.
H.lmlll: 106 OUvta St. TaU. Q. 2*16
Vér hðfum fullar blr*tilr hr.ln- f
ustu lyfja og mehala. KomlS A
met lyfseðla y«ar hlnaaV, vír V
lerum mehultn nikvaml... aftlr A
ávísan lœkntslne. Vér sinnum f
utansvelta pönlunum og seljum /
Klftinealeyfi. : : : ; v
COLCLEUGH <& CO. t
Notre Dane Jk ShrrKrooke Ste. r
Phone Garry 2690—2SU 1
A. S. BARDAL
selur llkklstur og ann&st um út-
farlr. Allur AtbúnaVur sá bestl.
Knnfremur selur hann allskonar
mlnnlsvarða og le*stelna. t ;
(1* SHKRBROOKK 8T.
Phoae G. 2162 WINNIPIO
AGRIP AF REGLUGJÖRB ua
keimilisréttarlönd í Cauda
og NorðTestnrlandini.
Hver fJöUkylðufaDlr, «öa hver karl-
maöur sem er 18 Ara, sem var breskhr
þegn I byrjun stríösins og heflr v.rltl
þaö sIDan, eöa sem er þe*n BandaþjóS-
anna eía öhADrar þjóöar, getur tekiV
helmlllsrétt & fjóröung úr sectlon af ó-
teknu stjðrnarlandi f Manltoba, Saa-
katchewan eCa Alberta. UmsaekJ&nA
verBur sjélfur atl koma & landskrlf-
stofu stjórnarlnnar eöa undlrskrlfstofv
hennar I því héraöl. 1 umboOl annars
mí taka land undlr vlssum skllyröum.
Skyldur: Sex mánaUa IbúD og raektún
landsins af hverju af þremur árum.
1 vlssum hérutSum getur hver land-
nemi fenglTS forkaupsrétt á fjórh-
ungl sectlonar meO fr&m landl sinu.
VertS: 23.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur:
Sex mánaTSa ábútS a hverju hlnaa
næstu þriggja ára eftlr hann heflr
hlotltl elgnarbréf fyrlr helmllisréttar-
landi slnu og auk þsss ræktatS 86
ekrur á hinu selnna landl. Forkaups-
réttar bréf getur landneml fengits um
leltS og hann fær helmlllsréttarhréflW,
en þó metS rlssum skllyrtlum.________
I.andneml, sem fengltl heflr helmllls-
réttarland, en getnr ekki fenglV for-
kaupsrétt, (pre-emptton), getur keypt
heimlllsréttarland 1 vlssum hérutSum.
VertS: *3.00 ekran. Vertlur atl búa &
landlnu sex mánutll af hverju af þrem-
ur árum, rækta 60 ekrur og byg*ja húe
sem sé *300.00 virtli.
Þelr sem hafa skrifatl sl* fyrtr helm-
illsréttarlandl, geta unnltS landbúnaM-
arvlnnu hjá bændum 1 Can&da árftS
1917 og tlmt sá rsiknast sem skylda-
tlmt á Iandl þelrra, undlr vissum skil-
yrlSum.
Þegar stjórnarlönd eru auglýst etSa
tllkynt \ annan hátt, geta helmkomntr
hermenn, sem verltS hafa I herþjðnustti
erlendis og fengltS hafa heltSarlega
lausn, fengltS elns dags forgangsréta
tll atl skrlra slg fyrlr helmlllsréttar-
landl á landskrifstofu hératlslns (tm
ekki á undirskrlfstofu). Lausnarbref
vertSur hann atl geta sýnt skrlfstofu-
stjóranum.
W. W. CORY,
Deputy Mlnlster of Interler.
BlötS, sem flytja auglýstneu þessa l
kelmdlsleysl, fá enga horgwn fýrir.