Heimskringla - 16.05.1918, Page 4

Heimskringla - 16.05.1918, Page 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. MAI 1918 HEIMSKHINGLA (StofnHtS 18Me> Kctnur út & hverjum Flmtudecl. Otgefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blaísins í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um árib (fyrirfram borgati). Sent tll íslands $2.00 (fyrlrfram borgatS). Allar borganir sendist rábsmanni blatSs- lns. Póst etSa banka ávisanir stillst til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaíSur Skrífstofa: TM 8HERBROOKE STREBT., WISNIPEÖ. P.O. Box 3171 Talalml Garry 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 16. MAI 1918 Kolaskorturinn Síðan stjórn Bandaríkjanna takmarkaði útflutning á harðkolum til Canada hefir út- litið orðið að mun ískyggilegra en áður hvað snertir kolabirgðir vesturfylkjanna á komandi vetri. Takmörkun þessi ákveður, að engin harðkol megi sendast til neinna staða vestur af Winnipeg, og að kolamarkaðinum syðra er þannig lokað fyrir vesturfylkjunum hér hlýt- ur að hafa hinar óþægilegustu afleiðingar í för með sér. Vesturfylkin verða nú að stóla eingöngu á Alberta kolanámurnar, og þar sem örðugleikar eru nú jafn miklir á öllum flutningi með brautunum, liggur í augum uppi, að hér er stór hætta á ferðum. Engin vissa er heldur fyrir því fengin enn þá, að Winnipegborg njóti til lengdar sérstakra hlunninda í þessu efni, því eins og nú horfir, er fult útlit þess að Bandaríkjastjórnin áður langt líður taki með öllu fyrir útflutning á kol- um til Canada. Samkvæmt marg endurteknum tilkynning- um að sunnan hafa Bandaríkin nú engin, eða lítil kol aflögu og orsakast þetta að miklu leyti af því, hve treglega gengur að vinna kolanámurnar þar víða, bæði sökum eklu á æfðum kolanámu verkamönnum og annara örðugleika. Við þetta bætast svo hinir feiki- lega miklu örðugleikar, sem nú eru þar á öll- um flutningi með járnbrautum, og þegar alt þetta er tekið til greina, er ofangreint útflutn- ings - bann Bandaríkjastjórnarinnar eðlilegt mjög í alla staði, og engin ástæða til að undr- ast yfir því. Eins og nú er komið, geta Manitobabúar því ekki reiknað upp á neinar kolabirgðir að sunnan á komandi vetri, og verða þar af leið- andi að láta sér nægja að brenna linkolum þeim, sem fáanleg eru úr kolanámum Vestur- landsins. Kol þau eru enganveginn jafngildi harðkola, en geta þó fullvel komið í þeirra stað og eru að mun ódýrari. Væru nægilegar birgðir af þeim fáanlegar, þyrftu fylkisbúar því engu að kvíða. En öðru nær er, en hægt sé að fullyrða svo verði. Reynslan hefir sýnt, að kolanámur Alberta fylkis hafa oft gefist frekar illa. Tíð verk- föll hafa átt sér stað, sem gert hafa að verk- um, að kolaframleiðslan þar hefir oft verið af mjög skornum skamti. Vafalaust mun stjórnin nú stíga öll spor til þess að afstýra slíku og af ítrustu kröftum að reyna að stuðia að aukinni kolaframleiðslu, enda er mikið í húfi, ef hún bregst, þar sem íbúar vesturfylkjanna eru nú í fyrsta sinn algerlega komnir upp á eigin kolanámur Manitoba- fylki reiðir þó verst af í þessum sökum, því þar sem flytja verður öll kol hingað óraveg með járnbrautum og jafnmiklir örðugleikar eru á flutningi og nú á sér stað, þá er kola- skortur hér yfirvofandi næsta vetur, ef fyrir- hyggja og dugnaður fylkisbúa kemur ekki til bjargar í tíma. Járnbrautarfélögin hafa lýst því yfir, að þau geti engan veginn ábyrgst að þau fái flutt hingað áður kornflutningur byrj- ar næsta haust meira en 60 per cent af vetrar- kolum þeim, sem fylkið þarfnast. Eftir 30. sept. næstkomandi verða járnbrautirnar að gefa sig eingöngu að flutningi á matvöru til bandaþjóðanna og verður þá allur kolaflutn- ingur að leggjast niður þangað til næsta vetur. Eina björgunarvon fylkisbúa er því sú, að bregða við og panta vetrarkol sín eins fljótt og þeim er framast unt. Þegar svo er komið, er lífsspursmál að nota sem bezt þann tíma, sem tiltekinn er og þeir er hafa aflað sér rúm- an helming vetrarkola sinna fyrir 30. sept. ættu ekki að þurfa að bera neinn kvíðboga fyrir næsta vetri. Vitanlega verða örðugleik- ar hér á ferðum fyrir fátæklingunum, sem enga peninga hafa nú aflögu til kolakaupa; en “mikið má ef mikið vill”, og skylda allra hugsandi heimilisfeðra og heimihsmæðra er að leggja fram sína beztu krafta — og afla sér allra þeirra kola, er þeirra fremstu mögu- leikar leyfa. Síðustu viku var sendur erindreki héðan til Ottawa til þess að fara þar á fund Canada kolstjórans, C. A. Magrath, og reyna að komast fyrir um það, hvort nokkrir möguleik- ar séu að Winnipeg geti haldið áfram að fá harðkol frá Bandaríkjunum. En enga trygg- ingu gat hann fengið fyrir því, að þetta yrði mögulegt, og varð að halda heimleiðis aftur við svo búið. Eins og nú horfir, er því á- stæðulaust fyrir Winnipegbúa að vænta eftir harðkolum að sunnan og ekki um annað að gera en halla sér að Alberta-markaðinum — og panta yetrarkol sín það allra fyrsta þeir geta. C. A. Magrath, kolastjóri Canada, verður staddur hér í byrjun vikunnar og heldur hér fund í Industrial salnum á miðvikudagskvöld- ið. Mun hann þá að sjálfsögðu skýra frá hvernig sakir standa og ef til vill veita Win- nipegbúum einhverja úrlausn í þessu mikla vandamáli. 1------—---------------------•--------+ Þjóðverjar teknir að meðganga Eitt er sérkennilegt við þýzksinnaða menn um heim allan og það er vilji þeirra, að sýnast annað en þeir í raun og veru eru. Vanalega þykjast þeir vera umbótamenn í öllum skiln- ingi og brautryðjendur sannleikans. Stund- um koma þeir fram sem málsvarar verka- fólksins, brennheitir frelsisvinir, er viljugir séu að leggja lífið í sölurnar til þess að losa alþýðuna undan álögum auðvalds og kúgun- ar. Og vesalings alþýðan Iætur oft blekkj- ast af fagurmælum þeirra og trúir þeim eins og nýju neti, lítur upp til þeirra sem leiðtoga og reynir af ítrasta andans megni að lesa einhvern “æðri sannleik” út úr líkingarmáli þeirra—hér í landi “þora” þeir þýzksinnuðu ekki að láta skoðun sína í Ijós á annari hátt, en í Iíkingarmáli og torskildum spakmælum! Og þó menn þessir séu að jafnaði eins líf- elskir og nokkrir menn geta verið, þá myndu þeir flestir fyr dauðir liggja, en viðurkenna j Þjóðverja orsök hinnar miklu styrjaldar, sem j nú stendur yfir. Önnur eins ósannindi gætu j þeir ekki látið sér um munn fara! Og þó þeir þori ekki að segja sannleikann, er vafalaust hjartans sannfæring þeirra, að öfundssýki Breta, hefnigirni Frakka og illvilji Rússa hafi átt stærri þátt í að koma stríðinu af stað, en metnaður og valdafíkn Þjóðverja. Rothögg á skoðanir þessara manna hlýtur það því að vera, að Þjóðverjar sjálfir eru nú teknir að meðganga og famir að viðurkenna, að tildrög stríðsins hafi átt upptök sín á þeirra hlið. Er ekki ólíklegt, að þetta komi I harla flatt upp á þá þýzksinnuðu, bæði hér í landi og annars staðar, enda verður afstaða þeirra nú alt annað en öfundsverð. Tíminn einn Ieiðir í Ijós, hver úrræði þeirra verða í kröggum þessum og hvaða brögðum þeir beita til þess að reyna að ávinna sér aftur traust og tiltrú meðbræðra sinna. Blaðið Literary Digest, sem gefið er út í New York og sem flestir Vestur-Islendingar þekkja, sýnir nýlega fram á, að Þjóðverjum sé nú ekki svo lítið að snúast hugur og komi þetta einna bezt í ljós í blöðum þeirra. — Greinin í Litery Digest, sem um þettat fjallar, heitir “Játningar að Þýzkaland sé orsök stríðsins,” og kafli úr henni hljóðar sem fylgir: “Þýzkri þjóð, sem táldregin hefir verið í nærri fjögur ár og blinduð í þeirri trú, að England hafi verið orsök stríðsins, er nú smátt og smátt verið að gera það skiljanlegt, að hér eigi sér stað örlítil villa — sem auð- veldlega megi leiðrétta, með því að láta nafn- ið Þýzkaland koma í staðinn fyrir England. Þegar þessu er aflokið, verður næsta sjpr þýzkrar stjómar að spyrja Breta hverjir frið- arskihnálar þeirra séu. Að minsta kosti verð- ur eitthvað gert í þessa átt og eitt sporið er þegar stigið. Lichnowsky prinz, sendihérra Þjóðverja á Englandi frá 1912—1914, hefir nú uppljóstað málinu öllu saman og heim- fært blóðsektina að dyrum Þýzkalands, sem ekki eingöngu leyfði Austurríki að stíga fyrsta sporið í ófriðaráttina, heldur hófst sjálft til handa þegar Austurríki dróg sig til baka. Jafnvel þýzk blöð játa nú hreinskiln- islega, að England sé saklaust hvað orsök stríðsins snertir—og þýzku blöðin láta vana- lega stjórnast af bendingum valdhafanna á Þýzkalandi, eða svo hefir verið í liðinni tíð. Fyrverandi utanríkis ráðherra von Jagow er Lichnowsky prinz einnig með öllu samykkur hvað sýknun Englands áhrærir. Blaðið Ber- liner Tageblatt flytur ákveðinn spádóm frið- ar hreyfingar á þessum grundvellil, er það segir: ‘Samkomulag ætti að reynast auðveld- ara en áður, þar sem vér höfum heyrt frá tveimur cmdstæðingum, fyrverandi ráðherra von Jagow og Lichnowsky prinz, að England sé með öllu ábyrgðar- laust af orsökum stríðsins.’ Og jafnvel áður en von Jagow viðurkendi Lichnowsky fara rétt með sögu, birtist þessi gagnorða málsgrein í blaðinu Voiksstimme: “Þó ekki geti hún skoðast fullnægjandi dómsúrskurður, þá er dagbók þessi þó þýðingarmikil yfirlýsing, sem ákærir Þýzkaland en sýknar England. Vitnis- burður prinzins, hvað Þýzkaland snertir er bygður á annara sögusögn, en hvað England áhrærir á eigin þekkingu. — — Af tveimur kenningum, er að eins önnur möguleg Annað hvort er Lich- nowsky prinz sá mesti aulabárður, sem nokkurn sendiherra sess hefir skipað, eða að sú skoðun er tætt til agna, að núverandi stríð hafi orsakast af völdum Englands” Blaðið Bremer Burger Zeitung segir mjög hremskilmslega: ‘Sú kenning, að England beri alla á- byrgð þessa alheims stríðs, hefir verið oss innrætt, eða réttara sagt, lamin inn í oss, nú í nærri fjögur ár og stríðsstefna vor hefir verið í samræmi við hana En nú er oss sagt, að þetta sé falskenning og að henni hafi ldrei verið trúað, hvorki af utanríkisráðherra vorum 1914 eða sendiherra vorum í Lundúnum.’ Fleiri þýzk blöð taka í sama strenginn. Blaðið Muncher Post segir, að við yfirlýsingu þessa hrynji sú skoðun Þióðverja til grunna, að England hafi undirbúið og fyrirhugað Belgíu sem aðal vígi gegn Þýzkalandi. Kemst blað þetta svo að orði á einum stað: ‘Kenning þessi grundvallast á að gengifr er út frá því, að Englendingar hafi æskt eftir stríði og fyrir löngu síðan undir- búið vígi sín í Belgíu. Nú erum við fræddir á því, að Englendingar hafi aldrei áformað neina herferð gegn Þýzkalandi—og þar með hrynur ofan- greind kenning til grunna. Með slíkum ósannindum höfum vér verið hraktir út í æsta og langvarandi baráttu gegn Eng- landi. Allan tímann var þýzku stjórn- inni full-ljóst, að lygi þessi var lygi; en dirfðist þó ekki að reisa rönd við sam- einuðum andstæðingum ensku þjóðar- innar.’ Dagbók sú, sem hér er átt við, var fyrst birt í sænska blaðinu Politiken, svo í þýzka blaðinu Vorwarts í Berlín. Til þess að hreinsa sjálfan sig í augum náinna vina sinna hafði Lichnowsky prinz útbýtt nokkrum afskriftum 'af henni á meðal þeirra, og þannig komst hún í höndur annara, sem gengust fyrir því, að hún kæmi út á prenti. Má geta nærri, að þýzku stjórninni hafi ekki orðið um sel, er gerðum hennar var þannig uppljóstað og sannað, að hún, undir forystu keisarans, hefði verið aðal orsök núverandi veraldarstríðs.” Næst hallar höfundur greinarinnar í Lit. Digest sér eingöngu ag dagbók Lichnowsky prinz og tilfærir úr henni ýmsa kafla, og eins ummæli enskra blaða henni viðkomandi. Þar sem helztu kaflar dagbókar þessarar hafa þegar birzt hér í blaðinu, er óþarfi að taka þá upp aftur. En stór merkilegt má það heita, að þýzk blöð og málsmetandi Þjóðverjar skuli nú fús- lega viðurkenna Þýzkaland orsök þessa stríðs. Og vissulega ætti þetta að nægja til þess að gera þeim þýzksinnuðu órótt innan brjósts, hvar á hnettinum sem þeir eru. Þjóðernismál Erindi flutt á Skuldaríundi 8. mai 1918 af A. P. Jóhannssyni. Þar sem eg nú með nökkrum orð- um vil leyfa mér að tala um vlð'hald okkar ísJenaku tungu og þjóðernta meðal okkar Vasiur-íslendinga, ])á vil eg taka það fraim, að imár ganga ekki neinar illar 'hvatir til ]>ó eg haldi fram og tali um uin aðra að- ferð á viðhaldi íslenzkar tungu og þjóðernis iheldur en af öðrum hefir verið gjört eða áður átt sér stað. Og enn fremur, þó eg sé á móti ýmsu því ifyrirkomuiagi, sem uú á sér stað hér á meðal okkar og starfrækt er, þá er það ekki sprottið af neinum iilum viija eða ódrengskap. l>ví sizt af öllu mundi eg vilja sýna því máli óeinlægni né skaða igóða viðlcitni, sem í rétta átt stefnir, þeirra fé.u manna, sem nú orðið sýnast beita sér fyrir viðhaldi dýrmætra sér- eigna fslenzkrar þjóðar. Enda vona eg að hinir sömu mcnn abhugi með gaumgæfni þótt bent sé á aðra hlið, sem stefnir að sama marki, og taki ekki hart á þeirri skoðun, sem í einlægni er gjör, þótt jafnvel fari fram á gagn- gerða breytingu fyrirkom'ulags og starfrækslu þess, sem verið hofir. FJestum mun korma sarnan um, að íslenzku vikublöðin hér hafi verið oftast merkisberar okkar þjóðernis og tungu, enda ber þeim þar til heig skylda. ísJendingar ættu að vera eftirgangsharðir og strangir f þeim kröifum við ihvert einasta íslenzkt blað, ‘sem hér er gefið út á prenti, að merkinu sé haldið hátt, með ein- lægum áiiuga hlúandi og hlynn- andi að öllu því, sem íslenzkt er og þjóðlegt. Slíkt ætti að vera blað- anna helg skylda. Einnig mun öllum koma saman um, að okkar íslenzku kirkjur hér, hvaða trúarskoðunum og stefnum sem þær hafa lialdið fram, hafi ver- ið gróðrarstöðvar og vermireitir ís- Jenzkunnar—og prestarnir beztu hlújámin. Mun þetta fyrst hafa átt rót að rekja til hinnar rösku og einlægu forstöðu séra Jóns sáluga Bjarnasomar. En ef maður vill nú staJdra ögn við til að sjá hvernig horfinu er iialdið/ og ‘.‘hvert stefnir”, þá kemur fyrst upp í huga mianns: Eru gróðr- ars‘öðvarnar okkar að grænka? Eða er haustbiær á þær kominn og þær að fölna og falla? Eru hiújárn- in okkar að fara úr Jagi? Eða eru þau 1 jafn góðu ásigkomulagi til að vinna og viðhalda okkar þjóðernis gróðrastöðvum og veTmireitum og verið hefir þá er bezt var? Sérhver hagfræðingur lítur ciftir hini leinföldustu og beztu aðferð að ákveðnu marki, gætir þess vandJega að færa isér í nyt og viðhafa það, sem bezt á við og imestan árangur gefur, er stöðugt að Jftia eftir og afla sér endurbæbtr tækja. Og að sjálfsögðu gefur öllu nákvæina eftir- bekt. Höfum við nú þe&s konar hag- fræðinga við okkar þjóðerúis gróðr- arstöðvar? Eða hvernig er ráðsmenska þeirra af hondi Jeyst sem aðallega standa fyrir framan hjá oss nú í þessum málum? Því miður er ekki annað hægt að segja, en að því sé mikið ábóta- vant. Okkar þjóðJegu gróðrar- stöðvum stórum að fara aftur og ihnigna, komast í órækt og oftirlits- leysi. Þar 'sem sumir af ihinum á- lirifamestu og leiðandi mönnurn kirkjunnar íslenzku skoða hennar köllun að eins og einungis frá trú- arbragðajegu sjónarmiði, sem standi þeim á sama á hvaða máJi að kont sé í íslenzku kirkjunni; um að að gjöra að það sé gjört á því mál- inu, som fyrirhafnarminist og hæg- ast sé að gjöra fólkinu skiljanlega kenningu kirkjunnar. Hún í raun- inni sé ekkert annað en andlegur bithagi og sem næst standi á saina með tuingu og þjóðerni, með því líka að hinu íslenzka þjóðerni sé hægt að viðhalda á enskri tungu! AJgjörliega er nú hætt við Islenzka kenisluskóJa í sambandi við kirkj- urnar, sunnudagsskóla uppfræðsia að sögn jöfnum höndum kend á l)áðum málunum ensku og íslenzku, sun.nudagsskóla 1 exíur prentaðar og lærðar á ensku. Og lítillar varúðar er nú gætt né strangleiika beitt eins og var Jiér áður í hinni Fyrstu lút- enraku kirkju, um að viðhafa að- eins hina íslenzku tungu innan vé- banda hennar. Enað 'hið fyrsta Júterska ktrkjufé- lag Jíður sJfkt til Jengdar, þá er spursmállslaust, að við erum óð- fluga að berast nær fossinum. Þó ber þes« að geta, að kirkjufé- lagið lúterska hefir farið á sbað með og starfrækt nú um fjögra ára skeið skóla, sem sumir vilja teJja bæði sjálfum sér og öðrum trú um, að sé fslenzku-skóli, Lslenzk gróðraretöð. LfkJegast mest fyrir þær ástæður, DODD'S NÝRNA PILLUR, gó«*» fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveéki. Dodd’a Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá ölium lyfsölum eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd., Toronto, Ont að kennararnir eru ísienzkir, skóla- ráðið íslenzkt, sem fyrir skólanum sér, og starfs eða rekstursfé skólans frá íslendingum einvörðungu; þó eigi váerl íslenzkan gerð að skyldu- námsgrein skólans fyr'en að naöi- inu til á síðasta ári, 1917. Og enn sé kenslutími í íslenzku að eins 2--4 kl.tímar á viku. En laftur á móti aðal áherzla Jögð á ensku kenslu, enskar bókmentir, sögu, landafræði, frönsku, latínu, þýzku o.ffl. Með öðrum orðum: algjörlega samslags enskuskóli og aðrir undirbúnings- skóJar hér, sem búa nemendur und- ir próf Mianitoba háskólians. Þescs vegna get eg ekki annað séð, en að .Jóns Bjarnasonar skóli sé að eins emskuisamkepnisskóli við aðra skóla ;hér, sem í raun og veru sé of árangurslítið kapphlaup við hina aðra emskuskóla Jmssa Jands, þegar tekið er tiUit til kösbnaðar, fyrirhafnar og tímataps, sem tekið er frá viðlialdi íslenzku tungunmar og íslenzkra bókmenta. Hefir mér því dottið í hug, að diníast að tala um aðra aðferð hinni ísJenzku tungu til viðhalds hér í áifu. Hugisum okkiir að það víðtæk- asta og fjöJmennasta félag Vestur- ísJendinga, af öllum sem nú eru til, hið íslenzka lúterska kirkjufélag, gerði einhverja breytingu í l»á átt að hæk/ka undir ioft og víkka út saii innan sinnar kirkju iþannig, að allir íslendingar nálega gætu innan þeirra veggja rúmast. Hugsum okkur það fjölme-nna og víðáttumikla félag með áhrifamikla og dugandi deild innan sinna vé- banda, sem héti þjóðernis deild. Sem 'ekkert hefði an.mað fyrir stafni í samibandi við kirkjufélagið en viðhaid íisJenzkrar tungu og bókmenta. Með fulltrúa og erind- reka frá hverri bygð og kirkju ís- iendinga árlega. Síðan vævi t. d. hér í þessum bæ þeim peningum, er til starfrækslu ganga við Jóns Bjarma- sonar skóla, varið fyrir árskaup nokkurra umferðakennara, er hefðu það starf á hendi, að fara um allan bæinn árið um kring, helzt heim á hvert Islenzkt heimili, að eins tjl þesis að kenna íslenzka tUngu. Og séretök stund væri á það lögð, að segja íslenzkum bömum tii að stafa og Jesa íslenzku, frá 4 ára aldrf til þess tíma að l»au byrjuðu að ganga hér á ensika bárnaskóla. Mieð því móti væri auðve'lt að fá börnin tii að Jæra íslenzkuna, ef svo snemma væri á því byrjað. Enn fremur ámintu þeir, kenmanarnir, og leiðbeindu foreldrum og húsráðend- nm að viðhafa íslenzku f daglegu taii í lieimahúsium. öll kensla væri viðhöfð endur- gjaldslaust, en uppi haldið af frjáls- um saimskotum. Enn fremur gætu iþassir ken narar haft kvöldskóla bg jafnvel suimu- dagsskóla fyrir eldri l>örn, sem lengra væru komin áleiðis í íslenzku á því aldursskeiðinu, sem þau eru á barnaskólanuim. Líka gætu þessir kannarár haft nákværnar gætur og eftirlit á þeim unglingum, sem sérstaklega skör- uöu fram úr eða væru vel igefnir og hneigðir fyrir bóknám, að þeir, þótt af fátækiun væru komnir, yrðu styrktir á einhvern hátt, svo að þeir gætu haldið áfram námi, og máske síðarmeir yrðu þjóðflokki okkar bæði tii gagnis og sórna. Áfrainlhaldandi og enn enn fulf- komnari tilsögn og kemslu væri svo hægt að verða aðnjótandi á WesJey OoJlege með föstum kennara við >ann skóla, sem þá mundi l'íka ganga mun betur m-eð þeirri undir- búnings til'sögn, sem momandinn hefði hiotið al't frá barnæsku, held- ur en nú á sér stað hér við Jóns Bjarmasonar skóla, þar sem hálf- fuUorðnir ungJingar byrja í skólan- um illa taliandi á ísienzku, kunna svo sem ekkert að lesa ísJenzku, og hreint ekki 'kumna að stafa nokkurt Menzkt orð, þá finist það skiijanlegt með þeirri undirbúnings tiisögn, scm að framan er getið, undir Wen- ley Oollege eða hærri skóla, að þeir i

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.