Heimskringla - 10.10.1918, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.10.1918, Blaðsíða 1
« Opið á kveldin tii kl. 8.30 Þ«c»r Tennur Þurfa Aðgerðar Sjáið mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tannlæknir” Cor. Loku Ave. og Main 8t. LJÓMANDI FALLEGAR SILKIPJÖTLUR til að búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patehwork”. — Stórt úrval af stórum silki-afklippum, hentugr- ar í ábreiður, kodda, sessur og fL —Stór “pakki” á 25c„ fimm fyrir $L PEOPLE’S SPECLALTIES CO. Dept 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG XXXIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 10. OKTÖBER 1918 NÚMER 3 Á orustuvöllum Frakklands og Belgíu gengur við þaS sama, aS bandamenn eru alls statSar aS sækja og spkn þeirra aS bera hinn bezta árangur. Hefir þeim nú ték- ist aS höggva þau skörS í Hinden- burg varnargarSinn, a8 vart mun þess lengi aS bíSa að ÞjóSverjum verði nauðugur einn kostur að hörfa undan á stóru svæði. Segja síðustu fréttir, þegar þetta er ritað (þriðjud.), að þeir hafi nú auð- sjáanlega nýtt undanhald í undir- búningi og að undanhald það muni gerast á öllu svæðinu frá Verdun til Norðursjávar. Er hald- ið, að þeir muni leita aftur á bak frá 30 til 40 milur og eftir^þaS svo reyna að veita bandamönnum við- nám á bak við nýlega reist varna- virki. Bandamenn sækja nú á sex að- alstöðvum á svæðinu frá vígstöð- unum í Flandri og alla leið til Moeuvres stöðvanna. 1 Flandri sækja Bretar og Frakkar frá Dix- mude til vígstöðvanna fyrir sunn- an Ypres og hafa Þjóðverjar orð- ið að hörfa meira og minna undan á öllu því svæði. Gegn Cambrai hafa Bretar og Canadamenn sótt °g er búist við, að borg sú verði tekin þá og þegar. Hafa Canada- menn getið sér hinn bezta orðstír í viðureignum þessum og hafa þó oft átt að etja við nrnesta ofurefli. Ejrir sunnan St. Quentin hafa Frakkar sótt af alefli gegn Hinden- ^urg garðinum og orðið þar tölu- vert ágengt og samtímis þessu hafa beir einnig verið að sækja á all- stóru svæði norður af Aisne. Á milli Vesle og Aisne ánna sækja Erakkar og Bandaríkjamenn og gengur vel. Sömuleiðis eru þeir nu einnig stöðugt að sækja á Champagne svæðinu og hafa þar unnið stórsigra. — Þetta gerir sex orustusvæði í alt, sem nú er verið að sækja á og í öllum stöðum fara Pjóðverjar alt af meira og minna balloka. Síðustu fréttir (miðv.d.) segja Bretum og Bandaríkjamönnum 1 nýafstaðinni sókn hafa tekist að brjótast áfram á svæðinu milli Le Catelet og St. Quentin. Tóku Bret- ar þorpið Premont, sem er um þrjár mílur vestur af Bohain, járn- brautamiðstöð þar margar brautir mætast. Einnig sækja Bretar kná- nega fram á svæðunum norðaust- ur af Arras og hafa þar tekið bæ- *nn Neuvereuil fyrir sunnan Fres- noy. Fyrir austan Rheims og í Ar- gonne er viðnám Þjóðverja einna bflugast. Leitast þeir þar við að stemma stigu fyrir frekara áfram- haldi Frakka og Bandaríkjamanna °g virðist sem þeim hafi tekist að tefja þarna fyrir þeim. Stöðugt eru Fandamenn þó að þokast á- fram hér og þar og þeim þýzku um leið að verða örðugra um v°rnma en áður. Og engum minsta vafa er bundið, að ófarir Þjóð- verja á öllum svæðum eiga stærsta táttinn í friðarumleitunum frá 'O Miðv'ldanna. héldi hér ræðu í sambandi við sigurlánið. Col. Roosevelt hefir nú verið að ferðast um syðra og halda ræður í þágu frelsislánsins þar. Hann er áhrifamikill ræðu- maður og koma hans hingað til Winnipeg myndi vafalaust hafa hinn bezta árangur. Almennar fréttir. CANADA. Sagt er að sérstakur fulltrúi hafi 'rerið sendur frá Manitoba til Min- ueapolis í Bandaríkjunum til þess fara þar á fund Col. Theodore Roosevelt, fyrverandi forseta Bandaríkjanna, og bjóða honum aS koma hingað til Winnipeg og hrælast til þess um leið að hann ( Rannsókn á að hefja bráðlega viðkomandi mjólkurverði hér í borginni og hefir P. B. Tustin ver. ið skipaður formaður nefndar þeirrar, er þetta á að hafa með höndum. Við rannsókn þessa verður leitt í ljós hvort réttlætan- legt er, að verðið sé nú hækkað hér á mjólkinni. Verkamenn við korngeymslu- stöðvar í Port Arthur, Fort Wil- liam, Thunder Bay og öðrum hafnarstöðum við vötnin, hófu verkfall á mánudaginn var, þann 7. þ.m. Höfðu þeir krafist kaup- hækkunar, sem var neitað og var þetta orsök verkfallsins. Verkfall þetta hefir vafalaust alvarlegar af- leiðingar , nái það að standa lengi yfir. ------------ Þrjú skotfæra verkstæði í Win- nipeg hafa tekið að sér tilbúning á tveggja miljón dollara virði af skotfærum fyrir Bandaríkjastjórn- ina. Verður byrjað á verki þessu undir eins og því aflokið eins fljótt og unt er. Skotfæra verkstæði í Alberta og Saskatchewan hafa einnig tekið að sér tilbúning á skotfærum fyrir Bandaríkin. MIÐVELDIN BIÐJA UM VOPNAHLE Sir Thomas White, fjármálaráð- herra sambandsstjórnarinnar, er nú staddur hér í Winnipeg. Eins og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu, er koma hans hingað í sambandi við sigurlánið og á þriðjudagskvöldið hélt hann ræðu hér í ■ Iðnaðarsalnum. Salurinn var troðfullur að heita mátti og hlaut fjármálaráðherrann hina beztu áheyrn. Til að byrja með las hann skeyti frá Sir Arthur Currie, yfirhershöfðingja Canada hersins á Frakklandi, er árnar Canada þjóðinni allra heilla í sambandi við sigurlanið. Skýrði hann svo frá hinum ýmsu afrekum Canada- hersins, og kvað Canada hermenn- ina nú eins vel búna að vopnum og vistum og bezt væri hægt á að kjósa. Þetta sagði hann útheimta mikinn kostnað og þess vegna væri þörfin á fjárstyrk nú svo mik- il. — Ræða fjármálaráðherrans var hin ítarlegasta og var gerður að henni hinn bezti rómur.. Minningar-athöfn við íslendinga- fljót frestaí. Sökum ófyrirsjáanlegra atvika verður að fresta minniingar guðs- þjónustunni við íslendingafijót, er auglýst var í síðasba blaði að haldin yrði sunnud. þann 13. þ.m., um eina viku. í þe«s stað verður hún nú haldin þann 20. þ.m. í kirkjunni, eins og áður var auglýst og byrjar kl. 3 eftir hádegi.. Þessa brcytngu eru allir hlutaðeigendur beðnir að afsaka. Rögnv. Pétursson. Á sunnudaginn var mikið um dýrðir hér í Winnipeg. Aukablöð voru útgefin og þeim svo útbýtt fyrir ekki neitt á meðal borgar- búa. Var engu líkara en upp væri runninn einhver sérstakur merkis- dagur sögunnar. — Orsökin fyrir gleðilátum þessum var sú, að þenna dag bárust fyrstu fréttir um nýju friðartillögu frá hálfu Mið- veldanna. Þar sem friðarboð þetta virtist votta töluvert meiri tilalök- un en áður, var ekki að undra þó margir í fyrstu leiddust til að halda friðinn á næstu grösum. En næsta dag komu nákvæmari fréttir. Skeyti Miðveldanna voru tvö og bæði send Wilson forseta Bandaríkjanna — annað frá Aust- urríki en hitt frá Þýzkalandi. Inni- hald beggja skeyta þessara var svipað og í þeim báðum farið á leit við Wilson, að hann beitti á- hrifum sínum til að stilla til friðar og gengist fyrir því, að ráðstefna væri tafarlaust haldin, er fulltrúar allra stríðsþjóðanna mættu á. Á meðan á þessu stæði væri sam- þykt vopnahlé á allar hliðar. Tjá Miðveldin sig fús að samþykkja þá friðarskilmála Wilsons, er hann tók fram í þingræðu 8. jan. þ. á. og síðar í ræðum 12. feb. og 27. sept. þ. á., sem grundvöll þann, er friðarsamningarnir verði bygðir á. Engir skilmálar eru teknir fram í hvorugu þessu skeyti; slíkt látið bíða friðar ráðstefnunnar. Engar minstu líkur eru að frið- arstéfnu tillögu þessari verði tekið eða að bandaþjóðirnar fáist nú til að semja um vopnahlé. Stjórnir Miðveldanna hafa svo áþreifan- lega sýnt í liðinni tíð, að þeim sé ekki treystandi, að engir geta láð stjórnum bandaþjóðanna þó þær efist um að friðartillögum sé | hrint af stokkum í allri einlægni. I Ef til vill myndu Þjóðverjar nota vopnahlé að eins til frekari undir- búnings hernaðarlega og til þess að koma betra skipulagi á her sinn. Af framkomu núverandi stjórnar Þýzkalands að dæma síð- an stríðið byrjaði, er henni til alls trúandi. — Eins og Wilson forseti hefir tekið fram bezt allra, verður þeirri stjórn ekki trúað, sem þann- ig hefir komið fram í liðinni tíð og friður þar af leiðandi ekki mögu- legur fyr en augu þýzku þjóðar- innar opnast fyrir þessu. Hvað stjórn Austurríkis viðvíkur, þá er hún enn sem komið er eins ósjálf- stæð og framast má verða og hag- ar sér í öllu eftir fyrirskipunum þýzku stjórnarinnar. Helztu blöð Bandaríkjanna mæla sterklega á móti friðartillög. um þessum og svo virðist sem rit- stjórar allra stórblaða Englands og Frakklands líti þær sömu augum. Af öllu að dæma virðist fullvíst, að bandaþjóðirnar muni því neita að samþykkja vopnahlé eins og nú stendur og þar með neita um leið ráðstefnu tillögunum. Sé það ein- lægur vilji þýzku stjórnendanna að semja frið, verða þeir að fara að dæmi Bulgariu og gefast upp skilmálalaust, með því eina móti geta þeir nú hlotið áheyrn. Með framkomu sinni í liðinni tíð hafa þeir fyrirgert öllu tilkalli að geta tálist ábyggilegir eða heiðvirðir í orðum og gjörðum. Þær breytingar hafa nú gerst á Þýzkalandi, að nýr ríkiskanzlari hefir verið skipaður í stað Hert- lings greifa. Heitir sá Maximilian, prinz frá Baden. Hélt hann fyrstu kanzlararæðu sína fyrir ríkisþing- inu þann 5. þ.m. og er það eigin- lega friðarræða, því um leið og hann tilkynti stefnu sína yfir höf- uð, lagði hann einna mesta áherzlu á friðarkosti þá, sem þýzka stjórn- in Væri nú viljug að bjóða. Gætir þar töluvert meiri tilslökunar en áður. Er hiklaust gengið að skil- málum Wilsons sem grundvallar- atriðum friðarsamninganna. Belg- íu eru boðnar skaðabætur, í fyrsta sinn, og Alsace-Lorraine- héruðunum boðið sjálfsforræði. Nýlendur sínar vill Þýzkaland fá aftur, og sem von er minnist kanzl- arinn ekki með einu orði á vilja í- búanna í þeim efnum. Umbætur töluverðar á stjórnarskipulagi lands síns tilkynnir hann—af orð- um hans að dæma virðist næst að halda, að Þýzkaland sé nú orðið lýðveldi! •*En þó kanzlari þessi tali við; töluvert annan tón en íyrirrennar- | ar hans, verða bandaþjóðirnar að fá einhverjar ábyggilegri sannanir, áður þær fást til að trúa að hann sé að tala fyrir munn þjóðarinnar þýzku, en ekki keisarans. -----_o------- Svar Wiisons. Wilson hefir nú formlega svar- ar skeytum Miðveldanna og tekist það snildarlega eins og hans var von og vísa. Hætt er þó við, að stjórnendum Þýzkalands finnist svar hans all-óákveðið og að þeir verði fyrir töluverðum vonbrigð- um. En þrái þeir einlæglega að friður komist á, gerir Bandaríkja- forsetinn þeim þó mögulegt að halda áfram umleitunum sínum — en verða að eins að gera þetta á töluvert annan hátt en þeir byrj- uðu. Leggur Wilson fyrir ríkis- kanzlarann þýzka tvær þýðingar- miklar spurningar viðkomandi all- vafasömum atriðum. Spyr hann þá fyrst að því, hvort meining kanzlarans sé, að stjórn hans í raun og veru samþykki þá skil- mála, er fram voru teknir í þing- ræðu Wilsons 8. jan. s. I., og að umræður ráðstefnunnar miði að eins til að heimfæra ýms atriði þeirra? Það tekur forsetinn svo fram, að eins og nú horfi, geti hann ekki maalt með að vopnahlé sé samþykt — áður slíkt geti átt sér stað, verði Þjóðverjar að yf- irgefa öll þau svæði, er þeir hafi hertekið (á Frakklandi og í Belg- íu). Seinni spurning hans er: Tal- ar kanzlarinn að eins fyrir hönd yfirvaldanna þýzku, er stjórn stríðsins hafa með höndum? I lok skeytis síns tekur hann svo fram, að áríðandi sé að spurning- um þessum sé vel og ítarlega svarað. FALUNN. l>ann 13. september s.l. fékk herra Ohris. Rasmusen að Oak Point, Man., þá tilkynnngu með hrað- slkeyti, að sonur lians, Sapper Ohar- tes Rasmusen heíði fallið í hardaga 2. sept. Þessi ungi maður var kvong- aður Elínu dóttur Jóns Reykdals, og gekk f 223. herdeildtoa hér í Win- nipeg 11. marz 1916. Hann var með “lst Canadian Engineers’ Battalion” þegar ihann féll. Oharles Rasmusen var maður á bezta aldri, hermann- legur og fríður sýnum. Hann var timiburmaður að iðto og vann j*fn- aðarlega með föður ®ínum við það verk þar í héraðnu. Hann hafði verið stutta stund kvongaður, er hann gekk í herinn og skilur því eftir ekkju barnilausa. Þessi ungi maður er vel kyntur í héraði sfnu og talin að Ihonum mikil eftirsjá. Lance.Corp. H. G. Julius. Mrs. J. Julíus, 750 Elgin ave., fékk nýskeð skeyti frá syni sínum, Lance-Corporal H. G. Julius, dag- sett 5. sept. s.l., er flutti henni þá frétt, a<S hann hefði hlotiS heiSurs medalíu fyrir ágæta framkomu í orustunni 9. ágúst s.I. Hlaut hann medalíu ‘ þessa fyrir snildarlega stjórn á vélbyssu. — Hann hefir nú veriS rúmt ár á Frakklandi. FaSir hans, Pte. J. Julius, vinnur á Canadian Military sjúkrahúsi á Englandi, en bróSir hans, Sapper O. G. Julius, er á Frakklandi. Þann 8. þ.m. fékk Mrs. Julius svo annaS skeyti, er færSi henni þá sorglegu frétt, aS sonur hennar H. G. Julius hefSi særst af byssu- skoti í höfuSiS í nýafstaSinni or- ustu á Frakklandi og veriS fluttur á sjúkrahúsi í Camiers. Jón Thurstan. Hann innritaSist í herinn í Cal- gary, Alta., í ágústmánuSi 1914, og er hann sonur Mrs. J. GuS- mundsson (af fyrra hjónabandi), sem heima á í þeim bæ. Þann 26. ág. 1914 fór hann áleiSis til Val- cartier; þaSan fór hann svo meS fyrsta hópnum, sem sendur var til Englands og var viS æfingar á Sal- isbury sléttunni. 1 febrúarmánuSi 1915 fór hann til Frakklands og þar í skotgrafir; var í bardaganum viS St. Julien og særSist þar. Var þá á sjúkrahúsi á Englandi unz hann var gróinn sára sinna, fór þá til Frakklands aftur og hefir veriS þar síSan. Hann hefir nú veriS á fimta ár í herþj ónustu. Spánska veikin Spanska veikin hefir nú náS töluverSri útbreiSslu í austurfylkj- unum. 1 Ottawa hefir heilbrigSis- deild borgarinnar ákveSiS aS láta loka tafarlaust skólum, leikhúsum, kirkjum og öSrum samkomustöS- um, unz ófögnuSi þessum linnir. Frá Montreal kemur sú frétt, aS þar hafi 8 manns dáiS úr veiki þessari á einum sólarhring og 47 ný tilfelli hafi bæzt viS á þessum sama tíma. SömuleiSis er veikin nú töluvert aS stinga sér niSur í Port Arthur og víSar. — Hér í Winnipeg liggja nú um 30 manns í henni, mest hermenn og hafa tveir dáiS. ÚR BÆ OG BYGÐ ] Bjami Sveinsson og Ólafur Vigfús- son, frá Howardville, Man., komu tit Winnipeg í lok síðustu viku og dvöldu hér fram yfir helgina. Sögðu góða líðan Islendinga í sinni bygð. Heyskapur gekk þar f seinna lagi en allir fengu iþó næg heyföng að lok- um. Uppskera á korni og öðru í góðu meðallagi. Mynd þessi er af meSlimum hins nýskipaSa stjórnar- ráSs Canadian Northem brautarinnar, sem nú er orSin aS ríkiseign. StjórnarráS þetta á einnig aS hafa umsjón meS öllum öSrum jámbrautum ríkisins; stjórnarbrautirnar allar eiga þannig aS vera sem eitt kerfi og undir sömu aSalstjóm. Allir þessir nýju forstöSumenn eru velþektir hér og viSur- ■ÉÉ Æf gft kendir dugnaSar og atorku menn. Nöfn þeirra eru sem fylgir (frá vinstri til hægri) : D. B. Hanna, Toronto, for- maSur; Graham Bell, Ottawa, aSstoSar ráSherra skipa- skurSa og járnbrauta; E. R. Wood, Toronto; Robert Hob- son, Hamilton; F. P. Jones, Montreal; R. T. Riley, Winni- peg; og C. M. Hamilton, Weyburn, Sask. Á mánudagsmorguninn l>ann 7. þ. m. andaðist á iheimili sínu austan við Mounfcain P.O., N. I)ak„ húsfrú Sigrfður Itodriðason eftir langvar- andi sjúkdómslegu. Sigríður var dóttir Brynjólfs Brynjólfssonar frá Skeggstöðum og konu hans Þórunn- ar ólafsdót’ur, systir Skapta B. Brynjólfssonar og Magnúsar lög- manri.s og þeirra systkyna. Hún eft- irskilur ásamt eiginmanni sínum 5 sonu á lffi. .larðarför hennar for fram á föstudaginn kemur þann 11. þ.m. Þessarar ágæfu myndarkonu verður nánar getið síðar. Sparið, til þess aS geta keypt “Victory Bonds.” Til lesendanna Félög þau, er búa til mynda- mótin fyrir blöðin, hafa nú hækkað prísa sína að miklum mun. Hér eftir kostar því $2.50 fyrir hverja vanalega eins dálks mynd, og $5.00 fyrir tveggja dálka breiða mynd á vanalegri Jengd. — Þetta eru þeir beðnir að hafa hugfast, er myndir senda til birtingar í blaðinu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.