Heimskringla - 10.10.1918, Page 6
6. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 10. OKTÓBER 19 fS
Enskar þýðingar á
íslenzkum kvæðum
ÞaS hafa viS og viS veriS aS birtast þýSingar
íslenzkra kvaeSa hér í blöSunum. Hafa sumar
þeirra veriS sæmilega af hendi leystar, en sumar
miSur. !<
Hvílíkur vandi þaS er, aS þýSa íslenzk ljóS á
enskt mál svo aS þau eigi tapi sér stórkostlega viS
þýSinguna, eSa verSi aS marklausu orSahnoSi, og
beri engan blæ andagiftar eSa skáldskapar, hefir svo
þráfaldlega komiS í ljós. ÞaS er svo margt sér-
kennilegt í íslenzkum kveSskap, sem alls eigi er
skvrt frá íorSabókum, bó upp á þeim sé flett. ÞaS
er svipaS meS góSkvæSin eins og fornsögur vorar,
aS þaS er eigi allra meSfaari aS þýSa þau, þó menn
hafi dálítil kynni af báSum málunum. ÞaS tekur
fullkomna skáld-hæfileika aS þýSa svo vel sé og
þess utan sérstaka og meSskapaSa smekkvísi fyrir
máli. Leir má vitanlega þýSa á hvaSa mál sem
er og fyrirhafnarlítiS, hafi leirsmiSurinn ráS á leim-
um. Og smíSin sómir sér jafnt á ensku máli sem á
íslenzku, og er hvorugs aS sakna, aS eigi beri sam-
an efni og búningi. En ef góSkvæSin eru kveSin
upp í leir — jafnvel enskan leir—, er hætt viS aS
enskri þjóS myndi fátt til finnast og hún eigi setja
oss skör ofar fyrir þaS. En til þess munu þýSingar
gjörSar, aS kynna ljóSagjörS vora út á viS — út-
lendum þjóSum, og er þaS aldrei nema lofsverSur
tilgangur og oss ómetanlegt happ, þegar þaS verk
er vel unniS.
Einn meS fyrstu Islendingum, er snúiS hefir
kvæSum af íslenzku á enska tungu, var Meistari
Eiríkur heitinn Magnússon, bókavörSur í Cam-
bridge á Englandi. Var þaS eigi af vanefnum
skamtaS, hvaS lærdóm snerti, því hann mun hafa
veriS meSal hinna fróSustu manna í bókmentum
enskum, og norrænum og tungumálamaSur hinn
mesti. Þó er eigi meS öllu hægt aS segja, aS þýS-
ingar hans hafi alla jafna tekist sem bezt. Sýnir
þaS ef til vill ljósar en nokkuS annaS, aS meira
þarf til þess aS vera góSur þýSari, en málaþekk-
ingu eina. MeS því fyrsta sem hann sneri á ensku,
var hiS óviSjafnanlega kvæSi “Lilja”, eftir c.ystein
munk Ásgrímsson á Helgafelli. En eins og hún
verSur á enskunni, — og er hún þó allvel þýdd
víSa, — er þaS sanngjamt hugboS, aS þaS hefSi
fljótt fariS af, sem hinn fomi málsháttur tilgreinir,
um hvílíkt ágæti kvæSiS þótti, “aS allir vildu Lilju
kveSiS hafa”, ef höfundinum hefSi eigi tekist betur.
Sem sýnishorn mætti benda á 46. erindiS er þannig
hljóSar:
“Þessu næst hins kæra Kristí
Kenning tók um bygS at renna,
Líf.þjónaada lærisveina
Leitar, finnr, ok þar meS veitir
Blindum, hrjúfum, dumbum, daufum,
DauSum, krömdum, æmm, lömdum,
Augu, græSing, orS, at hlýSa,
Andir, heilsu, vizku, at standa.”
Og er þýtt á þessa leiS:
The blessed Saviour’s teaching now
Began throughout the land to flow,
Disciples He did search and save,
That life dispencing band, and gave,
The blind the weak, the crazed and lame,
The dead, bruiseu, deaf and dumb í.he same,
Their sight and strength and wit and walk,
And breath and health, and ear, and talk.”
Nákvæmlega er orSunum fylgt víSast hvar, en sem
fágaS og lifandi ljóS er þar engu til aS ' fna viS
frúmkvæSiS. Sama má og segja um sumar seinni
þýSingar hans, eins og á sálminum: “Alt eins og
blómstriS eina,” er mjög hefir lofrS veriS, meir þó
vegna þess, aS sálmurinn er gjörSur skilji.nlegur á
enskri tungu, en aS þaS verSi sálmur á ensku. Þar
er og nóg aS benda á eitt vers sem dæmi. 9. vers-
iS í sálminum er á þessa leiS:
“Nú vel í herrans nafni,
Fyrst nauSsyn ber til slík;
Jeg er ei þeirra jafni,
Sem jörSin geymir nú lík.
Hve nær, sem kalIiS kemur,
Kaupir sig enginn frí;
Þar læt eg nótt sem nemur,
neitt sdcal <i kvíSa því.”
En á ensku hljdfSar þaS svona:
“In God’s name then—beholding
What need besets me now!
I’m not their peer, whom folding
The earth guards dead below.
When comes the call, none cited
May ever buy him free;
The night I face benighted,
No fear disturbing me.”
Og þó er kannske alt of djúpt í árinni tekiS, aS
þetta verSi ekki sálmur. Því sálmur er þaS, og
gullvægur í samanburSi viS marga enska sálma, er
naumast er hægt aS segja hvaS eru. c.n þýSingin
nær ekki Hallgrími aS hljómi, hagleik eSa hugsana-
blæ, og er þó orSaröS hans mjög lítiS brjálaS. Þá
þýddi hann og “Lofsönginn”: “Ó, guS vors lands”,
og er þaS bezta þýSingin, er enn hefir komiS fram,
og hafa þó margir spreytt sig á aS þýSa þaS kvæSi,
og meSal annara hinn ágæti fræSimaSur og skáld,
Dr. Pilcher, prestur viS Jakobskirkju í Toronto-
borg. En sá galfi er á þýSingu hans, aS hann
breytir alveg um hátt og skilur þannig í sundur
kvæSiS og lagiS, er ávalt munu halda saman í
hugum allra lslendinga.
1 spor Eiríks hafa margir reynt aS feta. En
meS misjöfnu móti hefir þaS gengiS, þó tilraunin
sé í alla staSi virSingarverS og þaS leiSi til þess er
fram líSa tímar, aS einhver komi fram aS lokum,
er þessu fái orkaS. Er nú og fariS aS sjá þess vott,
þó eigi sé enn nema í smáum efnum. Og viljum vér
leyfa oss aS benda á þaS, þó í heimildarleysi sé,
hvaS hlutaSeigenda snertir. ÞaS er ekki einskis
vert, ef þau eiga aS verSa örlög vor Islendinga hér
vestra, aS glata móSurmáli voru, aS vér þá værum
búnir aS flytja yfir á enska tungu þaS úr bókment-
um vorum, sem ágætast er og annars staSar verSur
ekki tekiS. En svo viljum vér ekki um þaS hugsa,
en vitum aS aldrei þarf til þese a*- koma,' ef vilji er
til og drengskapur. Því svo traustan grundvöll er
búiS aS leggja hér vestra, af Islendingum sjálfum,,
á þessum 40 árum, sem liSin eru síSan bygSir hóf-
ust, aS vel má ofan á hann byggja, svo aS hér geti
vaxiS upp fjölbreytt bókmentastarf er tímar líSa
fram. Þarf eigi aS benda á nema ljóSasöfn þeirra
Stephans G. Stephanssonar og Kristins Stefánssonar
þessu til sönnunar, aS ógjeymdu því sem aórir hafa
lagt til, bæSi eldri og yngri, og þ lir fyllilega sam-
an burS viS þaS sem ritaS er heima á ættjörSinni
á sama tíma.
ÞaS er sjálfsagt fyrir rúmum 30 árum síSan, aS
hingaS fluttist meS fjölskyldu sína fátækur bóndi
úr ASaldal í SuSur Þingeyjarsýslu, Sigurbjörn aS
nafni Jóhannsson, og settist aS vestur í Argyle-
bygS hér í fylkinu, þar sem svo margir Þingeyingar
hafa tekiS sér bólfestu. Hann var tekinn aS eld-
ast, þegar hingaS kom, og átti þaS því eigi fyrir
honum aS liggja aS verSa hér stórbóndi á vestræna
vísu. Hann andaSist áriS 1903. Lítinn auS skildi
hann eftir á landsvísu, en eftir hann liggur snoturt
ljóSasafn, er út var gefiS hér í bæ áriS 1902 og
kostaS af tveimur sveitungum hans. Er þaS kveS-
iS heima og hér. I fimtán árin, sem hann dvaldi
þar í bygSinni, var hann sveitarprýSi, því hann
stýrSi óalmennum andlegum kostum, þó eigi stýrSi
hann stóru búi. Ber kvæSabók hans líka þess of-
mikinn vott, aS hann hafi orSiS af þeim aS taka og
fram aS bera, á flestum mannfundum, “Ávörp,"
“Minni”, “KveSjur,” o.s.frv., er aSrir reiddu fram
kaffi og sætabrauS og sykur, svo ögn væri bætt
upp einmetiS. I sveitinni heima var Sigurbjörn al-
kunnur fyrir kvæSi sín og lausavísur, er bæSi þóttu
oft vel kveSnar og kjarnorSar. Er fæst af þeim í
IjóSasafni hans og má vera aS skáldiS víki aS því
og fleira í þessari samstefju í formálskvæSi ljóS-
mælanna:
“En móti vilja mörgu rúm hér gef eg,
Og móti vilja ýmsu kastaS hefi’ eg.”
Börn Sigurbjorns og konu hans, voru þrjú, er [
til aldurs komust, og mönnuSust þau vel. Voru
þau öll mjög vel gefin og nutu góSrar mentunar hér
þó fátækt væri annars vegar. Önnur dætra hans
býr nú vestur á Kyrrahafsströnd, í borginni Seattle,
Wash. Heitir hún Jakobína og er gift Isak timbur-
meistara Johnson frá HáreksstöSum á Jökuldal í
N.-Múlasýslu, og eiga þau fjölda barna. Giftust
þau hér í bænum sumariS 1904 og fluttu vestur
skömmu þar á eftir. Hafa þau því lítiS veriS á
meSal Islendinga nú um allianga hríS. Efnahagur
þeirra er fremur tæpur, en samhendni er mikil meS
þeim og er þaS ef til vill því aS þakka, aS hún hefir
getaS gefiS sig viS bóklegum störfum meira en
nokkur hefSi hugsaS aS mögulegt værj. Hneigist
hún mjög aS þeim efnum og sýnir aS hún hefir
erft gáfur föSur síns í rífara lagi en altítt er. Hefir
hún um all-nokkur ár fengist viS ljóSagjörS og aS
þýSa íslenzík kvæSi yfir á enskt mál. MeS þetta
hefir hún fariS svo dult, aS fáir hafa um þaS vitaS.
En þegar önnunum og störfunum hefir veriS lokiS
eftir hvern daginn, hefir hún “í næturvöku næSi”
unniS aS þessum þýSingum, sem flestar eru snild-
arlega gjörSar. Bera þýSingar hennar allan ann-
an hreim, en vart verSur viS í mörgum þeim til-
raunum, er áSur voru gjörSar. Ef til vill er þaS
kveldkyrSin, því eins og faSir hennar kemst aS
orSi: “I næturkyrS sá andinn jafnan betur”, og svo
auSvitaS meSfæddir hæfileikar hennar sjálfrar, er
mestu ráSa í því efni. Hún mun hafa veriS tæpra
5 ára, er hún fluttist hingaS vestur meS foreldrum
sínum. Er hún fædd á Fótaskinni í Múlahverfi í
ASaldal, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Alla
sína skólamentun hefir hún því þegiS hér í landi.
Sýnir þaS sig líka, aS hún hefir náS mjög föstum
tökum á ensku máli, og væru þýSingar hennar meS
öSrum blæ, ef svo væri ekki. En þó er henni ís-
lenzkan engu ótamari þess vegna. Þarf þaS og
heldur ekki aS vera. Því sú kenning, aS enginn
fái kunnaS nema eitt mál, hefir viS engin skynsam-
leg rök aS stySjast.
Fáar þýSingar hennar hafa enn þá komiS á
prent. Þó voru tvær þýSingar eftir hana prentaS-
ar í sönglagahefti Próf. Sveinbj. Sveinbjömssonar,
er út kom sumariS 1914, á tveim kVæSum eftir
Jónas Hallgrímsson: "StóS eg úti’ í tunglsljósi” og
“Nú er vetur úr bæ.” Fyrri þýSingin var birt í
Lögbergi þaS ár, en síSari þýSinguna hafa þeir ein-
ir séS, er sönglögin hafa eignast. SíSari þýSingin
er hér látin fylgja, og aS eins þau þrjú erindi, er í
Sönglögunum stóSu:
“Nú er vetur úr bæ.”
Now the winter is passed,
With its keen icy blast,
In the depths of the ocean reposes;
But summer’s delight
Reigns with life giving light
And the lingering sweetness of roses.
Now the keel ploughs the main,
And the steed feels the rein,
and the bird from the southland is winging
Now the winter is past
With its keen icy blast,
* And the welcome of summer is ringing.
When the forest is green
And the billows are seen
In the fields where the breezes are playing,
Then ’tis ho! and away
At the dawn of the day
To our friends in the country a-maying. .
I júní 1917 kom út þýðing eftir hana á hinu
gullfagra kvæði eftir Stepihan G. Stephansson, sem
hann nefnir: "Við verkalok,” og upphaflega birtist
í kvæðabálkinum: “Úti á víðavangi,” en er nú
prentað í ljóðasafni hans “Andv. II. bindi, bls. 1 7.
ÞýSing þessi birtjst í einu hinu .merkasta tímariti
ensku, sem gefiS er út í Boston og heitir: “The
Stratford Joumal.” TímaritiS er eingöngu til þess
ætlaS, aS birta þýSingar úr útlendum málum á því
bezta, sem ritaS er í samtíSinni meðal útlendra
þjóSa hérlendis og fjarlendis. ÞýSing þessi er tví-
mælalaust sú bezta og þýSasta, er gjörS hefir verið
af nokkru kvæSi eftir Stephan. Mun og útgefend-
um eitthvað hafa fundist til kvæSisins koma, því
varla hefSu þeir annars tekiS þaS upp í tímaritiS,
eftir alveg óþekta konu, er þeir kunnu engin deili á.
Þó nú allar hinar betri íslenzku ljóSabækur, er
gefnar hafa veriS út hér vestra, ættu aS vera á
hverju íslenzku heimili þá mun mikiS á það skorta.
Er því eigi ósennilegt, aS fleiri séu ókunnugir þessu
kvæSi Stephans en skyldi. Viljum vér því setja
þaS hér þeim hinum sömu til samanburSar viS þýc-
inguna, þó þeir eigi þaS naumast skiliS.
“ViS verkalok”
Er sólskins hlíSar sveipast aftan-skugga
um sumarkvöld,
Og máninn hengir hátt í greinar trjánna
Sinn hálfa skjöld.
Er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur
Mitt enni sveitt,
Og eftir dagsverk friSnum nlætur fagnar
Hvert fjörmagn þreytt.
Er út’ á grundum hringja bjöllur hjarða
Nú hljótt, svo glögt,
Og kveldljóS fugls í skógnum einstakt ómar
Og angur klökt,
Og golan virðist tæpta á hálfri hending,
Er hæst ’ún hvín,
Og hlátur barna, er leika sér viS lækinn
Berst ljúft til mín.
En eins og tunglskins blettir akrar blika
ViS blárri grund,
Og ljósgrá móSa leitin bakkafyllir
Og lægS og sund,
Og neSst í austri gyltar stjörnur glitra
1 gegn um skóg:
Þá sit eg úti undir húsa-gafli
I aftan-ró.
Því hjarta mitt er fult af hvíld og fögnuS’,
Af friS’ mín sál.
Þá finst mér aS eins yndi, blíða, fegurS
Sé alheims mál.
AS allir hlutir biðji bænum mínum
Og blessi mig,
ViS nætur gæzku-hjartaS, jörS og himinn
• AS hvíli sig.
En þegar hinzt er allur dagur úti
Og uppgerS skil,
Og hvaS sem kaupiS veröld kann aS virSa,
Er vann eg til:
1 slíkri ró eg kysi mér aS kveSa
Eins klökkan brag,
Og rétta heimi aS síSstu sáttar-hendi
Um sólarlag.
Þá er þýSingin á þessa leiS, og meS þessari fyrir-
sögn (Stratford Journal, June 1917, p. 82):
“At Close of Day.”
When sunny hills art draped in velvet shadows
By Summernight,
And Lady Moon hangs out among the tree tops
Her crescent bright;
And when the velvet evening breeze is cooling
My fevered brow
And all, who toil, rejoice that blessed night time
Approaches now; —
When out among the herds, the bells are tinkling
Now clear, now faint,
And in the woods a lonely bird is voicing
His evening plaint;
And when the breeze with drowsy accent whispers
Its melody
And from the brook the joyous cries of children
Are borne to me; —
When fields of grain have caught a gleam of moon-
lig'ht,
But dark the ground; —
A pearl-gray mist has filled to overfl* wing
The dells around;
Some golden stars are peeping forth to brighten
The eastern wood; —
Then I am resting out upon my doorstep
In Nature's mood.
My heart reflects the rest and sweet rejoicing
Around above;
And beauty is the universal language
And peace and love;
And all things seem to join in benediction
And prayers for me;
And at Night’s loving heart both earth and heaven
At rest I see.
And when the last of all my days is over:—
The last page turned;
And what-so-ever shall be deemed in wages
That I have earnéd:—
In such a mood I hope to be composing
My sweetest lay;
And then—extarid my hand to all the world
And pass awayl"
Þetta er þá alt er út hefir komiS á prenti, enri
sem komiS er. En af hendingu hafa oss borist aSr-
ar þýSingar, skrifaSar á lausum blöSum. Er þá
fyrst þýSing á kvæSinu “Vor” eftir Hannes Haf-
stein, einu því fegursta kvæSi, er ort hefir veriS
til Islands, og lýsir svo hreinum og drengilegum til-
finningum til lands og þjóSar ---- ættjarSarástinni
sönnu og ómenguSu, eins og hún er í sinni fegurstu
mynd. ViS þetta kvæSi kannast, ef til vill, fáir,—
hér vestra. Viljum vér því setja þaS hér til saman-
burSar:
“Vor.”
Nú vakna skógar, skrýSist björk og eik
Og skæran fuglar hefja róm,
Og þýSir vindar strjúka ljúft í leik
Um lauf og blóm.
Eg vildi’ eg fengi flutt þig, skógur, heim
1 fjalla hlíS og dala rann,
Svo klæSa mættir mold á stöSvum þeim,
Er mest eg ann.
Ó, gæti’ eg mér í heitan hringstraum breytt
Eins heitan eins og blóS mitt er,
Þú, ættarland, og straummagn streymdi heitt
ViS strendur þér.
Og gæti’ eg andaS eins og heitur blær
Um alla sveit meS vorsins róm,
Þá skyldi þíSast allur ís og snær,
En aukast blóm.
ÞýSingin er á þessa leiS:
Spring.
From the Icelandic of Hannes Hafstein.
The woods have wakened, birch and oak are gay
And songsters warble ’mong the bowers.
Mild Zephyrs fondle tenderly in play
The leaves and flowers.
I would that I could move thee, forest fair,
To mountainside and dale and lea;
To cloth those homeland places bleak and bare
But dear to me.
I would I were an ocean current grand
And warm, as beats my pulse in spring.
I’d circle round thy shores, dear fatherland,
And blessings bring.
O, could I, like a balmy wind, convey
The breath of spring from fell to ^ound.
All ice and snow should quickly melt away
And flowers abound.
Önnur þýSing er á “Lofsöngnum”: “Ó, guS
vors lands”, eftir séra Matth. Jochumsson. ÁSur
hefir kvæSi þetta veriS þýtt, aS minsla kosti þrisvar,
á enska tungu. En flestra dómur mun verSa sá, aS
þetta sé ékki lakasta þýSingin. Anda og hugblæ
kvæSisins er fullkomlega náS, þó vera kunni orSa-
munur á stöku staS. En svo er sá orSamunur eigi
tilfinnanlegur og breytir hvergi efni eSa hugsun
kvæSisins. Sama lotningin og sigurtraustiS kemur
í ljós viS þýSinguna og er í frumkvæSinu, og aS
mestu leyti sami þýSleiki og hljómfegurS. Og svo
heldur þýSingin seima hætti og frumkvæSiS. ÞýS'
ingin er á þessa leiS:
The Millennial Hymn of Iceland
Translated fr m the Icelandic of Matlh. Jochumsson
Our country’s God! Our country’s God!
We worship Thy name; it is holy — sublime!
The suns of the heavens are set in Thy crown
By Thy legions, fche ages of time!
With Thee is each day as a thousand years,
Each thousand of years but a day.
Eternity’s flow’r, with its homage of tears,
That reverently passes away.
Iceland’s thousand years!
Etemity’s flow’r, with its homage of tears,
That reverently passes away.
Our God, our god, we bow to Thee,
Our spirits most fervent we place in Thy care.
Lord, God of our fathers from age unto age,
We are breathing our holiest prayer.
We pray and we thank Thee a thousand years
For safely protected we stand;
We pray and we bring Thee our homage of
tears -----
Our destiny rests in Thy hand.
Iceland’s thousand years!
The hoar-frost of morning which tinted those
years —
Thy sun, rising high, shall command !
Our country's God! Our country s God!
Our life is a feeble and quivering reed;
We perish, deprived of Thy spirit and light
To redeem and uphold in our need.
Inspire us at morn with Thy courage and love,
And lead through the days of our strife!
At evening send peace from Thy heaven above
And safeguard our nation through life.
Iceland’s thousand years!
O, prosper our people, diminish our tears
And guide, in Thy wisdom, through Iife!
Víkur þá þangað sögunni aftur, þar sem áSur
var frá horfiS, aS þýSingar fá þeir einir viSunanlega
af hendi leyst, sem sjálfir eru gæddir skáldhæfileik-
um og aSrir eigi. Og sýna þessi dæmi, sem nú hafa
veriS gefin, aS þýSandinn er þeim hæfileikum gædd.
Er þaS því óskandi og vonandi, aS hún haldi verki
þessu áfram og láti eigi staðar nema viS þaS, sem
komiS er. ÞaS er stórt verkefni fyrir þá, sem því
eru umkomnir, og til mikils aS vinna, aS snúa öllu
því bezta, sem til er í íslenzkum bókmentum yfir á
enska tungu. Og eigi myndi nöfn þeirra gleymast
um sinn, er á þaS legðu stund, og eigi skorti ná-
kvæmni og smekkvísi, en léti sér verkiS farast vel
og myndarlega úr hendi.
R. P.