Heimskringla - 14.05.1919, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.05.1919, Blaðsíða 4
4. BÁAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. MAÍ 1919 HEIMSIÍRIN GLA (S(*faa« 188«) Kemur út á kverjum Miívikudegi tJtRefendur og elgrendur: THE VIKING PRESS, LTD. V«r» blaVslns í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um áritS (fyrirfram borgaí). Bent til íslands $2.00 (fyrirfram bcrga*). Allar borganir sendist rábsmanni bla*s- ins. Póst eba banka ávísanir stilist tll The Vlklng Press. Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráí5sma?5ur Skrlfntofa: 72* 8HGRBRMKE STREET, WIN.MP^* P. O. Bex 3171 TaUíml Garry 41* WINNIPEG, BANITOBA, 14. MAl 1919 Friðarskilmálarnir. Af fréttum öllum að dæma, bera Þjóðver.*- ar sig aumiega yfir frtðarskilmálum banda- manna, skoða þá afar stranga og óréttláta. Virðist sem þeim vaxi mjög í augum skaða- baetur þær, er f>eir skyldast að greiða og dæma sig vanmáttuga til slíks. Ráðstafanir bandamanna, að gera þeim mögulegt að greiða þessar skaðabætur, titla þeir “þræl- dóm fyrir þýzka þjóð undir erlent auðvald” og öðrum enn verri ónöfnum. Er engu lík- ara, en Þjóðverjar hafi búist við mestu vægð er til friðarsamninga kæmi, þrátt fyrir öll þau ægilegu grimdarverk og spellvirki, er þeir frömdu á meðan stríðið stóð yfir. Eyði- Iegging sú, er þeir orsökuðu Belgíu og Norð- ur-Frakklandi, ætti þó enn að vera þeim í fersku minni, hvað sem öllu öðru líður. Því verður ekki neitað, að margir af skil- málum bandamanna eru all-harðar, enda vart við öðru að búast. Svo stórkostlegt tjón urðu bandaþjóðirnar að þola af völdum Þjóð- verja, að ekki er að undra, þó hárra skaða- bóta sé krafist. Og að skaðabætur þessar leggist á þá þjóð, sem var aðal-orsök stríðs- ins og þess ægilega tjóns, er því var samfara, er ekki nema sanngjarnt og réttlátt í alla staði. Eða finst nokkrum réttlætanlegra að Frakkar t. d. bæti sjálfir fyrir skaða þann, er þeir biðu af völdum innrásar hersveitanna þýzku, og Belgíu þjóðin greiði sjálf skaða- bætur fyrir þá stórkostlegu eyðileggingu, er landi hennar var orsökuð? Brest-Litovsk samningarnir alræmdu, er keisarastjómin þýzka neyddi hina hrjáðu Rússa að samþykkja, vottuðu ótvíræðilega við hverju bandaþjóðirnar máttu búast, ef Þjóðverjar hefðu unnið algerðan sigur í stríðinu. Þetta ættu þeir þýzksinnuðu að taka til greina, er nú finna svo mjög til með raun- um Þjóðverja. Hér með birtist stuttur útdráttur úr helztu atriðum friðarsamninganna, eins og þau hafa verið birt í ensku blöðunum: Bandamenn halda vissum svæðum Þýzka- lands unz bætur eru gerðar. Hvert brot Þjóðverja gagnvart skilmálum í sambandi við Rínarsvæðin, skoðist stríðs at- höfn. Sjóflotinn þýzki takamarkaður við sex stór herskip, sex varðskip og tólf tundursnekkjur. Engir neðansjávarbátar . Sjólið samanstandi af 15,000 mönnum. Þjóðverjum bannað að byggja virki við Eystrasalt. Öll Heligolands-virkin séu eyði- Iögð. Kiel skipaskurðurinn sé frjáls öllum þjóðum. Þjóðverjar gefa upp alla sæsíma sína, 14 talsins. Flugvéla hersveitir til lands og sjóar séu uppleystar eftir 1. október n.k. þjóðverjar skoðast ábyrgðarfullir fyrir alt tjón unnið stjórnum og borgurum bandaþjóð- anna. Skaði allur skal bættur borgurum þess- ara þjóða að fullu og Þjóðv. nú strax greiða fyrstu borgun 20 biljón mörk. Fyrir öðr- Um borgunum gefi þeir skuldabréf samkvæmt ákvæðum skaðabóta nefndar friðarþingsins. Þjóðverjar skyldast að bæta allan skipa- skaða, smálest fyrir smálest. Þjóðverjar viðtaki fyrverandi tollhlunnindi veitt sérstökum þjóðum, án nokkurs greinar- muns. Borgurum bandamanna veitist frjáls umferð um Þýzkaland. Þýzkaland verður að hlíta nákvæmlega gerðum ráðstöfunum viðkomandi skuldum á undan stríðinu, sviksamlegri samkepni og öðrum fjárhagslegum málum. Danzig sé fyrir fult og alt ákveðin alþjóð- leg höfn. Þjóðverjar viðurkenni landeignalegar breytmgar, er gerðar hafa verið í sambandi við Belgíu og Danmörku og í Austur-Prúss- landi. Þjóðverjar gefi eftir meginhluta efri Silesíu til PóIIands, einnig meiri hluti Posen og Vest- ur-Prússlands. Hafni öllum landeignalegum og pólitiskum réttincíum utan Evrópu. Þýzkaland viðurkennir algert sjálfsforræði hins þýzka Austurríkisí Czecho-Slovakiu og Pólíands. Landheri«n þýzW sí takmarkaður við 100,000 menn, að meðtöldum fyrirliðum. Herskylda sé afnumin innan vébanda allra þýzkra ríkja. Öll þýzk virki á 50 kiiometra svæði austur af Rínarfljóti séu eyðilögð. Ailur innflutningur til Þýzkalands og út- flutningur þaðan á skotfæriun og hergögnum af öllu tagi, hætti og framleiðsla slíks í land- inu er einnig takmörkuð. Nefndir séu skipaðar til umráða yfir Saar- dalnum og Danzig, og til að standa fyrir at- kvæðagreiðslu íbúa þýzkra nýlenda. Nefndir þær hlíti fyrirskipunum alþjóða bandalagsins. Þýzkaland gefur Belgíu eftir 382 fermílur af Iandi, á milli Luxemburg og HoIIands. Póllandi 27,686 fermílur, og Frakklandi 5,600 fermílur (Alsace-Lorraine). ÞýzkaJand samþykkir Belgía stofnsetjist sem hlutlaust (neutral) ríkí. Luxemburg hættir að tilheyra þýzku tolla-sambandi. Allar keisara eignir í Alsace-Lorraine afsal- ast Frakklandi án endur-borgunar. Frakkar fá algerðan eignarétt á kolnaámum Saar-dalsins. En að fimtán árum liðnum úrskurða dalsbúar með atkvæðagreiðslu hvoru ríkinu þeir vilji tilheyra Þýzkalantí eða Frakklandi. Þjóðverjar skyldast að viðurkenna alla samninga er bandaþjóðimar gera við fyrver- ajrdi samherja þeirra. Fyrverandi ÞýzkaJandskeisari sé dreginn fyrir alþjóða dómstól, er úrskurði sekt hans. Holland sé beðið að framselja hann banda- þjóðunum. Aðrir lögbrjótar í sambandi við heimsófriðinn hljóta sömu hlutskifti — að rannsókn sé hafin í máli þeirra, og þýzkaland skyldast til að framselja þá er slíks er krafist. Aíþjóða verkamanna nefnd er sköpuð. Sömuleiðis ýmsar aðrar alþjóða umboðs- nefndir, hverra verkefni verður að sjá um, að ráðstöfunum friðarsamninganna sé fram- fylgt. Þýzkri þjóð lagt að skyldu að viður- kenna alþjóða bandalagið, þó ekki fái hún inngöngu í það að svo komnu. Brest-Litovsk samningarnir séu numdir út gildi. Bandamenn ákveða Rússlandi rétt til að krefjast skaðabóta af Þýzkaléuidi. Þjóðverjar viðurkenna vemdunarrétt Breta yfir Egyptalandi. Hafni öllum réttindum í Morocco. Þjóðverjar láti af höndum við Kína allar opinberar þýzkar eignir þar í landi, utan Kiao Chau. Japönum gefa þeir eftir öll rétt- indi á Shantung tanganum. Her Þjóðverja verður að vera uppleystur innan tveggja mánaða eftir friður er undir- skrifaður. Öll þýzk skjtfæra verkstæði verða að vera lokuð innan þriggja mánaða eftir þann tíma, utan í tilfellum þar aðrar ráðstaf- anir eru gerðar af bandaþjóðunum. Skrifstofum verður komið á fót í stríðs- löndunum tjj að fjalla um fyrverandi ríkis- skuldir og samninga. Til lúkningar skaðabóta skuldum verða innémlands skatta álögur Þjóðverja að vera hlutfallslega eins háar og í nokkru landi bandaþjóðanna. Þjóðverjar samþykkja, að smíða á hverju ári á næstu fimm árum, vissan skipafjölda (200,000 smál.) til að bæta skipatjón banda- þjóðanna. Bandaþjóðir geta gert upptækar þýzkar prívat eignir í löndum sínum, sem skaðabæt- ur fyrir margvíslegt tjón er eigi hefir bætt verið og til lúkningar á skuldum þýzkra borgara við borgara bandaþjóðanna. Hve miklar skaðabætur Þjóðverjar greiði í alt verður ákveðið af tilskipaðri nefnd banda- þjóðanna fyrir I. maí 1921, eftir allir mála- vextir hafa verið athugaðir. Allar þýzkar hafnir, sem frjálsar voru á undan stríðinu, haldi áfram að vera frjálsar. Vissir hlutar af Elbe, Oder, Danube og Niemen fljótum eru ákveðnir alþjóðlegir (interna- tionalized). Rín er sett undir umráð nefndar, sem skip- uð er bæði bandamönnum og Þjóðverjum. Belgía fær leyfi til að gera skipaskurð á milli Rínar og Marne fljóta. Fyrsti fundur alþjóða verkamanna sam- bandsins verður haldinn næstkomandi októ- ber í Washington í Bandaríkjunum (á meðan fyrsta þing alþjóða bandalagsins stendur þar yfir.) Þjóðverjar verða að bæta fyrir illa með- ferð á föngum. Sektarfé, er þeir hafa neytt borgara hernumdra svæða að greiða, verður að vera aftur skilað. Friðarsamningarnir verða gildandi fyrir hverja þjóð, þá þeir hljóta formlegt sam- þykki hennar. Merkur íslandsyinur. Ei«s og lesendurnir minnast, birti Heims kringla nýlega mynd af Percy Grainger, hm- um víðfræga piano leikara, og skýrði frá að- dáun hans á íslenzkum bókmentum, íslenzkri þjóð og íslandi. Afstaða þessa merka manns gagnvart Islandi og íslendingum, vekur hina mestu eftirtekt, hvert sem hann fer. Blaðið Free Press hér í Winnipeg birti á laugardaginn var grein um hann, sem samin er af Prófessor W. T. Allison (kennara við Wesley háskólann hér í borg) og sem þektur er fyrir hlýhug í garð íslendinga. Grein þessa nefnir hann “Cormac, son of Iceland” og hljóðar hún þannig í íslenzkri þýðingu: “Vinur minn einn, er naut þeirrar ánægju að sitja veizlu með Percy Grainger, hinum fræga piano leikara, þegar hann var hér í Winnipeg, segir mér hann dáist mjög að ís- lenzkum bókmentum, íslenzkri þjóð og Is- landi sjálfu. Hann þráir að eyða sumrum sínum í hinu norðlæga landi og vonar ein- hvern tíma að geta flutt þangað og ‘til hinztu stundar treint út lífsiirs ljós’ við að fiska á sumrum og lesa á vetrum hinar gömhi ís- lenzku sögur. Ef til vill væri þetta ekki svo mikið undrunarefni, ef ekki væri fyrir þann sannleika, að herra Grainger er fæddur ‘hinu megin á hnettmum’. Hann er Ástralíumaður og furða vinir hans sig því á hvernig hann fór að heillast af öllu íslenzku. Það er satt, að sumum af æskuárum sínum eyddi hann við nám (hljómleika) í Kaupmannahöfn og hefir þar vafalaust komist í kynni við norrænar bókmentir. Samt sem áður er mjög einkenni- legt, að þessi sonur suðursms skuli svo mjög ástfanginn af norðrinu. En svo er hann heill- aður af niðjum og ‘söngvum’ norðursins, að í hvert sinn og hann stígur fram á samkomu- sals leiksvið, er honum eiginlegt að ímynda sig vera eina af þessum hetjum hinna f jarlægu fjarða og opna hafs—Sigmund fræga, hinn mikla ferðalang Kormák, eða einhvern annan úr hópi bláeygðra kappa hinna gömlu ís- lenzku sagna. Og þessi einkennilega tilhneiging eins af frægustu piano leikurum, er nú eru uppi, ætti að geta verið cémadiskum lesendum hvöt til að kynna sér þann mikla skáldskap, sem fólgmn er í íslenzkum sögum. Áhugi vor ætti líka að glæðast við það, að í Vestur-Canada, sérstak- lega í Manitoba, eru margir Islendingar bú- settir. Hér í Manitoba er skóla, kirkjum og fréttablöðum haldið uppi af körlum og kon- um þessa kynflokks, og framkoma þeirra í öllu starfi, hverri stöðu og í mentaheiminum vottar þjóðflokk þenna sérstaklega góðum hæfileikum gæddan. Hver eru sérkenni þeirra bókmenta, er fóstrað hafa sálir Islend- inga í síðast Iiðin þúsund ár eða lengur? Kormáks saga, eða sem nefna má á ensku ‘Cormac the Skáld’ er saga, í rauninni æfisaga íslenzkrar skáldhetju, er uppi var á tíundu öld. Bókin hefir verið þýdd á ensku af W. G. Collingwood, kennara við Oxford háskól- ann á Englandi, og Jóni Stefánssyni. (Otgef- endur: W. Holmes Company, Ulverston). Má segja, að efni sögunnar hafi á sér sterkan nú- tíðarblæ. Það er saga ungs skálds, hetju og ofurhuga, er við fyrstu sjón verður ástfang- inn af ungmey einni, er þykist unna honum á móti, en er óstöðug og bregst honum hvað eftir annað. Hann gengur á hóim við aðra elskhuga hennar, yrkir aðdáanleg ljóð um fegurð hennar, en ætíð er hann hyggur hún muni ekki neita honum lengur, snýr hún við honum baki. Hennar vegna sigldi hann um norðurhöfin, háði orustur við glæstan orðstír í Noregi og á Irlandi, en alt til einskis; féll hann svo að endingu í orustu og dó með nafn hennar á vörum. Þetta er siuttur útdráttur úr sögunni, sem er sögð bæði í bundnu og óbundnu máli. Framsögnin er svo einföld og bein, stýllinn svo alþýðlegur og blátt áfram, að minna mann á Hómer. Og þó sagan komi fyrir sjónir sem skáldsaga, erum vér fullviss- aðir af þeim lærðu höfundum, sem um hana fjalla, að hún sé sönn lýsing af lífi íslenzkrar hetju fyr á tímum. Nafn söguhetjunnar er Kormákur. Finst mér það votta, að feður hans hafi komið frá Irlandi. Þetta gamla nafn lifir enn í dag á meðai írskra McCormicks. Virðist sem tölu- vert af keltnesku blóði renni í æðum íslenzku þjóðarinnar. Upphaflega komu landnáms- menn Islands frá Noregi, en herjuðu iðulega á löndin sunnar, komust þá í kynni við íbúa Skotlands og írlands, tóku upp ýmsa siði þeirra og kvonguðust stundum þeirra svart- hærðu dætrum. Hver íslenzk saga byrjar með ættartölu söguhetjunnar. En þó saga sú, sem hér um ræðir, komist eigi svo langt aftur í tímann að skýra frá að einn af forfeðrum söguhetjunnar hafi tekið sér til kvonfangs írska prinsessu, virðist ytra útlit og lunderni Kormáks frekar votta hann Ira en Norðmann. Hann er dökkeygður og “sveipr” í hári hans, og sökum þessa síðarnefnda stundum hæddur af ungum íslenzkum drósum; hann er mál- snjall og orðheppinn með afbrigðum. Gjarnt er Kormáki til þunglynd- is, en þó fljótur að breyta skapi, og það sem þýðingarmest er af öllu, er gæddur eldlegu keltnesku í- myndunarafli. Hann varð ástfang- inn af völdum eintómrar ímyndun- ar, eins og annars svo margan Eng- lendinginn, íslendinginn og Skot- ann hefir líka hent, því er ekki að neita. Hann tilbað hina gullin- hærðu Steingerði, eins og líka eðli- Iegt var með skáld og draumsjóna- mann; en þegar hegðan hennar hefði átt að opna augu hans, átti sér stað hið gagnstæða og var hann þannig heillaður til dauða- dags. Eg er útgefendum bókar- innar hjarlanlega samþykkur, er þeir segja ‘Hann var heiðinn og víkingur, en tæplega getum vér um líf hans hugsað án aðdáunar. Hann var hryggilega skammsýnn, þegar um hans eigin hagsmuni var að tefla; dreymandi og aðgerðalítill, þegar hann hefði mikið átt að iáta til sín taka, rauk svo til athafna með feikna ákafa þegar alt var um seinan; kendi svo sjálfum sér og öðrum um óhamingjuna, sem sagan — eins og eðlilegt var á því tíma- bili — lætur orsakast af töfrum.’ Kormákur er sögu persóna, er lengur festist í minni en söguhetj- ur hinna rómantisku skáldsagna nú á dögum. Að endingu er vert að bregða upp nokkrum myndum úr þessari gömlu sögu norðursins. ,Eitt kvöld fór Kormákur ásamt félaga sínum til Tungu að heimsækja mann, er Þorkell hét, föður Steingerðar. ‘Um kveldið gekk Steingerður frá dyngju sinni og ambátt með henni. .... Ambáttin mælti: ‘Steingerðr mín, sjám við gestina’. Hún kvað þess enga þörf og gekk þó að hurð- inni og sté upp á þreskjöldinn og sá ofan hlaðann; rúm var á milli hlerans og þreskjaldarins; þar komu fætr hennar. Kormakr sá þat ok kvað vísu: Nú varð mér í mínu menreið jötuns leiði, reittumk ristin snótar ramrna ást fyrir skammu; þeir munu fætr at fári faldgerðar mér verða —alls ekki veitk eíla— oftarr en nú svarra. Nú finnr Steingerðr at hún er sén; snýr nú í skotið . . . . Nú ber ljós á andlit henni .... Kormákr kvað: Brámáni skein brúna brims und Ijósum himni Hristar hörfi glæstrar haukfránn á mik Iauka. En sá geisli sýslir Síðan gullhrings Fríðar hvarmatungls og hringa Hlínar óþurft mína. Næsta morgun er Kormakr reis upp, gekk hann til vatnklakka og þó sér; síðan gekk hann til stofu .... Þar var Steingerðr og kembdi sér. Kormákr mælti: ‘Viltu ljá mér?’ Steingerðr rétti til hans (kambinn) ; hún var hærð kvenna bezt. Ambáttin mælti: ‘Þó mund- ir þú miklu kaupa að kona þín hefði sh'kt hár sem Steingerðr eða slík augu.’ — Kormákur var heill- aður af tilfe'Ili þessu og tilfinningar hans brutust út í Ijóði: ‘Alls met eg auðar þellu Islands þás mér grandar Húnalands og handan hugstarks sem Danmarkar, verð es Engla íarðar Eir háþyrnis geira, sól-Gunni metk svinna Sunds og Ira grundar.’ Steingerði féll vel í gerð skjaíl- mæli þessi í ljóðum, sem henni var sízt láandi. Kvað hún ‘honum betr orð liggja en frá var sagt. Svo töfraður var hann af fegurð henn- ar, að hann sat þarna allan daginn og kvað þá þessa vísu: ‘Saurfirðum kom svarðar sefþeys at mér Freyja —grepps reiðu mank góða— geir teins skarar beina: Þó váru vér þeiri þoll hyltinga vallar — minnumk Eir at unna unnfúrs — meðal kunnir.’ Eins og eg hefi þegar frá skýrt, gleymdi Kormákur aldrei þessari fögru mey. Orti hann um hana sín fegurstu Ijóð og hlaut að launum Gamall hermaður í Ham- ilton segir vinum sínum Að Dodd’s Kidney Pills sé Eiaa Meðalið rið Nýrnaveiki. Mr. P. Hodges, Sjötugur, En þó E»n Ungur, Segir Frá, Hvernig Hann ▼eit um Gseöi Dodd’s Kidney Pills Hamilton, Ont., 12. maímán. (Skefti). — MeS fullvissu um, að Dodd’s Kidney Pills séu bezta meSaKS við nýmakvillum, þá rácSleggur Mr. S. Hodges, sem lifir aS 68 Ontario Ave., hér í borg- inni, öllum vinum w'num, aS brúka þær. ”Eg þjáSist af nýrna sjúkdómi í fjóra mánuSi", segir Mr. Hodges. ÞaS byrjaSi meS kvefi, sem versnaSi brátt, og krampar í vöSv- um, KöfuSverkur, hjartsláttúr og gigtarverkir, bættust viS raunir mínar. “Matarlystin varS sljó og eg var þreyttur og syfjaSur eftir mál- tíSir. Eg varS skapillur, og svitn- aSi mjög viS alla áreynslu, hafSi einnig oft svima. Andardráttur- inn varS oft erfiSur og hugsana- þrek mitt var alt í molum.” Mr. Hodges er málari aS iSn. og er sjötíu ára gamall; hann finn- ur nú þann skjóta og góSa bata, er hann 'fékk viS brúkun Dodd’s Kid- ney Pills. Hann tók aS eins tvær öskjur meS svo góSum árangri aS hann segir: “Eg get mælt meS þeim viS alla þá, er þjást af nýma kvillum." SpyrjiS nágranna ySar um Dodd’s Kidney Pills. Dodd’s Kidney Pills kosta 50c. askjan, eSa 6 öskjur fyrir $2.50. Fást hjá öllum kaupmönnum eSa frá Dodds Medicine Co., Limited. Toronto, Ont. þungan harm að bera sökum hverf- lyndis hennar. En það er löng saga og innan um ásta kaflana er stráð lýsingum af orustum á landi og sjó, og mörgum skemtilegum frásögn- um, er fjalla um lög og siðvenjur, heimilislíf og félagslíf á Islandi, á hinum fornu hreystidögum. Rúlm- ið leyfir mér að eins að segja frá seinasta bardaga Kormáks. Um það bil var hann að herja á Skot- land. ‘Þá kom at Kormaki ór skógi blótrisi Skota og tókst þar at- gangr harðr. Kormákr var ósterk- ari, enn risinn tröliauknari. Kor- mákr seildist til og hjó risann bana- högg. Risinn iagði þó svá fast hendr at síðum Kormáks að rifin brotnuðu og féll Kormákr og risinn dauðr ofan á hann og komst Kor- mákr eigi upp.’ Sár hans drógu hann til dauða. ‘Síðan andaðist Kormákr, en Þorgils réð fyrir liði og var lengi í víkingu. Ok lýkur þar sögu þessari.’ Þegar næst, kæri lesari, þér sjá- ið Percy Grainger sitjandi við hljóðfærið, þá minnist lítið eitt Kormáks og Steingerðar, og ef til vill verður yður þá mögulegt að meta list hans betur en nokkurn tíma áður.” íslenzkan. Islenzk tunga, stáliS sterka, stælt viS margra alda föll, harpan dýrstu hetjuverka, hrein sem jökulfjalla mjöll, gegn um stríS, sem örlög ólu, áþján, helsi, fár og bál glóSir þú sem gull viS sólu, guSi-vígSa feSra mál. Tungan geymir fögur fræSi fósturlands í norSursæ, þar sem hetjur kváSu kvæSi krafti fylt meS snilli blæ, Gegn um þing og þrætu málin. þungt sem fall um hrannar lá þrumdi mál---þar stungu stálin —stórra drengja vörum frá. Lítum yfir liSna daga, landsins okkar, þraut og stríS, gull og stál frá strengjum Braga stráSi Ijósum alla tíS. Margur hefir vel aS veiki vakaS fram á hinsta kvöld til aS lyfta málsins merki, mögur þó aS hlyti gjöld. MeSan Islands eldar brenna, upp sé fornu merki lyft, látum málsins kraft oss kenna kvæSa snild og andagift; höldum fast á göfgu gildi, gimstein þeim er sagan ól; heilög rún á skærum skildi skíni gegn um húm og sól. M. Markússon.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.