Heimskringla - 02.07.1919, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. JOLÍ 1919
HEIMSKRINGI.A
5. BLAÐSIÐA
sína og þjóðerni alt og efla íslenzka
menningu. Geta þeir lfert mikið af
sögu Suður-Jóta og baráttu; er þar
margt bæði til viðvörunar og eftir-
breytni. Standa fslendingar að
sumu leyti betur að vigi en Su«ur-
Jótar, sem “eiga heima í næsta
húsi” við Þjóðverja, þar sem íslend;
ingar aftur á móti byggja afsk^kta
ey. Jlins vegar eiga Suður-Jótar
hina Danina að bakhjalli, en íslend-
ingar verða að standa á eigin fót-
um.
Suður-Jótland er ekkert annað en
suðurhiuti Jótlands, og tók upphaf-
Jega við þar sem jótski skaginn fer
að mjókka. (Á forndönsku hét það:
Sundrjútland; á miðdönsku og lág-
þýzku Sunderjutland, er seinna varð
að Sönderjylland). Norður-takmörk
Suður-Jótlands voru þangað tíl 1864
Kaiangursfjörður í austri og því-
næst Konungsá eða Skotborgará;
(þó voru ýms innskotssvæði (enkla-
ver), er heyrðu til konungsríkinu,
fyrir sunnan þessa línu, s. t. d. all-
mikið svæði um bæinn Rípar. Mjög
gamalt sem sérstakt landshlutaheiri
er nafnið Suður-Jótland ekki, ekki
fremur en “Suður-(ís)land”. í fs-
ienzkum sögum er nafnið ekki til,
þar er “Jótland” haft um alt iandið
suður að Egðu. í Knýtlingasögu
(31. kap.) segir: “hinn mesti hluti
Danmerkur heitir Jótland, þat liggr
hit syðra með hafinu; þar er hinn
synzti biskupsstóiil í Danmörku i
Heiðabæ—”, enn fremur í 12. kap.:
“Aðra orustu át:i Magnús konungur
um haustit næsta dag fyrir Mikjáls-
messu á Jótlandi, skamt norðr frá
Heiðabæ á Hlýrskófsheiði”, kap.
25: “Síðan fór Sveinn konungr aptr
í þorpit, þar sem hann hafði áðr
veizlu haft, þar heitir Suddaþorp,”
er það Söderup, vestúr frá Opineyri
á Suður-Jótlandi. í Heimskringlu
er ságt, að Magnús konungur hafi
dáið þar sem heitir Suðaþorp (rétt-
ara siuldaþorp í öðru hdr.), og er
sagt að hann lia.fi þá dvalist á Jót-
landi (28. kap.). Knútur iávarður
situr í Heiðabæ suðr á Jótlandi”
(91. kap. KnytL). Sveinn konungur
Eríksson eymuna fer til Jótiands á
hendur Knúti konungi, er “var þá
í Heiðabæ” (108. kap. Knytl.) Sveinn
konungur og Heinrekur hertogi fara
“til Sumarstaða á Jótlandi” (11. kap.
KnytL), þ. e. Sommersted 1 norður-
hluta Suður-Jótlands. í 122. kap.
Knyti. segir: “Valdimar konungr
gaf Kristófóró syni sínum ríki á
Jótlandi; hafði hann hertogadóm í
Heiðabæ, ok þat ríki sem þar fyig;
ir.” Og svonav æri hægt að halda á-
fram. Að eins eitt dæmi enn, nefni-
lega úriBl. kap. Njálu: “Hann (Gunn-
ar) hafði tfu skip ok helt heim til
Heiðabæjar í Danmörku.”
Aftur á móti kemur nafnið Suður-
Jótland alísnemma fyrir í dönskum,
lágþýzkum og latneskum ritum.
Hitt nafnið, sem einnig er haft
um iandið, Slésvík (á dönsku Sles-
vig, á þýzku Sehleswig), en það er
rangnefni og hefir sennilega^þannig
til komið að oft var talað um her-
togana f Slésvík, það er bænum, sem
áður hét Heiðabær (á fomdönsku
He(i)ðabýr), og þá hafa menn hald-
ið að Slésvík væri alt hertogaríkið.
En nú ætti þetta nafn að hverfa,
eða menn geta þá haft þa,ð um þann
suðurhluta landsins, sem fær að
vera (þýzkur, hver sem hann nú
verður. Þriðja nafn hefir lika ver-
ið við haft um þetta land: dansk
Holsten (danskt Holsetaiand), þó
kynlegt megi heita. En sú var tíð-
in, að jafnvel Danir sjáifir vissu lít-
il deilyá landi þessu sjálfra sín. 1
þessu sambandi má nefna, að af-
bökuð heiti, svo sem Apenrade fyrir
Aabenraa (Opineyri) voru höfð í
dönskum landafræðibókum fram á
miðja 19. öld og lengur!
Þessi suðurhluti Jótlands hefir
líkt landsiag og Norður-Jótland, en
þar sem iandið er mjórra, eru lands-
lagsbeitin hér líka mjórri. Að áust-
an er gróðurmikið, hæðótt land.-
víða skógivaxið. Það er mjög svo
vogskorið og víða skerast fallegir
firðir inn í iandið. Einkennilegir
eru limgarðar þeir, sem sumstaðar
girða akrana á alla vegu. Veita þeir
mikið skjól, en hins vegar taka þeir
fyrir útsýnið. Þeir eru einkum á
skaganum Sundvið við Alseyjar-
sund. Er austuyStrönd Suður-Jót-
lands öll hin fegursta, ef til vill feg-
ursta landslagið í Danmörku að
Borgundarhólmi undanskildum og
krftarbjörgunum á Mön. Það var
þetta landslag/ sem skáldið Edvard
Lembeke átti við, þegar hann kvað:
“Du skönne land með dal og bakker
fagre, Med grönne engé og med
gyldne agre, Med klöfterne, hvor
bækken Sig gennem kríttet snor,
Og langs mer vejen hækæen, Hvor
fugleskaren bor.”
Aí þessu landslagi tekur við í
vestri ás. ófrjór og heldur eyðilegur.
Hér hafa flestar ár upptök sfn og
renna þær bæði i austur, suður og
einkum í vestur. Þaðan af breiðist
út mikið sléttlendi, víða með lyng-
móum og mýrum, en sumstaðar eru
frjósamar hæðaeyjar, þó sjaidan
skógivaxnar. Aftur á móti eru hér
grösug engi, og er landið yfirleitt
ekki ófrjótt, þótt það geti á engan
bátt jafnast við austurströndina né
merskið. Merskið er flæðiengi, sem
hafið myndar með því að skiija eftir
afar þunt lag af flæðaleir á sjávar-
botninum smámsaman, þangað til
landið kemur upp lir hafínu. Þess
konar land er vfða á vesturströnd
meginlandsins og austurströnd eyj-
anna úti fyrir. Suður frá Viðá eru
gerðir stórír flóðgarðar, 7—14 metra1
háir, sem eiga að verja hið lága land
fyrir árásum hafsins. Merksið er
frjósamt, grasið er reyndar ekki
mjög hátt en það vex æ&i fljótt,
jafnóðum og fénaður bítur það.
Kornið gefur hér 30—40 ;falda upp-
skeru af sér. Bæirnir standa á smá-
hólum, gægjast fram iir smálund-
um; annars eru hér engir skógar.
Mersklandið er alt sundurgráfið af
skurðum, og verður fólkið að notast
við stöikkstafi, til þess að komast á-
fram. Annars eru flóðgarðarnir svo
breiðir, að eftir þeim liggja þjóð-
brautir.
Sandhólar eru á einstöku stöðum
á vesturströnd meginlandsins, en
þar gætir þeirra lítið. Miklu meira
ber á þeira á vesturströnd eyjanna
úti fyrir, Raumeyjar (Römö), Sild-
ár og Amrums; einkum eru sand-
hóiar Raumeyjar og Siidar mikil-
fenglegir. Á Sild eru enn fremur
mjög merkilegar jarðmyndanir frá
þrílagaöldinni. Má m. a. nefna
“Rauðukleif” og “Morsum-kleif", og
hafa hér fundist fjöimargir steih-
gerfingar frá miocenöldinni.
Veðuriagið er hið sama og á Norð-
ur-Jótiandi, þó öllu blíðara á aust-
urströndinni en víðast hvar annars
staðar í Ðanmörku. Á vesturströnd
inni er veðráttnn óblíðari, einkum é
eyjunum iiti fyrir. Ganga hér oft
snarpir stormar, er drepa niður
trjágróðurinn. Þeir valda einnig
ólgusjó, og er ströndin víða sæétin,
en—eins og eg hefi drepið á að fram-
an—hafið gefur smámsaman hið
rænta aftur.
II.
Frá fornu fari hafa þrír þjóðflokk
ar bygt Suður-Jótiand: Danir, Þjóð-
verjar (Saxar) og Frísir. Danir,
þ. e. a. s. józkir kynþættir, bjuggu
upphaflega' suður að Sljesvík og
Danavirki, og vestur að hafinu, og
sunnar að línu, sem gekk frá mynni
Viðár suðaustur að Danavirki. Fyrir
HVER ER
TANNLÆKNIR
YÐAR?
Varanlegir ‘Crowns’
og Tannfyllingar
—búnar til úr beztu efnum.
—sterklega bygðar, þar sem
mest reynir á.
—þægilegt að bíta með þeim.
—nfagurlega tilbúnar.
—ending ábyrgst.
ttVALBEINS VUL-
CJttNITE TANN-
SETfl MÍN, Hvert
—gefa aftur unglegt útlit.
—rítt oo’ vÍKíndeleg* y
—passa vel 1 nrannl.
—nekkjast ekki frá yð*r eigln
tönnum.
—‘þægilegar tiT brúks.
—ljómandi vel smíðaðar.
—ending ábyrgst.
ÐR. R0BINS0N
TannUeknir og Félagar hans
BIRKS BLDG, WINNIPEG
-------- • --
vestan þessa línu bjuggu Frísir.
Svæðið milli merskiiandsins, Sljes-
víkur og Egðu, var þá óbygt. Fyrir
sunnan Danavirki stóð mikill skóg-
ur, er Danir kölluðu “Járnvið” eða
“Myrkvið”, Þjóðverjar “Isarnho. Sá
hluti hans er var fyrir norðan
Egðu, var kallaður Danaskógur, en
það nafn er síðan haft um skagann
milli íkornafjarðar og Kílarfjarðar;
nú er nafnið einungis haft í iág-
þýzkri mynd “Denisch Wold”. —
Snemma var farið að nema land í
merkjaskóginum, og tóku Danir kér
bólfestu á skaganum Svansey milii
Sljesvíkur og Ikornafjarðar og
reistu þeir sér “Austurgarð” milli
fjarðanna í framhaldi af Danavirki.
Danir fóru líka sunnar og námu þar
land, og eru eigi all-fá staðarheiti
þar upphaflega dnösk, en þó hafa
dönsku bygðirnar aldrei verið nema
á víð og dreif. Saxar, er þá bjuggu
é Vestur-Holtsetalandi. — Vindur
bjuggu að aústan alt að Kflarfirði
— gengu seinna fram yfir Egðu og
ruddu skóginn þar fyrir norðan og
Peoples
Specialties Co.,
P. O. Box 1836, Winnipeg
Úrval af afklippum fyrir sængur-
ver o.s. frv.—“WitchÖraft” Wash-
ing Tablets. BiSjiS um verSlista.
tóku sér bólfestu um alt iandið
norður að Danavirki. Hinir fáu
Danir, sem voru um þessar slóðir,
hafa. áreiðanlega snemma horfið inn
í saxneskt þjóðerni. En fyrir norð-
an Danavirki og AustUrgarð hafa
Danir haldist fram á 17. öid, nærri
því óblandaðir.
Frísir bjuggu á sínum tíma á
austurströnd Suður-Jótlands frá
Viðá og suður í Holtsetaland og
eyjunum úti fyrir; hafa bæði Egðu-
staðarskaginn (í Suður-Jótlandi) og
Þjettmerski (í Holtsetalandi) verið
frísnesk á sfnum tíma. Menn vita
ekki, hvenær Frísir hafa sezt að á
Suður-Jótlandi. Halda sumir að
þetta hafi gerst fyrir söguöld, aðrir
að ]>eir liati ekki komið fyr en á 11.
öld. Frísir á Suður-Jótlandi, hinir
svo nefndu Norður-Frísir, eru nú að-
eins lítið brot af miklu stærri þjóð,
sem hefir á sfnum tíma bygt alla
strönd Englandshafs frá Viðá suður
að Suðursjó (Zuiderzee) á Hollandi.
Eru nú Frísar all-margir á Hollandi
(frumbygð Frísa er einmitt Hol-
land álitið) og eiga þeir sérsAikt rit-
mál. vestur-frísnesku —-; í Aldinborg
(Oldenburg) á Þýzkalandi eru fáein-
ir “Austur-Frísir”, en þeir eru óðum
að tína máli sínu. Norður-Frísir
hafa einnig mjög týnt tölunni. Þeir
hafa aldrei notað sitt eigið mál fyrir
ritmál, heldur hafa þeir notast við
þýzku, áður fyr við iágþýzku, seinna
við háþýzku. Árangurinn af þessu
’hefir verið sá, að m'i hefir norður-
frfsneskan hörfað unflan fyrir lág-
þýzku, bæði að sunnan og suðaust-
an, og að norðan og norðaustan lít-
ið eitt fyrir dönsku . (suðurjózku)
Takinörk norður-frísneskrar tungu
er lína, sem byrjar 1 kílómetra fyrir
Sur.nan Sjóhólinsá (eða Súhólmsá),
og liggur fyrir sunnan þorpin Lang-
’hora og Bargum, beygir þá fyrir
vestan þorpin Enge, Stedesand,
Lindhólm, Nýból, og liggur þvf næst
norður um vatnið “Gudskog sö”, og
loksins v^stur út í hafið inilli þorp-
anna Rauðaness (dansks) og
Klangsbóls (frísnesks). Af eyjunum
eru Habel. ’Appelland, Eyland,
Langanes, Amrum, För og Sild
(nema norðuroddinn sem er dansk-
ur) allar frfsneskar (einnig á eynni
Helgoland er norður-frísneska töl-
uðf. ■ Alls tala 25—30 þúsund majms
norðurfrísnesku. Fornfrísneskan var
al-sjálfstætt mái, skyldast ensku, pg
sama má segja um nýfrísneskuna.
Er norður-frísneskan þvf alls ekki
þýzk mállýzka (svo sem t. d. lág-
þýzka), eins og margir munu ef til
vill halda, ,þó að hún hafi orðið fyrir
allmiklum áhrifum frá lágþýzku og
dönsku. Annar árangur af því, að
Norður-Frísir hafa aldrei notað sitt
eigið mál fyrir ritmál, er sá, að norð-
ur-frísneskan hefir klofist f margar
mállýzkur,og eru þær all-frábrugðn-
ar hver annari. Frísir frá megin-
landinu taia þess vegna lágþýzku
•við eyjaskeggja, og verður þessi sið-
ur ekki til þess að halda máiinu við.
Nokkru fyrir styrjöldina miklu var
stofhað frísneskt félag, sem meðal
annars ætlaði að gefa út norður-
frísneska orðabók, og bendir það á.
að menn háfi hugsað sér að vernda
málið betur en hingað til og búa til
sameiginlegt ritmál (það er prentuð
smákvæði, smásögur, jafnvel leikrit
og annað á nokkrum norður-frís-
neskum máliýzkum). Álíta sumir að
þetta muni ekki vinnandi verk, af
því að mállýzkurnar eru svo margar
og svo ólíkar. En þær eru í raun og
veru ekki frábrugðnari hver annari
en máilýzkur annarstaðar (í Dan-
mörku til dæmis Þjóðumálið og
Borgundarhólmskan).
Sem dæmi upp á norðurfrísnesku.
er hér settur lítill kafli á För—Am-
rum-máilýzkunni, sem er nokkurn
veginn miðja vegu milli nofðurfrís-
neskra máilýzkna og ekki ólíkleg til
undirstöðu frámtíðarmáls.
“An öömreng vyff, diar nian ing-
eis vurd snaki kydd, kam ans me air
ingeisen matrus tupp. Hi snaket
ingles* an ju dedd öömreng, an vann
uck hörnsuck hörns snokin ei so rap
ging, jo kydd arköder dach förs-
tunn, an vann hi “bread” (“a loaf’)
an “butter” an “cheese” of’“a cup of
tea” ha vull, do dedd’s ham bruad
(an iiaf) an brödder an ses an an
kopp tii, an vann hi “sleep” vull, do
visset’s ham at bad. Vat hedd det
stakels vyff vell unting 'skullen,
venn ’s ei öömreng snaki kydden
hedd!”
(Amrums-kona, sem gat ekki tal-
að eitt einasta orð í ensku, hitti,
einu sinni enskan háseta. Hann
talaði ensku og hún taiaði Amrums-
m&l, og jafnvel þó að samtal þeirra
gengi ekki sem liðlegast, skildu þau
þó hvort annað, og þegar hann vildi
^bread” (a loaf) og “butter” og
“cheese” eða "a cup of tea”, gaf hi'in
honum brauð (hleif) og smjör og ost
og. bofla af tei, og er hann vildi
“sleep”, þá vísaði hún honum á
rúmið. Hvað hefði kerlingargreyið
átt að taka til bragðs, ef hún hefði
ekki getað taiað Amrums-mál!)
Norðurfrísneskan er þannig al-
sjálfstætt mál, en telst þó til vestur-
germanskra máia, en suðurjótskan
er alnorrænt mái. En Þjóðverjar
(jafnvel þýzkir vísindamenn) hafa
reynt að sanna, að suðurjótsku mál-
lýzkurnar væru vesturgermanskar
eða þýzkar. Þetta nær auðvitað
engri átt, og hreinskilnir þýzkir
vfsindamenn hafa aldrei gert svo
lítið iir sér, að fallast á þessa vit-
leysu. Þjóðverjar, sem vilja sanna
þet a, benda heiz: á einstök hljóð
og orð, sem jótskan og enskan hafa
sameiginleg. En það vita allir mál-
fræðingar, að ekkert einstakt orð
eða hljóð getur sannað neitt í því
efni. Skyldleiki tungumála byggist
á alt öðru. Þá benda þeir líka á
söguna um hvernig Englar, Saxar,
Frísar og Jótar hafi farið til Bret-
lands og numið land þar. Þetta
sýni, að þessar þjóðir hafi verið ná-
skyldar, og þar sem Englar, Saxar
og Frísar séu vesturgermanskir,
hljóti Jótar að hafa verið slíkt hið
sama; cnda hafi Englar bygt skag-
ann öngul (Angel), og séu sumir
SuðurJótar beinlínis eftirkomend-
ur þeirra. En þetta sannar ekki
neitt. Þó að Englar hafi búið á
öngli, þó að mikill skyidleiki hafi
verið með þessum þjóðum, sannar
það ekki neitt. Á þeim tímum (500
e. Kr.) var ekki sá mikli munur á
germönskum kynþátíum, sein síðar
varð. Þá voFu engin glögg merki
milli hinna ýmsu kynjiátta og mál-
lýzkna þeirra, heldur voru alstaðar
jafnar, lítt skiljanlegar millistigs-
myndir. Norðurgermanar (Norður-
landabúar) voru þá ekki sérstök
héild út af fyrir sig, haldut voru
þeir kynþættir þeirra, er syðst
bjuggu, sambandsliðir að öðrum
germöúskum kynþáttum. Hafa
Saxar verið. einn sambandsíiður,
en óvíst er, hvort réttara sé að telj^
liá með Norðurgermönum eða Suð-
urgermönum (Vesturgermönum); en
Engia, annan slfkan sambandslið,
mætti cf til vill fremur telja með
Norðurgermönum — ef það á annað
horð er tilvinnandi að gera nokk-
urn gre.inarmun á þeiin tfma. —
En þetta ástand breyttist, er Vind-
ur ruddust inn í ILoltsetaland. Sax-
ar og Englar ( og aflmargir Frísar
og Jótar fylgdu þeim sennilega)
urðu að hörfa undan og fóru til
Englands og settust þar að. Þar
breyttist mál þeirra allmikið og
varð að engil-saxnesku (fo/n-ensku),
sem var þó náskyld forn-norrænu.
Vindur skutu fleyg ipn á svæði það,
sem varð autt, og mynduðu um
margar aldir mikinn merkjagarð
milli Jóta og hinna suðlægari kyn-
þátta. Jótar breiddust út yfir svæði
það. sem Englar höfðu yfirgefið að
mestu leyti, og hafa leifar Engia á
meginlandinu sennilega horfið inn
í jótska kynþáttinn. Á sama hátt
runnu ieifar af Söxum saman við
suðlægari germanska kynþætti, er
Karl mikii um 800 drap Saxa þús-
undum saman og flutti Franka inn
í land þeirra.
Þessir nýju Saxar voru því alt
annað en gömiu Saxarnir, frændur
língia og Jóta. Enda höfðu mál-
iýzkurnar beggja megin Egðu nú
breyzt mjög mikið á hinum langa
skilnaðartíma. Áður gátu granna-
kynþættirnir hæglega skilið hvor
annan, nú, þegar Norðurgermanar
og Suðurgermanar aftur mættust,
voru máiin mjög svo ólík, og Jótar
og Saxar (Holtsetar) gátu ekki skil-
ið hVorir aðra. Allir smákynþættir
á jótska skaganum höfðu runnið
sarnan, og meira að segja höfðu
þeir runnið saman við Dani (Ey-
dani). Nú voru Jótar einn danskur
kynþáttur. Germönsku kynþætt-
irnir fyrir sunnan Egðu voru lika
að renna saman í heildir. En sam-
nefnin þýzka, þýzkur, Þjóðverjar og
Þýzkaland voru þá ekki upp komin,
komu ’ekki upp fyr en um 1000. Er
orðið þýzka elzt íþeirra, og merkir
“alþýðumálið” (í móts. við latfnu,
ritmáiið). Það er því hinn mesta
fásinna að vilja halda fram, að suð-
urjótska (jafnvel .jótskan öil) sé
þýzk mállýzka. Og það er líka skakt
að kaila hana vesturgermanska, þó
að enskan, sem einu sinni var ná-
granni jótskunnar, nú sé heizt vest-
urgörmönsk mállýzka,
Nei, það er enginn efi á því, að
um 800 hefir verið töluð norræna
(austurnorræna mállýzkan) á Suður
-Jótlandi. Þetta sanna meðal ann-
ars ristur þær, sem hafa fundist á
suðurjótskum rúnasteinum. Skulu
hér settar hinar helztu: Wé-Ásfríðr
gerði kumbl þausi, dóttir Öðinkárs,
eft Sigtriugg konung sun sínn auk
Gnúpu (Veðelspangssteininum II,
um 950).—Þórólf(r) résði stén þansi
(þennan), hémþegi (hirðmaður)
Swéns, eftir Eirík félaga sínn, es
warð döðr, þá drengjar sátu um
Héðabý; en hann was stýrimandr,
drengr harða góðr (Heiðabæjar-’
steininum 995—96).—Swénn konungr
satti stén öftir Skarða sínn hém-
þega, es was farinn westr, en nú
warð döðr at Héðabý (Danavirkis-
steinninum 995—96. Er þetta aiveg.
sama mál og það, sem er á sjá-
lenzkum, skánskum, upplenzkum og
öðrum austurnorrænum steinum.
Og suðurjótska mitfmans er áreið-
anlega dönsk (og norræn) mállýzka.
Þau einstöku' atriði, söm sumir
hafa álitið þýzk einkenni, svo sem
íorskeyttur greinir nafnorða, og
annað, eru til komin af tilviijun.
Franskan hefir líka forskeyttan
greini,'én er samt ckki þýzka! Þvf
á þá suðurjótskan (og vesturjótsk-
an) að vera þýzk? Enda er for-
skeytti greinirinn e eða æ alt annað
orð en þýzki greinirinn, er senni-
lega sama orðið og forníslenzkt enn,
en, eð. Svo kvað Karsten Thomsen
'sveitakrármaður f Fröslev (nálægt
Flensborg):
De er sá kö:nt, de er sá deile, nær
i den fö:st forársti-: e himmel sæ
udbré:r sá vi:, o e sqJ sá klar i e
van sæ speiler o lys o værm strör te
vos á e jor hernér; ja de er kö:nt,
ja de er deile. Það er svo fallegt,
það er svo inndælt, þegar um fyrsta
vortímann himininn vfður þenst út
og sólin björt speglast í vatninu og|
Stráir ljósi og hita handa okkur yfir
jörðina; já það er fallegt, já það er*
inndælt). Að nokkur maður skuli
þora að halda þvf fram, að þetta sé
einskonar þýzka! Suðurjótskan erj
meira að segja sú jótska mállýzka, ■
sem stendur ritmálinu danska næst.
En suðurjótskan nær nú ekki
lengur að Danavirki. Hefir hún
smámsaman hörfað undan í syðstu
sveitum Suðurjótlands, og lágþýzk-j
an komið í síaðinn. Hvarf hún úr|
Svahsey á 17. öld, seinna úr svæðinu
roilli Danavirki.s og vegarins mifl:
Slésvíkur og bæjarins “í Húsum”.
Fram að 1800 var suðurjótskan ein
um hituna suður að þessum vegi og
Slésvík, og öngull var allur danskur
þá. Hvernig hefir það þá atvikast,
að lágþýzkan hefir rutt sér til rúms
á öllum þessum skaga, í bænum
Flensborg og vfðar, bæði á mið-
hluta Súður-.Tótlands og jafnvel í
“Norður-Slésvík”? Til þess að gera
þeta kkiljanlegt, er nauðsynlegt að
gefp. stutt yfirlit yfir sögu Suður-
Jótlands. (Frh.)
VERZLUNIN
Bckabúðin,
REYKJAVÍK
tekur íslenzkar bækur, geunl-
ar sem nýjar—gefnar út í
Ameríku, — í umboðssölu
eða kaupir, ef um semur.
GUÐM. DAVÍÐSSON.
“NÚ FER ECr AÐ SOFA!
(Síðustu orð Byrons.)
Nú ert-u bráðum, lífs mfns dagur,
/ liðinn;
já, Ijósið er að slokna, heimsins glit.
Þér, hljóða nótt, eg heilsa! Kom
með friðinn;
— eg hvfldar þarfnast eftir dagsins
strit.
ÞAKKARORÐ.
Mér undirritaðri er mjög ljúft og
skylt að þakka því góða fóíki. sem
sýnt hefir mét velvild og aðstoð
meðan eg hefi legið á sjúkrahúsinu
í Winnipeg, þar sem eg gekk undir
uppskurð, og eins sfðan eg kom út
af spítalanum. Fyrst og fremst vil
eg þakka Dr. B. J. Brandssyni fyrir
hina ágætu hjálp hans og nákvæmni
bæði meðan eg lá á spítalanum og
síðan. Þá vil eg nefna með þakk-
læti Miss Raghildi Matthews og
móður hennar, Mrs. Stefaníu Matth-
ews, sem á allan hátt hafa sýnt mér
hjálp og velvild. Miss Halldóra
Thorsteinsson og Þorgerður systir
hennar hafa verið mér mjög hjálp-
samar. Ait þetta ofannefnda fólk
hefir lagt á sig mikil ómök mín
vegna í veikindum mínum, auk
margra fleiri, sem sýnt hafa mér
vináttu. Og þakka eg öllu þessu
fólki af hlýju hjarta.
Sigríður Gíslasoc.
Og vel sé þér — þú vilt ei neinu
lofa.
— — þá vonbrigði engin! Gott!
“Eg fer að sofa!”------------
G. Ó. Fells.
HVÍ EKKI — ?
Hví ekki að lesa lífsins blóm,
sem Ijóma svo skært og anga?
Hví ekki á söngvarans hlusta róm?
Hví ekki’ í sólskini’ að ganga?
Hví ei mót gjöfum guðs að taka —
—gullnámum lífsins* yfir að vaka - ?
Er þá fegurðin einskis verð?-------
Er þá listin froða?
— — Haldið þíð áfram ykkar ferð,
sem ekki viljið skoða
fegurð lífsins og auðlegð alla,
-----en al<Jrei mun eg það lofsvert
kalla!------1-----
G. Ó. Fells.
Brantford og Perfect Hjólhestar
TIL SÖLU
Allskonar viðgerSir á ReiShjólum og Motor hjólum
—fljótt og vel af hendi leystar — rétt við Sherbrooke
strætL
THE EMPIRE CYCLE CO.
641 Notre Dame Ave.
34-37 J. E. C. Willaims, eigandi.
Abyggileg Ljós og_
Aflgjafi.
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna
ÞJÓNUSTU.
t
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fjrrir VERK-
SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. . CONTRACT
DEPT. UmboSsmaður vor er reiðubúinn að finna yður
að máli og gefa yður kostnaðaráætlun.
Winnipeg Electric Railway Co.
A. W. McLiinont, Gen'l Manager.
/ __ • Þér hafiG meiri ánægju J
VlPin PHlíTPO'lrl af blaðinu yGar, ef þér vitiB, f
I meö sjáifumyðar.aB.þérhaf- '
iö borgaö þaö fyrirfram. Hvernig standiö þér vjö Heimskringlu ?