Heimskringla - 02.07.1919, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.07.1919, Blaðsíða 4
4. BÁAÐSiÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚLI 1919 í HEIMSKBINGLA (Stofnn!5 1884) Kemur út á hverjum MitSvikudegl Ctgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerTS blatisJng í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um árlC (fyrirfram borgaB). Btnt til lslands $2.00 (fyrlrfram borgatS). AHar borganlr sendist ráísmanni blatSs- I lns. Póst e'óa banka ávísanir stílist til I The Vlking Press, Ltd. ii O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephansfth, ráSsmaður Skrifttofa t ’ 72» SHERBROeKE STREET, WINXIPE0 ' P. «. Box 3171 Talttfmi Garry 4119 j v...—rrr rv " ---- WINNIPEG, MANITOBA, 2. JÚLl 1919 Afskaplegur gróði verkstæða og verzlana Hryllilegur tilhugsunar er sá feikna mikli gróði, er sumar stórverzlanir landsins hafa úr býtum borið á meðan stríðið stóð yfir. Að slíkt hafi átt sér stað dirfist enginn lengur ur að mótmæla, þar sem það hefir nú verið sannað með óhrekjandi rökum. Nefnd stjórn- arinnar, skipuð til að rannsaka orsakir dýr- tíðarir.nar, hefir átt einna stærstan þátt í að leiða sannanir þessar í ljós. Enn er rannsókn nef ,dar þeirrar ekki lok- ið, en allareiðu þó opinberaður sá sannleik- ur, að margir af eigendum helztu verzlana landsins hafi haft úti allar klær til þess að geta hrept sem mestan gróða, þráft fyrir yfir- standandi hörmungatíð af völdum stríðsins. Á meðan hermenn þjóðarinnar voru að hníga í þúsunda tali á erlendum vígvelli, hafa gróðamennirnir hér heima fyrir þannig kept eftir að skara sem bezt eld að eigin kökum og búa sem mest í haginn fyrir sjálfa sig. Vissulega hljóta þessir gróðasólgnu auðkýf ingar að skoðast stórsekir í augum allra rétt- hugsandi einstaklinga. Nú er loku fyrir það það skotið, að eigend- ur verkstæða og verzlana hér í Canada geti neitað að nokkur “óhæfilegur” gróði hafi átt sér stað. Margir þeirra hafa þegar verið op- inberlega yfirheyrðir og þá orðið að játa sekt sína. — Þannig hefir til dæmis komið í Ijós, að “Ogilvie kommölunarfélagið” hafi á síð- asta ári grætt 72% á verzlun sinni. Gróði þess félags, að frádregnum kostnaði, nam þá í alt $1,995,414 á einu árí. Mörgu m mun koma slíkt kynlega fyrir sjónir, en sannleikur er það samt, sem ekki verður hrakinn. Sömuleiðis hefir verið dregið fram í dags- Ijósið, að “Harris Abatoir félagið”, sem stofnað var 1914 með $800,000 höfuðstól, hafi á árunum til 1917 átt afgangs, eftir að hlutavextir voru borgaðir, $1,200,000. Gróði þessa félags nam á síðasta ári 61 % á hinum upphaflega höfuðstól. Með slíkum hætti hafa miíjónamæringarnir verið að skap- ast hér í Canada á meðan alþýðan var að merjast undir oki stríðsins. Sannast hefir, að “Dominion Textile fé- lagið hafi grætt 300% á innstæðu höfuð- stól sínum. Mun félag það eitt af allra öfl- ugustu gróðafélögum landsins. —' ótal fleiri félög hafa þó sannast að vera gróðafélög í all-stórkostlegum stíl. Verður nánar frá þessu skýrt hér í blaðinu, þegar skýrsla ítar- leg frá ofangreindri nefnd birtist. Margir munu að sjálfsögðu helzt vilja skella skuldinni á stjórnina og kenna henni um ófarir allar. Hún hefði ekki átt að láta shkt viðgangast og átt að taka sterklega í taumana að stemma stigu fyrir slíkum feikna- gróða auðfélaganna. Ekki verður heldur mótmáelt, að þetta hafi við töluverð rök að # styðjast. En taka verður þó til greina, að stjórnin hafði í mörg horn að líta á meðan stríðið stóð yfir, að hún átti þá við fnörg umfangsmikil mál að etja og að oft voru lítt yfirstíganlegir örðugleikar í vegi. Sízt því að undra, þó margt færi í handaskolum og mörgu væri ábótavant hér heima fyrir. Eng- in mannleg stjórn er alfullkomin. En stríðið er nú um garð gengið og örðug- leikarnir þar af leiðancfi margfalt minni. Or þessu munu stjórmnni því gerðar meiri kröfur en áður ■— og meðal annars verður krafist að hún láti ekki viðgangast að verzl- ana og verkstæða eigenchir fái árlega mokað saman mörgum miljónum doilara á þjóðar- innar kostnað. Sjái stjórnin sér ekki fært að sinna þeim kröfum, er lítil ástæða til að halda hún verði langiíf í valdasessinum. Albýða þessa lands er nú vöknuð til gleggri meðvitundar um hina mörgu galia nú- verardi skipulags — þar með þó ekki sagt ; h% •' 'ekir brá bolsbeybmami rússneska. Þjóð pessa lands cr þe;m mun þroskaðri en russneska þjóðin, að umbætur hennar miða eingöngu að því, sem r.othæft er og ábyggi- legt. »-■■■■ " " ■■ —--------------------* Hringhendurnar. Sérstaklega er áríðandi, að vestur-íslenzk skáld og hagyrðingar, sern þátt vilja taka í “hringhendu samkepninni”, sendi sem fyrst stökur sínar tii skjalavarðar Þjóðræknisfé- lagsins (S. Sigurjónssonar, 724 Beverley St., Winnipeg). Tíminn styttist nú óðum til Is- lendingadagsins og enginn má verða of seinn. Hringhendurnar mega ekki berast seinna en tveimur vikum fyrir þjóðhátíöisdaginn, því dómnefndin verður að hafa nægan tíma til þess að Ieysa það vandasama verk af hönd- um, sem henni hefir verið faiið. — Engir þurfa að óííast nokkur hlutdrægni eigi sér stað, þar sem dómararnir fá ekki að vita nöfn þeirra, sem vísurnar senda. Verða nöfnin geymd hjá Skjalaverði Þjóðræknisfélagsins og ekki birt fvr en vísurnar koma út í blöð- unum. Vjssulega er þess vert íyrir íslenzk skáld og hagyrðinga, að keppa um þau verðlaun, sem í boði ei;u. Eins og áður hefir verið aug- lýst, er þetta olíumynd eftir J. J. Pálma, Ijós- myndasmið og listamann í Louisviile í Banda- ríkjunum. Hann er fram úr skarandi list- fengur í iðn sinni og heíir lagt sérstaklega stund á slíkar olíumyndir. Myndin verður gerð eftir hvaða Ijósmynd sem óskað er eftir og má fuilyrða, að h^rra Pálmi muni Ieggja sig til að gera hana sem bezt úr garði. Að hans sögn eru slíkar inyndir að minsta kosti 30 dollará virði. Tilboði sínu hrinti hann af stokkum um það bii er þjóðernishreyfingin ísienzka var tekin að gera vart við sig hér vestra-—sem borið hefir nú þann árangur, að vestur-ís- lenzkt þjóðernisfélag hefir verið myndað Fyrir honum vakti að glæða þessa hreyfingu og efla rækt Islendinga hér til dýrmætra sér- eigna íslenzkrar þjóðar. Rímnahættirnir ís- lenzku eiga enga sína líka í bókmentum ann- ara þjóðafcg af þeim er hringhendan, sé hún vel kveðin, einna fegurst. Þessir gönilu .og íslenzku hættir, forn-íslenzkcir bókmentir og íslenzka glíman — alt eru þetta ómetanlegar séreignir íslenzkrar þjóðar, sem verðskulda þeim sé á lofti haldið. Vonandi er, að vestur-íslenzkir ljóðasmiðir sleppi ekki af þessu tækifæri að íýna rækt hrínghendunni og stuðla til henni verði nú sem mestur sómi sýndur. T - - ..... - - - - ■■ Minni Islands Lögrétta flytur nýlega útdrátt úr frétt Heimskringlu, er skýrði frá láti W. S. C. Russells, Islandsvinarins mikla. Sömuleiðis birtir ritstjóri Lögréttu þýðingu eftir sjálfan sig á hinu fagra kvæði, er Russell heit. orti til Islands og nefndi “Iceland revisited”. Kvæði það kom út í bóþ hans “Ifceland” og vottar fyllilega, að sá látni hafi verið góðum skáld- hæfileikum gæddur. — Af því svo fáir af Vestur-íslendingum, til þess að gera, munu lesa Lögréttu, getum vér eigi stilt oss um að birta hér með hina ágætu þýðingu ritstjóra hennar á þessu snjalla kvæði: ÍSLAND, . ?’MlLfeiSl Eftir W. S. C. Russell Þú, kæra Island, eyjan fríð! Það er svo Ijúft um sumartíð að ferðast um þinn fjallasaJ og finna’ í dölum bændaval. Við opnar dyr er útrétt hönd,, við alla vegi’ um dal og strönd. Þú heiilar enn þá huga minn, er heilsa’ eg þér í annað sinn. Þú vorsins daga ljóma land með ljósra nátta gullinband um hamrastall og hnjúkafjöll, sem hreykja’ á tindum bjartri mjöll; með veglaust heiðavídda land og vatnaglaum um hlíð og sand. Þú töfraey með ís og bál átt ætíð hlut í minni sál. N Þú dimmra nátta draumaland með dauða’ og vetrar ógna grand, með norðan kulda storma stríð og steypiélja kafaldshríð, en heimilanna hlýju’ og ró í heiðadal á kafi’ í snjó! Ó, stormsins kongur, still þinn mátt! Við strönd og dal vert þú í sátt! Þú hríms og elda jötna jörð með jökulgosa umbrot hörð og gíg, er eiturgufu spýr, er glóðrautt ijökultindinn flýr hið bráðna hraun, sem breiðir grand og böl um gróið sveitaland, ber hátt með sigri öld af öld þinn eldfjallstind með jökulskjöld! Þú skálda’, söngva og sagna ey, sem sögufræðum gleymir ei um hreystiþjóð frá heiðnum sið, sem hefndir blóðs lét trufla frið, unz krossins máttur stríðsins stál gat stilt, og mýkt og göfgað sál. Þér mentgyðjur gleymi ei, þú goðum trygga Snorra ey! Af veírum herjað, vígt af sól, þú víkinganna forna ból, er kusu sæstríð heldur hörð, en Haralds ok á feðra jörð, og reistu’ á áður áuðri slóð upp arinstöðvar frjálsri þjóð! Þú hörpuland með hetjulýð, þitt haldist frelsi alla tíð! , ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA í VESTURHEIMI P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba. í Mtjórnarnefnri félagslns eru: Séra Kögnvaldur PéturnMon, forseti. 650 Maryland str., Winnipeg; J6n J. Bilrifell, vara-forseti, 2106 Portage ave., Wpg.; Slg. Jfil. JóhannesMon, skrifari, 957 Ingersoll str., Wpg.; Asg. I. Illönriahl, vara-skrifari, Wynyjtrd, Sask.; S. D. B. Stephanton, fjármála- ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stefftn EinarNNon, vara-fjármálaritari, Arborg, Man.; An». P. JöhnnnMMon, gjaldkeri, 796 Victor str., Wpg.; séra Albert KriMtjfinMMon, vara-gjaldk., Lundar, Man.; og Sigurhjörn Sigur- jönMMon, skjalavörCur, 724 Beverley str., Wpg. Fastaíuurii hefir nefnriin fjórtSa föMturiaaTMkv. hverM mfmnðar. Jón J ónsson á BirkivöIIum. Samuel Gompers Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, hlaut Samuel Gompers nýlega endurkosningu sem forseti iðnfélaga sambandsins í Bandaríkjun- um. Er þetta ótvíræður vottur þess, í hve m.iklum hávegum hann er enn hafður á meðal verkamanna syðra og að öfgá- og æsinga- menn, sem þráðu að hrinda honum sem fyrst frá völdum, séu þar að svo komnu í miklum minni hluta. Óefað er Samuel Gompers nú í röð öflug- ustu og áhrifamestu verkamanna leiðtoga í heimi. Við framkomu sína á meðan stríðið stóð yfir hefir hann getið sér þann örðstír er seint mun fyrnast. Áhrif hans voru þá ekki bundin eingöngu við verkamanan hreyfing- una hér í landi, heldur náðu alla leið til Evrópu. Þegar alt var að fara í bál og brand á með- al verkamanna á Engiandi, voru það áhrif hans, sem oft einna mest höstuðu á storminn. Hvarvetna hefir stilling hans og gætni, sam- fara fram úr skarandi leiðtoga hæfileikum, komið honum að góðu haldi. Ferðir hans til Evrópu báru mikinn og víðtækan árangur. Mun óhætt að fullyrða. að einna mest fyrir á- hrif hans hafi málum verkamanna verið beint í jafn æskilegt horf á friðarþinginu. Þess'um merka leiðtoga verkamanna- hreyfingarinnar verður ekki betur lýst í fáum dráttum, en gert er í smágrein, sem nýlega birtist í einu enska blaðinu hér. Grein sú var send að sunnan um það bil að endurkosning Gompers var um gajð gengin, og hljóðar þannig í íslenzkri þýðingu: “Yfirráð Samuel Gompers í iðnfélaga sam- bandi Bandaríkjanna haldast enn óskert, eftir 37 ára embættistíð hans. Endurkosning hans á verkamanna þinginu í Atlantic City, er óvinir hans fyrir mörgum mánuðum síðan spáðu að verða myndi hans ‘Waterloo’, er sterkur vottur um að áhrif hans ráði mestu. Og daglega birtast enn augljósari sannanir, þó ef til vill séu þær mörgum ekki eins áþreifan- legar, sem heimfært geta, h\ e öfluglega Gom- pers stýrir og sveigir að vilja sínum verka- manna hreyfingu Bandaríkjanna. Gompers lætur sér ekki eingöngu nægja að ná embætti; hann stjórnar til fulls hinu stóra og umfangsmikla verkamanna sambandi. Yf- irráð hans eru meira en nafnið tómt, hann er stjórnandi í orðsins fysta skilningi. Hvernig stendur á þessum miklu yfirráð- um Gompers? Þau orsakast af því, að hann er óneitanlega í tölu atkvæða og áhrifa- mestu stjórnmálamanna veraldar. Enskur . _ ,, ~ , íii •, c • >í Winnipeg uiTi 2 ár. Þar gekk hann Gyðmgur, sameinar hann hebreska mikilnæfni að eiga fyrrj konu gfna Þ6r(,ísi Guð. og brezka fastheldni. Þegar hann talar til fylgjenda sinna, annað hvort frá ræðupalli eða í blöðunum, prédikar hann enga flókna þjóðmegunaríræði (social philosophy), held- ur srtertir strengi þeirra instu eftirlangana eða óánægju. Hann frestar stundum, en neitr ar aldrei orustu. Hann velur jafnan hólm- gönguvöllinn. Bardaga-aðferð (strategy) hans er afar einföld: ‘Orsakaðu skiftingu á meðal mótstöðumanna þinna, og yfirbugaðu svo þá, sem linástir eru fyrir.’ Gompers er ekki einn í ráðum. Honum fylgir að málum órjúfandi fylking af undir- foringium, sem ekki þafa verið valdir sökum afburða gáfna, þó flestir séu þeir hinir hæf- ustu menn, heldur aðallega sökum þégnholl- ustu þeirra og staðfestu. Engum vafa cr undirorpið að möguleikar Gompers að viðhalda íhalds-stefnu sinni (conservatism) eru komnir undir afstöðu verkveitendanna, að þeir séu viljugir að fjalla úm verkamanna mál í anda sanngirni og sam- úðar. Og eins þvL að núverandi Iöggjafar- þing (congress) veiti góðar undirtökur hin- um ýmsu ráðstöfunum, sem gerðar voru á Verkamanna þinginu og sem miða að marg- víslegri eflingu á lífskjörum verkalýðsins. Ef verkveitendur Bandaríkjanna Canada hennaííur austan hafs; velja þá stefnu, að lækka núver- andi verkaiaun eða gera tilraun að endurnýja fyrverancla fyrirkomu- lag hvað snertir ‘sameiginlega samningsgerð’ (collective bargain- ing), þá verður Gompers annað- hvort tilneyddur að berjast gegn þeim með öllum vopnum eða að öðrum kosti að sjá verkamenn víkja undan merkjum hans.—Und- ir slíkum kringumstæðum er eng- um vafa bundið hvað Gompers muni gera. Hann mun berjast. Eins mun fara, ef núverandi þing hugsar sér að fara með tals- menn verkamanna og ráðstafanir eins og tíðkaðist á hinum liðnu ‘Cannon-Aldrich dögum’ þá verður Gompers tilneyddur að hætta bar- áttu sinni gegn byltingamönnum og að hefja þá allsherjar hreyfingu áj meðal verkamanna, sem óhjá- k\femilega hlýtur að hafa stórkost- iegar afleiðÍRgar.” Jón var fæddur 5. nóvember 1863, á Tóftum í Þykkvabæ, dó 21. febrú- ar 1919, á Birkivöllum í Nýja íslandi. J-ón var sonur Jóms bónda Einars- sionar, sem bygði upp nýbýiið Tóftir og bjó þar; kona hans var Guðrún Jónsdóttir, systir Ólafs bónda í Há- varðarkoti í Þykkvabæ. Einar afi Jóns bjó i Stöðukoti, Þykkvabæ, átti ólöfu Þórðardóttur Jónssonar og Helgu Sveinsdóttur frá Rauða- felli. Einar var sonur Magnúsar bónda Háarima í Þykkvabæ, sonar Jóns Sæmundssonar og Ingibjargar dóttur Böðvars sýslumanns Jóns- sonar í Vestmannaeyjum og klaust- urha’dar á hálfu Kirkjubæjar- klaustri. Böðvar var sonur Jóns Ólafssonar -í öxnakeldu og Eiínar Þórðardóttur lögréttumanns á ökr- um. Móðurætt Þórðar á ökrum er komin frá Óiöfu ríku Loftsdóttur á Skarði. Jón Jónsson á Birkivölium var al- inn upp hjá ólafi móðurbróður sín- um í Hávarðarkoti, við algenga bændavinnu. Ungur fór hann í ver og stundaði fiskiveiðar á Suður- landi á ýmsum stöðum. Um tví- tugsaldur fór bann austur á Seyðis- fjörð og var þar um skeið. Árið 1888 flutti hann tii Canada og dvaldi mundsdóttur frá Kumblavík Langanesi f Þingeyjarsýslu. Möðir Þórdísar var Sigríður Jónsdóttir Sigurðssonar, Sigurðssonar á Syðra- Lóni á Langanesi ólafssonar. Móð ir Sigríðar var Þórdís Eymundsdótt- ir, Eymundssonar í Kumblavík, ól- afssona.r á Skálum, Finnbogasonar á Hauksstöðum í Vopnafirði, Stein- rnóðssonar, Árna«onar prefcts Vaiianesi (dó 1635), Þorvarðssonar prófasts þar, Magnússonar. Sigríð ur móðir Þórdísar var seinni kona Gunnars Gíslasonar, hins velþekta fræðimanns í Nýja ísiandi, er dó 21. marz 1898. Börn Jóns á BTrkivöllum, og Þórdísar: Guðrún Sigríður, kona Sigvaida S. Vidal, og ólafur, ógift- ur, á Birkivöllum. — Seinni kona •Tóns á Birkivöllum er Kristín Lilja Gunnarsdóttir Gíslasonar, nýnefnds, og giftust þau 17. okt. 1900, voru barniaus. Kristín Lilja var áður gift Guttormi Jónssyni, ættuðni# úr Norður-Múlasýslu, er dó 5. nóvem- ber 1898. Börn þeirra: Gunnar, gift- ur bóndi í Riverton: Margrét, gift hérlendum manni í Winnipeg: Svan- herg, giftur Bertiínu Sigurðardótt- ■ir, búa á Birkivöllum í Árnesbygð, •orniT Jieirra Sigu’rgeir KrfStinn Guttonnur. Svanberg var lengi verður getið annars staðar. Lýsing sú helzta af Jóni heitnum á Birkivöllum er í fáum orðum þessi: Hann var vel meðalmaður á hæð, iiðlega vaxinn, dökkur á hár og nettfríður sýnum. Síglaður og málhreyfur og spaugsamur alla- jafna, og þó sérStaklegá, er mest blés á móti. Sérstaklega gestrisinn og hjálpsamur, oft og tíðum yfir efni fram. Munu allir, sem honum kynt- ust til muna fljótt hafa fundið lund- ernis einkenni þessi hjá honum. Ekki naut Jón kenslu í uppvexti sínum, frekar en þá var títt. Jón var bókhneigður og las alt, sem al- menningur á kost á, og unni öllum fróðleik og sögu. Átti ættartölu sína og unni íslenzkri sagnfræði, var íslendingur hreinn og beinn, en fylgdist þó með hérlendun) málum af áhuga. Talaði enska tungu sæmi- lega og las, þrátt fyrir að búa norð- ur/í Nýja íslandi nær 30 ár, þar sem eldra fólk á fá tækifæri að læra þá tungu. Jón var góður söngmaður og for- söngvari f bygð sinni. Var stöðug- ur við barnatrú sína tii sfðasta and- artaks. Banamein/Jóns var spánska veik- in, er snerist upp í lungnabólgu. Hann var jarðsunginn í Árnesgraf- reit þann 25. febrúar 1919, af séra N. Steingfiml Þoriákssyni frá Selkirk. að viðstöddiim allmörgum bygðar- mönnmn, þrátt fyrir hörku gadd- veður þann dag. Enn fremur fylgdi honum til grafar fólk úr Geysis- og Hnausa-bygðum. Þess skal enn frefnur getið, að kona Jóns heitins, Kristín Liija, var farin til Winni- peg að mæta syni sínum, áður en Jón lagðist banaleguna. Hún lá þar veik þá maður hennar dó, og gat eigi fylgt honum til grafar. Ram- búð þeirra var hin ástúðlegasta og bezta. Kveður hún nú eiginmann sinn með innilegustu endurminn- ingum og syrgjandi tilfinningum f hoimiii sínu. — f guðsfriði hvfli hinn látni! Ekkja, sonur og vandamenn. JÓN JÓNSSON Birkivöllum. F. 5, nóv. 1863— d. 21. febr. 1919. Eg líð f leiðlsu og harmi, Eg líð í vöku og draum. Mér titra tár á hvarmi, í tímans hvikum straum Þín ástúð ekki lengur Mitt ylar mædda geð, Mér brast þinn blíðu strengur. Eg berst hér straumi með. | Eg lít í leiðslu’ og dvala Vort iíf í stundarheim. Eg lít til sælusala, Er svifinn ert’ til heim. Að drottlns Mknarlandi, Þar ljósið aldrei dvín, 1 traustu trygðabandi. Þar trú um eilífð skfn. Eg iít á leiðið bleika Við iagar fríða strönd, Eg kysi blys þar kveikja Og krystals-geisla-bönd, Og yndisstrauma yngja Með aihuga og sál. Og sálma dýra syngja Og segui björmuð mál. Eg flyt þér kveðju, kæri! Og kveð þig hinsta sinn, Og þrótt og þrekið mæri Og þankann biíða—þinn. Þfn minning máluð stendur, Þótt marmar> sé ei greypt, LTm hjarta og hugarlendur í helgri umgjörð steypt.. Undir nafni ekkjunnar. Kr. Ásg. Benediktsson. Suður-Jótland. Eftir Holger Wiehe. I. Það ætti að vera öllum Norður- iandabúum hið mesta gleðiefni, að Danir eiga nú að fá Suður-Jótland, éða mikinn hluta þess, aftur. Styrk- ur eins Norðurlandsins er styrkur allra, enda er afturskilun Suður- Jótlands ekki nema fullnæging rétt- iætisins. Víða um Noreg, Svíþjóð og íslani^ hafa heyrst samfagnaðar- re.ddir rit af hinum mikla viðburði, isem fer í hönd, en a]l*margirv)ru lítt kunnugir Suður-Jótlandi og suður- jótskum högum yfir höfuð að tala. ísland er nú orðið sjálfstætt ríki, en etftir er að vita, hve vel fslendingum ínuni takast að varðveita tungu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.